BRÉFIÐ TIL KÓLOSSUMANNA
1 Frá Páli, postula Krists Jesú samkvæmt vilja Guðs, og Tímóteusi+ bróður okkar, 2 til hinna heilögu og trúföstu bræðra og systra sem eru fylgjendur Krists í Kólossu.
Megi Guð faðir okkar sýna ykkur einstaka góðvild og veita ykkur frið.
3 Við þökkum Guði, föður Drottins okkar Jesú Krists, í hvert sinn sem við biðjum fyrir ykkur. 4 Við höfum frétt af trú ykkar á Krist Jesú og kærleikanum sem þið berið til allra hinna heilögu 5 vegna vonarinnar um það sem bíður ykkar á himnum.+ Þið heyrðuð um þessa von þegar boðskapur sannleikans, fagnaðarboðskapurinn, 6 barst til ykkar. Fagnaðarboðskapurinn ber ávöxt og vex um allan heim.+ Það hefur hann einnig gert hjá ykkur allt frá þeim degi sem þið heyrðuð af einstakri góðvild Guðs og kynntust henni af eigin raun. 7 Þið lærðuð þetta hjá Epafrasi,+ kærum samstarfsmanni okkar og trúföstum þjóni Krists en hann er fulltrúi okkar. 8 Hann hefur líka sagt okkur frá kærleikanum sem andi Guðs vekur með ykkur.*
9 Frá þeim degi sem við heyrðum þetta höfum við því stöðugt beðið fyrir ykkur.+ Við biðjum þess að þið fáið nákvæma þekkingu+ á vilja Guðs með allri visku og skilningi sem andinn gefur.+ 10 Þá getið þið lifað eins og Jehóva* er samboðið til að þóknast honum í einu og öllu og jafnframt borið ávöxt með sérhverju góðu verki og vaxið í þekkingu* á Guði.+ 11 Við biðjum þess líka að dýrlegur kraftur Guðs gefi ykkur þann styrk sem þið þurfið+ til að halda út í öllu með þolinmæði og gleði 12 um leið og þið þakkið föðurnum sem gerði ykkur hæf til að taka arf með hinum heilögu+ sem eru í ljósinu.
13 Hann bjargaði okkur undan valdi myrkursins+ og flutti okkur yfir í ríki síns elskaða sonar. 14 Vegna hans erum við leyst með lausnargjaldi, já, við höfum fengið syndir okkar fyrirgefnar.+ 15 Hann er eftirmynd hins ósýnilega Guðs,+ frumburður alls sem er skapað+ 16 vegna þess að með hjálp hans var allt annað skapað á himni og jörð, það sem er sýnilegt og það sem er ósýnilegt,+ hvort sem það eru hásæti, tignir, stjórnir eða völd. Allt var skapað með aðstoð hans+ og fyrir hann. 17 Hann var til á undan öllu öðru+ og með hjálp hans varð allt annað til. 18 Hann er höfuð líkamans, það er að segja safnaðarins.+ Hann er upphafið, frumburður upprisunnar frá dauðum.+ Þannig yrði hann sá fyrsti í öllu 19 því að Guði þóknaðist að láta allt fullkomnast í honum+ 20 og koma öllu í sátt við sig fyrir milligöngu hans,+ bæði því sem er á jörðinni og því sem er á himnum. Þessi friður fæst með blóðinu+ sem var úthellt á kvalastaurnum.*
21 Einu sinni voruð þið fjarlæg Guði og óvinir hans því að þið voruð með hugann við ill verk. 22 En núna hefur hann tekið ykkur í sátt með dauða hans sem fórnaði líkama sínum til að þið getið staðið frammi fyrir honum heilög og óflekkuð og ekki sé hægt að ásaka ykkur um neitt.+ 23 Það er auðvitað undir því komið að þið séuð stöðug í trúnni,+ standið óhagganleg+ á traustum grunni+ og missið ekki vonina sem þið fenguð með fagnaðarboðskapnum sem þið heyrðuð og var boðaður meðal allra manna.*+ Ég, Páll, er orðinn þjónn þessa fagnaðarboðskapar.+
24 Nú gleðst ég yfir því að þjást fyrir ykkur+ og mér finnst ég enn ekki hafa þjáðst til fulls vegna Krists, en ég geri það fyrir líkama hans,+ söfnuðinn.+ 25 Ég varð þjónn þessa safnaðar í samræmi við þá ábyrgð*+ sem Guð fól mér ykkar vegna: Að boða orð Guðs rækilega, 26 hinn heilaga leyndardóm+ sem var hulinn öldum saman*+ og hulinn fyrri kynslóðum. En núna er hann opinberaður Guðs heilögu.+ 27 Guð hefur fúslega gert heilagan leyndardóm sinn, þennan dýrlega fjársjóð,+ kunnan hinum heilögu meðal þjóðanna. Leyndardómurinn er að Kristur er sameinaður ykkur en það gefur ykkur þá von að verða dýrleg með honum.+ 28 Það er hann sem við boðum, og við áminnum alla og fræðum með allri visku svo að við getum leitt hvern mann fram fyrir Guð sem þroskaðan fylgjanda Krists.+ 29 Ég kosta kapps um þetta og legg hart að mér í krafti hans sem hefur öflug áhrif á mig.+
2 Ég vil að þið vitið hve mikið ég legg á mig vegna ykkar og þeirra sem eru í Laódíkeu+ og allra þeirra sem hafa ekki séð mig augliti til auglitis. 2 Ég geri það til að hughreysta alla+ svo að þeir verði sameinaðir í kærleika,+ eignist þá auðlegð sem fæst með öruggri vissu og skilningi og kynnist til hlítar heilögum leyndardómi Guðs, það er að segja Kristi.+ 3 Allir fjársjóðir viskunnar og þekkingarinnar eru fólgnir í honum.+ 4 Þetta segi ég til þess að enginn blekki ykkur með villandi rökum. 5 Þótt ég sé fjarverandi er ég með ykkur í anda og gleðst yfir því að góð regla+ ríkir hjá ykkur og að þið eruð staðföst í trúnni á Krist.+
6 Þið hafið tekið á móti Kristi Jesú Drottni okkar og nú skuluð þið halda áfram að ganga með honum. 7 Verið rótföst, byggð á honum+ og stöðug í trúnni+ eins og ykkur var kennt. Verið innilega þakklát.+
8 Gætið þess að enginn fjötri ykkur* með heimspeki og innantómum blekkingum+ sem byggjast á erfðavenjum manna og hugmyndafræði heimsins en ekki á Kristi. 9 Það er í honum sem eiginleikar Guðs birtast að fullu.*+ 10 Vegna hans skortir ykkur því ekkert, hans sem er höfuð hvers konar stjórnar og valds.+ 11 Vegna sambands ykkar við hann voruð þið umskorin, ekki með höndum manna heldur með því að hverfa frá syndugum löngunum líkamans+ en þannig eru þjónar Krists umskornir.+ 12 Þið voruð jörðuð ásamt honum með sams konar skírn og hann.+ Þið voruð líka reist upp með honum+ vegna sambands ykkar við hann og vegna trúar ykkar á mátt Guðs sem reisti hann upp frá dauðum.+
13 Guð lífgaði ykkur með honum þó að þið væruð dauð vegna afbrota ykkar og væruð óumskorin.+ Hann fyrirgaf okkur fúslega öll afbrotin+ 14 og þurrkaði út* skjalið+ sem talaði gegn okkur+ með ákvæðum sínum.+ Hann hefur fjarlægt það með því að negla það á kvalastaurinn.*+ 15 Með kvalastaurnum* hefur hann afvopnað stjórnirnar og yfirvöldin og auglýst sigurinn yfir þeim+ með því að leiða þau sem fanga í sigurgöngu sinni.
16 Látið því engan dæma ykkur fyrir það sem þið borðið og drekkið+ eða hvort þið haldið hátíðir, fagnið nýju tungli+ eða haldið hvíldardaginn.+ 17 Þetta er skuggi þess sem átti að koma+ en Kristur er veruleikinn.*+ 18 Leyfið ekki þeim sem njóta þess að sýnast auðmjúkir og dýrka engla að hafa af ykkur verðlaunin.+ Þeir „halda sig við“* það sem þeir hafa séð og monta sig án þess að hafa tilefni til því að þeir hugsa eins og menn hugsa. 19 Þeir halda sig ekki fast við höfuðið,+ þann sem nærir allan líkamann og tengir hann saman með liðum og liðböndum í samstæða heild svo að hann vaxi með krafti Guðs.+
20 Fyrst þið dóuð með Kristi gagnvart hugmyndafræði heimsins,+ hvers vegna lifið þið þá enn eins og þið tilheyrðuð heiminum og haldið áfram að fylgja ákvæðum sem þessum:+ 21 „Takið ekki, bragðið ekki á og snertið ekki“? 22 Allt þetta snýst um hluti sem eyðast við notkun og eru boð og kennisetningar manna.+ 23 Þó að þessi ákvæði virðist viturleg er þetta sjálfvalin tilbeiðsla, uppgerðarauðmýkt og harðneskja við líkamann,+ en það kemur ekki að neinu gagni í baráttunni við langanir holdsins.
3 En fyrst þið voruð reist upp með Kristi+ sækist þá eftir því sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs.+ 2 Einbeitið ykkur að því sem er hið efra+ en ekki því sem er á jörðinni+ 3 því að þið dóuð, og að vilja Guðs er líf ykkar í höndum Krists. 4 Þegar Kristur, sem er líf okkar,+ opinberast verður líka augljóst að þið verðið dýrleg með honum.+
5 Deyðið þess vegna jarðneskar tilhneigingar+ sem búa í líkama ykkar: kynferðislegt siðleysi,* óhreinleika, taumlausan losta,+ skaðlegar fýsnir og ágirnd, en hún er það sama og skurðgoðadýrkun. 6 Allt slíkt vekur reiði Guðs. 7 Þið hegðuðuð ykkur þannig meðan þið fylgduð fyrri lífsstíl.+ 8 En núna verðið þið að segja skilið við allt þetta: bræði, reiði, vonsku,+ illgirnislegt tal+ og gróft orðbragð.+ 9 Ljúgið ekki hvert að öðru.+ Afklæðist hinum gamla manni*+ með verkum hans 10 og íklæðist hinum nýja manni+ sem endurnýjast með nákvæmri þekkingu og endurspeglar skapara sinn.+ 11 Þá skiptir engu máli hvort maður er Grikki eða Gyðingur, umskorinn eða óumskorinn, útlendingur, Skýþi,* þræll eða frjáls því að Kristur er allt og í öllum.+
12 Þar sem þið eruð Guðs útvöldu,+ heilög og elskuð börn hans, íklæðist þá innilegri samúð,+ góðvild, auðmýkt,*+ hógværð*+ og þolinmæði.+ 13 Haldið áfram að umbera hvert annað og fyrirgefa hvert öðru fúslega,+ jafnvel þegar þið hafið ástæðu til að kvarta undan öðrum.+ Eins og Jehóva* fyrirgaf ykkur fúslega skuluð þið fyrirgefa öðrum.+ 14 En íklæðist þar að auki kærleikanum+ því að hann er fullkomið einingarband.+
15 Látið líka frið Krists ráða í hjörtum ykkar+ því að þið voruð kölluð til þessa friðar sem limir á einum líkama. Verið einnig þakklát. 16 Látið orð Krists búa ríkulega í ykkur með allri sinni visku. Fræðið og uppörvið* hvert annað með sálmum,+ lofsöngvum til Guðs og andlegum ljóðum sem þið syngið með þakklátum huga. Syngið fyrir Jehóva* af öllu hjarta.+ 17 Hvað sem þið segið eða gerið, þá gerið allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föðurnum fyrir milligöngu hans.+
18 Þið konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar+ eins og Drottinn ætlast til. 19 Þið menn, elskið eiginkonur ykkar+ og verið ekki bitrir og reiðir* við þær.+ 20 Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar í öllu+ því að það gleður Drottin. 21 Þið feður, reitið ekki börn ykkar til reiði*+ svo að þau missi ekki kjarkinn.* 22 Þið þrælar, verið hlýðnir jarðneskum húsbændum ykkar+ í öllu, ekki aðeins til að þóknast mönnum þegar þeir sjá til* heldur af einlægni hjartans og lotningu fyrir* Jehóva.* 23 Hvað sem þið gerið, þá vinnið af allri sál* eins og fyrir Jehóva*+ en ekki menn 24 því að þið vitið að það er Jehóva* sem gefur ykkur arfleifðina að launum.+ Þjónið Kristi, Drottni ykkar. 25 Sá sem gerir það sem er rangt fær það vissulega endurgoldið+ og þar er ekki farið í manngreinarálit.+
4 Þið húsbændur, komið fram við þræla ykkar af sanngirni og réttlæti því að þið vitið að þið eigið sjálfir húsbónda á himni.+
2 Verið staðföst í bæninni,+ haldið vöku ykkar með hjálp hennar og þakkið Guði.+ 3 Biðjið jafnframt fyrir okkur.+ Biðjið þess að Guð opni dyr fyrir orðið svo að við getum boðað hinn heilaga leyndardóm um Krist en ég er í fjötrum vegna hans.+ 4 Biðjið að ég geti boðað hann eins skýrt og mér ber.
5 Verið vitur í samskiptum við þá sem eru fyrir utan söfnuðinn og notið tímann sem best.*+ 6 Verið alltaf vingjarnleg í tali og kryddið mál ykkar með salti.+ Þá vitið þið hvernig þið eigið að svara hverjum manni.+
7 Týkíkus,+ kær bróðir minn og samstarfsmaður sem þjónar Drottni trúfastlega með mér, mun segja ykkur hvað er að frétta af mér. 8 Ég sendi hann til ykkar svo að þið fáið að vita hvernig við höfum það og til að hann hughreysti ykkur. 9 Ég sendi Onesímus+ með honum, trúan og elskaðan bróður minn sem er úr ykkar hópi. Þeir segja ykkur frá öllu sem er að gerast hér.
10 Aristarkus,+ sem er í haldi með mér, sendir ykkur kveðju og sömuleiðis Markús+ frændi Barnabasar (þið hafið verið beðin um að taka vel á móti honum+ ef hann kemur til ykkar). 11 Jesús, sem er kallaður Jústus, biður einnig að heilsa. Þeir eru einu samstarfsmenn mínir fyrir ríki Guðs meðal hinna umskornu og hafa verið mér til mikillar hughreystingar.* 12 Epafras,+ sem er þjónn Krists Jesú úr ykkar hópi, biður að heilsa ykkur. Hann biður alltaf ákaft fyrir ykkur svo að þið getið að lokum orðið fullþroskuð* og haft bjargfasta sannfæringu um að vilji Guðs nái fram að ganga í öllu. 13 Ég get fullvissað ykkur um að hann leggur hart að sér fyrir ykkur og þá sem eru í Laódíkeu og Híerapólis.
14 Lúkas,+ læknirinn kæri, sendir ykkur kveðju og Demas+ sömuleiðis. 15 Ég bið að heilsa bræðrum og systrum í Laódíkeu og einnig Nýmfu og söfnuðinum sem kemur saman heima hjá henni.+ 16 Þegar búið er að lesa þetta bréf hjá ykkur sjáið þá til þess að það verði líka lesið+ í söfnuði Laódíkeumanna og að þið lesið bréfið þeirra. 17 Og segið Arkippusi:+ „Gættu þjónustunnar sem Drottinn fól þér svo að þú getir sinnt henni vel.“
18 Ég, Páll, skrifa þessa kveðju með eigin hendi.+ Minnist fjötra minna.+ Einstök góðvild Guðs sé með ykkur.
Orðrétt „kærleika ykkar í andanum“.
Sjá viðauka A5.
Eða „nákvæmri þekkingu“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „allri sköpun undir himninum“.
Eða „ráðsmennsku“.
Sjá orðaskýringar, „heimsskipan“.
Eða „hremmi ykkur eins og bráð“.
Orðrétt „eru holdi klæddir“.
Eða „afmáði“.
Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „Kristi“.
Orðrétt „líkaminn“.
Tilvísun í vígsluathöfn tengda heiðinni dulspeki.
Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
Eða „persónuleika“.
Orðið „Skýþi“ var notað um ósiðmenntað fólk.
Eða „lítillæti“.
Eða „mildi“.
Sjá viðauka A5.
Eða „áminnið“.
Sjá viðauka A5.
Eða „verið ekki harðir“.
Eða „espið ekki börn ykkar upp“.
Eða „fyllist ekki vonleysi“.
Orðrétt „ekki með augnaþjónustu eins og þeir sem vilja þóknast mönnum“.
Eða „í ótta“.
Sjá viðauka A5.
Sjá orðaskýringar.
Sjá viðauka A5.
Sjá viðauka A5.
Orðrétt „kaupið upp tíma“.
Eða „verið mér mikill styrkur“.
Eða „staðið fullkomin“.