Tökum framförum í boðunarstarfinu – svörum mótbárum
Af hverju er það mikilvægt? Ímyndaðu þér að þú hafir vitneskju um yfirvofandi náttúruhamfarir. Fólk mun deyja nema það forði sér á öruggan stað. Þú ferð heim til nágranna þíns til að vara hann við en áður en þú nærð að klára grípur hann fram í fyrir þér og segist vera upptekinn. Þú myndir örugglega ekki gefast auðveldlega upp á að reyna að hjálpa honum. Margir á starfssvæði okkar vísa okkur frá án þess að gera sér grein fyrir að boðskapur okkar getur bjargað mannslífum. Þegar við heimsækjum fólk er það ef til vill upptekið. (Matt. 24:37-39) Eða þá að fólk er með fordóma eftir að hafa hlustað á sögusagnir. (Matt. 11:18, 19) Kannski gera sumir ráð fyrir að við séum ekkert ólík þeim trúfélögum sem hafa borið vondan ávöxt. (2. Pét. 2:1, 2) Enda þótt húsráðandi sé ekki áhugasamur í byrjun ættum við ekki að vera of fljót að gefast upp.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Þegar þú hefur kvatt húsráðanda, sem kom með mótbáru, skaltu ræða við starfsfélaga þinn um hvað hefði verið hægt að gera betur.