Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.99 bls. 3-6
  • Námsskrá Guðveldisskólans árið 2000

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá Guðveldisskólans árið 2000
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 10.99 bls. 3-6

Námsskrá Guðveldisskólans árið 2000

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir Guðveldisskólann árið 2000.

KENNSLURIT: Biblían 1981, Varðturninn [w], „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ („Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“), útgáfan frá 1990 [si], Insight on the Scriptures (Innsýn í Ritninguna), 2. bindi [it-2], og „Bible Topics for Discussion“ („Umræðuefni frá Biblíunni“) eins og þau er að finna í Nýheimsþýðingunni [td]. Tilvísanir í si, it og td miðast við ensku útgáfuna. Þegar stendur wE er átt við Varðturninn á ensku, en þegar stendur bara w er átt við íslensku útgáfuna.

Skólann skal hefja Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn og allir boðnir velkomnir. Óþarft er að tíunda fyrir fram það helsta sem verður á dagskrá. Minnst verður á hvaða efni verður tekið fyrir um leið og ræðurnar eru kynntar. Fara skal að sem hér segir:

VERKEFNI NR. 1: 15 mínútur. Öldungur eða safnaðarþjónn skal flytja ræðuna og byggja hana á Varðturninum eða bókinni „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial.“ Þegar efnið er byggt á Varðturninum skal flytja það sem 15 mínútna kennsluræðu án munnlegrar upprifjunar; sé efnið byggt á bókinni „All Scripture . . .“ skal flytja það sem 10 til 12 mínútna kennsluræðu og síðan skal fylgja 3 til 5 mínútna munnleg upprifjun þar sem spurningarnar í bókinni eru notaðar. Markmiðið skyldi ekki bara vera að fara yfir efnið heldur einnig að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess sem fjallað er um og leggja áherslu á það sem kemur söfnuðinum að mestu gagni. Nota skal stefið sem er í námsskránni.

Bræðurnir, sem flytja þessa ræðu, skyldu gæta þess vel að fara ekki yfir tímann. Veita má leiðbeiningar einslega sé þess þörf eða óski ræðumaður þess.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 6 mínútur. Í umsjón öldungs eða safnaðarþjóns sem lagar efnið á áhrifaríkan hátt að þörfum safnaðarins. Óþarft er að hafa stef. Þetta á ekki bara að vera samantekt lesefnisins. Taka má saman 30 til 60 sekúndna heildaryfirlit yfir úthlutaða kafla. Markmiðið er þó fyrst og fremst að sýna áheyrendum fram á hvers vegna og hvernig þessar upplýsingar hafa gildi fyrir okkur. Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.

VERKEFNI NR. 2: 5 mínútur. Þetta er upplestur frá Biblíunni á hinu úthlutaða efni og skal flutt af bróður, hvort sem ræðan er haldin í aðalsalnum eða annars staðar. Lesverkefnin eru yfirleitt nógu stutt til að nemandinn geti í fáum orðum komið með fræðandi upplýsingar og útskýringar í inngangi og niðurlagi ræðunnar. Draga má fram sögulegt baksvið, spádómlega merkingu, tengsl við kennisetningar og frumreglur og heimfærslu þeirra. Lesa skyldi öll versin sem ræðumanni er úthlutað og lesturinn vera órofinn. Þegar versin, sem lesa á, eru ekki samliggjandi má nemandinn að sjálfsögðu tilgreina hvar lesturinn heldur áfram.

VERKEFNI NR. 3: 5 mínútur. Fela skyldi systrum þetta verkefni. Efnið er byggt á „Bible Topics for Discussion“ í Nýheimsþýðingunni. Sviðsetningin má vera óformlegur vitnisburður, endurheimsókn eða heimabiblíunámskeið, og þátttakendur mega sitja eða standa að vild. Skólahirðirinn hefur einkum áhuga á því hvernig nemandinn vinnur úr hinu úthlutaða stefi og hjálpar húsráðandanum að rökhugsa út frá ritningarstöðunum. Nemandinn, sem fær þetta verkefni, ætti að vera læs. Umsjónarmaður skólans velur nemandanum einn aðstoðarmann en nota má þó fleiri en einn til aðstoðar. Hugsa skal fyrst og fremst um áhrifaríka notkun Biblíunnar en ekki sviðsetninguna.

VERKEFNI NR. 4: 5 mínútur. Ræðan byggist á persónu í Biblíunni eða efni úr „Bible Topics for Discussion“ í Nýheimsþýðingunni. Þegar verkefnið er byggt á persónu í Biblíunni má finna efni í bókinni Insight on the Scriptures, 2. bindi, undir ensku nafni persónunnar. Enska nafnið stendur innan sviga í námsskránni á eftir hinu íslenska. Nemandinn ætti að kynna sér ritningarstaðina, sem þar er vísað í, til þess að fá skýra mynd af biblíupersónunni — atburðum í lífi hennar, persónuleika, eiginleikum og viðhorfum. Því næst ætti hann að semja ræðu út frá hinu uppgefna stefi og velja sér viðeigandi ritningarstaði. Bæta má inn aukaritningarstöðum sem draga vel fram biblíulegar frumreglur og tengjast stefinu. Tilgangurinn með því að fjalla um biblíupersónu er að sýna fram á hvað megi læra af fordæmi hennar. Trúföst breytni, hugrekki, auðmýkt og ósérplægni eru góð fordæmi til eftirbreytni; ótrúmennska og óæskilegir eiginleikar eru áhrifarík víti til varnaðar til að snúa kristnum mönnum frá rangri braut. Þegar ræðan byggist á „Bible Topics for Discussion“ ætti nemandinn að styðjast við uppgefið stef og reyna að heimfæra ritningarstaðina á raunhæfan hátt. Úthluta má bróður eða systur verkefni nr. 4. Þegar bróður er úthlutað efnið skal ávallt flytja það sem ræðu. Þegar systur er falið það skal flytja það í samræmi við leiðbeiningarnar við verkefni nr. 3. Og þegar ræðustefið fyrir verkefni nr. 4 er merkt með # á helst að úthluta það bróður.

*AUKABIBLÍULESEFNI: Það er gefið upp innan hornklofa á eftir söngvanúmerinu í hverri viku. Með því að fylgja þessari lestrarskrá og lesa um það bil tíu blaðsíður á viku má lesa alla Biblíuna á þrem árum. Ekkert í skóladagskránni eða skriflegu upprifjuninni er byggt á aukabiblíulesefninu.

ATHUGIÐ: Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um ráðleggingar skólahirðis, tímavörslu, skriflega upprifjun og undirbúning ræðu er að finna á blaðsíðu 3 í Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996.

NÁMSSKRÁ

3. jan. Biblíulestur: 5. Mósebók 4-6

Söngur nr. 9 [*Jeremía 49-52]

Nr. 1: Mettu blessun Jehóva að verðleikum (wE98 1.1. bls. 22-4)

Nr. 2: 5. Mósebók 6:4-19

Nr. 3: td 1A Guð hefur ekki velþóknun á forfeðradýrkun.

Nr. 4: Símon (Simon, nr. 8) — Stef: #Þjónaðu Guði af hreinu tilefni

10. jan. Biblíulestur: 5. Mósebók 7-10

Söngur nr. 49 [*Harmljóðin 1-5]

Nr. 1: Upphefðu hinn sanna Guð (wE98 1.1. bls. 30-1)

Nr. 2: 5. Mósebók 8:1-18

Nr. 3: td 1B Heiðra má menn, en aðeins Guð má tilbiðja

Nr. 4: Sísera (Sisera, nr. 1) — Stef: Sigurinn tilheyrir Jehóva

17. jan. Biblíulestur: 5. Mósebók 11-14

Söngur nr. 132 [*Esekíel 1-9]

Nr. 1: Sýndu fyrirhyggju vegna ástvina þinna (wE98 15.1. bls. 19-22)

Nr. 2: 5. Mósebók 11:1-12

Nr. 3: td 2A Harmagedón — stríð til að binda enda á illsku

Nr. 4: Salómon (Solomon) — Stef: #Varðveittu hjartað

24. jan. Biblíulestur: 5. Mósebók 15-19

Söngur nr. 162 [*Esekíel 10-16]

Nr. 1: Sannleikurinn breytir fólki og sameinar (wE98 15.1. bls. 29-31)

Nr. 2: 5. Mósebók 19:11-21

Nr. 3: td 2B Harmagedón er kærleiksverk Guðs

Nr. 4: Sósþenes (Sosthenes) — Stef: Prédikaðu fyrir alls konar mönnum

31. jan. Biblíulestur: 5. Mósebók 20-23

Söngur nr. 13 [*Esekíel 17-21]

Nr. 1: Hrós og smjaður — afstaða Biblíunnar (wE98 1.2. bls. 29-31)

Nr. 2: 5. Mósebók 20:10-20

Nr. 3: td 3A Kristnir menn verða að láta skírast

Nr. 4: Stefanas (Stephanas) — Stef: #Vertu traustur í sannleikanum

7. feb. Biblíulestur: 5. Mósebók 24-27

Söngur nr. 222 [*Esekíel 22-27]

Nr. 1: Tilefni til raunverulegrar bjartsýni (w98 1.3. bls. 4-6)

Nr. 2: 5. Mósebók 25:5-16

Nr. 3: td 3B Skírn þvær ekki burt syndir

Nr. 4: Stefán (Stephen) — Stef: #Sýndu að þú sért fullur anda og visku

14. feb. Biblíulestur: 5. Mósebók 28-30

Söngur nr. 180 [*Esekíel 28-33]

Nr. 1: Temdu þér þakklæti (wE98 15.2. bls. 4-7)

Nr. 2: 5. Mósebók 28:1-14

Nr. 3: td 4A Biblían er innblásið orð Guðs

Nr. 4: Súsanna (Susanna) — Stef: Notið eigur ykkar til að hjálpa hver öðrum

21. feb. Biblíulestur: 5. Mósebók 31-34

Söngur nr. 46 [*Esekíel 34-39]

Nr. 1: 5. Mósebók — hvers vegna gagnleg (si bls. 40-1 gr. 30-4)

Nr. 2: 5. Mósebók 32:35-43

Nr. 3: td 4B Biblían — gagnlegur leiðarvísir fyrir okkar tíma

Nr. 4: Sýntýke (Syntyche) — Stef: Haldið áfram að lifa saman í friði

28. feb. Biblíulestur: Jósúabók 1-5

Söngur nr. 40 [*Esekíel 40-45]

Nr. 1: Kynning á Jósúabók (si bls. 42 gr. 1-5)

Nr. 2: Jósúabók 2:8-16

Nr. 3: td 4C Biblían — bók fyrir alla menn

Nr. 4: Tamar (Tamar, nr. 1) — Stef: Vertu ekki of fljótur að dæma

6. mars Biblíulestur: Jósúabók 6-9

Söngur nr. 164 [*Esekíel 46–Daníel 2]

Nr. 1: Foreldrar — verndið börnin ykkar! (wE98 15.2. bls. 8-11)

Nr. 2: Jósúabók 7:1, 10-19

Nr. 3: td 5A Blóðgjafir brjóta gegn heilagleika blóðsins

Nr. 4: Tara (Terah, nr. 1) — Stef: Er trú foreldranna alltaf sú rétta?

13. mars Biblíulestur: Jósúabók 10-13

Söngur nr. 138 [*Daníel 3-7]

Nr. 1: Hvað segir Biblían um náðargáfu? (wE98 15.2. bls. 23-7)

Nr. 2: Jósúabók 11:6-15

Nr. 3: td 5B Á að bjarga lífi manns hvað sem það kostar?

Nr. 4: Teres (Teresh) — Stef: Laun óhollustu

20. mars Biblíulestur: Jósúabók 14-17

Söngur nr. 10 [*Daníel 8–Hósea 2]

Nr. 1: Trúfastir menn sem voru „sama eðlis og vér“ (wE98 1.3. bls. 26-9)

Nr. 2: Jósúabók 15:1-12

Nr. 3: td 6A Hvenær enduðu heiðingjatímarnir?

Nr. 4: Tómas (Thomas) — Stef: #Hugsaðu áður en þú talar

27. mars Biblíulestur: Jósúabók 18-20

Söngur nr. 105 [*Hósea 3-14]

Nr. 1: Síðustu ævidagar Jesú á jörðinni (wE98 15.3. bls. 3-9)

Nr. 2: Jósúabók 18:1-10

Nr. 3: td 7A Hvað er hin kristna kirkja?

Nr. 4: Tíberíus (Tiberius) — Stef: Lestir geta gert mann fyrirlitlegan

3. apríl Biblíulestur: Jósúabók 21-24

Söngur nr. 144 [*Jóel 1–Amos 7]

Nr. 1: Jósúabók — hvers vegna gagnleg (si bls. 45-6 gr. 21-4)

Nr. 2: Jósúabók 21:43–22:8

Nr. 3: td 7B Er Pétur ‚kletturinn‘?

Nr. 4: Tímóteus (Timothy) — Stef: #Hræsnislaus trú heiðrar Guð

10. apríl Biblíulestur: Dómarabókin 1-4

Söngur nr. 43 [*Amos 8–Míka 5]

Nr. 1: Kynning á Dómarabókinni (si bls. 46-7 gr. 1-7)

Nr. 2: Dómarabókin 3:1-11

Nr. 3: td 8A Sönn vísindi styðja sköpunarsöguna

Nr. 4: Títus (Titus) — Stef: #Þjónaðu bræðrunum heilshugar

17. apríl Biblíulestur: Dómarabókin 5-7

Söngur nr. 193 [*Míka 6–Sefanía 1]

Nr. 1: Lærðu af leiðbeiningum Jesú til lærisveinanna 70 (wE98 1.3. bls. 30-1)

Nr. 2: Dómarabókin 5:24-31

Nr. 3: td 8B Var hver sköpunardagur sólarhringur að lengd?

Nr. 4: Tobía (Tobiah, nr. 2) — Stef: Óvinir Guðs hafa ekki betur

24. apríl Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri 5. Mósebókar 4–Dómarabókarinnar 7

Söngur nr. 91 [*Sefanía 2–Sakaría 7]

1. maí Biblíulestur: Dómarabókin 8-10

Söngur nr. 38 [*Sakaría 8–Malakí 4]

Nr. 1: Virtu sæmd annarra (wE98 1.4. bls. 28-31)

Nr. 2: Dómarabókin 9:7-21

Nr. 3: td 9A Dó Jesús á krossi?

Nr. 4: Trófímus (Trophimus) — Stef: #Styddu þá sem fara með forystuna

8. maí Biblíulestur: Dómarabókin 11-14

Söngur nr. 82 [*Matteus 1-8]

Nr. 1: Barnabas, „huggunar sonur“ (wE98 15.4. bls. 20-3)

Nr. 2: Dómarabókin 13:2-10, 24

Nr. 3: td 9B Eiga kristnir menn að dýrka krossinn?

Nr. 4: Trýfæna (Tryphaena) — Stef: Mettu að verðleikum konur sem leggja hart á sig fyrir Drottin

15. maí Biblíulestur: Dómarabókin 15-18

Söngur nr. 26 [*Matteus 9-14]

Nr. 1: Öruggur heimur án herja (wE98 15.4. bls. 28-30)

Nr. 2: Dómarabókin 17:1-13

Nr. 3: td 10A Hver er orsök dauðans?

Nr. 4: Týkíkus (Tychicus) — Stef: #Vertu trúr og áreiðanlegur kristinn maður

22. maí Biblíulestur: Dómarabókin 19-21

Söngur nr. 42 [*Matteus 15-21]

Nr. 1: Dómarabókin — hvers vegna gagnleg (si bls. 50 gr. 26-8)

Nr. 2: Dómarabókin 19:11-21

Nr. 3: td 10B Geta hinir dauðu gert þér mein?

Nr. 4: Úría (Uriah, nr. 1) — Stef: Vertu heilshugar í þjónustu þinni við Guð

29. maí Biblíulestur: Rutarbók 1-4

Söngur nr. 120 [*Matteus 22-26]

Nr. 1: Kynning á Rutarbók og hvers vegna gagnleg (si bls. 51-3 gr. 1-3, 9-10)

Nr. 2: Rutarbók 3:1-13

Nr. 3: td 10C Geta menn talað við látna ættingja?

Nr. 4: Úría (Urijah, nr. 2) — Stef: Óttastu hinn sanna Guð en ekki menn

5. júní Biblíulestur: 1. Samúelsbók 1-3

Söngur nr. 191 [*Matteus 27–Markús 4]

Nr. 1: Kynning á 1. Samúelsbók (si bls. 53-4 gr. 1-6)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 1:9-20

Nr. 3: td 11A Er djöfullinn raunveruleg persóna?

Nr. 4: Ússa (Uzzah, nr. 2) — Stef: #Gott tilefni afsakar ekki óhlýðni

12. júní Biblíulestur: 1. Samúelsbók 4-7

Söngur nr. 85 [*Markús 5-9]

Nr. 1: Hver er Jehóva? (w98 1.5. bls. 5-7)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 4:9-18

Nr. 3: td 11B Djöfullinn — ósýnilegur stjórnandi heimsins

Nr. 4: Ússía (Uzziah, nr. 3) — Stef: #Vertu auðmjúkur og virtu guðræðislega skipan.

19. júní Biblíulestur: 1. Samúelsbók 8-11

Söngur nr. 160 [*Markús 10–14]

Nr. 1: Ráðvendni er umbunuð (wE98 1.5. bls. 30-1)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 8:4-20

Nr. 3: td 11C Hvað segir Biblían um fallna engla?

Nr. 4: Vastí (Vashti) — Stef: Vertu hógvær og gakktu með Guði

26. júní Biblíulestur: 1. Samúelsbók 12-14

Söngur nr. 172 [*Markús 15–Lúkas 3]

Nr. 1: Geta peningar veitt þér hamingju? (wE98 15.5. bls. 4-6)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 14:1-14

Nr. 3: td 12A Jörðin var sköpuð til að vera paradís

Nr. 4: Sakkeus (Zacchaeus) — Stef: #Forðastu snöru ágirndarinnar

3. júlí Biblíulestur: 1. Samúelsbók 15-17

Söngur nr. 8 [*Lúkas 4-8]

Nr. 1: Evnike og Lóis — fyrirmyndarkennarar (wE98 15.5. bls. 7-9)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 16:4-13

Nr. 3: td 12B Lífið á jörðinni tekur aldrei enda

Nr. 4: Sadók (Zadok, nr. 1) — Stef: #Vertu dyggur þjónn

10. júlí Biblíulestur: 1. Samúelsbók 18-20

Söngur nr. 156 [*Lúkas 9-12]

Nr. 1: Talaðu af sannfæringarkrafti og náðu til hjartans (wE98 15.5. bls. 21-3)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 19:1-13

Nr. 3: td 13A Geturðu komið auga á falsspámenn?

Nr. 4: Seba (Zebah) — Stef: Andstæðingar fólks Guðs verða látnir svara til saka

17. júlí Biblíulestur: 1. Samúelsbók 21-24

Söngur nr. 33 [*Lúkas 13-19]

Nr. 1: Axlaðu fjölskylduábyrgð þína (wE98 1.6. bls. 20-3)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 24:2-15

Nr. 3: td 14A Hve mikilvæg er andleg lækning?

Nr. 4: Sakaría (Zechariah, nr. 12) — Stef: Jehóva gleymir ekki trúföstum þjónum sínum

24. júlí Biblíulestur: 1. Samúelsbók 25-27

Söngur nr. 60 [*Lúkas 20-24]

Nr. 1: Ósvikin réttvísi — hvenær og hvernig? (wE98 15.6. bls. 26-9)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 25:23-33

Nr. 3: td 14B Guðsríki veitir varanlega lækningu

Nr. 4: Sakaría (Zechariah, nr. 20) — Stef: #Hvetjið hvert annað í þjónustu Guðs

31. júlí Biblíulestur: 1. Samúelsbók 28-31

Söngur nr. 170 [*Jóhannes 1-6]

Nr. 1: 1. Samúelsbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 57-8 gr. 27-35)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 31:1-13

Nr. 3: td 14C Trúarlækningar nútímans eru ekki frá Guði

Nr. 4: Sakaría (Zechariah, nr. 31) — Stef: Trúðu öllu sem Guð segir

7. ágúst Biblíulestur: 2. Samúelsbók 1-4

Söngur nr. 22 [*Jóhannes 7-11]

Nr. 1: Kynning á 2. Samúelsbók (si bls. 59 gr. 1-5)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 2:1-11

Nr. 3: td 14D Er tungutal örugg vísbending um velþóknun Guðs?

Nr. 4: Sedekía (Zedekiah, nr. 1) — Stef: Varastu falsspámenn

14. ágúst Biblíulestur: 2. Samúelsbók 5-8

Söngur nr. 174 [*Jóhannes 12-18]

Nr. 1: „Kostið kapps“ (wE98 15.6. bls. 30-1)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 7:4-16

Nr. 3: td 15A Hverjir fara til himna?

Nr. 4: Sedekía (Zedekiah, nr. 4) — Stef: #Hlýddu alltaf boðum Jehóva

21. ágúst Biblíulestur: 2. Samúelsbók 9-12

Söngur nr. 107 [*Jóhannes 19–Postulasagan 4]

Nr. 1: Sýndu náungakærleika„Vertu góður granni“ passar illa við efnið (wE98 1.7. bls. 30-1)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 11:2-15

Nr. 3: td 16A Helja er ekki kvalarstaður

Nr. 4: Serúbabel (Zerubbabel) — Stef: #Vertu hugrakkur frammi fyrir andstöðu

28. ágúst Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Dómarabókarinnar 8–2. Samúelsbókar 12

Söngur nr. 177 [*Postulasagan 5-10]

4. sept. Biblíulestur: 2. Samúelsbók 13-15

Söngur nr. 183 [*Postulasagan 11-16]

Nr. 1: Gefið börnum ykkar gott veganesti í lífinu (w98 1.8. bls. 4-6)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 13:20-33

Nr. 3: td 16B Eldur er tákn tortímingar

Nr. 4: Síba (Ziba) — Stef: Svik og rógur vekja spurningar um tilefni góðra verka

11. sept. Biblíulestur: 2. Samúelsbók 16-18

Söngur nr. 129 [*Postulasagan 17-22]

Nr. 1: Viðhorf kristinna manna til útfararsiða (wE98 15.7. bls. 20-4)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 16:5-14

Nr. 3: td 16C Sagan um ríka manninn og Lasarus sannar ekki að til séu eilífar kvalir

Nr. 4: Simrí (Zimri, nr. 2) — Stef: #Jehóva umber ekki siðleysi

18. sept. Biblíulestur: 2. Samúelsbók 19-21

Söngur nr. 19 [*Postulasagan 23–Rómverjabréfið 1]

Nr. 1: Geturðu treyst samviskunni? (w98 1.10. bls. 4-7)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 20:1, 2, 14-22

Nr. 3: td 17A Viðhorf kristinna manna til hátíðahalda

Nr. 4: Simrí (Zimri, nr. 3) — Stef: Taumlaus metnaðargirnd getur haft sorglegar afleiðingar

25. sept. Biblíulestur: 2. Samúelsbók 22-24

Söngur nr. 98 [*Rómverjabréfið 2-9]

Nr. 1: 2. Samúelsbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 63 gr. 28-31)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 23:8-17

Nr. 3: td 18A Notkun líkneskja vanvirðir Guð

Nr. 4: Sippóra (Zipporah) — Stef: Sýndu ótta og virðingu þegar mál eru leiðrétt

2. okt. Biblíulestur: 1. Konungabók 1-2

Söngur nr. 36 [*Rómverjabréfið 10–1. Korintubréf 3]

Nr. 1: Kynning á 1. Konungabók (si bls. 64-5 gr. 1-5)

Nr. 2: 1. Konungabók 2:1-11

Nr. 3: td 18B Afleiðingar skurðgoðadýrkunar

Nr. 4: Sófar (Zophar) — Stef: Óvægin gagnrýni er kærleikslaus

9. okt. Biblíulestur: 1. Konungabók 3-6

Söngur nr. 106 [*1. Korintubréf 4-13]

Nr. 1: Láttu mikilvægu málin ganga fyrir (w98 1.10. bls. 29-31)

Nr. 2: 1. Konungabók 4:21-34

Nr. 3: td 18C Aðeins má tilbiðja Jehóva einan

Nr. 4: td 19A #Samkirkjustefna er ekki Guði velþóknanleg

16. okt. Biblíulestur: 1. Konungabók 7-8

Söngur nr. 76 [*1. Korintubréf 14–2. Korintubréf 7]

Nr. 1: Borið vitni fyrir tignarmönnum (wE98 1.9. bls. 30-1)

Nr. 2: 1. Konungabók 7:1-14

Nr. 3: td 19B Eru öll trúarbrögð góð?

Nr. 4: td 20A Kristnir menn eiga að nota einkanafn Guðs

23. okt. Biblíulestur: 1. Konungabók 9-11

Söngur nr. 97 [*2. Korintubréf 8–Galatabréfið 4]

Nr. 1: Viðhorf kristinna manna til brúðarverðs (wE98 15.9. bls. 24-7)

Nr. 2: 1. Konungabók 11:1-13

Nr. 3: td 20B Staðreyndir um tilvist Guðs

Nr. 4: td 20C #Eiginleikar Guðs

30. okt. Biblíulestur: 1. Konungabók 12-14

Söngur nr. 113 [*Galatabréfið 5–Filippíbréfið 2]

Nr. 1: Er Guð þér raunverulegur? (wE98 15.9. bls. 21-3)

Nr. 2: 1. Konungabók 13:1-10

Nr. 3: td 20D Það þjóna ekki allir sama Guði

Nr. 4: td 21A Eru vottar Jehóva ný trúarbrögð

6. nóv. Biblíulestur: 1. Konungabók 15-17

Söngur nr. 123 [*Filippíbréfið 3–1. Þessaloníkubréf 5]

Nr. 1: Haltu áfram að taka andlegum framförum! (wE98 1.10. bls. 28-31)

Nr. 2: 1. Konungabók 15:9-24

Nr. 3: td 22A Jesús Kristur — sonur Guðs og útnefndur konungur

Nr. 4: td 22B Trú á Jesú er forsenda hjálpræðis

13. nóv. Biblíulestur: 1. Konungabók 18-20

Söngur nr. 159 [*2. Þessaloníkubréf–2. Tímóteusarbréf 3]

Nr. 1: Leysið vandamál í friði (w98 1.12. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Konungabók 20:1, 13-22

Nr. 3: td 22C Er nóg að trúa á Jesú til að öðlast hjálpræði?

Nr. 4: td 23A #Sú blessun sem Guðsríki færir

20. nóv. Biblíulestur: 1. Konungabók 21-22

Söngur nr. 179 [*2. Tímóteusarbréf 4–Hebreabréfið 7]

Nr. 1: 1. Konungabók — hvers vegna gagnleg (si bls. 68-9 gr. 23-6)

Nr. 2: 1. Konungabók 22:29-40

Nr. 3: td 23B Guðsríki tekur til starfa meðan óvinir Krists eru enn við lýði

Nr. 4: td 23C Guðsríki kemur ekki fyrir tilverknað manna

27. nóv. Biblíulestur: 2. Konungabók 1-3

Söngur nr. 148 [*Hebreabréfið 8–Jakobsbréfið 2]

Nr. 1: Kynning á 2. Konungabók (si bls. 69 gr. 1-4)

Nr. 2: 2. Konungabók 2:15-25

Nr. 3: td 24A Hvað eru ‚endalok veraldar‘?

Nr. 4: td 24B #Vertu andlega vakandi fyrir táknum síðustu daga

4. des. Biblíulestur: 2. Konungabók 4-6

Söngur nr. 109 [*Jakobsbréfið 3–2. Pétursbréf 3]

Nr. 1: Varastu símonsku (wE98 15.11. bls. 28)

Nr. 2: 2. Konungabók 5:20-27

Nr. 3: td 25A Eilíft líf er ekki bara draumsýn

Nr. 4: td 25B Hverjir fara til himna?

11. des. Biblíulestur: 2. Konungabók 7-9

Söngur nr. 117 [*1. Jóhannesarbréf 1–Opinberunarbókin 1]

Nr. 1: Biblíulegar frumreglur um lán (wE98 15.11. bls. 24-7)

Nr. 2: 2. Konungabók 7:1, 2, 6, 7, 16-20

Nr. 3: td 25C Því eru engin takmörk sett hve margir hljóta eilíft líf á jörð

Nr. 4: td 26A #Hjónabandið þarf að vera heiðvirt

18. des. Biblíulestur: 2. Konungabók 10-12

Söngur nr. 181 [*Opinberunarbókin 2-12]

Nr. 1: Hin sanna saga af fæðingu Jesú (wE98 15.12. bls. 5-9)

Nr. 2: 2. Konungabók 11:1-3, 9-16

Nr. 3: td 26B Kristnir menn verða að virða meginregluna um yfirráð

Nr. 4: td 26C Ábyrgð foreldra gagnvart börnunum

25. des. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri 2. Samúelsbókar 13–2. Konungabókar 12

Söngur nr. 217 [*Opinberunarbókin 13-22]

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila