Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Markús 4
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Markús – yfirlit

      • DÆMISÖGUR UM RÍKI GUÐS (1–34)

        • Akuryrkjumaðurinn (1–9)

        • Ástæða þess að Jesús kenndi með dæmisögum (10–12)

        • Útskýrir dæmisöguna um akuryrkjumanninn (13–20)

        • Lampi ekki settur undir körfu (21–23)

        • Sá mælir sem þið notið (24, 25)

        • Akuryrkjumaðurinn sem sefur (26–29)

        • Sinnepsfræið (30–32)

        • Segir margar dæmisögur (33, 34)

      • Jesús lægir storm (35–41)

Markús 4:1

Millivísanir

  • +Mt 13:1, 2; Lúk 8:4

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Ríki Guðs stjórnar, bls. 68

Markús 4:2

Millivísanir

  • +Mt 13:34
  • +Mt 13:3–9; Lúk 8:5–8

Markús 4:3

Millivísanir

  • +Mr 4:14

Markús 4:5

Millivísanir

  • +Mr 4:16, 17

Markús 4:7

Millivísanir

  • +Mr 4:18, 19

Markús 4:8

Millivísanir

  • +Mr 4:20

Markús 4:9

Millivísanir

  • +Okv 1:5; Mt 11:15; Lúk 8:8

Markús 4:10

Millivísanir

  • +Mt 13:10; Lúk 8:9

Markús 4:11

Millivísanir

  • +Ef 1:9, 10; Kól 1:26, 27
  • +Mt 13:11; Lúk 8:10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.2006, bls. 25-26

Markús 4:12

Millivísanir

  • +Jes 6:9, 10; Mt 13:13, 14; Jóh 12:40; Pos 28:26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 43

Markús 4:14

Millivísanir

  • +Mt 13:18; Lúk 8:11; 1Pé 1:25

Markús 4:15

Millivísanir

  • +1Pé 5:8
  • +Mt 13:19; Lúk 8:12

Markús 4:16

Millivísanir

  • +Mt 13:20, 21; Lúk 8:13

Markús 4:18

Millivísanir

  • +Mt 13:22; Lúk 8:14

Markús 4:19

Neðanmáls

  • *

    Eða „þessarar aldar“. Sjá orðaskýringar, „heimsskipan“.

Millivísanir

  • +Mt 6:25; 24:38, 39
  • +Okv 23:4, 5; Mr 10:23; Lúk 18:24; 1Tí 6:9; 2Tí 4:10
  • +1Jó 2:16

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.12.2007, bls. 13

Markús 4:20

Millivísanir

  • +Mt 13:23; Lúk 8:15

Markús 4:21

Neðanmáls

  • *

    Eða „mæliker“.

Millivísanir

  • +Mt 5:15; Lúk 8:16, 17; 11:33

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2004, bls. 26

    Mesta mikilmenni, kafli 43

Markús 4:22

Millivísanir

  • +Mt 10:26; Lúk 12:2

Markús 4:23

Millivísanir

  • +Okv 1:5; Mt 11:15; Op 2:7

Markús 4:24

Millivísanir

  • +Lúk 8:18; Jak 1:25

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 43

Markús 4:25

Millivísanir

  • +Mt 25:23
  • +Mt 13:12; Lúk 8:18; 19:26

Markús 4:26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.12.2014, bls. 12-13

    15.7.2008, bls. 14-16

Markús 4:27

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    8.2021, bls. 9

    Varðturninn,

    15.12.2014, bls. 12-13

    15.7.2008, bls. 14-16

Markús 4:28

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    8.2021, bls. 9

    Varðturninn,

    15.12.2014, bls. 12-13

    15.7.2008, bls. 14-16

Markús 4:29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.7.2008, bls. 14-16

Markús 4:31

Millivísanir

  • +Mt 13:31, 32; Lúk 13:18, 19

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Ríki Guðs stjórnar, bls. 90

    Varðturninn,

    15.7.2008, bls. 17-19, 21

    Mesta mikilmenni, kafli 43

Markús 4:32

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Ríki Guðs stjórnar, bls. 90

    Varðturninn,

    15.7.2008, bls. 17-19, 21

Markús 4:33

Millivísanir

  • +Sl 78:2

Markús 4:34

Millivísanir

  • +Mt 13:11, 34, 35; Mr 4:11

Markús 4:35

Millivísanir

  • +Mt 8:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 44

Markús 4:36

Millivísanir

  • +Mt 8:23; Lúk 8:22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 44

Markús 4:37

Millivísanir

  • +Mt 8:24–27; Lúk 8:23–25

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.6.2015, bls. 6

    1.5.2000, bls. 26

    Mesta mikilmenni, kafli 44

Markús 4:38

Neðanmáls

  • *

    Eða „púðanum“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.6.2015, bls. 6

    1.5.2000, bls. 26

    1.10.1989, bls. 30

Markús 4:39

Millivísanir

  • +Sl 89:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.6.2015, bls. 6

Markús 4:41

Millivísanir

  • +Jóh 6:19

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 44

Almennt

Mark. 4:1Mt 13:1, 2; Lúk 8:4
Mark. 4:2Mt 13:34
Mark. 4:2Mt 13:3–9; Lúk 8:5–8
Mark. 4:3Mr 4:14
Mark. 4:5Mr 4:16, 17
Mark. 4:7Mr 4:18, 19
Mark. 4:8Mr 4:20
Mark. 4:9Okv 1:5; Mt 11:15; Lúk 8:8
Mark. 4:10Mt 13:10; Lúk 8:9
Mark. 4:11Ef 1:9, 10; Kól 1:26, 27
Mark. 4:11Mt 13:11; Lúk 8:10
Mark. 4:12Jes 6:9, 10; Mt 13:13, 14; Jóh 12:40; Pos 28:26
Mark. 4:14Mt 13:18; Lúk 8:11; 1Pé 1:25
Mark. 4:151Pé 5:8
Mark. 4:15Mt 13:19; Lúk 8:12
Mark. 4:16Mt 13:20, 21; Lúk 8:13
Mark. 4:18Mt 13:22; Lúk 8:14
Mark. 4:19Mt 6:25; 24:38, 39
Mark. 4:19Okv 23:4, 5; Mr 10:23; Lúk 18:24; 1Tí 6:9; 2Tí 4:10
Mark. 4:191Jó 2:16
Mark. 4:20Mt 13:23; Lúk 8:15
Mark. 4:21Mt 5:15; Lúk 8:16, 17; 11:33
Mark. 4:22Mt 10:26; Lúk 12:2
Mark. 4:23Okv 1:5; Mt 11:15; Op 2:7
Mark. 4:24Lúk 8:18; Jak 1:25
Mark. 4:25Mt 25:23
Mark. 4:25Mt 13:12; Lúk 8:18; 19:26
Mark. 4:31Mt 13:31, 32; Lúk 13:18, 19
Mark. 4:33Sl 78:2
Mark. 4:34Mt 13:11, 34, 35; Mr 4:11
Mark. 4:35Mt 8:18
Mark. 4:36Mt 8:23; Lúk 8:22
Mark. 4:37Mt 8:24–27; Lúk 8:23–25
Mark. 4:39Sl 89:9
Mark. 4:41Jóh 6:19
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
Biblían – Nýheimsþýðingin
Markús 4:1–41

Markús segir frá

4 Aftur fór hann að kenna við vatnið og mjög mikill mannfjöldi safnaðist að honum. Hann steig því um borð í bát og sat í honum skammt frá landi en allur mannfjöldinn var á ströndinni við vatnið.+ 2 Hann fór að kenna fólkinu margt með dæmisögum+ og sagði við það:+ 3 „Heyrið. Akuryrkjumaður gekk út að sá.+ 4 Þegar hann sáði féll sumt af korninu meðfram veginum og fuglar komu og átu það. 5 Annað féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það spratt fljótt því að jarðvegurinn var grunnur.+ 6 En þegar sólin hækkaði á lofti skrælnaði það og dó vegna þess að það hafði litlar sem engar rætur. 7 Annað féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það og það bar engan ávöxt.+ 8 En sumt féll í góðan jarðveg. Það óx og stækkaði og bar ávöxt – þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan.“+ 9 Síðan bætti hann við: „Sá sem hefur eyru hann hlusti.“+

10 Þegar Jesús var orðinn einn með þeim tólf og hinum lærisveinunum spurðu þeir hann út í dæmisögurnar.+ 11 Hann svaraði þeim: „Ykkur er gefið að skilja heilaga leyndardóma+ Guðsríkis en þeir sem eru fyrir utan fá allt í dæmisögum+ 12 til að þeir skynji ekki þó að þeir sjái og skilji ekki þó að þeir heyri. Þeir snúa ekki aftur til Guðs né hljóta fyrirgefningu.“+ 13 Hann sagði einnig við þá: „Fyrst þið skiljið ekki þessa dæmisögu hvernig getið þið þá skilið allar hinar dæmisögurnar?

14 Akuryrkjumaðurinn sáir orðinu.+ 15 Sumir eru eins og sáðkornið sem féll meðfram veginum. Um leið og þeir heyra orðið kemur Satan+ og tekur burt orðið sem var sáð í þá.+ 16 Eins er með það sem var sáð í grýtta jörð. Það eru þeir sem taka við orðinu með fögnuði um leið og þeir heyra það+ 17 en orðið nær ekki rótfestu í þeim. Þeir standa um tíma en falla um leið og erfiðleikar eða ofsóknir verða vegna orðsins. 18 Og sumu er sáð meðal þyrna. Þetta eru þeir sem heyra orðið+ 19 en áhyggjur+ daglegs lífs,* tál auðæfanna+ og löngunin í allt mögulegt annað+ þrengir að þeim og kæfir orðið svo að það ber ekki ávöxt. 20 En það sem var sáð í góðan jarðveg eru þeir sem hlusta á orðið, taka við því og bera ávöxt – þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan.“+

21 Hann sagði líka við þá: „Lampi er ekki tekinn fram og settur undir körfu* eða undir rúm. Er hann ekki tekinn fram til að setja hann á ljósastand?+ 22 Ekkert er hulið sem verður ekki afhjúpað og ekkert er vandlega falið sem kemur ekki í ljós.+ 23 Hver sem hefur eyru hann hlusti.“+

24 Hann sagði enn fremur við þá: „Takið eftir því sem þið heyrið.+ Ykkur verður mælt í sama mæli og þið mælið öðrum, já, og þið fáið meira en það 25 því að þeim sem hefur verður gefið meira,+ en frá þeim sem hefur ekki verður tekið jafnvel það litla sem hann hefur.“+

26 Hann sagði einnig: „Ríki Guðs er eins og þegar maður sáir korni í jörð. 27 Hann sefur um nætur og fer á fætur á morgnana. Á meðan spírar kornið og plantan vex og stækkar en hann veit ekki hvernig. 28 Jörðin ber sjálfkrafa ávöxt stig af stigi, fyrst stilkinn, síðan axið og að lokum fullþroskað kornið í axinu. 29 En um leið og kornið er þroskað beitir hann sigðinni því að uppskerutíminn er hafinn.“

30 Hann hélt áfram: „Við hvað getum við líkt ríki Guðs og með hvaða dæmisögu getum við lýst því? 31 Það er eins og sinnepsfræ sem er smæsta fræið á jörð þegar því er sáð í mold.+ 32 En eftir að því er sáð vex það og verður stærra en allar aðrar plöntur og greinarnar svo stórar að fuglar himins geta fundið sér samastað í skugganum.“

33 Hann boðaði þeim orðið með mörgum dæmisögum+ af þessu tagi, allt eftir því sem þeir gátu skilið. 34 Hann talaði reyndar ekki til þeirra án dæmisagna en útskýrði allt fyrir lærisveinunum þegar þeir voru einir með honum.+

35 Að kvöldi sama dags sagði Jesús við þá: „Förum yfir á ströndina hinum megin.“+ 36 Eftir að þeir höfðu sent mannfjöldann frá sér fóru þeir með Jesú á bátnum og aðrir bátar fylgdu honum.+ 37 Nú brast á mikill stormur og öldurnar gengu yfir bátinn svo að við lá að hann fyllti.+ 38 En Jesús lá í skutnum og svaf á koddanum.* Þeir vöktu hann og sögðu við hann: „Kennari, er þér sama um að við erum að farast?“ 39 Hann reis þá upp, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: „Þegiðu! Stilltu þig!“+ Þá lægði vindinn og allt datt í dúnalogn. 40 Hann sagði við þá: „Af hverju eruð þið svona hræddir? Hafið þið enn enga trú?“ 41 En þeir voru logandi hræddir og sögðu hver við annan: „Hver er hann eiginlega? Jafnvel vindurinn og vatnið hlýða honum.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila