Tillögur að kynningum
Varðturninn september–október
„Við erum stuttlega að heimsækja fólk til að ræða hvernig hægt sé að takast á við ástvinamissi. Ertu ekki sammála því að það er eitt af því erfiðasta sem við mætum í lífinu? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir þessu uppörvandi loforði í Biblíunni. [Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.] Biblían veitir okkur þá von að sá dagur komi að látnir ástvinir okkar fái líf á ný. Í þessu blaði er útskýrt hvernig það verður að veruleika.“
Vaknið! september–október
„Mörgum finnst þeir missa tökin á lífi sínu þegar áföll eða erfiðleikar dynja yfir. Hvað heldur þú að geti hjálpað? [Gefðu kost á svari.] Biblían bendir á að viðhorf okkar skipti miklu máli þegar við upplifum eitthvað þessu líkt. [Lestu Orðskviðina 24:10.] Í þessu blaði eru gagnlegar tillögur um hvernig hægt sé að takast á við erfiðar aðstæður og sagt frá fólki sem hefur gert það með góðum árangri.“