Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.95 bls. 4
  • Notum vel eldri bækurnar okkar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notum vel eldri bækurnar okkar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Notarðu þessa bæklinga?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Prédikum með innsæi
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvernig getum við boðið bókina Hvað kennir Biblían?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 1.95 bls. 4

Notum vel eldri bækurnar okkar

1 Jehóva hefur séð okkur fyrir ríkulegri, andlegri fæðu. Mikið af þeirri fæðu hefur verið í formi 192 blaðsíðna bóka sem gefnar hafa verið út á síðari árum. Í janúarmánuði bjóðum við sérstaklega eina þessara bóka, Sannur friður og öryggi — Hvernig? Tvö ár eru liðin síðan við lögðum sérstaka áherslu á að bjóða þessa bók í starfinu hús úr húsi og vafalaust eigum við eftir að hitta marga sem hvorki hafa séð hana né lesið. Gott væri að líta yfir bókina og hugleiða hvernig bjóða megi hana á áhrifaríkan hátt. Hér eru fáeinar tillögur:

2 Þú gætir sagt eitthvað á þessa leið:

◼ „Allir vilja lifa í heimi þar sem ríkir friður og öryggi. Því miður búum við ekki í slíkum heimi. Hvað heldur þú að við þurfum að gera til að fá að búa við frið og öryggi? [Gefðu kost á svari.] Guð hefur mátt til að koma á friði á jörðinni og hann hefur lofað að hann muni gera það.“ Bentu á myndina á blaðsíðu 4 og lestu síðan Míka 4:3, 4. Ef viðbrögðin eru góð gætir þú útskýrt meira um vonina um Guðsríki, boðið bókina og lagt grunninn að endurheimsókn.

3 Þú gætir einnig reynt eitthvað þessu líkt:

◼ „Í næstum 2000 ár hafa kristnir menn beðið ótal sinnum um að Guðsríki komi. Hvað heldur þú að Guðsríki muni gera fyrir mannkynið? [Gefðu kost á svari.] Eitt af því sem Guðsríki mun gera er að koma á sönnum friði og öryggi á jörðinni. En hvernig? Þessi bók dregur saman það sem Biblían segir um þetta efni og útskýrir hvernig við getum orðið meðal þeirra sem njóta þeirra gæða sem Guðsríki mun færa mönnum. Ef þú kærir þig um að lesa hana er þér velkomið að fá eitt eintak.“

4 Kannski gefa eftirfarandi inngangsorð góða raun á starfssvæði þínu:

◼ „Margir hafa misst trúna á Guð vegna þess að hann virðist láta illskuna og óréttlætið í heiminum afskiptalaust. Menn biðja ákaft um frið og öryggi en engu að síður er ekkert lát á styrjöldum og glæpaverkum. Það er því ekkert undarlegt að margir spyrji hvort Guði sé þá sama um mannkynið. Heldur þú að honum standi á sama um þjáningar mannanna? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir að Guð hefur alltaf unnið að heill og hamingju manna. En hann lítur á málin út frá allt öðru sjónarhorni en mennirnir gera.“ Flettu upp á blaðsíðu 58 og lestu málsgreinina sem hefst neðst á síðunni og bjóddu bókina.

5 Þú villt ef til vill nota bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ Þá gætir þú sagt:

◼ „Margir undrast hvers vegna Guð leyfir svona miklar þjáningar í heiminum. Biblían segir að hann sé alvaldur og þess vegna er eðlilegt að spyrja hvers vegna hann geri þá ekki eitthvað til að binda enda á bágindi manna. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari.] Biblían fullvissar okkur um að Guð hafi ekki yfirgefið okkur.“ Flettu upp á blaðsíðu 27, grein 22, og lestu Sálm 37:11, 29. Bentu á myndirnar sem sýna hvers við getum hlakkað til. Ef viðmælandi þinn þiggur bæklinginn skaltu bjóðast til að koma aftur til að sýna hvernig nota megi hann til biblíunáms.

6 Ritin okkar hafa fengið þúsundir manna til að rannsaka Biblíuna nánar. Það sem þeir hafa lært hefur fært þeim von um hamingjuríka framtíð. (Sálm. 146:5) Það eru sérréttindi okkar að hjálpa þeim.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila