Árangursrík biblíunámskeið
4. hluti: Kennum nemendum að undirbúa sig
1 Nemandi tekur yfirleitt skjótum framförum í trúnni ef hann les námsefnið fyrir fram, strikar undir svörin og hugsar um hvernig hann geti svarað með eigin orðum. Þegar reglulegu biblíunámskeiði hefur verið komið í gang getur verið gott að fara með nemandanum yfir efnið fyrir næstu námsstund til þess að sýna honum hvernig hann geti undirbúið sig. Flestir nemendur hafa gagn af því að farið sé yfir heilan kafla sameiginlega.
2 Athugasemdir og undirstrikun: Útskýrðu hvernig hægt sé að finna bein svör við spurningunum. Sýndu nemandanum að þú hefur eingöngu merkt við lykilorð og –setningar í þínu námsriti. Þegar þið undirbúið ykkur fylgir hann kannski fordæmi þínu og merkir aðeins við það sem hann þarf til að hjálpa sér að muna svarið. (Lúk. 6:40) Biddu hann síðan að svara með eigin orðum. Þannig geturðu séð hve vel hann skilur efnið.
3 Þegar nemandinn undirbýr sig fyrir námið er mikilvægt fyrir hann að skoða vel ritningarstaðina sem ekki eru útskrifaðir. (Post. 17:11) Leiddu honum fyrir sjónir að sérhver biblíutilvísun styður atriði sem kemur fram í efnisgreininni. Sýndu honum hvernig hægt er að gera stuttar athugasemdir á spássíu námsritsins. Leggðu áherslu á að það sem hann er að læra sé byggt á Biblíunni. Hvettu hann til að vera duglegur að nota ritningarstaðina, sem vísað er í, þegar hann svarar á námskeiðinu.
4 Yfirlit og upprifjun: Áður en nemandinn fer að undirbúa námsefnið ítarlega er gott fyrir hann að fá yfirsýn yfir efnið. Bentu á að hann geti gert það með því að skoða stuttlega kaflaheitið, millifyrirsagnirnar og myndirnar. Segðu honum að gott sé að nota stutta stund til að renna yfir aðalatriði efnisins áður en hann lýkur undirbúningnum. Til þess má nota upprifjunarspurningar, séu þær til staðar. Slík endurtekning hjálpar nemandanum að leggja efnið á minnið.
5 Ef nemandinn lærir að undirbúa sig vel fyrir námið hjálpar það honum að gefa innihaldsrík svör á safnaðarsamkomum. Það stuðlar líka að því að hann temji sér góðar námsvenjur sem gagnast honum löngu eftir að biblíunámskeiðinu er lokið.