Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 40
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Esekíel fluttur til Ísraels í sýn (1, 2)

      • Esekíel sér musteri í sýn (3, 4)

      • Forgarðarnir og hliðin (5–47)

        • Ytra hliðið austan megin (6–16)

        • Ytri forgarðurinn; hin hliðin (17–26)

        • Innri forgarðurinn og hliðin (27–37)

        • Salir ætlaðir til þjónustu prestanna (38–46)

        • Altarið (47)

      • Forsalur musterisins (48, 49)

Esekíel 40:1

Millivísanir

  • +2Kon 24:15, 16
  • +2Kon 25:8–10; Esk 33:21
  • +Esk 8:3

Esekíel 40:2

Millivísanir

  • +Jes 2:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1999, bls. 19, 21

    1.11.1988, bls. 30-32

Esekíel 40:3

Neðanmáls

  • *

    Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +Esk 1:5, 7; Dan 10:5, 6
  • +Esk 47:3; Sak 2:1, 2; Op 11:1; 21:15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nýheimsþýðingin, bls. 1646, 1729

    Varðturninn,

    1.8.2007, bls. 10

    1.4.1999, bls. 19, 24

Esekíel 40:4

Millivísanir

  • +Esk 43:10

Esekíel 40:5

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „húsið“. Það er þýtt „musterið“ í 40.–48. kafla þegar átt er við húsasamstæðuna eða sjálfa musterisbygginguna.

  • *

    Orðrétt „sex álna mælistiku, alin og þverhönd“. Hér er átt við langa alin. Sjá viðauka B14.

Esekíel 40:6

Millivísanir

  • +Esk 40:10; 43:1, 4; 46:1, 2

Esekíel 40:7

Millivísanir

  • +1Kr 9:26, 27

Esekíel 40:13

Neðanmáls

  • *

    Hugsanlega er átt við loftið við bakvegg stúkunnar.

Millivísanir

  • +Esk 40:20, 21

Esekíel 40:14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1999, bls. 23

Esekíel 40:16

Millivísanir

  • +1Kon 6:4; Esk 41:26
  • +1Kon 6:35

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.2007, bls. 11

    1.4.1999, bls. 23-24

Esekíel 40:17

Neðanmáls

  • *

    Eða „sali“.

Millivísanir

  • +1Kr 28:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1999, bls. 24

    1.11.1988, bls. 32

Esekíel 40:19

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „breiddina“.

Esekíel 40:22

Millivísanir

  • +Esk 41:20, 26

Esekíel 40:24

Millivísanir

  • +Esk 46:9

Esekíel 40:26

Millivísanir

  • +Esk 40:20, 22

Esekíel 40:29

Millivísanir

  • +Esk 40:20, 21

Esekíel 40:31

Millivísanir

  • +Esk 40:32, 34, 35, 37
  • +Esk 40:16

Esekíel 40:35

Millivísanir

  • +Esk 44:4

Esekíel 40:38

Millivísanir

  • +3Mó 8:21

Esekíel 40:39

Millivísanir

  • +3Mó 1:3, 6; 8:20; Esk 43:18
  • +3Mó 4:3, 4
  • +3Mó 5:6; 7:1; Esk 42:13; 44:29

Esekíel 40:44

Millivísanir

  • +1Kr 6:31, 32

Esekíel 40:45

Millivísanir

  • +4Mó 3:6–8; 1Kr 9:22, 23; Sl 134:1

Esekíel 40:46

Millivísanir

  • +3Mó 6:12, 13; 4Mó 18:5; 2Kr 13:10, 11
  • +1Kon 2:35; Esk 43:19
  • +4Mó 16:39, 40; Esk 44:15, 16

Esekíel 40:48

Millivísanir

  • +1Kon 6:3; 2Kr 3:4

Esekíel 40:49

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „12“.

Millivísanir

  • +1Kon 7:21

Almennt

Esek. 40:12Kon 24:15, 16
Esek. 40:12Kon 25:8–10; Esk 33:21
Esek. 40:1Esk 8:3
Esek. 40:2Jes 2:2
Esek. 40:3Esk 1:5, 7; Dan 10:5, 6
Esek. 40:3Esk 47:3; Sak 2:1, 2; Op 11:1; 21:15
Esek. 40:4Esk 43:10
Esek. 40:6Esk 40:10; 43:1, 4; 46:1, 2
Esek. 40:71Kr 9:26, 27
Esek. 40:13Esk 40:20, 21
Esek. 40:161Kon 6:4; Esk 41:26
Esek. 40:161Kon 6:35
Esek. 40:171Kr 28:12
Esek. 40:22Esk 41:20, 26
Esek. 40:24Esk 46:9
Esek. 40:26Esk 40:20, 22
Esek. 40:29Esk 40:20, 21
Esek. 40:31Esk 40:32, 34, 35, 37
Esek. 40:31Esk 40:16
Esek. 40:35Esk 44:4
Esek. 40:383Mó 8:21
Esek. 40:393Mó 1:3, 6; 8:20; Esk 43:18
Esek. 40:393Mó 4:3, 4
Esek. 40:393Mó 5:6; 7:1; Esk 42:13; 44:29
Esek. 40:441Kr 6:31, 32
Esek. 40:454Mó 3:6–8; 1Kr 9:22, 23; Sl 134:1
Esek. 40:463Mó 6:12, 13; 4Mó 18:5; 2Kr 13:10, 11
Esek. 40:461Kon 2:35; Esk 43:19
Esek. 40:464Mó 16:39, 40; Esk 44:15, 16
Esek. 40:481Kon 6:3; 2Kr 3:4
Esek. 40:491Kon 7:21
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
  • 47
  • 48
  • 49
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 40:1–49

Esekíel

40 Í ársbyrjun á 25. árinu sem við vorum í útlegð,+ á 14. árinu eftir að borgin féll,+ á tíunda degi fyrsta mánaðarins, á þeim degi kom hönd Jehóva yfir mig og hann flutti mig til borgarinnar.+ 2 Guð flutti mig í sýn til Ísraelslands og setti mig niður á mjög hátt fjall.+ Sunnan megin á því stóð eitthvað sem líktist borg.

3 Þegar hann hafði flutt mig þangað sá ég mann sem leit út eins og hann væri úr kopar.+ Hann stóð í hliðinu og hélt á mælistiku* og snæri úr hör.+ 4 Maðurinn sagði við mig: „Mannssonur, horfðu vandlega, hlustaðu vel og taktu eftir öllu sem ég sýni þér því að til þess varstu fluttur hingað. Segðu Ísraelsmönnum frá öllu sem þú sérð.“+

5 Ég sá að hringinn í kringum musterið* var múr. Maðurinn hélt á mælistiku sem var sex álnir á lengd (þverhönd var bætt við hverja alin).* Hann mældi múrinn og hann var ein mælistika á þykkt og ein á hæð.

6 Hann fór síðan að hliðinu sem sneri í austur+ og gekk upp tröppurnar. Hann mældi þröskuld hliðsins og hann var ein mælistika á breidd. Hinn þröskuldurinn var líka ein stika á breidd. 7 Varðstúkurnar voru hver um sig ein mælistika á lengd og ein á breidd og fimm álnir voru á milli stúknanna.+ Þröskuldur hliðsins við forsalinn sem sneri að musterinu var ein mælistika.

8 Hann mældi forsal hliðsins sem sneri að musterinu og hann var ein mælistika. 9 Hann mældi sem sagt forsal hliðsins og hann reyndist vera átta álnir og síðan mældi hann hliðarstólpana sem voru tvær álnir. Forsalurinn var í þeim hluta hliðsins sem sneri að musterinu.

10 Þrjár varðstúkur voru hvorum megin í austurhliðinu, allar jafn stórar. Hliðarstólparnir báðum megin voru líka jafnir að stærð.

11 Síðan mældi hann inngang hliðsins og hann var 10 álnir á breidd. Að utanmáli var hliðið 13 álnir á breidd.

12 Fyrir framan varðstúkurnar báðum megin var afgirt svæði sem var ein alin. Stúkurnar báðum megin voru sex álnir hver.

13 Hann mældi síðan breidd hliðsins frá lofti einnar stúkunnar* að lofti stúkunnar á móti og hún var 25 álnir. Inngangar varðstúknanna stóðust á.+ 14 Hann mældi hliðarstólpana sem voru 60 álnir á hæð og sömuleiðis hliðarstólpana í hinum hliðum forgarðsins. 15 Frá inngangi hliðsins að framan að inngangi forsalarins hinum megin í hliðinu voru 50 álnir.

16 Í varðstúkunum og á hliðarstólpunum báðum megin í hliðinu voru gluggar með víkkandi opi.+ Einnig voru gluggar báðum megin í forsölunum, og á hliðarstólpunum voru myndir af pálmatrjám.+

17 Hann fór nú með mig inn í ytri forgarðinn og í kringum hann sá ég matsali*+ og steinstétt. Á stéttinni voru 30 matsalir. 18 Breiddin á stéttinni samsvaraði lengd hliðanna sem hún lá að. Þetta var neðri stéttin.

19 Síðan mældi hann fjarlægðina* frá innri hlið neðra hliðsins að útjaðri innri forgarðsins. Hún var 100 álnir austan megin og norðan megin.

20 Á ytri forgarðinum var hlið sem sneri í norður og hann mældi lengd þess og breidd. 21 Í því voru þrjár varðstúkur hvorum megin. Hliðarstólparnir og forsalurinn voru jafn stórir og í hinu hliðinu. Hliðið var 50 álnir á lengd og 25 á breidd. 22 Gluggarnir, forsalurinn og myndirnar af pálmatrjánum+ voru sömu stærðar og í austurhliðinu. Gengið var upp sjö þrep til að komast inn og forsalurinn var innar í hliðinu.

23 Á móts við norðurhliðið var hlið að innri forgarðinum og eins á móts við austurhliðið. Hann mældi fjarlægðina milli hliðanna og hún var 100 álnir.

24 Því næst fór hann með mig í suður og ég sá hlið sem sneri í suður.+ Hann mældi hliðarstólpana og forsalinn og þeir voru jafn stórir og í hinum hliðunum. 25 Á veggjunum og í forsalnum voru sams konar gluggar og annars staðar. Hliðið var 50 álnir á lengd og 25 á breidd. 26 Sjö þrep lágu upp að því+ og forsalurinn var innar í hliðinu. Á hliðarstólpunum voru pálmamyndir, ein á hvorri hlið.

27 Að innri forgarðinum var hlið sem sneri í suður. Hann mældi fjarlægðina milli hliðanna sem sneru í suður og hún var 100 álnir. 28 Síðan fór hann með mig inn í innri forgarðinn um suðurhliðið. Hann mældi það og það var jafn stórt hinum hliðunum. 29 Varðstúkurnar, hliðarstólparnir og forsalurinn voru jafn stór og í hinum hliðunum. Gluggar voru á veggjunum og í forsalnum. Hliðið var 50 álnir á lengd og 25 á breidd.+ 30 Forsalir voru í öllum hliðum að innri forgarðinum. Þeir voru 25 álnir á lengd og 5 á breidd. 31 Forsalurinn sneri út að ytri forgarðinum. Átta þrep lágu upp að honum+ og á hliðarstólpunum voru myndir af pálmatrjám.+

32 Hann fór með mig inn í innri forgarðinn úr austri og mældi hliðið. Það var jafn stórt og hin hliðin. 33 Varðstúkurnar, hliðarstólparnir og forsalurinn voru jafn stór og í hinum hliðunum. Gluggar voru á veggjunum og í forsalnum. Hliðið var 50 álnir á lengd og 25 á breidd. 34 Forsalurinn sneri út að ytri forgarðinum. Átta þrep lágu upp að honum og á báðum hliðarstólpunum voru myndir af pálmatrjám.

35 Síðan fór hann með mig inn í norðurhliðið+ og mældi það. Það var jafn stórt og hin hliðin. 36 Varðstúkurnar, hliðarstólparnir og forsalurinn voru eins og í hinum hliðunum. Gluggar voru á hliðum þess. Það var 50 álnir á lengd og 25 á breidd. 37 Hliðarstólparnir sneru að ytri forgarðinum. Myndir af pálmatrjám voru á báðum stólpunum og átta þrep lágu upp að hliðinu.

38 Hjá hliðarstólpunum var matsalur þar sem brennifórnirnar voru þvegnar.+

39 Tvö borð stóðu hvorum megin í forsal hliðsins þar sem brennifórnunum,+ syndafórnunum+ og sektarfórnunum+ var slátrað. 40 Við tröppurnar upp að norðurhliðinu stóðu borð. Tvö borð stóðu hvorum megin við forsal hliðsins. 41 Fjögur borð voru sem sagt hvorum megin, alls átta borð, þar sem fórnunum var slátrað. 42 Borðin fjögur fyrir brennifórnirnar voru úr tilhöggnum steini. Þau voru ein og hálf alin á lengd, ein og hálf alin á breidd og ein alin á hæð. Á þeim lágu áhöldin sem notuð voru til að slátra brennifórnunum og sláturfórnunum. 43 Á veggjunum innanverðum voru þverhandarbreiðar hillur. Kjöt fórnargjafanna var lagt á borðin.

44 Fyrir utan innra hliðið voru matsalir handa söngvurunum.+ Þeir voru í innri forgarðinum hjá norðurhliðinu og inngangarnir sneru í suður. Annar matsalur var við austurhliðið og inngangurinn sneri í norður.

45 Hann sagði við mig: „Þessi matsalur, sem snýr í suður, er ætlaður prestunum sem bera ábyrgð á þjónustunni í musterinu.+ 46 Matsalurinn sem snýr í norður er ætlaður prestunum sem bera ábyrgð á þjónustunni við altarið.+ Þeir eru synir Sadóks,+ Levítar sem hafa það verkefni að ganga fram fyrir Jehóva og þjóna honum.“+

47 Hann mældi síðan innri forgarðinn. Hann var ferningur, 100 álnir á lengd og 100 á breidd. Altarið stóð fyrir framan musterið.

48 Hann fór nú með mig inn í forsal musterisins+ og mældi hliðarstólpa forsalarins. Þeir voru fimm álnir á annan veginn og þrjár álnir á hinn veginn. Annar stólpinn var vinstra megin og hinn hægra megin.

49 Forsalurinn var 20 álnir á breidd og 11* álnir á lengd og tröppur lágu upp að honum. Við hlið stólpanna voru súlur, ein hvorum megin.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila