Esekíel
29 Á tíunda árinu, á 12. degi tíunda mánaðarins, kom orð Jehóva til mín: 2 „Mannssonur, snúðu þér að faraó Egyptalandskonungi og spáðu gegn honum og öllu Egyptalandi.+ 3 Segðu: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Ég held gegn þér, faraó konungur Egyptalands,+
sæskrímslinu mikla sem liggur í kvíslum Nílar+
og segir: ‚Níl,* fljótið mitt, tilheyrir mér.
Ég gerði hana handa sjálfum mér.‘+
4 En ég set króka í kjálka þína og læt fiskinn í Níl loða við hreistur þitt.
Ég dreg þig upp úr Níl ásamt öllum fiskinum í henni sem loðir við hreistur þitt.
5 Ég yfirgef þig í eyðimörkinni, þig og allan fisk Nílar.
Þú munt liggja úti á bersvæði og leifunum af þér verður ekki safnað saman.+
Ég gef þig dýrum jarðar og fuglum himins að æti.+
6 Þá komast allir íbúar Egyptalands að raun um að ég er Jehóva
því að þeir reyndust Ísraelsmönnum ekki meiri stuðningur en hálmstrá.*+
7 Þú hrökkst í sundur þegar þeir gripu í hönd þína
og þú laskaðir öxl þeirra.
8 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég sendi sverð gegn þér+ og útrými bæði mönnum og skepnum í þér. 9 Egyptaland verður óbyggt og rústir einar+ og menn komast að raun um að ég er Jehóva. Þú hefur sagt: ‚Ég á Nílarfljót, það var ég sem bjó það til.‘+ 10 Þess vegna held ég gegn þér og gegn Níl. Ég legg Egyptaland í rúst og geri það að vatnslausri auðn,+ frá Migdól+ til Sýene+ og að landamærum Eþíópíu. 11 Hvorki menn né búfé munu fara um landið+ og það verður óbyggt í 40 ár. 12 Ég geri Egyptaland að algerri auðn og borgir þess verða eyðilegastar allra borga í 40 ár.+ Ég tvístra Egyptum meðal þjóðanna og dreifi þeim um löndin.“+
13 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Að 40 árum liðnum safna ég Egyptum saman frá þjóðunum sem þeir tvístruðust til.+ 14 Ég flyt hina herleiddu Egypta aftur til Patros,+ landsins sem þeir komu frá, og þar mynda þeir lítilfjörlegt ríki. 15 Egyptaland verður ómerkilegra en önnur ríki og drottnar ekki lengur yfir öðrum þjóðum.+ Það verður svo veikburða að það nær ekki að leggja undir sig aðrar þjóðir.+ 16 Ísraelsmenn munu aldrei framar leggja traust sitt á Egyptaland.+ Það minnir þá aðeins á synd þeirra þegar þeir leituðu hjálpar Egypta. Og þeir komast að raun um að ég er alvaldur Drottinn Jehóva.“‘“
17 Á 27. árinu, á fyrsta degi fyrsta mánaðarins, kom orð Jehóva til mín: 18 „Mannssonur, Nebúkadnesar*+ Babýlonarkonungur lét her sinn leggja mikið á sig í stríðinu gegn Týrus.+ Allir urðu sköllóttir og húðin nérist af öxlum þeirra. En hvorki hann né herinn fengu nokkur laun fyrir baráttu sína við Týrus.
19 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Ég gef Nebúkadnesari* Babýlonarkonungi+ Egyptaland og hann flytur burt auðæfi þess og tekur mikið herfang og mikinn ránsfeng þaðan. Það verða launin handa her hans.‘
20 ‚Ég gef honum Egyptaland í bætur fyrir allt sem hann lagði á sig við borgina* því að hann gerði það fyrir mig,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.
21 Þann dag læt ég horn spretta fram í þágu Ísraelsmanna*+ og ég gef þér tækifæri til að tala meðal þeirra. Þeir munu komast að raun um að ég er Jehóva.“