Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.94 bls. 3-4
  • Höldum áfram að vera framsækin og regluföst

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Höldum áfram að vera framsækin og regluföst
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Höfuð fjölskyldunnar á að halda uppi góðum andlegum venjum
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Heldur þú staðfastlega áfram að þjóna Jehóva?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
  • ‚Gangið reglufastir eftir þessari sömu venju‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Góðar venjur hafa blessun í för með sér
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 8.94 bls. 3-4

Höldum áfram að vera framsækin og regluföst

1 Páll postuli bar sérstakt kærleiksþel til safnaðarins í Filippí sem hann hafði átt þátt í að mynda. Hann var þakklátur fyrir þá gæskuríku, efnislegu aðstoð sem safnaðarmeðlimirnir veittu og talaði um þá sem gott fordæmi. — 2. Kor. 8:1-6.

2 Djúpur kærleikur fékk Pál til að skrifa Filippíbréfið. Bókin Innsýn í Ritninguna, 2. bindi, blaðsíða 631, segir: „Út í gegnum allt bréfið hvetur hann söfnuðinn í Filippí að halda áfram á sinni góðu braut — leita meiri skilnings og ná öruggu taki á orði lífsins, öðlast sterkari trú og von um væntanlegu launin.“ Þeir brugðust hlýlega við og styrktu þannig kærleiksböndin milli sín og postulans. Orð Páls taka á sig sérstaka merkingu fyrir okkur nú á dögum. Þau gefa okkur góða ástæðu til að íhuga vandlega umvöndun hans, einkum það sem sagt er í Filippíbréfinu 3:15-17.

3 Þroskað hugarfar er alger nauðsyn: Í Filippíbréfinu 3:15 skrifaði Páll sem maður með áralanga reynslu. Hann viðurkenndi að andlegur þroski Filippímanna hefði aukist og höfðaði til þeirra sem þroskaðra kristinna manna með rétt hugarfar. Svo fremi sem hugarfar þeirra endurspeglaði þá auðmýkt og jákvæða mat sem Jesús sýndi myndu þeir halda áfram að vera „óaðfinnanlegir og hreinir, flekklaus Guðs börn“ og ‚halda fast við orð lífsins.‘ (Fil. 2:15, 16) Þegar við lesum orð Páls ætti okkur að finnast hann tala til okkar. Þannig þráum við í einlægni að hafa sama hugarfar og Jesús hafði og sýna að við metum í auðmýkt sérréttindi okkar að verðleikum. Við leitum sífellt til Jehóva í bæn, biðjum um hjálp í þessum málum og öðrum. — Fil. 4:6, 7.

4 Eins og Filippíbréfið 3:16 gefur til kynna ættum við öll að leitast við að vera framsækin. Orðið „framsækinn“ merkir að vera framfarasinnaður, færast fram, taka framförum. Fólk, sem er framsækið, hefur áhuga á nýjum hugmyndum, uppgötvunum eða tækifærum. Páll vildi að Filippímenn skildu að kristnin er aldrei stöðnuð og að þeir sem játa hana verða að sækja fram. Framsækinn andi þeirra mætti sjá af fúsleika þeirra til að rannsaka sjálfa sig, viðurkenna veikleika sína og seilast eftir tækifærum til að gera meira eða gera betur það sem þeir væru að gera. Nú á tímum heldur jarðneskt skipulag Jehóva áfram að sækja fram og eykur stöðugt umfang starfsemi sinnar og skilning sinn á orði Guðs. Sérhvert okkar verður að halda í við það, notfæra sér allt sem það sér okkur fyrir og eiga fulla hlutdeild í starfi þess.

5 Framsókn krefst reglufestu: Því næst hvatti Páll bræður sína til að „ganga þá götu, sem [þeir höfðu] komist á.“ (Fil. 3:16) Til að halda okkur á götunni, sem við höfum komist á, verðum við að sjá menn og hluti í sínu rétta samhengi og að sýna góða hegðun. Kristnir menn í Filippí sáu sig í réttu samhengi og héldu sér nálægt skipulagi Jehóva og hver öðrum. Lögmál kærleikans stjórnaði lífi þeirra. (Jóh. 15:17; Fil. 2:1, 2) Páll hvatti þá til að „hegða [sér] eins og samboðið er fagnaðarerindinu.“ (Fil. 1:27) Kristnir menn nú á tímum hafa ekkert síður þörf á að vera reglufastir og hegða sér vel.

6 Reglufesta er að halda sér við siði eða aðferðir sem maður hefur komið sér upp. Það er okkur til hagsbóta að vera regluföst vegna þess að við þurfum þá ekki að staldra við og velta hlutunum fyrir okkur þegar við töku ákvörðun um næsta skref — við höfum þegar komið okkur upp föstu mynstri sem við fylgjum í krafti vanans.

7 Skipuleg, guðræðisleg reglufesta er gerð úr venjum og siðum sem eru heilnæmir, gagnlegir, guðlegir — með það að markmiði að byggja okkur upp andlega, hjálpa öðrum og gera meira í þjónustu Jehóva ef mögulegt er. Ef okkur á að takast að ná þessum markmiðum þurfum við að tileinka okkur siði sem fela í sér einkanám, reglulega samkomusókn og þátttöku í prédikunarstarfinu.

8 Ómissandi þættir reglufestu: Einn af þessum ómissandi þáttum er ‚nákvæm þekking og full dómgreind.‘ (Fil. 1:9) Einkanám eflir trú okkar, styrkir jákvætt mat okkar á sannleikanum og hvetur okkur til góðra verka. Sumum hefur hins vegar reynst erfitt að vera ekki reikulir í námsvenjum sínum. Helsta ástæðan er sögð vera tímaskortur.

9 Aldrei verður of mikil áhersla lögð á gagnsemi þess að lesa í Biblíunni daglega. Fræðsla hennar er „nytsöm“ á alla vegu. (2. Tím. 3:16, 17) Hvernig getum við fundið tíma fyrir biblíunám í reglufastri dagskrá okkar? Sumir hafa komist að því að þeir geti farið nokkrum mínútum fyrr á fætur á morgnana þegar hugur þeirra er árvakur. Öðrum finnst það gefa betri raun að lesa í fáeinar mínútur áður en þeir fara í háttinn. Húsmæður, sem eru heima á daginn, geta ef til vill tekið frá svolitla stund síðdegis áður en hinir í fjölskyldunni koma heim úr vinnu eða skóla. Auk reglulegs biblíulesturs hafa sumir bætt lestri í Boðendabókinni við námsefni sitt í viku hverri.

10 Þegar við komum okkur upp nýjum siðum eru verulegar líkur á því að þeir stangist á við fyrri venjur okkar. Áður fyrr kunnum við að hafa haft tilhneigingu til að leyfa ónauðsynlegum athöfnum að gleypa þann tíma sem við höfðum aflögu. Það er ekki auðvelt að losa sig úr slíku mynstri. Enginn ætlar að fara að mæla fyrir um námssiði okkar, né er þess krafist að við skilum greinargerð um hvað við gerum á þessu sviði. Hvort við temjum okkur að nema reglulega eða ekki er að stórum hluta undir því komið hversu vel við kunnum að meta „þá hluti rétt, sem máli skipta“ og hversu fús við erum að ‚nota hverja stund‘ sem gefst til að hafa gagn af þeim. — Fil. 1:10; Ef. 5:16.

11 Kristnar samkomur gegna bráðnauðsynlegu hlutverki í andlegum framförum okkar. Þær veita nauðsynlega fræðslu og uppörvun. Þar af leiðandi er samkomusókn annar ómissandi þáttur reglufestu okkar. Páll lagði áherslu á mikilvægi þessa þáttar. Hann er ekki valkostur þar sem við getum fylgt eigin geðþótta. — Hebr. 10:24, 25.

12 Hvernig getum við sýnt að við séum regluföst þegar við skipuleggjum vikuleg störf okkar? Sumir setja upp ákveðinn tíma til að sinna persónulegum áhugamálum og reyna síðan að troða samkomunum inn þar sem einhvers staðar finnst laus tími, en þessu ætti að vera öfugt farið. Samkomur okkar í vikunni eiga að hafa forgang og önnur starfsemi verður að taka mið af þeim.

13 Regluleg samkomusókn krefst góðrar skipulagningar og samvinnu fjölskyldunnar. Á virkum dögum höfum við flest mörgu að sinna sem oft setur okkur í tímaþröng. Þetta þýðir að kvöldmaturinn þarf, ef hægt er, að vera tilbúinn nógu snemma til að fjölskyldunni gefist nægilegur tími til að borða, taka sig til og ná til ríkissalarins áður en samkoman hefst. Fjölskyldumeðlimirnir geta á margvíslegan hátt unnið saman til að það takist.

14 Reglulegt boðunarstarf er óhjákvæmilegt ef við eigum að halda áfram að vera framsækin og regluföst. Hvert og eitt okkar viðurkennir greinilega hina þungu ábyrgð okkar að prédika boðskapinn um Guðsríki. Það er það sem gerir okkur að vottum Jehóva. (Jes. 43:10) Þar sem ekkert starf, sem unnið er nú á dögum, er jafnáríðandi og gagnlegt er ekki með nokkru móti hægt að líta svo á að það sé tilfallandi þáttur í reglufestu okkar. Páll ráðlagði: „Vér [skulum] því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.“ — Hebr. 13:15.

15 Þegar við skipuleggjum starfsemi okkar fyrir hverja viku ættum við að taka frá ákveðinn tíma fyrir boðunarstarfið. Líklega hefur söfnuðurinn samansafnanir alloft í viku og það er einfaldlega um það að ræða að ákveða í hvaða samansöfnun við getum farið. Gott væri að sækjast eftir að eiga hlutdeild í sérhverjum þætti boðunarstarfsins, eins og að starfa með blöðin eða önnur rit hús úr húsi, fara í endurheimsóknir og stjórna biblíunámum. Við gætum jafnvel ætlað okkur fyrirfram að bera vitni óformlega, haft með okkur rit og verið vakandi fyrir tækifærum til að hefja samræður við fólk. Af því að við förum yfirleitt út í starfið með öðrum þurfum við að grennslast fyrir um tímaáætlun þeirra til þess að við getum mælt okkur mót á þeim tíma sem hentar báðum.

16 Við ættum að halda reglufestu okkar í prédikunarstarfinu þrátt fyrir tómlæti manna á starfssvæðinu. Við vitum fyrirfram að aðeins fáir munu taka við boðskapnum. (Matt. 13:15; 24:9) Esekíel fékk það verkefni að prédika fyrir mönnum sem voru ‚uppreisnargjarnir, óskammfeilnir og harðir í hjarta.‘ Jehóva lofaði að hjálpa Esekíel með því að gera „andlit [hans] hart, eins og andlit þeirra,“ það er að segja „sem demant, harðara en klett.“ (Esek. 2:3, 4; 3:7-9) Reglufesta í boðunarstarfinu krefst þess vegna þrautseigju.

17 Góð fordæmi til eftirbreytni: Flest stöndum við okkur betur í boðunarstarfinu þegar einhver tekur forystuna. Páll og félagar hans gáfu gott fordæmi og hann hvatti aðra til að líkja eftir sér. (Fil. 3:17) Reglufesta hans tók mið af öllu því sem hann þurfti til að halda sér andlega sterkum.

18 Nú á tímum njótum við þess líka að hafa góð fordæmi. Í Hebreabréfinu 13:7 gefur Páll þessa hvatningu: „Verið minnugir leiðtoga yðar, . . . Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra.“ Að sjálfsögðu er Kristur æðsta fyrirmynd okkar, en við getum líkt eftir trú þeirra sem taka forystuna. Öldungar verða, eins og Páll, að vera sér meðvitandi um nauðsyn þess að vera öðrum gott fordæmi. Persónulegar kringumstæður þeirra eru breytilegar frá einum til annars en hver og einn ætti þó að geta sýnt að hann sé reglufastur í því að láta hagsmuni Guðsríkis vera í fyrirrúmi. Jafnvel þótt á öldungum hvíli veraldlegar skyldur og fjölskylduábyrgð ættu venjur þeirra hvað snertir einkanám, samkomusókn og forystu í boðunarstarfinu að vera í föstum skorðum. Ef sjá má að öldungarnir ‚veiti góða forstöðu heimilum sínum‘ mun það verða öllum í söfnuðinum hvatning til að halda áfram að vera regluföst. — 1. Tím. 3:4, 5.

19 Markmið fyrir nýja þjónustuárið: Við upphaf nýs þjónustuárs er vel við hæfi að taka reglufestu sína til athugunar. Hvað kemur í ljós þegar við rennum huganum yfir starf okkar síðastliðið ár? Gátum við haldið starfsemi okkar á sama stigi og verið hafði eða jafnvel aukið hana? Einkanám okkar var ef til vill rækilegra en áður. Við sóttum samkomur ef til vill af meiri reglufestu eða jukum boðunarstarf okkar með því að gerast aðstoðarbrautryðjendur. Kannski getum við bent á sérstakt kristið kærleiksverk sem við unnum í þágu annarra í söfnuðinum eða fjölskyldunni. Sé svo getum við glaðst að hafa gengið braut sem þóknast Guði og við höfum góða ástæðu til að ‚taka enn meiri framförum‘ í því. — 1. Þess. 4:1.

20 En hvað nú ef reglufesta okkar var laus í rásinni eða skrykkjótt? Hvaða áhrif hafði það á okkur andlega? Var eitthvað sem hindraði okkur í að taka framförum? Úrbætur hefjast með því að biðja Jehóva um hjálp. (Fil. 4:6, 13) Ræddu um þarfir þínar við hina í fjölskyldunni og farðu fram á hjálp þeirra við að lagfæra einhverjar hliðar á reglufestu þinni. Biddu öldungana um aðstoð ef þú átt við vandamál að stríða. Ef við leggjum okkur fram af einurð og lögum okkur að leiðsögn Jehóva getum við verið viss um að við munum „ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir.“ — 2. Pét. 1:5-8.

21 Ef þú ert reglufastur leiðir það til blessunar sem gerir viðleitni þína ómaksins verða. Þegar þú einsetur þér að vera framsækinn og reglufastur ‚vertu þá ekki hálfvolgur í áhuganum. Vertu brennandi í andanum. Þjónaðu Jehóva.‘ (Rómv. 12:11) — Nánar er fjallað um þetta efni í Varðturninum, 1. 10. 1985, blaðsíðu 28-32.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila