Ein leið til að nota bæklinginn Biblían – hver er boðskapur hennar?
Margir sem við hittum í boðunarstarfinu, sérstaklega þeir sem tilheyra ekki kristnum trúarbrögðum, þekkja ekki Biblíuna. Sumir sem hafa notað bókina Hvað kennir Biblían? til að kenna slíkum einstaklingum hafa notað bæklinginn Biblían – hver er boðskapur hennar? til að gefa nemandanum betri yfirsýn yfir Biblíuna. Til dæmis notaði bróðir nokkur fyrsta kafla bæklingsins samhliða yfirferð yfir þriðja kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Eftir það fóru þeir yfir einn kafla í bæklingnum í lok hverrar námsstundar. Heldur þú biblíunámskeið með einhverjum sem hefur litla eða enga þekkingu á Biblíunni? Hvernig væri að hjálpa honum að kynnast hinni,heilögu ritningu sem veitir speki til sáluhjálpar‘ með því að flétta saman efni úr Biblían – hver er boðskapur hennar? og Hvað kennir Biblían? – 2. Tím. 3:15.