BRÉF JAKOBS
1 Jakob,+ þjónn Guðs og Drottins Jesú Krists, heilsar ættkvíslunum 12 sem eru dreifðar víða um heim.
2 Lítið á það sem eintómt gleðiefni, bræður mínir og systur, þegar þið lendið í ýmiss konar prófraunum+ 3 því að þið vitið að þegar trú ykkar stenst prófraunir verðið þið þolgóð.+ 4 Leyfið þolgæðinu að ljúka verki sínu svo að þið verðið heil og heilbrigð að öllu leyti og ykkur sé í engu ábótavant.+
5 Ef einhvern á meðal ykkar skortir visku ætti hann ekki að gefast upp á að biðja Guð um hana.+ Hann mun fá hana+ því að Guð gefur öllum af örlæti og án þess að finna að þeim.+ 6 En hann ætti að biðja í trú+ án þess að efast+ því að sá sem efast er eins og sjávaralda sem berst og hrekst fyrir vindi. 7 Sá maður getur ekki búist við að fá nokkuð frá Jehóva.* 8 Hann er tvístígandi,+ hvikull í öllu sem hann gerir.
9 Lágt setti bróðirinn fagni* upphefð sinni+ 10 og hinn ríki auðmýkingu sinni+ því að hinn ríki mun hverfa* eins og blóm á engi. 11 Rétt eins og sólin rís með steikjandi hita, jurtin skrælnar, blóm hennar fellur og fegurð hennar hverfur, þannig visnar ríki maðurinn upp við iðju sína.+
12 Sá sem er þolgóður í prófraunum er hamingjusamur+ því að þegar hann hefur staðist prófið fær hann kórónu lífsins+ sem Jehóva* hefur lofað þeim sem elska hann.+ 13 Enginn ætti að segja þegar hann verður fyrir prófraun: „Guð er að reyna mig.“ Það er ekki hægt að reyna Guð með hinu illa og sjálfur reynir hann engan. 14 Það er girnd hvers og eins sem reynir hann með því að lokka hann og tæla.*+ 15 Þegar girndin er orðin þunguð fæðir hún synd og þegar syndin hefur verið drýgð leiðir hún til dauða.+
16 Látið ekki blekkjast, kæru trúsystkini. 17 Sérhver góð og fullkomin gjöf kemur ofan að,+ frá föður himinljósanna.+ Hann breytist ekki eins og síbreytilegir skuggar.+ 18 Samkvæmt vilja sínum vakti hann okkur til lífs með orði sannleikans+ svo að við yrðum eins konar frumgróði sköpunarvera hans.+
19 Vitið þetta, kæru trúsystkini: Hver og einn á að vera fljótur til að heyra, seinn til að tala+ og seinn til að reiðast+ 20 því að reiði mannsins kemur ekki réttlæti Guðs til leiðar.+ 21 Þess vegna skuluð þið segja skilið við allan óhreinleika og sérhvern vott af illsku*+ og taka með auðmýkt við orðinu sem Guð gróðursetur í ykkur því að það getur bjargað ykkur.
22 En látið ykkur ekki nægja að heyra orðið heldur farið eftir því,+ annars blekkið þið sjálf ykkur með villandi rökum. 23 Ef einhver heyrir orðið en fer ekki eftir því+ er hann eins og maður sem horfir á andlit sitt í spegli. 24 Hann horfir á sjálfan sig, fer burt og gleymir um leið hvers konar maður hann er. 25 En sá sem grandskoðar hin fullkomnu lög+ frelsisins og heldur sig við þau gleymir ekki því sem hann heyrir heldur hlýðir orðinu. Hann hlýtur gleði af því sem hann gerir.+
26 Ef einhver heldur að hann tilbiðji Guð* en hefur ekki taumhald á tungu sinni+ blekkir hann sjálfan sig* og tilbeiðsla hans er til einskis. 27 Sú tilbeiðsla* sem er hrein og óspillt frá sjónarhóli Guðs okkar og föður er þessi: að annast ekkjur+ og munaðarlausa+ í erfiðleikum þeirra+ og halda sér óflekkuðum af heiminum.+
2 Bræður mínir og systur, varla haldið þið ykkur við trúna á dýrlegan Drottin okkar Jesú Krist ef þið mismunið fólki.+ 2 Segjum að maður með gullhringa á fingrum og í fínum fötum komi á samkomu hjá ykkur og að fátækur maður í óhreinum fötum komi líka. 3 Horfið þið þá með velþóknun á manninn í fínu fötunum og segið: „Fáðu þér sæti hérna á góðum stað,“ en við fátæka manninn: „Þú mátt standa,“ eða: „Sestu hérna á gólfið við fætur mér“?*+ 4 Eruð þið þá ekki að gera fólki mishátt undir höfði+ og orðin dómarar sem dæma af illum hvötum?+
5 Heyrið, kæru trúsystkini. Valdi Guð ekki þá sem eru fátækir í augum heimsins til að vera auðugir í trú+ og til að erfa ríkið sem hann lofaði þeim sem elska hann?+ 6 En þið hafið lítilsvirt hinn fátæka. Eru það ekki hinir ríku sem kúga ykkur+ og draga ykkur fyrir dómstóla? 7 Lasta þeir ekki hið góða nafn sem ykkur var gefið? 8 Ef þið haldið hið konunglega lagaákvæði samkvæmt ritningarstaðnum: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig,“+ þá gerið þið vel. 9 En ef þið haldið áfram að mismuna fólki+ syndgið þið og lögin sanna að þið eruð brotleg.*+
10 Ef einhver hlýðir lögunum í heild en tekst ekki að halda eitt af ákvæðunum er hann orðinn brotlegur við lögin í heild.+ 11 Sá sem sagði: „Þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot,“+ sagði líka: „Þú skalt ekki myrða.“+ Þó að þú fremjir ekki hjúskaparbrot ertu orðinn lögbrjótur ef þú fremur morð. 12 Haldið áfram að tala og hegða ykkur eins og þeir sem verða dæmdir eftir lögum frelsisins.*+ 13 Þeim sem er ekki miskunnsamur verður ekki sýnd miskunn þegar hann er dæmdur.+ Miskunnsemi hrósar sigri yfir dómi.
14 Hvaða gagn gerir það, bræður mínir og systur, ef einhver segist hafa trú en sýnir það ekki í verki?+ Varla getur slík trú bjargað honum.+ 15 Ef bróður eða systur vantar föt* og skortir daglegt fæði 16 og eitthvert ykkar segir við þau: „Farið í friði, haldið á ykkur hita og borðið nægju ykkar,“ en þið gefið þeim ekki það sem þau þarfnast,* hvaða gagn gerir það?+ 17 Eins er líka trúin ein og sér dauð ef verkin vantar.+
18 Nú segir samt einhver: „Þú hefur trú en ég hef verk. Sýndu mér trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trú mína með verkum mínum.“ 19 Þú trúir að til sé einn Guð, er það ekki? Það er í sjálfu sér gott. En illu andarnir trúa því líka og skjálfa af ótta.+ 20 Fáfróði maður, þarftu sönnun fyrir því að trúin sé gagnslaus ef verkin vantar? 21 Var ekki Abraham faðir okkar lýstur réttlátur vegna verka sinna þegar hann lagði Ísak son sinn á altarið til að fórna honum?+ 22 Þú sérð að trú hans birtist í verkunum og verkin fullkomnuðu trúna.+ 23 Ritningarstaðurinn rættist sem segir: „Abraham trúði Jehóva* og þess vegna var hann talinn réttlátur,“*+ og Jehóva* kallaði hann vin sinn.+
24 Þú sérð að maður er lýstur réttlátur vegna verka sinna en ekki aðeins vegna trúar. 25 Var ekki vændiskonan Rahab sömuleiðis lýst réttlát vegna verka sinna eftir að hún tók með gestrisni á móti sendiboðunum og lét þá fara burt aðra leið?+ 26 Rétt eins og líkaminn er dauður án anda*+ er trúin dauð án verka.+
3 Þið ættuð ekki allir að verða kennarar, bræður mínir, því að þið vitið að við fáum þyngri* dóm.+ 2 Við hrösum allir* margsinnis.+ Ef einhver hrasar ekki í orði er hann fullkominn og fær um að hafa taumhald á öllum líkama sínum. 3 Ef við setjum beisli í munn hesta til að þeir hlýði okkur stýrum við líka öllum líkama þeirra. 4 Lítið einnig á skipin: Þótt þau séu stór og mikil og knúin áfram af sterkum vindum er þeim stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill.
5 Þannig er líka tungan lítil miðað við líkamann en er samt býsna stærilát. Hugsið ykkur hve lítinn eld þarf til að kveikja í stórum skógi. 6 Tungan er líka eldur.+ Hún er heill heimur ranglætis meðal lima líkamans því að hún flekkar allan líkamann,+ kveikir í allri tilverunni* og er sjálf tendruð af Gehenna.* 7 Hægt er að temja alls konar villidýr, fugla, skriðdýr og sjávardýr og mennirnir hafa tamið þau. 8 En enginn maður getur tamið tunguna. Hún er óstýrilát og skaðleg, full af banvænu eitri.+ 9 Með henni lofum við Jehóva,* föðurinn, en með henni formælum við líka mönnum sem eru gerðir „eftir mynd Guðs“.+ 10 Af sama munni kemur blessun og bölvun.
Bræður mínir, slíkt á ekki að eiga sér stað.+ 11 Rennur bæði ferskt* og beiskt vatn úr sömu lindinni? 12 Bræður mínir, geta ólívur vaxið á fíkjutré eða fíkjur á vínviði?+ Ekki rennur heldur ferskt vatn úr saltri lind.
13 Hver er vitur og skynsamur á meðal ykkar? Hann ætti að hegða sér vel og sýna þannig með verkum sínum að hann búi yfir hógværð* sem er sprottin af visku. 14 En ef þið eruð afbrýðisamir+ og þrætugjarnir*+ í hjörtum ykkar skuluð þið ekki stæra ykkur+ og ljúga gegn sannleikanum. 15 Sú viska kemur ekki ofan að heldur er hún jarðnesk,+ holdleg og djöfulleg 16 því að alls staðar þar sem er afbrýðisemi og þrætugirni* verður líka upplausn og alls konar illska.+
17 En viskan sem kemur ofan að er fyrst og fremst hrein,+ síðan friðsöm,+ sanngjörn,+ fús til að hlýða, full miskunnar og góðra ávaxta,+ óhlutdræg+ og hræsnislaus.+ 18 Og réttlætið ber ávöxt þegar því er sáð við friðsæl skilyrði+ handa* þeim sem stuðla að friði.+
4 Af hverju stafa stríð og átök á meðal ykkar? Koma þau ekki til af girndum holdsins sem takast á innra með ykkur?*+ 2 Þið þráið ýmislegt en fáið þó ekki. Þið myrðið og girnist en getið samt ekki eignast neitt. Þið eigið í stöðugu stríði og átökum.+ Þið fáið ekki því að þið biðjið ekki. 3 Og þegar þið biðjið fáið þið ekki því að þið biðjið af röngu tilefni. Þið viljið bara fullnægja girndum holdsins.
4 Þið ótrúu,* vitið þið ekki að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem vill vera vinur heimsins gerir sig þess vegna að óvini Guðs.+ 5 Eða haldið þið að það sé að ástæðulausu sem Ritningin segir: „Innra með okkur býr öfund sem girnist margt“?+ 6 En einstök góðvild Guðs er henni yfirsterkari. Þess vegna segir: „Guð stendur gegn hrokafullum+ en sýnir auðmjúkum einstaka góðvild.“+
7 Verið því undirgefin Guði+ en standið gegn Djöflinum+ og þá mun hann flýja ykkur.+ 8 Nálgist Guð og þá mun hann nálgast ykkur.+ Hreinsið hendur ykkar, þið syndarar,+ og hreinsið hjörtu ykkar,+ þið sem eruð tvístígandi. 9 Verið döpur, syrgið og grátið.+ Breytið hlátri ykkar í sorg og gleði ykkar í örvæntingu. 10 Auðmýkið ykkur frammi fyrir Jehóva*+ og þá mun hann upphefja ykkur.+
11 Bræður og systur, hættið að tala illa hvert um annað.+ Sá sem talar illa um trúsystkini sitt eða dæmir það andmælir lögunum* og dæmir þau. Ef þú dæmir lögin ertu orðinn dómari en ferð ekki eftir lögunum. 12 Það er aðeins einn löggjafi og dómari,+ sá sem getur bæði bjargað og tortímt.+ En hver ert þú sem dæmir náunga þinn?+
13 Hlustið nú, þið sem segið: „Í dag eða á morgun skulum við fara til ákveðinnar borgar og vera þar í ár, og við ætlum að stunda viðskipti og hagnast.“+ 14 Þið vitið ekki hvernig líf ykkar verður á morgun+ því að þið eruð gufa sem sést um stutta stund en hverfur svo.+ 15 Þið ættuð frekar að segja: „Ef Jehóva* vill+ lifum við og gerum þetta eða hitt.“ 16 En nú eruð þið stolt og stærið ykkur. Allt slíkt stærilæti er skaðlegt. 17 Ef því einhver hefur vit á að gera rétt en gerir það ekki syndgar hann.+
5 Hlustið, þið auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim hörmungum sem koma yfir ykkur.+ 2 Auður ykkar er orðinn fúinn og fötin mölétin.+ 3 Gull ykkar og silfur er sundurryðgað, og ryðið vitnar gegn ykkur og étur upp hold ykkar. Það sem þið hafið safnað verður eins og eldur á síðustu dögum.+ 4 Heyrið! Laun verkamannanna sem slógu akra ykkar hrópa stöðugt því að þið hafið ekki greitt þau, og Jehóva* hersveitanna hefur heyrt kornskurðarmennina kalla á hjálp.+ 5 Þið hafið lifað í munaði og sjálfsdekri á jörðinni. Þið hafið alið hjörtu ykkar fram á slátrunardag.+ 6 Þið hafið sakfellt, þið hafið myrt hinn réttláta. Stendur hann ekki gegn ykkur?
7 Verið því þolinmóð, bræður og systur, fram að nærveru Drottins.+ Sjáið! Bóndinn bíður eftir dýrmætum ávexti jarðarinnar. Hann bíður þolinmóður eftir honum fram að haustregni og vorregni.+ 8 Verið þið líka þolinmóð.+ Styrkið hjörtu ykkar því að nærvera Drottins er í nánd.+
9 Kvartið* ekki hvert undan öðru, bræður og systur, til að þið verðið ekki dæmd.+ Dómarinn stendur við dyrnar. 10 Bræður og systur, takið spámennina til fyrirmyndar sem töluðu í nafni Jehóva.*+ Þeir þoldu illt+ og voru þolinmóðir.+ 11 Við teljum þá lánsama* sem hafa verið þolgóðir.+ Þið hafið heyrt um þolgæði Jobs+ og hvernig Jehóva* leiddi mál hans til lykta.+ Þið sjáið að Jehóva* er mjög umhyggjusamur* og miskunnsamur.+
12 Umfram allt, bræður mínir og systur, hættið að sverja, hvort heldur við himin eða jörð eða við nokkuð annað. En látið „já“ ykkar merkja já og „nei“ ykkar nei+ svo að ekki sé hætta á að þið fáið dóm.
13 Þjáist einhver á meðal ykkar? Þá biðji hann stöðugt.+ Liggur vel á einhverjum? Þá syngi hann sálma.+ 14 Er einhver veikur á meðal ykkar? Þá kalli hann til sín öldunga+ safnaðarins, og þeir skulu biðja fyrir honum og bera á hann olíu+ í nafni Jehóva.* 15 Trúarbænin mun lækna hinn veika* og Jehóva* reisir hann á fætur. Og ef hann hefur syndgað verður honum fyrirgefið.
16 Játið því syndir ykkar+ opinskátt hvert fyrir öðru og biðjið hvert fyrir öðru svo að þið læknist. Innileg bæn réttláts manns er mjög áhrifarík.*+ 17 Elía var maður eins og við, en þegar hann bað þess í einlægni að ekki skyldi rigna þá rigndi ekki í landinu í þrjú ár og sex mánuði.+ 18 Síðan bað hann aftur og þá kom regn af himni og jörðin bar ávöxt.+
19 Bræður mínir og systur, ef einhver meðal ykkar villist frá sannleikanum og einhver annar hjálpar honum að snúa til baka, 20 þá vitið að hver sem snýr syndara af rangri braut+ bjargar honum* frá dauða og hylur fjölda synda.+
Sjá viðauka A5.
Orðrétt „sé hreykinn af“.
Eða „deyja“.
Sjá viðauka A5.
Eða „láta hann bíta á agnið“.
Eða hugsanl. „illskuna í gnægð sinni“.
Eða „sé trúaður“.
Orðrétt „hjarta sitt“.
Eða „trú“.
Orðrétt „við fótskemil minn“.
Eða „ávíta ykkur fyrir lögbrot“.
Eða „lögum fólks sem er frjálst“.
Orðrétt „bróðir eða systir er nakin“.
Orðrétt „það sem líkaminn þarfnast“.
Sjá viðauka A5.
Eða „og það var reiknað honum til réttlætis“.
Sjá viðauka A5.
Eða „andardráttar“.
Eða „strangari“.
Eða „gerum allir mistök“.
Orðrétt „hjóli fæðingarinnar (upphafsins)“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá viðauka A5.
Orðrétt „sætt“.
Eða „mildi“.
Eða hugsanl. „metnaðargjarnir“.
Eða hugsanl. „metnaðargirni“.
Eða hugsanl. „af“.
Orðrétt „í limum líkamans“.
Orðrétt „Þið sem fremjið hjúskaparbrot“.
Sjá viðauka A5.
Hér virðist átt við lög Guðs almennt.
Sjá viðauka A5.
Sjá viðauka A5.
Eða „Nöldrið“. Orðrétt „Stynjið“.
Sjá viðauka A5.
Eða „blessaða“.
Sjá viðauka A5.
Sjá viðauka A5.
Eða „samúðarfullur“.
Sjá viðauka A5.
Eða hugsanl. „hinn þreytta“.
Sjá viðauka A5.
Orðrétt „er kraftmikil meðan hún er að verki“.
Eða „sál hans“.