Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.95 bls. 6
  • Hjálpum öðrum að meta gildi Biblíunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálpum öðrum að meta gildi Biblíunnar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Fylgdu eftir þeim áhuga sem þú finnur
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Hjálpum öðrum að búa sig undir inngöngu í ríki Friðarhöfðingjans
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Hjálpum þeim til skilnings
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Hjálpaðu fjölskyldum að eignast örugga framtíð
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 11.95 bls. 6

Hjálpum öðrum að meta gildi Biblíunnar

1 Jesús sá lærisveinum sínum fyrir því sem þeir þurftu á að halda. Lúkas 24:45 greinir svo frá: „Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar.“ Hann vissi að ef þeir vildu njóta velþóknunar föður hans væri þeim alveg nauðsynlegt að nema og skilja orð Guðs, Biblíuna. (Sálm. 1:1, 2) Því er eins farið með prédikunarstarf okkar. Markmið okkar er að koma af stað biblíunámum þar sem við getum ‚kennt fólki að halda allt sem Jesús hefur boðið.‘ (Matt. 28:20) Með þetta í huga fylgja hér á eftir nokkrar tillögur sem gætu komið að gagni þegar þú ferð í endurheimsóknir.

2 Ef þú í fyrstu heimsókn notaðir bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú haldið áfram samræðunum á þessa leið:

◼ „Þegar ég var hér síðast ræddum við lítillega um þá spurningu hvernig ástandið í heiminum geti samræmst því að til sé umhyggjusamur Guð. Við sjáum að jörðin og lífríkið á henni endurspeglar umhyggju skaparans gagnvart okkur. [Bentu á myndina á blaðsíðu 6.] Þegar Guð skapaði manninn gaf hann honum fullkomna byrjun. Hann gaf honum líka frjálsan vilja. En maðurinn misnotaði þá gjöf og það er orsök þjáninga hans. [Bentu á myndirnar á blaðsíðu 16 og 20.] Voru það þá mistök að gefa manninum frjálsan vilja? [Gefðu kost á svari og ræddu síðan fáein atriði frá 5. hluta bæklingsins.] Næst þegar ég kem langar mig til að ræða nánar hvers vegna Guð hefur leyft þjáningar.“

3 Ef þú notaðir bæklinginn „Hver er tilgangur lífsins?“ gæti þessi aðferð reynst gagnleg til að koma af stað biblíunámi:

◼ „Síðast ræddum við um hversu erfiðlega mönnum hefur gengið að finna svar við spurningunni hver sé tilgangur lífsins. En ætli það sé svo mikilvægt að finna svarið? Í grein 16 á blaðsíðu 6 í þessum bæklingi, sem þú fékkst hjá mér, er vitnað í svar sálfræðings við þeirri spurningu. [Lestu þá tilvitnun og spyrðu húsráðandann hvort hann sé sálfræðingnum sammála.] Eins og kemur fram hér í myndatextanum á blaðsíðu 7 er eðlilegast að spyrja hönnuðinn ef við viljum vita í hvaða tilgangi einhver gripur er búinn til. En skyldi einhver hafa hannað okkur eða erum við mennirnir til orðnir fyrir hreina tilviljun?“ Gefðu kost á svari og ræddu með hliðsjón af athugasemdum húsráðandans nokkur atriði í 2. kafla bæklingsins. Þú gætir lokið samtalinu með því að vitna í Jóhannes 17:17 og gera ráðstafanir til að koma aftur og ræða um það sem sýnir okkur að þessi orð Jesú séu sönn.

4 Ef þú bauðst biblíunám formálalaust í síðustu heimsókn og viðbrögðin voru jákvæð gætir þú sagt þetta þegar þú kemur aftur:

◼ „Síðast þegar við áttum tal saman ræddum við um nokkrar ástæður þess að gagnlegt sé að nema Biblíuna. Ef við leggjum okkur í einlægni fram við að kynna okkur nánar innihald hennar getur það hjálpað okkur að skilja hvers við megum vænta af Guði. [Lestu Jóhannes 17:3.] Við bjóðum fólki upp á biblíunámskeið sem mikil reynsla er komin á og hefur hjálpað þúsundum manna að læra meira um fyrirheit Guðs og hvernig við getum þóknast honum.“ Sýndu biblíunámsrit, renndu yfir kaflaheitin og sýndu með dæmi hvernig við stýrum biblíunámi.

5 Ef þú getur hjálpað einlægum mönnum að meta að verðleikum hið frábæra gildi orðs Guðs veitir þú þeim þá bestu hjálp sem kostur er á. Spekin, sem þeir geta lært af því að nema innihald hennar, getur verið „lífstré“ sem mun færa þeim mikla hamingju. — Orðskv. 3:18.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila