Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.93 bls. 1
  • Getur þú þjónað Jehóva sem brautryðjandi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur þú þjónað Jehóva sem brautryðjandi?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Fleiri bræður þarf í brautryðjandastarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Getur þú gert meira til að heiðra Jehóva?
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 1.93 bls. 1

Getur þú þjónað Jehóva sem brautryðjandi?

1 Á landsmótinu „Ljósberar“ síðastliðið sumar spurði einn ræðumannanna: „Getur þú verið brautryðjandi? Munt þú vera brautryðjandi?“ Hann benti á að þessar spurningar skipti máli vegna þess að Harmagedón er mjög nærri og prédikunarstarfið því meira áriðandi en nokkru sinni fyrr. — 1. Kor. 7:29a.

2 Það er engin spurning að brautryðjandastarfið er erfitt starf. Það krefst sjálfsaga og góðrar skipulagningar. Erfiði okkar í boðunarstarfinu „er ekki árangurslaust.“ (1. Kor. 15:58) Er hægt að segja það sama um önnur verkefni sem við kunnum að kjósa að sinna og sem taka tíma okkar og krafta? Kærleikur til Jehóva knýr kristna menn til að vera kostgæfir í þjónustu hans og brennandi áhugi á þjónustunni við Jehóva hefur leitt marga til brautryðjandastarfs. — 1. Jóh. 5:3; Opinb. 4:11.

3 Margir ungir þjónar Jehóva, sem eru rétt að ljúka skólagöngu, eru að hugleiða alvarlega að gerast brautryðjendur. Það á sannarlega rétt á sér. Hvaða annað lífsstarf gæti verið mikilvægara en boðunarstarfið? (Matt. 6:33) Það verður að prédika fagnaðarerindið; þetta er verk Jehóva og það eru mikil sérréttindi að geta verið upptekinn af því allt frá æsku sinni. — Matt. 24:14.

4 Hvetjið þið foreldrar börnin ykkar til að taka upp þjónustuna í fullu starfi? Gera börnin ykkar sér alveg ljóst að þið viljið að þau noti allt hjarta sitt, sál, huga og krafta í þetta mikilsverða starf? (Mark. 12:30) Margir ungir boðberar búa sig undir reglulegt brautryðjandastarf með því að vera aðstoðarbrautryðjendur hvenær sem tækifæri gefst á skólaárunum. Slík tryggð við Jehóva gleður vissulega hjarta hans. — Orðskv. 27:11.

5 Vitaskuld eru ekki allir í aðstöðu til að vera brautryðjendur. Hefur þú engu að síður, hvort sem þú ert í hjónabandi eða ekki, ungur að árum eða gamall, hugleitt það alvarlega og í bæn til Jehóva hvort þú getir þjónað honum sem brautryðjandi við boðun fagnaðarerindisins? (Kól. 3:23) Mörg ung hjón vinna að því að auka boðunarstarf sitt þannig að annað eða bæði geti verið brautryðjendur.

6 Leyfi aðstæður þínar þér ekki að vera brautryðjandi eins og er getur þú þá verið aðstoðarbrautryðjandi? Líklega hafa margir boðberar í söfnuði þínum það í hyggju í aprílmánuði. Getur þú það líka? Þó að allir þjónar Jehóva öðlist margvíslega blessun bíður aukin blessun þeirra sem eru í astöðu til að verja meiri tíma í þjónustu Guðsríkis við að leita að sauðumlíkum mönnum. — Post. 20:35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila