Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 20
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Sagan af uppreisn Ísraels (1–32)

      • Ísrael mun endurheimta sambandið við Guð (33–44)

      • Spádómur gegn suðrinu (45–49)

Esekíel 20:3

Millivísanir

  • +Jes 1:12, 15; Esk 14:3

Esekíel 20:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „kveða upp dóm yfir þeim“.

Millivísanir

  • +Esk 16:51; 22:2; Lúk 11:47

Esekíel 20:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „lyfti ég hendi minni frammi fyrir afkomendum Jakobs“.

Millivísanir

  • +5Mó 7:6
  • +2Mó 4:31; 6:7, 8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.10.2012, bls. 24-25

Esekíel 20:6

Neðanmáls

  • *

    Eða „kannað“.

  • *

    Eða „djásn“.

Millivísanir

  • +2Mó 3:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.10.2012, bls. 24-25

Esekíel 20:7

Neðanmáls

  • *

    Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Millivísanir

  • +3Mó 18:3; 5Mó 29:16, 17; Jós 24:14
  • +3Mó 20:7

Esekíel 20:8

Millivísanir

  • +2Mó 32:4

Esekíel 20:9

Millivísanir

  • +4Mó 14:13–16; 5Mó 9:27, 28; 1Sa 12:22
  • +2Mó 32:11, 12; Jós 2:9, 10; 9:3, 9; 1Sa 4:7, 8

Esekíel 20:10

Millivísanir

  • +2Mó 13:17, 18; 15:22

Esekíel 20:11

Millivísanir

  • +5Mó 4:8
  • +5Mó 8:3; 30:16

Esekíel 20:12

Millivísanir

  • +2Mó 20:8–10; 3Mó 23:3, 24; 25:4, 11
  • +2Mó 31:13; 35:2

Esekíel 20:13

Millivísanir

  • +2Mó 32:8; 4Mó 14:22, 23
  • +4Mó 14:11, 12

Esekíel 20:14

Millivísanir

  • +Jós 7:9; Esk 36:22

Esekíel 20:15

Neðanmáls

  • *

    Eða „djásn“.

Millivísanir

  • +4Mó 14:30; Sl 95:11; 106:26, 27
  • +4Mó 13:26, 27

Esekíel 20:16

Millivísanir

  • +2Mó 32:1, 4; 4Mó 25:1, 2; Pos 7:42

Esekíel 20:18

Millivísanir

  • +4Mó 14:33
  • +Sl 78:8

Esekíel 20:19

Millivísanir

  • +5Mó 4:1

Esekíel 20:20

Millivísanir

  • +Jer 17:22
  • +2Mó 31:13

Esekíel 20:21

Millivísanir

  • +4Mó 25:1; 5Mó 9:23
  • +Jes 63:10

Esekíel 20:22

Millivísanir

  • +Sl 78:38
  • +Sl 25:11; 79:9; Jer 14:7; Dan 9:19

Esekíel 20:23

Millivísanir

  • +3Mó 26:33; Sl 106:26, 27

Esekíel 20:24

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „augu þeirra mændu á eftir“.

Millivísanir

  • +3Mó 26:15, 16
  • +Jer 2:7

Esekíel 20:25

Millivísanir

  • +Sl 81:12

Esekíel 20:26

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „létu alla frumburði ganga gegnum eldinn“.

Millivísanir

  • +3Mó 18:21; Jer 7:31

Esekíel 20:28

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „sefandi“.

Millivísanir

  • +Jós 23:5
  • +5Mó 12:2

Esekíel 20:29

Millivísanir

  • +Esk 16:24, 25

Esekíel 20:30

Millivísanir

  • +Dóm 2:19; 2Kr 21:13; Jer 13:26, 27

Esekíel 20:31

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „láta syni ykkar ganga gegnum eldinn“.

Millivísanir

  • +5Mó 18:10, 12; Sl 106:36–38; Jer 7:31
  • +Jes 1:15
  • +Sak 7:13

Esekíel 20:32

Neðanmáls

  • *

    Eða „þjóna stokkum og steinum“.

Millivísanir

  • +Jer 44:17

Esekíel 20:33

Millivísanir

  • +Jer 21:5; Esk 8:18

Esekíel 20:34

Millivísanir

  • +Jes 27:13; Esk 34:16

Esekíel 20:35

Millivísanir

  • +Jer 2:9

Esekíel 20:37

Millivísanir

  • +3Mó 27:32; Esk 34:17

Esekíel 20:38

Millivísanir

  • +Esk 34:20, 21
  • +Esk 13:9

Esekíel 20:39

Millivísanir

  • +Dóm 10:14; Sl 81:12
  • +Jes 1:13; Esk 23:39

Esekíel 20:40

Millivísanir

  • +Jes 2:2, 3; 66:20
  • +Jes 56:7; Sak 8:22
  • +Mal 3:4

Esekíel 20:41

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „sefandi“.

Millivísanir

  • +Jes 11:11; Jer 23:3
  • +Jes 5:16; Esk 38:23

Esekíel 20:42

Millivísanir

  • +Esk 36:23
  • +Esk 11:17

Esekíel 20:43

Millivísanir

  • +3Mó 26:40; Esk 6:9; 16:61
  • +Jer 31:18

Esekíel 20:44

Millivísanir

  • +Sl 79:9; Esk 36:22, 23

Esekíel 20:47

Millivísanir

  • +5Mó 32:22; Jer 21:14
  • +Jes 66:24

Esekíel 20:48

Millivísanir

  • +2Kr 7:20; Hlj 2:17

Esekíel 20:49

Neðanmáls

  • *

    Eða „málsháttum“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.7.2007, bls. 10

    1.11.1988, bls. 25

Almennt

Esek. 20:3Jes 1:12, 15; Esk 14:3
Esek. 20:4Esk 16:51; 22:2; Lúk 11:47
Esek. 20:55Mó 7:6
Esek. 20:52Mó 4:31; 6:7, 8
Esek. 20:62Mó 3:8
Esek. 20:73Mó 18:3; 5Mó 29:16, 17; Jós 24:14
Esek. 20:73Mó 20:7
Esek. 20:82Mó 32:4
Esek. 20:94Mó 14:13–16; 5Mó 9:27, 28; 1Sa 12:22
Esek. 20:92Mó 32:11, 12; Jós 2:9, 10; 9:3, 9; 1Sa 4:7, 8
Esek. 20:102Mó 13:17, 18; 15:22
Esek. 20:115Mó 4:8
Esek. 20:115Mó 8:3; 30:16
Esek. 20:122Mó 20:8–10; 3Mó 23:3, 24; 25:4, 11
Esek. 20:122Mó 31:13; 35:2
Esek. 20:132Mó 32:8; 4Mó 14:22, 23
Esek. 20:134Mó 14:11, 12
Esek. 20:14Jós 7:9; Esk 36:22
Esek. 20:154Mó 14:30; Sl 95:11; 106:26, 27
Esek. 20:154Mó 13:26, 27
Esek. 20:162Mó 32:1, 4; 4Mó 25:1, 2; Pos 7:42
Esek. 20:184Mó 14:33
Esek. 20:18Sl 78:8
Esek. 20:195Mó 4:1
Esek. 20:20Jer 17:22
Esek. 20:202Mó 31:13
Esek. 20:214Mó 25:1; 5Mó 9:23
Esek. 20:21Jes 63:10
Esek. 20:22Sl 78:38
Esek. 20:22Sl 25:11; 79:9; Jer 14:7; Dan 9:19
Esek. 20:233Mó 26:33; Sl 106:26, 27
Esek. 20:243Mó 26:15, 16
Esek. 20:24Jer 2:7
Esek. 20:25Sl 81:12
Esek. 20:263Mó 18:21; Jer 7:31
Esek. 20:28Jós 23:5
Esek. 20:285Mó 12:2
Esek. 20:29Esk 16:24, 25
Esek. 20:30Dóm 2:19; 2Kr 21:13; Jer 13:26, 27
Esek. 20:315Mó 18:10, 12; Sl 106:36–38; Jer 7:31
Esek. 20:31Jes 1:15
Esek. 20:31Sak 7:13
Esek. 20:32Jer 44:17
Esek. 20:33Jer 21:5; Esk 8:18
Esek. 20:34Jes 27:13; Esk 34:16
Esek. 20:35Jer 2:9
Esek. 20:373Mó 27:32; Esk 34:17
Esek. 20:38Esk 34:20, 21
Esek. 20:38Esk 13:9
Esek. 20:39Dóm 10:14; Sl 81:12
Esek. 20:39Jes 1:13; Esk 23:39
Esek. 20:40Jes 2:2, 3; 66:20
Esek. 20:40Jes 56:7; Sak 8:22
Esek. 20:40Mal 3:4
Esek. 20:41Jes 11:11; Jer 23:3
Esek. 20:41Jes 5:16; Esk 38:23
Esek. 20:42Esk 36:23
Esek. 20:42Esk 11:17
Esek. 20:433Mó 26:40; Esk 6:9; 16:61
Esek. 20:43Jer 31:18
Esek. 20:44Sl 79:9; Esk 36:22, 23
Esek. 20:475Mó 32:22; Jer 21:14
Esek. 20:47Jes 66:24
Esek. 20:482Kr 7:20; Hlj 2:17
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
  • 47
  • 48
  • 49
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 20:1–49

Esekíel

20 Á sjöunda árinu, á tíunda degi fimmta mánaðarins, komu nokkrir af öldungum Ísraels og settust hjá mér til að leita svara hjá Jehóva. 2 Þá kom orð Jehóva til mín: 3 „Mannssonur, segðu við öldunga Ísraels: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Eruð þið komnir til að leita svara hjá mér? ‚Svo sannarlega sem ég lifi ætla ég ekki að svara ykkur,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“‘

4 Ertu tilbúinn til að dæma þá?* Ertu tilbúinn til að dæma þá, mannssonur? Segðu þeim frá þeim viðurstyggðum sem forfeður þeirra stunduðu.+ 5 Segðu við þá: ‚Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Daginn sem ég valdi Ísrael+ sór ég afkomendum Jakobs eið* og í Egyptalandi sýndi ég þeim hver ég væri.+ Já, ég sór þeim eið og sagði: ‚Ég er Jehóva Guð ykkar.‘ 6 Þann dag sór ég að ég myndi leiða þá út úr Egyptalandi til lands sem ég hafði valið* handa þeim, lands sem flaut í mjólk og hunangi.+ Það var fegurst* allra landa. 7 Síðan sagði ég við þá: ‚Þið verðið öll að kasta frá ykkur viðurstyggðunum sem eru fyrir augum ykkar. Óhreinkið ykkur ekki á viðbjóðslegum skurðgoðum* Egyptalands.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.‘+

8 En þeir gerðu uppreisn gegn mér og vildu ekki hlusta á mig. Þeir köstuðu ekki frá sér viðurstyggðunum sem voru fyrir augum þeirra og sneru ekki baki við viðbjóðslegum skurðgoðum Egyptalands.+ Þá ákvað ég að úthella reiði minni yfir þá og gefa heift minni lausan tauminn gegn þeim í Egyptalandi. 9 En ég gerði það sem ég gerði vegna nafns míns svo að það yrði ekki vanhelgað fyrir augum þjóðanna sem þeir bjuggu á meðal.+ Í augsýn þessara þjóða sýndi ég þeim hver ég væri þegar ég leiddi þá út úr Egyptalandi.+ 10 Ég leiddi þá út úr Egyptalandi og fór með þá út í óbyggðirnar.+

11 Síðan gaf ég þeim ákvæði mín og gerði þeim lög mín kunnug+ til að menn myndu lifa ef þeir fylgdu þeim.+ 12 Ég gaf þeim líka hvíldardaga mína+ sem tákn milli mín og þeirra+ svo að þeir skildu að það er ég, Jehóva, sem helga þá.

13 En Ísraelsmenn gerðu uppreisn gegn mér í óbyggðunum.+ Þeir fóru ekki eftir ákvæðum mínum og höfnuðu lögum mínum sem veita líf ef menn fylgja þeim. Þeir vanhelguðu hvíldardaga mína gróflega. Ég ákvað því að úthella reiði minni yfir þá í óbyggðunum og útrýma þeim.+ 14 Ég gerði það sem ég gerði vegna nafns míns svo að það yrði ekki vanhelgað meðal þjóðanna sem horfðu á þegar ég leiddi þá út.+ 15 Ég sór þeim líka í óbyggðunum að fara ekki með þá til landsins sem ég hafði gefið þeim+ – lands sem flaut í mjólk og hunangi+ og var fegurst* allra landa. 16 Þeir höfnuðu lögum mínum, fóru ekki eftir ákvæðum mínum og vanhelguðu hvíldardaga mína því að viðbjóðsleg skurðgoð þeirra voru þeim hjartfólgin.+

17 En ég vorkenndi þeim og útrýmdi þeim ekki. Ég gerði ekki út af við þá í óbyggðunum. 18 Ég sagði við syni þeirra í óbyggðunum:+ ‚Fylgið ekki siðum forfeðra ykkar,+ haldið ekki lög þeirra og óhreinkið ykkur ekki á viðbjóðslegum skurðgoðum þeirra. 19 Ég er Jehóva Guð ykkar. Farið eftir ákvæðum mínum, haldið lög mín og lifið eftir þeim.+ 20 Haldið hvíldardaga mína+ heilaga. Þeir skulu vera tákn milli mín og ykkar til að þið skiljið að ég er Jehóva Guð ykkar.‘+

21 En synir þeirra gerðu uppreisn gegn mér.+ Þeir fóru ekki eftir ákvæðum mínum. Þeir hvorki fylgdu né lifðu eftir lögum mínum sem veita líf ef menn fylgja þeim. Þeir vanhelguðu hvíldardaga mína. Þá ákvað ég að úthella reiði minni yfir þá og gefa heift minni lausan tauminn gegn þeim í óbyggðunum.+ 22 En ég hélt aftur af mér+ og gerði það sem ég gerði vegna nafns míns+ svo að það yrði ekki vanhelgað meðal þjóðanna sem horfðu á þegar ég leiddi þá út. 23 Ég sór þeim auk þess í óbyggðunum að ég myndi tvístra þeim meðal þjóðanna og dreifa þeim um löndin+ 24 vegna þess að þeir fóru ekki eftir lögum mínum og höfnuðu ákvæðum mínum.+ Þeir vanhelguðu hvíldardaga mína og fylgdu* viðbjóðslegum skurðgoðum forfeðra sinna.+ 25 Ég leyfði þeim að fylgja siðum sem voru þeim ekki til góðs og lögum sem gátu ekki veitt þeim líf.+ 26 Ég lét þá óhreinka sig á sínum eigin fórnum – þegar þeir brenndu alla frumburði sína í eldi*+ – svo að þeir yrðu örvæntingarfullir og skildu að ég er Jehóva.“‘

27 Mannssonur, segðu því við Ísraelsmenn: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Forfeður ykkar sýndu mér líka fyrirlitningu með því að svíkja mig. 28 Ég leiddi þá inn í landið sem ég sór að gefa þeim.+ Þegar þeir sáu allar háu hæðirnar og laufmiklu trén+ fóru þeir að misbjóða mér með fórnum sínum. Þeir létu ljúfan* ilminn af fórnunum stíga upp og báru fram drykkjarfórnir sínar þar. 29 Ég spurði þá: ‚Af hverju farið þið upp á fórnarhæðina? (Enn þann dag í dag er þessi staður nefndur Fórnarhæð.)‘“‘+

30 Segðu nú við Ísraelsmenn: ‚Alvaldur Drottinn Jehóva segir: „Óhreinkið þið ykkur eins og forfeður ykkar gerðu þegar þeir sneru sér til viðbjóðslegra skurðgoða sinna og stunduðu andlegt vændi með þeim?+ 31 Og haldið þið áfram að óhreinka ykkur allt fram á þennan dag með því að færa öllum ykkar viðbjóðslegu skurðgoðum fórnir og brenna syni ykkar í eldi?*+ Á ég svo að svara ykkur, Ísraelsmenn, þegar þið spyrjið mig?“‘+

‚Svo sannarlega sem ég lifi,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚mun ég ekki svara ykkur.+ 32 Þið segið: „Við viljum vera eins og aðrar þjóðir, eins og ættirnar í öðrum löndum sem tilbiðja stokka og steina.“*+ En það sem þið hugsið ykkur mun aldrei gerast.‘“

33 „‚Svo sannarlega sem ég lifi,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚mun ég ríkja yfir ykkur sem konungur með sterkri hendi og útréttum handlegg og úthella reiði minni.+ 34 Ég flyt ykkur frá þjóðunum og safna ykkur saman úr löndunum sem ykkur var tvístrað til. Ég geri það með sterkri hendi og útréttum handlegg og úthelli reiði minni.+ 35 Ég fer með ykkur út í óbyggðir þjóðanna og læt ykkur svara til saka augliti til auglitis.+

36 Ég læt ykkur svara til saka eins og ég lét forfeður ykkar svara til saka í óbyggðum Egyptalands,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva. 37 ‚Ég læt ykkur ganga undir hirðisstafinn+ og skylda ykkur til að halda sáttmálann. 38 En ég skil frá ykkur uppreisnarmenn og þá sem syndga gegn mér.+ Ég flyt þá burt úr landinu þar sem þeir búa sem útlendingar en þeir fá ekki að komast inn í Ísrael.+ Þá komist þið að raun um að ég er Jehóva.‘

39 Þið Ísraelsmenn, alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Farið hver og einn og þjónið viðbjóðslegum skurðgoðum ykkar.+ En ef þið farið ekki að hlusta á mig kemur að því að þið getið ekki lengur vanhelgað heilagt nafn mitt með fórnum ykkar og viðbjóðslegum skurðgoðum.‘+

40 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Á heilögu fjalli mínu, á háu fjalli í Ísrael,+ munu allir Ísraelsmenn, já, allir í landinu, þjóna mér.+ Þar mun ég gleðjast yfir ykkur og ég ætlast til að þið komið með framlög ykkar og frumgróðafórnir, allar heilagar gjafir ykkar.+ 41 Ég gleðst yfir ykkur vegna ljúfa* ilmsins þegar ég flyt ykkur frá þjóðunum og safna ykkur saman frá löndunum sem þið tvístruðust til,+ og ég verð helgaður meðal ykkar í augsýn þjóðanna.‘+

42 ‚Og þið munuð komast að raun um að ég er Jehóva+ þegar ég flyt ykkur til Ísraelslands,+ inn í landið sem ég sór að gefa forfeðrum ykkar. 43 Þar rifjast upp fyrir ykkur hvernig þið óhreinkuðuð ykkur með hegðun ykkar og verkum+ og þið fáið óbeit á sjálfum ykkur vegna alls hins illa sem þið gerðuð.+ 44 Þið Ísraelsmenn munuð skilja að ég er Jehóva því að nafns míns vegna+ kem ég ekki fram við ykkur eins og þið eigið skilið. Ég refsa ykkur ekki fyrir slæma hegðun ykkar og spillingu,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“

45 Orð Jehóva kom aftur til mín: 46 „Mannssonur, snúðu þér í suðurátt, flyttu svæðinu í suðri boðskap og spáðu gegn skóglendinu í suðri. 47 Segðu við skóginn í suðri: ‚Heyrðu orð Jehóva. Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég kveiki í þér+ og eldurinn mun gleypa bæði grænu trén og hin visnu. Eldurinn verður ekki slökktur+ og öll andlit sviðna af honum, allt frá suðri til norðurs. 48 Allir menn munu sjá að það var ég, Jehóva, sem kveikti hann og hann verður ekki slökktur.“‘“+

49 Þá sagði ég: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva! Þeir segja að ég tali bara í gátum.“*

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila