Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.13 bls. 2
  • Enn fleiri tækifæri til að lofa Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Enn fleiri tækifæri til að lofa Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Svipað efni
  • Nú er tími til að huga að auknu starfi
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2013
km 6.13 bls. 2

Enn fleiri tækifæri til að lofa Jehóva

1. Með hvaða nýja fyrirkomulagi getum við fengið enn fleiri tækifæri til að lofa Jehóva?

1 Í mars á þessu ári var komið á nýju fyrirkomulagi. Samkvæmt því er boðberum gefinn kostur á að gerast aðstoðarbrautryðjendur og starfa 30 klukkustundir í mars og apríl. Það gildir einnig um mánuðina sem farandhirðirinn heimsækir söfnuðinn. Ef heimsókn farandhirðis er um mánaðamót geta boðberar, sem vilja starfa 30 tíma, valið annan hvorn mánuðinn til að vera aðstoðarbrautryðjendur. Aðstoðarbrautryðjendur mega sitja allan fund farandhirðis með brautryðjendum og sérbrautryðjendum. Ef við sjáum okkur ekki fært að starfa 50 klukkustundir á mánuði getum við sótt um að starfa 30 klukkustundir. Þannig gerir þetta nýja fyrirkomulag okkur kleift að lofa Jehóva enn meir sem aðstoðarbrautryðjendur allt að fjórum sinnum á ári. – Sálm. 109:30; 119:171.

2. Hvernig getur farandhirðisvikan verið aðstoðarbrautryðjendum til uppörvunar?

2 Í farandhirðisheimsókninni: Nú geta enn fleiri séð sér fært að verða aðstoðarbrautryðjendur meðan á heimsókn farandhirðis stendur og fengið uppörvun þegar þeir starfa með honum. (Rómv. 1:11, 12) Margir aðstoðarbrautryðjendur kjósa eflaust að taka sér smá frí frá vinnu til að geta starfað með farandhirðinum. Þeir sem vinna á virkum dögum gætu fengið samstarf með honum um helgina. Hugsið ykkur hvað það verður uppörvandi fyrir aðstoðarbrautryðjendur að njóta félagsskapar við brautryðjendur og sérbrautryðjendur á brautryðjendafundinum.

3. Af hverju er gott að nýta tímabilið í kringum minningarhátíðina til að vera aðstoðarbrautryðjandi?

3 Í mars og apríl: Þeir sem völdu að starfa 30 klukkustundir í þeim mánuði sem minningarhátíðin var haldin síðastliðin tvö ár eiga nú kost á að gera tvöfalt meira fyrir Jehóva og færa enn meiri „lofgjörðarfórn“. (Hebr. 13:15) Það er alveg upplagt að vera aðstoðarbrautryðjandi í mars eða apríl. Á hverju ári tökum við þátt í spennandi átaki þessa tvo mánuði til að bjóða fólki á minningarhátíðina. Við fáum líka tækifæri til að starfa með alls konar boðberum þessa mánuði því að margir starfa meira á tímabilinu í kringum minningarhátíðina. Að minningarhátíðinni lokinni förum við aftur til þeirra sem þáðu boðið og hvetjum þá til að koma á sérræðuna. Finnurðu fyrir löngun í hjarta þínu til að nýta þér þessi nýju tækifæri og verða aðstoðarbrautryðjandi? – Lúk. 6:45.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila