Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Filippíbréfið 1:1-4:23
  • Filippíbréfið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Filippíbréfið
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Filippíbréfið

BRÉFIÐ TIL FILIPPÍMANNA

1 Frá Páli og Tímóteusi, þjónum Krists Jesú, til allra hinna heilögu í Filippí+ sem eru sameinaðir Kristi Jesú, þar á meðal til umsjónarmanna og safnaðarþjóna.+

2 Megi Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur sýna ykkur einstaka góðvild og veita ykkur frið.

3 Ég þakka Guði mínum alltaf þegar ég hugsa til ykkar og nefni ykkur 4 í innilegum bænum mínum fyrir ykkur öllum. Í hvert sinn sem ég bið fyrir ykkur geri ég það með gleði+ 5 vegna þess sem þið hafið lagt af mörkum til að efla fagnaðarboðskapinn* allt frá fyrsta degi. 6 Ég treysti að þegar dagur Krists Jesú+ kemur ljúki Guð því góða verki sem hann hóf meðal ykkar.+ 7 Ég hef fulla ástæðu til að hugsa þannig um ykkur öll því að þið eruð mér hjartfólgin, þið sem njótið einstakrar góðvildar Guðs ásamt mér. Þið hafið stutt mig í fjötrum mínum+ og eins við að verja fagnaðarboðskapinn og staðfesta með lögum réttinn til að boða hann.+

8 Guð er til vitnis um að ég þrái að sjá ykkur öll og ég elska ykkur jafn innilega og Kristur Jesús. 9 Ég bið þess stöðugt að kærleikur ykkar vaxi jafnt og þétt+ ásamt nákvæmri þekkingu+ og góðri dómgreind+ 10 svo að þið getið metið hvað sé mikilvægt.+ Þá verðið þið hrein allt til dags Krists og verðið ekki öðrum til hrösunar,+ 11 og þið fyllist ávexti réttlætisins með hjálp Jesú Krists,+ Guði til lofs og dýrðar.

12 Nú vil ég að þið vitið, bræður og systur, að aðstæður mínar hafa í rauninni orðið fagnaðarboðskapnum til framdráttar. 13 Það er orðið alkunnugt+ meðal lífvarðarsveitar keisarans og allra annarra að ég er í fjötrum+ vegna Krists. 14 Flest bræðranna og systranna í þjónustu Drottins hafa styrkst vegna fjötra minna, orðið hugrakkari og boða orð Guðs óttalaust.

15 Sumir boða Krist að vísu sökum öfundar og metings en aðrir gera það af góðum hvötum. 16 Hinir síðarnefndu boða Krist af kærleika því að þeir vita að mér hefur verið falið að verja fagnaðarboðskapinn+ 17 en hinir fyrrnefndu gera það ekki af hreinum hvötum heldur til að koma af stað deilum. Þeir vilja valda mér erfiðleikum í fjötrum mínum. 18 Til hvers hefur það leitt? Til þess eins að Kristur er boðaður, hvort sem það er af réttum hvötum eða röngum. Það gleður mig og ég ætla að gleðjast áfram 19 því að ég veit að innilegar bænir ykkar+ og stuðningurinn sem andi Jesú Krists veitir okkur+ verður til þess að ég fæ frelsi. 20 Ég treysti og vona að ég þurfi ekki að skammast mín á nokkurn hátt heldur að ég geti talað óttalaust svo að Kristur verði upphafinn nú eins og áður vegna mín,* hvort heldur með lífi mínu eða dauða.+

21 Ef ég lifi er það fyrir Krist+ en ef ég dey er það mér ávinningur.+ 22 Ef ég lifi áfram sem maður* verður meiri árangur af starfi mínu, en ég segi ekki hvort ég myndi velja. 23 Þetta tvennt togast á í mér. Mig langar til að losna héðan og vera með Kristi+ sem er auðvitað miklu betra.+ 24 En ykkar vegna er mikilvægara að ég lifi áfram sem maður. 25 Ég treysti því og veit að ég lifi og verð áfram með ykkur öllum til að stuðla að því að þið takið framförum og gleðjist í trúnni. 26 Þá getið þið sem fylgjendur Krists Jesú fagnað innilega vegna mín þegar ég kem til ykkar* aftur.

27 En hegðið ykkur* eins og sæmir fagnaðarboðskapnum um Krist,+ hvort sem ég kem og heimsæki ykkur eða ekki,* svo að ég fái að heyra að þið standið stöðug í einum anda og einni sál,*+ berjist hlið við hlið fyrir trúnni á fagnaðarboðskapinn 28 og látið andstæðingana aldrei hræða ykkur. Það er í sjálfu sér sönnun þess að þeir farast+ en þið bjargist+ og það er Guð sem sýnir fram á það. 29 Þið hafið ekki aðeins fengið þann heiður að trúa á Krist heldur einnig að þjást fyrir hann.+ 30 Þið eigið í sömu baráttu og þið sáuð mig heyja+ og þið heyrið að ég heyi hana enn.

2 Fyrst þið eruð sameinuð Kristi og getið uppörvað hvert annað, hughreyst í kærleika, borið umhyggju hvert fyrir öðru, elskað hvert annað og sýnt samúð, 2 fullkomnið þá gleði mína með því að vera einhuga, bera sama kærleika hvert til annars og vera algerlega sameinuð með sama hugarfari.+ 3 Verið ekki þrætugjörn+ og gerið ekkert af sjálfselsku.+ Verið heldur auðmjúk* og lítið á aðra sem ykkur meiri.+ 4 Hugsið ekki aðeins um eigin hag+ heldur einnig hag annarra.+

5 Hafið sama hugarfar og Kristur Jesús.+ 6 Þótt hann væri líkur Guði+ hvarflaði ekki að honum að reyna að vera jafn Guði.+ 7 Nei, hann afsalaði sér öllu og varð eins og þræll,+ eins og hver annar maður.*+ 8 Hann auðmýkti líka sjálfan sig þegar hann kom sem maður* og var hlýðinn allt til dauða,+ já, dauða á kvalastaur.*+ 9 Af þessari ástæðu upphóf Guð hann, veitti honum æðri stöðu en áður+ og gaf honum í gæsku sinni nafn sem er æðra öllum öðrum nöfnum.+ 10 Allir skulu því falla á kné fyrir nafni Jesú – þeir sem eru á himni, þeir sem eru á jörð og þeir sem eru undir jörð*+ – 11 og hver tunga skal játa opinberlega að Jesús Kristur sé Drottinn,+ Guði föðurnum til dýrðar.

12 Mín elskuðu, þið hafið alltaf verið hlýðin, bæði þegar ég var hjá ykkur og ekki síður núna í fjarveru minni. Haldið nú áfram að vinna að björgun ykkar af alvöru og með ótta. 13 Það er Guð sem styrkir ykkur og gefur ykkur bæði löngun og kraft til að gera það sem gleður hann. 14 Gerið allt án þess að nöldra+ og mótmæla+ 15 svo að þið verðið óaðfinnanleg og saklaus, flekklaus börn Guðs+ meðal illrar og gerspilltrar kynslóðar+ í heimi þar sem þið skínið eins og ljósberar.+ 16 Haldið fast í orð lífsins.+ Þá get ég glaðst á degi Krists því að ég veit að ég hef hvorki hlaupið til einskis né erfiðað til einskis. 17 Ég fagna og samgleðst ykkur öllum þó að mér sé úthellt eins og drykkjarfórn+ yfir fórn ykkar+ og þá heilögu þjónustu* sem trú ykkar hefur leitt ykkur til. 18 Eins ættuð þið að fagna og samgleðjast mér.

19 Ég vonast til að geta sent Tímóteus+ til ykkar fljótlega, ef Drottinn Jesús vill, svo að ég fái uppörvun þegar hann færir mér fréttir af ykkur. 20 Ég hef engan honum líkan, engan sem mun láta sér eins einlæglega annt um velferð ykkar. 21 Allir aðrir hugsa um sinn eigin hag en ekki um það sem Jesús Kristur vill. 22 En þið vitið hvernig Tímóteus hefur reynst. Hann hefur þjónað með mér við að efla boðun fagnaðarboðskaparins eins og barn+ með föður sínum. 23 Þess vegna vonast ég til að geta sent hann um leið og ég sé hvað verður um mig. 24 Ég er reyndar viss um að ég kem líka sjálfur fljótlega+ ef það er vilji Drottins.

25 En nú finnst mér nauðsynlegt að senda til ykkar Epafrodítus, bróður minn, samstarfsmann og samherja, sem þið senduð til að hjálpa mér.+ 26 Hann þráir að sjá ykkur öll og er dapur yfir því að þið skylduð heyra að hann hefði veikst. 27 Já, hann veiktist og var að dauða kominn en Guð sýndi honum miskunn, og ekki aðeins honum heldur líka mér svo að ég skyldi ekki þurfa að upplifa hryggð á hryggð ofan. 28 Þess vegna sendi ég hann eins fljótt og ég get þannig að þið getið glaðst aftur þegar þið sjáið hann og ég þurfi ekki að vera eins áhyggjufullur. 29 Takið því fagnandi á móti honum eins og þið eruð vön að taka á móti þjónum Drottins og metið menn eins og hann mikils.+ 30 Hann var að dauða kominn vegna starfa sinna fyrir Krist.* Hann lagði líf sitt í hættu til að veita mér þá þjónustu sem þið gátuð ekki veitt mér af því að þið voruð ekki hér.+

3 Að lokum, bræður mínir og systur, gleðjist áfram í Drottni.+ Ég þreytist ekki að endurtaka það sem ég hef skrifað ykkur áður og það er ykkur til verndar.

2 Varið ykkur á hundunum, varið ykkur á þeim sem valda skaða, varið ykkur á þeim sem limlesta líkamann.*+ 3 Það erum við sem erum umskorin í raun,+ við sem veitum heilaga þjónustu með hjálp anda Guðs, og við erum stolt af Kristi Jesú+ en treystum ekki á mannlega yfirburði* 4 þó að ég, ef nokkur, hafi ástæðu til að treysta á hið mannlega.

Ef einhver annar heldur sig hafa ástæðu til að treysta á mannlega yfirburði hef ég það enn frekar: 5 Ég var umskorinn á áttunda degi,+ er Ísraelsmaður, er af ættkvísl Benjamíns, Hebrei fæddur af Hebreum+ og hef haldið lögin eins og farísei.+ 6 Ég var svo kappsamur að ég ofsótti söfnuðinn+ og var óaðfinnanlegur hvað varðar réttlæti byggt á lögunum. 7 En það sem mér fannst vera mikils virði met ég nú einskis* vegna Krists.+ 8 Ég tel reyndar ekkert vera nokkurs virði í samanburði við þekkinguna á Kristi Jesú, Drottni mínum, sem er svo óviðjafnanlega verðmæt. Hans vegna hef ég afsalað mér öllu og met það sem tómt sorp* til að geta áunnið Krist 9 og verið sameinaður honum, ekki vegna eigin réttlætis sem fæst með því að fylgja lögunum heldur vegna réttlætisins sem fæst af trúnni+ á Krist,+ réttlætisins frá Guði sem byggist á trú.+ 10 Markmið mitt er að þekkja hann og kraft upprisu hans,+ eiga hlutdeild í þjáningum hans+ og vera tilbúinn til að deyja eins og hann.+ 11 Ég vona að ég fái að hljóta fyrri upprisuna frá dauðum+ ef þess er nokkur kostur.

12 Ekki svo að skilja að ég hafi nú þegar fengið þetta eða sé orðinn fullkominn en ég geri allt sem ég get+ í von um að hljóta það sem Kristur Jesús valdi* mig til.+ 13 Bræður og systur, ég tel mig ekki enn hafa náð því en eitt er víst: Ég gleymi því sem er að baki+ og teygi mig eftir því sem er fram undan.+ 14 Ég keppi að markinu til að hljóta verðlaunin,+ líf á himnum+ sem Guð hefur kallað okkur til fyrir milligöngu Krists Jesú. 15 Þau okkar sem eru þroskuð+ ættu að hafa þetta hugarfar en ef þið hugsið á einhvern hátt öðruvísi mun Guð opinbera ykkur rétta hugarfarið. 16 Hvað sem því líður skulum við halda áfram á þeirri braut sem við erum á, óháð því hvaða framförum við höfum tekið.

17 Bræður og systur, líkið öll eftir mér+ og gefið gaum að þeim sem lifa í samræmi við það fordæmi sem við gáfum ykkur. 18 Margir lifa eins og þeir séu óvinir kvalastaurs* Krists. Ég hef nefnt þá oft áður en nú nefni ég þá líka með tárum. 19 Þeir farast að lokum. Maginn er guð þeirra, þeir eru stoltir af því sem þeir ættu að skammast sín fyrir og þeir eru með hugann við hið jarðneska.+ 20 En ríkisfang okkar+ er á himnum+ og við bíðum óþreyjufull eftir frelsara þaðan, Drottni Jesú Kristi+ 21 sem mun breyta veikburða líkama okkar svo að hann verður eins og* dýrlegur líkami hans.+ Hann gerir það með miklum mætti sínum sem gerir honum kleift að leggja allt undir sig.+

4 Þess vegna segi ég, bræður mínir og systur sem ég elska og sakna, þið sem eruð gleði mín og kóróna:+ Verið staðföst+ sem fylgjendur Drottins, mín elskuðu.

2 Ég hvet Evodíu og Sýntýke til að vera samlyndar í þjónustu Drottins.+ 3 Já, ég bið þig líka, trúi samstarfsmaður,* að halda áfram að hjálpa þessum konum sem hafa barist* við hlið mér við að boða fagnaðarboðskapinn ásamt Klemensi og hinum samstarfsmönnum mínum, en nöfn þeirra standa í bók lífsins.+

4 Verið alltaf glöð í Drottni. Ég segi aftur, verið glöð!+ 5 Verið þekkt fyrir að vera sanngjörn.+ Drottinn er nálægur. 6 Verið ekki áhyggjufull út af neinu+ heldur segið Guði frá öllu sem ykkur liggur á hjarta með því að biðja innilega til hans og þakka honum.+ 7 Friður+ Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun þá vernda hjörtu ykkar+ og huga* með hjálp Krists Jesú.

8 Að lokum, bræður og systur, allt sem er satt, allt sem er íhugunar virði, allt sem er rétt, allt sem er hreint, allt sem er elskuvert, allt sem gott orð fer af, allt sem er dyggð og allt sem er lofsvert, hugsið um* það.+ 9 Farið eftir því sem þið hafið lært og tekið við af mér, heyrt og séð hjá mér.+ Þá verður Guð friðarins með ykkur.

10 Sem þjónn Drottins gleðst ég mjög yfir því að þið skulið aftur geta sýnt mér umhyggju.+ Ykkur var auðvitað annt um mig en þið höfðuð ekki tækifæri til að sýna það. 11 Ég segi þetta ekki af því að ég líði skort því að ég hef lært að láta mér nægja* það sem ég hef, óháð aðstæðum.+ 12 Ég kann að búa við þröngan kost+ og við allsnægtir. Ég hef uppgötvað þann leyndardóm að vera ánægður með allt og við allar aðstæður, hvort sem ég er saddur eða svangur, bý við allsnægtir eða skort. 13 Ég get tekist á við hvað sem er vegna hans sem gefur mér kraft.+

14 Það var samt fallega gert af ykkur að hjálpa mér í erfiðleikum mínum. 15 Þið Filippímenn vitið líka að þegar ég fór frá Makedóníu eftir að þið kynntust fagnaðarboðskapnum voruð þið eini söfnuðurinn sem hjálpaði mér og þáði hjálp mína.+ 16 Meðan ég var í Þessaloníku senduð þið mér nauðsynjar, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. 17 Ekki það að ég sé að sækjast eftir gjöf heldur vil ég að þið vinnið góð verk sem færast ykkur til tekna. 18 En ég hef allt sem ég þarf og gott betur. Mig skortir ekkert núna eftir að Epafrodítus+ færði mér sendinguna frá ykkur. Hún er eins og sætur ilmur+ fyrir Guði, fórn sem hann hefur velþóknun á. 19 Í staðinn veitir Guð ykkur í dýrlegri auðlegð sinni allt sem þið þurfið+ og hann gerir það fyrir milligöngu Krists Jesú. 20 Guði okkar og föður sé dýrðin um alla eilífð. Amen.

21 Ég bið að heilsa öllum hinum heilögu sem eru sameinaðir Kristi Jesú. Bræðurnir sem eru hjá mér senda ykkur kveðju. 22 Allir hinir heilögu, sérstaklega þeir sem eru í þjónustu keisarans,+ biðja að heilsa ykkur.

23 Megi Drottinn Jesús Kristur í einstakri góðvild sinni blessa það hugarfar sem þið sýnið.

Eða „gert í þágu fagnaðarboðskaparins“.

Orðrétt „með líkama mínum“.

Orðrétt „í holdinu“.

Eða „verð hjá ykkur“.

Eða „ykkur aðeins sem ríkisborgarar“.

Orðrétt „er fjarverandi“.

Eða „og sameinuð“.

Eða „lítillát“.

Orðrétt „þræll og varð líkur mönnum“.

Orðrétt „hann kom fram sem maður að útliti“.

Sjá orðaskýringar.

Það er, hinir dánu sem fá upprisu.

Eða „þá þjónustu í þágu almennings“.

Eða hugsanl. „Drottin“.

Eða „hvetja til umskurðar“.

Orðrétt „á holdið“.

Eða hugsanl. „hef ég fúslega yfirgefið“.

Eða „sem rusl“.

Orðrétt „greip“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „lagar sig að“.

Orðrétt „samstarfsmaður undir okinu“.

Eða „lagt hart að sér“.

Eða „hugsanir“.

Eða „hugleiðið“.

Eða „vera ánægður með“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila