Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.93 bls. 1
  • Prédikum leið Guðs til friðar og öryggis

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Prédikum leið Guðs til friðar og öryggis
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Notum smárit til að koma fagnaðarerindinu á framfæri
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Notaðu smáritin til að koma af stað samræðum
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Smárit með nýju sniði
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Notum smárit til að kynna bæklinga
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 1.93 bls. 1

Prédikum leið Guðs til friðar og öryggis

1 Menn hafa lagt fram margar tillögur að friði og öryggi en engin þeirra uppfyllir raunverulegar þarfir fólks um allan heim. Þó að hatur milli trúarhópa, þjóða og kynþátta, ásamt pólitískum metnaði og ágirnd, virðist standa hvað helst í vegi fyrir tryggum og friðsælum heimi, vita sannkristnir menn að hinar raunverulegu hindranir eru Satan djöfullinn og það að maðurinn neitar að lúta Jehóva Guði. — Sálm. 127:1; Jer. 8:9; 1. Jóh. 5:19.

2 Í janúarmánuði munum við leitast við að hjálpa fólki að sjá að leið Guðs til friðar og öryggis er eina leiðin og að Jehóva hafi endanlegu og fullnaðarlausnina á öllum vandamálum mannkynsins. Nota nýja smáritið, Mun þessi heimur bjargast?, til að hefja samræður og leiða þær inn á biblíunám. Hin sláandi uppfylling spádóms Jesú um enda veraldar ætti að grípa athygli margra manna.

3 Tilboð mánaðarins: Hvort sem við notum smárit sem hluta af kynningarorðum okkar eða ekki getum við leitt talið að efni sem fjallað er um í annarri hvorri bókinni sem við munum einkum bjóða í þessum mánuði en það eru bækurnar Öryggi um allan heim undir stjórn ‚Friðarhöfðingjans‘ og Sannur friður og öryggi - hvernig?

4 Bókin um Friðarhöfðingjann útskýrir meðal annars dæmisögur sem flestir kannast við eins og dæmisöguna um meyjarnar tíu og talenturnar. Báðar tengjast þær ‚tákninu‘ um endalok veraldar og eru því góður umræðugrundvöllur þegar húsráðandinn sýnir því máli áhuga.

5 Friðarbókin fjallar skýrt og greinilega um hvers vegna mönnum hefur ekki tekist að koma á friði og öryggi þrátt fyrir að flestir menn þrái að búa við slík skilyrði. Hún sýnir hverjar eru forsendur friðsæls lífs og hvað Guð hafi verið að gera sem gefur okkur áreiðanlega von um að friður og öryggi verði um víða veröld.

6 Stofnum biblíunám: Stofna má biblíunám með því að nota smárit, bækling, blað eða bók. Ef þú kemst að raun um að húsráðandinn eigi eitthvað af ritum okkar skaltu bjóðast á nærgætinn hátt til að sýna honum hvernig nota megi það í biblíunámi. Nýja smáritið og nýi bæklingurinn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? eru frábær verkfæri til að finna út hvort húsráðandinn hafi áhuga og stofna með honum biblíunám. Bækurnar tvær, sem við bjóðum einkum í þessum mánuði, má einnig nota vel í þessum tilgangi. Í lok heimsóknar getum við borið upp spurningu sem svarað er í bókunum og rætt síðan um svarið í næstu heimsókn. Á þann hátt kann að vera hægt að leiða endurheimsóknir inn í biblíunám.

7 Ósvikið öryggi getur aðeins komið frá skaparanum, Jehóva Guði. Við viljum hjálpa eins mörgum og mögulegt er að opna huga sinn og hjarta fyrir sannleikanum í orði Guðs og taka við þeirri von sem það réttir að okkur. Megum við nota vel þau kennslugögn sem við höfum til að prédika leið Guðs til friðar og öryggis. — Jes. 2:3, 4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila