Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.05 bls. 4
  • Upprifjun á efni Boðunarskólans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Upprifjun á efni Boðunarskólans
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 8.05 bls. 4

Upprifjun á efni Boðunarskólans

Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 29. ágúst 2005. Umsjónarmaður skólans stjórnar 30 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 4. júlí til 29. ágúst 2005. [Athugið: Þegar engin tilvísun fylgir spurningu þarftu að leita sjálfur að heimildum til að finna svarið. — Sjá Boðunarskólabókina, bls. 36-7.]

ÞJÁLFUNARLIÐIR

1. Hvernig getum við látið ‚sanngirni okkar verða kunnuga öllum mönnum‛ þegar við segjum öðrum frá voninni og hvers vegna er það mikilvægt? (Fil. 4:5, NW; Jak. 3:17, NW) [be bls. 251 gr. 1-3, ásamt ramma] Við sýnum sanngirni með því að taka tillit til uppruna, aðstæðna og tilfinninga viðmælanda okkar. Sanngirni birtist líka í því að beita sannfæringu okkar og kostgæfni af skynsemi og vera tilbúin til að láta undan þegar það á við. Þetta er mikilvægt vegna þess að ef við virkum kredduföst og einstrengingsleg er hætta á að fólk taki ekki mark á okkur og viðbrögðin verði heldur neikvæð.

2. Hvernig stuðlar það að góðum samskiptum við aðra að vita hvenær maður á að láta undan? [be bls. 253 gr. 1-2] Þó að við lumum kannski á sterkum rökum til að sanna mál okkar er stundum best að láta kyrrt liggja að sinni. Með því að láta vera að andmæla viðmælanda okkar þótt hann hafi rangt fyrir sér gefur það okkur tækifæri til að beina samræðunum inn á jákvæðari brautir sem eru vænlegri til árangurs. Við getum líka átt auðveldara með að vita hvenær við eigum að láta undan ef við hugsum um það að Jehóva gaf mönnunum hæfileika og frelsi til að velja. (Jós. 24:15; Orðskv. 19:11)

3. Hvers vegna er mikilvægt að nota spurningar af leikni þegar við hvetjum aðra til að hugleiða ákveðið efni? [be bls. 253 gr. 3-4] Þegar við notum spurningar af leikni gefum við fólki tækifæri til að segja hvað býr í hjörtum þess og hugleiða það sem er til umræðu. Í stað þess að svara spurningum tafarlaust og tala aðallega sjálf getum við notað spurningar til að fá viðmælandann til að hugleiða málefnið og draga ályktanir. (Lúk. 10:25-37)

4. Hvað þarf að athuga þegar við viljum koma með sannfærandi röksemdir? [be bls. 255 gr. 1-4, ásamt ramma; bls. 256 gr. 1, ásamt ramma] Áheyrendur trúa hvorki því sem þú segir né fara eftir því nema þeir séu sannfærðir um að það sé rétt. Við þurfum þess vegna að ganga úr skugga um að röksemdir okkar eigi sér trausta stoð í orði Guðs, Biblíunni. (Jóh. 17:17) Við ættum að leggja okkur fram um að koma með fullnægjandi sannanir fyrir því sem við segjum. Í stað þess að koma einungis með staðhæfingar verðum við að gefa áheyrandanum nógu haldgóð rök til að hann viðurkenni þær því að hann hefur fullan rétt til að spyrja: „Hvers vegna er þetta satt og rétt?“

5. Hvað ættum við að hafa í huga þegar við ætlum að nota viðbótarrök til frekari sönnunar um skynseminni í Biblíunni? [be bls. 256 gr. 3-5, ásamt ramma] Þegar við byggjum rökfærslu okkar á áreiðanlegum heimildum ættu þær að sýna fram á að Biblían sé í samræmi við þekktar staðreyndir. Viðbótarrökin eiga að vera í samræmi við markmið þín og þarfir áheyrenda. Við ættum alltaf að vísa fyrst í orð Guðs sem aðalheimild okkar og benda síðan á uppgötvanir vísindanna eða vitna í orð fræðimanna til að styðja rökfærslu okkar.

VERKEFNI NR. 1

6. Hvaða sannanir staðfesta tilvist Jesú? [w03 1.7. bls. 4-7] Jesús Kristur er áhrifamesti maður sögunnar. Jósefus og Tacítus, sagnaritarar á fyrstu öld, vísuðu til bæði Jesú og lærisveina hans og sömuleiðis Pliníus yngri, rithöfundur á annarri öld. Kennsla Jesú, eins og sú sem er að finna í fjallræðunni, hefur haft áhrif á líf milljónir manna. (Matt., kaflar 5-7) Frásagan af staurfestingu Jesú, en mörgum finnst hún óaðlaðandi, ber vott um að Biblían segi satt og rétt frá ævi og þjónustu hans. (1. Kor. 1:22, 23) Kappsemi lærisveina Jesú í boðunarstarfinu, þrátt fyrir mikla andstöðu, rennir einnig stoðum undir það að Jesús hafi verið til. (1. Kor. 15:12-17)

7. Hvernig ‚frelsar munnur hreinskilinna þá‘ og hvernig ‚stendur hús réttlátra‘? (Orðskv. 12:6, 7) [wE03 15.1. bls. 30 gr. 1-3] Hreinskilnir menn vita hvað er rétt og rangt. Þeir sýna skynsemi og visku til að forðast hættur og þeir vara aðra við eða hjálpa þeim að gera hið sama. Þeir halda sig fast við það sem er rétt jafnvel þótt þeir sæti mótlæti.

8. Hvernig getum við ‚reynt að skilja hver vilji Jehóva er‘ þó að Biblían sé ekki skrifuð sem listi yfir rétt og rangt? (Ef. 5:17) [wE03 1.12. bls. 21 gr. 3–bls. 22 gr. 3] Til að skilja hver vilji Jehóva er þurfum við að glöggva okkur á hvað honum líkar vel og hvað ekki. Það er ekki nauðsynlegt að hafa sérstök lög eða lista til að vita hvað er rétt. Þegar maður er í megrun er ekki nauðsynlegt að hafa nákvæman lista yfir allt sem maður má borða og má ekki. Þegar Páll postuli talaði um holdsins verk nefndi hann líka „annað þessu líkt“ sem verður til þess að maður nýtur ekki blessunar Guðsríkis. (Gal. 5:19-23) Með því að temja skilningarvitin getum við sýnt innilegt þakklæti okkar og löngun til að þóknast Guði.

9. Hvaða meginreglur Biblíunnar geta hjálpað okkur að takast á við fátækt eða erfitt efnahagsástand? [wE03 1.8. bls. 5 gr. 2-5] Af Prédikaranum 7:12 má sjá að þó að peningar geti veitt ákveðið öryggi þá hefur viskan frá Guði meira gildi. Hún getur verndað okkur nú á tímum og stuðlað að eilífu lífi. Lúkas 14:28 hvetur okkur til að forgangsraða og gera kostnaðaráætlun fyrir nauðsynleg útgjöld. Fyrra Tímóteusarbréf 6:8 og Matteus 6:22 mæla með því að við séum sátt við að hafa aðeins lífsnauðsynjar til þess að geta beint athyglinni að því að þjóna Guði með eilíft líf fyrir augum.

10. Hvaða áhrif ætti gjafmildi Jehóva að hafa á okkur? (Matt. 10:8) [wE03 1.8. bls. 20-2] Jehóva fórnaði miklu þegar hann sýndi okkur óverðskuldaða góðvild með því að láta son sinn deyja fyrir okkur og lagði þannig grunninn að eilífu lífi. (Rómv. 3:23, 24) Þetta ætti að vekja með okkur löngun til að bjóða okkur fúslega fram og veita fólki „ókeypis lífsins vatn“. (Opinb. 22:17; Sálm. 110:3) Enda þótt þjónar Guðs séu hvattir til að ‚horfa fram til launanna‘ ættum við að þjóna Guði af kærleika en ekki af eigingjörnum hvötum. (Hebr. 6:10; 11:6, 26)

VIKULEGUR BIBLÍULESTUR

11. Hvað gáfu súlurnar tvær til kynna sem nefndar voru Jakín og Bóas og voru við innganginn að musteri Salómons? (1. Kon. 7:15-22) Nafn súlunnar til hægri, Jakín, þýðir „hann mun staðfesta“. Nafn súlunnar til vinstri, Bóas, þýðir „með krafti“. Þar sem hebreska er lesin frá hægri til vinstri gefa súlurnar til kynna að „hann muni staðfesta með krafti“. Súlurnar stóðu einar og sér og studdu ekki neinn hluta byggingarinnar. Þær virðast hafa táknað að Guð staðfesti musterið með krafti og lagði blessun sína yfir sanna tilbeiðslu sem var stunduð þar. [1, 1. Kon. 7:21; it-1 bls. 348 gr. 2; wE66 bls. 32]

12. Samræmdist það Móselögunum að Salómon skyldi gefa Hiram konungi í Týrus 20 borgir í Galíleuhéraði? Ef til vill var litið svo á að ákvæðið í 3. Mósebók 25:23, 24 ætti aðeins við það svæði sem Ísraelsmenn byggðu. Hugsanlegt er að borgirnar, sem Salómon gaf Híram, hafi verið byggðar annarra þjóða fólki þótt þær lægju innan landamæra fyrirheitna landsins. (2. Mósebók 23:31) Þessi aðgerð Salómons kann einnig að merkja að hann hafi ekki fylgt lögmálinu í einu og öllu, rétt eins og hann gerði þegar hann fékk sér „marga hesta“ og tók sér margar konur. (5. Mósebók 17:16, 17) Á hvorn veginn sem var var Híram óánægður með gjöfina. Hugsanlegt er að heiðnir íbúar borganna hafi ekki haldið þeim vel við eða þær hafi ekki verið vel staðsettar. [2, w05 1.7. bls. 29]

13. Hvaða lærdóm getum við dregið af óhlýðni ‚guðsmanns nokkurs‘? (1. Kon. 13:1-25) Við verðum stöðugt að ganga flekklaus á vegi Jehóva. Við verðum alltaf að leita leiðsagnar hans, sérstaklega á erfiðum stundum í lífinu. Við megum aldrei vera hrokafull og halda fram okkar eigin hugmyndum eða annarra þó svo að viðkomandi sé í ábyrgðarstöðu innan safnaðar Guðs eða fullyrði að hann eigi rétt á henni. [3, w05 1.7. „Orð Jehóva er lifandi — Höfuðþættir 1. Konungabókar“; wE98 1.9. bls. 23; wE62 bls. 114 gr. 14]

14. Hvernig sýndi Asa Júdakonungur hugrekki og hvað getum við lært af fordæmi hans? (1. Kon. 15:11-13) Asa konungur losaði Júda við skurðgoð og musterisvændismenn. Hann vék einnig ömmu sinni, sem var fallin frá trúnni, úr hárri stöðu sinni og brenndi ‚hræðileg skurðgoð‘ hennar. Við ættum sömuleiðis að efla hreina tilbeiðslu með boðunarstarfi okkar og kennslu og hafna algerlega fráhvarfi. [4, w05 1.7. „Orð Jehóva er lifandi — Höfuðþættir 1. Konungabókar“; w94 1.5. bls. 27 gr. 20]

15. Hvernig undirstrikar frásagan af samskiptum Akabs konungs og Nabóts hætturnar sem fylgja sjálfsvorkunn? (1. Kon. 21:1-16) Akab konungur fór að vorkenna sjálfum sér eftir að Nabót neitaði að selja honum landskika. Jesebel drottning, kona Akabs, sætti sig ekki við neitun Nabóts og sá til þess að hann yrði ákærður að ástæðulausu fyrir guðlast og grýttur til dauða. Það er augljóst af dæmi Akabs að sá sem gefur sig á vald sjálfsvorkunnar er kominn út á óæskilega braut. Þar sem sjálfsvorkunn lýsir sér í óhóflegum áhyggjum af sjálfum sér getur hún verið mjög skaðleg. Hún getur gert mann önugan og smámunasaman líkt og gerðist hjá Akab konungi. Sjálfsvorkunn beinir athygli manns að sjálfum sér í svo miklum mæli að umhyggja gagnvart öðrum dvínar eða jafnvel hverfur. Sá sem lætur undan sjálfsvorkunn gæti farið að líta á alvarleg mál á rangan hátt og gæti þess vegna sýnt slæma dómgreind. Sjálfsvorkunn getur líka veikt okkur andlega og það sem verra er, fengið okkur til þess að láta undan þrýstingi og þar með fórna hreinleika okkar frammi fyrir Guði. [6, w79 1.1 bls. 3]

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila