Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 5. Mósebók 28
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

5. Mósebók – yfirlit

      • Blessun fyrir að hlýða (1–14)

      • Bölvun fyrir að óhlýðnast (15–68)

5. Mósebók 28:1

Millivísanir

  • +5Mó 26:18, 19

5. Mósebók 28:2

Millivísanir

  • +3Mó 26:3, 4; Okv 10:22; Jes 1:19

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.12.2010, bls. 19-20

    15.9.2010, bls. 7-8

    1.11.2001, bls. 19

5. Mósebók 28:3

Millivísanir

  • +5Mó 11:14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1996, bls. 25-26

5. Mósebók 28:4

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Blessaður sé ávöxtur kviðar þíns“.

Millivísanir

  • +3Mó 26:9; Sl 127:3; 128:3
  • +5Mó 7:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1996, bls. 26

5. Mósebók 28:5

Millivísanir

  • +5Mó 26:2
  • +2Mó 23:25

5. Mósebók 28:7

Millivísanir

  • +5Mó 32:30; Jós 10:11
  • +5Mó 7:23; 2Kr 14:13

5. Mósebók 28:8

Millivísanir

  • +3Mó 26:10; Okv 3:9, 10; Mal 3:10

5. Mósebók 28:9

Millivísanir

  • +5Mó 7:6
  • +2Mó 19:6

5. Mósebók 28:10

Millivísanir

  • +Jes 43:10; Dan 9:19; Pos 15:17
  • +4Mó 22:3; 5Mó 11:25; Jós 5:1

5. Mósebók 28:11

Millivísanir

  • +5Mó 30:9; Sl 65:9
  • +1Mó 15:18

5. Mósebók 28:12

Millivísanir

  • +3Mó 26:4; 5Mó 11:14
  • +5Mó 15:6

5. Mósebók 28:13

Millivísanir

  • +1Kon 4:21

5. Mósebók 28:14

Millivísanir

  • +5Mó 5:32; Jós 1:7; Jes 30:21
  • +3Mó 19:4

5. Mósebók 28:15

Millivísanir

  • +3Mó 26:16, 17; Dan 9:11

5. Mósebók 28:16

Millivísanir

  • +1Kon 17:1

5. Mósebók 28:17

Millivísanir

  • +5Mó 26:2
  • +3Mó 26:26

5. Mósebók 28:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Bölvaður sé ávöxtur kviðar þíns“.

Millivísanir

  • +Hlj 2:11, 19; 4:10
  • +3Mó 26:20, 22

5. Mósebók 28:20

Millivísanir

  • +Jós 23:16

5. Mósebók 28:21

Millivísanir

  • +3Mó 26:25; Jer 24:10

5. Mósebók 28:22

Millivísanir

  • +3Mó 26:16
  • +3Mó 26:33
  • +Am 4:9

5. Mósebók 28:23

Millivísanir

  • +3Mó 26:19; 5Mó 11:17; 1Kon 17:1

5. Mósebók 28:25

Millivísanir

  • +3Mó 26:14, 17; 1Sa 4:10
  • +Jer 29:18; Lúk 21:24

5. Mósebók 28:26

Millivísanir

  • +Jer 7:33

5. Mósebók 28:28

Neðanmáls

  • *

    Eða „sturlun í hjarta“.

Millivísanir

  • +2Mó 4:11

5. Mósebók 28:29

Millivísanir

  • +Jes 59:10
  • +Dóm 3:14; 6:1–5; Neh 9:27

5. Mósebók 28:30

Millivísanir

  • +Jes 5:9; Hlj 5:2
  • +Am 5:11; Mík 6:15

5. Mósebók 28:32

Millivísanir

  • +2Kr 29:9

5. Mósebók 28:33

Millivísanir

  • +Neh 9:37; Jes 1:7

5. Mósebók 28:36

Millivísanir

  • +2Kon 17:6; 25:7; 2Kr 33:11; 36:5, 6
  • +Jer 16:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 71-72

5. Mósebók 28:37

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hafa þig að máltæki“.

Millivísanir

  • +1Kon 9:8; 2Kr 7:20; Jer 24:9; 25:9

5. Mósebók 28:38

Millivísanir

  • +Jes 5:10; Hag 1:6

5. Mósebók 28:39

Millivísanir

  • +Sef 1:13

5. Mósebók 28:41

Millivísanir

  • +2Kon 24:14; Jer 52:15, 30

5. Mósebók 28:42

Neðanmáls

  • *

    Eða „Suðandi skordýr“.

5. Mósebók 28:44

Millivísanir

  • +Okv 22:7
  • +Esr 9:7

5. Mósebók 28:45

Millivísanir

  • +5Mó 28:15; 29:27
  • +2Kon 17:20; Jer 24:10
  • +5Mó 11:26–28

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.6.1995, bls. 27-28

5. Mósebók 28:46

Millivísanir

  • +1Kor 10:11

5. Mósebók 28:47

Millivísanir

  • +5Mó 12:7; Neh 9:35

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.6.1995, bls. 27-28

5. Mósebók 28:48

Millivísanir

  • +2Kr 12:8, 9; Jer 5:19
  • +Jer 44:27

5. Mósebók 28:49

Millivísanir

  • +Jer 6:22; Hab 1:6
  • +Jer 4:13; Hós 8:1
  • +Jer 5:15

5. Mósebók 28:50

Millivísanir

  • +2Kr 36:17; Jes 47:6; Lúk 19:44

5. Mósebók 28:51

Millivísanir

  • +3Mó 26:26; Jer 15:13

5. Mósebók 28:52

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „innan allra borgarhliða þinna“.

Millivísanir

  • +2Kon 17:5; 25:1; Lúk 19:43

5. Mósebók 28:53

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „ávöxt kviðar þíns“.

Millivísanir

  • +2Kon 6:28; Hlj 4:10; Esk 5:10

5. Mósebók 28:55

Millivísanir

  • +Jer 52:6

5. Mósebók 28:56

Millivísanir

  • +Hlj 4:5

5. Mósebók 28:58

Millivísanir

  • +2Mó 24:7; 5Mó 31:26
  • +5Mó 10:17; Sl 99:3
  • +2Mó 3:15; 6:3; 20:2; Sl 83:18; 113:3; Jes 42:8

5. Mósebók 28:59

Millivísanir

  • +3Mó 26:21; Dan 9:12

5. Mósebók 28:62

Millivísanir

  • +5Mó 10:22
  • +5Mó 4:27

5. Mósebók 28:64

Millivísanir

  • +3Mó 26:33; Neh 1:8; Lúk 21:24
  • +5Mó 4:27, 28

5. Mósebók 28:65

Millivísanir

  • +Am 9:4
  • +Esk 12:19
  • +3Mó 26:16, 36

Almennt

5. Mós. 28:15Mó 26:18, 19
5. Mós. 28:23Mó 26:3, 4; Okv 10:22; Jes 1:19
5. Mós. 28:35Mó 11:14
5. Mós. 28:43Mó 26:9; Sl 127:3; 128:3
5. Mós. 28:45Mó 7:13
5. Mós. 28:55Mó 26:2
5. Mós. 28:52Mó 23:25
5. Mós. 28:75Mó 32:30; Jós 10:11
5. Mós. 28:75Mó 7:23; 2Kr 14:13
5. Mós. 28:83Mó 26:10; Okv 3:9, 10; Mal 3:10
5. Mós. 28:95Mó 7:6
5. Mós. 28:92Mó 19:6
5. Mós. 28:10Jes 43:10; Dan 9:19; Pos 15:17
5. Mós. 28:104Mó 22:3; 5Mó 11:25; Jós 5:1
5. Mós. 28:115Mó 30:9; Sl 65:9
5. Mós. 28:111Mó 15:18
5. Mós. 28:123Mó 26:4; 5Mó 11:14
5. Mós. 28:125Mó 15:6
5. Mós. 28:131Kon 4:21
5. Mós. 28:145Mó 5:32; Jós 1:7; Jes 30:21
5. Mós. 28:143Mó 19:4
5. Mós. 28:153Mó 26:16, 17; Dan 9:11
5. Mós. 28:161Kon 17:1
5. Mós. 28:175Mó 26:2
5. Mós. 28:173Mó 26:26
5. Mós. 28:18Hlj 2:11, 19; 4:10
5. Mós. 28:183Mó 26:20, 22
5. Mós. 28:20Jós 23:16
5. Mós. 28:213Mó 26:25; Jer 24:10
5. Mós. 28:223Mó 26:16
5. Mós. 28:223Mó 26:33
5. Mós. 28:22Am 4:9
5. Mós. 28:233Mó 26:19; 5Mó 11:17; 1Kon 17:1
5. Mós. 28:253Mó 26:14, 17; 1Sa 4:10
5. Mós. 28:25Jer 29:18; Lúk 21:24
5. Mós. 28:26Jer 7:33
5. Mós. 28:282Mó 4:11
5. Mós. 28:29Jes 59:10
5. Mós. 28:29Dóm 3:14; 6:1–5; Neh 9:27
5. Mós. 28:30Jes 5:9; Hlj 5:2
5. Mós. 28:30Am 5:11; Mík 6:15
5. Mós. 28:322Kr 29:9
5. Mós. 28:33Neh 9:37; Jes 1:7
5. Mós. 28:362Kon 17:6; 25:7; 2Kr 33:11; 36:5, 6
5. Mós. 28:36Jer 16:13
5. Mós. 28:371Kon 9:8; 2Kr 7:20; Jer 24:9; 25:9
5. Mós. 28:38Jes 5:10; Hag 1:6
5. Mós. 28:39Sef 1:13
5. Mós. 28:412Kon 24:14; Jer 52:15, 30
5. Mós. 28:44Okv 22:7
5. Mós. 28:44Esr 9:7
5. Mós. 28:455Mó 28:15; 29:27
5. Mós. 28:452Kon 17:20; Jer 24:10
5. Mós. 28:455Mó 11:26–28
5. Mós. 28:461Kor 10:11
5. Mós. 28:475Mó 12:7; Neh 9:35
5. Mós. 28:482Kr 12:8, 9; Jer 5:19
5. Mós. 28:48Jer 44:27
5. Mós. 28:49Jer 6:22; Hab 1:6
5. Mós. 28:49Jer 4:13; Hós 8:1
5. Mós. 28:49Jer 5:15
5. Mós. 28:502Kr 36:17; Jes 47:6; Lúk 19:44
5. Mós. 28:513Mó 26:26; Jer 15:13
5. Mós. 28:522Kon 17:5; 25:1; Lúk 19:43
5. Mós. 28:532Kon 6:28; Hlj 4:10; Esk 5:10
5. Mós. 28:55Jer 52:6
5. Mós. 28:56Hlj 4:5
5. Mós. 28:582Mó 24:7; 5Mó 31:26
5. Mós. 28:585Mó 10:17; Sl 99:3
5. Mós. 28:582Mó 3:15; 6:3; 20:2; Sl 83:18; 113:3; Jes 42:8
5. Mós. 28:593Mó 26:21; Dan 9:12
5. Mós. 28:625Mó 10:22
5. Mós. 28:625Mó 4:27
5. Mós. 28:643Mó 26:33; Neh 1:8; Lúk 21:24
5. Mós. 28:645Mó 4:27, 28
5. Mós. 28:65Am 9:4
5. Mós. 28:65Esk 12:19
5. Mós. 28:653Mó 26:16, 36
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
  • 47
  • 48
  • 49
  • 50
  • 51
  • 52
  • 53
  • 54
  • 55
  • 56
  • 57
  • 58
  • 59
  • 60
  • 61
  • 62
  • 63
  • 64
  • 65
  • 66
  • 67
  • 68
Biblían – Nýheimsþýðingin
5. Mósebók 28:1–68

Fimmta Mósebók

28 Ef þú hlustar á Jehóva Guð þinn og ferð vandlega eftir öllum boðorðum hans sem ég flyt þér í dag mun Jehóva Guð þinn upphefja þig hátt yfir allar aðrar þjóðir á jörðinni.+ 2 Allar þessar blessanir munu ná til þín og koma fram á þér+ því að þú hlustar alltaf á Jehóva Guð þinn:

3 Blessaður sértu í borginni og blessaður sértu á akrinum.+

4 Blessuð séu börn þín,*+ ávöxtur jarðar þinnar og afkvæmi búfjár þíns, kálfar þínir og lömb.+

5 Blessuð séu karfa þín+ og deigskál.+

6 Blessaður sértu þegar þú gengur inn og blessaður sértu þegar þú ferð út.

7 Jehóva lætur óvini þína sem rísa gegn þér bíða ósigur fyrir þér.+ Þeir munu ráðast á þig úr einni átt en flýja undan þér í sjö áttir.+ 8 Jehóva lýsir blessun yfir birgðageymslum þínum+ og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og blessar þig í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér. 9 Jehóva gerir þig að heilagri þjóð sinni+ eins og hann sór þér+ vegna þess að þú heldur boðorð Jehóva Guðs þíns og gengur á vegum hans. 10 Allar þjóðir jarðar munu skilja að þú berð nafn Jehóva+ og þær munu óttast þig.+

11 Jehóva gefur þér ríkulega af öllu, fjölda barna og búfjár og frjósama jörð+ í landinu sem Jehóva sór forfeðrum þínum að gefa þér.+ 12 Jehóva opnar fyrir þér ríkulegt forðabúr sitt, himininn, til að gefa landi þínu regn á réttum tíma+ og blessa allt sem þú gerir. Þú munt lána mörgum þjóðum en sjálfur þarftu ekki að taka lán.+ 13 Jehóva gerir þig að höfði en ekki hala og þú verður öðrum fremri+ en ekki síðri ef þú hlýðir alltaf boðorðum Jehóva Guðs þíns sem ég flyt þér í dag og segi þér að halda. 14 Þú mátt ekki víkja frá neinum þeim fyrirmælum sem ég gef þér í dag, hvorki til hægri né vinstri,+ og fylgja öðrum guðum og þjóna þeim.+

15 En ef þú hlustar ekki á Jehóva Guð þinn og gætir þess ekki að halda öll boðorð hans og ákvæði sem ég flyt þér í dag munu allar þessar bölvanir ná til þín og koma yfir þig:+

16 Bölvaður sértu í borginni og bölvaður sértu á akrinum.+

17 Bölvuð séu karfa þín+ og deigskál.+

18 Bölvuð séu börn þín,*+ ávöxtur jarðar þinnar og kálfar þínir og lömb.+

19 Bölvaður sértu þegar þú gengur inn og bölvaður sértu þegar þú ferð út.

20 Jehóva sendir bölvun, ringulreið og refsingu yfir þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Þér verður skyndilega eytt og þú afmáður vegna vondra verka þinna og vegna þess að þú yfirgafst mig.+ 21 Jehóva lætur sjúkdóma loða við þig þar til hann hefur útrýmt þér úr landinu sem þú munt taka til eignar.+ 22 Jehóva slær þig með berklum, sótthita,+ bólgum, brennandi hita, sverði,+ sviðnum gróðri og mjölsvepp+ og það mun ásækja þig þar til þú verður að engu. 23 Himinninn yfir höfði þér verður eins og kopar og jörðin undir þér eins og járn.+ 24 Jehóva breytir regninu í landi þínu í sand og ryk sem fellur á þig af himni þar til þér hefur verið gereytt. 25 Jehóva lætur þig bíða ósigur fyrir óvinum þínum.+ Þú munt ráðast á þá úr einni átt en flýja undan þeim í sjö áttir. Öll ríki jarðar mun hrylla við að sjá hvernig fer fyrir þér.+ 26 Lík ykkar verða æti handa öllum fuglum himins og dýrum jarðar og enginn fælir þau burt.+

27 Jehóva slær þig með graftarkýlum Egyptalands, gyllinæð, exemi og útbrotum og enginn getur læknað þig. 28 Jehóva slær þig með vitfirringu, blindu+ og óráði.* 29 Þú munt fálma um miðjan dag eins og blindur maður fálmar í myrkri+ og þér tekst ekki neitt sem þú ætlar þér. Þú verður svikinn og rændur í sífellu og enginn bjargar þér.+ 30 Þú trúlofast konu en annar maður nauðgar henni. Þú byggir hús en færð ekki að búa í því.+ Þú plantar víngarð en færð ekki að njóta ávaxtarins.+ 31 Nauti þínu verður slátrað fyrir augunum á þér en þú færð ekki að borða neitt af því. Asna þínum verður stolið fyrir framan nefið á þér og þú sérð hann ekki framar. Óvinir þínir taka sauði þína en enginn hjálpar þér. 32 Önnur þjóð tekur syni þína og dætur+ að þér ásjáandi. Þú saknar þeirra stöðugt en ert máttvana. 33 Þjóð sem þú þekkir ekki borðar ávöxt jarðar þinnar og allan afrakstur erfiðis þíns+ og þú verður stöðugt svikinn og kúgaður. 34 Það sem þú horfir upp á gerir þig vitstola.

35 Jehóva slær þig með kvalafullum og ólæknandi kýlum á hnjám og fótleggjum, frá hvirfli til ilja. 36 Jehóva hrekur þig og konunginn sem þú tekur þér til þjóðar sem þú og forfeður þínir hafa ekki þekkt+ og þar muntu þjóna öðrum guðum, guðum úr tré og steini.+ 37 Og allar þjóðirnar sem Jehóva hrekur þig til mun hrylla við þér, þær munu fyrirlíta þig* og gera gys að þér.+

38 Þú sáir miklu korni í akurinn en uppskerð lítið+ því að engisprettur éta það. 39 Þú plantar og yrkir víngarða en færð ekkert vín að drekka og uppskerð ekkert+ því að maðkurinn étur allt. 40 Ólívutré munu vaxa á öllu landsvæði þínu en þú smyrð þig ekki með olíu því að ólívurnar detta af trjánum. 41 Þú eignast syni og dætur en færð ekki að halda þeim því að þau verða hneppt í ánauð.+ 42 Skordýr* herja á öll tré þín og ávöxt lands þíns. 43 Útlendingurinn sem býr hjá þér verður sífellt voldugri en völd þín dvína jafnt og þétt. 44 Hann mun lána þér en þú lánar ekki honum.+ Hann verður höfuðið en þú halinn.+

45 Allar þessar bölvanir+ munu ásækja þig, ná til þín og koma yfir þig þar til þér hefur verið gereytt+ vegna þess að þú hlustaðir ekki á Jehóva Guð þinn og hélst ekki boðorð hans og ákvæði sem hann setti þér.+ 46 Þær munu fylgja þér og afkomendum þínum sem varanlegt tákn og fyrirboði+ 47 af því að þú þjónaðir ekki Jehóva Guði þínum með fögnuði og glöðu hjarta meðan þú hafðir meira en nóg af öllu.+ 48 Jehóva sendir óvini þína gegn þér og þú munt þjóna þeim+ svangur+ og þyrstur, illa klæddur og allslaus. Hann leggur járnok á háls þér þar til hann hefur gereytt þér.

49 Jehóva sendir gegn þér þjóð frá fjarlægu landi,+ frá endimörkum jarðar. Hún steypir sér yfir þig eins og örninn,+ þjóð sem talar mál sem þú skilur ekki,+ 50 þjóð sem er grimmileg að sjá og tekur hvorki tillit til aldraðra né hlífir hinum ungu.+ 51 Hún borðar afkvæmi búfjár þíns og ávöxt landsins þar til þér hefur verið útrýmt. Hún skilur hvorki eftir handa þér korn, nýtt vín eða olíu, kálfa né lömb. Hún linnir ekki látum fyrr en hún hefur tortímt þér.+ 52 Hún sest um þig og lokar þig inni í öllum borgum þínum* í landinu þar til hinir háu og rammgerðu múrar sem þú treystir á falla. Já, hún sest um allar borgir þínar í landinu sem Jehóva Guð þinn hefur gefið þér.+ 53 Umsátrið og hörmungarnar sem óvinurinn veldur munu ganga svo nærri þér að þú neyðist til að borða þín eigin börn,* hold sona þinna og dætra+ sem Jehóva Guð þinn hefur gefið þér.

54 Jafnvel veikbyggðasti og viðkvæmasti maður á meðal ykkar finnur ekki til með bróður sínum, elskaðri eiginkonu eða sonum sínum sem eftir eru. 55 Hann gefur ekki neinu þeirra af holdi barna sinna sem hann borðar, enda leggst umsátrið og hörmungarnar sem óvinurinn veldur svo þungt á borgirnar að hann á ekkert annað.+ 56 Og veikbyggð og viðkvæm kona+ á meðal ykkar sem dettur ekki í hug að tylla fæti á jörðina finnur ekki til með ástkærum eiginmanni sínum, syni sínum eða dóttur. 57 Hún gefur þeim ekki neitt af holdi barnsins sem hún fæðir og ekki einu sinni af fylgjunni sem kemur út af kviði hennar. Umsátrið og hörmungarnar sem óvinurinn veldur leggjast svo þungt á borgirnar að hún borðar þetta sjálf í laumi.

58 Ef þú ferð ekki vandlega eftir þessum lögum sem eru skráð í þessari bók+ og þú óttast ekki hið dýrlega og mikilfenglega nafn+ Jehóva+ Guðs þíns 59 leggur Jehóva hræðilegar plágur á þig og afkomendur þína, miklar og þrálátar plágur+ og alvarlega og langvinna sjúkdóma. 60 Hann leggur á þig alla sjúkdóma Egyptalands sem þú varst hræddur við og þú losnar ekki við þá. 61 Jehóva mun líka leggja á þig alla sjúkdóma og plágur sem ekki eru nefndar í þessari lögbók þar til þér hefur verið útrýmt. 62 Þótt þið séuð orðin eins mörg og stjörnur himins+ verða mjög fá ykkar eftir+ vegna þess að þið hlustuðuð ekki á Jehóva Guð ykkar.

63 Rétt eins og Jehóva hafði ánægju af að veita ykkur velgengni og láta ykkur fjölga, eins mun Jehóva hafa ánægju af að eyða ykkur og útrýma. Þið verðið rifin burt úr landinu sem þið takið nú til eignar.

64 Jehóva mun tvístra þér meðal allra þjóða frá öðrum endimörkum jarðar til hinna+ og þar verður þú að þjóna guðum úr tré og steini sem hvorki þú né forfeður þínir þekktu.+ 65 Þú færð engan frið meðal þessara þjóða+ og finnur engan hvíldarstað handa fæti þínum. Jehóva gefur þér kvíðið hjarta,+ lúin augu og örvilna sál.+ 66 Þú verður í bráðri lífshættu og dauðskelfdur dag og nótt. Þú veist ekki hvort þú kemst lífs af. 67 Að morgni segirðu: ‚Ég vildi að það væri komið kvöld!‘ og að kvöldi segirðu: ‚Ég vildi að það væri kominn morgunn!‘ vegna óttans í hjarta þér og vegna þess sem þú horfir upp á. 68 Og Jehóva mun flytja þig aftur til Egyptalands með skipi, leiðina sem ég sagði þér að þú myndir aldrei sjá framar. Þar þurfið þið að selja ykkur óvinum sem þræla og ambáttir en enginn kaupir ykkur.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila