Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Jobsbók 1:1-42:17
  • Jobsbók

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jobsbók
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók

JOBSBÓK

1 Í Úslandi bjó maður sem hét Job.*+ Hann var heiðarlegur og ráðvandur,+ óttaðist Guð og forðaðist hið illa.+ 2 Hann eignaðist sjö syni og þrjár dætur. 3 Hann átti 7.000 fjár, 3.000 úlfalda, 1.000 nautgripi* og 500 asna* ásamt miklum fjölda þjóna. Hann var mestur allra sem bjuggu í Austurlöndum.

4 Synir hans voru vanir að skiptast á að halda veislu heima hjá sér, hver á ákveðnum degi. Þeir buðu alltaf systrum sínum þrem að borða og drekka með sér. 5 Í hvert sinn sem allir voru búnir að halda veislu sendi Job eftir þeim til að helga þau. Hann fór þá á fætur snemma morguns og færði brennifórn+ fyrir hvert og eitt þeirra. Job hugsaði með sér: „Vera má að börnin mín hafi syndgað og formælt Guði í hjarta sér.“ Þetta var Job vanur að gera.+

6 Nú rann upp sá dagur að synir hins sanna Guðs*+ komu og gengu fyrir Jehóva,+ og Satan+ var einnig á meðal þeirra.+

7 Jehóva sagði þá við Satan: „Hvaðan kemur þú?“ Satan svaraði Jehóva: „Ég hef flakkað um jörðina og skoðað mig um.“+ 8 Jehóva spurði Satan: „Hefurðu tekið eftir þjóni mínum, Job? Hann á engan sinn líka á jörðinni. Hann er heiðarlegur og ráðvandur,+ óttast Guð og forðast það sem er illt.“ 9 Satan svaraði Jehóva: „Er Job guðhræddur að ástæðulausu?+ 10 Hefurðu ekki reist skjólgarð í kringum hann,+ hús hans og allt sem hann á? Þú hefur blessað störf hans+ og búfénaður hans hefur dreift sér um landið. 11 En prófaðu að rétta út höndina og taka frá honum allt sem hann á. Þá er öruggt að hann formælir þér upp í opið geðið.“ 12 Jehóva sagði þá við Satan: „Allt sem hann á er í þínum höndum.* En sjálfan hann máttu ekki snerta!“ Satan fór þá burt frá* Jehóva.+

13 Dag einn þegar synir og dætur Jobs átu og drukku vín heima hjá elsta bróðurnum+ 14 kom sendiboði til Jobs og sagði: „Nautin voru að draga plóginn og asnarnir voru á beit í grenndinni 15 þegar Sabear gerðu árás. Þeir tóku skepnurnar og drápu þjónana með sverði. Ég einn komst undan til að segja þér frá því.“

16 Áður en hann hafði lokið máli sínu kom annar og sagði: „Eldur frá Guði* féll af himni yfir sauðféð og gleypti það ásamt þjónunum. Ég einn komst undan til að segja þér frá því.“

17 Áður en sá hafði lokið máli sínu kom annar og sagði: „Þrír flokkar Kaldea+ komu og gerðu áhlaup á úlfaldana. Þeir tóku þá og drápu þjónana með sverði. Ég einn komst undan til að segja þér frá því.“

18 Áður en hann hafði lokið máli sínu kom enn einn sendiboðinn og sagði: „Synir þínir og dætur átu og drukku vín heima hjá elsta bróðurnum. 19 Skyndilega brast á stormur úr óbyggðunum og skall á fjórum hornum hússins svo að það hrundi yfir ungmennin og þau dóu. Ég einn komst undan til að segja þér frá því.“

20 Þá stóð Job á fætur, reif föt sín og skar af sér hárið. Síðan féll hann á kné, laut höfði til jarðar 21 og sagði:

„Nakinn kom ég úr móðurkviði

og nakinn sný ég aftur.+

Jehóva gaf+ og Jehóva tók.

Lofað veri nafn Jehóva.“

22 Í öllu þessu syndgaði Job ekki né ásakaði Guð um að gera nokkuð rangt.

2 Eftir þetta rann aftur upp dagur þegar synir hins sanna Guðs*+ komu og gengu fyrir Jehóva.+ Satan kom einnig og gekk fyrir Jehóva.+

2 Jehóva sagði við Satan: „Hvaðan kemur þú?“ Satan svaraði Jehóva: „Ég hef flakkað um jörðina og skoðað mig um.“+ 3 Jehóva spurði Satan: „Hefurðu tekið eftir þjóni mínum, Job? Hann á engan sinn líka á jörðinni. Hann er heiðarlegur og ráðvandur,+ óttast Guð og forðast það sem er illt. Hann er enn staðfastur í ráðvendni sinni+ þó að þú reynir að egna mig gegn honum+ til að gera út af við* hann að tilefnislausu.“ 4 En Satan svaraði Jehóva: „Hver er sjálfum sér næstur.* Maðurinn gefur allt sem hann á fyrir líf sitt.* 5 En prófaðu að rétta út höndina og snerta hold hans og bein. Þá er öruggt að hann formælir þér upp í opið geðið.“+

6 Jehóva sagði þá við Satan: „Hann er á þínu valdi.* En þú mátt ekki verða honum að bana!“ 7 Satan fór þá burt frá* Jehóva og sló Job kvalafullum kýlum*+ frá hvirfli til ilja. 8 Job tók sér þá leirbrot til að skafa sig með þar sem hann sat í öskunni.+

9 Að lokum sagði konan hans við hann: „Ertu enn staðfastur í ráðvendni þinni? Formæltu Guði og farðu að deyja!“ 10 En hann svaraði henni: „Þú talar eins og óskynsöm kona. Ættum við aðeins að þiggja hið góða frá hinum sanna Guði en ekki líka hið slæma?“+ Í öllu þessu syndgaði Job ekki með vörum sínum.+

11 Þrír kunningjar Jobs fréttu af allri þeirri ógæfu sem hann hafði orðið fyrir – þeir Elífas+ Temaníti, Bildad+ Súaíti+ og Sófar+ Naamaíti. Þeir komu hver úr sinni átt og ákváðu að fara saman til Jobs til að sýna honum samúð og hughreysta hann. 12 Þegar þeir sáu hann úr nokkurri fjarlægð þekktu þeir hann ekki. Þeir fóru að gráta hástöfum, rifu föt sín og jusu mold upp í loftið og yfir höfuð sér.+ 13 Síðan sátu þeir hjá honum á jörðinni í sjö daga og sjö nætur. Enginn sagði orð við hann því að þeir sáu að hann var sárkvalinn.+

3 Að lokum tók Job til máls og bölvaði fæðingardegi* sínum.+ 2 Hann sagði:

 3 „Hverfi dagurinn sem ég fæddist á+

og nóttin þegar sagt var: ‚Drengur er fæddur!‘

 4 Sá dagur verði að myrkri.

Guð á himnum gleymi honum,

ekkert ljós lýsi á honum.

 5 Dýpsta myrkur* heimti hann aftur.

Regnský leggist yfir hann,

ógnandi myrkur skelfi hann.

 6 Myrkrið gleypi þá nótt.+

Hún gleðjist ekki með dögum ársins

og teljist ekki með í neinum mánuði.

 7 Já, sú nótt verði ófrjó,

engin gleðióp heyrist.

 8 Þeir sem bölva deginum, þeir sem geta vakið Levjatan,*+

leggi bölvun á hana.

 9 Morgunstjörnurnar verði dimmar,

nóttin bíði til einskis eftir dagsbirtunni

og sjái ekki geisla morgunroðans

10 því að hún lokaði ekki kviði móður minnar+

né hlífði augum mínum við ógæfu.

11 Hvers vegna dó ég ekki í fæðingu?

Hvers vegna lést ég ekki um leið og ég kom úr móðurkviði?+

12 Hvers vegna tóku hné á móti mér

og brjóst til að sjúga?

13 Nú gæti ég legið og hvílst,+

sofið í ró og næði+

14 með konungum jarðar og ráðgjöfum þeirra

sem reistu sér byggingar sem nú eru í rústum

15 eða með höfðingjum sem áttu gull

og hús full af silfri.

16 Hvers vegna var ég ekki eins og andvana fóstur,

eins og barn sem aldrei leit dagsins ljós?

17 Í gröfinni fá jafnvel illir menn ró,

þar fá hinir þreyttu hvíld.+

18 Þar hvíla fangar saman í friði,

þeir heyra ekki öskur verkstjórans.

19 Háir og lágir eru þar jafnir+

og þrællinn er laus frá húsbónda sínum.

20 Hvers vegna gefur Guð hinum þjáða ljós

og þeim líf sem örvænta?*+

21 Hvers vegna fá þeir sem þrá dauðann ekki að deyja?+

Þeir grafa ákafar eftir honum en fólgnum fjársjóðum,

22 þeir hrópa af gleði

og fagna þegar þeir finna gröfina.

23 Hvers vegna lýsir Guð manni sem hefur villst af leið,

manni sem hann hefur króað af?+

24 Ég styn í stað þess að borða+

og andvörp mín+ streyma eins og vatn.

25 Það sem ég óttaðist er komið yfir mig

og það sem ég hræddist henti mig.

26 Ég finn engan frið, ró né hvíld

heldur tómar þjáningar.“

4 Þá sagði Elífas+ Temaníti:

 2 „Þolirðu að hlusta ef einhver talar við þig?

Hver fær samt orða bundist?

 3 Þú hefur vissulega leiðbeint mörgum

og styrkt máttvana hendur.

 4 Orð þín reistu á fætur þá sem hrösuðu

og þú styrktir þá sem voru að kikna í hnjánum.

 5 En nú verður þú sjálfur fyrir því og þú bugast,*

það snertir þig og þú missir kjarkinn.

 6 Finnurðu ekki traust í guðhræðslunni?

Veitir ekki ráðvendnin+ þér von?

 7 Hugsaðu málið: Hefur saklaus maður nokkurn tíma glatast?

Hvenær hefur réttlátum manni verið tortímt?

 8 Það er mín reynsla að þeir sem plægja* illsku

og þeir sem sá vandræðum uppskera samkvæmt því.

 9 Guð andar á þá og þeir hverfa,

reiði hans blossar og þeir líða undir lok.

10 Ljónið öskrar og ungljón urrar

en jafnvel sterkustu ljón brjóta tennurnar.

11 Ljónið deyr ef engin er bráðin

og ljónshvolparnir tvístrast.

12 Mér barst orð í leyni

og hvíslað var í eyra mér.

13 Uggvænlegar hugsanir sóttu á mig út frá nætursýn

meðan fólk var í fastasvefni.

14 Ég hríðskalf af ótta

og bein mín nötruðu.

15 Andi straukst við andlit mitt,

hárin risu á líkama mínum.

16 Síðan stóð hann kyrr

en ég gat ekki greint útlit hans.

Einhver vera var fyrir augum mér.

Allt var hljótt en síðan heyrði ég rödd:

17 ‚Getur dauðlegur maður verið réttlátari en Guð?

Getur maður verið hreinni en skapari hans?‘

18 Hann treystir ekki þjónum sínum

og finnur jafnvel að englum* sínum,

19 hvað þá þeim sem búa í leirhúsum,

þeim sem eru myndaðir úr mold+

og hægt er að kremja eins og mölflugu!

20 Þeir eru til að morgni en eru kramdir fyrir kvöld.

Þeir hverfa fyrir fullt og allt og enginn saknar þeirra.

21 Eru þeir ekki eins og tjald þegar stögunum er kippt burt?

Þeir deyja í vanvisku sinni.

5 Kallaðu bara! Heldurðu að einhver svari þér?

Til hvers af hinum heilögu ætlarðu að snúa þér?

 2 Gremjan drepur heimskingjann

og öfundin verður einfeldningnum að bana.

 3 Ég hef séð heimskingjann festa rætur

en skyndilega kemur bölvun yfir bústað hans.

 4 Synir hans eru hvergi nærri öruggir,

þeir eru troðnir niður í borgarhliðinu+ og enginn kemur þeim til bjargar.

 5 Svangur maður borðar uppskeru hans

og tekur jafnvel það sem vex meðal þyrnanna.

Eignir feðganna eru teknar frá þeim.

 6 Skaðsemi sprettur ekki upp úr moldinni

og mótlæti vex ekki upp úr jörðinni.

 7 Nei, maðurinn er fæddur til að þjást,

rétt eins og neistarnir fljúga upp í loftið.

 8 En ég myndi leita til Guðs

og leggja mál mitt fyrir hann,

 9 fyrir hann sem gerir mikla og óskiljanlega hluti,

kraftaverk sem ekki verða talin.

10 Hann lætur rigna á jörðina

og sendir vatn yfir landið.

11 Hann upphefur hinn lága

og leiðir hinn niðurbeygða í öruggt skjól.

12 Hann kollvarpar áformum hinna lævísu

svo að hendur þeirra fá engu áorkað.

13 Hann fangar hina vitru í slægð þeirra+

svo að áform þeirra verða að engu.

14 Þeir lenda í myrkri um hábjartan dag

og þreifa sig áfram um hádegi eins og það væri nótt.

15 Hann bjargar fólki undan beittum orðum* þeirra

og fátækum úr greipum hins sterka.

16 Hinn lágt setti á sér þá von

en munnur ranglátra þagnar.

17 Sá sem Guð leiðréttir er hamingjusamur.

Hafnaðu því ekki ögun Hins almáttuga!

18 Hann veitir sár en bindur um það,

hann slær en læknar með höndum sínum.

19 Hann bjargar þér úr sex þrengingum

og sú sjöunda gerir þér ekki heldur mein.

20 Í hungursneyð bjargar hann þér frá dauða

og í stríði frá valdi sverðsins.

21 Þú ert varinn fyrir svipuhöggum tungunnar+

og þarft ekki að óttast þegar eyðingin kemur.

22 Þú hlærð að eyðingu og hungri

og óttast ekki villidýr jarðar.

23 Steinarnir á sléttunni valda þér ekki skaða*

og dýr merkurinnar láta þig í friði.

24 Þú veist að þér er óhætt í tjaldi þínu

og einskis er vant þegar þú horfir yfir beitilönd þín.

25 Þú eignast fjölda barna,

afkomendur þínir verða eins margir og jurtirnar á jörðinni.

26 Þú verður kraftmikill allt til dauðadags

eins og þroskað korn sem safnað er í knippi.

27 Við höfum kynnt okkur þetta og svona er það.

Hlustaðu og sættu þig við það.“

6 Job svaraði og sagði:

 2 „Ég vildi að angist mín+ væri vegin

og lögð á vogarskálar ásamt ógæfu minni

 3 því að nú er hún þyngri en sandur sjávarins.

Þess vegna hef ég talað í hugsunarleysi.*+

 4 Örvar Hins almáttuga stingast gegnum mig

og eitur þeirra dreifist um allan líkamann.+

Ógnir Guðs stilla sér upp gegn mér.

 5 Rymur villiasninn+ þegar hann hefur gras?

Eða baular nautið yfir fóðri sínu?

 6 Verður bragðlaus matur borðaður saltlaus

eða er bragð af safa stokkrósarinnar?

 7 Ég ætla ekki að snerta slíkt.

Það er eins og skemmdur matur.

 8 Ég vildi að ég fengi ósk mína uppfyllta

og að Guð veitti mér það sem ég þrái!

 9 Bara að Guð vildi kremja mig,

rétta út höndina og binda enda á líf mitt!+

10 Það yrði mér til huggunar,

ég myndi hoppa af gleði þrátt fyrir linnulausan sársaukann

því að ég hef ekki afneitað orðum Hins heilaga.+

11 Hef ég kraft til að bíða lengur?+

Hvað á ég í vændum svo að það sé þess virði að lifa?*

12 Er ég sterkur eins og steinn?

Er líkami minn gerður úr kopar?

13 Er nokkur leið til að ég geti hjálpað mér sjálfur

þegar allur stuðningur er tekinn frá mér?

14 Hver sem sýnir ekki náunga sínum tryggan kærleika+

hættir að óttast Hinn almáttuga.+

15 Bræður mínir hafa verið jafn svikulir+ og lækur að vetri,

eins og vatn í vetrarlæk sem þornar upp.

16 Þeir eru gruggugir af þiðnandi ís

og bráðnandi snjórinn hverfur í þeim.

17 En með tímanum verða þeir vatnslausir,

þeir þorna upp þegar hitnar í veðri.

18 Þeir breyta um farveg,

þeir renna út í eyðimörkina og hverfa.

19 Kaupmannalestir frá Tema+ leita að þeim,

ferðamenn frá Saba+ bíða eftir þeim.

20 Þeir skammast sín fyrir að hafa treyst á þá,

þeir koma þangað en verða bara fyrir vonbrigðum.

21 Þannig eruð þið í mínum augum,+

þið horfið upp á skelfilega ógæfu mína og eruð hræddir.+

22 Hef ég beðið ykkur um eitthvað

eða farið fram á að þið gæfuð mér af auðæfum ykkar?

23 Hef ég beðið ykkur að bjarga mér úr höndum óvinar

eða frelsa mig* undan valdi kúgarans?

24 Fræðið mig og ég skal þegja,+

hjálpið mér að skilja í hverju mér varð á.

25 Orð sögð í hreinskilni særa ekki+

en hvaða gagn gera ávítur ykkar?+

26 Ætlið þið að ásaka mig fyrir það sem ég hef sagt,

orð örvæntingarfulls manns+ sem vindurinn feykir burt?

27 Þið mynduð eflaust varpa hlutkesti um munaðarleysingja+

og selja ykkar eigin vin!+

28 Snúið ykkur nú við og lítið á mig,

ég myndi ekki ljúga upp í opið geðið á ykkur.

29 Hugsið ykkur um – dæmið mig ekki ranglega –

já, hugsið ykkur um því að ég er jafn réttlátur og ég var.

30 Fer ég með rangt mál?

Skynjar gómur minn ekki að eitthvað er að?

7 Er ekki líf dauðlegs manns á jörð eins og nauðungarvinna,

eru ekki dagar hans eins og hjá daglaunamanni?+

 2 Hann er eins og þræll sem þráir skugga,

eins og daglaunamaður sem bíður eftir launum sínum.+

 3 Mánuðum saman hefur líf mitt verið tilgangslaust

og kvalafullar nætur hafa verið laun mín.+

 4 Þegar ég leggst til hvíldar spyr ég: ‚Hvenær get ég farið á fætur?‘+

En þegar nóttin silast áfram bylti ég mér eirðarlaus fram á morgun.*

 5 Líkami minn er þakinn möðkum og moldarskánum,+

húðin hulin hrúðri og graftarsárum.+

 6 Dagarnir fljúga hjá hraðar en skytta vefarans+

og þeir enda án vonar.+

 7 Minnstu þess að líf mitt er vindgustur,+

að ég fæ aldrei að njóta hamingju* framar.

 8 Sá sem sér mig núna sér mig ekki aftur.

Augu þín munu leita mín en ég verð horfinn.+

 9 Eins og ský sem þynnist og hverfur,

þannig er sá sem fer niður í gröfina* – hann kemur ekki aftur upp.+

10 Hann snýr ekki aftur í hús sitt,

enginn þekkir hann lengur þar sem hann bjó.+

11 Þess vegna ætla ég ekki að halda aftur af tungu minni.

Ég ætla að tala í angist minni,

kvarta í örvæntingu minni!*+

12 Er ég hafið eða sæskrímsli

svo að þú þurfir að setja vörð yfir mig?

13 Þegar ég segi: ‚Legubekkurinn huggar mig,

rúmið linar þjáningar mínar,‘

14 þá hrellirðu mig með draumum

og skelfir mig með sýnum.

15 Ég vildi frekar kafna,

já, deyja frekar en að lifa í þessum líkama.+

16 Ég hef óbeit á lífi mínu,+ ég vil ekki lifa lengur.

Láttu mig í friði því að dagar mínir eru eins og andgustur.+

17 Hvað er dauðlegur maður að þú látir þér annt um hann

og veitir honum athygli?+

18 Hvers vegna fylgist þú með honum á hverjum morgni

og reynir hann í sífellu?+

19 Geturðu ekki litið af mér

og látið mig í friði nógu lengi til að ég geti kyngt munnvatninu?+

20 Ef ég hef syndgað – hvernig getur það verið þér til tjóns, þér sem hefur auga með mönnunum?+

Af hverju hefurðu gert mig að skotspæni þínum?

Er ég orðinn þér byrði?

21 Af hverju fyrirgefurðu ekki synd mína

og afsakar mistök mín?

Bráðlega leggst ég í moldina,+

þú munt leita mín en ég verð horfinn.“

8 Þá sagði Bildad+ Súaíti:+

 2 „Hve lengi ætlarðu að tala svona?+

Orð þín eru ekkert annað en vindur!

 3 Myndi Guð fella rangláta dóma

eða Hinn almáttugi rangsnúa réttlætinu?

 4 Ef börn þín syndguðu gegn honum

var hann bara að refsa þeim fyrir uppreisn þeirra.*

 5 En ef þú bara snerir þér til Guðs+

og bæðir Hinn almáttuga um miskunn

 6 og ef þú værir hreinn og heiðarlegur+

myndi hann gefa þér gaum*

og láta þig endurheimta réttmæta stöðu þína.

 7 Og þótt þú byrjaðir smátt

ættirðu þér glæsta framtíð.+

 8 Spyrðu fyrri kynslóð

og taktu eftir að hvaða niðurstöðu feður hennar komust.+

 9 Við fæddumst ekki fyrr en í gær og vitum ekki neitt

því að dagar okkar á jörðinni eru eins og skuggi.

10 Mun ekki fyrri kynslóð fræða þig

og segja þér það sem hún veit?*

11 Verður papýrussef hávaxið þar sem ekki er mýri?

Verður reyr hávaxinn án vatns?

12 Nei, það visnar áður en það blómgast, áður en það er slegið.

Það skrælnar á undan öllum öðrum plöntum.

13 Þannig fer fyrir öllum sem gleyma Guði

því að von hins guðlausa* verður að engu.

14 Það sem hann treystir á er einskis virði,

það er ekki traustara en köngulóarvefur.*

15 Hann hallar sér að húsi sínu en það stendur ekki,

hann rígheldur í það en það hrynur.

16 Hann er safarík jurt í sólskininu

og sprotar hans teygja sig um garðinn.+

17 Rætur hans fléttast um grjóthrúgu,

hann leitar sér að heimili meðal steinanna.*

18 En þegar hann er upprættur af sínum stað

mun staðurinn afneita honum og segja: ‚Ég hef aldrei séð þig.‘+

19 Já, þannig hverfur hann*+

og aðrir spretta upp úr moldinni.

20 Guð hafnar aldrei þeim sem eru ráðvandir*

og hann styður aldrei vonda menn.*

21 Hann mun aftur fylla munn þinn hlátri

og varir þínar gleðiópum.

22 Þeir sem hata þig skulu klæðast skömm

og tjald hinna illu verður ekki til framar.“

9 Job svaraði:

 2 „Ég veit vel að það er þannig.

En hvernig getur dauðlegur maður haft rétt fyrir sér gagnvart Guði?+

 3 Ef einhver vildi deila við hann*+

gæti hann ekki svarað einni spurningu hans af þúsund.

 4 Hann er vitur í hjarta og mikill að mætti.+

Hver getur þrjóskast gegn honum án þess að hljóta skaða af?+

 5 Hann flytur* fjöll án þess að nokkur viti af,

hann steypir þeim um koll í reiði sinni.

 6 Hann hristir jörðina svo að hún færist úr stað

og stoðir hennar skjálfa.+

 7 Hann skipar sólinni að skína ekki

og innsiglar ljós stjarnanna.+

 8 Hann þenur út himininn aleinn+

og gengur á háum öldum hafsins.+

 9 Hann gerði stjörnumerkin As,* Kesíl* og Kíma*+

og stjörnumerkin á suðurhveli.

10 Hann gerir mikla og óskiljanlega hluti,+

kraftaverk sem ekki verða talin.+

11 Hann gengur fram hjá mér en ég sé hann ekki,

hann fer fram hjá en ég tek ekki eftir því.

12 Hver getur hindrað hann þegar hann hrifsar eitthvað til sín?

Hver getur sagt við hann: ‚Hvað ertu að gera?‘+

13 Guð hemur ekki reiði sína,+

jafnvel þeir sem hjálpa Rahab*+ beygja sig fyrir honum.

14 Hvernig gæti ég þá svarað honum?

Ég þyrfti að velja orð mín vandlega!

15 Þó að ég hefði á réttu að standa myndi ég ekki svara honum.+

Ég gæti aðeins beðið dómara minn* um miskunn.

16 Myndi hann svara mér ef ég kallaði til hans?

Ég held ekki að hann myndi hlusta á mig

17 því að hann kremur mig í stormi

og fjölgar sárum mínum að ástæðulausu.+

18 Hann leyfir mér ekki að ná andanum,

hann fyllir mig sorg og biturð.

19 Ef um kraft er að ræða er hann sá sterki.+

Ef um réttlæti er að ræða segir hann: ‚Hver getur krafið mig svars?‘*

20 Þótt ég hefði rétt fyrir mér myndi minn eigin munnur dæma mig.

Þótt ég sé ráðvandur* mun hann sakfella mig.*

21 Þótt ég sé ráðvandur* er ég óöruggur með mig,

ég er ekki sáttur við líf mitt.*

22 Það kemur út á eitt. Þess vegna segi ég:

‚Hann tortímir jafnt saklausum* sem illum.‘

23 Ef fólk ferst óvænt í skyndiflóði

hæðist hann að örvæntingu hinna saklausu.

24 Jörðin er gefin á vald hinna illu,+

hann hylur augu* dómaranna.

Ef ekki hann, hver þá?

25 Dagar mínir þjóta hjá eins og hlaupari,+

þeir æða burt án þess að veita mér nokkra gleði.

26 Þeir líða fram hjá eins og reyrbátar,

eins og ernir sem steypa sér niður yfir bráð.

27 Þó að ég segði: ‚Ég ætla að gleyma þjáningum mínum,

ég ætla að breyta um svip og vera glaðlegur,‘

28 væri ég kvalinn eftir sem áður+

og ég veit að þú myndir ekki telja mig saklausan.

29 Ég yrði fundinn sekur.*

Hvers vegna skyldi ég þá berjast til einskis?+

30 Þó að ég þvægi mér upp úr snjóbráð

og hreinsaði hendur mínar í lút*+

31 myndirðu dýfa mér í forarpytt

svo að meira að segja föt mín hefðu viðbjóð á mér.

32 Hann er ekki maður eins og ég svo að ég geti svarað honum

og við getum mæst fyrir rétti.+

33 Enginn getur skorið úr málum* okkar,

enginn getur verið dómari okkar.*

34 Ef hann hætti að slá mig*

og skyti mér ekki skelk í bringu+

35 myndi ég tjá mig óttalaust

því að venjulega er ég ekki hræddur að tala við hann.

10 Ég hef óbeit á lífi mínu.+

Ég ætla að gefa kvörtunum mínum lausan tauminn.

Ég ætla að tala í örvæntingu minni!*

 2 Ég ætla að segja við Guð: ‚Dæmdu mig ekki sekan.

Segðu mér af hverju þú berst gegn mér.

 3 Hefur þú hag af því að kúga,

að fyrirlíta verk handa þinna+

en láta ráðabrugg hinna illu heppnast?

 4 Hefur þú augu úr holdi?

Sérðu eins og dauðlegur maður?

 5 Eru dagar þínir eins og dagar hinna dauðlegu

og eru ár þín eins og æviár manns+

 6 fyrst þú leitar að mistökum hjá mér

og grennslast eftir syndum mínum?+

 7 Þú veist að ég er ekki sekur.+

Enginn getur bjargað mér úr hendi þinni.+

 8 Þínar eigin hendur mótuðu mig og sköpuðu+

en nú ætlarðu að tortíma mér.

 9 Minnstu þess að þú gerðir mig úr leir+

en nú læturðu mig verða aftur að mold.+

10 Helltirðu mér ekki eins og mjólk

og hleyptir mig eins og ost?

11 Þú klæddir mig húð og holdi

og ófst mig saman úr beinum og sinum.+

12 Þú hefur gefið mér líf og sýnt mér tryggan kærleika.

Umhyggja þín hefur verndað mig.*+

13 En í leynum ætlaðirðu samt að gera þetta.*

Ég veit að þetta kemur frá þér.

14 Þú myndir sjá til mín ef ég syndgaði+

og ekki sýkna mig af sekt minni.

15 Ef ég væri sekur væri ég illa staddur!

Og þótt ég væri saklaus gæti ég ekki borið höfuðið hátt+

því að líf mitt er fullt af skömm og þjáningum.+

16 Þó að ég bæri höfuðið hátt eltirðu mig eins og ljón+

og beittir aftur valdi þínu gegn mér.

17 Þú leiðir fram ný vitni gegn mér

og reiðist mér enn meir.

Erfiðleikarnir koma hverjir á fætur öðrum.

18 Af hverju léstu mig yfirleitt fæðast?+

Ég hefði átt að deyja áður en nokkur sá mig.

19 Ég hefði horfið eins og ég hefði aldrei verið til,

ég hefði farið beint úr móðurkviði í gröfina.‘

20 Á ég ekki fáa daga ólifaða?+ Ég vildi að hann léti mig í friði,

tæki augun af mér svo að ég fengi smá hvíld*+

21 áður en ég fer burt í land svartamyrkurs*+

– og sný ekki aftur+ –

22 í land niðamyrkurs,

land dimmra skugga og óreiðu

þar sem jafnvel ljósið er eins og myrkur.“

11 Þá sagði Sófar+ Naamaíti:

 2 „Ætlar enginn að andmæla þessum orðaflaumi?

Hefur maður rétt fyrir sér ef maður talar nógu mikið?*

 3 Ætlarðu að þagga niður í fólki með blaðri þínu?

Ætlar enginn að ávíta þig fyrir háðsyrðin?+

 4 Þú segir: ‚Það sem ég kenni er rétt+

og ég er hreinn í augum Guðs.‘+

 5 Ég vildi að Guð myndi tala

og opna munninn gegn þér!+

 6 Þá myndi hann opinbera þér leyndardóma viskunnar

en viskan á sér margar hliðar.

Þú myndir skilja að Guð lítur fram hjá ýmsu sem þér verður á.

 7 Geturðu glöggvað þig á djúpri visku Guðs

eða áttað þig á öllu varðandi Hinn almáttuga?*

 8 Viska hans er himnunum hærri. Hvað hefur þú fram að færa?

Hún er dýpri en gröfin.* Hvað veist þú?

 9 Hún er meiri en jörðin

og víðfeðmari en hafið.

10 Ef hann fer um, tekur mann til fanga og stefnir honum fyrir rétt,

hver getur þá aftrað honum?

11 Hann sér í gegnum svikula menn.

Tekur hann ekki eftir illskunni þegar hann sér hana?

12 Ef heimskingi getur orðið skynsamur

getur villiasni alveg eins fætt mannsbarn.*

13 Bara að þú vildir breyta hugarfari þínu*

og lyfta höndum í bæn til Guðs.

14 Ef hönd þín gerir eitthvað rangt skaltu stöðva hana

og ekki láta ranglæti búa í tjöldum þínum.

15 Þá gætirðu borið höfuðið hátt

og staðið traustum fótum án þess að óttast nokkuð.

16 Þú gleymir erfiðleikum þínum,

þeir verða eins og vatn sem runnið er fram hjá.

17 Líf þitt verður bjartara en hádegi,

jafnvel myrku stundirnar eins og morgunbirtan.

18 Þér er rótt því að það er von,

þú lítur í kringum þig og sefur síðan vært.

19 Þú leggst til hvíldar og enginn hræðir þig,

margir sækjast eftir vináttu þinni.

20 En augu hinna illu munu bregðast.

Þeir sjá enga undankomuleið

og eina von þeirra er dauðinn.“+

12 Job svaraði og sagði:

 2 „Þið eruð greinilega vitrir menn*

og viskan deyr út með ykkur!

 3 En ég veit líka mínu viti.

Ég stend ykkur ekki að baki.

Þetta er nú bara almenn þekking.

 4 Ég er orðinn að athlægi meðal kunningja minna+

því að ég ákalla Guð til að fá svar.+

Réttlátur og saklaus maður er hafður að athlægi.

 5 Hinn sjálfsöruggi gerir lítið úr ógæfunni

og telur að hún leggist bara á þá sem missa fótfestuna.

 6 Í tjöldum ræningja ríkir friður+

og þeir sem ögra Guði búa við öryggi,+

þeir sem halda á guðum sínum.

 7 Spyrðu dýrin og þau munu fræða þig,

fugla himinsins og þeir gefa þér svar.

 8 Eða virtu fyrir þér* jörðina og hún fræðir þig

og fiskar sjávarins geta upplýst þig.

 9 Hvert þeirra veit ekki

að hönd Jehóva hefur gert þetta?

10 Í hendi hans er líf alls sem lifir

og lífskraftur* allra manna.+

11 Prófar eyrað ekki orðin

eins og tungan* smakkar matinn?+

12 Er ekki visku að finna hjá öldruðum+

og eykst ekki skilningur með árunum?

13 Hjá Guði er viska og máttur,+

hann býr yfir ráðsnilld og skilningi.+

14 Það sem hann rífur niður verður ekki endurbyggt,+

það sem hann lokar getur enginn maður opnað.

15 Þegar hann heldur aftur af vatninu þornar allt upp,+

þegar hann sleppir því lausu færir það jörðina í kaf.+

16 Hjá honum er máttur og viska,+

sá sem villist og sá sem leiðir afvega tilheyra honum.

17 Hann lætur ráðgjafa ganga berfætta*

og gerir dómara að fíflum.+

18 Hann leysir fjötra konunga+

og spennir belti um mitti þeirra.

19 Hann lætur presta ganga berfætta+

og steypir af stóli þeim sem sitja að völdum.+

20 Hann rænir trausta ráðgjafa málinu

og sviptir gamla menn* skynseminni.

21 Hann eys fyrirlitningu yfir tignarmenn+

og veikir völd* hinna valdamiklu.

22 Hann afhjúpar það sem er falið í myrkrinu+

og dregur niðdimmuna fram í birtuna.

23 Hann eflir þjóðir til að eyða þeim,

hann gerir þær fjölmennar til að leiða þær í útlegð.

24 Hann sviptir leiðtoga fólksins skynseminni

og lætur þá reika um veglaus öræfi.+

25 Þeir fálma ljóslausir í myrkri,+

hann lætur þá reika um eins og drukkna menn.+

13 Já, augu mín hafa séð allt þetta,

eyru mín hafa heyrt og ég hef skilið það.

 2 Ég veit líka það sem þið vitið,

ég stend ykkur ekki að baki.

 3 Ég vildi frekar tala beint við Hinn almáttuga,

mig langar til að leggja mál mitt fyrir Guð.+

 4 En þið svertið mig með lygum,

þið eruð allir gagnslausir læknar.+

 5 Bara að þið mynduð steinþegja.

Það bæri vott um visku.+

 6 Hlustið á rök mín

og heyrið vörn mína.

 7 Ætlið þið að verja Guð með ósannindum

og ljúga í hans þágu?

 8 Takið þið afstöðu með* honum?

Ætlið þið að flytja mál hins sanna Guðs?

 9 Kæmi það vel út ef hann yfirheyrði ykkur?+

Getið þið blekkt hann eins og dauðlegan mann?

10 Hann ávítar ykkur vissulega

ef þið eruð hlutdrægir og reynið að fela það.+

11 Mun það ekki skelfa ykkur hve mikill hann er

og ótti við hann grípa ykkur?

12 Viskuorð* ykkar eru spakmæli úr ösku,

vörn* ykkar eins brothætt og leir.

13 Þegið nú svo að ég geti talað.

Síðan verði það sem verða vill!

14 Af hverju stofna ég sjálfum mér í hættu*

og legg líf mitt undir?

15 Guð sviptir mig kannski lífi en ég ætla samt að bíða.+

Ég ætla að verja mál mitt* frammi fyrir honum.

16 Þá kemur hann mér til bjargar+

því að enginn guðleysingi* fær að ganga fram fyrir hann.+

17 Hlustið vel á orð mín,

heyrið málflutning minn.

18 Nú er ég tilbúinn að leggja mál mitt fyrir,

ég veit að ég hef á réttu að standa.

19 Hver ætlar að deila við mig?

Ég myndi deyja ef ég yrði að þegja!*

20 Guð, veittu mér aðeins tvennt*

svo að ég þurfi ekki að fela mig fyrir þér:

21 Léttu þungri hendi þinni af mér

og láttu mig ekki bugast af ótta við þig.+

22 Talaðu og ég mun svara

eða leyfðu mér að tala og svaraðu mér.

23 Hvaða mistök og syndir hef ég drýgt?

Segðu mér hvað ég hef gert af mér.

24 Hvers vegna hylurðu andlit þitt+

og lítur á mig sem óvin?+

25 Reynirðu að hræða fjúkandi laufblað

eða eltast við uppþornað hálmstrá?

26 Þú skrásetur harðar ákærur á hendur mér

og lætur mig svara fyrir æskusyndir mínar.

27 Þú hefur sett fætur mína í gapastokk.

Þú grandskoðar alla vegi mína

og rekur hvert einasta fótspor mitt.

28 Maðurinn* grotnar eins og fúið efni,

eins og mölétin flík.

14 Maður, fæddur af konu,

lifir stutta ævi,+ fulla af áhyggjum.*+

 2 Hann sprettur eins og blóm sem visnar síðan,*+

hann flýr eins og skuggi og hverfur.+

 3 Þú fylgist samt með honum

og dregur hann* fyrir dóm þinn.+

 4 Getur hreinn komið af óhreinum?+

Nei, ekki einn einasti!

 5 Ef dagar mannsins eru ákveðnir

er tala mánaða hans í hendi þér.

Þú hefur sett honum mörk sem hann kemst ekki yfir.+

 6 Snúðu augum þínum frá honum svo að hann fái hvíld

þar til hann lýkur vinnudegi sínum+ eins og daglaunamaður.

 7 Jafnvel tréð á sér von.

Það vex á ný ef það er höggvið

og sprotar þess vaxa áfram.

 8 Þótt rótin eldist í jörðinni

og stubburinn deyi í moldinni

 9 vex það á ný við ilminn af vatni

og ber greinar eins og ný planta.

10 En maðurinn deyr og kraftur hans þverr.

Hvað verður um manneskjuna þegar hún gefur upp andann?+

11 Vatnið hverfur úr hafinu

og áin rénar og þornar upp.

12 Eins leggst maðurinn og stendur ekki upp aftur.+

Hann vaknar ekki meðan himinninn er til

né verður hann vakinn af svefni sínum.+

13 Bara að þú vildir geyma mig í gröfinni,*+

fela mig þangað til þér rynni reiðin,

setja mér tímamörk og muna eftir mér.+

14 Þegar maðurinn deyr, getur hann þá lifað aftur?+

Ég skal bíða meðan nauðungarvinnan varir,

þar til ég verð leystur.+

15 Þú munt kalla og ég svara þér.+

Þú þráir að sjá verk handa þinna.

16 En núna telurðu öll skref mín,

þú leitar aðeins að syndum mínum.

17 Afbrot mín eru innsigluð í poka

og þú lokar misgerðir mínar inni með lími.

18 Eins og fjall hrynur og molnar

og klettur færist úr stað,

19 eins og vatn holar stein

og úrhelli skolar burt jarðvegi,

þannig gerir þú von dauðlegs manns að engu.

20 Þú yfirbugar hann og hann deyr,+

þú breytir útliti hans og sendir hann burt.

21 Synir hans hljóta upphefð en hann veit ekki af því,

þeir eru lítils metnir en hann verður þess ekki var.+

22 Hann finnur bara til meðan hann lifir,

hann syrgir aðeins meðan hann er enn á lífi.“

15 Elífas+ Temaníti sagði nú:

 2 „Svarar vitur maður með innantómum rökum*

eða fyllir hann brjóst sitt austanvindi?

 3 Það er tilgangslaust að ávíta með tómum orðum

og lítið gagn í orðaflaumi.

 4 Þú grefur undan guðsóttanum

og veikir áhugann á Guði.

 5 Syndir þínar stjórna því sem þú segir*

og þú velur orð þín lævíslega.

 6 Þinn eigin munnur dæmir þig en ekki ég,

þínar eigin varir vitna gegn þér.+

 7 Fæddist þú fyrstur manna

eða komstu í heiminn á undan hæðunum?

 8 Heyrirðu það sem Guð segir í trúnaði

eða hefurðu einkarétt á viskunni?

 9 Hvað veist þú sem við vitum ekki?+

Hvað skilur þú en ekki við?

10 Meðal okkar eru bæði gráhærðir og gamlir menn,+

miklu eldri en faðir þinn.

11 Nægir þér ekki huggun Guðs,

mild og vingjarnleg orð?

12 Af hverju læturðu hjartað hlaupa með þig í gönur

og af hverju skjóta augu þín gneistum?

13 Þú beinir heift þinni* gegn Guði

og lætur þér slík orð um munn fara.

14 Hvernig getur dauðlegur maður verið hreinn

eða nokkur fæddur af konu verið réttlátur?+

15 Hann treystir ekki sínum heilögu

og jafnvel himnarnir eru ekki hreinir í augum hans,+

16 hvað þá fyrirlitlegur og spilltur maður,+

maður sem drekkur ranglæti eins og vatn!

17 Ég skal upplýsa þig. Hlustaðu á mig!

Ég skal segja þér hvað ég hef séð,

18 það sem vitrir menn lærðu af feðrum sínum+

og héldu ekki leyndu.

19 Landið var gefið þeim einum

og enginn ókunnugur var á meðal þeirra.

20 Vondur maður þjáist alla ævidaga sína,

harðstjórinn kvelst öll þau ár sem honum eru úthlutuð.

21 Ógnvekjandi hljóð óma í eyrum hans,+

ræningjar ráðast á hann á friðartímum.

22 Hann trúir ekki að hann komist út úr myrkrinu,+

hann er dæmdur til að falla fyrir sverði.

23 Hann flækist um í leit að mat* – hvar er hann að finna?

Hann veit að dagur myrkursins er í nánd.

24 Neyð og angist skelfa hann

og yfirbuga hann eins og konungur búinn til bardaga.

25 Hann reiðir hönd sína gegn Guði

og ögrar Hinum almáttuga.*

26 Hann æðir þrjóskur gegn honum

með þykkan og sterkan skjöld.*

27 Hann hefur safnað spiki á andlitið

og mjaðmirnar bunga út af fitu.

28 Hann býr í borgum sem verða lagðar í rúst,

í húsum þar sem enginn mun búa,

húsum sem verða að grjóthrúgum.

29 Hann verður ekki ríkur og safnar ekki auðæfum.

Eignir hans breiðast ekki út um landið.

30 Hann kemst ekki út úr myrkrinu,

frjóangi hans* sviðnar í eldi.

Guð* blæs á hann og hann líður undir lok.+

31 Hann ætti ekki að láta blekkjast og treysta á hégóma

því að það sem hann fær að launum er einskis virði.

32 Það gerist innan skamms,

greinar hans grænka aldrei.+

33 Hann verður eins og vínviður sem missir óþroskuð berin

og eins og ólívutré sem fellir blómin.

34 Já, söfnuður guðlausra* ber engan ávöxt+

og eldur gleypir tjöld mútuþeganna.

35 Þeir ganga með erfiðleika og fæða illsku,

kviður þeirra elur svik.“

16 Job svaraði:

 2 „Ég hef heyrt margt af þessu tagi áður.

Þið eruð allir þreytandi huggarar!+

 3 Er enginn endir á innantómum orðum?*

Hvað knýr ykkur til að svara á þennan hátt?

 4 Ég gæti líka talað eins og þið.

Ef þið væruð í mínum sporum

gæti ég lesið ykkur pistilinn

og hrist höfuðið yfir ykkur.+

 5 En ég myndi heldur styrkja ykkur með orðum mínum

og lina þjáningar ykkar með huggun vara minna.+

 6 Þótt ég tali linar það ekki kvöl mína+

og þótt ég þegi dregur ekki úr sársauka mínum.

 7 En nú hefur hann dregið úr mér allan þrótt,+

hann hefur tortímt öllu heimilisfólki mínu.*

 8 Þú hefur líka hremmt mig eins og aðrir geta staðfest

og horaður líkami minn gengur fram og vitnar gegn mér.

 9 Reiði hans hefur rifið mig í tætlur og hann sýnir mér fjandskap.+

Hann gnístir tönnum gegn mér.

Andstæðingur minn horfir á mig stingandi augum.+

10 Menn glenna upp ginið á móti mér+

og slá mig utan undir í háðungarskyni.

Þeir flykkjast gegn mér hópum saman.+

11 Guð gefur mig drengjum á vald

og kastar mér í hendur illmenna.+

12 Ég var áhyggjulaus en hann kom öllu í uppnám.+

Hann þreif í hnakkann á mér og molaði mig sundur.

Hann gerði mig að skotspæni sínum.

13 Bogmenn hans umkringja mig.+

Án meðaumkunar skýtur hann örvum gegnum nýru mín,+

hann lætur gallið úr mér renna á jörðina.

14 Hann brýtur niður varnir mínar eina af annarri,

hann gerir áhlaup á mig eins og hermaður.

15 Ég hef saumað mér hærusekk til að hylja hörund mitt+

og ég hef grafið reisn mína* í moldina.+

16 Ég er rauður í framan af gráti+

og dimmur skuggi* er yfir augum mér

17 þótt hendur mínar hafi ekki beitt ofbeldi

og bæn mín sé hrein.

18 Jörð, hyldu ekki blóð mitt!+

Hróp mín finni engan hvíldarstað!

19 Ég á nú þegar vitni á himnum,

þann sem getur talað máli mínu í hæðum.

20 Kunningjar mínir hæðast að mér+

meðan ég græt frammi fyrir Guði.*+

21 Einhver dæmi milli manns og Guðs

eins og dæmt er milli manna+

22 því að ég á fá ár eftir ólifuð.

Síðan fer ég burt og á ekki afturkvæmt.+

17 Lífskraftur* minn er á þrotum, dagar mínir eru á enda,

gröfin bíður mín.+

 2 Ég er umkringdur mönnum sem hæðast að mér+

og ég neyðist til að horfa upp á mótþróa þeirra.

 3 Taktu við veði mínu og geymdu það hjá þér.

Hver annar myndi ganga í ábyrgð fyrir mig með handabandi?+

 4 Þú hefur meinað þeim* um skynsemi,+

þess vegna upphefurðu þá ekki.

 5 Menn bjóðast til að gefa vinum sínum með sér

en vanrækja sín eigin börn.*

 6 Guð hefur gert mig að athlægi* meðal fólks+

svo að menn hrækja framan í mig.+

 7 Augu mín myrkvast af sorg+

og útlimir mínir eru ekkert nema skugginn.

 8 Réttsýnt fólk starir furðu lostið á þetta

og hinum saklausa blöskrar hegðun guðleysingjans.*

 9 Hinn réttláti víkur ekki af sinni leið+

og sá sem hefur hreinar hendur styrkist.+

10 Þið megið þó koma og halda áfram að þrasa

en hingað til hefur enginn ykkar sagt neitt viturlegt.+

11 Dagar mínir eru taldir,+

fyrirætlanir mínar, langanir hjarta míns, eru orðnar að engu.+

12 Þeir gera nótt að degi og segja:

‚Bráðum hlýtur að birta fyrst nú er myrkur.‘

13 Ef ég bíð ögn lengur verður gröfin* heimili mitt,+

ég bý mér rúm í myrkri.+

14 Ég kalla til grafarinnar:+ ‚Þú ert faðir minn!‘

til maðkanna: ‚Móðir mín og systir!‘

15 Hvar er þá von mín?+

Hver getur séð nokkra von fyrir mig?

16 Hún hverfur bak við slagbranda grafarinnar*

þegar við öll hnígum saman niður í moldina.“+

18 Þá sagði Bildad+ Súaíti:

 2 „Hvenær ætlið þið* að hætta þessu blaðri?

Sýnið af ykkur smá vit svo að við getum rætt saman.

 3 Af hverju lítið þið á okkur eins og dýr+

og teljið okkur heimskingja?*

 4 Þótt þú tætir þig sundur í reiði þinni

verður jörðin varla yfirgefin þín vegna

eða klettar færðir úr stað.

 5 Nei, ljós hins illa verður slökkt

og bjarminn frá eldi hans lýsir ekki.+

 6 Ljósið í tjaldi hans myrkvast

og það slokknar á lampanum yfir honum.

 7 Öflug skref hans verða stutt,

hans eigin ráð verða honum að falli.+

 8 Fætur hans leiða hann í net

og hann flækist í möskvum þess.

 9 Gildra grípur um hæl hans,

hann festist í snöru.+

10 Reipi liggur falið á jörðinni

og gildra á vegi hans.

11 Ógnir skelfa hann úr öllum áttum+

og eru á hælum hans.

12 Styrkurinn bregst honum

og hann skjögrar* undan hörmungunum.+

13 Húð hans tærist,

banvænn sjúkdómur* étur upp útlimi hans.

14 Hann er hrifsaður úr skjóli tjalds síns+

og leiddur til konungs skelfinganna.*

15 Ókunnugir skulu* búa í tjaldi hans,

brennisteini verður stráð yfir heimili hans.+

16 Rætur hans þorna upp undir honum

og greinar hans visna yfir honum.

17 Minningin um hann hverfur af jörðinni

og á götunum kannast enginn við nafn hans.*

18 Hann verður hrakinn úr ljósinu í myrkrið

og rekinn burt úr mannheimi.

19 Hann mun ekki eiga börn eða afkomendur meðal þjóðar sinnar

og enginn lifir af þar sem hann býr.*

20 Í vestri skelfast menn þegar dagur hans rennur upp,

í austri hryllir menn við.

21 Þannig fer fyrir tjöldum hins rangláta

og dvalarstað þess sem þekkir ekki Guð.“

19 Job svaraði:

 2 „Hversu lengi ætlið þið að gera mér lífið leitt,+

brjóta mig niður með orðum?+

 3 Tíu sinnum hafið þið ávítað* mig,

þið skammist ykkar ekki fyrir að beita mig hörku.+

 4 Ef mér hefur í alvöru orðið eitthvað á

varðar það mig einan.

 5 Ef ykkur finnst þið virkilega vera betri en ég

og að ásakanir ykkar séu réttmætar

 6 þá skuluð þið vita að Guð hefur villt um fyrir mér

og fangað mig í net sitt.

 7 Ég hrópa: ‚Ofbeldi!‘ en fæ ekkert svar,+

ég kalla á hjálp en nýt ekki réttlætis.+

 8 Hann hefur lokað leið minni með múrvegg og ég kemst ekki fram hjá.

Hann hefur hjúpað vegi mína myrkri.+

 9 Hann hefur svipt mig reisn minni

og tekið kórónuna af höfði mér.

10 Hann brýtur mig niður á allar hliðar þar til ég læt lífið,

hann upprætir von mína eins og tré.

11 Reiði hans blossar gegn mér

og hann lítur á mig sem óvin.+

12 Hersveitir hans safnast saman og umkringja mig,

þær slá upp búðum í kringum tjald mitt.

13 Hann hefur hrakið bræður mína langt frá mér

og þeir sem þekkja mig hafa snúið baki við mér.+

14 Mínir nánustu* eru farnir

og vinir mínir hafa gleymt mér.+

15 Gestir mínir+ og ambáttir kannast ekki við mig,

ég er útlendingur í augum þeirra.

16 Ég kalla á þjón minn en hann svarar ekki,

ég sárbæni hann að sýna mér samúð.

17 Konunni minni býður við andardrætti mínum+

og bræður mínir finna óþefinn af mér.

18 Jafnvel börn fyrirlíta mig,

þau hæðast að mér þegar ég stend á fætur.

19 Allir nánir vinir mínir hafa óbeit á mér+

og þeir sem ég elskaði hafa snúist gegn mér.+

20 Beinin límast við húð mína og hold+

og ég held lífi með naumindum.*

21 Sýnið mér miskunn, vinir mínir, sýnið mér miskunn

því að hönd Guðs hefur snert mig.+

22 Hvers vegna ofsækið þið mig eins og Guð+

og ráðist á mig í sífellu?*+

23 Ég vildi að orð mín væru skrifuð niður,

bara að þau væru skráð í bók!

24 Ég vildi að þau væru meitluð í stein að eilífu

með járnmeitli og fyllt blýi.

25 Ég veit að frelsari minn*+ lifir,

að lokum kemur hann fram á jörðinni.

26 Eftir að húðin er horfin

en meðan ég er enn á lífi mun ég sjá Guð.

27 Ég mun sjá hann sjálfur,

sjá hann með eigin augum en ekki annarra.+

En innst inni er ég úrvinda!*

28 Þið segið: ‚Hvernig ofsækjum við hann?‘+

eins og rót vandans sé hjá sjálfum mér.

29 Þið ættuð sjálfir að óttast sverðið+

því að sverðið refsar þeim sem syndgar.

Þið skuluð vita að til er dómari.“+

20 Sófar+ Naamaíti tók þá til máls og sagði:

 2 „Mér er órótt og ég finn mig knúinn til að svara

því að ég er í miklu uppnámi.

 3 Ég hef hlustað á móðgandi ávítur

og skynsemin knýr mig til að svara.

 4 Þú hlýtur að hafa vitað það alla tíð,

því að þannig hefur það verið síðan maðurinn* var settur á jörðina,+

 5 að gleðióp hins illa standa stutt

og fögnuður hins guðlausa* varir aðeins augnablik.+

 6 Þótt hroki hans teygi sig til himins

og höfuð hans nái upp í skýin

 7 hverfur hann fyrir fullt og allt eins og hans eigin saur.

Þeir sem sáu hann áður spyrja: ‚Hvar er hann?‘

 8 Hann svífur burt eins og draumur og þeir finna hann ekki,

hann hverfur eins og nætursýn.

 9 Augað sem sá hann sér hann ekki framar,

hann sést aldrei aftur á heimili sínu.+

10 Börn hans falast eftir velvild fátækra

og með eigin höndum þarf hann að skila auði sínum.+

11 Bein hans voru full af æskuþrótti

en þrótturinn hverfur með honum í moldina.

12 Þótt illskan sé sæt í munni hans

og hann feli hana undir tungunni,

13 þótt hann njóti hennar vel og lengi

og geymi hana í munni sér,

14 þá verður maturinn beiskur í maga hans,

hann verður eins og kóbrueitur* í kviði hans.

15 Hann þarf að spúa auðnum sem hann gleypti,

Guð tæmir maga hans.

16 Hann sýgur kóbrueitur,

höggtennur* nöðrunnar drepa hann.

17 Hann fær aldrei að sjá rennandi læki,

hunang og smjör í stríðum straumum.

18 Hann skilar því sem hann á án þess að njóta þess,*

hann hefur ekki ánægju af auðnum sem hann græddi.+

19 Hann kúgaði hina fátæku og yfirgaf þá,

hann sölsaði undir sig hús sem hann byggði ekki.

20 En hann fær ekki hugarró,

auðurinn bjargar honum ekki.

21 Ekkert er eftir sem hann getur gleypt,

þess vegna er velmegun hans ekki varanleg.

22 Þegar hann er sem auðugastur bera áhyggjurnar hann ofurliði,

ógæfan kemur yfir hann af fullum krafti.

23 Þegar hann hámar í sig mat

sendir Guð* brennandi reiði sína yfir hann

og lætur henni rigna yfir hann.

24 Þegar hann flýr undan járnvopnum

er örvum skotið gegnum hann af koparboga.

25 Hann dregur ör úr baki sínu,

glitrandi vopn úr gallblöðrunni

og skelfing grípur hann.+

26 Fjársjóðir hans hverfa í svartamyrkur,

eldur sem enginn glæðir gleypir hann,

ógæfa bíður allra sem eftir lifa í tjaldi hans.

27 Himinninn afhjúpar synd hans,

jörðin rís gegn honum.

28 Flóð skolar burt húsi hans,

stríður straumur á reiðidegi Guðs.*

29 Þetta er það hlutskipti sem vondur maður fær frá Guði,

arfurinn sem Guð hefur úthlutað honum.“

21 Job svaraði:

 2 „Hlustið vel á það sem ég segi,

það væri mér til huggunar.

 3 Sýnið mér þolinmæði meðan ég tala,

síðan getið þið hæðst að mér.+

 4 Ber ég fram kvörtun mína við mann?

Myndi ég ekki missa þolinmæðina ef svo væri?

 5 Horfið á mig! Ykkur mun bregða.

Leggið hönd á munninn.

 6 Þegar ég hugsa um þetta verð ég skelkaður,

ég skelf allur og titra.

 7 Af hverju fá vondir menn að lifa,+

eldast og verða ríkir?*+

 8 Börn þeirra eru alltaf hjá þeim

og þeir fá að sjá afkomendur sína vaxa úr grasi.

 9 Þeir búa öruggir í húsum sínum og óttast ekkert,+

Guð refsar þeim ekki með vendi sínum.

10 Naut þeirra kelfa kýrnar,

þær bera og missa ekki fóstur.

11 Strákarnir þeirra hlaupa um eins og sauðahjörð,

börnin þeirra hoppa og skoppa.

12 Þau syngja og leika á tambúrínu og hörpu

og gleðjast við hljóm flautunnar.+

13 Þeir eru glaðir og ánægðir alla ævidaga sína

og fara í friði* í gröfina.*

14 En þeir segja við hinn sanna Guð: ‚Láttu okkur í friði!

Við höfum engan áhuga á vegum þínum.+

15 Hver er Hinn almáttugi, hvers vegna ættum við að þjóna honum?+

Hvaða gagn höfum við af því að kynnast honum?‘+

16 Ég veit þó að velgengni þeirra er ekki í þeirra höndum.+

Fjarri sé mér að hugsa eins og vondir menn.*+

17 Hversu oft slokknar á lampa hinna illu?+

Hversu oft koma hörmungar yfir þá?

Hversu oft eyðir Guð þeim í reiði sinni?

18 Verða þeir nokkurn tíma eins og strá í vindi,

eins og hismi sem fýkur burt í stormi?

19 Guð geymir refsingu manns handa sonum hans.

En ég vildi að Guð endurgyldi honum svo að hann fyndi fyrir því.+

20 Megi hann sjá glötun sína með eigin augum

og drekka af reiði Hins almáttuga.+

21 Hvað kærir hann sig um afkomendur sína eftir að hann er farinn,

þegar mánuðir hans taka enda?*+

22 Getur einhver kennt Guði+

fyrst hann dæmir jafnvel hina hæstu?+

23 Einn deyr í blóma lífsins,+

áhyggjulaus og ánægður,+

24 þegar mjaðmir hans eru stinnar af fitu

og bein hans sterk.*

25 En annar deyr mæddur af áhyggjum

og hefur aldrei smakkað gæði lífsins.

26 Báðir eru lagðir í moldina+

og maðkar þekja þá.+

27 Ég veit nákvæmlega hvað þið eruð að hugsa,

hvernig þið ætlið að beita mig ranglæti.*+

28 Þið segið: ‚Hvar er hús mikilmennisins

og hvar er tjaldið þar sem illmennið bjó?‘+

29 Hafið þið ekki spurt ferðamenn?

Hafið þið ekki hugleitt það sem þeir hafa séð,*

30 að hinum illa er hlíft á ógæfudeginum

og bjargað á reiðideginum?

31 Hver lætur hann svara fyrir líferni sitt

og hver endurgeldur honum það sem hann hefur gert?

32 Þegar hann er borinn til grafar

er haldin vaka við gröf hans.

33 Hann hvílir í friði undir moldarhnausum dalsins.+

Allt mannkyn fer sömu leið og hann,*+

rétt eins og óteljandi menn á undan honum.

34 Hvers vegna reynið þið að hughreysta mig með innantómum orðum?+

Svör ykkar eru blekkingar einar!“

22 Þá sagði Elífas+ Temaníti:

 2 „Kemur nokkur maður Guði að gagni?

Getur vitur maður gert honum gagn?+

 3 Skiptir máli fyrir* Hinn almáttuga að þú sért réttlátur

eða hefur hann ávinning af því að þú gerir það sem er rétt?+

 4 Refsar hann þér

og dregur þig fyrir dóm fyrir að sýna sér lotningu?

 5 Er það ekki vegna mikillar illsku þinnar

og endalausra synda?+

 6 Þú tekur veð af bræðrum þínum að ástæðulausu

og hirðir fötin af fólki og skilur það eftir nakið.+

 7 Þú gefur ekki þreyttum manni vatnssopa

og þú synjar hinum hungraða um mat.+

 8 Hinn voldugi á landið+

og forréttindamaðurinn býr þar.

 9 En þú sendir ekkjur frá þér tómhentar

og gerðir föðurlausum* börnum mein.*

10 Þess vegna eru gildrur* allt í kringum þig+

og óvæntar ógnir skelfa þig.

11 Þess vegna er svo dimmt að þú sérð ekki neitt

og vatnsflaumur færir þig í kaf.

12 Er ekki Guð í himinhæðum?

Sjáðu hve hátt uppi allar stjörnurnar eru.

13 Samt segir þú: ‚Hvað veit Guð eiginlega?

Getur hann dæmt gegnum svartamyrkur?

14 Hann er hulinn bak við ský og sér ekkert

þar sem hann gengur um á himinhvolfinu.‘

15 Ætlar þú að fylgja hinum forna stíg

sem illir menn hafa fetað,

16 menn sem voru hrifnir burt fyrir aldur fram,

sem var skolað burt eins og húsi í flóði?+

17 Þeir sögðu við hinn sanna Guð: ‚Láttu okkur í friði!‘

og: ‚Hvað getur Hinn almáttugi gert okkur?‘

18 Það var samt hann sem fyllti hús þeirra góðum gjöfum.

(Svona illar hugsanir eru fjarri mér.)

19 Hinn réttláti sér þá falla og fagnar,

hinn saklausi hæðist að þeim og segir:

20 ‚Andstæðingum okkar hefur verið útrýmt

og eldur eyðir því sem eftir er af þeim.‘

21 Kynnstu Guði og þú færð frið,

þá hlýturðu velgengni.

22 Taktu við lögunum af munni hans

og geymdu orð hans í hjarta þér.+

23 Ef þú snýrð aftur til Hins almáttuga verður allt eins og áður var.+

Ef þú fjarlægir ranglætið úr tjaldi þínu,

24 ef þú kastar gulli þínu* á jörðina

og Ófírgullinu+ í klettagljúfrin*

25 þá verður Hinn almáttugi gull þitt*

og hann verður þitt fegursta silfur.

26 Þá muntu gleðjast yfir Hinum almáttuga

og snúa augum þínum til Guðs.

27 Þú munt ákalla hann og hann hlustar á þig

og þú heldur heit þín við hann.

28 Allt sem þú ákveður að gera fer vel

og ljós lýsir upp braut þína.

29 Hinn hrokafulli verður niðurlægður

en hann frelsar hinn auðmjúka.*

30 Hann bjargar saklausum

og þess vegna verður þér bjargað ef hendur þínar eru hreinar.“

23 Job svaraði:

 2 „Ég mótmæli einnig í dag af krafti,*+

ég er úrvinda af andvörpum mínum.

 3 Ef ég bara vissi hvar ég fyndi Guð!+

Þá myndi ég fara þangað sem hann býr.+

 4 Ég myndi leggja mál mitt fyrir hann

og bera fram allar röksemdir mínar.

 5 Ég fengi að vita hverju hann svaraði mér

og myndi hlusta á það sem hann segði.

 6 Myndi hann deila við mig í krafti valds síns?

Nei, ég veit að hann myndi hlusta á mig.+

 7 Þá yrði mál hins réttláta útkljáð frammi fyrir honum

og dómari minn sýknaði mig í eitt skipti fyrir öll.

 8 En ef ég fer austur er hann ekki þar

og ef ég sný við finn ég hann ekki.

 9 Þegar hann starfar í norðri sé ég hann ekki

og snúi hann sér til suðurs sé ég hann ekki heldur.

10 En hann veit hvaða veg ég hef gengið.+

Ég kem út úr prófrauninni eins og hreint gull.+

11 Ég hef fetað náið í fótspor hans,

ég hef fylgt vegi hans og ekki vikið af honum.+

12 Ég hef ekki hvikað frá boðorðum hans.

Ég hef metið orð hans+ meira en til var ætlast af mér.*

13 Hver getur staðið gegn honum þegar hann hefur ákveðið sig?+

Þegar hann ætlar sér eitthvað gerir hann það.+

14 Já, hann kemur því til leiðar sem hann ætlar* mér

og ég má búast við mörgu öðru frá honum.

15 Þess vegna óttast ég hann

og óttinn vex þegar ég hugsa um hann.

16 Guð hefur dregið úr mér kjarkinn,

Hinn almáttugi hefur skotið mér skelk í bringu.

17 En myrkrið hefur enn ekki þaggað niður í mér

né skugginn sem hvílir yfir andliti mínu.

24 Af hverju ákveður Hinn almáttugi ekki tíma?+

Af hverju fá þeir sem þekkja hann ekki að sjá dag hans?*

 2 Fólk flytur landamerki úr stað,+

það stelur hjörðum og fer með þær á eigið beitiland.

 3 Menn reka burt asna föðurlausra barna

og taka naut ekkjunnar að veði.*+

 4 Þeir hrekja fátæka af veginum,

hinir varnarlausu í landinu þurfa að fela sig fyrir þeim.+

 5 Hinir fátæku fara í matarleit eins og villiasnar+ í óbyggðunum,

þeir leita matar í eyðimörkinni handa börnum sínum.

 6 Þeir þurfa að skera upp á akri annars manns*

og tína það sem eftir er í víngarði hins illa.

 7 Þeir liggja naktir og klæðalausir um nætur,+

þeir hafa enga ábreiðu í kuldanum.

 8 Þeir eru holdvotir í fjallaregninu

og híma skjóllausir utan í klettunum.

 9 Barn ekkjunnar er hrifsað frá brjósti hennar+

og föt hinna fátæku tekin að veði+

10 svo að þeir neyðast til að vera naktir og klæðalausir

og eru hungraðir þótt þeir beri kornknippi.

11 Þeir strita á gróðurstöllum í miðdegishitanum,*

þeir troða vínber en eru samt þyrstir.+

12 Deyjandi menn stynja í borginni,

helsærðir menn hrópa á hjálp+

en Guði stendur á sama.*

13 Til eru menn sem hata ljósið,+

þeir þekkja ekki vegi þess

og fara ekki brautir þess.

14 Morðinginn fer á fætur í dögun.

Hann drepur fátæka og varnarlausa+

og um nætur stundar hann þjófnað.

15 Ótrúr eiginmaður bíður eftir rökkrinu.+

Hann segir: ‚Enginn sér mig!‘+

og hylur andlitið.

16 Í skjóli myrkurs brjótast þjófar* inn í hús,

á daginn loka þeir sig inni,

þeir fælast ljósið.+

17 Morgunninn er þeim eins og niðamyrkur,

þeir þekkja ógnir náttmyrkursins.

18 En skyndilega skolast þeir burt með vatninu.

Eignarland þeirra verður bölvað,+

þeir snúa ekki aftur til víngarða sinna.

19 Gröfin* gleypir þá sem hafa syndgað+

eins og þurrkur og hiti eyðir snjóbráðinni.

20 Móðir syndarans* gleymir honum, maðkarnir gæða sér á honum.

Hans er ekki minnst framar+

og ranglætið verður brotið niður eins og tré.

21 Hann níðist á barnlausri konu

og fer illa með ekkjuna.

22 Guð* beitir mætti sínum til að ryðja hinum voldugu úr vegi,

þó að þeir sæki í sig veðrið er ekki tryggt að þeir lifi.

23 Guð* lætur þá verða örugga með sig+

en hefur auga með öllu sem þeir gera.*+

24 Þeir eru upphafnir um stutta stund en hverfa síðan.+

Þeir eru niðurlægðir+ og hrifnir burt eins og allir aðrir.

Þeir eru eins og kornax sem er skorið af stilknum.

25 Hver getur sannað að ég ljúgi

eða hrakið orð mín?“

25 Þá sagði Bildad+ Súaíti:

 2 „Guð stjórnar og máttur hans er ógurlegur,

hann skapar frið á himnum.*

 3 Er hægt að telja hersveitir hans?

Yfir hverjum lýsir ekki ljós hans?

 4 Hvernig getur þá dauðlegur maður verið réttlátur frammi fyrir Guði+

eða sá sem er fæddur af konu verið saklaus?*+

 5 Jafnvel tunglið er ekki bjart

og stjörnurnar eru ekki hreinar í augum hans,

 6 hvað þá dauðlegur maður, maðkurinn,

og mannssonur, ormurinn!“

26 Job svaraði:

 2 „Þú hefur aldeilis hjálpað hinum þróttlausa

og bjargað þeim sem er máttvana!+

 3 Mikið hefurðu gefið hinum óvitra góð ráð!+

Þú hefur verið óspar á að miðla visku þinni.*

 4 Við hvern ertu að reyna að tala?

Hver innblés þér að segja það sem þú segir?*

 5 Þeir sem liggja máttvana í dauðanum skjálfa,

þeir eru jafnvel neðar en vötnin og íbúar þeirra.

 6 Gröfin* er nakin frammi fyrir Guði,*+

eyðingarstaðurinn* er óhulinn.

 7 Hann þenur norðurhimininn* yfir tómarúmið*+

og lætur jörðina svífa í tóminu.*

 8 Hann bindur vatnið inn í skýin+

þannig að skýin bresta ekki undan þyngd þess.

 9 Hann hylur hásæti sitt,

breiðir ský sín yfir það.+

10 Hann merkir sjóndeildarhringinn* á yfirborð hafsins,+

dregur mörk milli ljóss og myrkurs.

11 Stoðir himinsins skjálfa,

þær skelfast ávítur hans.

12 Hann rótar upp hafinu með krafti sínum,+

í visku sinni molar hann sundur sæskrímslið.*+

13 Við andardrátt* hans verður himinninn heiðskír,

með hendi sinni leggur hann hraðskreiðan höggorminn í gegn.

14 Þetta eru bara ystu mörk verka hans,+

aðeins lágt hvísl heyrist um hann!

Hver skilur þá drynjandi þrumu hans?“+

27 Job hélt ræðu sinni* áfram og sagði:

 2 „Svo sannarlega sem Guð lifir, hann sem hefur synjað mér um réttlæti,+

Hinn almáttugi sem hefur gert mig bitran,+

 3 svo lengi sem ég dreg andann

og andi Guðs er í nösum mér+

 4 skal ekkert ranglæti koma af vörum mínum

né tunga mín fara með svik.

 5 Það er óhugsandi að ég kalli ykkur réttláta!

Svo lengi sem ég lifi læt ég ekki af ráðvendni minni!*+

 6 Ég ver réttlæti mitt og sleppi því aldrei,+

hjartað dæmir* mig ekki eins lengi og ég lifi.*

 7 Óvini mínum farnist eins og hinum illu,

þeim sem ráðast á mig eins og hinum ranglátu.

 8 Hvaða von á guðlaus maður* þegar honum er eytt,+

þegar Guð tekur líf hans?

 9 Heyrir Guð hróp hans

þegar að honum þrengir?+

10 Eða er Hinn almáttugi yndi hans?

Mun hann leita til Guðs öllum stundum?

11 Ég skal fræða ykkur um mátt* Guðs

og ekki leyna neinu um Hinn almáttuga.

12 Hvers vegna farið þið með tóma þvælu

ef þið hafið nú allir séð sýnir?

13 Þetta er það hlutskipti sem vondur maður fær frá Guði,+

arfurinn sem Hinn almáttugi gefur harðstjórum.

14 Ef hann eignast marga syni falla þeir fyrir sverði+

og afkomendur hans fá ekki nægan mat.

15 Þá sem lifa hann leggur farsóttin í gröfina

og ekkjur þeirra syrgja þá ekki.

16 Þótt hann hrúgi saman silfri eins og sandi

og safni sér fínum fötum eins og leir,

17 já, þótt hann safni þeim

mun réttlátur maður klæðast þeim+

og hinir saklausu skipta með sér silfri hans.

18 Húsið sem hann reisir er veikbyggt eins og lirfuhýði mölflugunnar,

eins og skýli+ sem varðmaður gerir sér.

19 Hann leggst ríkur til hvíldar en uppsker ekkert,

þegar hann opnar augun er allt horfið.

20 Ótti hellist yfir hann eins og flóð,

stormur hrífur hann burt um nótt.+

21 Austanvindur ber hann með sér og hann hverfur,

hann feykir honum að heiman.+

22 Vindurinn skellur vægðarlaust á honum+

og hann reynir í örvæntingu að flýja undan honum.+

23 Hann klappar saman höndum yfir manninum

og blístrar*+ á eftir honum frá bústað sínum.

28 Til eru staðir þar sem vinna má silfur

og staðir þar sem menn hreinsa gull.+

 2 Járn er sótt í jörðina

og kopar bræddur* úr grjóti.+

 3 Maðurinn sigrar myrkrið,

hann kannar dimmustu afkima

í leit að málmgrýti.*

 4 Hann grefur námugöng fjarri mannabyggð,

á gleymdum stöðum fjarri alfaraleið.

Menn síga niður og sveiflast í reipum.

 5 Matvæli vaxa á jörðinni

en niðri í henni er öllu umrótað eins og í eldi.*

 6 Í grjótinu þar finnst safír

og í mölinni er gull.

 7 Enginn ránfugl ratar þangað,

auga gleðunnar* hefur aldrei séð göngin.

 8 Engin villidýr hafa stigið þar fæti,

ungljónið hefur ekki læðst þar um.

 9 Maðurinn heggur grjóthart bergið,

hann grefur undan fjöllunum svo að þau hrynja.

10 Hann heggur vatnsrásir+ í bergið

og kemur auga á alls kyns gersemar.

11 Hann stíflar uppsprettur ánna

og dregur hið hulda fram í dagsljósið.

12 En viskan – hvar er hana að finna+

og hvar er uppspretta skilnings?+

13 Enginn maður áttar sig á gildi hennar+

og hana er ekki að finna í landi hinna lifandi.

14 Djúpið segir: ‚Hún er ekki í mér!‘

og hafið segir: ‚Hún er ekki hjá mér!‘+

15 Hún fæst ekki fyrir skíragull

og ekki í skiptum fyrir silfur.+

16 Hún verður ekki keypt fyrir Ófírgull+

né sjaldgæfa ónyx- og safírsteina.

17 Gull og gler jafnast ekki á við hana

og hún fæst ekki í skiptum fyrir ker úr fínasta* gulli,+

18 svo ekki sé minnst á kóral og kristal+

því að viskan er verðmætari en pyngja full af perlum.

19 Tópas+ frá Kús jafnast ekki á við hana,

hún verður ekki einu sinni keypt fyrir skíragull.

20 Hvaðan kemur þá viskan

og hvar er uppspretta skilnings?+

21 Hún er hulin augum alls sem lifir,+

falin fyrir fuglum himins.

22 Eyðingin og dauðinn segja:

‚Við höfum bara frétt af henni.‘

23 Guð þekkir leiðina til hennar,

hann einn veit hvar hún býr+

24 því að hann horfir til endimarka jarðar

og sér allt undir himninum.+

25 Þegar hann gaf vindinum afl*+

og afmarkaði vatninu stað,+

26 þegar hann setti regninu lög+

og markaði þrumuskýjunum braut+

27 þá sá hann viskuna og skýrði hana,

hann fastmótaði hana og prófaði.

28 Og hann sagði við manninn:

‚Djúp virðing fyrir* Jehóva – það er viska,+

og að forðast hið illa er skynsemi.‘“+

29 Job hélt ræðu sinni* áfram og sagði:

 2 „Ég sakna liðinna mánaða,

daganna þegar Guð verndaði mig,

 3 þegar hann lét lampa sinn lýsa yfir höfði mér,

þegar ljós hans leiddi mig gegnum myrkrið,+

 4 þegar ég var upp á mitt besta,

þegar ég fann fyrir vináttu Guðs í tjaldi mínu,+

 5 þegar Hinn almáttugi var enn þá með mér,

þegar börnin mín* voru í kringum mig,

 6 þegar ég baðaði fætur mína í smjöri

og olía streymdi handa mér úr klettunum.+

 7 Þegar ég gekk út að borgarhliðinu+

og fékk mér sæti á torginu+

 8 sáu ungu mennirnir mig og viku til hliðar,*

öldungarnir risu jafnvel á fætur og stóðu kyrrir.+

 9 Höfðingjar héldu aftur af sér

og lögðu höndina á munninn.

10 Raddir tignarmanna þögnuðu,

tunga þeirra loddi við góminn.

11 Allir sem heyrðu mig tala báru mér gott orð

og þeir sem sáu mig lofuðu mig

12 því að ég bjargaði fátækum sem hrópuðu á hjálp,+

hinum föðurlausa og öllum sem enginn liðsinnti.+

13 Sá sem var hætt kominn blessaði mig+

og ég gladdi hjarta ekkjunnar.+

14 Ég klæddist réttlætinu,

réttvísin var mér eins og yfirhöfn og vefjarhöttur.

15 Ég var augu hins blinda

og fætur hins halta.

16 Ég var faðir fátækra+

og tók að mér dómsmál ókunnugra.+

17 Ég braut kjálka afbrotamannsins+

og reif bráðina úr tönnum hans.

18 Ég hugsaði: ‚Ég mun deyja á heimili* mínu+

og ævidagar mínir verða eins margir og sandkornin.

19 Rætur mínar teygja sig til vatnsins

og döggin þekur greinar mínar alla nóttina.

20 Mannorð mitt er alltaf gott

og ég skýt stöðugt af boganum í hendi mér.‘

21 Menn hlustuðu með eftirvæntingu,

biðu þögulir eftir ráðum mínum.+

22 Þegar ég talaði höfðu þeir engu við að bæta,

orð mín hljómuðu vel í eyrum* þeirra.

23 Þeir biðu eftir mér eins og regninu,

þeir gleyptu við orðum mínum eins og vorregninu.+

24 Þeir trúðu varla eigin augum þegar ég brosti til þeirra,

þeim fannst hughreystandi að sjá andlit mitt ljóma.*

25 Ég leiðbeindi þeim sem leiðtogi þeirra

og lifði eins og konungur með hersveitum sínum,+

eins og sá sem huggar syrgjendur.+

30 Nú hlæja þeir að mér+

– mér yngri menn.

Ég hefði ekki treyst feðrum þeirra

til að vera með fjárhundum mínum.

 2 Hvaða gagn hef ég haft af styrk handa þeirra?

Þrek þeirra er þrotið.

 3 Þeir eru örmagna af skorti og hungri,

þeir naga skrælnaða jörðina

sem var þegar orðin lífvana auðn.

 4 Þeir safna söltu laufi af runnunum

og hafa rætur gýfilrunnans til matar.

 5 Þeir eru hraktir burt úr samfélaginu,+

fólk hrópar á eftir þeim eins og þeir væru þjófar.

 6 Þeir búa í gilbrekkum,*

í jarðholum og hellum.

 7 Þeir kveina úr runnunum

og hnipra sig saman innan um netlurnar.

 8 Þeir eru börn dugleysingja og nafnlausra

og eru því reknir burt úr landinu.

 9 En nú syngja þeir níðvísur um mig+

og þeir hæðast að mér.*+

10 Þeir fyrirlíta mig og forðast,+

þeir hika ekki við að hrækja framan í mig.+

11 Guð hefur afvopnað mig* og auðmýkt,

þess vegna sleppa þeir fram af sér beislinu frammi fyrir mér.

12 Þeir rísa upp eins og skríll mér á hægri hönd,

þeir reka mig á flótta

og leggja dauðagildrur fyrir mig á leið minni.

13 Þeir rífa upp stíga mína

og auka á þjáningar mínar+

án þess að nokkur hindri þá.*

14 Þeir koma eins og gegnum breitt múrskarð,

þeir streyma fram innan um rústirnar.

15 Skelfingin gagntekur mig,

reisn mín fýkur út í veður og vind

og björgun mín hverfur eins og ský.

16 Nú fjarar líf mitt út,+

dagar eymdarinnar+ halda mér föstum.

17 Sársaukinn nístir gegnum bein mín um nætur,+

nagandi kvölunum linnir ekki.+

18 Sterk öfl hafa afskræmt klæðnað minn,*

hann þrengir að mér eins og kragi um hálsinn.

19 Guð hefur kastað mér niður í leðjuna,

ég er orðinn að mold og ösku.

20 Ég hrópa á hjálp en þú svarar ekki,+

ég stend á fætur en þú horfir bara á mig.

21 Þú hefur snúist miskunnarlaust gegn mér,+

þú ræðst á mig af alefli.

22 Þú lyftir mér upp og vindurinn feykir mér burt,

þú lætur mig kastast til í storminum.*

23 Ég veit að þú sendir mig í dauðann,

í húsið þar sem allir lifandi menn eiga að mætast.

24 En enginn myndi ráðast á bugaðan mann*+

sem hrópaði á hjálp á neyðarstund.

25 Hef ég ekki grátið yfir þeim sem hafa átt erfitt?*

Hef ég ekki vorkennt hinum fátæku?+

26 Ég vonaðist eftir góðu en hið illa kom yfir mig,

ég bjóst við ljósi en þá kom myrkur.

27 Ólgan innra með mér hætti ekki,

dag eftir dag mættu mér þjáningar.

28 Niðurdreginn geng ég um+ og sé ekki sólarglætu.

Ég rís á fætur í mannsöfnuðinum og hrópa á hjálp.

29 Ég er orðinn bróðir sjakalanna

og félagi strútanna.+

30 Húð mín er orðin svört og flagnar af,+

beinin brenna af hita.*

31 Á hörpu mína eru aðeins leikin sorgarljóð,

á flautuna er leikið undir grát.

31 Ég hef gert sáttmála við augu mín.+

Hvernig gæti ég þá sýnt ungri konu óviðeigandi áhuga?+

 2 Hvers gæti ég þá vænst frá Guði á himnum,

hvaða arf fengi ég frá hinum almáttuga í hæðum?

 3 Bíður ekki ógæfan syndarans

og hörmungar þeirra sem gera illt?+

 4 Sér ekki Guð allt sem ég geri+

og telur hann ekki öll skref mín?

 5 Hef ég nokkurn tíma gengið á vegum lyginnar?*

Hefur fótur minn flýtt sér til svika?+

 6 Guð vegi mig á nákvæmri vog,+

þá sér hann að ég er ráðvandur.+

 7 Ef fætur mínir víkja út af veginum,+

hjarta mitt fylgir augunum+

eða hendur mínar óhreinkast af synd

 8 þá borði annar maður það sem ég sái+

og það sem ég gróðurset verði upprætt.*

 9 Hafi kona tælt hjarta mitt+

og hafi ég legið í leyni+ við dyr náunga míns

10 þá mali kona mín fyrir annan mann

og aðrir menn hafi mök við hana+

11 því að það væri skammarlegt athæfi,

brot sem dómurum bæri að refsa fyrir.+

12 Það væri eldur sem gleypti og tortímdi+

og eyddi allri uppskeru minni niður að rótum.*

13 Hafi ég neitað þjónum mínum eða þjónustustúlkum um réttláta meðferð

þegar þau höfðu undan einhverju að kvarta,*

14 hvað gæti ég þá gert ef ég stæði frammi fyrir Guði?*

Hvað get ég sagt þegar hann krefur mig svars?+

15 Sá sem skapaði mig í móðurkviði, skapaði hann þau ekki líka?+

Var það ekki sá hinn sami sem mótaði okkur áður en við fæddumst?*+

16 Hef ég neitað fátækum um það sem þeir þráðu+

eða slökkt neistann í augum ekkjunnar?*+

17 Hef ég borðað matinn minn einn

án þess að deila honum með munaðarlausum?+

18 (Nei, frá unga aldri hef ég verið eins og faðir munaðarleysingjans*

og ég hef stutt ekkjuna* síðan ég var barn.*)

19 Hef ég séð nokkurn krókna úr kulda

eða neitað fátækum manni um ábreiðu?+

20 Neitaði ég honum um ull af sauðum mínum

til að hann gæti* hlýjað sér og blessað mig?+

21 Hef ég steytt hnefann framan í munaðarleysingjann+

þegar hann þarfnaðist aðstoðar minnar* í borgarhliðinu?+

22 Ef svo væri þá falli handleggur minn* af öxlinni

og brotni við olnbogann.*

23 Ég óttaðist refsingu Guðs,

ég stæðist aldrei frammi fyrir hátign hans.

24 Hef ég sett traust mitt á gull

eða sagt við skíragullið: ‚Þú ert trygging mín‘?+

25 Hef ég glaðst yfir mínum mikla auði+

og öllum eigunum sem ég aflaði mér?+

26 Þegar ég sá sólina* skína

eða tunglið líða áfram í ljóma sínum,+

27 lét ég þá hjartað tæla mig í leynum

til að tilbiðja þau og senda þeim fingurkoss?+

28 Það hefði verið brot sem dómurum bar að refsa fyrir

því að þá hefði ég afneitað hinum sanna Guði í hæðum.

29 Hef ég nokkurn tíma glaðst yfir óförum óvinar míns+

eða hlakkað yfir því að honum gengur illa?

30 Ég leyfði aldrei munni mínum að syndga

með því að bölva honum og vilja hann feigan.+

31 Heimilismenn mínir hafa sagt:

‚Hefur nokkur farið svangur frá borði hans?‘+

32 Enginn ókunnugur* hefur þurft að eyða nóttinni utandyra,+

ég hef opnað dyrnar fyrir ferðalöngum.

33 Hef ég nokkurn tíma reynt að fela mistök mín eins og aðrir+

með því að leyna þeim í skikkjufellingu minni?

34 Hef ég hræðst viðbrögð fjöldans

eða óttast að aðrar fjölskyldur fyrirlitu mig

þannig að ég þagnaði og þyrði ekki að fara út?

35 Bara að einhver hlustaði á mig!+

Ég myndi skrifa undir það sem ég hef sagt.*

Hinn almáttugi svari mér!+

Ég vildi að andstæðingur minn hefði skrifað niður ákærur sínar.

36 Þá myndi ég leggja þær á öxlina

og bera þær á höfðinu eins og kórónu.

37 Ég myndi gera honum grein fyrir hverju skrefi sem ég stíg,

ég myndi ganga öruggur fyrir hann, eins og höfðingi.

38 Ef akur minn hrópaði gegn mér

og plógförin grétu öll saman,

39 ef ég hef borðað ávöxt hans án endurgjalds+

eða valdið eigendum hans örvæntingu+

40 þá vaxi þyrnar í stað hveitis á akri mínum

og illa lyktandi illgresi í stað byggs.“

Hér lýkur orðum Jobs.

32 Mennirnir þrír hættu nú að svara Job því að hann var sannfærður um að hann væri réttlátur.*+ 2 En Elíhú, sonur Barakels Búsíta+ af ætt Rams, hafði reiðst ákaflega. Hann var reiður út í Job fyrir að reyna að sýna fram á að hann væri réttlátur frekar en Guð.+ 3 Hann var líka reiður út í kunningja hans þrjá vegna þess að þeir höfðu engin svör heldur höfðu sakað Guð um vonsku.+ 4 Elíhú hafði beðið með að svara Job því að hinir voru eldri en hann.+ 5 Þegar hann sá að fátt var um svör hjá þremenningunum hélt hann ekki lengur aftur af reiði sinni. 6 Elíhú, sonur Barakels Búsíta, tók því til máls og sagði:

„Ég er ungur

en þið eruð aldraðir.+

Þess vegna sýndi ég þá virðingu að halda aftur af mér+

og vogaði mér ekki að segja ykkur það sem ég veit.

 7 Ég hugsaði: ‚Aldurinn* tali

og árafjöldinn miðli visku.‘

 8 En það er andinn í mönnunum,

andi Hins almáttuga, sem veitir þeim skilning.+

 9 Aldurinn einn gerir* engan vitran

og það eru ekki bara aldraðir menn sem skilja hvað er rétt.+

10 Þess vegna segi ég: ‚Hlustið á mig,

þá skal ég segja ykkur það sem ég veit.‘

11 Ég beið eftir að heyra hvað þið hefðuð að segja,

ég hlustaði á röksemdir ykkar+

meðan þið leituðuð að réttu orðunum.+

12 Ég fylgdist með ykkur af athygli

en enginn ykkar gat sannað að Job hefði á röngu að standa*

eða hrakið rök hans.

13 Segið því ekki: ‚Við höfum fundið viskuna.

Það er Guð en ekki maður sem leiðréttir hann.‘

14 Job beindi ekki orðum sínum að mér

þannig að ég ætla ekki að svara honum á sama hátt og þið.

15 Þeim er brugðið, þeim er svarafátt,

þeir hafa ekkert meira fram að færa.

16 Ég hef beðið en þeir eru þögulir,

þeir standa bara þarna og hafa ekkert meira að segja.

17 Nú ætla ég að leggja eitthvað til málanna,

ég ætla líka að segja það sem ég veit

18 því að mér liggur mikið á hjarta,

andinn í brjósti mér knýr mig.

19 Ég er eins og vín í þéttum belg,

eins og nýr vínbelgur sem er við það að springa.+

20 Leyfið mér að tala svo að mér létti!

Ég vil opna munninn og svara.

21 Ég ætla ekki að vera hlutdrægur+

né smjaðra fyrir nokkrum manni*

22 því að ég kann ekki að smjaðra.

Ef ég gerði það yrði skapari minn fljótur að ryðja mér úr vegi.

33 En hlustaðu nú á mig, Job,

hlustaðu á allt sem ég segi.

 2 Ég verð að opna munninn,

tunga mín* verður að fá að tala.

 3 Orð mín eru sögð af einlægni hjartans+

og varir mínar segja í hreinskilni það sem ég veit.

 4 Andi Guðs skapaði mig+

og andardráttur Hins almáttuga gaf mér líf.+

 5 Svaraðu mér ef þú getur,

berðu fram rök þín og vertu tilbúinn að verja þig.

 6 Við erum jafnir frammi fyrir hinum sanna Guði,

ég var líka myndaður úr leir.+

 7 Þú þarft ekki að vera hræddur við mig,

ég ætla ekki að þjarma að þér og buga þig.

 8 En ég heyrði þig segja,

já, ég heyrði það margsinnis:

 9 ‚Ég er hreinn og geri ekkert rangt,+

ég er flekklaus og hef ekki syndgað.+

10 En Guð finnur tilefni til að vera á móti mér,

hann lítur á mig sem óvin.+

11 Hann setur fætur mína í gapastokk

og fylgist með hverju skrefi mínu.‘+

12 En þú hefur rangt fyrir þér svo að ég ætla að svara þér:

Guð er miklu meiri en dauðlegur maður.+

13 Af hverju deilirðu við hann?+

Er það af því að hann svaraði ekki öllu sem þú sagðir?+

14 Guð talar bæði einu sinni og tvisvar

en enginn gefur því gaum.

15 Í draumi, í nætursýn,+

þegar menn eru í fastasvefni,

meðan þeir sofa í rúmi sínu

16 þá opnar hann eyru þeirra+

og brýnir fyrir þeim fyrirmæli sín*

17 til að maðurinn hætti að syndga+

og til að forða honum frá hroka.+

18 Guð hlífir sál* hans við gröfinni+

og lífi hans við að falla fyrir sverði.*

19 Maðurinn er einnig áminntur með kvölum í rúmi sínu

og stöðugum verkjum í beinum sínum.

20 Hann fær ógeð á brauði

og afþakkar jafnvel fínustu kræsingar.+

21 Hann horast niður

og verður ekkert nema skinn og bein.

22 Sál* hans stendur á grafarbakkanum,

hann nálgast þá sem valda dauða.

23 Ef sendiboði* kemur til hans,

einn málsvari af þúsund,

og segir honum hvað sé rétt

24 þá finnur Guð til með honum og segir:

‚Hlífið honum við að fara ofan í gröfina!+

Ég hef fundið lausnargjald!+

25 Líkami hans verði hraustari* en í æsku,+

hann endurheimti æskuþróttinn.‘+

26 Hann biður til Guðs+ og hlýtur velþóknun hans,

hann fær að sjá auglit Guðs og hrópar af gleði

og Guð mun aftur telja dauðlegan mann réttlátan.

27 Hann segir öðrum:*

‚Ég hef syndgað+ og rangsnúið sannleikanum

en ég slapp við verðskuldaða refsingu.*

28 Hann hefur leyst sál mína* svo að hún fari ekki í gröfina,+

ég fæ að lifa og sjá ljósið.‘

29 Já, Guð gerir allt þetta fyrir manninn,

tvisvar, jafnvel þrisvar,

30 til að bjarga honum frá gröfinni

svo að ljós lífsins lýsi honum.+

31 Taktu nú eftir, Job! Hlustaðu á mig!

Vertu hljóður því að ég hef meira að segja þér.

32 Ef þú hefur eitthvað að segja skaltu svara mér.

Talaðu, því að ég vil gjarnan sýna fram á að þú hafir rétt fyrir þér.

33 Ef þú hefur ekkert að segja skaltu hlusta á mig.

Vertu hljóður og ég skal kenna þér hvað viska er.“

34 Elíhú hélt áfram og sagði:

 2 „Heyrið orð mín, þið vitru menn,

hlustið á mig, þið sem vitið svo mikið.

 3 Eyrað prófar orðin

eins og tungan* smakkar matinn.

 4 Við skulum vega og meta hvað er rétt,

við skulum koma okkur saman um hvað er gott.

 5 Job hefur sagt: ‚Ég hef rétt fyrir mér+

en Guð leyfir mér ekki að njóta réttlætis.+

 6 Myndi ég ljúga til um hvaða dóm ég ætti að fá?

Sár mín eru ólæknandi þótt ég hafi ekki brotið af mér.‘+

 7 Hvaða maður er eins og Job

sem svelgir í sig móðganir eins og vatn?

 8 Hann umgengst syndara

og blandar geði við vonda menn.+

 9 Hann hefur sagt: ‚Maðurinn hefur engan hag af því

að reyna að þóknast Guði.‘+

10 Hlustið á mig, þið skynsömu menn:

Það er óhugsandi að hinn sanni Guð geri nokkuð illt,+

að Hinn almáttugi geri nokkuð rangt!+

11 Hann launar manninum eftir verkum hans+

og lætur hann taka afleiðingum gerða sinna.

12 Nei, Guð gerir aldrei neitt illt,+

Hinn almáttugi fellir ekki rangláta dóma.+

13 Hver fól honum umsjón með jörðinni

og setti hann yfir allan heiminn?*

14 Ef hann beindi athygli sinni að mönnunum,

ef hann tæki aftur til sín anda þeirra og andardrátt,+

15 myndu menn deyja allir sem einn*

og mannkynið snúa aftur til moldarinnar.+

16 Ef þú hefur skilning skaltu taka vel eftir

og hlusta á það sem ég segi.

17 Ætti sá sem hatar réttlætið að stjórna

eða myndirðu fordæma réttlátan valdamann?

18 Myndirðu segja við konung: ‚Þú ert ónytjungur,‘

eða við tignarmann: ‚Þú ert illmenni‘?+

19 Sá er til sem er ekki hliðhollur höfðingjum

og tekur ekki ríka fram yfir fátæka+

því að þeir eru allir handaverk hans.+

20 Þeir geta dáið skyndilega,+ um miðja nótt,+

þeir hríðskjálfa og gefa upp andann.

Jafnvel valdamenn eru hrifnir burt en ekki af mannavöldum.+

21 Augu Guðs hvíla á vegum mannsins,+

hann sér hvert skref sem hann stígur.

22 Hvergi er myrkur eða dimmur skuggi

þar sem syndarar geta falið sig.+

23 Guð hefur ekki ákveðið nokkrum manni tíma

til að koma fyrir dómstól sinn.

24 Hann þarf ekki að yfirheyra valdamenn áður en hann eyðir þeim

og setur aðra í þeirra stað+

25 því að hann veit hvað þeir gera.+

Hann sviptir þá völdum að nóttu og þeim er tortímt.+

26 Hann refsar þeim fyrir illsku þeirra

í allra augsýn+

27 því að þeir eru hættir að fylgja honum+

og hafa engan áhuga á vegum hans.+

28 Þeir valda því að fátækir hrópa til Guðs,

að hann heyrir neyðaróp hinna bágstöddu.+

29 Hver getur fordæmt Guð þegar hann er þögull?

Hver getur séð hann þegar hann hylur andlitið?

Hvort sem þjóð eða maður á í hlut er útkoman sú sama:

30 Guðlaus maður* fær ekki að stjórna+

eða leggja gildrur fyrir fólkið.

31 Getur nokkur sagt við Guð:

‚Mér er refsað þó að ég hafi ekki gert neitt af mér.+

32 Bentu mér á það sem ég sé ekki.

Ef ég hef gert eitthvað rangt skal ég ekki endurtaka það‘?

33 Á hann að launa þér eftir þínum skilyrðum þegar þú hafnar úrskurði hans?

Þú þarft að svara því, ekki ég.

Segðu mér hvað þú veist.

34 Vitrir og skynsamir menn,

allir sem heyra til mín, munu segja við mig:

35 ‚Job veit ekki hvað hann er að tala um,+

orð hans vitna um skilningsleysi.‘

36 Látið* reyna Job til hins ýtrasta

því að hann svarar eins og vondir menn svara.

37 Hann bætir mótþróa ofan á synd sína,+

hann klappar saman höndum með háði frammi fyrir okkur

og heldur langar ræður gegn hinum sanna Guði!“+

35 Elíhú hélt áfram:

 2 „Ertu svo sannfærður um að þú hafir rétt fyrir þér að þú segir:

‚Ég er réttlátari en Guð‘?+

 3 Þú segir: ‚Hvaða máli skiptir það þig?*

Er ég betur settur nú en ef ég hefði syndgað?‘+

 4 Ég skal svara þér

og kunningjum þínum.+

 5 Horfðu til himins og sjáðu,

virtu fyrir þér skýin+ sem eru hátt fyrir ofan þig.

 6 Hvernig gerirðu Guði mein ef þú syndgar?+

Hvað gerirðu honum ef þú gerir margt af þér?+

 7 Hvað gefurðu honum ef þú ert réttlátur?

Hvað fær hann þá frá þér?+

 8 Illska þín hefur bara áhrif á menn eins og þig

og réttlæti þitt á syni mannanna.

 9 Fólk hrópar á hjálp þegar það er kúgað,

það kallar eftir frelsi undan oki* voldugra manna.+

10 En enginn segir: ‚Hvar er Guð, minn mikli skapari,+

sá sem lætur menn syngja lofsöngva um nætur?‘+

11 Hann fræðir okkur+ meira en dýr merkurinnar+

og gerir okkur vitrari en fugla himins.

12 Fólk hrópar en hann svarar ekki+

vegna hroka hinna vondu.+

13 Nei, Guð hlustar ekki á innantóm orð,*+

Hinn almáttugi gefur þeim engan gaum.

14 Af hverju skyldi hann þá hlusta á þig þegar þú segist ekki sjá hann?+

Mál þitt er lagt fyrir hann svo að þú skalt bíða eftir honum.+

15 Hann hefur ekki krafið þig svars í reiði

né veitt vanhugsuðum orðum þínum athygli.+

16 Job opnar munninn til einskis

og heldur langar ræður af vanþekkingu.“+

36 Elíhú hélt áfram:

 2 „Sýndu mér þolinmæði aðeins lengur meðan ég skýri mál mitt

því að ég á enn margt ósagt Guði til varnar.

 3 Ég ætla að tala ítarlega um það sem ég veit

og sýna fram á að skapari minn sé réttlátur.+

 4 Ég fer ekki með rangt mál,

sá* sem býr yfir fullkominni þekkingu+ er frammi fyrir þér.

 5 Guð er voldugur+ og hafnar engum,

þekking hans á sér engin takmörk.

 6 Hann leyfir ekki hinum illu að lifa+

en lætur hina þjökuðu ná rétti sínum.+

 7 Hann hefur ekki augun af hinum réttlátu,+

hann setur þá í hásæti með konungum*+ og upphefur þá um eilífð.

 8 En ef þeir eru hlekkjaðir

og fangaðir í snöru neyðarinnar

 9 segir hann þeim hvað þeir hafa gert,

hvaða syndir þeir hafa drýgt í hroka sínum.

10 Hann opnar eyru þeirra fyrir öguninni

og segir þeim að hætta að gera það sem er rangt.+

11 Ef þeir hlýða og þjóna honum

njóta þeir velgengni það sem eftir er

og eiga ánægjuleg æviár.+

12 En ef þeir hlýða ekki falla þeir fyrir sverði*+

og deyja án þess að hafa nokkuð lært.

13 Þeir sem eru guðlausir* í hjarta ala með sér gremju.

Þeir hrópa ekki einu sinni á hjálp þegar hann fjötrar þá.

14 Þeir halda til* meðal vændismanna í musterinu+

og þeir deyja ungir.+

15 En Guð* bjargar hinum þjáðu úr neyð þeirra,

hann opnar eyru þeirra þegar þeir eru kúgaðir.

16 Hann dregur þig burt frá barmi örvæntingarinnar+

út á víðlendi þar sem ekkert hamlar þér+

og borð þitt, fullt af úrvalsréttum, huggar þig.+

17 Þá fagnarðu dóminum yfir hinum illu,+

dómurinn fellur og réttlætið nær fram að ganga.

18 En gættu þess að reiðin geri þig ekki illgjarnan*+

og láttu ekki háar mútur leiða þig á villigötur.

19 Geta hróp þín á hjálp

eða erfiði þitt bjargað þér úr neyð?+

20 Þráðu ekki nóttina

þegar fólk hverfur af sínum stað.

21 Gættu þess að snúa þér ekki að hinu illa

og velja það í stað þess að þjást.+

22 Sjáðu hve upphafinn Guð er í mætti sínum!

Hvaða kennari jafnast á við hann?

23 Hver hefur vísað honum til vegar*+

eða sagt við hann: ‚Það sem þú gerðir er rangt‘?+

24 Mundu eftir að lofa allt sem hann gerir,+

það sem menn hafa sungið um.+

25 Allt mannkyn hefur séð það,

dauðlegur maður horfir á það úr fjarska.

26 Já, Guð er meiri en við getum skilið,+

aldur hans er óskiljanlegur.*+

27 Hann dregur upp vatnsdropana,+

þeir þéttast úr þokunni og mynda regn.

28 Það streymir niður úr skýjunum+

og fellur yfir mennina.

29 Getur einhver skilið hvernig skýjabreiðurnar myndast

og skýrt þrumurnar úr tjaldi* hans?+

30 Sjáðu hvernig hann lætur eldingarnar+ þjóta um* himininn

og hylur hafdjúpið.

31 Þannig sér hann fyrir þjóðunum,*

hann gefur þeim fæðu í ríkum mæli.+

32 Hann hefur eldinguna í hendi sér

og beinir henni að markinu.+

33 Þrumur hans segja frá honum,

jafnvel búféð veit hver* er á leiðinni.

37 Við þetta hamast hjarta mitt

og berst í brjósti mér.

 2 Hlustaðu vandlega á drynjandi rödd Guðs

og þrumurnar úr munni hans.

 3 Hann þeytir þeim um allan himin

og sendir eldingar+ sínar til endimarka jarðar.

 4 Síðan heyrast drunur,

hann þrumar með tignarlegri rödd+

og heldur ekki aftur af eldingunum þegar hann talar.

 5 Rödd Guðs þrumar+ á dýrlegan hátt,

hann vinnur stórvirki sem eru ofar okkar skilningi.+

 6 Hann segir við snjóinn: ‚Þú skalt falla til jarðar,‘+

og við regnið: ‚Þú skalt falla í stríðum straumum.‘+

 7 Guð stöðvar alla starfsemi mannanna*

svo að allir dauðlegir menn kynnist verkum hans.

 8 Villtu dýrin leita í bæli sín

og halda sig í holum sínum.

 9 Stormurinn blæs úr forðabúri sínu+

og kuldinn kemur með norðanvindinum.+

10 Ísinn verður til við andardrátt Guðs+

og ís leggur á víðáttumikil vötnin.+

11 Já, hann hleður skýin vætu,

hann dreifir eldingum+ meðal skýjanna.

12 Þau rekur þangað sem hann beinir þeim,

þau koma til leiðar öllu sem hann skipar+ um alla heimsbyggðina.*

13 Hann notar skýin til að refsa,+ til að vökva landið

eða sýna tryggan kærleika sinn.+

14 Hlustaðu á þetta, Job,

staldraðu við og hugleiddu undraverk Guðs.+

15 Skilurðu hvernig Guð stjórnar* skýjunum

og hvernig hann lætur eldingu leiftra af himni?

16 Skilurðu hvernig skýin svífa?+

Þetta eru einstök verk hans sem býr yfir fullkominni þekkingu.+

17 Af hverju hitna fötin á þér

þegar allt staðnar í sunnanáttinni?+

18 Getur þú breitt* út himininn eins og hann+

svo að hann verði eins og málmspegill?

19 Segðu okkur hvað við eigum að segja honum,

við getum ekki svarað þar sem við erum í myrkri.

20 Á að láta Guð vita að ég vilji tala?

Eða hefur einhver sagt eitthvað sem þarf að skýra honum frá?+

21 Menn sjá ekki ljósið*

þótt bjart sé á himni

fyrr en vindurinn blæs og feykir skýjunum burt.

22 Úr norðri skín gullinn bjarmi,

hátign Guðs+ er mikilfengleg.

23 Okkur er ofviða að skilja Hinn almáttuga,+

hann er mikill og máttugur+

og hann víkur aldrei frá réttlæti sínu+ og réttvísi.+

24 Þess vegna ætti fólk að óttast hann.+

Hann hyglar engum sem er vitur í eigin augum.“*+

38 Þá svaraði Jehóva Job úr storminum:+

 2 „Hver er það sem hylur fyrirætlun mína myrkri

og talar af vanþekkingu?+

 3 Mannaðu þig upp,

ég ætla að spyrja þig og þú skalt svara mér.

 4 Hvar varst þú þegar ég lagði grunn að jörðinni?+

Segðu mér það ef þú heldur að þú vitir það.

 5 Hver ákvað umfang hennar, veistu það,

eða hver strekkti mælisnúru yfir hana?

 6 Á hvað var sökklum hennar sökkt

eða hver lagði hornstein hennar+

 7 þegar morgunstjörnurnar+ hrópuðu saman af gleði

og allir synir Guðs*+ fögnuðu?

 8 Hver lokaði hafið af með hliðum+

þegar það braust fram úr móðurkviði,

 9 þegar ég klæddi það skýjum

og sveipaði* það svartamyrkri,

10 þegar ég ákvað takmörk þess

og setti upp slagbranda þess og hlið+

11 og sagði: ‚Hingað máttu koma en ekki lengra,

hér stöðvast þínar hreyknu öldur‘?+

12 Hefurðu einhvern tíma kallað á morguninn

eða vísað döguninni á sinn stað+

13 svo að hún grípi í jaðar jarðar

og hristi hina illu af henni?+

14 Jörðin breytist eins og leir undir innsigli

og landslagið birtist eins og skraut á flík.

15 En ljós hinna illu er tekið frá þeim

og upplyftur handleggur þeirra brotinn.

16 Hefurðu farið niður að uppsprettum hafsins

eða kannað sjávardjúpin?+

17 Hafa hlið dauðans+ opinberast þér

eða hefurðu séð hlið svartamyrkursins?*+

18 Hefurðu áttað þig á víðáttum jarðar?+

Segðu mér frá ef þú þekkir allt þetta.

19 Hver er leiðin til heimkynna ljóssins+

og hvar á myrkrið heima?

20 Geturðu fundið stígana að húsi þeirra

og fylgt þeim heim?

21 Veistu þetta? Varstu fæddur þá?

Eru ævidagar þínir svona margir?

22 Hefurðu komið í forðabúr snævarins+

eða séð geymslur haglsins+

23 sem ég hef geymt til neyðartíma,

til stríðs- og orrustudags?+

24 Úr hvaða átt dreifist ljósið*

og hvaðan blæs austanvindurinn um jörðina?+

25 Hver bjó til farveg fyrir steypiregnið

og ruddi braut fyrir þrumuskýið+

26 svo að rigni yfir mannautt land,

yfir óbyggðina þar sem enginn býr+

27 til að metta uppþornuð öræfi

og láta grasið spretta?+

28 Á regnið sér föður+

og hver hefur getið daggardropana?+

29 Hver er móðir íssins

og hver fæddi hrím himinsins?+

30 Hver gerir yfirborð vatnsins hart eins og stein

og hylur djúpið íshellu?+

31 Geturðu bundið saman stjörnumerkið Kíma*

eða leyst bönd stjörnumerkisins Kesíl?*+

32 Geturðu leitt fram stjörnumerki* á réttum tíma

eða vísað merkinu As* og sonum þess veginn?

33 Þekkirðu lög himinsins?+

Geturðu látið áhrifa þeirra* gæta á jörðinni?

34 Geturðu kallað til skýjanna

svo að hellirigni á þig?+

35 Geturðu sent frá þér eldingar?

Koma þær til þín og segja: ‚Hér erum við!‘

36 Hver lagði visku í skýin*+

eða veitti fyrirbærum himins* skilning?+

37 Hver er nógu vitur til að geta talið skýin

og hver getur hellt úr vatnskerum himins+

38 þannig að jörðin fljóti í leðju

og moldin kekkjist saman?

39 Geturðu veitt bráð handa ljóni

eða satt hungur ljónshvolpa+

40 þegar þeir kúra í bæli sínu

eða sitja fyrir bráð?

41 Hver færir hrafninum fæðu+

þegar ungarnir krunka eftir hjálp Guðs

og flögra um því að þeir hafa ekkert æti?

39 Veistu hvenær steingeiturnar bera?+

Hefurðu fylgst með hindunum eignast afkvæmi?+

 2 Telurðu mánuðina sem meðgangan stendur?

Veistu hvenær þær bera?

 3 Þær hnipra sig saman þegar þær bera

og hríðirnar taka enda.

 4 Ungviðið styrkist og dafnar á víðavangi,

það fer burt og snýr ekki aftur.

 5 Hver gaf villiasnanum* frelsi,+

hver leysti af honum böndin?

 6 Ég hef gert eyðisléttuna að heimkynni hans

og saltsléttuna að aðsetri hans.

 7 Hann hlær að látum borgarinnar,

hann heyrir ekki í þeim sem rekur á eftir skepnunum.

 8 Hann flakkar um fjöllin í leit að haga

og sækir í hverja græna plöntu.

 9 Er villinautið fúst til að þjóna þér?+

Dvelur það næturlangt í fjósi þínu?*

10 Geturðu bundið villinaut við plóginn

eða fylgir það þér til að plægja* í dalnum?

11 Reiðirðu þig á mikið afl þess

og lætur það erfiða fyrir þig?

12 Treystirðu á það til að flytja uppskeruna*

og safna henni á þreskivöllinn?

13 Strútshænan blakar vængjunum glaðlega

en jafnast vængir hennar og fjaðrir á við vængi storksins?+

14 Hún skilur egg sín eftir á jörðinni

og heldur þeim heitum í sandinum.

15 Hún hugsar ekki út í að fótur gæti brotið þau

eða villt dýr troðið á þeim.

16 Hún er hörð við unga sína eins og hún eigi þá ekki,+

hún óttast ekki að erfiði sitt sé til einskis

17 því að Guð hefur synjað henni um visku

og ekki gefið henni skilning.

18 En þegar hún stendur upp og blakar vængjunum

hlær hún að hesti og reiðmanni.

19 Ert það þú sem gefur hestinum kraft?+

Klæðir þú makka hans flaksandi faxi?

20 Getur þú látið hann stökkva eins og engisprettu?

Tignarlegt frýs hans er ógnvekjandi.+

21 Hann stappar ákafur í jörðina í dalnum,+

hann þeysist fram í orrustu.*+

22 Hann hlær að óttanum og hræðist ekki neitt,+

hann hopar ekki fyrir sverði.

23 Á síðu hans glamrar í örvamælinum,

það glampar á spjótið og kastspjótið.

24 Titrandi af spenningi geysist hann áfram,

hann stendur ekki kyrr* þegar blásið er í hornið.

25 Þegar heyrist í horninu hneggjar hann hátt,

hann finnur þefinn af bardaga langt að

og heyrir köll foringja og heróp.+

26 Er það viti þínu að þakka að fálkinn hækkar flugið

og breiðir út vængina móti suðri?

27 Eða er það að þinni skipun að örninn flýgur upp í hæðir+

og gerir sér hreiður hátt uppi?+

28 Hann ver nóttinni uppi á hamri,

heldur til í virki sínu á klettanibbu.

29 Þaðan skimar hann eftir æti,+

augu hans sjá langar leiðir.

30 Ungar hans sötra blóð,

þar sem fallnir liggja, þangað er örninn kominn.“+

40 Jehóva hélt áfram og sagði við Job:

 2 „Ætti aðfinnslumaður að deila við Hinn almáttuga?+

Svari sá sem vill leiðrétta Guð.“+

 3 Job svaraði þá Jehóva:

 4 „Ég er ekki þess verður.+

Hverju get ég svarað þér?

Ég legg höndina á munninn.+

 5 Ég hef svarað einu sinni en geri það ekki aftur,

tvisvar en segi ekki meir.“

 6 Þá svaraði Jehóva Job úr storminum:+

 7 „Mannaðu þig upp,

ég ætla að spyrja þig og þú skalt svara mér.+

 8 Véfengir þú að ég sé réttlátur?*

Dæmir þú mig sekan svo að þú hafir rétt fyrir þér?+

 9 Er hönd þín jafn sterk og hönd hins sanna Guðs,+

er rödd þín jafn þrumandi og hans?+

10 Skrýddu þig dýrð og hátign,

klæddu þig reisn og ljóma.

11 Gefðu allri reiði þinni lausan tauminn,

líttu á alla hrokagikki og lítillækkaðu þá.

12 Líttu á alla hrokagikki og auðmýktu þá

og traðkaðu hina illu niður þar sem þeir standa.

13 Feldu þá alla í moldinni,

bittu þá á leyndum stað.

14 Þá myndi ég viðurkenna*

að hægri hönd þín gæti bjargað þér.

15 Hugsaðu um behemót* sem ég skapaði rétt eins og þig.

Hann bítur gras eins og naut.

16 Sjáðu kraftinn í lendum hans

og aflið í kviðvöðvum hans!

17 Hann sperrir halann eins og sedrustré,

sinarnar í lærum hans eru samtvinnaðar.

18 Bein hans eru koparpípur,

leggirnir eins og úr smíðajárni.

19 Hann er fremstur sinnar tegundar af* sköpunarverkum Guðs,

enginn nema skaparinn getur nálgast hann með sverði.

20 Fjöllin gefa honum fæðu,

fjöllin þar sem öll villtu dýrin leika sér.

21 Hann leggst undir lótusrunna

í skjóli við reyrinn í mýrinni.

22 Lótusrunnarnir varpa skugga á hann

og hann er umkringdur öspunum í dalnum.

23 Hann skelfist ekki þótt fljótið ólgi,

honum er óhætt þótt Jórdan+ belji á gini hans.

24 Er hægt að fanga hann að honum ásjáandi

eða stinga krók gegnum nasir hans?

41 Geturðu veitt Levjatan*+ á öngul

eða bundið tungu hans með reipi?

 2 Geturðu dregið reipi* gegnum nasir hans

eða stungið krók* gegnum kjálka hans?

 3 Biður hann þig að miskunna sér

eða talar hann vingjarnlega til þín?

 4 Gerir hann samning við þig

og gerist þræll þinn ævilangt?

 5 Leikurðu við hann eins og við fugl

eða hefur hann í bandi handa litlu stelpunum þínum?

 6 Versla kaupmenn með hann?

Skipta þeir honum milli verslunarmanna?

 7 Geturðu rekið skutla gegnum húð hans+

eða spjót í höfuð hans?

 8 Leggðu höndina á hann.

Þú gleymir ekki þeim átökum og gerir það aldrei aftur!

 9 Það er vonlaust að yfirbuga hann.

Það eitt að sjá hann flæmir þig burt.*

10 Enginn þorir að stugga við honum.

Hver vogar sér þá að setja sig upp á móti mér?+

11 Hver hefur gefið mér eitthvað að fyrra bragði svo að ég ætti að endurgjalda honum?+

Allt sem er undir himninum tilheyrir mér.+

12 Ég ætla ekki að þegja um limi hans,

um styrk hans og vel myndaðan líkama.

13 Hver hefur svipt hann brynjunni?

Hver fer inn í opið ginið á honum?

14 Hver getur glennt upp gin hans?

Tennurnar eru ógnvekjandi.

15 Á bakinu eru* beinplötur í röðum,

festar þétt saman.

16 Hver plata liggur svo þétt að næstu

að ekki kemst loft á milli.

17 Þær eru festar hver í aðra,

eru samfastar og verða ekki aðskildar.

18 Hann skýtur gneistum þegar hann fnæsir

og augu hans eru eins og geislar morgunroðans.

19 Eldingar ganga út úr gini hans,

eldneistarnir fljúga.

20 Reykur stendur út úr nösum hans

eins og úr ofni sem er kyntur með sefi.

21 Andgustur hans kveikir í kolum

og logi stendur úr gini hans.

22 Mikill kraftur býr í hálsi hans

og skelfing hleypur á undan honum.

23 Húðfellingarnar á kviðnum eru samfastar,

eins og steyptar á hann og þær gefa sig ekki.

24 Hjarta hans er hart eins og steinn,

já, hart eins og neðri kvarnarsteinn.

25 Þegar hann reisir sig hræðast jafnvel sterkir menn,

fát grípur um sig þegar hann berst um.

26 Ekkert sverð vinnur á honum

né spjót eða ör.+

27 Járn er honum eins og hálmstrá,

kopar eins og fúinn viður.

28 Ör rekur hann ekki á flótta,

slöngvusteinar verða að hálmi gegn honum.

29 Kylfu metur hann eins og hálm

og hann hlær þegar menn veifa kastspjóti.

30 Kviður hans er eins og hvöss leirbrot,

hann skilur eftir sig för í leðjunni eins og þreskisleði.+

31 Hann lætur ólga í djúpinu eins og í potti,

hann lætur sjóinn freyða eins og sjóðandi smyrsl.

32 Rákin á eftir honum glitrar,

ætla mætti að djúpið væri með hvítt hár.

33 Ekkert á jörðinni jafnast á við hann,

dýr sem var skapað án þess að kunna að hræðast.

34 Hann hvessir augun á allt sem er hrokafullt.

Hann er konungur yfir öllum tignarlegu villidýrunum.“

42 Þá svaraði Job Jehóva:

 2 „Nú veit ég að þú getur allt

og ekkert sem þú ætlar að gera er þér ofviða.+

 3 Þú sagðir: ‚Hver er það sem hylur fyrirætlun mína myrkri og talar af vanþekkingu?‘+

Já, ég talaði án þess að skilja

um mál sem eru of háleit fyrir mig og ég þekki ekki.+

 4 Þú sagðir: ‚Hlustaðu og ég ætla að tala.

Ég ætla að spyrja þig og þú skalt svara mér.‘+

 5 Ég þekkti þig af afspurn

en nú hef ég séð þig með eigin augum.

 6 Þess vegna tek ég orð mín aftur+

og iðrast í dufti og ösku.“+

7 Þegar Jehóva hafði lokið máli sínu við Job sagði Jehóva við Elífas Temaníta:

„Reiði mín logar gegn þér og félögum þínum tveim+ því að þið hafið ekki sagt sannleikann um mig+ eins og Job þjónn minn. 8 Takið nú sjö naut og sjö hrúta, farið til Jobs þjóns míns og færið brennifórn fyrir ykkur. Job þjónn minn mun biðja fyrir ykkur.+ Ég mun hlusta á bæn hans og ekki láta ykkur gjalda heimsku ykkar en þið hafið ekki sagt sannleikann um mig eins og Job þjónn minn.“

9 Elífas Temaníti, Bildad Súaíti og Sófar Naamaíti fóru þá og gerðu það sem Jehóva hafði sagt þeim. Og Jehóva hlustaði á bæn Jobs.

10 Eftir að Job hafði beðið fyrir kunningjum sínum+ batt Jehóva enda á þjáningar hans+ og veitti honum velgengni á ný.* Jehóva gaf honum tvöfalt það sem hann hafði átt áður.+ 11 Allir bræður hans og systur og allir vinir frá fyrri tíð+ komu nú til hans og borðuðu með honum í húsi hans. Þau sýndu honum samúð og hughreystu hann eftir allar hörmungarnar sem Jehóva hafði leyft að kæmu yfir hann. Hvert og eitt þeirra gaf honum einn kesíta* og gullhring.

12 Jehóva blessaði síðari æviár Jobs meira en hin fyrri+ og hann eignaðist 14.000 fjár, 6.000 úlfalda, 1.000 tvíeyki nauta og 1.000 ösnur.+ 13 Hann eignaðist aftur sjö syni og þrjár dætur.+ 14 Fyrstu dótturina nefndi hann Jemímu, aðra Kesíu og þá þriðju Keren Happúk. 15 Hvergi í landinu fundust eins fagrar konur og dætur Jobs og faðir þeirra gaf þeim arf með bræðrum þeirra.

16 Job lifði í 140 ár eftir þetta og fékk að sjá börn sín og barnabörn í fjóra ættliði. 17 Að lokum dó Job eftir langa og góða ævi.*

Merkir hugsanl. ‚sá sem sætir fjandskap‘.

Orðrétt „500 tvíeyki nauta“.

Orðrétt „ösnur“.

Hebreskt orðasamband notað um englana.

Eða „á þínu valdi“.

Orðrétt „frá augliti“.

Eða hugsanl. „Elding“.

Hebreskt orðasamband notað um englana.

Orðrétt „gleypa“.

Orðrétt „Húð fyrir húð“.

Eða „sál sína“.

Orðrétt „í þinni hendi“.

Orðrétt „frá augliti“.

Eða „slæmum sárum“.

Orðrétt „degi“.

Eða „Myrkur og skuggi dauðans“.

Talið er að átt sé við krókódíl eða annað stórt og sterkt dýr sem lifir í vatni.

Eða „sem eru bitrir í sál sinni“.

Orðrétt „örmagnast“.

Eða „upphugsa“.

Eða „sendiboðum“.

Orðrétt „sverði munns“.

Eða „hafa gert sáttmála (samning) við þig“.

Eða „fljótfærni“.

Eða „lengja líf mitt“.

Orðrétt „kaupa mig lausan“.

Eða „í dögun“.

Orðrétt „að sjá hið góða“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „í biturð sálar minnar“.

Orðrétt „lét hann þau í hendur sinnar eigin uppreisnar“.

Eða „vakna þín vegna“.

Orðrétt „bera fram orð úr hjarta sér“.

Eða „fráhvarfsmannsins“.

Orðrétt „hús köngulóarinnar“.

Eða „hann horfir á steinhús“.

Eða „hverfur vegur hans“.

Eða „saklausir“.

Orðrétt „tekur ekki í hönd vondra manna“.

Eða „draga hann fyrir rétt“.

Eða „fjarlægir“.

Hugsanlega stjörnumerkið Stóribjörn.

Hugsanlega stjörnumerkið Óríon.

Hugsanlega Sjöstirnið í stjörnumerkinu Nautinu.

Hugsanlega er átt við stórt sæskrímsli.

Eða hugsanl. „gagnaðila minn fyrir rétti“.

Orðrétt „stefnt mér“.

Eða „saklaus“.

Orðrétt „dæma mig óheiðarlegan“.

Eða „saklaus“.

Eða „hef óbeit á lífi mínu“.

Eða „ráðvöndum“.

Orðrétt „andlit“.

Orðrétt „dæmdur illmenni“.

Eða „pottösku“.

Eða „miðlað málum milli“.

Orðrétt „lagt hönd sína yfir okkur báða“.

Orðrétt „tæki staf sinn frá mér“.

Eða „í biturð sálar minnar“.

Eða „anda minn; andardrátt minn; líf mitt“.

Orðrétt „Og þetta faldirðu í hjarta þér“.

Eða „gæti glaðst örlítið“.

Eða „myrkurs og skugga dauðans“.

Eða „Hefur monthani rétt fyrir sér?“

Eða „ystu takmörkum Hins almáttuga“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „fæðst sem maður“.

Orðrétt „undirbúa hjarta þitt“.

Orðrétt „Þið eruð greinilega fólkið“.

Eða hugsanl. „talaðu við“.

Eða „andi; andardráttur“.

Orðrétt „gómurinn“.

Eða „sviptir ráðgjafa öllu“.

Eða „öldunga“.

Orðrétt „losar um belti“.

Eða „Eruð þið vilhallir“.

Eða „Eftirminnileg orð“.

Orðrétt „skjaldarbólur“.

Orðrétt „Af hverju ber ég hold mitt milli tannanna“.

Eða „breytni mína“.

Eða „fráhvarfsmaður“.

Eða hugsanl. „Ef einhver getur það skal ég þegja og deyja“.

Orðrétt „Aðeins tvennt máttu ekki gera mér“.

Orðrétt „Hann“, á hugsanlega við Job.

Eða „og mettast óróleika“.

Eða hugsanl. „sem er síðan skorið af“.

Orðrétt „mig“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „vindkenndri þekkingu“.

Eða „kenna munni þínum“.

Orðrétt „anda þínum“.

Orðrétt „brauði“.

Eða „reynir að sigra Hinn almáttuga“.

Orðrétt „þykkar skjaldarbólur sínar“.

Það er, öll batavon hans.

Orðrétt „Hann“.

Eða „fráhvarfsmanna“.

Eða „orðum sem eru bara vindur“.

Eða „þeim sem söfnuðust saman hjá mér“.

Eða „styrk minn“. Orðrétt „horn mitt“.

Eða „skuggi dauðans“.

Eða hugsanl. „horfi vansvefta til Guðs“.

Orðrétt „Andi“.

Eða „hjarta þeirra“.

Orðrétt „augu barna þeirra daprast“.

Orðrétt „máltæki“.

Eða „fráhvarfsmannsins“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Hugsanlega er átt við Job og þá sem hugsa eins og hann.

Eða hugsanl. „óhreina“.

Eða „haltrar“.

Orðrétt „frumburður dauðans“.

Eða „leiddur burt til að hljóta hræðilegan dauðdaga“.

Orðrétt „Það sem hann á ekki skal“.

Orðrétt „á hann sér ekkert nafn“.

Eða „býr tímabundið“.

Eða „smánað“.

Eða „Ættingjar mínir“.

Orðrétt „ég kemst undan með húð tanna minna“.

Orðrétt „og verðið ekki saddir af holdi mínu“.

Eða „sá sem kaupir mig lausan“.

Eða „Nýrun hafa brugðist innra með mér“.

Eða „mannkynið; Adam“.

Eða „fráhvarfsmannsins“.

Eða „gall kóbrunnar“.

Orðrétt „tunga“.

Orðrétt „og gleypir það ekki“.

Orðrétt „hann“.

Orðrétt „hans“.

Eða „voldugir“.

Eða „á augabragði“, það er, hljóta hægt og sársaukalaust andlát.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „séu mér ráð vondra manna; sé mér ráðabrugg vondra manna“.

Eða „tala mánaða hans er helminguð“.

Orðrétt „mergurinn í beinum hans er safaríkur“.

Eða hugsanl. „ofbeldi“.

Eða „sannanir þeirra“.

Orðrétt „Hann dregur allt mannkyn með sér“.

Eða „Gleður það“.

Eða „munaðarlausum“.

Orðrétt „handleggsbraust föðurlausa drengi“.

Orðrétt „fuglagildrur“.

Eða „gullmolum þínum“.

Eða „flóðdalina“. Sjá orðaskýringar.

Eða „gullmolar þínir“.

Eða „niðurlúta“.

Eða „í uppreisnarhug“.

Eða „en mér var fyrirskipað“.

Eða „fyrirskipar“.

Það er, dómsdag hans.

Eða „sem tryggingu fyrir láni“.

Eða hugsanl. „afla fóðurs á víðavangi“.

Eða hugsanl. „pressa ólívur á gróðurstöllunum“.

Eða hugsanl. „Guð ásakar engan“.

Orðrétt „grafa þeir sig“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „Móðurkviðurinn“.

Orðrétt „Hann“.

Orðrétt „Hann“.

Orðrétt „vegum þeirra“.

Orðrétt „í hæðum“.

Eða „hreinn“.

Eða „heilbrigðri skynsemi“.

Orðrétt „Andardráttur (andi) hvers kemur frá þér?“

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „honum“.

Eða „Abaddón“.

Orðrétt „norðrið“.

Orðrétt „tómið“.

Orðrétt „hanga á engu“.

Orðrétt „hring“.

Orðrétt „Rahab“.

Eða „vind“.

Orðrétt „spakmælum sínum“.

Eða „varðveiti ég ráðvendni mína“.

Eða „hæðir“.

Eða „fyrir neinn af dögum mínum“.

Eða „fráhvarfsmaðurinn“.

Eða hugsanl. „með hjálp“.

Eða hugsanl. „Menn klappa saman höndum yfir honum og blístra“.

Orðrétt „hellt“.

Orðrétt „grjóti“.

Hér er greinilega átt við námugröft.

Það er, vatnagleðunnar.

Eða „hreinsuðu“.

Orðrétt „þunga“.

Orðrétt „Að óttast“.

Orðrétt „spakmælum sínum“.

Eða „þjónar mínir“.

Orðrétt „földu sig“.

Orðrétt „í hreiðri“.

Orðrétt „drupu í eyru“.

Eða hugsanl. „þeir myrkvuðu ekki ljós andlits míns“.

Eða „hlíðum flóðdalanna“.

Orðrétt „ég er orðinn þeim máltæki“.

Orðrétt „losað bogastreng minn“.

Eða hugsanl. „hjálpi þeim“.

Eða hugsanl. „Miklar þjáningar mínar afmynda mig“.

Eða hugsanl. „leysir mig upp með miklum gný“.

Orðrétt „á rústahaug“.

Eða „eiga erfiða daga“.

Eða hugsanl. „sótthita“.

Eða hugsanl. „með lygurum“.

Eða „afkomendur mínir verði upprættir“.

Eða „upprætti allar afurðir mínar“.

Eða „höfðuðu mál gegn mér“.

Orðrétt „þegar Guð risi upp“.

Orðrétt „í móðurkviði“.

Orðrétt „látið augu ekkjunnar bregðast“.

Orðrétt „hans“.

Orðrétt „hana“.

Orðrétt „frá móðurkviði“.

Orðrétt „lendar hans gætu“.

Eða hugsanl. „þegar ég sá að ég hafði stuðning“.

Eða „herðablaðið“.

Eða „í liðnum; frá upphandleggsbeininu“.

Orðrétt „ljósið“.

Eða „útlendingur“.

Eða „Hér er undirskrift mín“.

Eða „því að hann var réttlátur í eigin augum“.

Orðrétt „Dagarnir“.

Eða „Margir dagar einir sér gera“.

Eða „gat leiðrétt Job“.

Eða „veita nokkrum manni heiðursnafnbót“.

Orðrétt „tunga mín með góminum“.

Orðrétt „innsiglar fyrirmæli sín til þeirra“.

Eða „lífi“.

Eða „(kast)vopni“.

Eða „Líf“.

Eða „engill“.

Eða „heilbrigðari“.

Orðrétt „syngur fyrir menn“.

Eða hugsanl. „ég hafði ekki gagn af því“.

Eða „líf mitt“.

Orðrétt „gómurinn“.

Eða „yfir heimsbyggðina“.

Orðrétt „myndi allt hold deyja“.

Eða „Fráhvarfsmaður“.

Eða hugsanl. „Faðir minn, láttu“.

Líklega er átt við Guð.

Orðrétt „hendi“.

Eða „á lygi“.

Átt er við Guð.

Eða hugsanl. „setur konunga í hásæti“.

Eða „(kast)vopni“.

Eða „fráhvarfsmenn“.

Eða hugsanl. „Ævi þeirra lýkur“.

Orðrétt „hann“.

Eða „fái þig ekki til að klappa saman höndum af illgirni“.

Eða hugsanl. „gagnrýnt verk hans; látið hann gera grein fyrir verkum sínum“.

Eða „órannsakanlegur“.

Orðrétt „skýli“.

Orðrétt „breiðir ljós sitt út yfir“.

Eða hugsanl. „flytur hann mál þjóðanna“.

Eða hugsanl. „hvað“.

Orðrétt „innsiglar hönd sérhvers manns“.

Eða „um frjósamt land jarðar“.

Eða „skipar“.

Eða „hamrað“.

Það er, sólarljósið.

Orðrétt „sem hefur viturt hjarta“.

Hebreskt orðasamband notað um englana.

Eða „reifaði“.

Eða „hliðin að skugga dauðans“.

Eða hugsanl. „dreifast eldingarnar“.

Hugsanlega Sjöstirnið í stjörnumerkinu Nautinu.

Hugsanlega stjörnumerkið Óríon.

Orðrétt „Masarot“. Í 2Kon 23:5 stendur skylt orð í fleirtölu og þar er átt við stjörnumerki dýrahringsins.

Hugsanlega stjörnumerkið Stóribjörn.

Eða hugsanl. „hans“, það er, Guðs.

Eða hugsanl. „manninn“.

Eða hugsanl. „veitti huganum“.

Eða „gresjuhestinum“.

Eða „við jötu þína“.

Eða „herfa“.

Orðrétt „korn þitt“.

Orðrétt „hann fer út á móti herklæðunum“.

Eða hugsanl. „hann trúir ekki“.

Eða „Ógildir þú réttlæti mitt?“

Eða „hrósa þér fyrir“.

Hugsanlega flóðhesturinn.

Orðrétt „Hann er upphafið að“.

Hugsanlega krókódíllinn.

Orðrétt „sefstrá“.

Orðrétt „þyrni“.

Eða „fellir þig flatan“.

Eða hugsanl. „Stolt hans er“.

Orðrétt „sneri Jehóva við ófrelsi Jobs“.

Forn mynteining af óþekktri stærð.

Orðrétt „gamall og saddur daga“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila