Breyting á tímakröfum til brautryðjenda
1 Við erum öll þakklát fyrir að eiga iðjusama aðstoðarbrautryðjendur og reglulega brautryðjendur í söfnuðinum. Brautryðjendur hafa sett frábært fordæmi í kostgæfilegu boðunarstarfi, jafnvel þar sem starfssvæði er takmarkað og rækilega yfirfarið að staðaldri. Þeir eru öllum boðberum hvatning til að vera önnum kafnir við að leita þeirra er ‚hneigjast til eilífs lífs.‘ — Post. 13:48, NW.
2 Félagið hefur tekið eftir því að brautryðjendur eiga við sífellt meiri erfiðleika að etja, einkum í sambandi við að finna sér hlutastarf til að geta framfleytt sér sómasamlega og þjónað áfram í fullu starfi. Efnahagsástand margra landa gerir líka öðrum æ erfiðara um vik að hefja brautryðjandastarf, þótt þeir þrái í hjarta sér að gerast brautryðjendur. Á undanförnum mánuðum hafa þessir þættir og aðrir verið hugleiddir vandlega.
3 Félagið hefur þess vegna ákveðið að breyta tímakröfum bæði fyrir reglulegt brautryðjandstarf og aðstoðarbrautryðjandastarf. Frá og með 1. janúar 1999 eiga reglulegir brautryðjendur að starfa 70 klukkustundir í hverjum mánuði, alls 840 stundir á ári, en aðstoðarbrautryðjendur 50 klukkustundir á mánuði. Tímakrafan til sérbrautryðjenda og trúboða verður óbreytt þar eð þeir fá aðstoð frá Félaginu til að sjá fyrir grunnþörfum sínum og geta því einbeitt sér betur að prédikunar- og kennslustarfinu.
4 Vonast er til að þessi breyting á tímakröfunum hjálpi fleiri brautryðjendum til að halda fast í þessi dýrmætu þjónustusérréttindi. Það ætti einnig að gera fleiri boðberum kleift að hefja reglulegt brautryðjandastarf eða aðstoðarbrautryðjandastarf. Það yrði sannarlega mikil blessun fyrir alla í söfnuðinum.