Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.93 bls. 3-6
  • Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1994

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1994
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 10.93 bls. 3-6

Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1994

Leiðbeiningar

Guðveldisskólinn verður haldinn samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum árið 1994.

KENNSLURIT: Biblían, Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði, „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“ (“All Scripture Is Inspired of God and Beneficial”), útgáfan frá 1990 [si], Mesta mikilmenni sem lifað hefur (The Greatest Man Who Ever Lived) [gt], og „Umræðuefni frá Biblíunni [Bible Topics for Discussion]“ eins og þau er að finna í Nýheimsþýðingunni [*td] eru þau rit sem ræðuefnin eru tekin frá. Tilvísanir í si, gt og td miðast við ensku útgáfuna.

Skólinn mun hafinn með söng og bæn og allir boðnir velkomnir og síðan haldið áfram sem hér segir:

VERKEFNI NR. 1: 15 mínútur. Öldungur skyldi annast þessa ræðu, eða þjónn sem til þess er hæfur, og hún mun byggð á bókinni Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði eða „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg.“ Þetta verkefni skal flytja sem 10- til 12-mínútna kennsluræðu og síðan fylgja 3- til 5-mínútna munnleg upprifjun þar sem prentuðu spurningarnar við greinarnar eru notaðar. Markmiðið skyldi vera að fara ekki aðeins yfir efnið heldur að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess og leggja áherslu á það sem kemur söfnuðinum að mestu gagni. Nota skal stefið sem er í námsskránni. Allir eru hvattir til að undirbúa sig rækilega til að þeir hafi full not af þessu efni.

Bræðurnir, sem flytja þessa ræðu, skyldu gæta þess vel að fara ekki yfir tímann. Veita má leiðbeiningar einslega sé það nauðsynlegt eða ræðumaðurinn biður um það fyrirfram.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 6 mínútur. Þetta atriði annist umsjónarmaður skólans eða annar öldungur eða safnaðarþjónn sem mun laga efnið á áhrifaríkan hátt að þörfum safnaðarins. Ætti ekki aðeins að vera samantekt lesefnisins. Takmarkið heildaryfirlit hinna tilteknu kafla við 30 til 60 sekúndur. Markmiðið er fyrst og fremst að hjálpa áheyrendum að skilja hvers vegna og hvernig þessar upplýsingar hafa gildi fyrir okkur. Umsjónarmaður skólans mun síðan biðja nemendur að ganga til sinnar skólastofu.

RÆÐA NR. 2: 5 mínútur. Hún er upplestur frá Biblíunni á hinu úthlutaða efni og skal flutt af bróður hvort sem hún er haldin í aðalsalnum eða hinum deildunum. Leskaflarnir eru yfirleitt nógu stuttir til þess að nemandinn geti í fáum orðum veitt fræðandi upplýsingar og útskýringar í inngangi og niðurlagi ræðunnar. Draga má fram sögulegt baksvið, spádómlega merkingu, tengsl við kennisetningar, frumreglur og heimfærslu þeirra. Lesa skyldi öll versin sem ræðumanni er úthlutað og lesturinn vera órofin. Þegar versin, sem lesa á, eru ekki samliggjandi má nemandinn að sjálfsögðu tilgreina versið þar sem lesturinn heldur áfram.

RÆÐA NR. 3: 5 mínútur. Fela skyldi systrum þessa ræðu. Ræðuefnið mun byggt á bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Nemandinn ætti að vera læs. Nemandinn má sitja eða standa að vild. Umsjónarmaður skólans mun velja nemandanum einn aðstoðarmann en nota má þó fleiri en einn til aðstoðar. Sviðsetningin ætti helst að vera aðstæður í boðunarstarfinu á akrinum eða óformlegur vitnisburður. Sú sem flytur ræðuna getur sjálf hafið samræðurnar til að setja ræðuna á svið eða látið hjálparmann(-menn) sinn gera það. Hugsa skal fyrst og fremst um efnið en ekki sviðsetninguna. Nemandinn skal nota stefið sem er í námsskránni.

RÆÐA NR. 4: 5 mínútur. Bróðir eða systir skyldi flytja þessa ræðu. Hún mun byggð á „Umræðuefni frá Biblíunni“ aftast í Nýheimsþýðingunni. Þegar bróðir flytur ræðuna skal hann ávarpa alla áheyrendurna. Yfirleitt er best að bróðirinn undirbúi ræðuna með áheyrendur í Ríkissalnum í huga þannig að hún verði þeim sem í raun og veru heyra hana bæði fræðandi og gagnleg. Ef ræðuefnið hins vegar á sérstaklega vel við einhverjar aðrar raunhæfar og hentugar áheyrendaaðstæður er bróðurnum frjálst að semja ræðuna í samræmi við það. Nemandinn skyldi nota stefið sem er í námsskránni.

Þegar systur er veitt að flytja þessa ræðu skal bera fram efnið í samræmi við leiðbeiningarnar við ræðu nr. 3.

LEIÐBEININGAR OG ATHUGASEMDIR: Eftir hverja nemandaræðu mun umsjónarmaður skólans veita hnitmiðaðar leiðbeiningar en ekki nauðsynlega fylgja þeirri röð sem er á ræðuráðleggingakortinu. Öllu heldur ætti hann að einbeita sér að þeim þáttum ræðumennskunnar sem nemandinn þarf að taka framförum í. Ef nemandinn á ekkert annað skilið en „G“ fyrir frammistöðu sína og hvergi á kortinu stendur eftir „F“ eða „Æ“ þá ætti leiðbeinandinn að setja hring um það efni sem nemandinn ætti að vinna að fyrir næstu ræðu. Þessi hringur er settur um þann reit sem „G,“ „F“ eða „Æ“ er venjulega merkt í. Hann mun skýra nemandanum frá því þetta sama kvöld og síðan einnig merkja það á verkefnablaðið (S-89) sem nemandinn fær fyrir næstu ræðu. Þeir sem flytja ræður ættu að sitja framarlega í salnum. Það sparar tíma og gerir umsjónarmanni skólans kleift að beina leiðbeiningum sínum beint til hvers nemanda. Eftir að leiðbeinandinn hefur gefið nauðsynlegar leiðbeiningar getur hann, eins og tíminn leyfir, gefið athugasemdir um fræðandi og hagnýt atriði sem nemandinn tók ekki fram. Umsjónarmaðurinn skyldi gæta þess að nota ekki meira en tvær mínútur til leiðbeininga og athugasemda eftir hverja nemandaræðu. Ef framsetningin á höfuðþáttum biblíulesefnisins var ekki sem skyldi mætti veita leiðbeiningar einslega.

UNDIRBÚNINGUR RÆÐU: Áður en nemandi hefst handa við að semja ræðu sína ætti hann að lesa vandlega það efni í Handbókinni sem fjallar um þann þátt ræðumennskunnar sem hann á að vinna að. Nemendur, sem er úthlutuð ræða nr. 2, skyldu velja stef sem fellur vel að þeim hluta Biblíunnar sem á að lesa. Aðrar ræður munu samdar í samræmi við stefið sem sýnt er í prentuðu námsskránni.

TÍMAVARSLA: Engin ræða skyldi fara yfir tímann og ekki heldur leiðbeiningar og athugasemdir leiðbeinandans. Ræður nr. 2, 3 og 4 skyldu kurteislega stöðvaðar þegar tíminn er liðinn. Sá sem fengið hefur það hlutverk að gefa stöðvunarmerki ætti að gefa merki um leið og tíminn er útrunninn. Þegar flytjandi kennsluræðu eða höfuðþátta biblíulesefnisins fer yfir tímann skal veita honum ráðleggingar einslega. Allir ættu að gæta vel að ræðutíma sínum. Dagskrá skólans í heild tekur 45 mínútur að frátöldum söng og bæn.

SKRIFLEG UPPRIFJUN: Með reglulegu millibili mun fara fram skrifleg upprifjun. Undirbúið ykkur með því að rifja upp hið úthlutaða efni og ljúkið við að lesa það sem sett var fyrir í Biblíunni. Við upprifjunina, sem tekur 25 mínútur, má aðeins nota Biblíuna. Það sem eftir er af tímanum mun notað til að ræða um spurningarnar og svörin við þeim. Hver nemandi mun athuga sitt eigið blað. Umsjónarmaður skólans mun athuga með áheyrendunum svörin við upprifjunarspurningunum og fjalla aðallega um þyngri spurningarnar, hjálpa öllum að skilja svörin greinilega. Skriflegri upprifjun samkvæmt námsskránni má fresta um viku gerist þess þörf af staðbundnum ástæðum.

STÓRIR SÖFNUÐIR: Í söfnuðum þar sem 50 eða fleiri eru skráðir í skólann kann að vera heppilegt að láta einn eða fleiri hópa nemenda flytja ræður í öðrum skólastofum þar sem aðrir veita leiðbeiningar. Að sjálfsögðu mega einnig óskírðir einstaklingar, sem lifa í samræmi við kristnar frumreglur, innritast í skólann og flytja nemandaræður.

FJARVISTIR: Allir í söfnuðinum geta sýnt að þeir meti að verðleikum þennan skóla með því að leitast við að mæta í hann í hverri viku, undirbúa ræður sínar vel og vera með og svara þegar spurningar eru bornar fram. Vonast er til að allir nemendurnir sinni verkefnum sínum af samviskusemi. Mæti ekki nemandi, sem á að hafa ræðu, má fela sjálfboðaliða verkefnið og getur hann gert því þau skil sem hann treystir sér til með svo stuttum fyrirvara. Að öðrum kosti gæti skóla­hirðirinn farið yfir efnið með viðeigandi þátttöku áheyrenda.

NÁMSSKRÁ

*td – „Umræðuefni frá Biblíunni“ eins og þau eru í Nýheimsþýðingunni

3. jan. Biblíulestur: Nehemíabók 9 til 11

Söngur nr. 36

Nr. 1: Hvernig kristinni einingu er komið á. (uw bls. 5-7 gr. 1-7)

Nr. 2: Nehemía 9:4, 26-33, 36-38

Nr. 3: Athafnir sem hafa raunverulegt gildi hjá Guði. (gt kafli 83)

Nr. 4: *td 12A Tilgangur Guðs með jörðina.

10. jan. Biblíulestur: Nehemíabók 12 og 13

Söngur nr. 11

Nr. 1: Nehemíabók—hvers vegna gagnleg. (si bls. 90-1 gr. 16-19)

Nr. 2: Nehemía 13:15-18, 23-31

Nr. 3: Ábyrgð þess sem er lærisveinn. (gt kafli 84)

Nr. 4: *td 12B Jörðin verður alltaf byggð.

17. jan. Biblíulestur: Esterarbók 1 til 5

Söngur nr. 54

Nr. 1: Kynning á Esterarbók. (si bls. 91-2 gr. 1-6)

Nr. 2: Esterarbók 4:6-17

Nr. 3: Varist sjálfsréttlæti og metið auðmýkt. (gt kafli 85)

Nr. 4: *td 13A Hvernig auðkenna má falsspámenn.

24. jan. Biblíulestur: Esterarbók 6 til 10

Söngur nr. 68

Nr. 1: Esterarbók—hvers vegna gagnleg. (si p. 94 gr. 16-18)

Nr. 2: Esterarbók 6:1-13

Nr. 3: Týndi sonurinn og kærleiksríki faðir hans. (gt kafli 86 gr. 1-9)

Nr. 4: *td 14A Hvers vegna andleg lækning er bráðnauðsynleg.

31. jan. Biblíulestur: Jobsbók 1 til 3

Söngur nr. 34

Nr. 1: Kynning á Jobsbók. (si bls. 95-6 gr. 1-6)

Nr. 2: Jobsbók 2:1-13

Nr. 3: Endurkoma týnda sonarins hefur áhrif á aðra. (gt kafli 86 gr. 10-20)

Nr. 4: *td 14B Guðsríki færir varanlega líkamlega lækningu.

7. feb. Biblíulestur: Jobsbók 4 til 6

Söngur nr. 45

Nr. 1: Þættir sem eru alveg nauðsynlegir kristinni einingu. (uw bls. 8 gr. 8 to 8 [3])

Nr. 2: Jobsbók 6:1-11, 29, 30

Nr. 3: Sjáðu fyrir framtíðinni með hagnýtri visku. (gt kafli 87)

Nr. 4: *td 14C Trúarlækningar nútímans skortir merki um velþóknun Guðs.

14. feb. Biblíulestur: Jobsbók 7 til 9

Söngur nr. 32

Nr. 1: Þættir sem stuðla að kristinni einingu. (uw bls. 9 gr. 8 [4] to 9)

Nr. 2: Jobsbók 9:1-15

Nr. 3: Ríki maðurinn og Lasarus. (gt kafli 88 gr. 1-10)

Nr. 4: *td 14D Tungutal aðeins tímabundin ráðstöfun.

21. feb. Biblíulestur: Jobsbók 10 til 12

Söngur nr. 9

Nr. 1: Sannkristnir menn forðast sundrandi áhrif. (uw bls. 10-11 gr. 10-12)

Nr. 2: Jobsbók 12:1-16

Nr. 3: Það sem dæmisagan um ríka manninn og Lasarus þýðir. (gt kafli 88 gr. 11-21)

Nr. 4: *td 15A Aðeins 144,000 fara til himna.

28. feb. Biblíulestur: Jobsbók 13 til 15

Söngur nr. 50

Nr. 1: Þú skalt þekkja og meta Jehóva. (uw bls. 12-13 gr. 1-4)

Nr. 2: Jobsbók 13:1-13

Nr. 3: Miskunnarleiðangur til Júdeu. (gt kafli 89)

Nr. 4: *td 16A Það er enginn bókstaflegur eldur í helvíti.

7. mars Biblíulestur: Jobsbók 16 til 18

Söngur nr. 98

Nr. 1: Líkjum eftir fordæmi Jehóva í að sýna kærleika. (uw bls. 14-15 gr. 5-7)

Nr. 2: Jobsbók 16:1-11, 22

Nr. 3: Jesús talar um upprisuvonina. (gt kafli 90)

Nr. 4: *td 16B Eldur er tákn eyðingar.

14. mars Biblíulestur: Jobsbók 19 og 20

Söngur nr. 44

Nr. 1: Hjálpum fólki að læra sannleikann um Guð. (uw bls. 15-17 gr. 8 til 11 [2])

Nr. 2: Jobsbók 19:14-29

Nr. 3: Jesús reisir upp Lasarus. (gt kafli 91)

Nr. 4: *td 16C Sagan um ríka manninn og Lasarus — engin sönnun um eilífar kvalir.

21. mars Biblíulestur: Jobsbók 21 og 22

Söngur nr. 22

Nr. 1: Það er aðeins einn Jehóva. (uw bls. 17-18 gr. 11 [3] til 12)

Nr. 2: Jobsbók 21:19-34

Nr. 3: Sýnum þakklæti fyrir gæsku Guðs. (gt kafli 92)

Nr. 4: *td 17A Frumkristnir menn héldu hvorki upp á afmæli né jól.

28. mars Biblíulestur: Jobsbók 23 til 26

Söngur nr. 8

Nr. 1: Hvað það þýðir að ganga í nafni Guðs. (uw bls. 18-19 gr. 13-15)

Nr. 2: Jobsbók 24:1, 2, 14-25

Nr. 3: Þegar Mannssonurinn opinberast. (gt kafli 93)

Nr. 4: *td 18A Notkun líkneskja við tilbeiðslu smánar Guð.

4. apr. Biblíulestur: Jobsbók 27 til 29

Söngur nr. 100

Nr. 1: Hjálpum öðrum að taka við Biblíunni sem orði Guðs. (uw bls. 20-2 gr. 1-6)

Nr. 2: Jobsbók 29:2-18

Nr. 3: Þörfin á bæn og auðmýkt. (gt kafli 94)

Nr. 4: *td 18B Skurðgoðadýrkun stuðlaði að hruni Ísraels.

11. apr. Biblíulestur: Jobsbók 30 og 31

Söngur nr. 20

Nr. 1: Lesum Biblíuna daglega. (uw bls. 23-5 gr. 7-11)

Nr. 2: Jobsbók 31:23-37

Nr. 3: Lexía um skilnað og ást til barna. (gt kafli 95)

Nr. 4: *td 18C Guð heimilar ekki „afstæða“ tilbeiðslu.

18. apr. Biblíulestur: Jobsbók 32 og 33

Söngur nr. 31

Nr. 1: Lærðu til að fræðast um Jehóva. (uw bls. 25-6 gr. 12 til 12 [1])

Nr. 2: Jobsbók 33:1-6, 23-33

Nr. 3: Jesús og ríki, ungi höfðinginn. (gt kafli 96)

Nr. 4: *td 19A Samruni trúarbragða leiðir ekki til sannrar einingar.

25. apr. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Nehemíabókar 9 til Jobsbókar 33

Söngur nr. 4

2. maí Biblíulestur: Jobsbók 34 til 36

Söngur nr. 21

Nr. 1: Athugum stef Biblíunnar og samhengi ritningarstaðanna. (uw bls. 26 gr. 12 [2] og 12 [3])

Nr. 2: Jobsbók 34:1-15

Nr. 3: Dæmisaga Jesú um víngarðinn. (gt kafli 97)

Nr. 4: *td 19B „Gott í öllum trúarbrögðum“ er ekki satt.

9. maí Biblíulestur: Jobsbók 37 og 38

Söngur nr. 2

Nr. 1: Heimfærum á okkur það sem við lærum og deilum því með öðrum. (uw bls. 26-8 gr. 12 [4] til 13)

Nr. 2: Jobsbók 37:5-14, 23, 24

Nr. 3: Jesús býr lærisveina sína undir það sem framundan er. (gt kafli 98)

Nr. 4: *td 20A Kristnir menn ættu að nota einkanafn Guðs.

16. maí Biblíulestur: Jobsbók 39 og 40

Söngur nr. 95

Nr. 1: Það sem spámennirnir segja um Jesú. (uw bls. 29-31 gr. 1-6)

Nr. 2: Jobsbók 40:1-14

Nr. 3: Jesús endurreisir týndan son Abrahams. (gt kafli 99)

Nr. 4. *td 20B Sannindi um tilvist Guðs.

23. maí Biblíulestur: Jobsbók 41 og 42

Söngur nr. 18

Nr. 1: Jobsbók— hvers vegna gagnleg. (si bls. 100 gr. 39-43)

Nr. 2: Jobsbók 42:1-10, 12-17

Nr. 3: Dæmisagan um pundin. (gt kafli 100)

Nr. 4: *td 20C Komið auga á eiginleika Guðs.

30. maí Biblíulestur: Sálmur 1 til 6

Söngur nr. 84

Nr. 1: Kynning á Sálmunum — 1. hluti. (si bls. 101 gr. 1-5)

Nr. 2: Sálmur 2:1-13

Nr. 3: Jesús ver Maríu fyrir góð verk hennar. (gt kafli 101)

Nr. 4: *td 20D Ekki þjóna allir sama guði.

6. júní Biblíulestur: Sálmur 7 til 10

Söngur nr. 3

Nr. 1: Kynning á Sálmunum — 2. hluti. (si p. 102 gr. 6-11)

Nr. 2: Sálmur 8:2–9:6

Nr. 3: Jesús fer sigri hrósandi inn í Jerúsalem. (gt kafli 102)

Nr. 4: *td 21A Uppruni votta Jehóva.

13. júní Biblíulestur: Sálmur 11 til 17

Söngur nr. 35

Nr. 1: Gefum gaum að spádómlegum fyrirmyndum. (uw bls. 32-3 gr. 7 til 8 [2])

Nr. 2: Sálmur 14:1–15:5

Nr. 3: Jesús fordæmir þá sem saurga musteri Guðs. (gt kafli 103)

Nr. 4: *td 22A Jesús er sonur Guðs og skipaður konungur.

20. júní Biblíulestur: Sálmur 18 til 20

Söngur nr. 104

Nr. 1: Fyrirboði um æðstaprest okkar. (uw bls. 33 gr. 8 [3] og 8 [4])

Nr. 2: Sálmur 19:2-15

Nr. 3: Rödd Guðs heyrist í þriðja sinn. (gt kafli 104)

Nr. 4: *td 22B Trú á Jesú Krist er forsenda frelsunar.

27. júní Biblíulestur: Sálmur 21 til 24

Söngur nr. 76

Nr. 1: Hvers vegna bráðnauðsynlegt er að sýna iðrun og trú. (uw bls. 33-7 gr. 9-14)

Nr. 2: Sálmur 23:1–24:10

Nr. 3: Það sem fordæmda fíkjutréð táknaði. (gt kafli 105)

Nr. 4: *td 22C Meira þarf en trú á Jesú.

4. júlí Biblíulestur: Sálmur 25 til 29

Söngur nr. 88

Nr. 1: Hlýðni við Guð færir ósvikið frelsi. (uw bls. 38-40 gr. 1-5)

Nr. 2: Sálmur 26:1-12

Nr. 3: Hvernig trúarleiðtogarnir eru afhjúpaðir. (gt kafli 106)

Nr. 4: *td 23A Það sem Guðsríki mun gera fyrir mannkynið.

11. júlí Biblíulestur: Sálmur 30 til 33

Söngur nr. 84

Nr. 1: Hvar finna má ósvikið frelsi nú á dögum. (uw bls. 40-2 gr. 6-9)

Nr. 2: Sálmur 32:1-11

Nr. 3: Það sem dæmisagan um brúðkaupsveisluna táknar. (gt kafli 107)

Nr. 4: *td 23B Stjórn Guðsríkis hefst á meðan óvinir Krists eru enn virkir.

18. júlí Biblíulestur: Sálmur 34 til 36

Söngur nr. 106

Nr. 1: Veraldlegt frelsi er í raun þrælkun. (uw bls. 42-3 gr. 10-12)

Nr. 2: Sálmur 36:2-13

Nr. 3: Þeim tekst ekki að veiða Jesú í gildru. (gt kafli 108)

Nr. 4: *td 23C Guðsríki kemur ekki fyrir tilverknan manna.

25. júlí Biblíulestur: Sálmur 37 til 39

Söngur nr. 29

Nr. 1: Hvernig þekkja má slæman félagsskap. (uw bls. 44-5 gr. 13, 14)

Nr. 2: Sálmur 37:23-38

Nr. 3: Jesús fordæmir andstæðinga sína. (gt kafli 109)

Nr. 4: *td 24A Það sem „endir veraldar“ þýðir.

1. ág. Biblíulestur: Sálmur 40 til 44

Söngur nr. 24

Nr. 1: Deilumálið mikla sem allir verða að taka afstöðu til. (uw bls. 46-7 gr. 1-3)

Nr. 2: Sálmur 41:2-14

Nr. 3: Þjónustu Jesú við musterið er lokið. (gt kafli 110)

Nr. 4: *td 24B Verum vakandi fyrir vitnisburði um síðustu daga.

8. ág. Biblíulestur: Sálmur 45 til 49

Söngur nr. 107

Nr. 1: Líkjum eftir trú trúfastra manna. (uw bls. 47-52 gr. 4-11

Nr. 2: Sálmur 45:2-8, 11-18

Nr. 3: Jesús gefur táknið um síðustu daga. (gt kafli 111 gr. 1-11)

Nr. 4: *td 25A Guð lofar hlýðnum mönnum eilífu lífi.

15. ág. Biblíulestur: Sálmur 50 til 52

Söngur nr. 95

Nr. 1: Sannleikurinn heiðrar Jehóva. (uw bls. 52-4 gr. 12-15)

Nr. 2: Sálmur 51:3-19

Nr. 3: Jesús segir meira um síðustu daga. (gt kafli 111 gr. 12-19)

Nr. 4: *td 25B Aðeins þeir í líkama Krists fara til himna.

22. ág. Biblíulestur: Sálmur 53 til 57

Söngur nr. 43

Nr. 1: Hvað það kennir okkur að Guð leyfi illskuna. (uw bls. 55-7 gr. 1-7)

Nr. 2: Sálmur 55:2, 3, 13-24

Nr. 3: Hyggnu og fávísu meyjarnar. (gt kafli 111 gr. 20-8)

Nr. 4: *td 25C Ótakmörkuðum fjölda ‚annarra sauða‘ lofað eilífu lífi.

29. ág. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Jobsbókar 34 til Sálms 57

Söngur nr. 8

5. sept. Biblíulestur: Sálmur 58 til 62

Söngur nr. 93

Nr. 1: Óréttlæti er aldrei hjá Guði. (uw bls. 58-61 gr. 8-16)

Nr. 2: Sálmur 62:2-13

Nr. 3: Dæmisagan um talenturnar. (gt kafli 111 gr. 29-37)

Nr. 4: *td 26A Hjónabandið verður að vera heiðvirt.

12. sept. Biblíulestur: Sálmur 63 til 67

Söngur nr. 28

Nr. 1: Reiðum okkur á Jehóva — stöndum gegn illum öndum. (uw bls. 62-4 gr. 1-5)

Nr. 2: Sálmur 65:2-14

Nr. 3: Þegar Kristur kemur í mætti Guðsríkis. (gt kafli 111 gr. 38-46)

Nr. 4: *td 26B Kristnir menn verða að virða frumregluna um forystu.

19. sept. Biblíulestur: Sálmur 68 og 69

Söngur nr. 105

Nr. 1: Verum vakandi fyrir slóttugum vélabrögðum djöfulsins. (uw bls. 64-7 gr. 6-12)

Nr. 2: Sálmur 68:2-12, 33-36

Nr. 3: Síðustu páskar Jesú eru í nánd. (gt kafli 112)

Nr. 4: *td 26C Ábyrgð kristinna foreldra gagnvart börnum.

26. sept. Biblíulestur: Sálmur 70 til 73

Söngur nr. 6

Nr. 1: Klæðumst alvæpninu frá Guði. (uw bls. 67-9 gr. 13-15)

Nr. 2: Sálmur 72:1-20

Nr. 3: Jesús veitir lexíu í auðmýkt. (gt kafli 113)

Nr. 4: *td 26D Kristnir menn ættu aðeins að giftast kristnum mönnum.

3. okt. Biblíulestur: Sálmur 74 til 77

Söngur nr. 62

Nr. 1: Þekking, trú og upprisan. (uw bls. 70-3 gr. 1-7)

Nr. 2: Sálmur 76:2-13

Nr. 3: Jesús stofnsetur minningarhátíðina. (gt kafli 114)

Nr. 4: *td 26E Sannkristnir menn eru ekki fjölkvænismenn.

10. okt. Biblíulestur: Sálmur 78 og 79

Söngur nr. 98

Nr. 1: Jesús hefur lykla dauðans og Heljar. (uw bls. 73-7 gr. 8-15)

Nr. 2: Sálmur 79:1-13

Nr. 3: Jesús kennir með þolinmæði lærisveinum sínum að sýna kærleika og auðmýkt. (gt kafli 115)

Nr. 4: *td 27A María var móðir Jesú, ekki „móðir Guðs.“

17. okt. Biblíulestur: Sálmur 80 til 85

Söngur nr. 48

Nr. 1: Kunnum að meta varanlegt ríki Guðs. (uw bls. 78-81 gr. 1-9)

Nr. 2: Sálmur 83:2-19

Nr. 3: Jesús býr postulana undir brottför sína. (gt kafli 116 gr. 1-14)

Nr. 4: *td 27B Biblían sýnir að María var ekki „eilíf mey.“

24. okt. Biblíulestur: Sálmur 86 til 89

Söngur nr. 29

Nr. 1: Guðsríki mun hrinda í framkvæmd upprunalegum tilgangi Guðs. (uw bls. 81-2 gr. 10-12)

Nr. 2: Sálmur 86:1-17

Nr. 3: Þeir sem eru raunverulegir vinir Jesú. (gt kafli 116 gr. 15-25)

Nr. 4: *td 28A Það sem Ritningin segir um minningarhátíðina.

31. okt. Biblíulestur: Sálmur 90 til 94

Söngur nr. 107

Nr. 1: Það sem Guðsríki hefur þegar komið til leiðar. (uw bls. 83-6 gr. 13-15)

Nr. 2: Sálmur 90:1-17

Nr. 3: Jesús uppörvar lærisveina sína og býr þá undir átök. (gt kafli 116 gr. 26-37)

Nr. 4: *td 28B Altarisgangan er óbiblíuleg.

7. nóv. Biblíulestur: Sálmur 95 til 101

Söngur nr. 92

Nr. 1: Hvernig við leitum fyrst Guðsríkis. (uw bls. 87-9 gr. 1-6)

Nr. 2: Sálmur 100:1–101:8

Nr. 3: Lokabæn Jesú í loftstofunni. (gt kafli 116 gr. 38-51)

Nr. 4: *td 29A Allir kristnir menn verða að vera þjónar orðsins.

14. nóv. Biblíulestur: Sálmur 102 til 104

Söngur nr. 91

Nr. 1: Fylgjum fyrirmynd lærisveinanna á fyrstu öld. (uw bls. 90-1 gr. 7-9)

Nr. 2: Sálmur 103:1-14, 21, 22

Nr. 3: Sár angist í garðinum. (gt kafli 117)

Nr. 4: *td 29B Hæfniskröfur til þjóna orðsins.

21. nóv. Biblíulestur: Sálmur 105 og 106

Söngur nr. 80

Nr. 1: Látum Guðsríki skipa fyrsta sætið. (uw bls. 91-4 gr. 10-15)

Nr. 2: Sálmur 106:1-12, 47, 48

Nr. 3: Jesús svikinn og handtekinn. (gt kafli 118)

Nr. 4: *td 30A Hvers vegna sannkristnir menn eru hataðir.

28. nóv. Biblíulestur: Sálmur 107 til 109

Söngur nr. 82

Nr. 1: Það sem Ritningin segir um skírn hjá Jóhannesi. (uw 95-6 gr. 1-5)

Nr. 2: Sálmur 108:2-14

Nr. 3: Jesús er misþyrmt og dæmdur ólöglega. (gt kafli 119)

Nr. 4: *td 30B Kona ætti ekki að leyfa eiginmanni sínum að stía sér frá Guði.

5. des. Biblíulestur: Sálmur 110 til 115

Söngur nr. 12

Nr. 1: Skírn til dauða. (uw bls. 97-8 gr. 6-8)

Nr. 2: Sálmur 110:1-7; 114:1-8

Nr. 3: Ótti við menn fær Pétur til að afneita Kristi. (gt kafli 120)

Nr. 4: *td 30C Eiginmaður ætti ekki að leyfa konu sinni að koma í veg fyrir að hann þjóni Guði.

12. des. Biblíulestur: Sálmur 116 til 119:32

Söngur nr. 105

Nr. 1: Skírn „í nafni föður, sonar og heilags anda.“ (uw bls. 98 gr. 9)

Nr. 2: Sálmur 116:1-19

Nr. 3: Jesús talar óttalaust sannleikann frammi fyrir ráðinu og Pílatusi. (gt kafli 121)

Nr. 4: *td 31A Bænir sem Guð heyrir.

19. des. Biblíulestur: Sálmur 119:33-112

Söngur nr. 31

Nr. 1: Skírn og skyldur kristins manns. (uw bls. 99-102 gr. 10-14)

Nr. 2: Sálmur 119:97-112

Nr. 3: Hvorki Pílatus né Heródes geta fundið ávirðingar hjá Jesú. (gt kafli 122)

Nr. 4: *td 31B Hvers vegna vissar bænir hafa ekki gildi.

26. des. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Sálms 58 til 119:112

Söngur nr. 29

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila