Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.98 bls. 3-6
  • Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1999

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1999
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 10.98 bls. 3-6

Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1999

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir Guðveldisskólann árið 1999.

KENNSLURIT: Biblían 1981, Varðturninn [w], Vaknið! [g], „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“ (“All Scripture Is Inspired of God and Beneficial”), útgáfan frá 1990 [si], Lykillinn að hamingjusömu fjölskyldulífi (The Secret of Family Happiness) [fy] og Innsýn í Ritninguna (Insight on the Scriptures) 2. bindi [it-2]. Tilvísanir í si, fy og it miðast við ensku útgáfuna. Þegar stendur wE eða gE er átt við Varðturninn eða Vaknið! á ensku, en þegar stendur bara w eða g er átt við íslensku útgáfuna.

Skólann skal hefja Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn og allir boðnir velkomnir og síðan haldið áfram sem hér segir:

VERKEFNI NR. 1: 15 mínútur. Öldungur eða safnaðarþjónn flytji ræðuna og byggi hana á Varðturninum, Vaknið! eða bókinni „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg.“ Þegar efnið er byggt á Varðturninum eða Vaknið! skal flytja það sem 15 mínútna kennsluræðu án munnlegrar upprifjunar; sé efnið byggt á bókinni „Öll Ritningin . . .“ skal flytja það sem 10 til 12 mínútna kennsluræðu og síðan fylgi 3 til 5 mínútna munnleg upprifjun þar sem spurningarnar í bókinni eru notaðar. Markmiðið skyldi vera að fara ekki aðeins yfir efnið heldur einnig að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess sem fjallað er um og leggja áherslu á það sem kemur söfnuðinum að mestu gagni. Nota skal stefið sem er í námsskránni.

Bræðurnir, sem flytja þessa ræðu, skyldu gæta þess vel að fara ekki yfir tímann. Ef veittar eru leiðbeiningar einslega ætti að skrifa viðeigandi athugasemdir á ræðukort þeirra.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 6 mínútur. Í umsjón öldungs eða safnaðarþjóns sem lagar efnið á áhrifaríkan hátt að þörfum safnaðarins. Þetta á ekki bara að vera samantekt lesefnisins. Taka má saman 30 til 60 sekúndna heildaryfirlit yfir úthlutuðu kaflana. Markmiðið er þó fyrst og fremst að hjálpa áheyrendum að skilja hvers vegna og hvernig þessar upplýsingar hafa gildi fyrir okkur. Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.

VERKEFNI NR. 2: 5 mínútur. Þetta er upplestur frá Biblíunni á hinu úthlutaða efni og skal flutt af bróður, hvort sem ræðan er haldin í aðalsalnum eða annars staðar. Lesverkefnin eru yfirleitt nógu stutt til að nemandinn geti í fáum orðum komið með fræðandi upplýsingar og útskýringar í inngangi og niðurlagi ræðunnar. Draga má fram sögulegt baksvið, spádómlega merkingu, tengsl við kennisetningar og frumreglur og heimfærslu þeirra. Lesa skyldi öll versin sem ræðumanni er úthlutað og lesturinn vera órofinn. Þegar versin, sem lesa á, eru ekki samliggjandi má nemandinn að sjálfsögðu tilgreina versið þar sem lesturinn heldur áfram.

VERKEFNI NR. 3: 5 mínútur. Fela skyldi systrum þetta verkefni. Efnið er byggt á bókinni Lykillinn að hamingjusömu fjölskyldulífi eða Innsýn í Ritninguna, 2. bindi. (Sjá verkefni nr. 4 fyrir upplýsingar um hvernig vinna á úr efni sem byggist á persónu í Biblíunni.) Sviðsetningin má vera óformlegur vitnisburður, endurheimsókn, heimabiblíunámskeið eða einhver önnur grein boðunarstarfsins. Í sumum tilvikum gæti hún verið foreldri sem er að kenna barni. Þátttakendur mega sitja eða standa að vild. Skólahirðirinn hefur einkum áhuga á því hvernig nemandinn hjálpar húsráðandanum eða barninu að rökhugsa um efnið og skilja hvernig ritningarstaðirnir eru heimfærðir. Nemandinn, sem fær þetta verkefni, ætti að vera læs. Umsjónarmaður skólans velur nemandanum einn aðstoðarmann en nota má þó fleiri en einn til aðstoðar. Nemandinn getur ákveðið hvort hann láti húsráðandann lesa ákveðnar tölugreinar þegar Fjölskylduhamingjubókin er notuð. Hugsa skal fyrst og fremst um áhrifaríka notkun efnisins en ekki sviðsetninguna.

VERKEFNI NR. 4: 5 mínútur. Bróður eða systur skyldi falið þetta verkefni þegar það fjallar um persónu í Biblíunni. Þegar verkefnið er byggt á Fjölskylduhamingjubókinni skal fela það bróður. Stef ræðunnar er gefið í námsskránni. Þegar verkefnið er byggt á persónu í Biblíunni má finna upplýsingarnar í Innsýn í Ritninguna, 2. bindi, undir ensku nafni hennar sem stendur innan sviga á eftir íslenska nafninu í námsskránni. Nemandinn ætti að kynna sér ritningarstaðina sem þar er vísað í til þess að fá skýra mynd af biblíupersónunni — atburðum í lífi hennar, persónuleika, eiginleikum og viðhorfum. Því næst ætti nemandinn að semja ræðu út frá stefinu og velja viðeigandi ritningarstaði til að nota í henni. Bæta má inn ritningarstöðum sem draga vel fram biblíulegar frumreglur og tengjast stefinu. Tilgangurinn með því að fjalla um biblíupersónu er að sýna hvað megi læra af fordæmi hennar. Trúföst breytni, hugrekki, auðmýkt og ósérplægni eru góð fordæmi til eftirbreytni; ótrúmennska og óæskilegir eiginleikar eru áhrifarík víti til varnaðar til að snúa kristnum mönnum frá rangri braut. Þegar bróðir flytur ræðuna ætti flutningurinn að miðast við áheyrendurna í ríkissalnum. Þegar systir flytur þessa ræðu skal bera fram efnið í samræmi við leiðbeiningarnar við verkefni nr. 3.

*AUKABIBLÍULESEFNI: Það er gefið upp innan hornklofa á eftir söngvanúmerinu í hverri viku. Með því að fylgja þessari lestrarskrá og lesa um það bil tíu blaðsíður á viku má lesa alla Biblíuna á þrem árum. Ekkert í skóladagskránni eða skriflegu upprifjuninni er byggt á aukabiblíulesefninu.

ATHUGIÐ: Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um ráðleggingar skólahirðis, tímavörslu, skriflega upprifjun og undirbúning ræðu er að finna á blaðsíðu 3 í Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996.

NÁMSSKRÁ

4. jan. Biblíulestur: Opinberunarbókin 16 til 18

Söngur nr. 21 [*2. Konungabók 16-19]

Nr. 1: Hvernig Guð innblés Biblíuna (w97 1.8. bls. 4-8)

Nr. 2: Opinberunarbókin 16:1-16

Nr. 3: Verndaðu börnin þín gegn skaða (fy bls. 61-3 gr. 24-8)

Nr. 4: Matteus (Matthew) — Stef: Guð fer ekki í manngreinarálit

11. jan. Biblíulestur: Opinberunarbókin 19 til 22

Söngur nr. 86 [*2. Konungabók 20-25]

Nr. 1: Opinberunarbókin — hvers vegna gagnleg (si bls. 268-9 gr. 28-34)

Nr. 2: Opinberunarbókin 22:1-15

Nr. 3: Foreldrar — haldið tjáskiptaleiðinni opinni (fy bls. 64-6 gr. 1-7)

Nr. 4: Mattías (Matthias) — Stef: Guð krefst þess að umsjónarmenn séu andlegir menn

18. jan. Biblíulestur: 1. Mósebók 1 til 3

Söngur nr. 35 [*1. Kroníkubók 1-6]

Nr. 1: Kynning á 1. Mósebók (si bls. 13-14 gr. 1-8)

Nr. 2: 1. Mósebók 1:1-13

Nr. 3: Kenndu börnunum siðferðileg og andleg gildi (fy bls. 67-70 gr. 8-14)

Nr. 4: Melkísedek (Melchizedek) — Stef: Jesús Kristur, æðstiprestur að hætti Melkísedeks

25. jan. Biblíulestur: 1. Mósebók 4 til 6

Söngur nr. 39 [*1. Kroníkubók 7-13]

Nr. 1: Varist að væna menn um rangar hvatir (wE97 15.5. bls. 26-9)

Nr. 2: 1. Mósebók 4:1-16

Nr. 3: Hvers vegna agi og virðing er nauðsynleg (fy bls. 71-2 gr. 15-18)

Nr. 4: Mefíbóset (Mephibosheth, nr. 2) — Stef: Miskunn — auðkenni sannra þjóna Guðs

1. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 7 til 9

Söngur nr. 99 [*1. Kroníkubók 14-21]

Nr. 1: Frásögn Biblíunnar af flóðinu er sönn (gE97 8.2. bls. 26-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 7:1-16

Nr. 3: Kenndu börnunum viðhorf Guðs til starfs og leiks (fy bls. 72-5 gr. 19-25)

Nr. 4: Mesak (Meshach) — Stef: Umbun fylgir því að varðveita ráðvendni á unglingsárunum

8. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 10 til 12

Söngur nr. 54 [*1. Kroníkubók 22-29]

Nr. 1: Sannleikurinn um lygar (g97 7.-9. bls. 26-28)

Nr. 2: 1. Mósebók 12:1-20

Nr. 3: Uppreisn unglinga og orsakir hennar (fy bls. 76-9 gr. 1-8)

Nr. 4: Míka (Micah, nr. 7) — Stef: Kraftur líkinga

15. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 13 til 15

Söngur nr. 23 [*2. Kroníkubók 1-8]

Nr. 1: Mannlegur veikleiki miklar kraft Jehóva (wE97 1.6. bls. 24-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 14:8-20

Nr. 3: Míka (Micaiah, nr. 2) — Stef: Prédikaðu með hugrekki

Nr. 4: Vertu hvorki undanlátssamur né of strangur (fy bls. 80-1 gr. 9-13)

22. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 16 til 19

Söngur nr. 20 [*2. Kroníkubók 9-17]

Nr. 1: Það sem bænir þínar leiða í ljós (w97 1.11. bls. 28-31)

Nr. 2: 1. Mósebók 18:1-15

Nr. 3: Að fullnægja grundvallarþörfum barns getur komið í veg fyrir uppreisn (fy bls. 82-4 gr. 14-18)

Nr. 4: Mirjam (Miriam, nr. 1) — Stef: Varist að mögla

1. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 20 til 23

Söngur nr. 79 [*2. Kroníkubók 18-24]

Nr. 1: Að þjálfa samviskuna (w97 1.9. bls. 4-6)

Nr. 2: 1. Mósebók 23:1-13

Nr. 3: Mordekai (Mordecai, nr. 2) — Stef: Hollusta, umbunarríkur eiginleiki

Nr. 4: Leiðir til að hjálpa barni sem syndgar (fy bls. 85-7 gr. 19-23)

8. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 24 og 25

Söngur nr. 85 [*2. Kroníkubók 25-31]

Nr. 1: Frá hverju frelsar sannleikurinn okkur? (w97 1.3. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 24:1-4, 10-21

Nr. 3: Móse (Moses) — Stef: Að kunna að meta þjálfun frá Jehóva

Nr. 4: Að fást við þrjóskan uppreisnarsegg (fy bls. 87-9 gr. 24-7)

15. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 26 til 28

Söngur nr. 84 [*2. Kroníkubók 32-36]

Nr. 1: Tónlist í nútímatilbeiðslu (wE97 1.2. bls. 24-8)

Nr. 2: 1. Mósebók 26:1-14

Nr. 3: Verndaðu fjölskylduna gegn skaðlegum áhrifum (fy bls. 90-2 gr. 1-7)

Nr. 4: Naaman (Naaman, nr. 2) — Stef: Auðmýkt hefur í för með sér ríkulega blessun

22. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 29 til 31

Söngur nr. 2 [*Esrabók 1-7]

Nr. 1: Jörðin mun ekki farast í eldi (g97 4.-6. bls. 18-19)

Nr. 2: 1. Mósebók 31:1-18

Nr. 3: Nabal (Nabal) — Stef: Ekki launa gott með illu

Nr. 4: Viðhorf Guðs til kynlífs (fy bls. 92-4 gr. 8-13)

29. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 32 til 35

Söngur nr. 60 [*Esrabók 8–Nehemíabók 4]

Nr. 1: Kraftaverkalækningar frá Guði — hvenær? (wE97 1.7. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 35:1-15

Nr. 3: Hjálpaðu börnunum að velja sér góða vini (fy bls. 95-7 gr. 14-18)

Nr. 4: Nadab (Nadab, nr. 1) — Stef: Misnotkun sérréttinda kallar á vanþóknun Jehóva

5. apríl Biblíulestur: 1. Mósebók 36 til 38

Söngur nr. 45 [*Nehemíabók 5-11]

Nr. 1: Hjálpræði — hvað það raunverulega merkir (wE97 15.8. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 38:6-19, 24-26

Nr. 3: Natan (Nathan, nr. 2) — Stef: Neitaðu ekki þeim um leiðréttingu sem þarfnast hennar

Nr. 4: Að velja heilnæma afþreyingu fyrir fjölskylduna (fy bls. 97-102 gr. 19-27)

12. apríl Biblíulestur: 1. Mósebók 39 til 41

Söngur nr. 14 [*Nehemíabók 12–Esterarbók 5]

Nr. 1: Hvers vegna ætti að skýra frá illu athæfi? (wE97 15.8. bls. 26-9)

Nr. 2: 1. Mósebók 40:1-15

Nr. 3: Biblíulegt innsæi fyrir einstæða foreldra og börn þeirra (fy bls. 103-5 gr. 1-8)

Nr. 4: Natanael (Nathanael) — Stef: Haltu þér frá sviksemi

19. apríl Biblíulestur: 1. Mósebók 42 til 44

Söngur nr. 71 [*Esterarbók 6–Jobsbók 5]

Nr. 1: Af hverju hafa þarf hemil á reiðinni (gE97 8.6. bls. 18-19)

Nr. 2: 1. Mósebók 42:1-17

Nr. 3: Vandinn að sjá fyrir fjölskyldunni sem einstætt foreldri (fy bls. 105-7 gr. 9-12)

Nr. 4: Nebúkadnesar (Nebuchadnezzar) — Stef: Jehóva auðmýkir þá sem framganga í dramblæti

26. apríl Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Opinberunarbókarinnar 16 til 1. Mósebókar 44

Söngur nr. 88 [*Jobsbók 6-14]

3. maí Biblíulestur: 1. Mósebók 45 til 47

Söngur nr. 57 [*Jobsbók 15-23]

Nr. 1: Hefur Guð velþóknun á uppskeruhátíðum? (wE97 15.9. bls. 8-9)

Nr. 2: 1. Mósebók 45:16–46:4

Nr. 3: Viðhaltu aga sem einstætt foreldri (fy bls. 107-10 gr. 13-17)

Nr. 4: Nebúsaradan (Nebuzaradan) — Stef: Orð Jehóva bregst aldrei

10. maí Biblíulestur: 1. Mósebók 48 til 50

Söngur nr. 97 [*Jobsbók 24-33]

Nr. 1: 1. Mósebók — hvers vegna gagnleg (si bls. 17-19 gr. 30-5)

Nr. 2: 1. Mósebók 49:13-28

Nr. 3: Að sigrast á einmanaleika (fy bls. 110-13 gr. 18-22)

Nr. 4: Nehemía (Nehemiah, nr. 3) — Stef: Vertu hjörðinni fyrirmynd

17. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 1 til 4

Söngur nr. 4 [*Jobsbók 34-42]

Nr. 1: Kynning á 2. Mósebók (si bls. 19-20 gr. 1-8)

Nr. 2: 2. Mósebók 4:1-17

Nr. 3: Nikódemus (Nicodemus) — Stef: Ótti við menn leiðir í snöru

Nr. 4: Hvernig hægt er að styðja einstæða foreldra og börn þeirra (fy bls. 113-15 gr. 23-7)

24. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 5 til 8

Söngur nr. 18 [*Sálmur 1-17]

Nr. 1: Fátæk en samt rík — hvernig má það vera? (wE97 15.9. bls. 3-7)

Nr. 2: 2. Mósebók 7:1-13

Nr. 3: Nói (Noah, nr. 1) — Stef: Hlýðni er nauðsynleg til að lifa

Nr. 4: Guðrækileg viðhorf hjálpa þegar horfast þarf í augu við veikindi (fy bls. 116-19 gr. 1-9)

31. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 9 til 12

Söngur nr. 5 [*Sálmur 18-28]

Nr. 1: Hvað það merkir að vera ekki af heiminum (g98 1.-3. bls. 12-13)

Nr. 2: 2. Mósebók 12:21-36

Nr. 3: Rétt hugarfar læknar (fy bls. 120-1 gr. 10-13)

Nr. 4: Óbadía (Obadiah, nr. 4) — Stef: Vertu óttalaus og sýndu þjónum Guðs kærleika

7. júní Biblíulestur: 2. Mósebók 13 til 16

Söngur nr. 28 [*Sálmur 29-38]

Nr. 1: Hvernig finna má von mitt í örvæntingu (wE97 15.5. bls. 22-5)

Nr. 2: 2. Mósebók 15:1-13

Nr. 3: Skipaðu málum í forgangsröð og hjálpaðu börnunum að ráða við veikindi í fjölskyldunni (fy bls. 122-3 gr. 14-18)

Nr. 4: Onesímus (Onesimus) — Stef: Viðhaltu góðri samvisku

14. júní Biblíulestur: 2. Mósebók 17 til 20

Söngur nr. 41 [*Sálmur 39-50]

Nr. 1: Hvernig kristnir menn heiðra aldraða foreldra (wE97 1.9. bls. 4-7)

Nr. 2: 2. Mósebók 17:1-13

Nr. 3: Páll (Paul) — Stef: Andstæðingar sannleikans geta breytt sér

Nr. 4: Hvernig líta ber á læknismeðferð (fy bls. 124-7 gr. 19-23)

21. júní Biblíulestur: 2. Mósebók 21 til 24

Söngur nr. 35 [*Sálmur 51-65]

Nr. 1: Sönn vísindi og Biblían eru sammála (g97 10.-12. bls. 18-19)

Nr. 2: 2. Mósebók 21:1-15

Nr. 3: Hvernig getur trúuð eiginkona viðhaldið friði á trúarlega skiptu heimili? (fy bls. 128-32 gr. 1-9)

Nr. 4: Pétur (Peter) — Stef: Vertu hugrakkur og ötull í sannri tilbeiðslu

28. júní Biblíulestur: 2. Mósebók 25 til 28

Söngur nr. 22 [*Sálmur 66-74]

Nr. 1: Þekktu Jehóva, hinn persónulega Guð (w97 1.11. bls. 4-8)

Nr. 2: 2. Mósebók 25:17-30

Nr. 3: Filippus (Philip, nr. 1) — Stef: Vertu háttvís og skynsamur

Nr. 4: Hvernig getur trúaður eiginmaður viðhaldið friði á trúarlega skiptu heimili? (fy bls. 132-3 gr. 10-11)

5. júlí Biblíulestur: 2. Mósebók 29 til 32

Söngur nr. 77 [*Sálmur 75-85]

Nr. 1: Leyfðu ekki anda heimsins að eitra þig (wE97 1.10. bls. 25-9)

Nr. 2: 2. Mósebók 29:1-14

Nr. 3: Biblíulegt uppeldi barna á trúarlega skiptu heimili (fy bls. 133-4 gr. 12-15)

Nr. 4: Filippus (Philip, nr. 2) — Stef: Vertu andlega sinnaður

12. júlí Biblíulestur: 2. Mósebók 33 til 36

Söngur nr. 18 [*Sálmur 86-97]

Nr. 1: Vertu áreiðanlegur og varðveittu ráðvendni þína (wE97 1.5. bls. 4-7)

Nr. 2: 2. Mósebók 34:17-28

Nr. 3: Að varðveita friðsælt samband við foreldra sem eru annarrar trúar (fy bls. 134-6 gr. 16-19)

Nr. 4: Pínehas (Phinehas, nr. 1) — Stef: Vertu ákveðinn í því sem er rétt

19. júlí Biblíulestur: 2. Mósebók 37 til 40

Söngur nr. 17 [*Sálmur 98-106]

Nr. 1: 2. Mósebók — hvers vegna gagnleg (si bls. 24-5 gr. 26-31)

Nr. 2: 2. Mósebók 40:1-16

Nr. 3: Vandinn að vera stjúpforeldri (fy bls. 136-9 gr. 20-5)

Nr. 4: Pínehas (Phinehas, nr. 2) — Stef: Sýndu Jehóva aldrei óvirðingu

26. júlí Biblíulestur: 3. Mósebók 1 til 4

Söngur nr. 9 [*Sálmur 107-118]

Nr. 1: Kynning á 3. Mósebók (si bls. 25-6 gr. 1-10)

Nr. 2: 3. Mósebók 2:1-13

Nr. 3: Leyfðu ekki lífsgæðakapphlaupinu að sundra heimili þínu (fy bls. 140-1 gr. 26-8)

Nr. 4: Föbe (Phoebe) — Stef: Verndaðu bræður þína með hugrekki

2. ágúst Biblíulestur: 3. Mósebók 5 til 7

Söngur nr. 53 [*Sálmur 119-125]

Nr. 1: Lykillinn að sannri hamingju (w97 1.10. bls. 5-7)

Nr. 2: 3. Mósebók 6:1-13

Nr. 3: Hin skaðvænlegu áhrif drykkjusýki (fy bls. 142-3 gr. 1-4)

Nr. 4: Pílatus (Pilate) — Stef: Það er ábyrgðarhlutur að láta undan fjöldanum

9. ágúst Biblíulestur: 3. Mósebók 8 til 10

Söngur nr. 76 [*Sálmur 126-143]

Nr. 1: Að koma auga á meginregluna ber vott um þroska (wE97 15.10. bls. 28-30)

Nr. 2: 3. Mósebók 10:12-20

Nr. 3: Að hjálpa áfengissjúklingi í fjölskyldunni (fy bls. 143-7 gr. 5-13)

Nr. 4: Rabsake marskálkur (Rabshakeh) — Stef: Guð lætur ekki að sér hæða

16. ágúst Biblíulestur: 3. Mósebók 11 til 13

Söngur nr. 58 [*Sálmur 144–Orðskviðirnir 5]

Nr. 1: Varið ykkur á „Epíkúringum“ (wE97 1.11. bls. 23-5)

Nr. 2: 3. Mósebók 13:1-17

Nr. 3: Heimilisofbeldi og leiðir til að forðast það (fy bls. 147-9 gr. 14-22)

Nr. 4: Rakel (Rachel) — Stef: Sættu þig við mótlæti í lífinu án þess að öfunda eða örvænta

23. ágúst Biblíulestur: 3. Mósebók 14 og 15

Söngur nr. 3 [*Orðskviðirnir 6-14]

Nr. 1: Þetta eru virkilega síðustu dagar (w97 1.4. bls. 4-8)

Nr. 2: 3. Mósebók 14:33-47

Nr. 3: Rahab (Rahab) — Stef: Trú án verka er dauð

Nr. 4: Er aðskilnaður svarið? (fy bls. 150-2 gr. 23-6)

30. ágúst Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri 1. Mósebókar 45 til 3. Mósebókar 15

Söngur nr. 71 [*Orðskviðirnir 15-22]

6. sept. Biblíulestur: 3. Mósebók 16 til 18

Söngur nr. 100 [*Orðskviðirnir 23-31]

Nr. 1: Þegar þjáningar heyra sögunni til (w97 1.6. bls. 4-7)

Nr. 2: 3. Mósebók 16:20-31

Nr. 3: Rebekka (Rebekah) — Stef: Hafðu Jehóva með í ráðum þegar þú velur þér maka

Nr. 4: Biblíulega leiðin til að taka á hjónabandsörðugleikum (fy bls. 153-6 gr. 1-9)

13. sept. Biblíulestur: 3. Mósebók 19 til 21

Söngur nr. 31 [*Prédikarinn 1-12]

Nr. 1: Hvers vegna meinlætalíf er ekki lykillinn að visku (gE97 8.10. bls. 20-1)

Nr. 2: 3. Mósebók 19:16-18, 26-37

Nr. 3: Rehabeam (Rehoboam) — Stef: Hafnaðu hroka og vondum ráðum

Nr. 4: Að gæta hjónabandsskyldunnar (fy bls. 156-8 gr. 10-13)

20. sept. Biblíulestur: 3. Mósebók 22 til 24

Söngur nr. 4 [*Ljóðaljóðin 1–Jesaja 5]

Nr. 1: Eru allar kvartanir slæmar? (wE97 1.12. bls. 29-31)

Nr. 2: 3. Mósebók 23:15-25

Nr. 3: Rúben (Reuben, nr. 1) — Stef: Rangur verknaður getur haft varanlegar afleiðingar í för með sér

Nr. 4: Biblíulegar forsendur fyrir lögskilnaði (fy bls. 158-9 gr. 14-16)

27. sept. Biblíulestur: 3. Mósebók 25 til 27

Söngur nr. 5 [*Jesaja 6-14]

Nr. 1: 3. Mósebók — hvers vegna gagnleg (si bls. 28-30 gr. 28-39)

Nr. 2: 3. Mósebók 25:13-28

Nr. 3: Rut (Ruth) — Stef: Sönn ást er dyggðug

Nr. 4: Það sem Ritningin segir um aðskilnað (fy bls. 160-2 gr. 17-22)

4. okt. Biblíulestur: 4. Mósebók 1 til 3

Söngur nr. 52 [*Jesaja 15-25]

Nr. 1: Kynning á 4. Mósebók (si bls. 30-1 gr. 1-10)

Nr. 2: 4. Mósebók 1:44-54

Nr. 3: Að eldast saman (fy bls. 163-5 gr. 1-9)

Nr. 4: Salóme (Salome, nr. 1) — Stef: Þjónaðu Jehóva með hógværð

11. okt. Biblíulestur: 4. Mósebók 4 til 6

Söngur nr. 65 [*Jesaja 26-33]

Nr. 1: Jehóva ríkir af meðaumkunarsemi (wE97 15.12. bls. 28-9)

Nr. 2: 4. Mósebók 4:17-33

Nr. 3: Að hleypa lífi í hjónabandið á ný (fy bls. 166-7 gr. 10-13)

Nr. 4: Samson (Samson) — Stef: Verndaðu dýrmætt samband þitt við Jehóva

18. okt. Biblíulestur: 4. Mósebók 7 til 9

Söngur nr. 22 [*Jesaja 34-41]

Nr. 1: Hvar sanna hamingju er að finna (w97 1.5. p. 31)

Nr. 2: 4. Mósebók 9:1-14

Nr. 3: Hafðu yndi af barnabörnunum og búðu þig undir elliárin (fy bls. 167-70 gr. 14-19)

Nr. 4: Samúel (Samuel) — Stef: Þjónaðu Jehóva frá bernsku

25. okt. Biblíulestur: 4. Mósebók 10 til 12

Söngur nr. 28 [*Jesaja 42-49]

Nr. 1: Jehóva ber umhyggju fyrir hinum þjáðu (w97 1.5. bls. 4-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 10:11-13, 29-36

Nr. 3: Að takast á við makamissi (fy bls. 170-2 gr. 20-5)

Nr. 4: Saffíra (Sapphira) — Stef: Taktu engan þátt í blekkingum

1. nóv. Biblíulestur: 4. Mósebók 13 til 15

Söngur nr. 61 [*Jesaja 50-58]

Nr. 1: Hvers vegna kraftaverk ein sér byggja ekki upp trú (wE97 15.3. bls. 4-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 14:13-25

Nr. 3: Sara (Sarah) — Stef: Fegurð guðhræddrar eiginkonu

Nr. 4: Leiðir til að heiðra aldraða foreldra (fy bls. 173-5 gr. 1-5)

8. nóv. Biblíulestur: 4. Mósebók 16 til 19

Söngur nr. 95 [*Jesaja 59-66]

Nr. 1: Af hverju fátækt réttlætir ekki þjófnað (gE97 8.11. bls. 18-19)

Nr. 2: 4. Mósebók 18:1-14

Nr. 3: Sýndu kærleika og hluttekningu (fy bls. 175-8 gr. 6-14)

Nr. 4: Sál (Saul, nr. 1) — Stef: Skaðsemi öfundar og framhleypni

15. nóv. Biblíulestur: 4. Mósebók 20 til 22

Söngur nr. 21 [*Jeremía 1-6]

Nr. 1: Hvernig Biblían er til okkar komin — 1. hluti (wE97 15.8. bls. 8-11)

Nr. 2: 4. Mósebók 20:14-26

Nr. 3: Leitaðu alltaf til Jehóva eftir styrk (fy bls. 179-82 gr. 15-21)

Nr. 4: Sanheríb (Sennacherib) — Stef: Jehóva frelsar fólk sitt

22. nóv. Biblíulestur: 4. Mósebók 23 til 26

Söngur nr. 78 [*Jeremía 7-13]

Nr. 1: Hvernig Biblían er til okkar komin — 2. hluti (wE97 15.9. bls. 25-9)

Nr. 2: 4. Mósebók 23:1-12

Nr. 3: Ræktaðu með þér guðrækni og sjálfstjórn (fy bls. 183-4 gr. 1-5)

Nr. 4: Sadrak (Shadrach) — Stef: Vertu flekklaus í óguðlegum heimi

29. nóv. Biblíulestur: 4. Mósebók 27 til 30

Söngur nr. 80 [*Jeremía 14-21]

Nr. 1: Hvernig Biblían er til okkar komin — 3. hluti (wE97 15.10. bls. 8-12)

Nr. 2: 4. Mósebók 27:1-11

Nr. 3: Rétt viðhorf til forystu (fy bls. 185-6 gr. 6-9)

Nr. 4: Seba (Sheba, nr. 4) — Stef: Upphafsmenn illsku uppskera það sem þeir sá

6. des. Biblíulestur: 4. Mósebók 31 og 32

Söngur nr. 48 [*Jeremía 22-28]

Nr. 1: Uppruni jóla (wE97 15.12. bls. 4-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 31:13-24

Nr. 3: Hið ómissandi hlutverk kærleika í fjölskyldunni (fy bls. 186-7 gr. 10-12)

Nr. 4: Síkem (Shechem, nr. 1) — Stef: Afleiðingar siðleysis geta verið hrikalegar

13. des. Biblíulestur: 4. Mósebók 33 til 36

Söngur nr. 16 [*Jeremía 29-34]

Nr. 1: 4. Mósebók — hvers vegna gagnleg (si bls. 34-5 gr. 32-8)

Nr. 2: 4. Mósebók 36:1-13

Nr. 3: Símeí (Shimei, nr. 12) — Stef: Hlýðni getur bjargað lífi þínu

Nr. 4: Að gera vilja Guðs sem fjölskylda (fy bls. 188-9 gr. 13-15)

20. des. Biblíulestur: 5. Mósebók 1 til 3

Söngur nr. 7 [*Jeremía 35-41]

Nr. 1: Kynning á 5. Mósebók (si bls. 36-7 gr. 1-9)

Nr. 2: 5. Mósebók 2:1-15

Nr. 3: Símeon (Simeon, nr. 1) — Stef: Hömlulaus reiði hefur smán og sorg í för með sér

Nr. 4: Fjölskyldan og framtíð þín (fy bls. 190-1 gr. 16-18)

27. des. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri 3. Mósebókar 16 til 5. Mósebókar 3

Söngur nr. 86 [*Jeremía 42-48]

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila