Prédikum með innsæi
1 Til þess að hafa innsæi þurfum við að skilja ýmislegt varðandi fólkið sem við prédikum fyrir. Hvers vegna? Vegna þess að árangur okkar við að ná til hjartna fólks er háður hæfni okkar í að kynna boðskapinn um Guðsríki á þann hátt sem höfðar til viðmælenda okkar. Í janúarmánuði bjóðum við bækurnar Sannur friður og öryggi — Hvernig?, Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Eftirfarandi tillögur koma ef til vill að gagni.
2 Ef þú ætlar að bjóða bókina „Sannur friður og öryggi — Hvernig?“ gætir þú bent á myndina á blaðsíðu 4 og sagt:
◼ „Þessi mynd á að gefa nokkra hugmynd um það sem Biblían kennir um tilgang Guðs með jörðina. Hvað heldur þú að þyrfti að gerast til þess að menn gætu náð að lifa í paradís á jörð? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir að sannur friður og öryggi verður brátt að veruleika um alla jörðina og að paradís verði endurreist. [Lestu Sálm 37:10, 11.] Þessi bók getur sýnt þér hvaða skref þú þarft að stíga til að njóta góðs af því sem Guð ætlar að gera. Mig langar til að bjóða þér að þiggja þetta eintak.“ Ef viðbrögðin eru jákvæð gætir þú útskýrt hvernig útgáfa ritanna er fjármögnuð.
3 Þegar þú notar bókina „Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt“ gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Ert þú sammála því að nútímafjölskyldan þurfi að glíma við margt sem fyrri kynslóðir þekktu ekki? [Gefðu kost á svari.] Hver álítur þú að sé ástæðan fyrir því? [Hlustaðu á svarið. Flettu upp og lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-3.] Orðin ‚foreldrum óhlýðnir‘ og ‚kærleikslausir‘ eiga vel við marga nú á tímum. En hinn sami Guð og spáði þessum vandamálum hefur einnig gefið okkur traustar leiðbeiningar um hvernig auka megi samheldni fjölskyldunnar.“ Lestu greinina frá ‚Útgefendum‘ á blaðsíðu 2. Bjóddu bókina án endurgjalds og minnstu síðan á framlagafyrirkomulagið.
4 Önnur aðferð með bókina „Sannur friður og öryggi — Hvernig?“, hefst á þessari spurningu:
◼ „Núna trúa því margir að Guð hafi í raun ekki áhuga á okkur mönnunum hér á jörðinni og að hann muni ekki skipta sér af þeim vandamálum sem hér eru. Ert þú sama sinnis? [Gefðu kost á svari.] Mætti ég lesa fyrir þig það sem þessi biblíunámsbók hefur að segja um áform Guðs með manninn og jörðina? [Lestu tölugrein 1 og fyrstu setninguna í tölugrein 2 á blaðsíðu 46.] Ég get fullvissað þig um það að Guð hefur ærna ástæðu fyrir því að hafa umborið vandamálin sem eru á jörðinni. Ef þú vilt fræðast um hver sú ástæða er getur þessi bók, sem heitir Sannur friður og öryggi — Hvernig?, komið þér að góðu gagni.“ Ef húsráðandinn segist vilja lesa bókina skaltu láta hann fá hana og nefna framlagafyrirkomulagið.
5 Ef þú vilt flytja stutt kynningarorð og nota bókina „Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans“ gætir þú opnað bókina á blaðsíðu 4 og spurt:
◼ „Hvað ætli verði um jörðina? Margir velta því fyrir sér. Heldur þú að hún verði nokkurn tíma að paradís?“ Gefðu gaum að svari húsráðandans og lestu síðan upphafsorðin á blaðsíðu 2. Bjóddu bókina og útskýrðu framlagafyrirkomulagið.
6 Gott innsæi hjálpar okkur að skynja þarfir og áhugasvið fólksins sem við hittum. Orðskviðirnir 16:23 fullvissa okkur um það er þeir segja: „Hjarta spekingsins gjörir munn hans hygginn og eykur fræðsluna á vörum hans.“