Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.06 bls. 1
  • Sérútgáfa af Vaknið! fyrir október til desember

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sérútgáfa af Vaknið! fyrir október til desember
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Sérútgáfa af Vaknið! fyrir janúar til mars
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Til lesenda
    Vaknið! – 2006
  • Notum tímaritin okkar hús úr húsi
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Byggjum upp trú á skapara mannsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 8.06 bls. 1

Sérútgáfa af Vaknið! fyrir október til desember

1 Nánast allir njóta þess að heyra fuglasöng eða horfa á fallegt sólsetur. Fáir viðurkenna hins vegar að við eigum kærleiksríkan föður á himnum sem skapaði þessa hluti. Við fáum einstakt tækifæri til að vitna um sköpun Jehóva með því að bjóða sérútgáfu af Vaknið! fyrir október til desember. (Jes. 40:28; 43:10) Þetta tölublað verður algerlega helgað spurningunni: „Er til skapari?“

2 Á svæðinu: Reyndu að skipuleggja þig þannig að þú getir sem oftast tekið þátt í blaðastarfinu með söfnuðinum á laugardögum. Að sjálfsögðu er þér líka velkomið að bjóða þessa sérútgáfu aðra daga vikunnar. Kennarar og aðrir sem vinna á sviði menntamála ættu að hafa sérstakan áhuga á þessu blaði. Þess vegna mætti gera sérstakar ráðstafanir til að hitta slíkt fólk á svæðinu.

3 Ef viðmælandi þinn sýnir áhuga skaltu varpa fram spurningu í lokin sem þú munt svara í næstu heimsókn. Þú gætir til dæmis notað spurninguna: „Hvers vegna leyfir kærleiksríkur skapari svona miklar þjáningar?“ Síðan þegar þú kemur aftur geturðu sýnt 1. eða 11. kaflann í bókinni Hvað kennir Biblían? Þú gætir líka spurt: „Hver er fyrirætlun skaparans með jörðina?“ og notað 3. kafla bókarinnar í næstu heimsókn.

4 Í skólanum: Væri ekki tilvalið fyrir þá sem eru í skóla að láta kennarann sinn eða bekkjarsystkini fá þessa sérútgáfu af Vaknið!? Ef þú leggur eitt eintak á borðið þitt gætirðu líka fengið spurningar um trú þína. Þú færð líklega tækifæri til að nota upplýsingarnar í blaðinu til að verja trú þína þegar þetta efni er til umræðu í bekknum eða þegar þú skrifar ritgerðir. Þér til aðstoðar er grein í blaðinu sem nefnist: „Ungt fólk spyr . . . hvernig get ég varið trú mína á sköpun?“

5 Jehóva á skilið af fá dýrð og heiður fyrir sköpunarverk sitt. (Opinb. 4:11) Við heiðrum skapara okkar og hjálpum öðrum að gera slíkt hið sama með því að taka ötullega þátt í því að dreifa Vaknið! fyrir október til desember.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila