Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Jóhannes 1:1-21:25
  • Jóhannes

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jóhannes
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jóhannes

JÓHANNES SEGIR FRÁ

1 Í upphafi var Orðið+ og Orðið var hjá Guði+ og Orðið var guð.*+ 2 Hann var í upphafi hjá Guði. 3 Allt varð til fyrir atbeina hans+ og án hans hefur ekki neitt orðið til.

Það sem varð til 4 fyrir atbeina hans var líf og lífið var ljós mannanna.+ 5 Ljósið skín í myrkrinu+ en myrkrið hefur ekki yfirbugað það.

6 Maður kom fram sem var sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.+ 7 Þessi maður kom sem vottur til að bera vitni um ljósið+ svo að alls kyns fólk gæti trúað fyrir atbeina hans. 8 Hann var ekki ljósið+ en hann átti að bera vitni um ljósið.

9 Hið sanna ljós, sem lýsir alls kyns fólki, var í þann mund að koma í heiminn.+ 10 Hann var í heiminum+ og heimurinn varð til fyrir atbeina hans+ en heimurinn þekkti hann ekki. 11 Hann kom til heimalands síns en hans eigin þjóð tók ekki við honum. 12 En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða börn Guðs+ því að þeir trúðu á nafn hans.+ 13 Þeir fæddust ekki af mönnum* eða vegna mannlegra langana* eða að vilja manns heldur af Guði.+

14 Og Orðið varð maður,*+ hann bjó meðal okkar og við sáum dýrð hans, slíka dýrð sem einkasonur+ fær frá föður, og hann var fullur af guðlegri* góðvild og sannleika. 15 (Jóhannes vitnaði um hann, já, hann hrópaði: „Það var um hann sem ég sagði: ‚Sá sem kemur á eftir mér er kominn fram úr mér því að hann var til á undan mér.‘“)+ 16 Við höfum öll þegið af gnægð hans, það er að segja einstaka góðvild á góðvild ofan. 17 Lögin voru gefin fyrir milligöngu Móse+ en góðvildin*+ og sannleikurinn komu fyrir milligöngu Jesú Krists.+ 18 Enginn maður hefur nokkurn tíma séð Guð+ en einkasonurinn, sem er guð+ og er við hlið föðurins,*+ hefur skýrt hver hann er.+

19 Jóhannes gaf eftirfarandi vitnisburð þegar Gyðingar sendu presta og Levíta frá Jerúsalem til að spyrja hann: „Hver ertu?“+ 20 Hann vék sér ekki undan að svara heldur sagði opinskátt: „Ég er ekki Kristur.“ 21 „Hver ertu þá?“ spurðu þeir. „Ertu Elía?“+ Hann svaraði: „Ég er ekki hann.“ „Ertu spámaðurinn?“+ „Nei,“ svaraði hann. 22 Þeir sögðu þá við hann: „Hver ertu? Segðu okkur það svo að við getum svarað þeim sem sendu okkur. Hvað segirðu um sjálfan þig?“ 23 Hann svaraði: „Ég er rödd manns sem hrópar í óbyggðunum: ‚Gerið veg Jehóva* beinan,‘+ eins og Jesaja spámaður sagði.“+ 24 Það voru farísear sem höfðu sent mennina 25 og þeir spurðu hann nú: „En hvers vegna skírirðu fyrst þú ert hvorki Kristur, Elía né spámaðurinn?“ 26 Jóhannes svaraði þeim: „Ég skíri í vatni. Á meðal ykkar stendur maður sem þið þekkið ekki, 27 hann sem kemur á eftir mér, og ég er ekki þess verðugur að leysa ólarnar á sandölum hans.“+ 28 Þetta gerðist í Betaníu handan við Jórdan þar sem Jóhannes skírði.+

29 Daginn eftir sá hann Jesú koma í áttina til sín og sagði: „Sjáið, lamb+ Guðs sem tekur burt synd+ heimsins!+ 30 Þetta er sá sem ég átti við þegar ég sagði: ‚Á eftir mér kemur maður sem er kominn fram úr mér því að hann var til á undan mér.‘+ 31 Jafnvel ég þekkti hann ekki en ég kom og skírði í vatni til þess að sýna Ísrael hver hann er.“+ 32 Jóhannes vitnaði líka og sagði: „Ég sá andann koma ofan af himni eins og dúfu og nema staðar yfir honum.+ 33 Jafnvel ég þekkti hann ekki en sá sem sendi mig til að skíra í vatni sagði við mig: ‚Sá sem þú sérð andann koma yfir og nema staðar á,+ hann er sá sem skírir með heilögum anda.‘+ 34 Ég hef séð þetta og hef vitnað um að hann er sonur Guðs.“+

35 Daginn eftir var Jóhannes staddur þar aftur með tveim af lærisveinum sínum. 36 Hann sá Jesú koma gangandi og sagði: „Sjáið, lamb+ Guðs!“ 37 Þegar lærisveinarnir tveir heyrðu hann segja þetta fóru þeir á eftir Jesú. 38 Jesús sneri sér við, sá að þeir fylgdu honum og sagði við þá: „Að hverju leitið þið?“ Þeir svöruðu: „Rabbí (en það merkir ‚kennari‘), hvar heldurðu til?“ 39 „Komið og sjáið,“ sagði hann. Þeir fóru með honum og sáu hvar hann hélt til en þetta var um tíundu stund.* Þeir voru síðan hjá honum þann dag. 40 Annar þeirra sem heyrðu hvað Jóhannes sagði og fylgdu Jesú var Andrés,+ bróðir Símonar Péturs. 41 Hann fór strax og fann Símon bróður sinn og sagði við hann: „Við höfum fundið Messías“+ (en það merkir ‚Kristur‘) 42 og hann fór með hann til Jesú. Jesús horfði á hann og sagði: „Þú ert Símon+ Jóhannesson. Þú verður kallaður Kefas“ (sem þýðir ‚Pétur‘).+

43 Daginn eftir vildi Jesús fara til Galíleu. Hann hitti þá Filippus+ og sagði við hann: „Fylgdu mér.“ 44 Filippus var frá Betsaídu, sömu borg og þeir Andrés og Pétur. 45 Filippus fann Natanael+ og sagði við hann: „Við höfum fundið þann sem Móse skrifar um í lögunum og einnig spámennirnir: Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“+ 46 En Natanael sagði við hann: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“ Filippus svaraði: „Komdu og sjáðu.“ 47 Jesús sá Natanael koma og sagði um hann: „Sjáið, hér er sannur Ísraelsmaður sem engin svik eru í.“+ 48 Natanael spurði hann: „Hvernig þekkirðu mig?“ Jesús svaraði: „Ég sá þig undir fíkjutrénu áður en Filippus kallaði á þig.“ 49 Þá sagði Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“+ 50 Jesús svaraði: „Trúirðu af því að ég sagðist hafa séð þig undir fíkjutrénu? Þú munt sjá meira en þetta.“ 51 Síðan bætti hann við: „Ég segi ykkur með sanni: Þið munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður til Mannssonarins.“+

2 Tveim dögum síðar var haldin brúðkaupsveisla í Kana í Galíleu og móðir Jesú var þar. 2 Jesú og lærisveinum hans var einnig boðið til brúðkaupsveislunnar.

3 Þegar vínið var á þrotum sagði móðir Jesú við hann: „Þau eiga ekki meira vín.“ 4 En Jesús svaraði: „Hvað varðar okkur um það, kona?* Minn tími er enn ekki kominn.“ 5 Móðir hans sagði þá við þjónana: „Gerið það sem hann segir ykkur.“ 6 Þarna stóðu sex vatnsker úr steini eins og krafist var samkvæmt hreinsunarreglum Gyðinga+ og hvert þeirra tók tvo eða þrjá mæla.* 7 Jesús sagði við þá: „Fyllið kerin af vatni.“ Og þeir fylltu þau upp að börmum. 8 Síðan sagði hann: „Ausið nú svolitlu upp og farið með það til veislustjórans.“ Þeir gerðu það. 9 Veislustjórinn bragðaði á vatninu sem nú var orðið að víni en vissi ekki hvaðan það kom. (Þjónarnir sem jusu upp vatninu vissu það hins vegar.) Veislustjórinn kallaði á brúðgumann 10 og sagði: „Allir aðrir bera fram góða vínið fyrst og síðan hið lakara þegar fólk er orðið ölvað. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.“ 11 Þetta var fyrsta kraftaverk Jesú og hann gerði það í Kana í Galíleu. Það opinberaði dýrð hans+ og lærisveinar hans trúðu á hann.

12 Eftir þetta fór hann með móður sinni, bræðrum+ og lærisveinum niður til Kapernaúm+ en þau stöldruðu ekki við nema fáeina daga.

13 Nú voru páskar+ Gyðinga í nánd og Jesús fór upp til Jerúsalem. 14 Í musterinu sá hann þá sem seldu nautgripi, sauðfé og dúfur+ og víxlarana sem sátu þar. 15 Hann gerði sér svipu úr reipum og rak þá alla út úr musterinu ásamt sauðfénu og nautgripunum, dreifði peningum víxlaranna út um allt og velti borðum þeirra um koll.+ 16 Og hann sagði við dúfnasalana: „Burt með þetta héðan! Hættið að nota hús föður míns sem sölumarkað!“*+ 17 Lærisveinarnir minntust þess að skrifað er: „Ég brenn af ákafa vegna húss þíns.“+

18 Gyðingar sögðu þá við hann: „Hvaða tákn geturðu gefið okkur+ um að þú hafir rétt til að gera þetta?“ 19 Jesús svaraði: „Rífið þetta musteri og ég skal reisa það á þrem dögum.“+ 20 Þeir sögðu þá: „Þetta musteri var 46 ár í smíðum og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!“ 21 En musterið sem hann átti við var líkami hans.+ 22 Þegar hann var risinn upp frá dauðum minntust lærisveinarnir þess að hann hafði stundum sagt þetta,+ og þeir trúðu Ritningunum og því sem Jesús hafði sagt.

23 Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni fóru margir að trúa á nafn hans því að þeir sáu kraftaverkin sem hann gerði. 24 En Jesús sagði þeim ekkert í trúnaði því að hann þekkti þá alla 25 og hann þurfti ekki að láta segja sér neitt um mennina þar sem hann vissi hvað bjó í mönnunum.+

3 Maður nokkur hét Nikódemus.+ Hann var farísei og einn af leiðtogum Gyðinga. 2 Hann kom til Jesú að næturlagi+ og sagði við hann: „Rabbí,+ við vitum að þú ert kennari sendur af Guði því að enginn getur unnið kraftaverkin+ sem þú gerir nema Guð sé með honum.“+ 3 Jesús svaraði: „Ég segi þér með sanni að enginn getur séð ríki Guðs nema hann fæðist að nýju.“*+ 4 Þá sagði Nikódemus: „Hvernig getur maður fæðst þegar hann er orðinn gamall? Varla getur hann snúið aftur í kvið móður sinnar og fæðst á ný.“ 5 Jesús svaraði: „Ég segi þér með sanni að enginn getur komist inn í ríki Guðs nema hann fæðist af vatni+ og anda.+ 6 Það sem fæðist af mönnum* er mennskt* og það sem fæðist af andanum er andi. 7 Vertu ekki undrandi að ég skyldi segja þér: Þið þurfið að fæðast að nýju. 8 Vindurinn blæs þangað sem hann vill og þið heyrið þytinn í honum en þið vitið ekki hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Hið sama má segja um alla sem eru fæddir af andanum.“+

9 Þá spurði Nikódemus: „Hvernig getur þetta verið?“ 10 Jesús svaraði: „Þú ert kennari í Ísrael og samt veistu þetta ekki! 11 Ég segi þér með sanni að við tölum um það sem við þekkjum og við vitnum um það sem við höfum séð en þið takið ekki við því sem við vitnum um. 12 Ég hef sagt ykkur frá jarðneskum málum og þið trúið mér ekki. Hvernig getið þið þá trúað mér þegar ég segi ykkur frá himneskum málum? 13 Auk þess hefur enginn stigið upp til himins+ nema sá sem steig niður af himni,+ Mannssonurinn. 14 Og eins og Móse lyfti upp höggorminum í óbyggðunum,+ þannig þarf að lyfta upp Mannssyninum+ 15 til að allir sem trúa á hann hljóti eilíft líf.+

16 Guð elskaði heiminn svo heitt að hann gaf einkason sinn+ til þess að þeir sem trúa á hann farist ekki heldur hljóti eilíft líf.+ 17 Guð sendi ekki son sinn í heiminn til að dæma heiminn heldur til að heimurinn bjargaðist fyrir atbeina hans.+ 18 Sá sem trúir á hann verður ekki dæmdur.+ Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn einkasonar Guðs.+ 19 Dómurinn byggist á því að ljósið er komið í heiminn+ en menn elskuðu myrkrið í stað ljóssins því að verk þeirra voru vond. 20 Sá sem stundar hið illa hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki afhjúpuð. 21 En sá sem gerir rétt kemur til ljóssins+ svo að augljóst verði að verk hans eru í samræmi við vilja Guðs.“

22 Eftir þetta fóru Jesús og lærisveinar hans um sveitir Júdeu. Hann var með þeim þar um tíma og skírði.+ 23 En Jóhannes skírði einnig. Það var í Aínon nálægt Salím því að þar var mikið vatn.+ Fólk kom þangað og lét skírast+ 24 en þetta var áður en Jóhannesi var varpað í fangelsi.+

25 Nú deildu lærisveinar Jóhannesar um hreinsun við Gyðing nokkurn. 26 Þeir komu síðan til Jóhannesar og sögðu við hann: „Rabbí, maðurinn sem var með þér handan við Jórdan og þú vitnaðir um,+ hann er að skíra og allir fara til hans.“ 27 Jóhannes svaraði: „Enginn getur fengið neitt nema honum sé gefið það af himni. 28 Þið voruð sjálfir vitni að því að ég sagði: ‚Ég er ekki Kristur+ heldur var ég sendur á undan honum.‘+ 29 Brúðguminn á brúðina+ en vinur brúðgumans gleðst mjög þegar hann stendur hjá honum og heyrir rödd hans. Gleði mín er því orðin fullkomin. 30 Hann á að vaxa en ég á að minnka.“

31 Sá sem kemur að ofan+ er yfir öllum öðrum. Sá sem er af jörðu er af jörðu og talar um jarðnesk mál. Sá sem kemur af himni er yfir öllum öðrum.+ 32 Hann vitnar um það sem hann hefur séð og heyrt+ en enginn viðurkennir vitnisburð hans.+ 33 Sá sem viðurkennir vitnisburð hans hefur staðfest* að Guð er sannorður.+ 34 Sá sem Guð sendi talar orð hans+ því að Guð gefur óspart* af andanum. 35 Faðirinn elskar soninn+ og hefur lagt allt í hendur hans.+ 36 Sá sem trúir á soninn hlýtur eilíft líf.+ Sá sem óhlýðnast syninum mun ekki lifa+ heldur hvílir reiði Guðs varanlega yfir honum.+

4 Drottinn uppgötvaði að farísear hefðu frétt að hann* fengi og skírði+ fleiri lærisveina en Jóhannes. 2 Reyndar skírði Jesús ekki sjálfur heldur lærisveinar hans. 3 Hann fór þá frá Júdeu og sneri aftur til Galíleu 4 en hann varð að fara um Samaríu. 5 Á leiðinni kom hann til borgar í Samaríu sem heitir Síkar, nálægt landspildunni sem Jakob gaf Jósef syni sínum.+ 6 Þar var Jakobsbrunnur.+ Jesús var þreyttur eftir ferðalagið og hafði sest við brunninn.* Þetta var um sjöttu stund.*

7 Samversk kona kom til að sækja vatn. Jesús sagði við hana: „Gefðu mér að drekka.“ 8 (En lærisveinar hans höfðu farið inn í borgina til að kaupa mat.) 9 Konan spurði hann þá: „Hvernig stendur á því að þú sem ert Gyðingur biður mig, samverska konu, um vatn að drekka?“ (En Gyðingar eiga engin samskipti við Samverja.)+ 10 Jesús svaraði: „Ef þú vissir af gjöf Guðs+ og hver það er sem segir við þig: ‚Gefðu mér að drekka,‘ þá myndirðu biðja hann um vatn og hann gæfi þér lifandi vatn.“+ 11 Þá sagði hún: „Herra, þú ert ekki einu sinni með fötu til að sækja vatn og brunnurinn er djúpur. Hvaðan færðu þá þetta lifandi vatn? 12 Ekki ertu meiri en Jakob forfaðir okkar sem gaf okkur brunninn og drakk úr honum ásamt sonum sínum og búfé?“ 13 Jesús svaraði: „Allir sem drekka af þessu vatni verða þyrstir aftur. 14 En sá sem drekkur af vatninu sem ég gef honum verður aldrei þyrstur framar+ því að vatnið sem ég gef honum verður að uppsprettu í honum sem streymir fram og veitir eilíft líf.“+ 15 Konan sagði við hann: „Herra, gefðu mér þetta vatn svo að ég verði ekki þyrst og þurfi ekki að koma hingað til að sækja vatn.“

16 Jesús sagði þá: „Farðu og náðu í eiginmann þinn.“ 17 „Ég á engan mann,“ svaraði konan. „Það er rétt sem þú segir að þú eigir engan mann,“ sagði Jesús, 18 „því að þú hefur átt fimm menn og maðurinn sem þú býrð með núna er ekki eiginmaður þinn. Þetta sagðirðu satt.“ 19 Konan sagði: „Herra, ég sé að þú ert spámaður.+ 20 Forfeður okkar tilbáðu Guð á þessu fjalli en þið segið að það sé í Jerúsalem sem eigi að tilbiðja hann.“+ 21 Jesús svaraði henni: „Trúðu mér, kona, sá tími kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. 22 Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki.+ Við tilbiðjum það sem við þekkjum því að frelsunin hefst hjá Gyðingum.+ 23 En sá tími kemur, og er nú kominn, að hinir sönnu tilbiðjendur tilbiðja föðurinn í anda og sannleika því að faðirinn leitar þeirra sem tilbiðja hann þannig.+ 24 Guð er andi+ og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“+ 25 Konan sagði við hann: „Ég veit að Messías kemur, hann sem er kallaður Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngera okkur allt.“ 26 Jesús sagði við hana: „Ég er hann, ég sem tala við þig.“+

27 Í sömu andrá komu lærisveinarnir og þeir furðuðu sig á að hann skyldi vera að tala við konu. Enginn spurði þó: „Hvað viltu henni?“ eða „Af hverju ertu að tala við hana?“ 28 Konan skildi nú vatnskerið eftir, fór inn í borgina og sagði við fólkið: 29 „Komið og sjáið mann sem sagði mér allt sem ég hef gert. Ætli þetta geti verið Kristur?“ 30 Fólkið kom þá til Jesú úr borginni.

31 Meðan þessu fór fram báðu lærisveinarnir hann: „Rabbí,+ fáðu þér að borða.“ 32 En hann svaraði: „Ég hef mat að borða sem þið vitið ekki um.“ 33 Lærisveinarnir sögðu sín á milli: „Ætli einhver hafi fært honum mat?“ 34 Jesús sagði við þá: „Minn matur er að gera vilja þess sem sendi mig+ og ljúka verkinu sem hann fól mér.+ 35 Segið þið ekki að enn séu fjórir mánuðir í uppskeruna? Sjáið! Ég segi ykkur: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir og tilbúnir til uppskeru.+ 36 Kornskurðarmaðurinn fær nú þegar laun og safnar ávexti til eilífs lífs og þá geta báðir glaðst saman, hann og sá sem sáir.+ 37 Hér á máltækið við sem segir: Einn sáir og annar sker upp. 38 Ég sendi ykkur til að uppskera það sem þið hafið ekki unnið að. Aðrir hafa erfiðað og þið njótið góðs af erfiði þeirra.“

39 Margir Samverjar úr borginni tóku trú á hann vegna vitnisburðar konunnar sem sagði: „Hann sagði mér allt sem ég hef gert.“+ 40 Þegar Samverjarnir komu til Jesú báðu þeir hann að staldra við hjá sér og hann var þar í tvo daga. 41 Fyrir vikið tóku enn fleiri trú þegar þeir heyrðu það sem hann sagði. 42 Þeir sögðu við konuna: „Nú trúum við ekki aðeins vegna orða þinna því að við höfum sjálfir heyrt hann tala og við vitum að þessi maður er í raun og veru frelsari heimsins.“+

43 Að þessum tveim dögum liðnum fór Jesús þaðan til Galíleu. 44 Hann hafði þó sjálfur sagt að spámaður væri ekki metinn í heimalandi sínu.+ 45 Þegar hann kom til Galíleu tóku Galíleumenn vel á móti honum. Þeir höfðu séð allt sem hann gerði á hátíðinni í Jerúsalem+ því að þeir höfðu líka sótt hátíðina.+

46 Hann kom nú aftur til Kana í Galíleu þar sem hann hafði breytt vatni í vín.+ Í Kapernaúm var maður nokkur, embættismaður konungs, en sonur hans var veikur. 47 Þegar maðurinn frétti að Jesús væri kominn frá Júdeu til Galíleu fór hann til hans og bað hann að koma niður eftir og lækna son sinn sem lá fyrir dauðanum. 48 En Jesús sagði við hann: „Þið trúið ekki nema þið sjáið undur og kraftaverk.“+ 49 Embættismaðurinn sagði þá: „Drottinn, komdu niður eftir áður en barnið mitt deyr.“ 50 Jesús svaraði: „Farðu heim, sonur þinn lifir.“+ Maðurinn trúði orðum Jesú og fór. 51 Meðan hann var á leiðinni niður eftir komu þjónar hans á móti honum til að segja honum að drengurinn væri á lífi.* 52 Hann spurði þá hvenær honum hefði farið að batna. Þeir svöruðu: „Hitinn hvarf um sjöundu stund* í gær.“ 53 Faðirinn vissi að það var einmitt þá sem Jesús hafði sagt við hann: „Sonur þinn lifir.“+ Hann tók trú og allt heimilisfólk hans. 54 Þetta var í annað sinn sem Jesús vann kraftaverk+ eftir að hann kom frá Júdeu til Galíleu.

5 Seinna þegar haldin var ein af hátíðum+ Gyðinga fór Jesús upp til Jerúsalem. 2 Við Sauðahliðið+ í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda og umhverfis hana eru fimm súlnagöng. 3 Í þeim lá fjöldi sjúklinga, blindra, fatlaðra og fólks með visna* útlimi. 4* —— 5 Þarna var maður sem hafði verið veikur í 38 ár. 6 Jesús sá manninn liggja þar og vissi að hann hafði lengi verið veikur. Hann sagði við hann: „Viltu læknast?“+ 7 Veiki maðurinn svaraði: „Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina þegar hreyfing kemst á vatnið, og meðan ég er á leiðinni fer annar ofan í á undan mér.“ 8 Jesús sagði við hann: „Stattu upp! Taktu börurnar þínar* og gakktu.“+ 9 Maðurinn læknaðist samstundis, tók börurnar* og fór að ganga um.

Þetta var á hvíldardegi. 10 Gyðingar sögðu því við manninn sem hafði læknast: „Það er hvíldardagur og þú mátt ekki bera börurnar.“*+ 11 En hann svaraði: „Sá sem læknaði mig sagði við mig: ‚Taktu börurnar þínar* og gakktu.‘“ 12 Þeir spurðu: „Hver var það sem sagði við þig: ‚Taktu þær og gakktu‘?“ 13 En maðurinn sem hafði læknast vissi ekki hver hann var því að Jesús hafði látið sig hverfa í mannfjöldann.

14 Seinna hitti Jesús hann í musterinu og sagði við hann: „Nú ertu orðinn heill heilsu. Syndgaðu ekki framar svo að ekkert verra komi fyrir þig.“ 15 Maðurinn fór og sagði Gyðingunum að það hefði verið Jesús sem læknaði hann. 16 Gyðingarnir fóru þá að ofsækja Jesú vegna þess að hann gerði þetta á hvíldardegi. 17 En hann sagði við þá: „Faðir minn vinnur enn og ég held einnig áfram að vinna.“+ 18 Þegar Gyðingarnir heyrðu þetta sóttu þeir enn fastar að drepa hann því að hann braut ekki aðeins hvíldardagshelgina heldur kallaði líka Guð föður sinn+ og gerði sig þannig jafnan Guði.+

19 Jesús sagði þess vegna við þá: „Ég segi ykkur með sanni að sonurinn getur ekkert gert að eigin frumkvæði heldur aðeins það sem hann sér föðurinn gera.+ Hvað sem faðirinn gerir, það gerir sonurinn einnig á sama hátt. 20 Faðirinn elskar soninn+ og sýnir honum allt sem hann gerir sjálfur, og hann mun sýna honum meiri verk en þessi svo að þið verðið furðu lostnir.+ 21 Eins og faðirinn reisir upp og lífgar hina dánu,+ þannig lífgar sonurinn þá sem hann vill.+ 22 Faðirinn dæmir alls engan heldur hefur hann falið syninum allt dómsvald+ 23 svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn heiðrar ekki föðurinn sem sendi hann.+ 24 Ég segi ykkur með sanni: Sá sem heyrir orð mín og trúir þeim sem sendi mig hlýtur eilíft líf+ og verður ekki dæmdur heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.+

25 Ég segi ykkur með sanni að sá tími kemur, og er nú kominn, að hinir dánu heyra rödd sonar Guðs og þeir sem hafa hlustað og hlýtt munu lifa. 26 Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér,*+ þannig hefur hann veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér.+ 27 Og hann hefur gefið honum vald til að dæma+ því að hann er Mannssonurinn.+ 28 Verið ekki undrandi á þessu. Sú stund kemur að allir sem eru í minningargröfunum* heyra rödd hans+ 29 og rísa upp. Þeir sem gerðu hið góða rísa upp til lífs en þeir sem ástunduðu hið illa rísa upp til dóms.+ 30 Ég get ekki gert neitt að eigin frumkvæði. Ég dæmi eftir því sem ég heyri og dómur minn er réttlátur+ þar sem ég leitast ekki við að fara að eigin vilja heldur vilja þess sem sendi mig.+

31 Ef ég einn vitna um sjálfan mig er vitnisburður minn ógildur.+ 32 En það er annar sem vitnar líka um mig og ég veit að vitnisburður hans er sannur.+ 33 Þið hafið sent menn til Jóhannesar og hann hefur borið vitni um sannleikann.+ 34 Ég er þó ekki háður vitnisburði manns heldur segi ég þetta til að þið getið bjargast. 35 Hann var logandi og skínandi lampi og um stuttan tíma vilduð þið gjarnan fagna í ljósi hans.+ 36 En það er annar vitnisburður sem er þyngri á metunum en vitnisburður Jóhannesar. Verkin sem faðir minn fól mér að vinna, verkin sem ég vinn, bera vitni um að faðirinn hafi sent mig.+ 37 Og faðirinn sem sendi mig hefur sjálfur vitnað um mig.+ Þið hafið aldrei heyrt rödd hans né séð hvernig hann lítur út+ 38 og orð hans býr ekki í ykkur því að þið trúið ekki þeim sem hann sendi.

39 Þið rannsakið Ritningarnar+ því að þið haldið að það veiti ykkur eilíft líf, og það eru einmitt þær sem vitna um mig.+ 40 Samt viljið þið ekki koma til mín+ og hljóta líf. 41 Ég þigg ekki heiður frá mönnum 42 en ég veit mætavel að þið berið ekki kærleika til Guðs. 43 Ég er kominn í nafni föður míns en þið takið ekki við mér. Ef einhver annar kæmi í sínu eigin nafni tækjuð þið við honum. 44 Hvernig getið þið trúað þegar þið þiggið heiður hver frá öðrum en leitist ekki við að fá þann heiður sem kemur frá hinum eina sanna Guði?+ 45 Ekki halda að ég ákæri ykkur frammi fyrir föðurnum. Það er Móse sem ákærir ykkur,+ og honum treystið þið. 46 Ef þið tryðuð Móse mynduð þið líka trúa mér því að hann skrifaði um mig.+ 47 En fyrst þið trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þið þá trúað því sem ég segi?“

6 Eftir þetta fór Jesús yfir Galíleuvatn, öðru nafni Tíberíasvatn.+ 2 Mikill fjöldi fólks fylgdi honum+ því að það sá kraftaverkin sem hann vann með því að lækna þá sem voru veikir.+ 3 Jesús fór þá upp á fjall og settist þar niður með lærisveinum sínum. 4 Þetta var skömmu fyrir páskahátíð+ Gyðinga. 5 Þegar Jesús leit upp og sá mikinn mannfjölda nálgast sagði hann við Filippus: „Hvar eigum við að kaupa brauð til að gefa þessu fólki að borða?“+ 6 Jesús vissi hvað hann ætlaði að gera en sagði þetta til að reyna Filippus. 7 Filippus svaraði: „Brauð fyrir 200 denara* myndi ekki einu sinni nægja til að allir fengju smábita.“ 8 Einn af lærisveinum hans, Andrés, bróðir Símonar Péturs, sagði við hann: 9 „Hér er drengur með fimm byggbrauð og tvo smáfiska en hvað er það handa svona mörgum?“+

10 Jesús sagði: „Látið fólkið setjast.“ Þarna var grösugt og fólkið settist niður, en karlmennirnir voru um 5.000 talsins.+ 11 Jesús tók brauðið, þakkaði Guði og útbýtti því meðal þeirra sem sátu þar. Eins gerði hann með fiskinn og allir fengu eins mikið og þeir vildu. 12 Þegar fólkið hafði borðað nægju sína sagði hann við lærisveinana: „Safnið leifunum saman svo að ekkert fari til spillis.“ 13 Þeir söfnuðu þeim saman og fylltu 12 körfur með leifum byggbrauðanna fimm sem fólkið hafði borðað af.

14 Þegar fólkið sá táknið sem hann gerði sagði það: „Þetta er sannarlega spámaðurinn sem átti að koma í heiminn.“+ 15 Jesús vissi að fólkið myndi nú koma og taka hann með valdi til að gera hann að konungi. Hann fór+ því aftur upp á fjallið einn síns liðs.+

16 Þegar kvöldaði fóru lærisveinarnir niður að vatninu,+ 17 stigu um borð í bát og lögðu af stað yfir vatnið til Kapernaúm. Nú var orðið dimmt og Jesús var enn ekki kominn til þeirra.+ 18 Hvasst var í veðri og öldugangurinn jókst.+ 19 Þegar þeir höfðu róið um fimm eða sex kílómetra* sáu þeir Jesú ganga á vatninu og nálgast bátinn. Þeir urðu hræddir 20 en hann sagði við þá: „Þetta er ég, verið óhræddir.“+ 21 Þá tóku þeir hann fúslega um borð og skömmu síðar kom báturinn að landi þar sem þeir höfðu ætlað að lenda.+

22 Daginn eftir sá fólkið sem var eftir hinum megin við vatnið að þar var enginn bátur. Lítill bátur hafði verið þar en Jesús hafði ekki farið um borð í hann með lærisveinunum heldur höfðu þeir farið einir. 23 Nokkrir bátar komu nú frá Tíberías og lögðu að landi nálægt staðnum þar sem fólk hafði borðað brauðið eftir að Drottinn þakkaði Guði. 24 Þegar fólkið sá að hvorki Jesús né lærisveinarnir voru þar steig það um borð í bátana og hélt til Kapernaúm í leit að Jesú.

25 Fólkið fann hann hinum megin við vatnið og spurði hann: „Rabbí,+ hvenær komstu hingað?“ 26 Jesús svaraði: „Ég segi ykkur með sanni: Þið leitið mín ekki vegna þess að þið sáuð tákn heldur vegna þess að þið átuð af brauðinu og urðuð södd.+ 27 Vinnið ekki fyrir fæðu sem eyðist heldur fyrir þeirri fæðu sem endist og veitir eilíft líf+ og Mannssonurinn gefur ykkur, því að á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt til tákns um velþóknun.“+

28 Menn sögðu þá við hann: „Hvað þurfum við að gera til að vinna verk Guðs?“ 29 Jesús svaraði: „Guð vill að þið trúið á þann sem hann sendi.“+ 30 Þeir sögðu þá við hann: „Hvaða tákn+ gerirðu svo að við getum séð það og trúað þér? Hvaða verk vinnurðu? 31 Forfeður okkar átu manna í óbyggðunum+ eins og skrifað stendur: ‚Hann gaf þeim brauð af himni að borða.‘“+ 32 Jesús svaraði: „Ég segi ykkur með sanni: Móse gaf ykkur ekki brauðið af himni en nú gefur faðir minn ykkur hið sanna brauð af himni. 33 Brauð Guðs er sá sem kemur niður af himni og gefur heiminum líf.“ 34 Þá sögðu þeir við hann: „Drottinn, gefðu okkur alltaf þetta brauð.“

35 Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins. Sá sem kemur til mín verður ekki hungraður og sá sem trúir á mig verður aldrei þyrstur.+ 36 En eins og ég sagði ykkur hafið þið séð mig en trúið samt ekki.+ 37 Allir sem faðirinn gefur mér koma til mín og ég mun aldrei reka burt þann sem kemur til mín+ 38 því að ég kom ekki niður af himni+ til að gera minn vilja heldur vilja þess sem sendi mig.+ 39 En vilji þess sem sendi mig er sá að ég glati engum af öllum þeim sem hann hefur gefið mér heldur reisi þá upp+ á síðasta degi. 40 Það er vilji föður míns að allir sem viðurkenna soninn og trúa á hann hljóti eilíft líf,+ og ég reisi þá upp+ á síðasta degi.“

41 Nú fóru Gyðingarnir að nöldra yfir því að hann skyldi segja: „Ég er brauðið sem kom niður af himni,“+ 42 og þeir sögðu: „Er þetta ekki Jesús sonur Jósefs? Við þekkjum nú foreldra hans.+ Hvernig getur hann sagt: ‚Ég er kominn niður af himni‘?“ 43 „Hættið að nöldra,“ sagði Jesús. 44 „Enginn getur komið til mín nema faðirinn sem sendi mig dragi hann,+ og ég reisi hann upp á síðasta degi.+ 45 Hjá spámönnunum er skrifað: ‚Jehóva* mun kenna þeim öllum.‘+ Allir sem hafa hlustað á föðurinn og lært af honum koma til mín. 46 Ekki svo að skilja að nokkur maður hafi séð föðurinn.+ Enginn hefur séð föðurinn nema sá sem er frá Guði.+ 47 Ég segi ykkur með sanni: Allir sem trúa hljóta eilíft líf.+

48 Ég er brauð lífsins.+ 49 Forfeður ykkar átu manna í óbyggðunum en dóu samt.+ 50 En sá sem borðar hið sanna brauð sem kemur niður af himni deyr ekki. 51 Ég er hið lifandi brauð sem kom niður af himni. Sá sem borðar af þessu brauði lifir að eilífu. Brauðið er hold mitt sem ég gef heiminum til lífs.“+

52 Gyðingarnir fóru nú að þræta sín á milli og sögðu: „Hvernig getur maðurinn gefið okkur hold sitt að borða?“ 53 Þá sagði Jesús við þá: „Ég segi ykkur með sanni: Ef þið borðið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans hafið þið ekki líf í ykkur.+ 54 Sá sem borðar hold mitt og drekkur blóð mitt hlýtur eilíft líf og ég reisi hann upp+ á síðasta degi 55 því að hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur. 56 Sá sem borðar hold mitt og drekkur blóð mitt er sameinaður mér og ég honum.+ 57 Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og ég lifi vegna föðurins, þannig mun sá sem nærist á mér lifa vegna mín.+ 58 Þetta er brauðið sem kom niður af himni. Það er ólíkt því sem var hjá forfeðrum ykkar sem átu en dóu samt. Sá sem borðar af þessu brauði lifir að eilífu.“+ 59 Þetta sagði hann þegar hann kenndi í samkunduhúsi* í Kapernaúm.

60 Margir af lærisveinum hans sem heyrðu þetta sögðu: „Hvílíkt hneyksli! Hver getur hlustað á svona ræðu?“ 61 En Jesús vissi að lærisveinarnir nöldruðu yfir þessu og sagði: „Hneykslar þetta ykkur? 62 Hvað þá ef þið sæjuð Mannssoninn stíga upp þangað sem hann var áður?+ 63 Það er andinn sem veitir líf+ en holdið er einskis nýtt. Það sem ég hef sagt ykkur er andi og líf.+ 64 En sum ykkar trúa ekki.“ Jesús sagði þetta af því að hann vissi frá upphafi hverjir trúðu ekki og hver myndi svíkja hann.+ 65 Hann bætti við: „Þess vegna sagði ég við ykkur að enginn geti komið til mín nema faðirinn leyfi honum það.“+

66 Af þessari ástæðu sneru margir lærisveina hans aftur til fyrri starfa+ og hættu að fylgja honum. 67 Jesús sagði þá við hina tólf: „Ætlið þið að fara líka?“ 68 Símon Pétur svaraði: „Drottinn, til hvers ættum við að fara?+ Þú hefur orð eilífs lífs.+ 69 Við trúum og vitum að þú ert hinn heilagi Guðs.“+ 70 Jesús svaraði þeim: „Valdi ég ekki ykkur tólf?+ Einn ykkar er samt rógberi.“*+ 71 Hér átti hann við Júdas, son Símonar Ískaríots, sem átti eftir að svíkja hann þó að hann væri einn þeirra tólf.+

7 Eftir þetta hélt Jesús áfram ferð* sinni um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu því að Gyðingar sátu um líf hans.+ 2 En tjaldbúðahátíð*+ Gyðinga var í nánd. 3 Bræður hans+ sögðu þá við hann: „Farðu til Júdeu til að lærisveinar þínir geti líka fengið að sjá verkin sem þú gerir. 4 Enginn sem vill vera þekktur gerir neitt í leynum. Fyrst þú gerir þetta ættirðu að láta umheiminn sjá það.“ 5 Bræður hans trúðu reyndar ekki á hann.+ 6 Jesús sagði því við þá: „Minn tími er enn ekki kominn+ en ykkur hentar hvaða tími sem er. 7 Heimurinn hefur enga ástæðu til að hata ykkur en hann hatar mig því að ég sýni fram á að verk hans séu vond.+ 8 Þið skuluð fara upp eftir á hátíðina en ég fer ekki þangað strax því að minn tími er enn ekki kominn.“+ 9 Eftir að hafa sagt þeim þetta var hann um kyrrt í Galíleu.

10 Þegar bræður hans voru farnir upp eftir til hátíðarinnar fór hann líka þangað en ekki svo menn vissu af heldur með leynd. 11 Gyðingar fóru nú að leita að honum á hátíðinni og spurðu: „Hvar er þessi maður?“ 12 Fólk pískraði mikið um hann sín á milli. Sumir sögðu: „Hann er góður maður.“ Aðrir sögðu: „Nei, hann afvegaleiðir fólk.“+ 13 Enginn talaði þó opinberlega um hann af ótta við Gyðinga.+

14 Þegar hátíðin var hálfnuð fór Jesús upp í musterið og fór að kenna. 15 Gyðingar voru undrandi og sögðu: „Hvernig getur þessi maður þekkt Ritningarnar*+ svona vel án þess að hafa gengið í skóla?“*+ 16 Jesús svaraði þeim: „Það sem ég kenni kemur ekki frá mér heldur þeim sem sendi mig.+ 17 Sá sem vill gera vilja Guðs gerir sér grein fyrir hvort það sem ég kenni er frá Guði+ eða hvort ég kenni mínar eigin hugmyndir. 18 Sá sem boðar eigin hugmyndir leitast við að upphefja sjálfan sig en sá sem vill upphefja þann sem sendi hann+ er sannorður og ekkert ranglæti er í honum. 19 Gaf ekki Móse ykkur lögin?+ Enginn ykkar fylgir þó lögunum. Hvers vegna viljið þið drepa mig?“+ 20 Fólkið svaraði: „Þú ert andsetinn. Hver vill drepa þig?“ 21 Jesús svaraði: „Ég vann eitt verk og þið eruð öll undrandi. 22 Munið að Móse gaf ykkur umskurðinn+ – hann er reyndar ekki frá Móse heldur forfeðrunum+ – og þið umskerið drengi jafnvel á hvíldardegi. 23 Fyrst þið umskerið á hvíldardegi til að brjóta ekki lög Móse, hvers vegna reiðist þið mér þá fyrir að gera mann alheilbrigðan á hvíldardegi?+ 24 Hættið að dæma eftir ytra útliti. Dæmið heldur réttlátan dóm.“+

25 Nokkrir Jerúsalembúar sögðu þá: „Er þetta ekki maðurinn sem þeir vilja drepa?+ 26 Samt talar hann á almannafæri og þeir segja ekkert við hann. Eru leiðtogarnir orðnir sannfærðir um að þetta sé Kristur? 27 Við vitum nú hvaðan þessi maður er+ en þegar Kristur kemur á enginn að vita hvaðan hann er.“ 28 Jesús var að kenna í musterinu og nú kallaði hann: „Þið þekkið mig og vitið hvaðan ég er. Ég er ekki kominn að eigin frumkvæði+ en sá sem sendi mig er raunverulegur og þið þekkið hann ekki.+ 29 Ég þekki hann+ því að ég er fulltrúi hans og hann sendi mig.“ 30 Þeir vildu nú grípa hann+ en enginn lagði hendur á hann því að tími hans var enn ekki kominn.+ 31 Margir tóku þó trú á hann+ og sögðu: „Varla gerir Kristur fleiri tákn þegar hann kemur en þessi maður hefur gert.“

32 Farísearnir heyrðu fólkið muldra þetta um hann og þeir og yfirprestarnir sendu musterisverði til að handtaka hann. 33 Þá sagði Jesús: „Ég verð hjá ykkur aðeins lengur áður en ég fer til þess sem sendi mig.+ 34 Þið munuð leita mín en ekki finna mig, og þið komist ekki þangað sem ég fer.“+ 35 Gyðingar sögðu þá sín á milli: „Hvert ætlar þessi maður að fara svo að við finnum hann ekki? Hann ætlar þó ekki að fara til Gyðinga sem eru dreifðir meðal Grikkja og kenna Grikkjum? 36 Hvað á hann við þegar hann segir: ‚Þið munuð leita mín en ekki finna mig, og þið komist ekki þangað sem ég fer‘?“

37 Síðasta daginn, hátíðardaginn+ mikla, steig Jesús fram og kallaði: „Sá sem er þyrstur skal koma til mín og drekka.+ 38 ‚Lækir lifandi vatns munu streyma frá innstu hjartarótum þess‘ sem trúir á mig, rétt eins og ritað er.“+ 39 Hér átti hann við andann sem þeir áttu að fá sem trúðu á hann, en fram að þessu hafði enginn fengið andann+ þar sem Jesús var ekki orðinn dýrlegur enn þá.+ 40 Sumir í mannfjöldanum sem heyrðu þetta sögðu: „Þetta er sannarlega spámaðurinn.“+ 41 Aðrir sögðu: „Þetta er Kristur.“+ En sumir sögðu: „Kristur kemur nú varla frá Galíleu.+ 42 Segir ekki í Ritningunni að Kristur eigi að vera afkomandi Davíðs+ og frá Betlehem,+ þorpinu þaðan sem Davíð var?“+ 43 Þannig kom upp misklíð um hann meðal fólksins. 44 Einhverjir vildu handtaka hann en enginn lagði þó hendur á hann.

45 Musterisverðirnir sneru nú aftur til yfirprestanna og faríseanna og þeir síðarnefndu spurðu þá: „Af hverju komuð þið ekki með hann?“ 46 Musterisverðirnir svöruðu: „Enginn maður hefur nokkurn tíma talað eins og hann.“+ 47 Þá sögðu farísearnir: „Ekki hefur hann afvegaleitt ykkur líka? 48 Enginn af leiðtogunum eða faríseunum hefur tekið trú á hann, er það?+ 49 En þessi almúgi sem kann ekkert í lögunum, hann er bölvaður.“ 50 Nikódemus, sem hafði áður komið til hans og var sjálfur farísei, sagði við þá: 51 „Segir ekki í lögum okkar að maður skuli ekki dæmdur nema hann sé yfirheyrður fyrst og kannað hvað hann hefur gert?“+ 52 Þeir svöruðu honum: „Ert þú líka frá Galíleu eða hvað? Kannaðu bara málið og þá sérðu að enginn spámaður á að koma frá Galíleu.“*

8 12 Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins.+ Sá sem fylgir mér mun alls ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós+ lífsins.“ 13 Farísearnir sögðu þá við hann: „Þú vitnar um sjálfan þig. Vitnisburður þinn er ógildur.“ 14 Jesús svaraði: „Þótt ég vitni um sjálfan mig er vitnisburður minn gildur því að ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer.+ En þið vitið ekki hvaðan ég kom né hvert ég fer. 15 Þið dæmið eftir mælikvarða manna*+ en ég dæmi alls engan. 16 Og ef ég dæmi er dómur minn réttlátur því að ég er ekki einn heldur er faðirinn sem sendi mig með mér.+ 17 Í ykkar eigin lögum stendur líka: ‚Vitnisburður tveggja manna er gildur.‘+ 18 Ég vitna um sjálfan mig og faðirinn sem sendi mig vitnar líka um mig.“+ 19 Þeir spurðu hann þá: „Hvar er faðir þinn?“ Jesús svaraði: „Þið þekkið hvorki mig né föður minn.+ Ef þið þekktuð mig mynduð þið líka þekkja föður minn.“+ 20 Hann sagði þetta meðan hann var að kenna í musterinu, rétt hjá söfnunarbaukunum.+ En enginn handtók hann því að tími hans var enn ekki kominn.+

21 Hann sagði aftur við þá: „Ég fer burt og þið munuð leita að mér en samt munuð þið deyja í synd ykkar.+ Þið komist ekki þangað sem ég fer.“+ 22 Þá sögðu Gyðingar: „Ekki ætlar hann að fyrirfara sér fyrst hann segir: ‚Þið komist ekki þangað sem ég fer‘?“ 23 Jesús bætti þá við: „Þið eruð neðan að, ég er ofan að.+ Þið eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi. 24 Þess vegna sagði ég ykkur: Þið munuð deyja í syndum ykkar. Ef þið trúið ekki að ég sé sá sem ég segist vera munuð þið deyja í syndum ykkar.“ 25 Þeir spurðu hann þá: „Hver ertu?“ Jesús svaraði: „Hvers vegna er ég yfirleitt að tala við ykkur? 26 Ég hef margt að segja um ykkur og margt að dæma. Sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég segi í heiminum hef ég heyrt frá honum.“+ 27 Þeir skildu ekki að Jesús var að tala við þá um föðurinn. 28 Þá sagði hann: „Þegar þið hafið lyft upp Mannssyninum+ munuð þið skilja að ég er sá sem ég sagðist vera+ og að ég geri ekkert að eigin frumkvæði+ heldur tala það sem faðirinn kenndi mér. 29 Og sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki skilið mig eftir einan því að ég geri alltaf það sem hann hefur velþóknun á.“+ 30 Þegar hann sagði þetta fóru margir að trúa á hann.

31 Jesús sagði nú við Gyðingana sem höfðu tekið trú á hann: „Ef þið fylgið orðum mínum staðfastlega eruð þið sannir lærisveinar mínir 32 og þið munuð þekkja sannleikann+ og sannleikurinn veitir ykkur frelsi.“+ 33 Þeir svöruðu: „Við erum afkomendur Abrahams og höfum aldrei verið þrælar neins. Hvernig geturðu sagt: ‚Þið verðið frjálsir‘?“ 34 Jesús svaraði þeim: „Ég segi ykkur með sanni að allir sem syndga eru þrælar syndarinnar.+ 35 Þrællinn býr ekki að eilífu á heimilinu en sonurinn býr þar að eilífu. 36 Ef sonurinn veitir ykkur frelsi verðið þið frjálsir í raun og veru. 37 Ég veit að þið eruð afkomendur Abrahams. Samt viljið þið drepa mig því að þið takið ekki við því sem ég kenni. 38 Ég tala um það sem ég hef séð hjá föður mínum+ en þið gerið það sem þið hafið heyrt hjá föður ykkar.“ 39 „Abraham er faðir okkar,“ svöruðu þeir. „Ef þið væruð börn Abrahams+ mynduð þið fara að dæmi Abrahams,“ sagði Jesús. 40 „En nú viljið þið drepa mig og ég hef sagt ykkur sannleikann sem ég heyrði hjá Guði.+ Abraham hefði aldrei gert slíkt. 41 Þið farið að dæmi föður ykkar.“ Þeir svöruðu: „Við erum ekki óskilgetnir.* Við eigum einn föður, Guð.“

42 Jesús sagði við þá: „Ef Guð væri faðir ykkar mynduð þið elska mig+ því að ég kem frá Guði og nú er ég hér. Ég kom ekki að eigin frumkvæði heldur sendi hann mig.+ 43 Af hverju skiljið þið ekki það sem ég segi? Af því að þið getið ekki hlustað á orð mín. 44 Djöfullinn er faðir ykkar og þið viljið gera það sem faðir ykkar þráir.+ Hann var morðingi þegar hann hófst handa*+ og var ekki staðfastur í sannleikanum því að sannleikurinn býr ekki í honum. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu því að hann er lygari og faðir lyginnar.+ 45 En þar sem ég segi ykkur sannleikann trúið þið mér ekki. 46 Hver ykkar getur sannað á mig synd? Hvers vegna trúið þið mér ekki fyrst ég segi sannleikann? 47 Sá sem er frá Guði hlustar á það sem Guð segir.+ Þið hlustið ekki vegna þess að þið eruð ekki frá Guði.“+

48 Gyðingar spurðu þá: „Er það ekki rétt hjá okkur að þú sért Samverji+ og haldinn illum anda?“+ 49 Jesús svaraði: „Ég er ekki haldinn illum anda. Ég heiðra föður minn en þið lítilsvirðið mig. 50 Ég er ekki að reyna að upphefja sjálfan mig+ en sá er til sem vill upphefja mig og hann er dómarinn. 51 Ég segi ykkur með sanni að sá sem fer eftir orðum mínum mun aldrei deyja.“+ 52 Gyðingarnir sögðu: „Nú vitum við að þú ert haldinn illum anda. Abraham dó og spámennirnir sömuleiðis en þú segir: ‚Sá sem fer eftir orðum mínum mun aldrei deyja.‘ 53 Varla ertu meiri en Abraham faðir okkar. Hann dó og spámennirnir líka. Hver þykistu vera?“ 54 Jesús svaraði: „Það væri engin upphefð ef ég upphæfi sjálfan mig. Faðir minn upphefur mig,+ sá sem þið segið vera Guð ykkar. 55 Þið þekkið hann samt ekki+ en ég þekki hann.+ Ef ég segðist ekki þekkja hann væri ég lygari eins og þið. En ég þekki hann og fer eftir því sem hann segir. 56 Abraham faðir ykkar hlakkaði mikið til að sjá minn dag og hann sá hann og gladdist.“+ 57 Gyðingarnir sögðu þá: „Þú ert ekki einu sinni orðinn fimmtugur og segist samt hafa séð Abraham!“ 58 Jesús svaraði: „Ég segi ykkur með sanni: Ég var til áður en Abraham fæddist.“+ 59 Þeir tóku þá upp steina til að grýta Jesú en hann faldi sig og yfirgaf musterið.

9 Á leið sinni sá hann mann sem hafði verið blindur frá fæðingu. 2 Lærisveinar hans spurðu: „Rabbí,+ hvort syndgaði þessi maður eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“ 3 Jesús svaraði: „Hvorki maðurinn né foreldrar hans syndguðu en með þessu móti geta verk Guðs opinberast á honum.+ 4 Við verðum að vinna verk þess sem sendi mig meðan dagur er+ því að það kemur nótt og þá getur enginn unnið. 5 Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“+ 6 Að svo mæltu spýtti hann á jörðina og bjó til leðju úr munnvatninu, bar hana á augu mannsins+ 7 og sagði við hann: „Farðu og þvoðu þér í Sílóamlaug“ (en Sílóam merkir ‚sendur‘). Hann fór þangað og þvoði sér og þegar hann kom aftur hafði hann fengið sjónina.+

8 Nágrannar hans og þeir sem höfðu oft séð hann betla sögðu þá: „Er þetta ekki maðurinn sem var vanur að sitja og betla?“ 9 Sumir sögðu: „Þetta er hann.“ Aðrir sögðu: „Nei, en hann er líkur honum.“ Sjálfur sagði maðurinn: „Ég er hann.“ 10 Þeir spurðu hann þá: „Hvernig fékkstu sjónina?“ 11 Hann svaraði: „Maður sem heitir Jesús bjó til leðju, bar hana á augu mín og sagði: ‚Farðu og þvoðu þér í Sílóam.‘+ Ég fór og þvoði mér og fékk sjónina.“ 12 Þá spurðu þeir: „Hvar er þessi maður?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hann.

13 Þeir fóru nú til faríseanna með manninn sem hafði verið blindur. 14 Svo vildi til að það var á hvíldardegi+ sem Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu mannsins.+ 15 Farísearnir fóru líka að spyrja manninn hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: „Hann bar leðju á augu mín, ég þvoði mér og nú sé ég.“ 16 Nokkrir faríseanna sögðu þá: „Þessi maður er ekki frá Guði fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.“+ Aðrir sögðu: „Hvernig getur syndugur maður unnið svona kraftaverk?“+ Það voru því skiptar skoðanir meðal þeirra.+ 17 Þeir spurðu blinda manninn aftur: „Hvað segir þú um hann fyrst það varst þú sem fékkst sjónina?“ „Hann er spámaður,“ svaraði maðurinn.

18 Gyðingarnir trúðu þó ekki að hann hefði verið blindur og fengið sjón svo að þeir kölluðu á foreldra hans 19 og spurðu: „Er þetta sonur ykkar sem þið segið að hafi fæðst blindur? Hvernig stendur þá á því að hann sér núna?“ 20 Foreldrarnir svöruðu: „Við vitum að þetta er sonur okkar og að hann fæddist blindur. 21 En við vitum ekki hvernig stendur á því að hann sér núna og vitum ekki heldur hver gaf honum sjónina. Spyrjið hann sjálfan. Hann er fullorðinn og getur svarað fyrir sig.“ 22 Foreldrarnir sögðu þetta af ótta við Gyðingana+ því að þeir höfðu komið sér saman um að hverjum þeim sem játaði að Jesús væri Kristur skyldi útskúfað úr samkundunni.+ 23 Þess vegna sögðu foreldrarnir: „Hann er fullorðinn. Spyrjið hann.“

24 Þeir kölluðu því aftur á manninn sem hafði verið blindur og sögðu við hann: „Gefðu Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“ 25 Hann svaraði: „Ég veit ekki hvort hann er syndari. Hitt veit ég að ég var blindur en nú get ég séð.“ 26 Þá sögðu þeir: „Hvað gerði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?“ 27 Hann svaraði: „Ég er búinn að segja ykkur það en þið hlustuðuð ekki. Af hverju viljið þið heyra það aftur? Eruð þið kannski líka að hugsa um að verða lærisveinar hans?“ 28 Þeir sögðu þá með fyrirlitningu: „Þú ert lærisveinn þessa manns en við erum lærisveinar Móse. 29 Við vitum að Guð talaði við Móse en við vitum ekki hvaðan þessi maður er.“ 30 Maðurinn svaraði: „Þetta er ótrúlegt! Þið vitið ekki hvaðan hann er en samt gaf hann mér sjónina. 31 Við vitum að Guð hlustar ekki á syndara.+ En hann hlustar á þann sem er guðhræddur og gerir vilja hans.+ 32 Aldrei hefur heyrst að nokkur hafi gefið þeim sjónina sem fæddist blindur. 33 Ef þessi maður væri ekki frá Guði gæti hann ekki gert neitt.“+ 34 Þá svöruðu þeir: „Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að fara að kenna okkur!“ Og þeir ráku hann út.+

35 Jesús frétti að þeir hefðu rekið hann út. Þegar hann hitti manninn spurði hann: „Trúirðu á Mannssoninn?“ 36 „Hver er hann, herra, svo að ég geti trúað á hann?“ spurði maðurinn. 37 Jesús svaraði: „Þú hefur séð hann og það er reyndar hann sem þú ert að tala við.“ 38 „Ég trúi á hann, Drottinn,“ sagði maðurinn og veitti honum lotningu.* 39 Þá sagði Jesús: „Ég kom í þennan heim til að hægt yrði að dæma fólk – svo að blindir sjái+ og þeir sem sjá verði blindir.“+ 40 Farísear sem voru hjá honum heyrðu þetta og sögðu við hann: „Ekki erum við líka blindir, eða hvað?“ 41 Jesús svaraði: „Ef þið væruð blindir væruð þið ekki sekir um synd. En nú segist þið sjá og því varir synd ykkar.“+

10 „Ég segi ykkur með sanni að sá sem fer ekki inn í fjárbyrgið um dyrnar heldur klifrar yfir annars staðar er þjófur og ræningi.+ 2 En sá sem fer inn um dyrnar er hirðir sauðanna.+ 3 Dyravörðurinn opnar fyrir honum+ og sauðirnir heyra rödd hans.+ Hann kallar á sauði sína með nafni og leiðir þá út. 4 Þegar hann hefur leitt út alla sauði sína gengur hann á undan þeim og þeir fylgja honum því að þeir þekkja rödd hans. 5 Þeir fylgja ekki ókunnugum heldur flýja frá honum því að þeir þekkja ekki rödd ókunnugra.“ 6 Jesús sagði þeim þessa líkingu en þeir skildu ekki hvað hann átti við.

7 Jesús hélt því áfram: „Ég segi ykkur með sanni: Ég er dyr sauðanna.+ 8 Allir sem hafa komið og þóst vera ég eru þjófar og ræningjar en sauðirnir hafa ekki hlustað á þá. 9 Ég er dyrnar. Sá sem gengur inn um mig mun bjargast og hann fer inn og út og finnur beitiland.+ 10 Þjófurinn kemur ekki nema til að stela, drepa og tortíma.+ Ég er kominn til að þeir fái líf, líf í mikilli gnægð. 11 Ég er góði hirðirinn.+ Góði hirðirinn gefur líf sitt fyrir sauðina.+ 12 Lausráðinn maður, sem er hvorki hirðir né eigandi sauðanna, yfirgefur þá og flýr þegar hann sér úlfinn koma – og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim – 13 enda er maðurinn aðeins lausráðinn og honum er sama um þá. 14 Ég er góði hirðirinn. Ég þekki sauði mína og þeir þekkja mig+ 15 eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn,+ og ég gef líf mitt* fyrir sauðina.+

16 Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu fjárbyrgi.+ Ég þarf einnig að leiða þá og þeir munu heyra rödd mína. Það verður ein hjörð og einn hirðir.+ 17 Faðirinn elskar mig+ af því að ég gef líf mitt+ svo að ég fái það aftur. 18 Enginn tekur það frá mér heldur gef ég það að eigin frumkvæði. Ég hef vald til að gefa það og vald til að fá það aftur.+ Ég fékk fyrirmæli um þetta frá föður mínum.“

19 Nú kom aftur upp misklíð meðal Gyðinga+ vegna þess sem hann sagði. 20 Margir þeirra sögðu: „Hann er haldinn illum anda og er genginn af vitinu. Af hverju hlustið þið á hann?“ 21 Aðrir sögðu: „Andsetinn maður talar ekki svona. Varla getur illur andi gefið blindum sjónina.“

22 Um þessar mundir var vígsluhátíðin haldin í Jerúsalem. Það var vetur 23 og Jesús gekk um í súlnagöngum Salómons+ í musterinu. 24 Þá söfnuðust Gyðingar í kringum hann og spurðu: „Hve lengi ætlarðu að halda okkur í óvissu? Ef þú ert Kristur segðu okkur það þá beint út.“ 25 Jesús svaraði: „Ég er búinn að segja ykkur það en þið trúið mér ekki. Verkin sem ég vinn í nafni föður míns, þau vitna um mig.+ 26 En þið trúið ekki þar sem þið eruð ekki mínir sauðir.+ 27 Sauðirnir mínir heyra rödd mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér.+ 28 Ég gef þeim eilíft líf+ og þeim verður aldrei tortímt og enginn hrifsar þá úr hendi minni.+ 29 Sauðirnir sem faðir minn hefur gefið mér eru mikilvægari en allt annað og enginn getur hrifsað þá úr hendi föðurins.+ 30 Ég og faðirinn erum eitt.“*+

31 Gyðingar tóku aftur upp steina til að grýta hann. 32 Jesús sagði við þá: „Ég hef sýnt ykkur mörg góð verk eins og faðirinn hefur beðið mig um. Fyrir hvert þeirra ætlið þið að grýta mig?“ 33 Gyðingar svöruðu: „Við grýtum þig ekki fyrir að vinna gott verk heldur fyrir guðlast+ því að þú, sem ert maður, gerir sjálfan þig að guði.“ 34 Jesús svaraði þeim: „Stendur ekki í lögum ykkar: ‚Ég hef sagt: „Þið eruð guðir“‘?*+ 35 Fyrst Guð kallaði þá ‚guði‘+ sem orð hans fordæmir – og Ritningin verður ekki felld úr gildi – 36 hvernig getið þið þá sagt að ég, sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn, guðlasti þegar ég segi: ‚Ég er sonur Guðs‘?+ 37 Ef ég vinn ekki verk föður míns skuluð þið ekki trúa mér. 38 En ef ég vinn þau skuluð þið trúa verkunum+ þó að þið trúið mér ekki svo að þið komist að raun um og vitið að faðirinn er sameinaður mér og ég föðurnum.“+ 39 Þeir reyndu nú aftur að handsama hann en hann slapp frá þeim.

40 Hann fór aftur burt og yfir Jórdan, þangað sem Jóhannes hafði skírt í byrjun,+ og var þar um kyrrt. 41 Margir komu til hans og sögðu sín á milli: „Jóhannes vann ekki eitt einasta kraftaverk en allt sem hann sagði um þennan mann er satt.“+ 42 Þarna tóku margir trú á hann.

11 Maður að nafni Lasarus var veikur. Hann var frá Betaníu, þorpi þeirra Maríu og Mörtu+ systur hennar. 2 Þetta var sú María sem hellti ilmolíu á fætur Drottins og þurrkaði þá með hári sínu.+ Það var Lasarus bróðir hennar sem var veikur. 3 Systur hans sendu því Jesú þessi boð: „Drottinn, sá sem þér þykir svo vænt um er veikur.“ 4 Þegar hann heyrði það sagði hann: „Þessi veikindi leiða ekki til dauða heldur verða Guði til dýrðar+ þannig að sonur Guðs hljóti heiður af.“

5 Jesús elskaði Mörtu og systur hennar og Lasarus. 6 Þegar hann frétti að Lasarus væri veikur hélt hann samt kyrru fyrir á sama stað í tvo daga. 7 Að þeim liðnum sagði hann við lærisveinana: „Förum aftur til Júdeu.“ 8 Lærisveinarnir sögðu: „Rabbí,+ Júdeumenn reyndu nýlega að grýta þig.+ Ætlarðu samt þangað aftur?“ 9 Jesús svaraði: „Er ekki dagsbirta í 12 tíma?+ Sá sem gengur í dagsbirtu hrasar ekki um neitt því að hann sér ljós þessa heims. 10 En sá sem gengur um að nóttu til hrasar því að ljósið er ekki í honum.“

11 Síðan bætti hann við: „Lasarus vinur okkar er sofnaður+ en nú fer ég þangað til að vekja hann.“ 12 Þá sögðu lærisveinarnir: „Drottinn, ef hann er sofandi batnar honum.“ 13 En Jesús átti við að hann væri dáinn. Þeir héldu hins vegar að hann væri að tala um venjulegan svefn. 14 Jesús sagði þá berum orðum: „Lasarus er dáinn+ 15 og ég fagna ykkar vegna að ég var ekki þar því að trú ykkar mun styrkjast. En nú skulum við fara til hans.“ 16 Tómas, sem var kallaður Tvíburinn, sagði þá við hina lærisveinana: „Við skulum fara líka til að deyja með honum.“+

17 Þegar Jesús kom þangað hafði Lasarus legið fjóra daga í gröfinni. 18 Betanía var nálægt Jerúsalem, um þrjá kílómetra* þaðan. 19 Margir Gyðingar voru komnir til Mörtu og Maríu til að hugga þær eftir bróðurmissinn. 20 Þegar Marta frétti að Jesús væri að koma fór hún á móti honum en María+ var eftir heima. 21 Marta sagði við Jesú: „Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn. 22 Ég veit samt að Guð gefur þér allt sem þú biður hann um.“ 23 Jesús sagði við hana: „Bróðir þinn mun rísa upp.“ 24 Marta svaraði: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni+ á síðasta degi.“ 25 „Ég er upprisan og lífið,“+ sagði Jesús. „Sá sem trúir á mig lifnar aftur þótt hann deyi 26 og sá sem lifir og trúir á mig mun aldrei nokkurn tíma deyja.+ Trúirðu þessu?“ 27 Hún svaraði: „Já, Drottinn, ég trúi að þú sért Kristur, sonur Guðs, sá sem átti að koma í heiminn.“ 28 Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði við hana í hljóði: „Kennarinn+ er kominn og spyr eftir þér.“ 29 Þegar hún heyrði það spratt hún á fætur og fór til hans.

30 Jesús var þó ekki kominn inn í þorpið heldur var enn á staðnum þar sem Marta hafði hitt hann. 31 Gyðingarnir sem voru heima hjá Maríu að hugga hana sáu hana spretta á fætur og fara út. Þeir eltu hana því að þeir héldu að hún ætlaði til grafarinnar+ til að gráta þar. 32 Þegar María kom þangað sem Jesús var og sá hann féll hún til fóta honum og sagði: „Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn.“ 33 Jesús varð sorgmæddur og djúpt snortinn þegar hann sá hana gráta og sá Gyðingana gráta sem voru með henni. 34 „Hvar hafið þið lagt hann?“ spurði hann. Þeir svöruðu: „Drottinn, komdu og sjáðu.“ 35 Þá grét Jesús.+ 36 „Honum þótti greinilega mjög vænt um hann,“ sögðu Gyðingarnir. 37 En sumir þeirra sögðu: „Gat ekki þessi maður, sem gaf blinda manninum sjónina,+ komið í veg fyrir að Lasarus dæi?“

38 Jesús varð aftur djúpt snortinn og fór til grafarinnar. Hún var hellir og steinn var fyrir munnanum. 39 „Takið steininn burt,“ sagði Jesús. Marta, systir hins látna, sagði við hann: „Drottinn, það hlýtur að vera komin nálykt af honum því að það eru liðnir fjórir dagar.“ 40 Jesús svaraði: „Sagði ég þér ekki að þú myndir sjá dýrð Guðs ef þú tryðir?“+ 41 Nú var steinninn tekinn frá. Jesús horfði til himins+ og sagði: „Faðir, ég þakka þér fyrir að hafa bænheyrt mig. 42 Ég veit auðvitað að þú bænheyrir mig alltaf en ég segi þetta vegna fólksins sem stendur hér svo að það trúi að þú hafir sent mig.“+ 43 Síðan hrópaði hann hárri röddu: „Lasarus, komdu út!“+ 44 Maðurinn, sem hafði verið dáinn, kom þá út með línvafninga um hendur og fætur og með klút bundinn um andlitið. Jesús sagði: „Leysið hann og látið hann fara.“

45 Margir Gyðinganna sem höfðu komið til Maríu og sáu það sem Jesús gerði fóru nú að trúa á hann+ 46 en nokkrir þeirra fóru til faríseanna og sögðu þeim hvað hann hafði gert. 47 Yfirprestarnir og farísearnir kölluðu þá Æðstaráðið saman og sögðu: „Hvað eigum við að gera? Þessi maður vinnur mörg kraftaverk.+ 48 Ef við leyfum honum að halda svona áfram fara allir að trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði musteri* okkar og þjóð.“ 49 En einn þeirra, Kaífas,+ sem var æðstiprestur það árið, sagði við þá: „Þið vitið ekki neitt 50 og hafið ekki hugsað út í að það er betra fyrir ykkur að einn maður deyi fyrir fólkið en að öll þjóðin tortímist.“ 51 Það var þó ekki hans eigin hugmynd að segja þetta. Hann var æðstiprestur það árið og þess vegna spáði hann að Jesús ætti að deyja fyrir þjóðina, 52 en ekki aðeins fyrir þjóðina heldur líka til að safna saman dreifðum börnum Guðs. 53 Þennan dag fóru þeir að leggja á ráðin um að drepa hann.

54 Jesús var því ekki lengur á ferli á almannafæri meðal Gyðinga heldur fór hann til staðar í grennd við óbyggðina, til borgar sem heitir Efraím,+ og dvaldist þar með lærisveinunum. 55 Nú nálguðust páskar+ Gyðinga og margir fóru úr sveitunum upp til Jerúsalem fyrir páskana til að hreinsa sig trúarlega. 56 Menn leituðu að Jesú og sögðu sín á milli þar sem þeir stóðu í musterinu: „Hvað haldið þið? Ætli hann komi alls ekki á hátíðina?“ 57 Yfirprestarnir og farísearnir höfðu fyrirskipað að ef einhver kæmist að því hvar Jesús væri ætti hann að tilkynna það svo að þeir gætu handtekið hann.

12 Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus+ bjó, maðurinn sem hann hafði reist upp frá dauðum. 2 Þar var honum boðið til kvöldverðar og Marta þjónaði til borðs+ en Lasarus var meðal þeirra sem borðuðu* með honum. 3 María tók þá pund* af mjög dýrri ilmolíu, hreinni nardusolíu, hellti henni á fætur Jesú og þerraði þá með hári sínu. Húsið fylltist af ilmi olíunnar.+ 4 Þá sagði Júdas Ískaríot,+ einn af lærisveinum hans, sá sem átti eftir að svíkja hann: 5 „Af hverju var þessi ilmolía ekki seld fyrir 300 denara* og þeir gefnir fátækum?“ 6 Hann sagði þetta þó ekki vegna þess að honum væri annt um fátæka heldur af því að hann var þjófur. Hann sá um peningabaukinn og stal úr honum. 7 Jesús sagði þá: „Látið hana í friði svo að hún geti undirbúið greftrunardag minn eins og siður er.+ 8 Þið hafið fátæka alltaf hjá ykkur+ en mig hafið þið ekki alltaf.“+

9 Nú hafði mikill fjöldi Gyðinga komist að því að Jesús væri þarna og þeir komu, ekki aðeins vegna hans heldur líka til að sjá Lasarus sem hann hafði reist upp frá dauðum.+ 10 Yfirprestarnir lögðu þá á ráðin um að drepa Lasarus einnig 11 því að það var vegna hans sem margir Gyðingar komu þangað og fóru að trúa á Jesú.+

12 Daginn eftir frétti mannfjöldinn sem var kominn til hátíðarinnar að Jesús væri á leiðinni til Jerúsalem. 13 Fólkið tók þá pálmagreinar, fór til móts við hann og hrópaði: „Verndaðu hann!* Blessaður sé sá sem kemur í nafni Jehóva,*+ konungur Ísraels.“+ 14 Jesús fann ungan asna og settist á bak,+ eins og skrifað er: 15 „Óttastu ekki, Síonardóttir. Sjáðu! Konungur þinn kemur og ríður ösnufola.“+ 16 Lærisveinarnir skildu þetta ekki í fyrstu en þegar Jesús var orðinn dýrlegur+ rifjaðist upp fyrir þeim að það sem fólkið hafði gert fyrir hann var alveg eins og skrifað var um hann.+

17 Fólkið sem hafði verið með Jesú þegar hann kallaði Lasarus út úr gröfinni+ og reisti hann upp frá dauðum sagði frá því sem hafði gerst.+ 18 Þetta var líka ástæðan fyrir því að fólk fór á móti honum – það hafði heyrt um kraftaverkið sem hann hafði gert. 19 Farísearnir sögðu þá sín á milli: „Þið sjáið að okkur miðar ekkert áfram. Allur heimurinn eltir hann.“+

20 Nokkrir Grikkir höfðu einnig komið til að tilbiðja Guð á hátíðinni. 21 Þeir komu til Filippusar,+ sem var frá Betsaídu í Galíleu, og sögðu: „Herra, okkur langar til að hitta Jesú.“ 22 Filippus fór til Andrésar og sagði honum það og síðan fóru þeir báðir og sögðu Jesú frá því.

23 En Jesús svaraði þeim: „Stundin er komin að Mannssonurinn verði upphafinn.+ 24 Ég segi ykkur með sanni: Ef hveitikornið fellur ekki í jörðina og deyr verður það áfram eitt korn en ef það deyr+ ber það mikinn ávöxt. 25 Sá sem elskar líf sitt týnir því en sá sem hatar líf sitt+ í þessum heimi varðveitir það og hlýtur eilíft líf.+ 26 Sá sem vill þjóna mér skal fylgja mér og þar sem ég er, þar verður þjónn minn einnig.+ Faðirinn mun heiðra þann sem vill þjóna mér. 27 Nú er ég kvíðinn+ og hvað á ég að segja? Faðir, bjargaðu mér frá þessari stund.+ En ég er samt kominn til að mæta þessari stund. 28 Faðir, gerðu nafn þitt dýrlegt.“ Þá heyrðist rödd+ af himni: „Ég hef gert það dýrlegt og geri það aftur dýrlegt.“+

29 Mannfjöldinn sem stóð þar hjá heyrði þetta og sagðist hafa heyrt þrumu. Aðrir sögðu: „Engill var að tala við hann.“ 30 Jesús sagði: „Þessi rödd heyrðist ekki mín vegna heldur ykkar vegna. 31 Nú verður þessi heimur dæmdur, nú verður stjórnanda þessa heims+ kastað út.+ 32 En þegar mér verður lyft upp af jörðinni+ dreg ég til mín alls konar fólk.“ 33 Hann sagði þetta til að gefa til kynna með hvaða hætti hann myndi deyja innan skamms.+ 34 Þá svaraði fólkið: „Í lögunum segir að Kristur lifi að eilífu.+ Hvernig geturðu þá sagt að Mannssyninum verði lyft upp?+ Hver er þessi Mannssonur?“ 35 Jesús sagði þá: „Ljósið verður meðal ykkar stutta stund í viðbót. Gangið meðan þið hafið ljósið svo að myrkrið sigri ykkur ekki. Sá sem gengur í myrkri veit ekki hvert hann fer.+ 36 Trúið á ljósið meðan þið hafið ljósið svo að þið verðið synir ljóssins.“+

Eftir að Jesús hafði sagt þetta fór hann burt og faldi sig fyrir fólkinu. 37 Þótt hann hefði unnið fjölda kraftaverka í augsýn þess trúði það ekki á hann. 38 Þannig rættust orð Jesaja spámanns sem sagði: „Jehóva,* hver trúir því sem við höfum skýrt frá?+ Og hverjum hefur Jehóva* opinberað mátt* sinn?“+ 39 Jesaja tiltók líka aðra ástæðu fyrir því að fólkið gat ekki trúað: 40 „Hann hefur blindað augu þess og hert hjörtu þess. Þess vegna sér það ekki með augunum né skilur með hjartanu svo að það snúi við og ég lækni það.“+ 41 Jesaja sagði þetta vegna þess að hann sá dýrð hans og talaði um hann.+ 42 Samt trúðu margir á hann, jafnvel sumir leiðtoganna,+ en þeir viðurkenndu það ekki vegna faríseanna svo að þeim yrði ekki útskúfað úr samkundunni.+ 43 Þeim var meira í mun að fá heiður frá mönnum en heiður frá Guði.+

44 En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig trúir ekki aðeins á mig heldur líka þann sem sendi mig+ 45 og sá sem sér mig sér líka þann sem sendi mig.+ 46 Ég kom til að vera ljós í heiminum+ þannig að enginn sem trúir á mig sé áfram í myrkrinu.+ 47 Ég dæmi samt ekki þá sem heyra orð mín en fylgja þeim ekki því að ég kom til að bjarga heiminum en ekki til að dæma hann.+ 48 Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum hefur sinn dómara. Orðið sem ég hef talað verður dómari hans á síðasta degi. 49 Ég hef ekki talað að eigin frumkvæði heldur hefur faðirinn sem sendi mig sagt mér hvað ég eigi að segja og um hvað ég eigi að tala.+ 50 Og ég veit að fyrirmæli hans veita eilíft líf.+ Allt sem ég segi tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér.“+

13 Jesús vissi fyrir páskahátíðina að tíminn var kominn+ til að hann yfirgæfi þennan heim og færi til föðurins.+ Hann hafði elskað sína sem voru í heiminum og hann elskaði þá allt til enda.+ 2 Þeir voru að borða kvöldmáltíðina og Djöfullinn hafði nú þegar blásið Júdasi Ískaríot+ Símonarsyni í brjóst að svíkja hann.+ 3 Jesús vissi að faðirinn hafði lagt allt í hendur hans og að hann var kominn frá Guði og var að fara til hans.+ 4 Hann stóð því upp frá kvöldmáltíðinni, lagði frá sér yfirhöfnina, tók handklæði og batt það um mittið.+ 5 Síðan hellti hann vatni í þvottaskál og fór að þvo fætur lærisveinanna og þurrka þá með handklæðinu sem hann hafði bundið um sig. 6 Nú kom röðin að Símoni Pétri. „Drottinn, ætlarðu að þvo mér um fæturna?“ spurði hann. 7 Jesús svaraði: „Þú skilur ekki núna hvað ég er að gera en þú skilur það seinna.“ 8 Þá sagði Pétur: „Þú skalt aldrei nokkurn tíma þvo mér um fæturna.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki+ áttu enga samleið með mér.“ 9 „Drottinn, þvoðu mér ekki bara um fæturna heldur líka um hendurnar og höfuðið,“ sagði Símon Pétur. 10 Jesús svaraði: „Sá sem hefur baðað sig þarf ekki annað en að fá fæturna þvegna því að hann er allur hreinn. Og þið eruð hreinir en þó ekki allir.“ 11 Hann vissi hver myndi svíkja hann+ og það var þess vegna sem hann sagði: „Þið eruð ekki allir hreinir.“

12 Þegar hann hafði þvegið þeim um fæturna og klætt sig í yfirhöfnina lagðist hann aftur til borðs og sagði við þá: „Skiljið þið hvað ég hef gert fyrir ykkur? 13 Þið kallið mig ‚kennara‘ og ‚Drottin‘ og það er rétt hjá ykkur því að ég er það.+ 14 Fyrst ég, sem er Drottinn og kennari, hef þvegið ykkur um fæturna+ ættuð þið líka* að þvo fætur hver annars.+ 15 Ég hef gefið ykkur fordæmi. Þið skuluð gera það sama og ég hef gert fyrir ykkur.+ 16 Ég segi ykkur með sanni að þjónn er ekki æðri húsbónda sínum né sendiboði æðri þeim sem sendi hann. 17 Þetta vitið þið og þið eruð hamingjusamir ef þið farið eftir því.+ 18 Ég er ekki að tala um ykkur alla. Ég þekki þá sem ég hef valið. En þetta var til þess að ritningarstaðurinn myndi rætast+ sem segir: ‚Sá sem borðaði af brauði mínu hefur snúist gegn mér.‘*+ 19 Ég segi ykkur þetta núna svo að þið trúið, þegar það gerist, að ég er sá sem ég segist vera.+ 20 Ég segi ykkur með sanni að hver sem tekur við þeim sem ég sendi tekur líka við mér+ og hver sem tekur við mér tekur líka við þeim sem sendi mig.“+

21 Að svo mæltu fylltist Jesús mikilli angist og sagði berum orðum: „Ég segi ykkur með sanni: Einn ykkar mun svíkja mig.“+ 22 Lærisveinarnir litu hver á annan og vissu ekki við hvern hann ætti.+ 23 Sá lærisveinn Jesú sem hann elskaði+ lá til borðs við hliðina á* honum. 24 Símon Pétur gaf honum bendingu og sagði: „Segðu okkur um hvern hann er að tala.“ 25 Lærisveinninn hallaði sér þá upp að brjósti Jesú og spurði: „Drottinn, hver er það?“+ 26 Jesús svaraði: „Það er sá sem ég rétti brauðbitann sem ég dýfi í skálina.“+ Eftir að hafa dýft brauðinu í skálina rétti hann Júdasi það, syni Símonar Ískaríots. 27 Þegar Júdas hafði tekið brauðbitann fór Satan í hann.+ Jesús sagði þá: „Það sem þú gerir skaltu gera fljótt.“ 28 En enginn þeirra sem lágu til borðs skildi hvers vegna hann sagði þetta við hann. 29 Þar sem Júdas sá um peningabaukinn+ héldu reyndar sumir að Jesús væri að biðja hann að kaupa það sem þeir þurftu til hátíðarinnar eða að gefa fátækum eitthvað. 30 Eftir að hafa fengið brauðbitann fór hann rakleiðis út, en þá var nótt.+

31 Þegar hann var farinn sagði Jesús: „Nú verður Mannssonurinn upphafinn+ og Guð verður dýrlegur vegna hans. 32 Guð sjálfur veitir honum dýrð+ og hann gerir það umsvifalaust. 33 Börnin mín, ég verð hjá ykkur skamma stund í viðbót. Þið munuð leita að mér og ég segi nú við ykkur eins og ég sagði við Gyðingana: ‚Þið komist ekki þangað sem ég fer.‘+ 34 Ég gef ykkur nýtt boðorð, að þið elskið hver annan. Elskið hver annan+ eins og ég hef elskað ykkur.+ 35 Allir munu vita að þið eruð lærisveinar mínir ef þið berið kærleika hver til annars.“+

36 Símon Pétur sagði við hann: „Drottinn, hvert ertu að fara?“ Jesús svaraði: „Þú getur ekki fylgt mér núna þangað sem ég fer en þú fylgir mér seinna.“+ 37 Pétur sagði þá: „Drottinn, hvers vegna get ég ekki fylgt þér núna? Ég skal leggja líf mitt í sölurnar fyrir þig.“+ 38 Jesús svaraði: „Ertu fús til að leggja lífið í sölurnar fyrir mig? Ég segi þér með sanni að hani mun alls ekki gala fyrr en þú hefur afneitað mér þrisvar.“+

14 „Verið ekki áhyggjufullir.+ Trúið á Guð+ og trúið á mig. 2 Í húsi föður míns er mikið húsrými.* Ef svo væri ekki hefði ég sagt ykkur það. En nú fer ég burt að búa ykkur dvalarstað þar.+ 3 Þegar ég er farinn og hef búið ykkur stað kem ég aftur og tek ykkur til mín svo að þið séuð einnig þar sem ég er.+ 4 Þið þekkið leiðina þangað sem ég fer.“

5 Tómas+ sagði við hann: „Drottinn, við vitum ekki hvert þú ert að fara. Hvernig getum við þá þekkt leiðina?“

6 Jesús svaraði: „Ég er vegurinn,+ sannleikurinn+ og lífið.+ Enginn kemst til föðurins án mín.+ 7 Ef þið hafið þekkt mig munuð þið líka þekkja föður minn. Héðan í frá þekkið þið hann og hafið séð hann.“+

8 Filippus sagði þá: „Drottinn, sýndu okkur föðurinn. Það nægir okkur.“

9 Jesús svaraði: „Þekkirðu mig ekki, Filippus? Samt er ég búinn að vera hjá ykkur allan þennan tíma. Sá sem hefur séð mig hefur líka séð föðurinn.+ Hvers vegna segirðu þá: ‚Sýndu okkur föðurinn‘? 10 Trúirðu ekki að ég sé sameinaður föðurnum og faðirinn sameinaður mér?+ Það sem ég segi ykkur eru ekki mínar eigin hugmyndir+ heldur er faðirinn, sem er sameinaður mér, að vinna verk sín. 11 Trúið mér að ég er sameinaður föðurnum og faðirinn sameinaður mér. Ef þið gerið það ekki trúið þá vegna sjálfra verkanna.+ 12 Ég segi ykkur með sanni: Hver sem trúir á mig mun vinna sömu verk og ég, og hann mun vinna enn meiri verk+ því að ég fer til föðurins.+ 13 Og ég mun gera hvaðeina sem þið biðjið um í mínu nafni svo að faðirinn hljóti lof vegna sonarins.+ 14 Ef þið biðjið um eitthvað í mínu nafni geri ég það.

15 Ef þið elskið mig haldið þið boðorð mín.+ 16 Ég mun biðja föðurinn og hann mun senda ykkur annan hjálpara* sem verður með ykkur að eilífu,+ 17 anda sannleikans+ sem heimurinn getur ekki tekið á móti því að hann sér hann hvorki né þekkir.+ Þið þekkið hann því að hann er í ykkur og verður með ykkur áfram. 18 Ég skil ykkur ekki eftir eina.* Ég kem til ykkar.+ 19 Innan skamms sér heimurinn mig ekki framar en þið munuð sjá mig+ því að ég lifi og þið munuð lifa. 20 Á þeim degi munuð þið skilja að ég er sameinaður föður mínum, þið sameinaðir mér og ég sameinaður ykkur.+ 21 Sá sem tekur við boðorðum mínum og heldur þau elskar mig. Og þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.“

22 Júdas+ (ekki Ískaríot) sagði við hann: „Drottinn, hvað kemur til að þú ætlar að birta sjálfan þig okkur en ekki heiminum?“

23 Jesús svaraði honum: „Sá sem elskar mig heldur orð mín+ og faðir minn mun elska hann. Við komum til hans og búum hjá honum.+ 24 Sá sem elskar mig ekki, heldur ekki orð mín. Orðin sem þið heyrið koma ekki frá mér heldur frá föðurnum sem sendi mig.+

25 Ég hef sagt ykkur þetta meðan ég hef verið hjá ykkur. 26 En hjálparinn, heilagi andinn sem faðirinn sendir í mínu nafni, mun kenna ykkur allt og minna ykkur á allt sem ég hef sagt ykkur.+ 27 Ég læt ykkur eftir frið, ég gef ykkur minn frið.+ Friðurinn sem ég gef ykkur er ólíkur þeim sem heimurinn gefur. Verið ekki áhyggjufullir né óttaslegnir. 28 Þið heyrðuð að ég sagði við ykkur: ‚Ég fer burt og ég kem aftur til ykkar.‘ Ef þið elskuðuð mig mynduð þið gleðjast yfir því að ég fer til föðurins því að faðirinn er mér æðri.+ 29 Nú hef ég sagt ykkur þetta áður en það gerist svo að þið trúið þegar það gerist.+ 30 Ég mun ekki tala mikið meira við ykkur því að stjórnandi heimsins+ kemur, en hann hefur ekkert vald yfir* mér.+ 31 En til að heimurinn viti að ég elska föðurinn geri ég eins og faðirinn hefur gefið mér fyrirmæli um.+ Standið upp, við skulum fara héðan.

15 Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. 2 Hann sker af mér allar greinar sem bera ekki ávöxt og hreinsar hverja grein sem ber ávöxt svo að hún beri enn meiri ávöxt.+ 3 Þið eruð nú þegar hreinir vegna orðsins sem ég hef talað til ykkar.+ 4 Verið sameinaðir mér, þá verð ég áfram sameinaður ykkur. Greinin getur ekki borið ávöxt nema hún sé á vínviðnum og eins getið þið ekki borið ávöxt nema þið séuð sameinaðir mér.+ 5 Ég er vínviðurinn og þið eruð greinarnar. Sá sem er sameinaður mér og ég honum ber mikinn ávöxt+ en án mín getið þið ekkert gert. 6 Sá sem varðveitir ekki sambandið við mig er eins og grein sem er fleygt og visnar. Þessum greinum er safnað saman og kastað á eld þar sem þær brenna. 7 Ef þið eruð sameinaðir mér og orð mín eru í hjörtum ykkar getið þið beðið um hvað sem er og þið fáið það.+ 8 Það er föður mínum til dýrðar að þið haldið áfram að bera mikinn ávöxt og reynist vera lærisveinar mínir.+ 9 Ég hef elskað ykkur eins og faðirinn hefur elskað mig.+ Verið stöðugir í kærleika mínum. 10 Ef þið haldið boðorð mín verðið þið stöðugir í kærleika mínum eins og ég hef haldið boðorð föðurins og er stöðugur í kærleika hans.

11 Ég hef sagt ykkur þetta svo að þið getið notið sömu gleði og ég, og notið hennar til fulls.+ 12 Það er boðorð mitt að þið elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur.+ 13 Enginn á meiri kærleika en sá sem leggur lífið* í sölurnar fyrir vini sína.+ 14 Þið eruð vinir mínir ef þið gerið það sem ég segi ykkur.+ 15 Ég kalla ykkur ekki lengur þjóna því að þjónn veit ekki hvað húsbóndi hans gerir. Ég kalla ykkur vini því að ég hef sagt ykkur allt sem ég hef heyrt hjá föður mínum. 16 Þið hafið ekki valið mig heldur valdi ég ykkur og fól ykkur að bera ávöxt, ávöxt sem varir, svo að faðirinn gefi ykkur hvað sem þið biðjið hann um í mínu nafni.+

17 Ég gef ykkur þessi fyrirmæli til að þið elskið hver annan.+ 18 Ef heimurinn hatar ykkur skuluð þið muna að hann hataði mig á undan ykkur.+ 19 Ef þið tilheyrðuð heiminum myndi heimurinn elska ykkur því að hann elskar sína. En nú tilheyrið þið ekki heiminum+ heldur hef ég valið ykkur úr heiminum. Þess vegna hatar heimurinn ykkur.+ 20 Munið hvað ég sagði ykkur: Þjónn er ekki æðri húsbónda sínum. Ef menn hafa ofsótt mig munu þeir líka ofsækja ykkur+ og ef þeir hafa haldið orð mín munu þeir líka halda orð ykkar. 21 Þeir munu gera ykkur allt þetta vegna nafns míns því að þeir þekkja ekki þann sem sendi mig.+ 22 Ef ég hefði ekki komið og talað til þeirra væru þeir ekki sekir um synd.+ En nú hafa þeir enga afsökun fyrir synd sinni.+ 23 Sá sem hatar mig hatar líka föður minn.+ 24 Ef ég hefði ekki unnið verk á meðal þeirra sem enginn annar hefur unnið væru þeir ekki sekir um synd.+ En nú hafa þeir séð mig og hata bæði mig og föður minn. 25 Þetta gerðist til að það rættist sem stendur í lögum þeirra: ‚Þeir hötuðu mig að tilefnislausu.‘+ 26 Þegar hjálparinn kemur sem ég sendi ykkur frá föðurnum – andi sannleikans+ sem kemur frá föðurnum – mun hann vitna um mig.+ 27 Þið eigið líka að vitna um mig+ því að þið hafið verið með mér frá upphafi.

16 Ég hef sagt ykkur þetta til að þið hrasið ekki og fallið. 2 Ykkur verður útskúfað úr samkundunni.+ Reyndar kemur sá tími að allir sem drepa ykkur+ halda að þeir veiti Guði heilaga þjónustu. 3 Þeir gera þetta vegna þess að þeir hafa hvorki kynnst föðurnum né mér.+ 4 En ég hef sagt ykkur þetta til að þið munið eftir því þegar það gerist.+

Ég sagði ykkur þetta ekki upphaflega vegna þess að ég var hjá ykkur. 5 En nú fer ég til hans sem sendi mig.+ Enginn ykkar spyr mig þó: ‚Hvert ertu að fara?‘ 6 Þið eruð hryggir í hjarta vegna þess að ég hef sagt ykkur þetta.+ 7 En ég segi ykkur satt að það er ykkur til góðs að ég skuli fara. Ef ég fer ekki kemur hjálparinn+ ekki til ykkar en ef ég fer sendi ég hann til ykkar. 8 Þegar hann kemur mun hann sanna fyrir heiminum hvað er synd, hvað er réttlæti og hvað er dómur: 9 fyrst hvað er synd+ því að menn trúa ekki á mig,+ 10 síðan hvað er réttlæti því að ég fer til föðurins og þið sjáið mig ekki lengur, 11 og að lokum hvað er dómur því að stjórnandi heimsins er dæmdur.+

12 Ég hef enn margt að segja ykkur en þið getið ekki meðtekið það núna. 13 En þegar hann* kemur, andi sannleikans,+ mun hann leiða ykkur í allan sannleikann því að hann talar ekki að eigin frumkvæði heldur segir það sem hann heyrir og boðar ykkur það sem koma skal.+ 14 Hann mun upphefja mig+ því að hann tekur við því sem ég segi honum og boðar ykkur það.+ 15 Allt sem faðirinn á er mitt.+ Þess vegna sagði ég að hann* tæki við því sem ég segði honum og boðaði ykkur það. 16 Innan skamms sjáið þið mig ekki lengur+ en stuttu síðar munuð þið sjá mig.“

17 Þá sögðu nokkrir af lærisveinunum hver við annan: „Hvað á hann við þegar hann segir: ‚Innan skamms sjáið þið mig ekki en stuttu síðar munuð þið sjá mig,‘ og: ‚því að ég fer til föðurins‘?“ 18 Og þeir sögðu: „Hvað á hann við þegar hann segir: ‚Innan skamms‘? Við vitum ekki um hvað hann er að tala.“ 19 Jesús vissi að þeir vildu spyrja hann og sagði: „Eruð þið að ræða þetta af því að ég sagði: ‚Innan skamms sjáið þið mig ekki en stuttu síðar munuð þið sjá mig‘? 20 Ég segi ykkur með sanni: Þið munuð gráta og kveina en heimurinn mun fagna. Þið munuð syrgja en sorg ykkar mun snúast í gleði.+ 21 Þegar kona fæðir þjáist* hún vegna þess að tími hennar er kominn en þegar hún hefur fætt barnið gleymir hún þrautunum því að hún gleðst yfir því að mannsbarn er komið í heiminn. 22 Eins er með ykkur. Þið syrgið núna en þið munuð sjá mig aftur. Þá gleðjist þið í hjörtum ykkar+ og enginn tekur gleðina frá ykkur. 23 Á þeim degi munuð þið ekki spyrja mig neins. Ég segi ykkur með sanni: Ef þið biðjið föðurinn um eitthvað+ gefur hann ykkur það í mínu nafni.+ 24 Hingað til hafið þið ekki beðið um neitt í mínu nafni. Biðjið og þið munuð fá svo að gleði ykkar verði fullkomin.

25 Ég hef sagt ykkur þetta í líkingum. Sú stund kemur að ég tala ekki lengur við ykkur í líkingum heldur segi ykkur frá föðurnum berum orðum. 26 Á þeim degi biðjið þið til föðurins í mínu nafni. Með því á ég ekki við að ég beri fram bón fyrir ykkar hönd. 27 Faðirinn sjálfur elskar ykkur því að þið hafið elskað mig+ og trúið að ég hafi komið sem fulltrúi Guðs.+ 28 Ég kom í heiminn sem fulltrúi föðurins. Nú yfirgef ég heiminn og fer til föðurins.“+

29 Lærisveinarnir sögðu: „Nú talarðu berum orðum en ekki í líkingum. 30 Nú vitum við að þú veist allt og enginn okkar þarf að spyrja þig nokkurs. Þess vegna trúum við að þú sért frá Guði.“ 31 Jesús svaraði: „Trúið þið núna? 32 Sú stund kemur, og er reyndar komin, að þið tvístrist. Þið farið hver og einn heim til ykkar og skiljið mig einan eftir.+ En ég er ekki einn því að faðirinn er með mér.+ 33 Ég hef sagt ykkur þetta svo að þið eigið frið fyrir mína tilstuðlan.+ Þið verðið fyrir mótlæti í heiminum en verið hugrakkir. Ég hef sigrað heiminn.“+

17 Eftir að hafa sagt þetta leit Jesús til himins og bað: „Faðir, stundin er komin. Veittu syni þínum dýrð til að hann geti gert þig dýrlegan.+ 2 Þú hefur fengið honum vald yfir öllum mönnum+ svo að hann veiti öllum sem þú hefur gefið honum+ eilíft líf.+ 3 Til að hljóta eilíft líf+ þurfa þeir að kynnast þér,* hinum eina sanna Guði,+ og þeim sem þú sendir, Jesú Kristi.+ 4 Ég hef verið þér til dýrðar á jörðinni+ með því að ljúka verkinu sem þú fólst mér að vinna.+ 5 Og nú, faðir, veittu mér dýrð við hlið þér, þá dýrð sem ég hafði hjá þér áður en heimurinn varð til.+

6 Ég hef opinberað* nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér úr heiminum.+ Þeir voru þínir og þú gafst mér þá og þeir hafa haldið orð þitt. 7 Nú vita þeir að allt sem þú gafst mér er frá þér 8 því að ég hef sagt þeim það sem þú sagðir mér.+ Þeir hafa tekið við því og vita með vissu að ég kom sem fulltrúi þinn+ og þeir trúa að þú hafir sent mig.+ 9 Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér því að þeir eru þínir 10 og allt mitt er þitt og þitt er mitt+ og ég hef hlotið heiður meðal þeirra.

11 Ég er ekki lengur í heiminum því að ég kem til þín en þeir eru í heiminum.+ Heilagi faðir, gættu þeirra+ vegna nafns þíns sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt* eins og við erum eitt.*+ 12 Meðan ég var hjá þeim gætti ég þeirra+ vegna nafns þíns sem þú gafst mér. Ég hef verndað þá og enginn þeirra hefur glatast+ nema sonur glötunarinnar+ til að ritningarstaðurinn rættist.+ 13 En nú kem ég til þín og ég segi þetta í heiminum til að þeir fyllist gleði minni.+ 14 Ég hef gefið þeim orð þitt en heimurinn hefur hatað þá því að þeir tilheyra ekki heiminum,+ rétt eins og ég tilheyri ekki heiminum.

15 Ég bið þig ekki að taka þá úr heiminum heldur að gæta þeirra fyrir hinum vonda.+ 16 Þeir tilheyra ekki heiminum,+ rétt eins og ég tilheyri ekki heiminum.+ 17 Helgaðu* þá með sannleikanum.+ Orð þitt er sannleikur.+ 18 Ég sendi þá í heiminn eins og þú sendir mig í heiminn.+ 19 Ég helga mig fyrir þá svo að þeir séu einnig helgaðir vegna sannleikans.

20 Ég bið ekki aðeins fyrir þeim heldur líka fyrir þeim sem trúa á mig vegna orða þeirra 21 svo að þeir séu allir eitt+ eins og þú, faðir, ert sameinaður mér og ég sameinaður þér.+ Þannig séu þeir líka sameinaðir okkur til að heimurinn geti trúað að þú hafir sent mig. 22 Ég hef veitt þeim þá dýrð sem þú veittir mér til að þeir séu eitt eins og við erum eitt,+ 23 ég sé sameinaður þeim og þú sameinaður mér svo að þeir séu fullkomlega sameinaðir.* Þá getur heimurinn séð að þú sendir mig og að þú elskar þá eins og þú elskar mig. 24 Faðir, ég vil að þeir sem þú gafst mér séu hjá mér, þar sem ég er,+ svo að þeir sjái dýrðina sem þú hefur veitt mér því að þú elskaðir mig áður en heimurinn var grundvallaður.+ 25 Réttláti faðir, heimurinn hefur ekki kynnst þér+ en ég þekki þig+ og þeir sem þú gafst mér hafa komist að raun um að þú sendir mig. 26 Ég hef kunngert þeim nafn þitt og mun kunngera það+ svo að þeir sýni sama kærleika og þú sýndir mér og ég sé sameinaður þeim.“+

18 Þegar Jesús hafði sagt þetta fór hann út með lærisveinum sínum. Þeir gengu yfir Kedrondal*+ og inn í garð handan við dalinn.+ 2 Júdas, sem sveik hann, vissi líka af þessum stað því að Jesús hafði oft verið þar með lærisveinunum. 3 Júdas kom nú þangað með flokk hermanna ásamt varðmönnum frá yfirprestunum og faríseunum. Þeir héldu á blysum og lömpum og voru vopnaðir.+ 4 Jesús vissi allt sem átti eftir að koma fyrir hann, steig fram og spurði þá: „Að hverjum leitið þið?“ 5 „Jesú frá Nasaret,“+ svöruðu þeir. „Ég er hann,“ sagði Jesús. Júdas, sem sveik hann, stóð einnig hjá þeim.+

6 Þegar Jesús sagði: „Ég er hann,“ hopuðu þeir og féllu til jarðar.+ 7 Þá spurði hann aftur: „Að hverjum leitið þið?“ „Jesú frá Nasaret,“ sögðu þeir. 8 Jesús svaraði: „Ég sagði ykkur að ég væri hann. Fyrst þið leitið að mér leyfið þá þessum mönnum að fara.“ 9 Þetta gerðist til þess að það rættist sem hann hafði sagt: „Ég hef ekki glatað neinum af þeim sem þú gafst mér.“+

10 Símon Pétur var með sverð, dró það úr slíðrum, hjó til þjóns æðstaprestsins og sneið af honum hægra eyrað.+ Þjónninn hét Malkus. 11 En Jesús sagði við Pétur: „Slíðraðu sverðið.+ Á ég ekki að drekka bikarinn sem faðirinn hefur fengið mér?“+

12 Hermennirnir, hersveitarforinginn og varðmenn Gyðinga gripu* nú Jesú og bundu hann. 13 Þeir fóru fyrst með hann til Annasar því að hann var tengdafaðir Kaífasar+ sem var æðstiprestur það árið,+ 14 en Kaífas var sá sem hafði sagt Gyðingum að það væri þeim fyrir bestu að einn maður dæi fyrir fólkið.+

15 Símon Pétur og annar lærisveinn fylgdu Jesú.+ Sá síðarnefndi var kunnugur æðstaprestinum og hann fylgdi Jesú inn í húsagarð æðstaprestsins 16 en Pétur stóð fyrir utan dyrnar.* Hinn lærisveinninn, sem var kunnugur æðstaprestinum, kom aftur út, talaði við þjónustustúlkuna sem gætti dyranna og tók Pétur inn með sér. 17 Þjónustustúlkan sagði þá við Pétur: „Ekki ert þú líka einn af lærisveinum þessa manns?“ „Nei, það er ég ekki,“ svaraði hann.+ 18 Þjónarnir og varðmennirnir höfðu kveikt kolaeld því að það var kalt. Þeir stóðu kringum hann og yljuðu sér. Pétur stóð hjá þeim og yljaði sér líka.

19 Yfirpresturinn spurði nú Jesú um lærisveina hans og boðskap. 20 Jesús svaraði: „Ég hef talað fyrir opnum tjöldum í allra áheyrn. Ég hef alltaf kennt í samkunduhúsi eða musterinu+ þar sem allir Gyðingar safnast saman og hef ekkert sagt í leyni. 21 Hvers vegna spyrðu mig? Spyrðu þá sem hafa heyrt það sem ég sagði. Þeir vita hvað ég hef sagt.“ 22 Einn af varðmönnunum sem stóðu þar sló Jesú utan undir+ þegar hann sagði þetta. „Er það svona sem þú svarar yfirprestinum?“ sagði hann. 23 Jesús svaraði: „Ef ég hef sagt eitthvað rangt skaltu sanna* það. En ef það var rétt sem ég sagði, hvers vegna slærðu mig?“ 24 Þá sendi Annas hann bundinn til Kaífasar æðstaprests.+

25 Símon Pétur stóð þarna og yljaði sér. Menn sögðu þá við hann: „Ekki ert þú líka einn af lærisveinum hans?“ Hann neitaði því og sagði: „Það er ég ekki.“+ 26 Einn af þjónum æðstaprestsins, frændi mannsins sem Pétur hjó eyrað af,+ sagði: „Sá ég þig ekki í garðinum með honum?“ 27 En Pétur neitaði aftur og um leið galaði hani.+

28 Nú var farið með Jesú frá Kaífasi til hallar landstjórans.+ Þetta var snemma morguns. Gyðingarnir fóru þó ekki sjálfir inn í höll landstjórans til að þeir yrðu ekki óhreinir+ heldur gætu neytt páskamáltíðarinnar. 29 Pílatus kom því út til þeirra og spurði: „Fyrir hvað ákærið þið þennan mann?“ 30 Þeir svöruðu: „Ef þetta væri ekki afbrotamaður* hefðum við ekki komið með hann til þín.“ 31 Pílatus sagði þá: „Takið hann og dæmið hann sjálfir samkvæmt lögum ykkar.“+ Gyðingarnir svöruðu: „Við höfum ekki leyfi til að taka neinn af lífi.“+ 32 Þannig rættust orð Jesú þegar hann gaf til kynna með hvaða hætti hann myndi deyja.+

33 Pílatus gekk þá aftur inn í höllina, kallaði Jesú fyrir sig og spurði: „Ertu konungur Gyðinga?“+ 34 Jesús svaraði: „Er það þín hugmynd að spyrja um þetta eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“ 35 Pílatus svaraði: „Ekki er ég Gyðingur! Þín eigin þjóð og yfirprestarnir komu með þig til mín. Hvað hefurðu gert?“ 36 Jesús svaraði:+ „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi.+ Ef ríki mitt tilheyrði þessum heimi hefðu þjónar mínir barist svo að ég yrði ekki látinn í hendur Gyðinga.+ En nú er ríki mitt ekki þaðan.“ 37 „Ertu þá konungur?“ spurði Pílatus. Jesús svaraði: „Þú segir að ég sé konungur.+ Ég fæddist og kom í heiminn til þess að vitna um sannleikann.+ Allir sem eru sannleikans megin hlusta á það sem ég segi.“ 38 „Hvað er sannleikur?“ sagði Pílatus.

Að svo mæltu gekk hann aftur út til Gyðinganna og sagði við þá: „Ég finn enga sök hjá honum.+ 39 Auk þess eruð þið vanir því að ég gefi ykkur mann lausan á páskum.+ Viljið þið að ég láti konung Gyðinga lausan?“ 40 Þá hrópuðu þeir: „Ekki þennan mann heldur Barabbas!“ En Barabbas var ræningi.+

19 Pílatus lét þá taka Jesú og húðstrýkja hann.+ 2 Hermennirnir fléttuðu þyrnikórónu, settu hana á höfuð hans og klæddu hann í purpuraskikkju.+ 3 Þeir gengu til hans og sögðu: „Lengi lifi* konungur Gyðinga!“ og slógu hann í andlitið.+ 4 Pílatus gekk aftur út og sagði við mannfjöldann: „Ég leiði hann út til ykkar svo að þið vitið að ég finn enga sök hjá honum.“+ 5 Jesús kom þá út með þyrnikórónuna og í purpuraskikkjunni. Pílatus sagði við fólkið: „Sjáið manninn!“ 6 Þegar yfirprestarnir og varðmennirnir sáu hann hrópuðu þeir: „Staurfestu hann! Staurfestu hann!“+ „Takið hann sjálfir og staurfestið því að ég finn enga sök hjá honum,“ sagði Pílatus.+ 7 Gyðingar svöruðu: „Við höfum lög og samkvæmt þeim á hann að deyja+ því að hann hefur gert sig að syni Guðs.“+

8 Þegar Pílatus heyrði hvað þeir sögðu varð hann enn hræddari, 9 gekk aftur inn í höllina og sagði við Jesú: „Hvaðan ertu?“ En Jesús svaraði honum ekki.+ 10 Pílatus sagði þá við hann: „Neitarðu að tala við mig? Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að staurfesta þig?“ 11 Jesús svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér hefði ekki verið gefið það að ofan. Þess vegna hefur sá drýgt verri synd sem lét mig í þínar hendur.“

12 Af þessari ástæðu reyndi Pílatus enn að finna leið til að láta hann lausan en Gyðingar hrópuðu: „Ef þú lætur þennan mann lausan ertu ekki vinur keisarans. Hver sem gerir sjálfan sig að konungi gerir uppreisn* gegn keisaranum.“+ 13 Þegar Pílatus heyrði þetta leiddi hann Jesú út og settist í dómarasæti á stað sem kallast Steinhlað, á hebresku Gabbata. 14 Þetta var um sjöttu stund* á undirbúningsdegi+ páska. Pílatus sagði við Gyðingana: „Sjáið! Hér er konungur ykkar!“ 15 En þeir æptu: „Burt með hann! Burt með hann! Staurfestu hann!“ „Á ég að staurfesta konung ykkar?“ spurði Pílatus. „Við höfum engan konung nema keisarann,“ svöruðu yfirprestarnir. 16 Hann framseldi þeim þá Jesú til staurfestingar.+

Þeir tóku við honum og fóru með hann. 17 Hann bar kvalastaur* sinn og gekk þangað sem kallast Hauskúpustaður,+ á hebresku Golgata.+ 18 Þar staurfestu þeir Jesú+ og tvo aðra menn með honum, hvorn til sinnar handar við hann.+ 19 Pílatus lét festa áletrun á kvalastaurinn.* Þar stóð: „Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga.“+ 20 Margir Gyðingar lásu þessa áletrun því að staðurinn þar sem Jesús var staurfestur var nálægt borginni og þetta var skrifað á hebresku, latínu og grísku. 21 En yfirprestar Gyðinga sögðu við Pílatus: „Skrifaðu ekki ‚konungur Gyðinga‘ heldur að hann hafi sagt: ‚Ég er konungur Gyðinga.‘“ 22 Pílatus svaraði: „Það sem ég hef skrifað það hef ég skrifað.“

23 Þegar hermennirnir höfðu staurfest Jesú tóku þeir yfirhöfn hans og skiptu í fjóra hluta, einn fyrir hvern þeirra. Þeir tóku líka kyrtilinn en hann var saumlaus, ofinn í heilu lagi ofan frá og niður úr. 24 Þeir sögðu því hver við annan: „Rífum hann ekki í sundur. Vörpum heldur hlutkesti um hann til að ákveða hver fái hann.“+ Þetta gerðist til að ritningarstaðurinn rættist sem segir: „Þeir skiptu fötum mínum á milli sín og vörpuðu hlutkesti um fatnað minn.“+ Það var einmitt þetta sem hermennirnir gerðu.

25 Hjá kvalastaur* Jesú stóðu móðir hans,+ móðursystir, María kona Klópa og María Magdalena.+ 26 Þegar Jesús sá móður sína og lærisveininn sem hann elskaði+ standa þar hjá sagði hann við móður sína: „Kona, nú er hann sonur þinn.“ 27 Síðan sagði hann við lærisveininn: „Nú er hún móðir þín.“ Þá tók lærisveinninn hana inn á heimili sitt og hún bjó hjá honum þaðan í frá.

28 Þegar Jesús vissi að nú væri ætlunarverkinu lokið sagði hann: „Ég er þyrstur,“ til að ritningarstaðurinn rættist.+ 29 Þar stóð lítið ker sem var fullt af súru víni. Menn vættu svamp í víninu, stungu honum á ísópsstöngul* og báru upp að munni hans.+ 30 Eftir að Jesús hafði fengið súra vínið sagði hann: „Því er lokið.“+ Síðan hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.+

31 Þetta var undirbúningsdagur+ og Gyðingar vildu ekki að líkin héngju á kvalastaurunum+ á hvíldardeginum (en þetta var mikill hvíldardagur).+ Þeir báðu Pílatus að láta brjóta fótleggi mannanna og fjarlægja líkin. 32 Hermennirnir komu því og brutu fótleggi mannanna sem voru staurfestir með honum, fyrst annars og síðan hins. 33 Þegar þeir komu að Jesú sáu þeir að hann var þegar dáinn og brutu því ekki fótleggi hans. 34 En einn hermannanna stakk spjóti í síðu hans+ og samstundis rann út blóð og vatn. 35 Sá sem sá þetta hefur vitnað um það og vitnisburður hans er sannur. Hann veit að það er satt sem hann segir og hann segir það til að þið trúið líka.+ 36 Þetta gerðist til að ritningarstaðurinn rættist sem segir: „Ekkert beina hans verður brotið.“+ 37 Og annar ritningarstaður segir: „Þeir horfa til hans sem þeir stungu.“+

38 Jósef frá Arímaþeu bað nú Pílatus um að fá að taka lík Jesú niður. Hann var lærisveinn Jesú en leyndi því af ótta við Gyðinga.+ Pílatus leyfði honum það og hann kom og tók líkið.+ 39 Nikódemus,+ maðurinn sem kom fyrst til Jesú að næturlagi, kom einnig og hafði meðferðis blöndu* af myrru og alóe sem vó um 100 pund.*+ 40 Þeir tóku nú lík Jesú og vöfðu það líndúkum með ilmjurtunum+ í samræmi við greftrunarsiði Gyðinga. 41 Svo vildi til að á staðnum þar sem hann var staurfestur var garður og í honum var ný gröf+ sem enginn hafði enn verið lagður í. 42 Þeir lögðu Jesú þar vegna þess að þetta var undirbúningsdagur+ Gyðinga og gröfin var nærri.

20 Á fyrsta degi vikunnar kom María Magdalena snemma til grafarinnar+ meðan enn var dimmt og sá að steininum hafði verið velt frá gröfinni.+ 2 Hún hljóp því til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, þess sem Jesús elskaði,+ og sagði við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni+ og við vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.“

3 Pétur og hinn lærisveinninn lögðu þá af stað til grafarinnar. 4 Þeir hlupu fyrst saman en hinn lærisveinninn hljóp hraðar en Pétur og kom á undan að gröfinni. 5 Hann beygði sig, leit inn fyrir og sá líndúkana liggja þar+ en fór ekki inn. 6 Símon Pétur kom nú á eftir honum. Hann fór inn í gröfina og sá líndúkana liggja þar. 7 Dúkurinn sem hafði verið um höfuðið var ekki með hinum dúkunum heldur lá samanvafinn á öðrum stað. 8 Hinn lærisveinninn, sem kom á undan að gröfinni, fór þá líka inn og hann sá og trúði. 9 En þeir skildu ekki enn ritningarstaðinn um að hann ætti að rísa upp frá dauðum.+ 10 Þeir fóru því aftur heim til sín.

11 María stóð hins vegar áfram fyrir utan gröfina og grét. Hún beygði sig grátandi fram, leit inn í gröfina 12 og sá tvo hvítklædda engla+ sitja þar sem lík Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta. 13 Þeir spurðu hana: „Kona, hvers vegna græturðu?“ Hún svaraði: „Þeir hafa tekið Drottin minn og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ 14 Að svo mæltu sneri hún sér við og sá Jesú standa þar en hún áttaði sig ekki á að það væri hann.+ 15 Jesús sagði við hana: „Kona, hvers vegna græturðu? Að hverjum ertu að leita?“ Hún hélt að þetta væri garðyrkjumaðurinn og sagði við hann: „Herra, ef þú hefur farið með hann segðu mér þá hvar þú hefur lagt hann og ég skal sækja hann.“ 16 Jesús sagði við hana: „María!“ Hún sneri sér við og sagði við hann á hebresku: „Rabbúní!“ (en það þýðir ‚kennari‘). 17 Jesús sagði við hana: „Haltu ekki í mig því að ég er enn ekki stiginn upp til föðurins. Farðu til bræðra minna+ og segðu þeim: ‚Ég stíg upp til föður míns+ og föður ykkar, til Guðs míns+ og Guðs ykkar.‘“ 18 María Magdalena fór til lærisveinanna og færði þeim fréttirnar: „Ég hef séð Drottin!“ Og hún sagði þeim það sem hann hafði sagt henni.+

19 Um kvöldið þennan dag, fyrsta dag vikunnar, söfnuðust lærisveinarnir saman. Þeir höfðu læst dyrunum af ótta við Gyðinga. Þá birtist Jesús mitt á meðal þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur.“+ 20 Að svo mæltu sýndi hann þeim hendur sínar og síðu.+ Lærisveinarnir glöddust að sjá Drottin.+ 21 Jesús sagði þá aftur: „Friður sé með ykkur.+ Ég sendi ykkur+ eins og faðirinn hefur sent mig.“+ 22 Síðan blés hann á þá og sagði: „Takið við heilögum anda.+ 23 Ef þið fyrirgefið öðrum syndir þeirra eru þær fyrirgefnar. Ef þið fyrirgefið ekki syndir annarra eru þær ekki fyrirgefnar.“

24 Tómas,+ sem var einn þeirra tólf og var kallaður Tvíburinn, var ekki með þeim þegar Jesús kom. 25 Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Við höfum séð Drottin!“ En hann svaraði: „Ef ég sé ekki naglaförin á höndum hans og sting fingrinum í þau og sting hendinni í síðu hans+ mun ég aldrei trúa því.“

26 Átta dögum síðar voru lærisveinarnir aftur saman innandyra og þá var Tómas með þeim. Jesús kom og stóð mitt á meðal þeirra þó að dyrnar væru læstar. „Friður sé með ykkur,“ sagði hann.+ 27 Síðan sagði hann við Tómas: „Sjáðu hendur mínar og snertu þær með fingrinum og stingdu hendinni í síðu mér. Hættu að efast* og trúðu.“ 28 Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“ 29 Jesús sagði við hann: „Trúirðu af því að þú hefur séð mig? Þeir sem hafa ekki séð en trúa samt eru hamingjusamir.“

30 Jesús gerði vissulega mörg önnur kraftaverk í augsýn lærisveinanna sem eru ekki skráð í þessa bókrollu.+ 31 En þessi eru skráð til að þið getið trúað að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og hlotið líf vegna nafns hans af því að þið trúið.+

21 Eftir þetta birtist Jesús lærisveinunum aftur, nú við Tíberíasvatn. Það gerðist með þessum hætti: 2 Þeir Símon Pétur, Tómas (sem var kallaður Tvíburinn),+ Natanael+ frá Kana í Galíleu, synir Sebedeusar+ og tveir lærisveinar til viðbótar voru þar saman. 3 Símon Pétur sagði: „Ég er farinn að veiða.“ „Við komum með þér,“ sögðu hinir. Þeir fóru og stigu um borð í bátinn en þá nóttina fengu þeir ekkert.+

4 Þegar fór að birta af degi stóð Jesús á ströndinni en lærisveinarnir áttuðu sig ekki á að það væri hann.+ 5 Jesús sagði við þá: „Börnin mín, eruð þið með nokkuð* að borða?“ „Nei,“ svöruðu þeir. 6 Þá sagði hann: „Kastið netinu hægra megin við bátinn, þá fáið þið eitthvað.“ Þeir köstuðu netinu en gátu ekki dregið það inn því að fiskurinn var svo mikill.+ 7 Lærisveinninn sem Jesús elskaði+ sagði þá við Pétur: „Þetta er Drottinn!“ Þegar Símon Pétur heyrði að það væri Drottinn brá hann yfir sig* flík, því að hann var fáklæddur,* og stökk út í vatnið. 8 En hinir lærisveinarnir komu á eftir á bátnum og drógu netið sem var fullt af fiski enda voru þeir skammt frá landi, aðeins um 90 metra.*

9 Þegar þeir stigu á land sáu þeir fisk á glóðum og brauð. 10 Jesús sagði við þá: „Komið með eitthvað af fiskinum sem þið voruð að veiða.“ 11 Símon Pétur fór þá um borð og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, alls 153. En netið rifnaði ekki þótt þeir væru svona margir. 12 Jesús sagði við þá: „Komið og fáið ykkur morgunmat.“ Enginn af lærisveinunum þorði að spyrja hann: „Hver ertu?“ þar sem þeir vissu að það var Drottinn. 13 Jesús tók brauðið og gaf þeim og fiskinn sömuleiðis. 14 Þetta var í þriðja sinn+ sem hann birtist lærisveinunum eftir að hann var reistur upp frá dauðum.

15 Þegar þeir voru búnir að borða morgunmat sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskarðu mig meira en þessa?“ Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að mér þykir mjög vænt um þig.“ Þá sagði Jesús: „Fóðraðu lömbin mín.“+ 16 Jesús spurði hann öðru sinni: „Símon Jóhannesson, elskarðu mig?“ Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að mér þykir mjög vænt um þig.“ Jesús sagði við hann: „Gættu lamba minna.“+ 17 Hann spurði hann í þriðja sinn: „Símon Jóhannesson, þykir þér vænt um mig?“ Pétur varð dapur að Jesús skyldi spyrja hann í þriðja sinn: „Þykir þér vænt um mig?“ og svaraði honum: „Drottinn, þú veist allt. Þú veist að mér þykir ákaflega vænt um þig.“ Jesús sagði við hann: „Fóðraðu lömbin mín.+ 18 Ég segi þér með sanni að þegar þú varst yngri klæddirðu þig sjálfur og fórst þangað sem þú vildir. En þegar þú ert orðinn gamall réttirðu út hendurnar og annar maður klæðir þig og fer með þig þangað sem þú vilt ekki.“ 19 Hann sagði þetta til að gefa til kynna með hvers konar dauðdaga Pétur myndi heiðra Guð. Síðan sagði hann við hann: „Haltu áfram að fylgja mér.“+

20 Pétur sneri sér við og sá lærisveininn sem Jesús elskaði+ fylgja þeim, þann sem hafði hallað sér upp að brjósti Jesú við kvöldmáltíðina og spurt: „Drottinn, hver er það sem svíkur þig?“ 21 Þegar Pétur kom auga á hann spurði hann Jesú: „Drottinn, hvað um þennan?“ 22 Jesús svaraði: „Ef ég vil að hann verði hér áfram þangað til ég kem, hvaða máli skiptir það þig? Haltu bara áfram að fylgja mér.“ 23 Sá orðrómur barst því út meðal bræðranna að þessi lærisveinn myndi ekki deyja. En Jesús hafði ekki sagt Pétri að hann myndi ekki deyja heldur sagði hann: „Ef ég vil að hann verði hér áfram þangað til ég kem, hvaða máli skiptir það þig?“

24 Það er þessi lærisveinn+ sem vitnar um þetta og hefur skrifað þetta, og við vitum að vitnisburður hans er sannur.

25 Jesús gerði reyndar margt annað og ef hvert einasta atriði væri skrifað niður held ég að heimurinn myndi ekki rúma allar bókrollurnar sem þá yrðu skrifaðar.+

Eða „guðlegt“.

Orðrétt „blóði“.

Orðrétt „vilja holdsins“.

Orðrétt „hold“.

Eða „einstakri“.

Eða „hin einstaka góðvild“.

Eða „í faðmi föðurins“. Lýsir sérstakri virðingarstöðu.

Sjá viðauka A5.

Það er, um kl. 16.

Orðið „kona“ lýsir ekki óvirðingu.

Líklega er átt við mælieininguna bat sem jafngilti 22 l. Sjá viðauka B14.

Eða „markaðstorg; verslun“.

Eða hugsanl. „að ofan“.

Orðrétt „holdi“.

Orðrétt „hold“.

Orðrétt „innsiglað“.

Eða „ómælt“.

Orðrétt „Jesús“.

Eða „uppsprettuna; lindina“.

Það er, um kl. 12.

Eða „batavegi“.

Það er, um kl. 13.

Eða „lamaða“.

Sjá viðauka A3.

Eða „mottuna þína“.

Eða „mottuna“.

Eða „mottuna“.

Eða „mottuna þína“.

Eða „hefur mátt til að gefa líf“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka B14.

Orðrétt „um 25 eða 30 skeiðrúm“. Sjá viðauka B14.

Sjá viðauka A5.

Eða hugsanl. „á almennri samkomu“.

Eða „djöfull“.

Eða „göngu“.

Eða „laufskálahátíð“.

Orðrétt „ritin“.

Það er, skóla hjá rabbínum.

Mörg forn og áreiðanleg handrit sleppa 53. versi til og með 11. versi í 8. kafla.

Orðrétt „holdinu“.

Orðrétt „fæddir vegna kynferðislegs siðleysis“. Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „frá upphafi“.

Eða „kraup fyrir honum“.

Eða „sál mína“.

Eða „samhuga; sameinaðir“.

Eða „guðum líkir“.

Orðrétt „um 15 skeiðrúm“. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „stað“.

Eða „lágu til borðs“.

Það er, rómverskt pund, 327 g. Sjá viðauka B14.

Sjá viðauka B14.

Orðrétt „Hósanna!“

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „arm“.

Eða „ber ykkur líka skylda til“.

Orðrétt „lyft hæl sínum á móti mér“.

Orðrétt „við brjóst“.

Eða „eru margar vistarverur“.

Eða „huggara“.

Eða „munaðarlausa“.

Eða „tak á“.

Eða „sál sína“.

Fornafnið „hann“ í 13. og 14. versi vísar til „hjálparans“ í 7. versi. Heilagur andi er ópersónulegur kraftur en Jesús persónugerir hann og kallar hann „hjálparann“.

Það er, hjálparinn. Sjá 13. vers, nm.

Orðrétt „hryggist“.

Eða „afla sér þekkingar um þig“.

Eða „kunngert“.

Eða „samhuga; sameinaðir“.

Eða „samhuga; sameinaðir“.

Eða „Aðgreindu“.

Eða „eitt“.

Eða „vetrarlækinn Kedron“.

Eða „handtóku“.

Eða „innganginn“.

Eða „vitna um“.

Eða „illvirki“.

Eða „Heill þér“.

Eða „talar“.

Það er, um kl. 12.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „rúllu“.

Það er, rómversk pund. Sjá viðauka B14.

Orðrétt „vera vantrúaður“.

Eða „nokkurn fisk“.

Eða „batt hann um sig“.

Orðrétt „nakinn“.

Orðrétt „um 200 álnir“. Sjá viðauka B14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila