Hjálpum þeim sem eru ekki tilbúnir til að fara yfir bókina Hvað kennir Biblían?
1. Höfðar bókin Hvað kennir Biblían? til allra í byrjun? Skýrðu svarið.
1 Til þess að einstaklingur geti orðið tilbiðjandi Jehóva þarf hann að kynnast boðskap Biblíunnar. En sumir tilheyra trúarbrögðum sem eru ekki kristin og líta því ekki á Biblíuna sem orð Guðs. Aðrir trúa hins vegar ekki á Guð og bera ekki virðingu fyrir Biblíunni. Hvaða hjálpargögn hafa reynst vel til að ná til þeirra sem bókin Hvað kennir Biblían? höfðar ekki til í byrjun? Eftirfarandi tillögur eru byggðar á ábendingum frá boðberum í 20 löndum.
2. Ef einhver segist ekki trúa á Guð, hvað er þá gott að vita og hvers vegna?
2 Þeir sem trúa ekki á Guð: Ef einhver segist ekki trúa á Guð er gott að vita hver ástæðan er. Er það vegna þess að hann aðhyllist þróunarkenninguna? Hefur hann misst trúna á Guð vegna óréttlætisins í heiminum eða vegna hræsni trúarbragðanna? Er hann frá landi þar sem trú á Guð hefur verið bæld niður? Hann er kannski ekki gallharður guðsafneitari en hefur bara aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að trúa á Guð. Margir boðberar segja að spurningin: „Hefur þú alltaf verið þeirrar skoðunar?“ fái fólk til að útskýra afstöðu sína. Hlustaðu án þess að grípa fram í. Þegar maður veit hvers vegna viðmælandinn trúir ekki á Guð áttar maður sig á hvernig best sé að svara og hvaða rit eigi að bjóða. – Orðskv. 18:13.
3. Hvernig getum við sýnt viðmælanda okkar og skoðunum hans virðingu?
3 Þegar þú svarar skaltu gæta þess að láta ekki viðmælanda þínum finnast þú vera að ráðast á skoðanir hans. Eftirfarandi tillaga er frá Bandaríkjunum: „Það er mjög mikilvægt að virða frelsi einstaklingsins til að hafa eigin skoðanir. Í stað þess að reyna að hafa betur í rökræðum er best að bera fram spurningar sem fá fólk til að hugsa og komast að eigin niðurstöðu.“ Eftir að farandhirðir nokkur hefur hlustað á húsráðandann tjá sig spyr hann oft áður en hann svarar: „Hefur þú nokkurn tíma íhugað þennan möguleika?“
4. Hvernig getum við hjálpað búddistum?
4 Mörgum búddistum finnst hugmyndin um Guð framandi. Sumum boðberum í Bretlandi finnst gott að bjóða þessu fólki bæklinginn Lasting Peace and Happiness – How to Find Them. Þegar boðberarnir hafa farið yfir innganginn ræða þeir um kaflann „Is There Really a Most High Creator?“ og síðan kaflann „A Guidebook for the Blessing of All Mankind.“ Síðan geta þeir kannski kynnt bókina Hvað kennir Biblían? og sagt við húsráðandann: „Þótt þú trúir ekki á Guð er gagnlegt fyrir þig að kynna þér Biblíuna því að hún inniheldur margar hagnýtar leiðbeiningar.“ Brautryðjandi í Bandaríkjunum, sem starfar á kínversku málsvæði, sagði: „Margir á starfssvæði okkar hafa ánægju af lestri. Þess vegna eru þeir oft búnir að lesa allt ritið þegar við komum aftur til þeirra. En þeir skilja kannski ekki hvað biblíunámskeið felur í sér. Mér finnst þess vegna gott að bjóða bæklinginn Gleðifréttir frá Guði í fyrstu heimsókn af því að hann er skrifaður til að skapa umræður.“ Farandhirðir, sem þjónar á kínversku farandsvæði í Bandaríkjunum, segir að það sé hægt að kynna bókina Hvað kennir Biblían? í fyrstu heimsókn. Hins vegar sé betra að hefja ekki námið í fyrsta kaflanum, sem fjallar um Guð, heldur öðrum kaflanum sem er kynning á Biblíunni.
5. Hvers vegna er mikilvægt að sýna þolinmæði?
5 Það tekur fólk tíma að byggja upp trú á Guð. Þess vegna er mikilvægt að sýna þolinmæði. Fyrstu samræðurnar sannfæra viðmælanda okkar kannski ekki um tilvist skapara. En með tímanum viðurkennir hann ef til vill að það sé möguleiki eða lætur í ljós að hann skilji hvers vegna sumir komist að þeirri niðurstöðu.
6. Hvers vegna hafa sumir engan áhuga á Biblíunni?
6 Þeir sem hafa engan áhuga á Biblíunni eða hafa ekki trú á henni: Algengt er að einstaklingar játi að Guð geti verið til þótt þeir hafi engan áhuga á því sem Biblían kennir. Sumir þeirra trúa ekki að hún sé orð Guðs og tengja hana við kristna heiminn af því að þeir búa í landi þar sem fólk er ekki kristið. Aðrir telja að Biblían komi sér að litlum notum því að þeir búa í löndum sem eru kristin að nafninu til þótt fáir íbúanna trúi á Guð. Hvernig getum við hjálpað slíkum einstaklingum að fá áhuga á Biblíunni og þiggja með tímanum biblíunámskeið þar sem stuðst er við bókina Hvað kennir Biblían?
7. Hvernig er gott að vekja áhuga á Biblíunni?
7 Deildarskrifstofan í Grikklandi skrifaði: „Besta leiðin til að hjálpa þeim sem hafa ekki áhuga á Biblíunni er einfaldlega að opna hana og sýna þeim hvað stendur í henni. Margir boðberar hafa tekið eftir því að boðskapur Biblíunnar hefur mun sterkari áhrif á hjörtu fólks en nokkuð sem maður getur sjálfur sagt. (Hebr. 4:12) Að sjá nafn Guðs í Biblíunni hefur kveikt áhuga margra á að kynna sér efni hennar.“ Deildarskrifstofan á Indlandi skrifaði: „Sannleikurinn um líf og dauða heillar marga hindúa, sömuleiðis fyrirheit Biblíunnar um heim án stéttaskiptingar og mismununar.“ Að minnast á vandamál, sem fólkið á svæðinu hefur áhyggjur af, gefur boðberum oft tækifæri til að sýna hvað Biblían segir að Guðsríki muni gera til að lagfæra málin.
8. Hvað getum við sagt við fólk sem eru neikvætt gagnvart Biblíunni vegna framferðis kristna heimsins?
8 Ef einhver er neikvæður gagnvart Biblíunni vegna framferðis kristna heimsins skaltu útskýra fyrir honum að kristni heimurinn hefur rangfært Biblíuna og kenningar hennar. Deildarskrifstofan á Indlandi skrifaði: „Stundum þurfum við að benda fólki á að stóru kirkjufélögin séu ekki málsvarar Biblíunnar.“ Einnig var bent á að hindúum finnst oft fjórði kaflinn áhugaverður í bæklingnum Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? en í honum er útskýrt hvernig stóru kirkjufélögin hafa reynt að falsa eða eyða orði Guðs. Brautryðjandi í Brasilíu spyr fólk oft: „Hvernig litist þér á að kynna þér betur efni Biblíunnar? Margir gera það með opnum huga, án allra skuldbindinga við nokkurn trúarhóp. Það sem þú lærir gæti komið þér á óvart.“
9. Hvers vegna ættum við ekki að gefast upp þótt sumir sýni boðskap Biblíunnar ekki áhuga í byrjun?
9 Jehóva lítur á hjarta hvers og eins. (1. Sam. 16:7; Orðskv. 21:2) Hann laðar þá sem hafa rétt hjartalag að sannri tilbeiðslu. (Jóh. 6:44) Margir þeirra hafa aldrei fræðst neitt um Guð og hafa haft lítil kynni af Biblíunni. Guð „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. (1. Tím. 2:4) Boðunarstarf okkar gefur þeim tækifæri til þess. Þú skalt því ekki gefast upp þótt sumir sýni boðskap Biblíunnar engan áhuga í byrjun. Notaðu eitthvert hjálpargagn, sem er fáanlegt á þínu tungumáli, til að vekja áhuga fólks. Með tímanum tekst þér hugsanlega að færa umræðurnar yfir í aðalbiblíunámsrit okkar, bókina Hvað kennir Biblían?
[Mynd á bls. 4]
Ef húsráðandi segist ekki trúa á Guð skaltu reyna þetta:
• Til að vita hver ástæðan er skaltu spyrja: „Hefur þú alltaf verið þeirrar skoðunar?“
• Ef hann er búddisti skaltu nota bæklinginn Lasting Peace and Happiness – How to Find Them, bls. 9-12.
• Ef hann aðhyllist þróunarkenninguna getur eftirfarandi efni komið að góðum notum:
Greinaröðin „Býr hönnun að baki?“ í Vaknið!
Myndbandið The Wonders of Creation Reveal God’s Glory.
Bæklingarnir A Satisfying Life – How to Attain It, kafli 4, Var lífið skapað? og The Origin of Life – Five Questions Worth Asking.
• Ef hann hefur misst trú á Guð vegna óréttlætis og þjáninga gætu eftirfarandi rit komið að gagni:
Bókin Er til skapari sem er annt um okkur? kafli 10.
Bæklingarnir Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, kafli 6 og Hver er tilgangur lífsins?, kafli 6.
• Skiptu yfir í bókina Hvað kennir Biblían? um leið og húsráðandinn er farinn að átta sig á að Guð geti verið til. Það getur verið gott að byrja á kafla 2 eða öðru efni sem nær til húsráðandans.
[Mynd á bls. 5]
Reyndu þetta ef húsráðandinn trúir ekki að Biblían sé orð Guðs:
• Farðu yfir kafla 17 og 18 í bókinni Lífið – varð það til við þróun eða sköpun?
• Fyrir hindúa skaltu nota bæklinginn Why Should We Worship God in Love and Truth?
• Fyrir Gyðinga skaltu nota bæklinginn Will There Ever Be a World Without War?, bls. 3-11.
• Sýndu hvað meginreglur Biblíunnar eru gagnlegar. Þú getur notað eftirfarandi rit til að sýna hvað Biblían er hagnýt:
Greinaröðina „Góð ráð handa fjölskyldunni“ í Vaknið!
Myndbandið The Bible – Its Power in Your Life.
Bæklinginn Gleðifréttir frá Guði, kafla 9 og 11, Bók fyrir alla menn, bls. 22-26 og A Satisfying Life – How to Attain It, kafla 2.
Fyrir búddista skaltu nota bæklinginn The Pathway to Peace and Happiness, bls. 3-7.
Fyrir múslima skaltu nota bæklinginn Real Faith – Your Key to a Happy Life, kafla 3.
Ef þú ert að boða fagnaðarerindið á svæði þar sem fordómar ríkja gagnvart Biblíunni gæti verið best að nefna ekki hvaðan þessi viturlegu orð eru tekin fyrr en eftir nokkrar heimsóknir.
• Útskýrðu hvernig spádómar Biblíunnar hafa ræst. Þú getur notað eftirfarandi efni:
Myndbandið The Bible – Accurate History, Reliable Prophecy.
Bæklinginn Bók fyrir alla menn, bls. 27-29.
• Skiptu yfir í bókina Hvað kennir Biblían? um leið og húsráðandinn fer að spyrja hvað Biblían segi um ýmis málefni.
[Mynd á bls. 6]
Ef húsráðandinn segir: „Ég trúi ekki á Guð,“ gætirðu sagt:
• „Mætti ég segja þér stuttlega hvers vegna ég sannfærðist um tilvist skaparans?“ Notaðu síðan efni úr Rökræðubókinni á ensku, bls. 84-86. Þú gætir líka boðist til að koma með rit sem þú hefur haft ánægju af að lesa.
• „En ef Guð væri til, hvernig myndir þú vilja að hann væri?“ Flestir svara því til að þeir myndu laðast að kærleiksríkum, réttlátum, miskunnsömum og óhlutdrægum Guði. Sýndu í Biblíunni að Guð hefur slíka eiginleika. (Það væri jafnvel hægt að nota kafla 1 í bókinni Hvað kennir Biblían?, frá grein 6.)
Ef húsráðandinn segir: „Ég trúi ekki að Biblían sé orð Guðs,“ gætirðu sagt:
• „Það er algeng skoðun. Sumir álíta að Biblían sé óvísindaleg eða að meginreglur hennar séu óraunhæfar. Hefur þú einhvern tíma lesið Biblíuna? [Gefðu kost á svari. Sýndu síðan kynningarorðin á bls. 3 í bæklingnum Bók fyrir alla menn, og bjóddu bæklinginn.] Margir taka ekki mark á Biblíunni vegna þess að trúarbrögðin hafa rangfært kenningar hennar. Næst myndi ég vilja ræða um dæmi á bls. 4 og 5.“
• „Margir eru á sama máli og þú. Má ég sýna þér svolítið sem mér finnst merkilegt í Biblíunni? [Lestu Jobsbók 26:7 eða Jesaja 40:22 sem sýnir að Biblían er vísindalega nákvæm.] Biblían inniheldur líka viturleg heilræði fyrir fjölskyldur. Næst myndi ég vilja sýna þér dæmi um það.“
• „Þakka þér fyrir að vera svona hreinskilinn. Ef Guð hefði skrifað bók fyrir mannkynið, hvað fyndist þér að slík bók ætti að innihalda?“ Sýndu húsráðandanum síðan eitthvað í Biblíunni sem samræmist svari hans.