Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.97 bls. 4
  • Hæf og útbúin til að kenna öðrum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hæf og útbúin til að kenna öðrum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Þekking á hinum sanna Guði leiðir til lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Þekking frá Guði svarar mörgum spurningum
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • „Það er hið eilífa líf“
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Útbreiðum þekkinguna sem leiðir til eilífs lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 1.97 bls. 4

Hæf og útbúin til að kenna öðrum

1 Þegar Móse var skipaður fulltrúi Jehóva taldi hann sig ekki hæfan til að kunngera faraó orð Guðs. (2. Mós. 4:10; 6:12) Jeremía lét í ljós vantrú á að hann væri hæfur til að þjóna sem spámaður Jehóva og sagði guði að hann kynni ekki að tala. (Jer. 1:6) Þrátt fyrir lítið sjálfstraust í fyrstu reyndust báðir þessir spámenn óttalausir vottar Jehóva. Guð gerði þá hæfa.

2 Núna höfum við, þökk sé Jehóva, það sem þurfum til að framkvæma starf okkar og höfum góða ástæðu til að vera örugg um að við getum það. (2. Kor. 3:4, 5; 2. Tím. 3:17) Eins og fær vélvirki með fullan verkfærakassa, erum við réttilega útbúin til að sinna boðunarstarfinu af leikni. Í janúar bjóðum við bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn friðarhöfðingjans. Þó að þessi andlegu verkfæri séu ekki ný koma þau enn að góðum notum. Innihald þessara bóka er enn í fullu gildi og þær hjálpa fólki að kynnast sannleikanum. Eftirfarandi tillögur að kynningarorðum má sníða að þeirri bók sem verið er að bjóða í hvert sinn.

3 Nota má athugasemdir um menntamál til að skapa áhuga á orði Guðs. Þú gætir hafið samræðurnar með því að segja:

◼ „Nú á tímum er lögð mikil áhersla á nauðsyn góðrar menntunar. Hvers konar menntunar álítur þú að menn ættu að afla sér til að tryggja sér sem mesta hamingju og farsæld í lífinu? [Gefðu kost á svari.] Þeir sem afla sér þekkingar á Guði geta haft af því mikinn hag, ekki aðeins núna heldur um alla eilífð. [Lestu Orðskviðina 9:10, 11.] Þessi kennslubók [nefndu titil bókarinnar sem þú ert að bjóða] er byggð á Biblíunni. Hún bendir á þann eina stað sem þekkingu er að finna sem getur leitt til eilífs lífs.“ Sýndu ákveðið dæmi í bókinni. Ef viðmælandi þinn sýnir einlægan áhuga skaltu láta hann fá bókina og leggja grunn að endurheimsókn. Taktu fram að þó að bókin sé látin af hendi endurgjaldslaust þiggjum við lítils háttar framlag til alþjóðastarfsins.

4 Þegar þú ferð aftur til húsráðanda sem þú ræddir við um mikilvægi biblíuþekkingar, gætir þú sagt:

◼ „Í síðustu heimsókn minni ræddum við um hvernig Biblían er uppspretta menntunar sem getur tryggt okkur eilífa framtíð. Að sjálfsögðu kostar það vinnu að læra það sem við þurfum að vita úr Biblíunni. [Lestu Orðskviðina 2:1-5.] Mörgum finnst erfitt að skilja vissa kafla Biblíunnar. Mig langar til að sýna þér stuttlega aðferð sem við höfum mikið notað til að hjálpa fólki að læra meira um grundvallarkenningar Biblíunnar.“ Flettu upp á viðeigandi stað í bókinni sem hann þáði og sýndu stuttlega hvernig biblíunámskeið fer fram. Ef húsráðandinn óskar eftir reglubundnu námskeiði skaltu segjast koma aftur með námsbókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs.

5 Mörgum er órótt vegna þjáninga milljóna barna í heiminum. Kannski gætir þú hjálpað húsráðandanum að sjá hvaða augum Guð lítur það ástand með því að segja:

◼ „Þú hefur vafalaust séð fréttir af börnum um allan heim sem eru hungruð, sjúk og afskipt. Hvers vegna hafa hjálparstofnanir ekki getað bætt úr þessu ástandi? [Gefðu kost á svari.] Guð vill manninum aðeins hið besta. Hér í Biblíunni er að finna fyrirheit hans til handa börnum og fullorðnum. [Lestu Opinberunarbókina 21:4.] Þessi bók [nefndu titil hennar] gefur nánari upplýsingar um heim sem Guð mun skapa og þar sem þjáningar verða ekki lengur til.“ Bentu á mynd af paradís og ræddu um hana. Bjóddu bókina og leggðu grunn að annarri heimsókn. Taktu fúslega við hverju því framlagi sem viðmælandi þinn vill gefa til starfs okkar.

6 Ef þú talaðir í fyrstu um þjáningar barna gætir þú í næstu heimsókn haldið samræðunum áfram með því að segja:

◼ „Þegar ég var hér fyrir stuttu léstu í ljóst áhyggjur af aðstæðum barna sem þjást vegna sundraðra heimila, hungurs, sjúkdóma og ofbeldis. Það er hughreystandi að lesa í Biblíunni um heim þar sem hvorki börn né fullorðnir munu vera veikir, þjást eða deyja. Spádómur í Jesaja lýsir betra lífi sem verða mun á jörðinni.“ Lestu og ræddu um Jesaja 65:20-25. Leiddu samræðurnar á endanum inn á biblíunámskeið í Þekkingarbókinni.

7 Þar sem trúrækið fólk fer oft með bænir gætir þú hafið samræður um það efni með því að segja:

◼ „Einhvern tíma á lífsleiðinni höfum við flest átt í erfiðleikum sem hafa fengið okkur til að biðja Guð um hjálp. Samt finnst mörgum að þeir fái ekki bænheyrslu. Það virðist jafnvel vera svo að trúarleiðtogar, sem biðja opinberlega um frið, séu ekki bænheyrðir. Við segjum það vegna þess að styrjaldir og ofbeldi halda áfram að þjá mannkynið. Þess vegna er ekki undarlegt að menn spyrji hvort Guð hlusti í raun og veru á bænir? Ef hann gerir það, hvers vegna virðist þá svona mörgum bænum vera ósvarað? [Gefðu kost á svari.] Í Sálmi 145:18 kemur fram hvers er krafist til að bænum okkar verði svarað. [Lestu ritningarstaðinn.] Bænir okkar til Guðs verða meðal annars að vera einlægar og í samræmi við sannleikann í orði hans, Biblíunni.“ Sýndu bókina sem þú ert að bjóða og bentu á það sem hún segir um gildi bæna.

8 Þegar þú fylgir eftir fyrra samtali um bænina gætir þú reynt þessa aðferð:

◼ „Ég hafði ánægju af samræðum okkar um bænina. Ég er viss um að þér finnst ábendingar Jesú um bænarefni manna gefa okkur góðar leiðbeiningar um hvers konar bænir eru Guði þóknanlegar.“ Lestu Matteus 6:9, 10 og bentu á helstu málefnin sem Jesús dró fram í fyrirmyndarbæn sinni. Sýndu 16. kaflann, „Hvernig þú getur nálægt þig Guði,“ í Þekkingarbókinni og spyrðu hvort þú megir sýna hvernig nema má það efni.

9 Hvað það snertir að miðla öðrum þekkingunni á Guði gætum við spurt: „Hver er til þessa hæfur?“ Ritningin svarar: ‚Við erum það.‘ — 2. Kor. 2:16, 17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila