Taktu frá tíma til blaðastarfs
1 Jehóva hefur ákveðið að þeim sem fylgi vegum hans hlotnist ‚heill og vonarrík framtíð.‘ (Jer. 29:11) Í Varðturninum og Vaknið! birtast tímabærar upplýsingar um þessa framtíðarvon. Þessi tímarit geta komið öllu fólki að gagni við hvaða kringumstæður sem er. (1. Tím. 2:4) Tekur þú og fjölskylda þín reglulega frá tíma til blaðadreifingar?
2 Ef dregið hefur úr blaðadreifingu þinni, hvernig má þá snúa þeirri þróun við? Eitt frumskilyrði þess er að þú haldir áfram að meta efni blaðanna að verðleikum. Maður skrifaði: „Ég hef mikla ánægju af að lesa blöðin ykkar. Þau eru ekki ómerkilegir ‚huggarar‘ í lágum gæðaflokki heldur innihalda leiðsögn og leiðbeiningar um hvernig gera má lífið innihaldsríkt.“ Varðturninn og Vaknið! eru afrakstur vandlegra athugana og eru fæða frá ‚hinum trúa og hyggna þjóni.‘ (Matt. 24:45) Þau eru áhrifarík verkfæri til að ná til hjartna manna.
3 Vertu búinn að kynna þér greinarnar í blöðunum sem þú ert að bjóða. Leitaðu að efni sem fjallar um núverandi vandamál í þínu byggðarlagi. Gott er að búa sig undir að ræða við karlmenn, konur og börn sem þú kannt að hitta heima við eða á strætum úti. Vertu reiðubúinn að sýna hvernig blöðin snerta einstaklinga og heilar fjölskyldur.
4 Vertu blaðasinnaður: Vitnisburðarstarf með hjálp blaðanna ætti að skipa mikilvægan sess í tímaáætlun þinni fyrir boðunarstarfið. Hver er besti tíminn fyrir þig til að bjóða blöðin? Hefur þú reynt að starfa hús úr húsi í um það bil eina klukkustund síðdegis eða snemma á kvöldin áður en þú ferð í safnaðarbóknámið þitt? Kvöldstarf hefur verið mjög áhrifaríkt á sumum svæðum. Laugardagur er á margan hátt góður dagur til blaðadreifingar en einnig má nota aðra daga til þessa starfs. Starfið hús úr húsi og búðastarfið ætti að vera fastur þáttur í blaðastarfsdegi.
5 Hver og einn ætti að leggja inn pöntun á ákveðnum eintakafjölda af hverju tölublaði sem gildir uns annað er ákveðið. Þegar fyrir kemur að þú átt eftir eldri tölublöð má nota þau til að sýna húsráðandanum hversu fjölbreytt efni blöðin fjalla um. Af og til má skilja eftir nokkur eldri eintök blaðanna á elli- og hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum þar sem slíkt er leyft. Öll slík blöð skulu talin með á starfsskýrslunni í hverjum mánuði.
6 Ef þú fylgir tillögunum hér að ofan munt þú vafalaust geta dreift fleiri blöðum en áður. Réttsýnt fólk, sem lífið í núverandi illu heimskerfi íþyngir, kann að meta hressandi upplýsingar eins og þær sem er að finna í Varðturninum og Vaknið! Þessi tímarit láta svo sannarlega í té þá andlegu fæðu sem þeir er leitast við að öðlast velþóknun Jehóva þarfnast. Vertu þess vegna blaðasinnaður og leitaðu leiða til auka útbreiðslu þessarra verðmætu rita á starfssvæði þínu.