Förum aftur til þeirra sem þáðu blöð eða bæklinga
1 Jesús hvatti fylgjendur sína til að vinna að því að gera menn að lærisveinum. (Matt. 28:19) Það þýðir meira en að útbreiða aðeins rit. Við viljum hjálpa fólki að taka andlegum framförum. Til þess verðum við að fara aftur og veita þeim sem sýna áhuga frekari hjálp.
2 Ef þú lagðir áherslu á grein í einu blaðanna í fyrstu heimsókninni væri gott að ræða um sama efni þegar þú kemur aftur í heimsókn:
◼ „Þegar ég heimsótti þig um daginn beindi ég athygli þinni að grein í Varðturninum (eða Vaknið!) sem hjálpar okkur að skilja nauðsyn þess að skoða Biblíuna. Guðsríki er þungamiðjan í þeirri fyrirætlun Guðs að búa mannkyninu betri framtíð. Í Míka 4:3, 4 er skráð loforð hans um að þetta Guðsríki muni binda enda á allar styrjaldir.“ Eftir að hafa lesið ritningarstaðinn skaltu kynna bæklinginn „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“ og sýna kápumyndina. Ræddu um fyrstu greinina og ritningarstaðina sem vísað er til í þeirri grein, og bentu á að Míka 4:3, 4 er einn af þeim. Gerðu ráðstafanir til að koma í aðra heimsókn til að halda áfram umræðunum í tölugrein 2.
3 Ef áhugi húsráðandans virðist í lágmarki eða hann hefur ekki tíma til samræðna gætir þú látið nægja að bæta nafni hans á blaðaleiðarlistann þinn:
◼ „Þú sýndir áhuga á blaðinu sem ég lét þig fá síðast og því hélt ég að þú myndir hafa ánægju af nýjasta tölublaðinu. Ég gæti trúað að þér finnist þessi grein sérstaklega áhugaverð.“ Bentu á grein sem þú telur að höfði til hans. (Margir sem hafa farið þannig að hafa uppgötvað að fólk gefur fúslega framlag án þess að við segjum nokkuð.) Bjóðstu til að koma með næsta tölublað.
4 Ef húsráðandinn les blöðin og kann að meta þau gætir þú ákveðið að bjóða áskrift:
◼ „Þar sem þú virðist hafa ánægju af Varðturninum hef ég gjarnan komið til þín hverju tölublaði þegar það hefur komið út. Ef þú vilt þá get ég komið því svo fyrir að blaðið verði sent til þín reglulega í pósti svo að þú fáir örugglega hvert tölublað.“ Ef hann vill áskrift gætir þú bætt við: „Við tökum ekkert fyrir ritin okkar vegna þess að starf okkar er kostað með frjálsum framlögum. Ef þú kærir þig um að leggja eitthvað smáræði fram til starfs okkar tæki ég með ánægju við því.“
5 Ef þú útbreiddir bækling en hafðir ekki tækifæri til að sýna hvernig biblíunám fer fram skaltu búa þig undir að gera það í endurheimsókninni.
Ef þú til dæmis skildir eftir bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís“ skaltu biðja húsráðandann að ná í sitt eintak og segðu síðan:
◼ “Sjáðu hvað segir hér á blaðsíðu 3 um þungamiðju boðskaparins sem Jesús boðaði þegar hann var á jörðinni.“ Ræddu síðan fáum orðum um upplýsingarnar á blaðsíðu 3. Spyrðu húsráðandann hvað hann haldi að hann þurfi að gera til að fræðast meira um þetta mál. Segðu því næst: „Það er mikilvægt að við gerum okkur ljóst hvers vegna við höfum svona mikla þörf fyrir ríki Guðs. Ég myndi gjarnan vilja koma aftur og ræða hvers vegna við verðum að líta á Guðsríki sem okkar einu von.“
6 Við höfum margvíslega bæklinga. Finndu áhugaverð atriði í þeim sem þú ætlar að nota. Það hjálpar þér að hvetja einlægt fólk til að læra meira um það sem Jesús hefur gefið okkur fyrirmæli um. — Matt. 28:20.