Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.03 bls. 3-4
  • Prédikaðu og berðu rækilega vitni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Prédikaðu og berðu rækilega vitni
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Munum við endurtaka það?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Verðugt markmið fyrir næsta þjónustuár
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 2.03 bls. 3-4

Prédikaðu og berðu rækilega vitni

1 Hlutverk Jesú sem ,höfðingi og stjórnari‘ fól í sér að búa lærisveinana undir hið umfangsmikla boðunarstarf sem fram undan var. (Jes. 55:4; Lúk. 10:1-12; Post. 1:8) Pétur postuli lýsti verkefninu, sem Jesús fékk þeim, með eftirfarandi orðum: „Hann bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna [„rækilega,“ NW], að hann er sá dómari lifenda og dauðra, sem Guð hefur fyrirhugað.“ (Post. 10:42) Hvað felur það í sér að bera rækilega vitni?

2 Við getum lært margt af fordæmi Páls postula. Þegar hann átti fund með öldungum safnaðarins í Efesus sagði hann þeim: „Ég dró ekkert undan, sem yður mátti að gagni verða, heldur boðaði yður það og kenndi opinberlega og í heimahúsum og vitnaði [„rækilega,“ NW] bæði fyrir Gyðingum og Grikkjum um afturhvarf til Guðs og trú á Drottin vorn Jesú.“ Páll lagði sig allan fram um að koma fagnaðarerindinu á framfæri við sem flesta, þrátt fyrir þær prófraunir sem hann mátti þola. Hann lét sér ekki nægja að miðla aðeins grunnsannindum til áheyrenda sinna heldur leitaðist við að segja frá ,öllu Guðs ráði.‘ Og til þess að gera það var hann fús að leggja sig fram og færa fórnir. Hann bætti við: „Mér er líf mitt einskis virði, fái ég aðeins að fullna skeið mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera [„rækilega,“ NW] vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð.“ — Post. 20:20, 21, 24, 27.

3 Hvernig getum við líkt eftir fordæmi Páls? (1. Kor. 11:1) Með því að leita að verðugum fjölskyldum og einstaklingum, jafnvel þegar við sjálf stöndum frammi fyrir erfiðleikum, gera okkar ýtrasta til að koma fagnaðarerindinu á framfæri við fólk af öllum þjóðum og tungum og með því að hlúa vel að þeim áhuga sem við finnum. (Matt. 10:12, 13) Þetta útheimtir tíma, viðleitni og kærleika til fólks.

4 Getur þú orðið aðstoðarbrautryðjandi? Ef til vill hefurðu gott tækifæri til að gerast aðstoðarbrautryðjandi í mars og apríl. Það var mjög uppörvandi að sjá hversu margir lögðu sig sérstaklega fram um það á síðasta ári.

5 Hvatningin, sem skipulag Jehóva gaf, hafði sterk áhrif á áttræða systur sem á við ýmis heilsuvandamál að glíma. Hún skrifaði: „Þessi hvatning endurvakti löngun sem hafði lengi blundað í mér og mér fannst ég hreinlega verða að vera aðstoðarbrautryðjandi að minnsta kosti einu sinni enn.“ Hún setti sér það markmið að vera aðstoðarbrautryðjandi í mars. „Það fyrsta sem ég gerði,“ segir hún, „var að setjast niður og reikna kostnaðinn. Ég vissi að ég þurfti stuðning dóttur minnar svo að ég ræddi málið við hana. Hún kom mér á óvart með því að sækja sjálf um aðstoðarbrautryðjandastarf.“ Þessi aldraða systir var 52 klukkutíma í boðunarstarfinu þann mánuðinn. „Ég bað Jehóva oft um að endurnýja krafta mína þegar mér fannst ég vera að niðurlotum komin. Ég var mjög glöð og ánægð þegar mánuðurinn var úti og hef margoft þakkað Jehóva fyrir að hafa hjálpað mér. Ég er alveg til í að reyna aftur.“ Ánægjuleg reynsla hennar getur verið hvetjandi fyrir þá sem eru við slæma heilsu en langar mjög mikið að verða aðstoðarbrautryðjendur.

6 Bróðir, sem missti óvænt vinnuna, ákvað að nota tækifærið og gerast aðstoðarbrautryðjandi. Hann varð fullur af eldmóði í boðunarstarfinu þennan mánuð og í lok mánaðarins hafði hann hafið nýtt biblíunámskeið. „Hvílíkur mánuður!“ segir hann þegar hann hugsar til baka. Hann var himinlifandi yfir leiðsögn og hjálp Jehóva. Já, Jehóva úthellti yfir hann ríkulegri blessun fyrir það sem hann lagði aukalega á sig í boðunarstarfinu og hann mun gera það sama fyrir þig. — Mal. 3:10.

7 Aðstoðarbrautryðjandastarfið reynist ekki öllum auðvelt. Mörgum bræðrum og systrum hefur samt tekist vel til þrátt fyrir erfiðleika og þá ábyrgð sem þau hafa innan og utan heimilisins. Við verðum oft að leggja mikið á okkur og fórna verðmætum tíma til að bera rækilega vitni, en umbunin er engu lík. — Orðskv. 10:22.

8 Það er tilvalið að gerast aðstoðarbrautryðjandi í mars og apríl. Í mars eru fimm helgar og með því að nýta þær og kvöldin vel geta ef til vill sumir, sem vinna fulla vinnu, orðið aðstoðarbrautryðjendur. Það er einnig hægt að nýta sér frídagana í apríl. Sumir fá kannski frí úr skóla og vinnu en það getur gert þeim fært að starfa 50 stundir eins og til er ætlast. Geturðu notað eina af tímaáætlanatillögunum, sem fylgja þessari grein, til að ná 50 klukkustundum í boðunarstarfinu í mars eða apríl? Talaðu við aðra um tímaáætlun þína því að það hvetur þá tvímælalaust til að fara með þér út í starfið. Ef þú getur ekki orðið aðstoðarbrautryðjandi skaltu setja þér ákveðið markmið fyrir þessa mánuði og styðja þá sem sjá sér það fært. Byrjaðu strax að skipuleggja boðunarstarfið í mars og apríl.

9 Sýnum þakklæti fyrir minningarhátíðina: Margir sýna þakklæti sitt fyrir lausnargjaldið með því að ,kaupa upp tíma‘ til aðstoðarbrautryðjandastarfs vikurnar fyrir og eftir minningarhátíðina. (Ef. 5:15, 16, NW) Hér á landi voru 14 aðstoðarbrautryðjendur í mars á síðasta ári. Berðu það saman við þá 6 sem voru aðstoðarbrautryðjendur að meðaltali alla hina mánuði þjónustuársins. Með því að auka boðunarstarf okkar vikurnar fyrir og eftir minningarhátíðina í ár fáum við annað gott tækifæri til að sýna þakklæti okkar fyrir lausnargjald Krists.

10 Þegar nær dregur 16. apríl skaltu ígrunda hvaða þýðingu minningarhátíðin hefur fyrir þig. Veltu fyrir þér þeim atburðum sem leiddu til dauða Krists og því sem hefur hvílt þungt á huga hans og hjarta. Leiddu einnig hugann að þeirri gleði sem beið hans og hvernig það hjálpaði honum að þola illa meðferð. Og hugsaðu um núverandi stöðu hans sem höfuð safnaðarins og hvernig hann hefur umsjón með boðunar- og kennslustarfinu. (1. Kor. 11:3; Hebr. 12:2; Opinb. 14:14-16) Síðan skaltu sýna þakklæti þitt fyrir allt sem Kristur hefur gert með því að taka eins mikinn þátt í boðunarstarfinu og aðstæður þínar leyfa.

11 Hvettu aðra til að bera rækilega vitni: Öldungar og þjónar eru í góðri aðstöðu til að hvetja aðra í söfnuðinum með því að gerast aðstoðarbrautryðjendur. Þeir hafa gott tækifæri til að hjálpa öðrum að eiga sem mestan þátt í þessu einstaka starfi þegar þeir starfa með boðberum og fara í hirðisheimsóknir. Við skulum öll biðja Jehóva um að styrkja samstillt átak okkar í að bera rækilega vitni í mars og apríl.

12 Öldungar og þjónar styðja vissulega samkomur fyrir boðunarstarfið í mars og apríl en það er fyrst og fremst ábyrgð starfshirðis að sjá um að gera ráðstafanir fyrir boðunarstarfið þessa mánuði. Hann þarf að gæta þess að staðsetja og tímasetja samansafnanir eins og hentar sem flestum boðberum og láta tilkynna það á nokkrum þjónustusamkomum. Ef til vill væri hægt að hafa nokkrar samansafnanir á mismunandi tímum yfir daginn þannig að allir í söfnuðinum hafi tækifæri til að taka þátt í ýmsum greinum þjónustunnar. Þetta gæti falið í sér að starfa á viðskiptasvæðum, á götum úti, hús úr húsi, í síma eða að fara í endurheimsóknir. Hann ætti einnig að sjá til þess að nóg sé til af bókum, bæklingum, tímaritum og svæðum þessa mánuði.

13 Í mars verður Þekkingarbókin boðin og áhersla lögð á að hefja biblíunámskeið. Góðar kynningartillögur fyrir bókina er að finna í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir janúar 2002. Í apríl bjóðum við tímaritin Varðturninn og Vaknið! Reyndu að nýta þér kynningartillögurnar í rammanum „Hvað geturðu sagt um blöðin?“ Allir ættu að undirbúa sig vel svo að þeir geti borið rækilega vitni.

14 Það er mikil blessun að mega starfa undir leiðsögn Jesú Krists sem er höfuð safnaðarins, og fá að segja öðrum frá fagnaðarerindinu. Verum staðráðin í að gera mars og apríl enn eina ferðina að bestu mánuðunum. Þá erum við að hlýða boði Krists um að prédika og bera rækilega vitni.

[Rammi á blaðsíðu 4]

Nokkrar leiðir til að vera aðstoðarbrautryðjandi í mars og apríl 2003

Dagur Klukkustundir

Mánudagur 1 2 — — 2 —

Þriðjudagur 1 — 3 — — —

Miðvikudagur 1 2 — 5 — —

Fimmtudagur 1 — 3 — — —

Föstudagur 1 2 — — — —

Laugardagur 5 4 3 5 6 7

Sunnudagur 2 2 3 2 2 3

Mars 56 56 54 55 50 50

Apríl 50 50 51 53 — —

Gæti ein af þessum tímaáætlunum hentað þér?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila