Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esterarbók 6
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esterarbók – yfirlit

      • Konungur heiðrar Mordekaí (1–14)

Esterarbók 6:1

Millivísanir

  • +Est 10:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1986, bls. 32

Esterarbók 6:2

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „leggja hendur á Ahasverus konung“.

Millivísanir

  • +Est 2:21, 23

Esterarbók 6:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „höll“.

Millivísanir

  • +Est 4:11
  • +Est 5:14

Esterarbók 6:5

Millivísanir

  • +Est 3:1

Esterarbók 6:6

Millivísanir

  • +Est 3:2; 5:11

Esterarbók 6:8

Millivísanir

  • +Est 8:15

Esterarbók 6:9

Millivísanir

  • +1Mó 41:42, 43

Esterarbók 6:11

Millivísanir

  • +Est 2:5, 6

Esterarbók 6:13

Millivísanir

  • +Est 5:10, 14

Esterarbók 6:14

Millivísanir

  • +Est 5:8

Almennt

Est. 6:1Est 10:2
Est. 6:2Est 2:21, 23
Est. 6:4Est 4:11
Est. 6:4Est 5:14
Est. 6:5Est 3:1
Est. 6:6Est 3:2; 5:11
Est. 6:8Est 8:15
Est. 6:91Mó 41:42, 43
Est. 6:11Est 2:5, 6
Est. 6:13Est 5:10, 14
Est. 6:14Est 5:8
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esterarbók 6:1–14

Esterarbók

6 Þessa nótt var konungur andvaka. Hann lét þá sækja annálabókina+ og lesið var upp úr henni fyrir hann. 2 Þar fannst skráð það sem Mordekaí hafði tilkynnt um hliðverðina Bigtana og Teres, hirðmennina sem höfðu gert samsæri um að ráða Ahasverus konung af dögum.*+ 3 Konungur spurði: „Hvaða heiður og viðurkenningu hefur Mordekaí hlotið fyrir þetta?“ „Ekkert hefur verið gert fyrir hann,“ svöruðu einkaþjónar konungs.

4 Undir morgun sagði konungur: „Hver er úti í garðinum?“ Haman var þá kominn í ytri forgarðinn+ við hús* konungs til að ræða við hann um að láta hengja Mordekaí á staurinn sem hann hafði reist.+ 5 Þjónar konungs svöruðu: „Það er Haman+ sem stendur úti í garðinum.“ Konungur sagði þeim þá að vísa honum inn.

6 Þegar Haman kom inn sagði konungur við hann: „Hvað á að gera fyrir mann sem konungur vill heiðra?“ Haman hugsaði með sér: „Hvern ætli konungur vilji heiðra frekar en mig?“+ 7 Hann svaraði því konungi: „Ef konungur vill heiðra mann 8 ætti að sækja konunglegan klæðnað+ sem konungur hefur sjálfur borið og hest sem konungur hefur riðið og ber konunglegt höfuðskraut. 9 Láttu einn af æðstu tignarmönnum konungs sjá um klæðnaðinn og hestinn. Sá sem konungur vill heiðra á að bera klæðnaðinn og ríða hestinum um borgartorgið. Menn skulu ganga á undan honum og hrópa: ‚Þetta er gert fyrir mann sem konungur vill heiðra!‘“+ 10 Konungur sagði þá við Haman: „Drífðu þig og sæktu klæðnaðinn og hestinn og gerðu það sem þú lagðir til fyrir Mordekaí Gyðing sem situr í konungshliðinu. Láttu ekkert vanta af því sem þú hefur sagt.“

11 Haman sótti þá hestinn og klæðnaðinn og hann lét Mordekaí+ klæðast honum og ríða hestinum um borgartorgið. Hann kallaði á undan honum: „Þetta er gert fyrir mann sem konungur vill heiðra!“ 12 Mordekaí sneri síðan aftur í konungshliðið en Haman flýtti sér heim niðurlútur og með hulið höfuð. 13 Þegar Haman sagði Seres konu sinni+ og öllum vinum sínum frá því sem hafði komið fyrir hann sögðu kona hans og ráðgjafar: „Þú lýtur bráðum í lægra haldi fyrir Mordekaí. Fyrst hann er af Gyðingaættum nærðu ekki yfirhöndinni. Þetta verður þér að falli.“

14 Þau voru enn að tala þegar hirðmenn konungs komu til að sækja Haman og fara með hann til veislu Esterar.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila