Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Postulasagan 1:1-28:31
  • Postulasagan

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Postulasagan
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Postulasagan

POSTULASAGAN

1 Fyrri frásöguna, Þeófílus, tók ég saman um allt sem Jesús gerði og kenndi frá upphafi+ 2 til þess dags þegar hann var hrifinn upp til himna,+ en áður hafði hann gefið postulunum, sem hann hafði útvalið,+ leiðbeiningar fyrir milligöngu heilags anda. 3 Eftir að hafa þjáðst sýndi hann þeim með mörgum óyggjandi sönnunum að hann væri lifandi.+ Hann birtist þeim um 40 daga skeið og talaði um ríki Guðs.+ 4 Meðan hann var með þeim sagði hann þeim: „Farið ekki frá Jerúsalem+ heldur bíðið eftir því sem faðirinn hefur lofað+ og þið heyrðuð mig tala um 5 því að Jóhannes skírði með vatni en þið verðið skírðir með heilögum anda+ eftir fáeina daga.“

6 Þegar þeir voru samankomnir spurðu þeir hann: „Drottinn, ætlarðu að endurreisa Ísraelsríki núna?“+ 7 Hann svaraði þeim: „Þið þurfið ekki að vita tíma eða tíðir sem faðirinn einn hefur vald til að ákveða.+ 8 En þið fáið kraft þegar heilagur andi kemur yfir ykkur+ og þið verðið vottar mínir+ í Jerúsalem,+ í allri Júdeu og Samaríu+ og til endimarka* jarðar.“+ 9 Eftir að hann hafði sagt þetta horfðu þeir á hvernig hann lyftist upp til himins og ský huldi hann svo að þeir sáu hann ekki lengur.+ 10 Meðan þeir störðu til himins á eftir honum stóðu skyndilega hjá þeim tveir menn í hvítum fötum+ 11 og sögðu: „Galíleumenn, hvers vegna standið þið og horfið til himins? Þessi Jesús, sem var hrifinn frá ykkur til himins, mun koma á sama hátt og þið sáuð hann fara til himins.“

12 Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem+ frá Olíufjallinu sem svo er nefnt og er skammt frá Jerúsalem, aðeins hvíldardagsleið þaðan. 13 Þegar þeir komu þangað fóru þeir upp í herbergið á efri hæðinni þar sem þeir dvöldust. Þetta voru þeir Pétur og Jóhannes, Jakob og Andrés, Filippus og Tómas, Bartólómeus og Matteus, Jakob Alfeusson, Símon hinn kappsami og Júdas Jakobsson.+ 14 Þeir báðu allir stöðugt og með einum huga ásamt nokkrum konum,+ bræðrum Jesú+ og Maríu móður hans.+

15 Einn daginn stóð Pétur upp á meðal bræðranna og systranna (alls voru þar um 120 manns) og sagði: 16 „Menn, bræður, ritningarstaðurinn þurfti að rætast þar sem Davíð spáði fyrir atbeina heilags anda um Júdas,+ en hann vísaði þeim veginn sem handtóku Jesú.+ 17 Hann tilheyrði okkar hópi+ og honum var falin sama þjónusta og okkur. 18 (Þessi maður keypti landspildu fyrir laun ranglætis síns.+ Hann steyptist á höfuðið, kviðurinn rifnaði* og iðrin lágu öll úti.+ 19 Allir Jerúsalembúar fréttu þetta og spildan var því kölluð Akeldamak á máli þeirra, það er ‚Blóðreitur‘.) 20 Í Sálmunum stendur skrifað: ‚Bústaður hans leggist í eyði og enginn skal búa þar,‘+ og: ‚Annar taki við umsjónarstarfi hans.‘+ 21 Það er því nauðsynlegt að í hans stað komi einn þeirra manna sem var með okkur allan þann tíma sem Drottinn Jesús vann starf sitt* meðal okkar, 22 allt frá því að Jóhannes skírði hann+ til þess dags þegar hann var hrifinn upp frá okkur.+ Þessi maður þarf að vera vottur með okkur að upprisu hans.“+

23 Þeir tilnefndu því tvo, Jósef, sem var kallaður Barsabbas, einnig nefndur Jústus, og Matthías. 24 Síðan báðust þeir fyrir og sögðu: „Jehóva,* þú sem þekkir hjörtu allra,+ sýndu hvorn þessara manna þú hefur valið 25 til að taka við þessari þjónustu og postulaembætti sem Júdas yfirgaf til að fara sína eigin leið.“+ 26 Þeir vörpuðu síðan hlutkesti um þá+ og hlutur Matthíasar kom upp. Hann var tekinn í tölu* postulanna með þeim ellefu.

2 Nú var hvítasunnudagur+ runninn upp og lærisveinarnir voru allir samankomnir á einum stað. 2 Skyndilega heyrðist gnýr af himni eins og stormur væri skollinn á og fyllti allt húsið þar sem þeir sátu.+ 3 Þá birtist þeim eitthvað sem líktist eldtungum. Þær kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra, 4 og þeir fylltust allir heilögum anda+ og fóru að tala á öðrum tungumálum eins og andinn gerði þeim kleift að tala.+

5 Um þessar mundir dvöldust í Jerúsalem guðræknir Gyðingar frá öllum löndum undir himninum.+ 6 Fjöldi fólks safnaðist saman þegar hljóðið heyrðist og var forviða því að hver og einn heyrði talað á sínu máli. 7 Fólk var agndofa af undrun og sagði: „Eru þetta ekki allt Galíleumenn+ sem tala? 8 Hvernig stendur á því að við heyrum þá tala móðurmál okkar? 9 Við erum Partar, Medar+ og Elamítar,+ við búum í Mesópótamíu, Júdeu og Kappadókíu, Pontus og skattlandinu Asíu,+ 10 Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og héruðum Líbíu í grennd við Kýrene, við erum aðkomin frá Róm, bæði Gyðingar og trúskiptingar,+ 11 Kríteyingar og Arabar – og við heyrum þá tala á okkar tungumálum um stórfengleg verk Guðs.“ 12 Já, fólkið var allt furðu lostið og ráðvillt og sagði hvað við annað: „Hvað er á seyði?“ 13 En aðrir hæddust að þeim og sögðu: „Þau eru drukkin af sætu víni.“*

14 Pétur steig þá fram ásamt þeim ellefu+ og sagði hárri röddu: „Júdeumenn og allir Jerúsalembúar, hlustið og takið vel eftir því sem ég segi. 15 Þetta fólk er ekki drukkið eins og þið haldið enda er ekki nema þriðja stund dags.* 16 Öllu heldur er að rætast það sem Jóel spámaður sagði: 17 ‚„Á síðustu dögum,“ segir Guð, „úthelli ég nokkru af anda mínum yfir alls konar fólk. Synir ykkar og dætur munu spá, ungmenni ykkar munu sjá sýnir og gamalmenni ykkar dreyma drauma.+ 18 Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir úthelli ég nokkru af anda mínum á þeim dögum og þau munu spá.+ 19 Ég geri undur* á himni og tákn á jörð – blóð og eld og reykjarmökk. 20 Sólin breytist í myrkur og tunglið verður sem blóð áður en hinn mikli og dýrlegi dagur Jehóva* kemur. 21 Og allir sem ákalla nafn Jehóva* bjargast.“‘+

22 Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður sem var sendur af Guði. Það sannaðist greinilega með þeim máttarverkum, undrum og táknum sem Guð lét hann gera á meðal ykkar+ eins og þið sjálfir vitið. 23 Þessi maður var framseldur eins og Guð vissi fyrir og hafði ákveðið,*+ og þið rudduð honum úr vegi með því að láta lögbrjóta* negla hann á staur.+ 24 En Guð reisti hann upp.+ Hann leysti hann úr greipum dauðans því að það var ógerlegt að dauðinn héldi honum+ 25 enda segir Davíð um hann: ‚Ég hef Jehóva* stöðugt fyrir augum mér. Hann er mér til hægri handar svo að ég missi aldrei fótanna.* 26 Þess vegna gladdist hjarta mitt og tunga mín fagnaði. Ég* mun lifa í von 27 því að þú skilur mig* ekki eftir í gröfinni* né leyfir að trúr þjónn þinn verði rotnun að bráð.+ 28 Þú kynntir fyrir mér vegi lífsins. Þú fyllir mig gleði þegar ég er nærri þér.‘*+

29 Bræður og systur, leyfið mér að tala opinskátt við ykkur um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn+ og gröf hans er hér enn þann dag í dag. 30 Hann var spámaður og vissi að Guð hafði svarið honum eið að því að setja afkomanda hans í hásæti hans.+ 31 Þess vegna sá hann fyrir og talaði um upprisu Krists, að hann yrði hvorki skilinn eftir í gröfinni* né að hold hans yrði rotnun að bráð.+ 32 Þennan Jesú reisti Guð upp og við erum allir vottar þess.+ 33 Hann var hafinn upp til hægri handar Guðs+ og fékk heilagan anda frá föðurnum+ eins og lofað var og hefur nú úthellt honum eins og þið sjáið og heyrið. 34 Davíð steig ekki upp til himna en hann segir sjálfur: ‚Jehóva* sagði við Drottin minn: „Sittu mér til hægri handar 35 þar til ég legg óvini þína eins og skemil undir fætur þína.“‘+ 36 Öll Ísraelsætt skal því vita með vissu að Guð gerði þennan Jesú, sem þið staurfestuð,+ bæði að Drottni+ og Kristi.“

37 Þegar fólkið heyrði þetta fékk það sting í hjartað og sagði við Pétur og hina postulana: „Menn, bræður, hvað eigum við að gera?“ 38 Pétur svaraði: „Iðrist+ og látið öll skírast+ í nafni Jesú Krists til að fá syndir ykkar fyrirgefnar.+ Þá fáið þið heilagan anda að gjöf 39 því að loforðið+ er gefið ykkur og börnum ykkar og öllum sem eru víðs fjarri, öllum sem Jehóva* Guð okkar kallar til sín.“+ 40 Hann skýrði málin vandlega með mörgum fleiri orðum, hvatti fólkið og sagði: „Látið bjargast frá þessari spilltu kynslóð.“+ 41 Þeir sem tóku fúslega við boðskap hans létu skírast+ og á þeim degi bættust við um 3.000 manns.+ 42 Fólkið einbeitti sér síðan að því sem postularnir kenndu og hélt áfram að safnast saman,* borða saman+ og biðja.+

43 Allir fylltust lotningu en postularnir gerðu mörg undur og tákn.+ 44 Allir sem tóku trú héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. 45 Þeir seldu eignir sínar+ og muni og skiptu andvirðinu milli allra, eftir þörfum hvers og eins.+ 46 Þeir söfnuðust einhuga saman í musterinu dag eftir dag, borðuðu saman í heimahúsum og skiptu með sér matnum með ánægju og af hjartans einlægni. 47 Þeir lofuðu Guð og nutu velvildar allra. Og Jehóva* bætti daglega við í hópinn nýjum sem létu bjargast.+

3 Pétur og Jóhannes voru nú á leið upp í musterið til bænastundarinnar sem var um níundu stund* 2 og þá var verið að bera þangað mann sem hafði verið lamaður frá fæðingu. Á hverjum degi var hann settur við musterishliðið sem var nefnt Fagrahlið svo að hann gæti beðið þá sem gengu inn í musterið um ölmusu. 3 Þegar hann sá Pétur og Jóhannes á leið inn í musterið bað hann þá um ölmusu. 4 En þeir horfðu beint á hann og Pétur sagði: „Líttu á okkur.“ 5 Hann leit á þá með eftirvæntingu og bjóst við að fá eitthvað hjá þeim. 6 En Pétur sagði: „Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef gef ég þér. Í nafni Jesú Krists frá Nasaret: Gakktu!“+ 7 Síðan tók hann í hægri hönd hans og reisti hann upp.+ Samstundis urðu fætur hans og ökklar styrkir.+ 8 Hann spratt á fætur,+ tók að ganga og fór með þeim inn í musterið, gekk um, hoppaði og lofaði Guð. 9 Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð. 10 Það áttaði sig á að þetta var maðurinn sem var vanur að sitja við Fagrahlið musterisins til að fá ölmusu.+ Það varð furðu lostið og himinlifandi yfir því sem hafði gerst.

11 Maðurinn hélt í Pétur og Jóhannes en fólkið var yfir sig undrandi og flykktist að þeim í súlnagöngum Salómons+ sem svo eru nefnd. 12 Þegar Pétur sá það sagði hann við fólkið: „Ísraelsmenn, af hverju eruð þið svona undrandi og af hverju starið þið á okkur eins og við hefðum af eigin mætti eða guðrækni gert honum kleift að ganga? 13 Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs,+ Guð forfeðra okkar, hefur upphafið þjón sinn,+ Jesú,+ sem þið framselduð+ og afneituðuð frammi fyrir Pílatusi þó að hann hefði ákveðið að láta hann lausan. 14 Já, þið afneituðuð þessum heilaga og réttláta manni og báðuð um að fá morðingja lausan+ 15 en drápuð höfðingja lífsins.+ En Guð reisti hann upp frá dauðum og við erum vottar þess.+ 16 Í nafni Jesú og vegna þess að við trúum á nafn hans hefur þessi maður, sem þið sjáið og þekkið, fengið mátt í fæturna. Trúin sem við höfum vegna hans hefur gert þennan mann alheilan fyrir augum ykkar allra. 17 Nú veit ég, bræður, að þið gerðuð þetta í vanþekkingu+ og hið sama er að segja um leiðtoga ykkar.+ 18 En þannig lét Guð rætast það sem hann lét alla spámenn sína segja fyrir, það er að Kristur hans myndi þjást.+

19 Iðrist+ því og snúið við+ til að syndir ykkar verði afmáðar.+ Þá koma tímar þar sem Jehóva* veitir nýjan kraft 20 og sendir Krist sem er útvalinn handa ykkur, það er að segja Jesú. 21 Himinninn á að geyma hann til þess tíma þegar allt verður endurreist sem Guð lét heilaga spámenn sína boða forðum daga. 22 Móse sagði: ‚Jehóva* Guð ykkar mun velja handa ykkur spámann eins og mig úr hópi bræðra ykkar.+ Þið skuluð hlusta á allt sem hann segir ykkur.+ 23 Hver* sem hlustar ekki á þennan spámann verður upprættur úr þjóð Guðs.‘+ 24 Allir spámennirnir, Samúel og þeir sem komu á eftir honum, allir sem hafa spáð, hafa líka kunngert þessa daga.+ 25 Þið eruð synir spámannanna og sáttmálans sem Guð gerði við forfeður ykkar+ þegar hann sagði við Abraham: ‚Vegna afkomanda þíns munu allar ættir jarðar hljóta blessun.‘+ 26 Guð sendi þjón sinn fyrst til ykkar,+ eftir að hafa kallað hann, til að blessa ykkur og snúa hverjum og einum ykkar frá vondum verkum.“

4 Meðan Pétur og Jóhannes voru að tala til fólksins komu prestarnir, varðforingi musterisins og saddúkearnir+ til þeirra. 2 Þeir voru gramir yfir því að postularnir voru að kenna fólkinu og boða að Jesús væri risinn upp frá dauðum.*+ 3 Þeir handtóku þá og settu í varðhald+ fram á næsta dag því að það var komið kvöld. 4 En margir þeirra sem höfðu hlustað á ræðuna tóku trú og tala karlmanna varð um 5.000.+

5 Daginn eftir komu leiðtogar fólksins, öldungar og fræðimenn saman í Jerúsalem 6 ásamt Annasi+ yfirpresti, Kaífasi,+ Jóhannesi, Alexander og öllum ættingjum yfirprestsins. 7 Þeir létu leiða Pétur og Jóhannes fyrir sig og fóru að yfirheyra þá. „Með hvaða valdi eða í nafni hvers gerðuð þið þetta?“ spurðu þeir. 8 Þá sagði Pétur, fullur af heilögum anda:+

„Leiðtogar fólksins og öldungar. 9 Við erum yfirheyrðir í dag vegna góðverks í þágu fatlaðs manns+ og þið viljið vita hver læknaði hann. 10 Þið og allir Ísraelsmenn skuluð vita að maðurinn læknaðist í nafni Jesú Krists frá Nasaret.+ Þessi maður stendur heilbrigður frammi fyrir ykkur, þökk sé honum sem þið staurfestuð+ en Guð reisti upp frá dauðum.+ 11 Þessi Jesús er ‚steinninn sem þið smiðirnir virtuð einskis en er orðinn að aðalhornsteini‘.*+ 12 Auk þess getur enginn annar en hann frelsað mennina því að ekkert annað nafn+ undir himninum er gefið mönnum sem getur frelsað okkur.“+

13 Þegar þeir sáu hve djarfmæltir* Pétur og Jóhannes voru og áttuðu sig á að þeir voru ómenntaðir* almúgamenn+ undruðust þeir, og það rann upp fyrir þeim að þeir höfðu verið með Jesú.+ 14 Þeir sáu líka manninn sem hafði læknast standa hjá þeim+ og gátu ekki mótmælt þessu.+ 15 Þeir skipuðu þeim þá að fara út úr sal Æðstaráðsins, báru saman ráð sín 16 og sögðu: „Hvað eigum við að gera við þessa menn?+ Það er augljóst að þeir hafa unnið kraftaverk sem allir Jerúsalembúar vita af.+ Við getum ekki neitað því. 17 Við skulum hóta þeim og banna þeim að tala framar við nokkurn mann í þessu nafni svo að þetta berist ekki frekar út meðal fólksins.“+

18 Síðan kölluðu þeir þá fyrir sig og skipuðu þeim að hætta með öllu að tala og kenna í nafni Jesú. 19 En Pétur og Jóhannes svöruðu þeim: „Dæmið sjálfir hvort það sé rétt í augum Guðs að hlusta á ykkur frekar en Guð. 20 En við getum ekki hætt að tala um það sem við höfum séð og heyrt.“+ 21 Þeir hótuðu þeim enn frekar og létu þá síðan lausa þar sem þeir fundu ekkert tilefni til að refsa þeim. Þeir óttuðust líka fólkið+ því að allir lofuðu Guð fyrir það sem hafði gerst. 22 En maðurinn sem hafði læknast fyrir kraftaverk var yfir fertugt.

23 Eftir að þeim var sleppt fóru þeir til hinna lærisveinanna og sögðu þeim hvað yfirprestarnir og öldungarnir höfðu sagt við þá. 24 Þegar þeir heyrðu það báðu þeir í sameiningu til Guðs og sögðu:

„Alvaldur Drottinn, þú ert sá sem gerðir himin og jörð og hafið og allt sem í þeim er.+ 25 Þú lést Davíð,+ forföður okkar og þjón þinn, segja fyrir tilstilli heilags anda: ‚Af hverju æstust þjóðirnar og af hverju voru þjóðflokkar með tilgangslaus áform? 26 Konungar jarðarinnar tóku sér stöðu og leiðtogarnir sameinuðust sem einn maður gegn Jehóva* og gegn hans smurða.‘*+ 27 Já, Heródes og Pontíus Pílatus,+ menn af þjóðunum og Ísraelsmenn söfnuðust saman í þessari borg gegn heilögum þjóni þínum, Jesú, sem þú smurðir.+ 28 Þeir gerðu það sem þú ákvaðst fyrir fram samkvæmt mætti þínum og vilja.+ 29 Og nú, Jehóva,* gefðu gaum að hótunum þeirra og veittu þjónum þínum kjark til að halda áfram að tala orð þitt óttalaust. 30 Réttu út hönd þína til að lækna og láttu tákn og undur verða+ í nafni heilags þjóns þíns, Jesú.“+

31 Eftir að þeir höfðu beðið innilega skalf staðurinn þar sem þeir voru samankomnir og þeir fylltust heilögum anda+ allir sem einn og töluðu orð Guðs óttalaust.+

32 Allir þeir sem trúðu voru sameinaðir í hjarta og sál* og enginn þeirra taldi neitt sem hann átti vera sitt heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.+ 33 Postularnir héldu áfram að vitna af miklum krafti um upprisu Drottins Jesú+ og Guð sýndi öllum einstaka góðvild. 34 Engan skorti nokkuð+ því að allir sem áttu akra eða hús seldu þau og komu með andvirðið 35 og afhentu postulunum.+ Hverjum og einum var síðan úthlutað eftir þörfum.+ 36 Einn þeirra var Jósef, Levíti frá Kýpur sem postularnir kölluðu einnig Barnabas+ (en það þýðir ‚huggunarsonur‘). 37 Hann átti landskika, seldi hann og kom með peningana og afhenti postulunum.+

5 Maður að nafni Ananías seldi ásamt Saffíru konu sinni eign nokkra. 2 Hann kom með hluta af andvirðinu og afhenti postulunum+ en hélt nokkru af því eftir með leynd en þó með vitund konu sinnar. 3 Pétur sagði þá: „Ananías, hvers vegna léstu Satan telja þig á að ljúga+ að heilögum anda+ og halda eftir hluta af andvirði akursins með leynd? 4 Var akurinn ekki þinn meðan þú áttir hann og máttirðu ekki gera það sem þú vildir við andvirðið? Hvernig gastu látið þér detta annað eins í hug? Þú hefur ekki logið að mönnum heldur Guði.“ 5 Þegar Ananías heyrði þetta hneig hann niður og dó. Mikill ótti greip alla sem heyrðu af þessu. 6 Ungu mennirnir stóðu þá upp, vöfðu dúk um hann, báru hann út og jörðuðu.

7 Um þrem tímum síðar kom kona hans inn en hún vissi ekki hvað hafði gerst. 8 Pétur spurði hana: „Segðu mér, selduð þið akurinn fyrir þetta verð?“ „Já, þetta var verðið,“ svaraði hún. 9 Pétur sagði þá við hana: „Hvers vegna komuð þið ykkur saman um að ögra anda Jehóva?* Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra sem jörðuðu eiginmann þinn og þeir munu líka bera þig út.“ 10 Hún hneig samstundis niður við fætur hans og dó. Þegar ungu mennirnir komu inn fundu þeir hana dána, báru hana út og jörðuðu hjá eiginmanni hennar. 11 Mikill ótti greip allan söfnuðinn og alla sem fréttu þetta.

12 Postularnir héldu áfram að gera mörg tákn og undur meðal fólksins+ og hittust að jafnaði í súlnagöngum Salómons.+ 13 Engir aðrir þorðu að ganga í lið með þeim. En fólkið talaði lofsamlega um þá 14 og enn fleiri fóru að trúa á Drottin, mikill fjöldi bæði karla og kvenna.+ 15 Fólk bar jafnvel sjúklinga út á strætin og lagði þá þar á bedda og mottur þannig að í það minnsta skugginn af Pétri félli á suma þeirra þegar hann gengi fram hjá.+ 16 Fólk streymdi líka að frá borgunum kringum Jerúsalem og flutti með sér sjúklinga og þá sem voru haldnir óhreinum öndum, og þeir læknuðust allir sem einn.

17 En æðstipresturinn og allir fylgismenn hans, sem voru af flokki* saddúkea, risu upp fullir öfundar. 18 Þeir handtóku postulana og vörpuðu þeim í borgarfangelsið.+ 19 En um nóttina opnaði engill Jehóva* fangelsisdyrnar,+ leiddi þá út og sagði: 20 „Farið í musterið og haldið áfram að flytja fólkinu boðskapinn um lífið.“ 21 Þeir gerðu eins og þeim var sagt, fóru í musterið í dögun og tóku að kenna.

Æðstipresturinn og fylgismenn hans kölluðu nú saman Æðstaráðið og allt öldungaráð Ísraelsmanna og sendu varðmenn til að sækja postulana í fangelsið. 22 En þeir fundu þá ekki þegar þeir komu í fangelsið svo að þeir sneru aftur og sögðu svo frá: 23 „Fangelsið var tryggilega læst og verðirnir stóðu við dyrnar en þegar við opnuðum fundum við engan þar inni.“ 24 Þegar varðforingi musterisins og yfirprestarnir heyrðu þetta urðu þeir ráðþrota og spurðu sig hvernig þetta mál færi. 25 Þá kom maður og sagði við þá: „Vitið þið hvað? Mennirnir sem þið vörpuðuð í fangelsi standa í musterinu og kenna fólkinu.“ 26 Varðforinginn fór þá með varðmönnunum og sótti postulana. Þeir beittu samt ekki hörku þar sem þeir óttuðust að fólkið myndi grýta þá.+

27 Þeir komu með þá og leiddu fyrir Æðstaráðið. Æðstipresturinn yfirheyrði þá síðan 28 og sagði: „Við harðbönnuðum ykkur að halda áfram að kenna í þessu nafni+ og samt hafið þið fyllt Jerúsalem með boðskap ykkar og ætlist til að við tökum á okkur sökina á dauða þessa manns.“*+ 29 Pétur og hinir postularnir svöruðu: „Okkur ber að hlýða Guði* frekar en mönnum.+ 30 Guð forfeðra okkar reisti upp Jesú sem þið hengduð á staur* og drápuð.+ 31 Guð upphóf hann sér til hægri handar+ sem höfðingja+ og frelsara+ til að Ísrael gæti iðrast og fengið syndir sínar fyrirgefnar.+ 32 Við erum vottar þessa+ og sömuleiðis heilagur andi+ sem Guð hefur gefið þeim sem hlýða honum.“*

33 Þeir urðu öskureiðir þegar þeir heyrðu þetta og vildu ryðja þeim úr vegi. 34 Farísei sem hét Gamalíel+ reis þá á fætur í Æðstaráðinu. Hann var lagakennari og allir virtu hann mikils. Hann skipaði að farið yrði með mennina út um stund. 35 Síðan sagði hann: „Ísraelsmenn, hugsið ykkur vel um hvað þið gerið við þessa menn. 36 Fyrir nokkru kom Þevdas fram og þóttist vera eitthvað. Um 400 menn gengu í lið með honum. En hann var drepinn og allir fylgismenn hans tvístruðust og hópurinn leystist upp. 37 Eftir hann, um það leyti sem manntalið var tekið, kom Júdas frá Galíleu fram og fékk fólk til fylgis við sig. Hann dó líka og allir fylgismenn hans dreifðust. 38 Í ljósi aðstæðna segi ég ykkur: Látið þessa menn í friði og skiptið ykkur ekki af þeim. Ef hugmyndir þeirra eða verk eru frá mönnum verður þetta að engu 39 en ef það er frá Guði getið þið ekki stöðvað þá.+ Gætið ykkar, annars getur svo farið að þið berjist gegn Guði sjálfum.“+ 40 Þeir fóru að ráði hans, kölluðu á postulana, hýddu* þá,+ bönnuðu þeim að tala í nafni Jesú og létu þá síðan lausa.

41 Postularnir fóru burt frá Æðstaráðinu, glaðir+ yfir því að teljast þess verðir að vera vanvirtir vegna nafns hans. 42 Þeir fóru daglega í musterið og hús úr húsi+ og héldu sleitulaust áfram að kenna og boða fagnaðarboðskapinn um Krist, það er Jesú.+

6 Á þessum tíma, þegar lærisveinunum fjölgaði, fóru grískumælandi Gyðingar að kvarta við þá hebreskumælandi yfir því að ekkjur þeirra væru hafðar út undan við daglega úthlutun.+ 2 Þeir tólf kölluðu þá saman allan lærisveinahópinn og sögðu: „Það væri ekki rétt af okkur að hætta* að kenna orð Guðs til að þjóna til borðs.+ 3 Bræður, veljið því sjö menn úr ykkar hópi, menn sem eru í góðu áliti+ og eru fullir anda og visku,+ svo að við getum sett þá yfir þetta mikilvæga verkefni.+ 4 Við getum þá helgað okkur því að biðja og kenna orðið.“* 5 Allir voru ánægðir með þetta og þeir völdu Stefán, mann sem hafði sterka trú og var fullur af heilögum anda, og einnig Filippus,+ Prókorus, Níkanor, Tímon, Parmenas og Nikolás sem var trúskiptingur frá Antíokkíu. 6 Þeir leiddu þá til postulanna sem fóru með bæn og lögðu hendur yfir þá.+

7 Orð Guðs hélt því áfram að breiðast út,+ lærisveinunum fjölgaði mjög+ í Jerúsalem og mikill fjöldi presta snerist til trúar.+

8 Stefán naut velvildar Guðs og fékk kraft frá honum og gerði mikil undur og tákn meðal fólksins. 9 En nokkrir menn úr svonefndri Leysingjasamkundu gengu fram ásamt mönnum frá Kýrene, Alexandríu, Kilikíu og Asíu og fóru að deila við Stefán. 10 Þeir máttu sín þó lítils gegn visku hans og þeim anda sem hann talaði af.+ 11 Þá fengu þeir menn með leynd til að segja: „Við höfum heyrt hann lastmæla Móse og Guði.“ 12 Og þeir æstu upp fólkið, öldungana og fræðimennina, réðust skyndilega að honum, tóku hann með valdi og færðu fyrir Æðstaráðið. 13 Síðan leiddu þeir fram ljúgvitni sem sögðu: „Þessi maður hættir ekki að tala gegn þessum heilaga stað og gegn lögunum. 14 Við höfum til dæmis heyrt hann segja að þessi Jesús frá Nasaret muni brjóta niður musterið og breyta þeim siðum sem við fengum frá Móse.“

15 Allir sem sátu í Æðstaráðinu störðu á hann og sáu að andlit hans var eins og andlit engils.

7 En æðstipresturinn spurði: „Er þetta rétt?“ 2 Stefán svaraði: „Menn, bræður og feður, hlustið á mig. Guð dýrðarinnar birtist Abraham forföður okkar meðan hann var í Mesópótamíu, áður en hann settist að í Haran,+ 3 og sagði við hann: ‚Yfirgefðu land þitt og ættingja og farðu til landsins sem ég vísa þér á.‘+ 4 Hann yfirgaf þá land Kaldea og settist að í Haran. Eftir að faðir hans dó+ lét Guð hann flytjast þaðan til þessa lands þar sem þið búið núna.+ 5 Samt gaf hann honum ekkert erfðaland hér, ekki einu sinni skika til að stíga fæti á. Hann lofaði hins vegar að gefa honum landið til eignar og afkomendum hans+ eftir hann þó að hann væri enn barnlaus. 6 Guð sagði honum enn fremur að afkomendur hans myndu búa sem útlendingar í landi sem þeir ættu ekki og að þjóðin myndi þrælka þá og þjaka* í 400 ár.+ 7 ‚Ég mun dæma þjóðina sem þrælkar þá,‘+ sagði Guð, ‚og eftir það munu þeir fara þaðan og veita mér heilaga þjónustu á þessum stað.‘+

8 Hann gerði einnig umskurðarsáttmála við Abraham.+ Síðan eignaðist Abraham Ísak+ og umskar hann á áttunda degi,+ Ísak eignaðist* Jakob og Jakob ættfeðurna 12. 9 Ættfeðurnir öfunduðu Jósef+ og seldu hann til Egyptalands.+ En Guð var með honum,+ 10 bjargaði honum úr öllum þrengingum hans og veitti honum visku og hylli faraós konungs Egyptalands. Faraó fól honum vald yfir Egyptalandi og öllu húsi sínu.+ 11 En hungursneyð varð í öllu Egyptalandi og Kanaan, já, miklar þrengingar, og forfeður okkar höfðu ekkert að borða.+ 12 Jakob frétti þá að mat* væri að fá í Egyptalandi og sendi forfeður okkar þangað í fyrra skiptið.+ 13 Í síðara skiptið sagði Jósef bræðrum sínum hver hann væri og faraó frétti af fjölskyldu hans.+ 14 Jósef gerði boð eftir Jakobi föður sínum og öllum ættingjum sínum,+ alls 75 manns.+ 15 Jakob fór þá suður til Egyptalands.+ Þar dó hann+ og forfeður okkar sömuleiðis.+ 16 Þeir voru fluttir til Síkem og lagðir í gröfina sem Abraham hafði keypt fyrir silfurpeninga af sonum Hemors í Síkem.+

17 Nú nálgaðist tíminn að loforðið sem Guð hafði gefið Abraham skyldi rætast, og fólkinu hafði fjölgað og það margfaldast í Egyptalandi. 18 Þá komst nýr konungur til valda í Egyptalandi sem þekkti ekki Jósef.+ 19 Hann beitti forfeður okkar slægð og neyddi feður til að bera út ungbörn sín og láta þau deyja.+ 20 Móse fæddist um þetta leyti og var einstaklega fríður.* Foreldrar hans önnuðust hann í þrjá mánuði á heimili sínu.+ 21 En þegar hann var borinn út*+ tók dóttir faraós hann að sér og ól hann upp sem sinn eigin son.+ 22 Móse var síðan fræddur í allri visku Egypta og varð máttugur í orðum sínum og verkum.+

23 Þegar hann var orðinn fertugur ákvað hann að kanna aðstæður* bræðra sinna, Ísraelsmanna.+ 24 Hann varð vitni að því að einum þeirra var misþyrmt og kom honum til varnar. Hann hefndi mannsins sem sætti illri meðferð og drap Egyptann. 25 Hann hélt að bræður sínir myndu skilja að Guð ætlaði að nota hann til að frelsa þá en þeir skildu það ekki. 26 Daginn eftir kom hann þar að sem tveir þeirra slógust. Hann reyndi að stilla til friðar og sagði: ‚Menn, þið eruð bræður. Hvers vegna misþyrmið þið hvor öðrum?‘ 27 En sá sem misþyrmdi náunga sínum ýtti Móse frá sér og sagði: ‚Hver skipaði þig valdhafa og dómara yfir okkur? 28 Þú ætlar þó ekki að drepa mig eins og þú drapst Egyptann í gær?‘ 29 Þegar Móse heyrði þetta flúði hann, settist að sem útlendingur í Midíanslandi og eignaðist þar tvo syni.+

30 Að 40 árum liðnum birtist honum engill í logandi þyrnirunna í óbyggðum Sínaífjalls.+ 31 Móse var furðu lostinn að sjá þetta en þegar hann gekk nær til að kanna málið heyrði hann rödd Jehóva:* 32 ‚Ég er Guð forfeðra þinna, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.‘+ Móse skalf af ótta og þorði ekki að fara nær. 33 Jehóva* sagði við hann: ‚Farðu úr sandölunum því að staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð. 34 Ég hef séð hvernig fólk mitt í Egyptalandi er kúgað og heyrt það stynja,+ og ég er stiginn niður til að bjarga því. Ég ætla nú að senda þig til Egyptalands.‘ 35 Þeir höfðu afneitað þessum Móse og sagt: ‚Hver skipaði þig valdhafa og dómara?‘+ En Guð sendi hann+ bæði sem valdhafa og frelsara fyrir milligöngu engilsins sem birtist honum í þyrnirunnanum. 36 Þessi maður leiddi þá út+ og gerði undur og tákn í Egyptalandi,+ við Rauðahafið+ og í óbyggðunum í 40 ár.+

37 Þessi sami Móse sagði við Ísraelsmenn: ‚Guð mun velja handa ykkur spámann eins og mig úr hópi bræðra ykkar.‘+ 38 Það var Móse sem var í söfnuðinum í óbyggðunum ásamt englinum+ sem talaði við hann+ á Sínaífjalli, og með forfeðrum okkar. Hann tók við heilögum lifandi boðskap til að færa okkur.+ 39 Forfeður okkar vildu ekki hlýða honum heldur höfnuðu honum+ og þráðu í hjörtum sínum að snúa aftur til Egyptalands.+ 40 Þeir sögðu við Aron: ‚Gerðu handa okkur guði til að fara fyrir okkur því að við vitum ekki hvað er orðið um þennan Móse sem leiddi okkur út úr Egyptalandi.‘+ 41 Þeir gerðu þá kálf, færðu skurðgoðinu fórnir og héldu veislu til að fagna handaverki sínu.+ 42 Guð sneri því baki við þeim og lét þá tilbiðja her himinsins+ eins og skrifað stendur í bók spámannanna: ‚Ekki var það mér sem þið Ísraelsmenn færðuð sláturdýr og fórnir í 40 ár í óbyggðunum. 43 Þið báruð öllu heldur tjald Móloks+ og stjörnu guðsins Refans, líkneskin sem þið gerðuð og tilbáðuð. Þess vegna flyt ég ykkur nauðuga lengra en til Babýlonar.‘+

44 Forfeður okkar höfðu vitnisburðartjaldbúðina í óbyggðunum. Guð hafði gefið Móse fyrirmæli um að gera hana eftir þeirri fyrirmynd sem hann hafði séð.+ 45 Forfeður okkar tóku við henni og fluttu hana með sér þegar þeir fóru ásamt Jósúa inn í land þjóðanna+ sem Guð rak burt undan þeim.+ Þar var hún allt fram á daga Davíðs. 46 Davíð naut velvildar Guðs og bað um að mega byggja bústað handa Guði Jakobs.+ 47 En það var Salómon sem byggði honum hús.+ 48 Hinn hæsti býr þó ekki í húsum sem menn reisa+ enda segir spámaðurinn: 49 ‚Himinninn er hásæti mitt+ og jörðin fótskemill minn.+ Hvers konar hús ætlið þið að reisa handa mér, segir Jehóva,* eða hvar er hvíldarstaður minn? 50 Skapaði ekki hönd mín allt þetta?‘+

51 Þið þrjósku menn, hjörtu ykkar eru ómóttækileg og eyrun lokuð.* Þið standið alltaf gegn heilögum anda, rétt eins og forfeður ykkar.+ 52 Hvaða spámann ofsóttu þeir ekki?+ Þeir drápu þá sem boðuðu fyrir fram komu hins réttláta+ sem þið hafið nú svikið og myrt,+ 53 þið sem fenguð lögin fyrir milligöngu engla+ en hafið ekki haldið þau.“

54 Þeir trylltust af reiði þegar þeir heyrðu þetta og gnístu tönnum gegn Stefáni. 55 En hann horfði til himins fullur af heilögum anda og sá dýrð Guðs og Jesú standa honum til hægri handar,+ 56 og hann sagði: „Ég sé himnana opna og Mannssoninn+ standa Guði til hægri handar.“+ 57 Þá æptu þeir fullum hálsi, héldu fyrir eyrun og réðust að honum sem einn maður. 58 Þeir drógu hann út fyrir borgina og fóru að grýta hann.+ Vitnin+ lögðu yfirhafnir sínar við fætur ungs manns sem hét Sál.+ 59 Þegar verið var að grýta Stefán kallaði hann: „Drottinn Jesús, taktu við anda* mínum.“ 60 Síðan féll hann á kné og hrópaði hárri röddu: „Jehóva,* láttu þá ekki gjalda þessarar syndar.“+ Þegar hann hafði sagt þetta sofnaði hann dauðasvefni.

8 Sál lagði blessun sína yfir morðið á Stefáni.+

Sama dag hófust miklar ofsóknir gegn söfnuðinum í Jerúsalem. Allir nema postularnir dreifðust um alla Júdeu og Samaríu.+ 2 Guðræknir menn báru Stefán burt til að jarða hann og þeir syrgðu hann mjög. 3 En Sál réðst af hörku gegn söfnuðinum. Hann óð inn í hvert húsið á fætur öðru, dró út bæði karla og konur og lét varpa þeim í fangelsi.+

4 Þeir sem höfðu dreifst fóru um landið og boðuðu fagnaðarboðskap Guðs.+ 5 Filippus hélt til borgarinnar* Samaríu+ og tók að boða Krist þar. 6 Allur fjöldinn fylgdist með honum af athygli, hlustaði á hann og sá táknin sem hann gerði. 7 Margir voru haldnir óhreinum öndum og þeir fóru úr þeim með háu ópi.+ Auk þess læknuðust margir sem voru lamaðir og fatlaðir. 8 Það varð því mikill fögnuður í þeirri borg.

9 Í borginni var maður sem hét Símon. Hann hafði lagt stund á galdra og vakið hrifningu Samaríubúa. Hann þóttist vera mikill. 10 Allir, jafnt háir sem lágir, veittu honum mikla athygli og sögðu: „Þessi maður er kraftur Guðs, krafturinn mikli.“ 11 Áhugi þeirra stafaði af því að hann hafði heillað þá lengi með göldrum sínum. 12 En þegar Filippus boðaði fagnaðarboðskapinn um ríki Guðs+ og nafn Jesú Krists tóku menn trú, bæði karlar og konur, og létu skírast.+ 13 Símon tók líka trú, lét skírast og fylgdi síðan Filippusi.+ Hann hreifst mjög þegar hann sá þau tákn og miklu máttarverk sem áttu sér stað.

14 Þegar postularnir í Jerúsalem fréttu að íbúar Samaríu hefðu tekið við orði Guðs+ sendu þeir Pétur og Jóhannes til þeirra. 15 Þeir fóru þangað og báðu Guð að gefa þeim heilagan anda+ 16 því að hann hafði enn ekki komið yfir nokkurn þeirra heldur höfðu þeir aðeins verið skírðir í nafni Drottins Jesú.+ 17 Þeir lögðu nú hendur yfir þá+ og þeir fengu heilagan anda.

18 Símon sá að menn fengu andann þegar postularnir lögðu hendur yfir þá og bauð þeim þá peninga 19 og sagði: „Gefið mér líka þetta vald svo að allir sem ég legg hendur yfir fái heilagan anda.“ 20 En Pétur svaraði: „Megi silfur þitt farast með þér fyrst þú hélst að þú gætir fengið gjöf Guðs fyrir peninga.+ 21 Þú átt enga hlutdeild í þessu því að Guð sér að hjarta þitt er ekki einlægt. 22 Þú skalt því iðrast þessarar illsku þinnar og biðja Jehóva* að fyrirgefa þér, ef mögulegt er, það illa sem þú hafðir í huga 23 því að ég sé að þú ert með eitur í hjarta* og ert þræll hins illa.“ 24 Símon svaraði þeim: „Biðjið Jehóva* að láta ekkert af því sem þið hafið sagt koma yfir mig.“

25 Þegar þeir höfðu boðað trúna rækilega og flutt orð Jehóva* sneru þeir aftur til Jerúsalem og boðuðu fagnaðarboðskapinn í mörgum þorpum Samverja á leiðinni.+

26 Engill Jehóva*+ talaði nú til Filippusar og sagði: „Stattu upp og haltu suður á veginn sem liggur ofan frá Jerúsalem til Gasa.“ (Vegurinn liggur um óbyggðir.) 27 Hann lagði þá af stað og kom þar auga á eþíópískan mann* sem var háttsettur við hirð Kandake drottningar Eþíópíumanna og var yfir allri fjárhirslu hennar. Hann hafði farið til Jerúsalem til að tilbiðja Guð+ 28 en var nú á heimleið og sat í vagni sínum og las upphátt úr Jesaja spámanni. 29 Andinn sagði þá við Filippus: „Gakktu að þessum vagni.“ 30 Filippus hljóp að vagninum, heyrði manninn lesa í Jesaja spámanni og spurði: „Skilurðu það sem þú ert að lesa?“ 31 „Hvernig ætti ég að geta það ef enginn leiðbeinir mér?“ svaraði hann og bað síðan Filippus að stíga upp í vagninn og setjast hjá sér. 32 Ritningarstaðurinn sem hann var að lesa var þessi: „Eins og sauður var hann leiddur til slátrunar, og eins og lamb þegir hjá þeim sem rýir það, þannig opnaði hann ekki munninn.+ 33 Hann var auðmýktur og fékk ekki að njóta réttlætis.+ Hver mun segja frá ætterni hans fyrst líf hans er tekið burt af jörðinni?“+

34 Hirðmaðurinn spurði nú Filippus: „Segðu mér, um hvern segir spámaðurinn þetta? Um sjálfan sig eða einhvern annan?“ 35 Filippus tók þá til máls, byrjaði á að ræða þennan ritningarstað og boðaði honum fagnaðarboðskapinn um Jesú. 36 Á leið sinni eftir veginum komu þeir að vatni nokkru. Þá sagði hirðmaðurinn: „Sjáðu, hér er vatn! Hvað hindrar mig í að skírast?“ 37* —— 38 Hann lét stöðva vagninn, þeir stigu báðir út í vatnið og Filippus skírði hann. 39 Þegar þeir stigu upp úr vatninu leiddi andi Jehóva* Filippus strax burt. Hirðmaðurinn sá hann ekki framar en fór fagnandi leiðar sinnar. 40 Filippus kom til Asdód og fór um svæðið og boðaði fagnaðarboðskapinn í hverri borg þar til hann kom til Sesareu.+

9 Sál hélt áfram að ógna lærisveinum Drottins af mikilli heift og hóta þeim lífláti.+ Hann fór til æðstaprestsins 2 og bað hann um bréf til samkundnanna í Damaskus þannig að hann gæti flutt í böndum til Jerúsalem alla sem hann fyndi og tilheyrðu Veginum,*+ bæði karla og konur.

3 Hann var kominn langleiðina til Damaskus þegar ljós leiftraði skyndilega á hann af himni.+ 4 Hann féll til jarðar og heyrði rödd sem sagði við hann: „Sál, Sál, hvers vegna ofsækirðu mig?“ 5 „Hver ertu, Drottinn?“ spurði hann. Röddin svaraði: „Ég er Jesús+ sem þú ofsækir.+ 6 Stattu upp og farðu inn í borgina. Þar verður þér sagt hvað þú átt að gera.“ 7 Samferðamenn hans stóðu orðlausir. Þeir heyrðu að vísu óminn af röddinni en sáu engan.+ 8 Sál reis þá á fætur en sá ekkert þó að hann væri með opin augun. Þeir leiddu hann því til Damaskus. 9 Í þrjá daga sá hann ekki neitt+ og borðaði hvorki né drakk.

10 Í Damaskus var lærisveinn sem hét Ananías.+ Drottinn birtist honum í sýn og sagði við hann: „Ananías.“ Hann svaraði: „Hér er ég, Drottinn.“ 11 Drottinn sagði við hann: „Stattu upp, farðu í strætið sem er kallað Hið beina og finndu mann sem heitir Sál og er frá Tarsus.+ Hann er í húsi Júdasar og er að biðjast fyrir. 12 Í sýn hefur hann séð mann sem heitir Ananías koma inn og leggja hendur yfir sig til að hann fái sjónina aftur.“+ 13 En Ananías svaraði: „Drottinn, ég hef heyrt marga tala um þennan mann og um allt það illa sem hann hefur gert þínum heilögu í Jerúsalem. 14 Hann er kominn hingað með umboð frá yfirprestunum til að handtaka* alla sem ákalla nafn þitt.“+ 15 En Drottinn sagði við hann: „Farðu til hans því að ég hef valið þennan mann sem verkfæri+ til að bera nafn mitt til þjóðanna,+ til konunga+ og til Ísraelsmanna. 16 Ég ætla að sýna honum hve mikið hann þarf að þjást vegna nafns míns.“+

17 Ananías fór þá og gekk inn í húsið, lagði hendur yfir hann og sagði: „Sál, bróðir minn. Drottinn Jesús, sem birtist þér á veginum á leiðinni hingað, sendi mig til að þú fáir sjónina aftur og fyllist heilögum anda.“+ 18 Samstundis féll af augum hans eitthvað sem líktist hreistri og hann fékk sjónina aftur. Hann stóð þá upp og lét skírast. 19 Síðan borðaði hann og hresstist.

Hann staldraði við í nokkra daga hjá lærisveinunum í Damaskus+ 20 og byrjaði strax að boða í samkunduhúsunum að Jesús væri sonur Guðs. 21 En allir sem heyrðu til hans voru agndofa og sögðu: „Er þetta ekki maðurinn sem reyndi að útrýma þeim sem ákalla þetta nafn í Jerúsalem?+ Kom hann ekki hingað til að handtaka þá og leiða þá* fyrir yfirprestana?“+ 22 En Sál varð sífellt öflugri og gerði Gyðingana sem bjuggu í Damaskus rökþrota þegar hann sýndi fram á að Jesús væri Kristur.+

23 Nú liðu allmargir dagar og Gyðingar lögðu þá á ráðin um að ryðja Sál úr vegi+ 24 en hann frétti af ráðagerð þeirra. Þeir fylgdust líka vandlega með borgarhliðunum dag og nótt til að geta ráðið hann af dögum. 25 En lærisveinar hans komu honum til hjálpar að nóttu til og létu hann síga niður í körfu út um op í borgarmúrnum.+

26 Við komuna til Jerúsalem+ reyndi hann að eiga samneyti við lærisveinana þar en þeir voru allir hræddir við hann og trúðu ekki að hann væri orðinn lærisveinn. 27 Barnabas+ kom honum þá til hjálpar og fór með hann til postulanna. Hann lýsti í smáatriðum fyrir þeim hvernig Sál hefði séð Drottin+ á veginum, að Drottinn hefði talað til hans og hvernig hann hefði talað óttalaust í nafni Jesú í Damaskus.+ 28 Sál dvaldist síðan hjá þeim, fór allra sinna ferða um* Jerúsalem og talaði óttalaust í nafni Drottins. 29 Hann talaði og rökræddi við grískumælandi Gyðinga en þeir leituðu færis að ryðja honum úr vegi.+ 30 Þegar bræðurnir komust að því fóru þeir með hann niður til Sesareu og sendu hann áfram til Tarsus.+

31 Söfnuðurinn bjó nú við frið um tíma um alla Júdeu, Galíleu og Samaríu+ og byggðist upp. Hann lifði í lotningu fyrir Jehóva* og sótti styrk til heilags anda,+ og lærisveinunum fjölgaði stöðugt.

32 Pétur ferðaðist um allt svæðið og kom meðal annars niður til hinna heilögu sem bjuggu í Lýddu.+ 33 Þar hitti hann mann sem hét Eneas. Hann var lamaður og hafði verið rúmfastur í átta ár. 34 Pétur sagði við hann: „Eneas, Jesús Kristur læknar þig.+ Stattu upp og búðu um rúmið.“+ Og hann stóð samstundis á fætur. 35 Þegar allir sem bjuggu í Lýddu og á Saronssléttu sáu hann sneru þeir sér til Drottins.

36 Í Joppe var kona sem hét Tabíþa en það merkir ‚Dorkas‘.* Hún var lærisveinn og góðgerðarsöm og örlát við fátæka. 37 Hún veiktist og dó meðan Pétur var í Lýddu. Hún var böðuð og lögð í herbergi á efri hæð. 38 Nú er Lýdda í grennd við Joppe og þegar lærisveinarnir fréttu að Pétur væri þar sendu þeir tvo menn til hans og báðu hann: „Flýttu þér og komdu til okkar.“ 39 Pétur fór þá með þeim. Þegar hann kom þangað fóru þeir með hann inn í herbergið á efri hæðinni. Allar ekkjurnar komu grátandi til hans og sýndu honum fjölda kyrtla og yfirhafna sem Dorkas hafði gert meðan hún var hjá þeim. 40 Pétur lét alla fara út,+ kraup á kné og fór með bæn. Síðan sneri hann sér að líkinu og sagði: „Tabíþa, rístu upp.“ Hún opnaði augun, sá Pétur og settist upp.+ 41 Hann tók í hönd hennar, reisti hana á fætur, kallaði á hina heilögu og ekkjurnar og sýndi þeim að hún væri lifandi.+ 42 Þetta fréttist út um alla Joppe og margir tóku trú á Drottin.+ 43 Pétur dvaldist allmarga daga í Joppe hjá sútara sem hét Símon.+

10 Í Sesareu var maður sem hét Kornelíus. Hann var liðsforingi* í ítölsku hersveitinni* sem svo var kölluð. 2 Hann var trúrækinn og guðhræddur og allt heimilisfólk hans sömuleiðis. Hann var gjafmildur við fátæka og bað oft og innilega til Guðs. 3 Um níundu stund+ dags* sá hann greinilega í sýn engil Guðs koma til sín. Engillinn sagði: „Kornelíus!“ 4 Kornelíus starði óttasleginn á hann og spurði: „Hvað viltu, herra?“ Hann svaraði: „Guð hefur heyrt bænir þínar og man eftir gjöfum þínum til fátækra.+ 5 Sendu nú menn til Joppe og láttu þá sækja mann sem heitir Símon og er kallaður Pétur. 6 Hann gistir hjá Símoni, sútara einum sem á hús við sjóinn.“ 7 Um leið og engillinn sem talaði við hann var farinn kallaði hann á tvo þjóna sína og trúrækinn hermann sem var í þjónustu hans. 8 Hann sagði þeim frá öllu og sendi þá til Joppe.

9 Daginn eftir, þegar þeir voru á leiðinni og nálguðust borgina, fór Pétur upp á húsþakið um sjöttu stund* til að biðjast fyrir. 10 Hann varð þá mjög svangur og vildi borða. Meðan verið var að matreiða fékk hann vitrun+ 11 og sá himininn opinn og eitthvað sem líktist stórum líndúk koma niður. Hann var látinn síga til jarðar á hornunum fjórum 12 og á honum voru alls konar ferfætt dýr, skriðdýr jarðar og fuglar himins. 13 Þá heyrði hann rödd sem sagði: „Stattu upp, Pétur, slátraðu og borðaðu!“ 14 En Pétur svaraði: „Nei, herra, það get ég ekki. Ég hef aldrei borðað neitt sem er vanheilagt og óhreint.“+ 15 Þá heyrði hann röddina í annað sinn: „Hættu að kalla það óhreint sem Guð hefur lýst hreint.“ 16 Í þriðja sinn sem þetta gerðist var dúkurinn tekinn upp til himins.

17 Pétur var enn að reyna að átta sig á hvað sýnin merkti þegar sendimenn Kornelíusar komu. Þeir höfðu spurt til vegar og stóðu nú við hliðið að húsi Símonar.+ 18 Þeir kölluðu og spurðu hvort Símon sem var kallaður Pétur væri gestkomandi þar. 19 Pétur var enn að velta sýninni fyrir sér þegar andinn+ sagði: „Þrír menn eru að spyrja eftir þér. 20 Drífðu þig niður og hikaðu ekki við að fara með þeim því að ég hef sent þá.“ 21 Pétur fór þá niður til mannanna og sagði: „Hér er ég, sá sem þið leitið að. Hvers vegna eruð þið komnir hingað?“ 22 Þeir svöruðu: „Kornelíus+ liðsforingi, réttlátur og guðhræddur maður sem hefur gott orð á sér meðal allrar Gyðingaþjóðarinnar, fékk fyrirmæli frá heilögum engli Guðs um að senda eftir þér og fá þig heim til sín til að heyra hvað þú hefðir að segja.“ 23 Hann bauð þeim þá inn og lét þá gista.

Daginn eftir fór hann með þeim og nokkrir bræður frá Joppe voru með í för. 24 Þeir komu til Sesareu næsta dag. Kornelíus átti að sjálfsögðu von á þeim og hafði kallað saman ættingja sína og nána vini. 25 Þegar Pétur kom tók Kornelíus á móti honum, féll á kné við fætur hans og veitti honum lotningu* 26 en Pétur reisti hann á fætur og sagði: „Stattu upp, ég er bara maður eins og þú.“+ 27 Pétur ræddi við hann meðan þeir gengu inn fyrir og hann sá að margir voru þar samankomnir. 28 Hann sagði við þá: „Þið vitið vel að Gyðingi er bannað að umgangast eða heimsækja mann af öðrum kynþætti.+ Guð hefur þó sýnt mér að ég á ekki að kalla nokkurn mann vanheilagan eða óhreinan.+ 29 Þess vegna kom ég mótmælalaust þegar sent var eftir mér. En segið mér nú hvers vegna þið senduð eftir mér.“

30 Kornelíus svaraði þá: „Það var um þetta leyti dags, um níundu stund* fyrir fjórum dögum, sem ég var að biðja í húsi mínu. Þá stóð frammi fyrir mér maður í skínandi fötum 31 og sagði: ‚Kornelíus, Guð hefur heyrt bæn þína og minnst gjafa þinna til fátækra. 32 Sendu því menn til Joppe og láttu sækja Símon sem er kallaður Pétur. Hann gistir í húsi Símonar, sútara nokkurs sem býr við sjóinn.‘+ 33 Ég sendi því tafarlaust eftir þér og þú varst svo vinsamlegur að koma hingað. Nú erum við öll samankomin frammi fyrir Guði til að heyra allt sem Jehóva* hefur falið þér að segja.“

34 Pétur tók þá til máls og sagði: „Núna skil ég að Guð mismunar ekki fólki+ 35 heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.+ 36 Hann sendi orð sitt til Ísraelsmanna til að flytja þeim fagnaðarboðskapinn um frið+ fyrir milligöngu Jesú Krists en hann er Drottinn allra.+ 37 Þið vitið um hvað var talað um alla Júdeu og hófst í Galíleu+ eftir að Jóhannes boðaði skírn. 38 Það var talað um Jesú frá Nasaret, hvernig Guð smurði hann heilögum anda+ og gaf honum kraft. Hann fór um landið, gerði gott og læknaði alla sem Djöfullinn þjakaði+ því að Guð var með honum.+ 39 Við erum vottar að öllu sem hann gerði, bæði í landi Gyðinga og í Jerúsalem en þeir tóku hann af lífi með því að hengja hann á staur.* 40 Guð reisti hann upp á þriðja degi+ og lét fólk sjá hann, 41 ekki alla heldur votta sem hann valdi fyrir fram, það er að segja okkur sem borðuðum og drukkum með honum eftir að hann reis upp frá dauðum.+ 42 Hann skipaði einnig svo fyrir að við skyldum boða fólki og útskýra vandlega+ að hann sé sá sem Guð hefur valið til að dæma lifandi og dauða.+ 43 Allir spámennirnir vitna um hann+ og segja að hver sem trúir á hann fái syndir sínar fyrirgefnar vegna nafns hans.“+

44 Meðan Pétur var enn að tala um þetta kom heilagur andi yfir alla sem heyrðu orð Guðs.+ 45 Þeir trúuðu* sem voru umskornir og höfðu komið með Pétri voru agndofa að fólk af þjóðunum skyldi einnig fá heilagan anda að gjöf 46 því að þeir heyrðu það tala erlend tungumál* og lofa Guð.+ Þá sagði Pétur: 47 „Getur nokkur neitað þeim um að skírast í vatni+ fyrst þau hafa fengið heilagan anda eins og við?“ 48 Síðan skipaði hann svo fyrir að þau skyldu skírast í nafni Jesú Krists.+ Þau báðu hann síðan að staldra við í nokkra daga.

11 Postularnir og bræðurnir í Júdeu fréttu nú að fólk af þjóðunum hefði einnig tekið við orði Guðs. 2 Þegar Pétur kom upp til Jerúsalem fóru þeir sem aðhylltust umskurð+ að gagnrýna* hann 3 og sögðu: „Þú fórst inn í hús óumskorinna manna og borðaðir með þeim.“ 4 Pétur skýrði þá málið ítarlega fyrir þeim og sagði:

5 „Ég var að biðjast fyrir í borginni Joppe og fékk þá vitrun. Ég sá eitthvað sem líktist stórum líndúk koma niður af himni. Hann var látinn síga alveg niður til mín á hornunum fjórum.+ 6 Ég virti hann nánar fyrir mér og sá þar ferfætt dýr jarðar, villidýr, skriðdýr og fugla himins. 7 Ég heyrði líka rödd sem sagði við mig: ‚Stattu upp, Pétur, slátraðu og borðaðu!‘ 8 En ég svaraði: ‚Ég get það ekki, herra, því að ég hef aldrei lagt mér til munns neitt sem er vanheilagt eða óhreint.‘ 9 Röddin af himni heyrðist í annað sinn og sagði: ‚Hættu að kalla það óhreint sem Guð hefur lýst hreint.‘ 10 Í þriðja sinn sem þetta gerðist var allt dregið aftur upp til himins. 11 Á sömu stundu stóðu þrír menn við húsið þar sem við dvöldumst en þeir höfðu verið sendir til mín frá Sesareu.+ 12 Andinn sagði mér þá að hika ekki við að fara með þeim. Þessir sex bræður fóru líka með mér og við gengum inn í hús mannsins.

13 Hann sagði okkur að hann hefði séð engil standa í húsi sínu og segja: ‚Sendu menn til Joppe og láttu þá sækja Símon sem er kallaður Pétur.+ 14 Hann mun segja þér hvernig þú getur bjargast ásamt öllum heimilismönnum þínum.‘ 15 En meðan ég var að tala kom heilagur andi yfir þá, rétt eins og hann kom yfir okkur í upphafi.+ 16 Þá rifjaðist upp fyrir mér það sem Drottinn sagði oftar en einu sinni: ‚Jóhannes skírði með vatni+ en þið verðið skírðir með heilögum anda.‘+ 17 Fyrst Guð gaf þeim sömu gjöf og hann gaf okkur sem trúum á Drottin Jesú Krist, hvernig gat ég þá staðið gegn* Guði?“+

18 Þegar þeir heyrðu þetta hættu þeir að mótmæla,* lofuðu Guð og sögðu: „Guð hefur þá líka gefið fólki af þjóðunum tækifæri til að iðrast og hljóta líf.“+

19 Þeir sem höfðu dreifst+ vegna ofsóknanna sem urðu út af Stefáni fóru allt til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu en þeir boðuðu aðeins Gyðingum orðið.+ 20 En nokkrir menn frá Kýpur og Kýrene komu til Antíokkíu og tóku að boða grískumælandi fólki fagnaðarboðskapinn um Drottin Jesú. 21 Hönd Jehóva* var með þeim og mikill fjöldi tók trú og sneri sér til Drottins.+

22 Söfnuðurinn í Jerúsalem frétti af þeim og sendi Barnabas+ alla leið til Antíokkíu. 23 Þegar hann kom þangað og sá hvernig Guð hafði sýnt lærisveinunum einstaka góðvild gladdist hann og hvatti þá alla til að vera trúir Drottni af öllu hjarta+ 24 því að hann var góður maður, fullur af heilögum anda og trú. Og töluverður fjöldi fór að trúa á Drottin.+ 25 Barnabas fór nú til Tarsus til að leita Sál uppi.+ 26 Þegar hann hafði fundið hann fór hann með hann til Antíokkíu. Þeir voru með söfnuðinum þar í heilt ár og kenndu fjölda fólks. Það var í Antíokkíu sem lærisveinarnir voru fyrst kallaðir kristnir vegna handleiðslu Guðs.+

27 Um þessar mundir komu spámenn+ frá Jerúsalem niður til Antíokkíu. 28 Einn þeirra, Agabus+ að nafni, steig fram og spáði fyrir tilstilli andans að mikil hungursneyð kæmi bráðlega yfir alla heimsbyggðina+ og það gerðist á dögum Kládíusar. 29 Lærisveinarnir ákváðu þá að senda hjálpargögn*+ til trúsystkinanna sem bjuggu í Júdeu, hver eftir því sem hann hafði efni á.+ 30 Þeir gerðu það og sendu þau til öldunganna með Barnabasi og Sál.+

12 Um svipað leyti fór Heródes konungur að misþyrma sumum í söfnuðinum.+ 2 Hann lét taka Jakob bróður Jóhannesar+ af lífi með sverði.+ 3 Þegar hann sá að Gyðingum líkaði þetta vel lét hann einnig handtaka Pétur. (Þetta var meðan hátíð ósýrðu brauðanna stóð yfir.)+ 4 Hann lét taka hann og varpa honum í fangelsi+ og fól fjórum fjögurra manna varðflokkum að skiptast á að gæta hans. Hann ætlaði að leiða hann fram fyrir fólkið* eftir páska. 5 En söfnuðurinn bað ákaft til Guðs fyrir Pétri+ meðan hann sat í fangelsinu.

6 Nóttina áður en Heródes ætlaði að leiða Pétur fram svaf hann milli tveggja hermanna, bundinn tvennum hlekkjum, og varðmenn stóðu fyrir utan dyrnar og gættu fangelsisins. 7 Allt í einu stóð engill Jehóva* hjá honum+ og ljós skein í fangaklefanum. Hann sló Pétur laust í síðuna, vakti hann og sagði: „Flýttu þér á fætur!“ Hlekkirnir féllu af höndum hans+ 8 og engillinn sagði við hann: „Klæddu* þig og farðu í sandalana.“ Hann gerði það. Síðan sagði engillinn við hann: „Farðu í yfirhöfnina og fylgdu mér.“ 9 Hann gekk út og fylgdi honum en vissi ekki að það sem engillinn gerði var raunverulegt. Hann hélt að þetta væri sýn. 10 Þeir gengu fram hjá fyrri verðinum og þeim seinni og komu að járnhliðinu þar sem farið var inn í borgina, og það opnaðist af sjálfu sér. Eftir að þeir voru komnir út gengu þeir spölkorn eftir götunni en þá hvarf engillinn skyndilega. 11 Pétur gerði sér nú ljóst hvað hafði gerst og sagði: „Nú veit ég fyrir víst að Jehóva* sendi engil sinn og bjargaði mér úr höndum Heródesar og frá öllu sem Gyðingar vonuðust eftir.“+

12 Þegar hann hafði áttað sig á þessu fór hann heim til Maríu, móður Jóhannesar sem var kallaður Markús,+ en þar höfðu allmargir safnast saman og voru að biðja. 13 Hann bankaði á ytri dyrnar og þjónustustúlka sem hét Róde gekk að dyrunum. 14 Þegar hún þekkti rödd Péturs var hún svo glöð að hún gleymdi að opna og hljóp inn til að segja frá því að Pétur stæði við dyrnar. 15 „Ertu frá þér?“ sögðu þau við hana. En hún stóð fast á því að hún hefði rétt fyrir sér. Þá sögðu þau: „Þetta hlýtur þá að vera engill hans.“ 16 En Pétur hélt áfram að banka. Þau opnuðu dyrnar og voru steinhissa þegar þau sáu hann. 17 En hann gaf þeim bendingu um að hafa hljóð og sagði þeim ítarlega frá hvernig Jehóva* hafði leyst hann úr fangelsinu og bætti við: „Segið Jakobi+ og hinum bræðrunum frá þessu.“ Síðan fór hann þaðan og hélt á annan stað.

18 Um morguninn varð mikið uppnám meðal hermannanna út af því hvað hefði orðið um Pétur. 19 Heródes lét leita hans vandlega og þegar hann fannst ekki yfirheyrði hann varðmennina og skipaði síðan að þeir skyldu leiddir burt og þeim refsað.+ Eftir það fór hann frá Júdeu niður til Sesareu og dvaldist þar um tíma.

20 Heródes var reiður* út í Týrverja og Sídoninga. Þar sem land þeirra fékk matvæli frá landi konungs komu þeir sér saman um að fara á fund hans og biðjast friðar, og þeir fengu Blastus á sitt band en hann hafði umsjón með heimilishaldi* konungs. 21 Á tilsettum degi klæddist Heródes konungsskrúða, settist í dómarasæti og ávarpaði þá. 22 Fólkið sem var samankomið hrópaði þá: „Þetta er rödd guðs en ekki manns!“ 23 Engill Jehóva* sló hann samstundis því að hann gaf ekki Guði dýrðina. Hann var étinn upp af ormum og dó.

24 En orð Jehóva* hélt áfram að eflast og breiðast út.+

25 Þegar Barnabas+ og Sál höfðu lokið hjálparstarfinu í Jerúsalem+ sneru þeir aftur og tóku með sér Jóhannes+ sem einnig var kallaður Markús.

13 Í söfnuðinum í Antíokkíu voru spámenn og kennarar,+ þeir Barnabas, Símeon, sem var kallaður Níger, Lúkíus frá Kýrene, Manaen, sem hafði verið samnemandi Heródesar héraðsstjóra, og Sál. 2 Eitt sinn þegar þeir voru að þjóna Jehóva* í þágu fólksins og föstuðu sagði heilagur andi: „Takið frá handa mér þá Barnabas og Sál+ til þess verks sem ég hef kallað þá til.“+ 3 Eftir að hafa fastað og beðist fyrir lögðu þeir hendur yfir þá og sendu þá af stað.

4 Tvímenningarnir, sem voru sendir af heilögum anda, fóru þá niður til Selevkíu og sigldu þaðan til Kýpur. 5 Þegar þeir komu til Salamis fóru þeir að boða orð Guðs í samkunduhúsum Gyðinga. Þeir höfðu Jóhannes með sér til aðstoðar.+

6 Þeir fóru um eyjuna endilanga allt til Pafos. Þar hittu þeir Gyðing sem hét Barjesús en hann var galdramaður og falsspámaður. 7 Hann var hjá Sergíusi Páli landstjóra,* skynsömum manni sem boðaði Barnabas og Sál til sín og var ákafur að heyra orð Guðs. 8 En Elýmas galdramaður (nafn hans merkir það) snerist gegn þeim og reyndi að koma í veg fyrir að landstjórinn tæki trú. 9 Sál, einnig kallaður Páll, fylltist þá heilögum anda, hvessti á hann augun 10 og sagði: „Þú sonur Djöfulsins+ og óvinur alls sem er rétt, fullur alls konar svika og illsku, ætlarðu aldrei að hætta að rangsnúa réttum vegum Jehóva?* 11 Jehóva* ætlar að refsa þér og þú verður blindur og sérð ekki sólarljós um tíma.“ Samstundis lagðist yfir hann þoka og myrkur og hann reikaði um í leit að einhverjum til að leiða sig. 12 Þegar landstjórinn sá hvað hafði gerst tók hann trú því að hann var djúpt snortinn af því sem hann lærði um Jehóva.*

13 Páll og félagar hans létu nú úr höfn frá Pafos og komu til Perge í Pamfýlíu. En Jóhannes+ yfirgaf þá og sneri aftur til Jerúsalem.+ 14 Þeir héldu hins vegar áfram frá Perge og komu til Antíokkíu í Pisidíu. Þeir gengu inn í samkunduhúsið+ á hvíldardegi og fengu sér sæti. 15 Eftir upplestur úr lögunum+ og spámönnunum sögðu samkundustjórarnir við þá: „Menn, bræður, takið til máls ef þið hafið eitthvað hvetjandi fram að færa.“ 16 Páll stóð þá upp, gaf bendingu með hendinni og sagði:

„Ísraelsmenn og þið aðrir sem óttist Guð, hlustið. 17 Guð þessarar þjóðar, Ísraelsmanna, útvaldi forfeður okkar. Hann upphóf fólkið meðan það bjó sem útlendingar í Egyptalandi og leiddi það út þaðan með styrkri hendi.+ 18 Hann umbar það um 40 ára skeið í óbyggðunum.+ 19 Eftir að hafa eytt sjö þjóðum í Kanaanslandi gaf hann forfeðrum okkar land þeirra til eignar.+ 20 Allt gerðist þetta á um það bil 450 árum.

Eftir það gaf hann þeim dómara, allt fram að Samúel spámanni.+ 21 En síðan heimtuðu þeir konung+ og Guð gaf þeim Sál Kísson, mann af ættkvísl Benjamíns.+ Hann ríkti í 40 ár. 22 Þegar Guð hafði sett hann af gerði hann Davíð að konungi yfir þeim.+ Hann vitnaði um hann og sagði: ‚Ég hef fundið Davíð Ísaíson,+ mann eftir mínu hjarta,+ og hann mun gera allt sem ég vil að hann geri.‘ 23 Af afkomendum þessa manns hefur Guð gefið Ísrael frelsara, Jesú, eins og hann lofaði.+ 24 Áður en hann kom hafði Jóhannes boðað öllum Ísraelsmönnum að þeir skyldu skírast til tákns um iðrun.+ 25 En þegar Jóhannes var að ljúka þjónustu sinni sagði hann: ‚Hver haldið þið að ég sé? Ég er ekki hann. En annar kemur á eftir mér og ég er ekki þess verðugur að leysa sandalana af fótum hans.‘+

26 Menn, bræður, þið afkomendur Abrahams og aðrir ykkar á meðal sem óttist Guð, okkur hefur verið sendur þessi boðskapur um frelsun.+ 27 Íbúar Jerúsalem og leiðtogar þeirra viðurkenndu ekki þennan frelsara. En þegar þeir dæmdu hann uppfylltu þeir það sem spámennirnir höfðu sagt+ og er lesið upp á hverjum hvíldardegi. 28 Þeir fundu enga dauðasök hjá honum+ en samt kröfðu þeir Pílatus um að fá hann líflátinn.+ 29 Þegar þeir höfðu uppfyllt allt sem skrifað er um hann tóku þeir hann niður af staurnum* og lögðu hann í gröf.+ 30 En Guð reisti hann upp frá dauðum+ 31 og í marga daga birtist hann þeim sem höfðu farið með honum frá Galíleu upp til Jerúsalem. Þeir eru nú vottar hans meðal fólksins.+

32 Við boðum ykkur því fagnaðarboðskapinn um loforðið sem forfeður okkar fengu. 33 Guð hefur efnt það að fullu við okkur, börn þeirra, með því að reisa Jesú upp,+ eins og stendur í öðrum sálminum: ‚Þú ert sonur minn, í dag varð ég faðir þinn.‘+ 34 Guð reisti hann upp frá dauðum svo að hann fengi aldrei aftur dauðlegan líkama. Hann hefur orðað það þannig: ‚Ég mun sýna ykkur þann trúa* og trygga kærleika sem ég lofaði Davíð.‘+ 35 Eins segir í öðrum sálmi: ‚Þú leyfir ekki að trúr þjónn þinn verði rotnun að bráð.‘+ 36 Davíð þjónaði Guði* á sinni tíð. Síðan dó hann, var lagður hjá forfeðrum sínum og varð rotnun að bráð.+ 37 Sá sem Guð reisti upp varð hins vegar ekki rotnun að bráð.+

38 Þið skuluð því vita, bræður, að vegna hans er ykkur boðað að þið getið fengið syndir ykkar fyrirgefnar+ 39 og að allir sem trúa geti réttlæst vegna hans af öllu því sem Móselögin gátu ekki réttlætt ykkur af.+ 40 Gætið ykkar svo að það sem stendur í spámönnunum komi ekki yfir ykkur: 41 ‚Lítið á það verk sem ég vinn á ykkar dögum, þið smánarar. Undrist og tortímist því að þetta er verk sem þið mynduð ekki trúa þótt einhver segði ykkur ítarlega frá því.‘“+

42 Þegar þeir gengu út bað fólkið þá um að ræða þessi mál aftur næsta hvíldardag. 43 Eftir að samkomunni var slitið fylgdu margir Gyðingar og trúskiptingar sem tilbáðu Guð þeim Páli og Barnabasi. Þeir töluðu við fólkið og hvöttu það til að lifa þannig að það verðskuldaði einstaka góðvild Guðs.+

44 Næsta hvíldardag komu næstum allir borgarbúar saman til að heyra orð Jehóva.* 45 Þegar Gyðingar sáu mannfjöldann fylltust þeir öfund og andmæltu orðum Páls með guðlasti.+ 46 Páll og Barnabas svöruðu þá djarfmannlega: „Það þurfti að flytja ykkur orð Guðs fyrst.+ En þar sem þið hafnið því og teljið ykkur ekki þess verðuga að hljóta eilíft líf snúum við okkur að þjóðunum.+ 47 Jehóva* hefur gefið okkur þessi fyrirmæli: ‚Ég hef útvalið þig til að vera ljós fyrir þjóðirnar og veita frelsun til endimarka jarðar.‘“+

48 Þegar þeir sem voru af þjóðunum heyrðu þetta glöddust þeir og lofuðu orð Jehóva,* og allir sem höfðu það hugarfar sem þurfti til að hljóta eilíft líf tóku trú. 49 Orð Jehóva* breiddist nú út um allt svæðið. 50 En Gyðingar æstu upp guðhræddar hefðarkonur og fyrirmenn borgarinnar. Þeir hleyptu af stað ofsóknum+ gegn Páli og Barnabasi og ráku þá burt úr héraðinu. 51 Þá hristu þeir rykið af fótum sér, þeim til viðvörunar, og fóru til Íkóníum.+ 52 En lærisveinarnir glöddust+ áfram og voru fullir af heilögum anda.

14 Í Íkóníum gengu Páll og Barnabas inn í samkunduhús Gyðinga og töluðu þannig að mikill fjöldi bæði Gyðinga og Grikkja tók trú. 2 En Gyðingar sem trúðu ekki æstu upp fólk af þjóðunum svo að það snerist gegn bræðrunum.+ 3 Þeir dvöldust því alllengi þar og Jehóva* gaf þeim kraft til að tala óttalaust. Hann lét þá gera tákn og undur til að staðfesta boðskapinn um einstaka góðvild sína.+ 4 En borgarbúar skiptust í tvo hópa, sumir voru með Gyðingum en aðrir með postulunum. 5 Bæði fólk af þjóðunum og Gyðingar ásamt leiðtogum sínum voru ákveðnir í að misþyrma þeim og grýta þá+ 6 en þeir fengu að vita af því og flúðu til borganna Lýstru og Derbe í Lýkaóníu og sveitanna í kring.+ 7 Þar héldu þeir áfram að flytja fagnaðarboðskapinn.

8 Í Lýstru var maður sem var lamaður á fótum. Hann hafði verið það frá fæðingu og aldrei getað gengið. 9 Hann sat og hlustaði á Pál. Páll virti hann fyrir sér, sá að hann hafði trú til að geta læknast+ 10 og sagði hárri röddu: „Stattu á fætur.“ Maðurinn spratt þá á fætur og fór að ganga.+ 11 Þegar fólkið sá hvað Páll hafði gert hrópaði það á lýkaónsku: „Guðirnir hafa tekið á sig mannsmynd og stigið niður til okkar!“+ 12 Það kallaði Barnabas Seif og Pál Hermes því að hann hafði aðallega orð fyrir þeim. 13 Og presturinn í hofi Seifs, sem var við borgarhliðið, kom með naut og blómsveiga að hliðinu og vildi færa fórnir með fólkinu.

14 En þegar postularnir Barnabas og Páll heyrðu þetta rifu þeir föt sín, stukku inn í mannþröngina og hrópuðu: 15 „Menn, hvers vegna gerið þið þetta? Við erum bara menn eins og þið og með sömu veikleika.+ Við flytjum ykkur fagnaðarboðskapinn svo að þið getið snúið ykkur frá þessum hégóma og til hins lifandi Guðs sem gerði himin og jörð og hafið og allt sem í þeim er.+ 16 Um liðnar aldir hefur hann leyft öllum þjóðum að fara sínar eigin leiðir+ 17 en hefur þó vitnað um sjálfan sig+ með góðverkum sínum. Hann hefur gefið ykkur regn af himni og uppskerutíma,+ veitt ykkur næga fæðu og fyllt hjörtu ykkar gleði.“+ 18 Með þessum orðum tókst þeim rétt svo að fá fólkið ofan af því að færa þeim fórnir.

19 Nú komu Gyðingar frá Antíokkíu og Íkóníum og fengu fólkið á sitt band.+ Menn grýttu Pál og drógu hann út úr borginni því að þeir héldu að hann væri dáinn.+ 20 En lærisveinarnir slógu hring um hann og hann stóð þá upp og gekk inn í borgina. Daginn eftir fór hann þaðan með Barnabasi til Derbe.+ 21 Eftir að hafa boðað fagnaðarboðskapinn í borginni og gert allmarga að lærisveinum sneru þeir aftur til Lýstru, Íkóníum og Antíokkíu. 22 Þeir styrktu lærisveinana þar,+ hvöttu þá til að vera staðfastir í trúnni og sögðu: „Við þurfum að ganga í gegnum margar þrengingar til að komast inn í ríki Guðs.“+ 23 Þeir útnefndu líka öldunga handa þeim í hverjum söfnuði,+ báðust fyrir og föstuðu+ og fólu þá síðan Jehóva* sem þeir höfðu fest trú á.

24 Síðan fóru þeir um Pisidíu og komu til Pamfýlíu+ 25 og þegar þeir höfðu boðað orðið í Perge fóru þeir niður til Attalíu. 26 Þaðan sigldu þeir til Antíokkíu en þar höfðu bræðurnir beðið um að einstök góðvild Guðs gætti þeirra í því verki sem þeir höfðu nú lokið.+

27 Eftir að þeir komu þangað kölluðu þeir söfnuðinn saman og sögðu frá öllu sem Guð hafði gert fyrir atbeina þeirra og að hann hefði opnað þjóðunum dyr trúarinnar.+ 28 Þeir dvöldust síðan alllengi hjá lærisveinunum.

15 Nú komu nokkrir menn ofan frá Júdeu og fóru að kenna bræðrunum: „Þið getið ekki bjargast nema þið látið umskerast eins og Móselögin kveða á um.“+ 2 Eftir að Páll og Barnabas höfðu deilt og rökrætt töluvert við þá var ákveðið að Páll, Barnabas og nokkrir hinna færu upp til Jerúsalem+ á fund postulanna og öldunganna vegna þessa máls.*

3 Söfnuðurinn fylgdi mönnunum áleiðis og síðan héldu þeir áfram um Fönikíu og Samaríu og sögðu ítarlega frá hvernig fólk af þjóðunum hefði snúist til trúar. Bræðurnir og systurnar urðu öll mjög glöð að heyra það. 4 Þegar þeir komu til Jerúsalem tóku söfnuðurinn, postularnir og öldungarnir vel á móti þeim og þeir sögðu frá öllu sem Guð hafði látið þá gera. 5 En sumir úr flokki* farísea sem höfðu tekið trú stóðu á fætur og sögðu: „Það er nauðsynlegt að umskera þá og fyrirskipa þeim að halda lög Móse.“+

6 Postularnir og öldungarnir komu því saman til að líta á þetta mál. 7 Eftir miklar og heitar umræður* stóð Pétur upp og sagði við þá: „Menn, bræður, þið vitið vel að Guð valdi mig í upphafi úr ykkar hópi til að fólk af þjóðunum fengi að heyra fagnaðarboðskapinn og trúa.+ 8 Guð, sem þekkir hjörtun,+ sýndi að hann viðurkenndi þetta fólk með því að gefa því heilagan anda,+ rétt eins og okkur. 9 Og hann gerði alls engan greinarmun á því og okkur+ heldur hreinsaði hjörtu þess með trúnni.+ 10 Hvers vegna reynið þið þá Guð með því að leggja ok á herðar lærisveinunum+ sem hvorki forfeður okkar né við gátum borið?+ 11 Við trúum hins vegar að við björgumst vegna einstakrar góðvildar Drottins Jesú+ á sama hátt og þeir.“+

12 Nú þagnaði allur hópurinn og hlustaði á Barnabas og Pál segja frá þeim mörgu táknum og undrum sem Guð hafði látið þá gera meðal þjóðanna. 13 Þegar þeir höfðu lokið máli sínu sagði Jakob: „Menn, bræður, hlustið á mig. 14 Símeon*+ hefur greint ítarlega frá hvernig Guð sneri sér að þjóðunum í fyrsta sinn og valdi úr hópi þeirra fólk til að bera nafn sitt.+ 15 Það er í samræmi við orð spámannanna þar sem stendur: 16 ‚Eftir þetta sný ég aftur og endurreisi hið fallna hús* Davíðs. Ég reisi það úr rústum og geri það upp 17 þannig að þeir sem eftir eru geti leitað Jehóva* af heilum hug ásamt fólki af öllum þjóðum, fólki sem ber nafn mitt, segir Jehóva,* hann sem gerir þetta,+ 18 og það er kunnugt frá fornu fari.‘+ 19 Ég tel* því að ekki skuli íþyngja fólki af þjóðunum sem snýr sér til Guðs+ 20 heldur skrifa því að það skuli halda sig frá öllu sem er óhreint af völdum skurðgoða,+ frá kynferðislegu siðleysi,*+ frá kjöti af köfnuðum* dýrum og frá blóði.+ 21 Frá fornu fari hefur það sem Móse skrifaði verið boðað í hverri borg því að það er lesið upp í samkunduhúsum á hverjum hvíldardegi.“+

22 Postularnir og öldungarnir ákváðu þá ásamt öllum söfnuðinum að velja menn úr sínum hópi og senda þá með Páli og Barnabasi til Antíokkíu. Þeir sendu Júdas, sem var kallaður Barsabbas, og Sílas+ en þeir voru forystumenn meðal bræðranna. 23 Þeir skrifuðu eftirfarandi bréf og sendu með þeim:

„Postularnir og öldungarnir, bræður ykkar, heilsa bræðrunum í Antíokkíu,+ Sýrlandi og Kilikíu sem eru af þjóðunum. 24 Við höfum heyrt að nokkrir af okkur hafi komið og gert ykkur órótt með tali sínu+ og reynt að koma ykkur úr jafnvægi, án þess að við hefðum gefið nokkur fyrirmæli um það. 25 Við höfum því ákveðið einróma að velja menn og senda til ykkar ásamt ástkærum bræðrum okkar, þeim Barnabasi og Páli, 26 mönnum sem hafa hætt lífi sínu vegna nafns Drottins okkar Jesú Krists.+ 27 Við sendum með þeim þá Júdas og Sílas til að þeir geti flutt ykkur munnlega hið sama.+ 28 Það er niðurstaða heilags anda+ og okkar að leggja ekki frekari byrðar á ykkur en þetta sem er nauðsynlegt: 29 að þið haldið ykkur frá því sem hefur verið fórnað skurðgoðum,+ blóði,+ kjöti af köfnuðum* dýrum+ og kynferðislegu siðleysi.*+ Ef þið forðist þetta vegnar ykkur vel. Verið sælir.“

30 Mennirnir voru nú sendir af stað og komu niður til Antíokkíu. Þar kölluðu þeir saman alla lærisveinana og afhentu þeim bréfið. 31 Þeir lásu það og glöddust yfir þessari hvatningu. 32 Þar sem Júdas og Sílas voru einnig spámenn fluttu þeir margar ræður og hvöttu þannig bræðurna og systurnar og styrktu þau.+ 33 Eftir að þeir höfðu verið þar um tíma sendu bræðurnir þá aftur til baka og óskuðu þeim góðrar ferðar. 34* —— 35 En Páll og Barnabas héldu kyrru fyrir í Antíokkíu og kenndu og boðuðu fagnaðarboðskapinn, orð Jehóva,* ásamt mörgum öðrum.

36 Nokkrum dögum síðar sagði Páll við Barnabas: „Förum nú* aftur og heimsækjum trúsystkini okkar í öllum borgunum þar sem við höfum boðað orð Jehóva* og sjáum hvernig þau hafa það.“+ 37 Barnabas var ákveðinn í að taka með Jóhannes sem var kallaður Markús.+ 38 Páll var hins vegar ekki hlynntur því að taka hann með þar sem hann hafði yfirgefið þá í Pamfýlíu og ekki haldið verkinu áfram með þeim.+ 39 Þeir rifust svo harkalega um þetta að leiðir þeirra skildu. Barnabas+ tók Markús með sér og sigldi til Kýpur 40 en Páll kaus sér Sílas og hélt af stað eftir að bræðurnir höfðu beðið Jehóva* að gæta hans og sýna honum einstaka góðvild sína.+ 41 Hann fór um Sýrland og Kilikíu og styrkti söfnuðina.

16 Páll kom nú til Derbe og síðan til Lýstru.+ Þar var lærisveinn sem hét Tímóteus,+ sonur trúaðrar konu sem var Gyðingur en faðir hans var grískur. 2 Bræðurnir í Lýstru og Íkóníum báru honum gott orð. 3 Páll vildi gjarnan að Tímóteus kæmi með sér og hann umskar hann vegna Gyðinganna á þessum slóðum+ því að þeir vissu allir að faðir hans var Grikki. 4 Þeir fóru nú um borgirnar og fluttu mönnum úrskurði postulanna og öldunganna í Jerúsalem sem þeir áttu að fylgja.+ 5 Söfnuðirnir héldu þá áfram að styrkjast í trúnni og urðu fjölmennari dag frá degi.

6 Þeir fóru líka um Frýgíu og Galataland+ því að heilagur andi kom í veg fyrir að þeir boðuðu orðið í skattlandinu Asíu. 7 Þegar þeir komu til Mýsíu reyndu þeir að fara til Biþýníu+ en andi Jesú leyfði þeim það ekki. 8 Þeir fóru því fram hjá* Mýsíu og komu niður til Tróas. 9 Um nóttina sá Páll sýn. Makedónskur maður stóð hjá honum og bað hann heitt og innilega: „Komdu yfir til Makedóníu og hjálpaðu okkur.“ 10 Þegar hann hafði séð sýnina reyndum við strax að fara til Makedóníu því að við ályktuðum sem svo að Guð hefði kallað okkur þangað til að flytja fólki fagnaðarboðskapinn.

11 Við lögðum því út frá Tróas og sigldum beina leið til Samóþrake og daginn eftir til Neapólis. 12 Þaðan héldum við til Filippí+ sem er rómversk nýlenda og helsta borgin í þessum hluta Makedóníu. Við dvöldum í borginni í nokkra daga. 13 Á hvíldardeginum fórum við út fyrir hliðið að á nokkurri þar sem við töldum vera bænastað. Við settumst niður og fórum að tala við konurnar sem voru þar samankomnar. 14 Kona sem hét Lýdía og tilbað Guð hlustaði á. Hún var frá borginni Þýatíru+ og seldi purpura. Jehóva* opnaði hjarta hennar svo að hún meðtók það sem Páll sagði. 15 Eftir að hún lét skírast ásamt heimilisfólki sínu+ sagði hún áköf: „Ef þið álítið mig trúan þjón Jehóva* komið þá og gistið í húsi mínu.“ Og hún lagði fast að okkur að koma.

16 Dag einn, þegar við vorum á leið á bænastaðinn, mætti okkur þjónustustúlka sem var haldin óhreinum anda, spásagnaranda.+ Hún aflaði húsbændum sínum mikilla tekna með spásögnum sínum. 17 Stúlkan elti Pál og okkur og hrópaði í sífellu: „Þessir menn eru þjónar hins hæsta Guðs+ og boða ykkur veginn til frelsunar.“ 18 Hún hélt þessu áfram svo dögum skipti. Páll varð að lokum leiður á því, sneri sér við og sagði við andann: „Ég skipa þér í nafni Jesú Krists að fara úr henni.“ Og hann fór samstundis.+

19 Þegar húsbændum hennar varð ljóst að gróðavon þeirra var orðin að engu+ gripu þeir Pál og Sílas og drógu þá á torgið fyrir valdhafana.+ 20 Þeir leiddu þá fyrir ráðamenn borgarinnar og sögðu: „Þessir menn valda mikilli ólgu í borginni.+ Þeir eru Gyðingar 21 og boða siði sem okkur leyfist ekki að taka upp né iðka þar sem við erum rómverskir borgarar.“ 22 Mannfjöldinn réðst nú að þeim, og ráðamennirnir slitu af þeim fötin og skipuðu að þeir skyldu hýddir.+ 23 Eftir að hafa látið berja þá mörg högg létu þeir varpa þeim í fangelsi og skipuðu fangaverðinum að gæta þeirra vandlega.+ 24 Þar sem hann fékk slíka skipun varpaði hann þeim í klefa innst í fangelsinu og festi fætur þeirra í stokk.

25 Um miðnætti sátu Páll og Sílas og báðust fyrir og lofuðu Guð í söng+ en hinir fangarnir hlustuðu á þá. 26 Skyndilega varð öflugur jarðskjálfti og undirstöður fangelsisins skulfu. Í sömu andrá opnuðust allar dyr og fjötrarnir féllu af öllum föngunum.+ 27 Þegar fangavörðurinn vaknaði og sá að fangelsisdyrnar voru opnar greip hann sverð sitt og ætlaði að fyrirfara sér því að hann gerði ráð fyrir að fangarnir væru flúnir.+ 28 En Páll kallaði hárri röddu: „Gerðu ekki sjálfum þér mein því að við erum allir hérna!“ 29 Fangavörðurinn bað þá um ljós, flýtti sér inn og féll skjálfandi á kné frammi fyrir Páli og Sílasi. 30 Hann leiddi þá út og sagði: „Herrar mínir, hvað þarf ég að gera til að bjargast?“ 31 Þeir svöruðu: „Trúðu á Drottin Jesú og þá muntu bjargast, bæði þú og heimilisfólk þitt.“+ 32 Síðan boðuðu þeir honum og öllu heimilisfólki hans orð Jehóva.* 33 Meðan enn var nótt tók hann þá með sér og þvoði sár þeirra. Að því búnu lét hann skírast ásamt öllu heimilisfólki sínu.+ 34 Hann fór síðan með þá heim til sín, gaf þeim að borða og fagnaði því ásamt heimilisfólki sínu að hafa tekið trú á Guð.

35 Um morguninn sendu ráðamennirnir varðmenn með þessi skilaboð: „Láttu þessa menn lausa.“ 36 Fangavörðurinn flutti Páli orð þeirra og sagði: „Ráðamenn borgarinnar hafa sent menn með boð um að láta ykkur tvo lausa. Gangið því út og farið í friði.“ 37 En Páll sagði við varðmennina: „Þeir hýddu okkur opinberlega án dóms og laga* þótt við séum rómverskir borgarar+ og vörpuðu okkur í fangelsi. Ætla þeir nú að reka okkur út með leynd? Ég held nú síður. Þeir geta sjálfir komið og fylgt okkur út.“ 38 Varðmennirnir sögðu ráðamönnunum frá þessu en þeir urðu hræddir þegar þeir heyrðu að mennirnir væru rómverskir borgarar.+ 39 Þeir komu því og báðust afsökunar, fylgdu þeim út og báðu þá að fara burt úr borginni. 40 Eftir að hafa yfirgefið fangelsið fóru þeir heim til Lýdíu. Þar hittu þeir bræðurna og systurnar, uppörvuðu þau+ og héldu síðan leiðar sinnar.

17 Þeir fóru nú um Amfípólis og Apollóníu og komu til Þessaloníku+ en þar áttu Gyðingar samkunduhús. 2 Eins og Páll var vanur+ fór hann þangað inn og þrjá hvíldardaga rökræddi hann við þá út frá Ritningunum.+ 3 Hann skýrði þær og vísaði í þær til að sanna að Kristur þurfti að þjást+ og rísa upp frá dauðum+ og sagði: „Þessi Jesús, sem ég boða ykkur, hann er Kristur.“ 4 Sumir þeirra tóku þá trú og gengu til liðs við Pál og Sílas+ og sömuleiðis allmargar áhrifakonur og mikill fjöldi Grikkja sem tilbað Guð.

5 En Gyðingar fylltust öfund+ og hóuðu saman illmennum sem slæptust á torginu, fengu í lið með sér múg manna og ollu uppþoti í borginni. Þeir réðust inn í hús Jasonar og vildu færa Pál og Sílas fyrir æstan múginn. 6 En þegar þeir fundu þá ekki drógu þeir Jason og nokkra aðra bræður fyrir stjórnendur borgarinnar og hrópuðu: „Þessir menn, sem hafa umturnað* heimsbyggðinni, eru líka komnir hingað+ 7 og Jason hefur boðið þeim inn á heimili sitt. Allir þessir menn brjóta gegn tilskipunum keisarans og segja að annar sé konungur og það sé Jesús.“+ 8 Múgurinn og stjórnendurnir urðu skelkaðir þegar þeir heyrðu þetta 9 og eftir að hafa látið Jason og hina leggja fram fullnægjandi tryggingu létu þeir þá fara.

10 Strax um nóttina sendu bræðurnir bæði Pál og Sílas til Beroju. Þegar þeir komu þangað gengu þeir inn í samkunduhús Gyðinga. 11 Gyðingar þar voru göfuglyndari en þeir sem bjuggu í Þessaloníku því að þeir tóku við orðinu af mesta áhuga og rannsökuðu Ritningarnar daglega til að kanna hvort það sem þeir heyrðu væri rétt. 12 Margir þeirra tóku því trú og einnig allmargar virtar grískar konur og nokkrir grískir karlar. 13 En þegar Gyðingar í Þessaloníku fréttu að Páll væri einnig að boða orð Guðs í Beroju komu þeir þangað til að æsa upp fólkið og valda ólgu.+ 14 Bræðurnir sendu Pál samstundis af stað til sjávar+ en Sílas og Tímóteus urðu báðir eftir. 15 Þeir sem fylgdu Páli fóru með honum alla leið til Aþenu en sneru svo til baka með boð frá honum um að Sílas og Tímóteus+ skyldu koma til hans eins fljótt og hægt væri.

16 Meðan Páll beið eftir þeim í Aþenu angraði það hann mjög að sjá að borgin var full af skurðgoðum. 17 Hann fór því að rökræða í samkunduhúsinu við Gyðinga og aðra sem tilbáðu Guð og ræddi daglega við þá sem urðu á vegi hans á torginu. 18 En nokkrir heimspekingar, bæði epíkúringar og stóumenn, fóru að þræta við hann og sumir þeirra sögðu: „Hvað er það sem þessi kjaftaskur vill segja?“ Aðrir sögðu: „Hann virðist boða framandi guði.“ Það stafaði af því að hann boðaði fagnaðarboðskapinn um Jesú og upprisuna.+ 19 Þeir tóku hann með sér á Areopagushæð og sögðu: „Getum við fengið að vita hver þessi nýja kenning er sem þú boðar? 20 Það sem þú flytur okkur hljómar undarlega í eyrum okkar og við viljum vita hvað það merkir.“ 21 Aþeningar og útlendingar sem dvöldust meðal þeirra* notuðu reyndar allar frístundir til að segja frá eða hlusta á einhverjar nýjungar. 22 Páll steig nú fram á miðri Areopagushæð+ og tók til máls:

„Aþeningar, mér sýnist að þið séuð á allan hátt trúhneigðari* en aðrir.+ 23 Þegar ég gekk um og virti fyrir mér það sem þið dýrkið* fann ég meira að segja altari sem á var letrað: ‚Helgað ókunnum guði.‘ Ég boða ykkur einmitt þann Guð sem þið tilbiðjið en þekkið ekki. 24 Sá Guð sem gerði heiminn og allt sem í honum er, hann sem er Drottinn himins og jarðar,+ hann býr ekki í musterum sem menn hafa gert.+ 25 Hann þarf ekki heldur á þjónustu manna að halda,+ eins og hann þarfnaðist einhvers, því að sjálfur gefur hann öllum líf og andardrátt+ og alla hluti. 26 Hann gerði af einum manni+ allar þjóðir til að byggja allt yfirborð jarðar+ og hann tiltók ákveðna tíma og setti því mörk hvar menn myndu búa.+ 27 Þetta gerði Guð til að þeir leituðu hans og vonaði að þeir þreifuðu sig til hans og fyndu hann+ en reyndar er hann ekki langt frá neinum okkar. 28 Það er honum að þakka að við lifum, hreyfum okkur og erum til, rétt eins og sum af skáldum ykkar hafa sagt: ‚Við erum líka börn* hans.‘

29 Fyrst við erum börn* Guðs+ megum við ekki halda að guðdómurinn sé líkur smíði úr gulli, silfri eða steini sem menn hafa upphugsað og búið til.+ 30 Guð hefur vissulega umborið vanþekkingu liðinna tíma+ en nú boðar hann mönnum alls staðar að allir skuli iðrast 31 því að hann hefur ákveðið dag þegar hann ætlar að láta mann, sem hann hefur valið, dæma+ heimsbyggðina með réttvísi. Og hann hefur gefið öllum tryggingu fyrir því með því að reisa hann upp frá dauðum.“+

32 Þegar menn heyrðu minnst á upprisu frá dauðum gerðu sumir gys að+ en aðrir sögðu: „Við viljum heyra meira um þetta seinna.“ 33 Páll fór nú leiðar sinnar 34 en nokkrir fylgdu honum og tóku trú. Þeirra á meðal voru Díónýsíus, sem var dómari við Areopagusdóminn, kona að nafni Damaris og fleiri.

18 Eftir þetta fór hann frá Aþenu og kom til Korintu. 2 Þar hitti hann Gyðing sem hét Akvílas+ og var frá Pontus. Hann hafði nýlega flust frá Ítalíu ásamt Priskillu eiginkonu sinni því að Kládíus hafði fyrirskipað að allir Gyðingar skyldu yfirgefa Róm. Páll fór til þeirra 3 og af því að þau stunduðu sömu iðn og hann bjó hann hjá þeim og vann með þeim+ en þau voru tjaldgerðarmenn. 4 Hann flutti ræðu* í samkunduhúsinu+ á hverjum hvíldardegi+ og sannfærði bæði Gyðinga og Grikki.

5 Þegar þeir Sílas+ og Tímóteus+ komu þangað frá Makedóníu gaf Páll sig allan að því að boða orðið og vitna fyrir Gyðingum til að sanna að Jesús væri Kristur.+ 6 En þeir voru andsnúnir honum og hæddust að honum. Hann dustaði þá rykið af fötum sínum+ og sagði við þá: „Þið getið sjálfum ykkur um kennt ef þið farist.*+ Ég á enga sök á því.+ Héðan í frá fer ég til fólks af þjóðunum.“+ 7 Hann flutti sig þaðan* og kom í hús manns sem hét Títus Jústus en hann tilbað Guð og hús hans lá að samkunduhúsinu. 8 Krispus+ samkundustjóri tók trú á Drottin ásamt öllu heimilisfólki sínu. Margir Korintumenn sem heyrðu boðskapinn tóku einnig trú og létu skírast. 9 Drottinn birtist Páli í sýn að nóttu til og sagði: „Vertu óhræddur og haltu áfram að tala. Þagnaðu ekki 10 því að ég er með þér.+ Enginn mun ráðast á þig og gera þér mein því að ég á margt fólk í þessari borg.“ 11 Þess vegna dvaldist hann þar í eitt og hálft ár og kenndi fólki orð Guðs.

12 Þegar Gallíón var landstjóri* í Akkeu tóku Gyðingar sig saman, gerðu atlögu að Páli, leiddu hann fyrir dómarasætið 13 og sögðu: „Þessi maður telur fólk á að tilbiðja Guð á þann hátt sem stríðir gegn lögunum.“ 14 En þegar Páll ætlaði að taka til máls sagði Gallíón við þá: „Gyðingar, ef um væri að ræða eitthvert brot eða alvarlegan glæp hefði ég ástæðu til að hlusta þolinmóður á mál ykkar. 15 En ef þið eruð að deila um orð og nöfn og ykkar eigin lög+ verðið þið sjálfir að ráða fram úr því. Ég vil ekki dæma í slíkum málum.“ 16 Síðan rak hann þá burt frá dómarasætinu. 17 Þeir gripu þá Sósþenes+ samkundustjóra og fóru að berja hann fyrir framan dómarasætið en Gallíón lét það með öllu afskiptalaust.

18 Eftir að Páll hafði dvalið þar um nokkurn tíma til viðbótar kvaddi hann bræðurna og systurnar og sigldi áleiðis til Sýrlands ásamt Priskillu og Akvílasi. Hann hafði látið klippa hárið stutt í Kenkreu+ því að hann hafði gefið Guði heit. 19 Þau komu nú til Efesus. Þar skildi Páll við þau en fór sjálfur í samkunduhúsið og rökræddi við Gyðinga.+ 20 Þeir* báðu hann að dvelja þar lengur en hann féllst ekki á það 21 heldur kvaddi þá og sagði: „Ég kem aftur til ykkar ef Jehóva* vill.“ Síðan lét hann úr höfn í Efesus 22 og kom til Sesareu. Hann fór upp eftir* og heilsaði söfnuðinum og hélt síðan til Antíokkíu.+

23 Eftir að hafa verið þar um tíma fór hann þaðan og ferðaðist stað úr stað um Galataland og Frýgíu+ og styrkti alla lærisveinana.+

24 Gyðingur nokkur, sem hét Apollós+ og var frá Alexandríu, kom nú til Efesus. Hann var vel máli farinn og vel að sér í Ritningunum. 25 Hann hafði verið fræddur* um veg Jehóva* og brennandi í andanum talaði hann og fræddi fólk ítarlega um Jesú. Hann þekkti þó aðeins skírn Jóhannesar. 26 Hann tók að tala djarfmannlega í samkunduhúsinu, og þegar Priskilla og Akvílas+ heyrðu hann tala tóku þau hann að sér og útskýrðu veg Guðs nánar fyrir honum. 27 Hann vildi fara yfir til Akkeu og bræðurnir skrifuðu því lærisveinunum þar og hvöttu þá til að taka vel á móti honum. Þegar hann kom þangað var hann mikil hjálp þeim sem tekið höfðu trú vegna einstakrar góðvildar Guðs. 28 Hann talaði af eldmóði fyrir opnum tjöldum og sannaði að Gyðingar hefðu á röngu að standa með því að sýna þeim út frá Ritningunum að Jesús væri Kristur.+

19 Meðan Apollós+ var í Korintu fór Páll um innsveitirnar og kom til Efesus.+ Þar hitti hann nokkra lærisveina 2 og sagði við þá: „Fenguð þið heilagan anda þegar þið tókuð trú?“+ Þeir svöruðu: „Við höfum aldrei heyrt að heilagur andi sé til.“ 3 Þá spurði hann: „Hvaða skírn voruð þið þá skírðir?“ „Skírn Jóhannesar,“+ svöruðu þeir. 4 Páll sagði þá: „Jóhannes skírði fólk til tákns um að það iðraðist+ og sagði því að trúa á þann sem kæmi eftir sig,+ það er að segja Jesú.“ 5 Þegar þeir heyrðu þetta létu þeir skírast í nafni Drottins Jesú. 6 Páll lagði síðan hendur yfir þá og þeir fengu heilagan anda,+ fóru að tala erlend tungumál og spá.+ 7 Mennirnir voru um 12 talsins.

8 Páll gekk í samkunduhúsið+ og talaði þar djarfmannlega í þrjá mánuði, flutti ræður og rökræddi á sannfærandi hátt um ríki Guðs.+ 9 En sumir voru þrjóskir, vildu ekki trúa og töluðu niðrandi um Veginn+ svo allir heyrðu. Þá sagði hann skilið við þá,+ tók lærisveinana með sér og flutti síðan ræður daglega í salnum í skóla Týrannusar. 10 Hann gerði þetta í tvö ár þannig að allir sem bjuggu í skattlandinu Asíu heyrðu orð Drottins, bæði Gyðingar og Grikkir.

11 Guð lét Pál vinna einstök máttarverk+ 12 og jafnvel klútar og svuntur sem Páll hafði komist í snertingu við voru færð sjúklingum+ og þeir læknuðust og illir andar fóru úr þeim.+ 13 En nokkrir Gyðingar sem fóru um og ráku út illa anda reyndu einnig að nefna nafn Drottins Jesú yfir þeim sem voru andsetnir og sögðu: „Ég skipa ykkur í nafni Jesú, sem Páll boðar, að fara út.“+ 14 Sjö synir Skeva, yfirprests nokkurs hjá Gyðingum, reyndu þetta. 15 En illi andinn svaraði þeim: „Ég þekki Jesú+ og kannast við Pál+ en hverjir eruð þið?“ 16 Maðurinn sem var haldinn illa andanum stökk síðan á þá og yfirbugaði þá hvern á fætur öðrum og þeir flúðu naktir og særðir út úr húsinu. 17 Allir Efesusbúar fréttu af þessu, bæði Gyðingar og Grikkir, og urðu óttaslegnir. Þetta varð nafni Drottins Jesú til mikillar upphefðar. 18 Og margir þeirra sem höfðu tekið trú komu, játuðu athæfi sitt og sögðu frá því frammi fyrir öllum. 19 Þó nokkrir sem höfðu stundað galdra söfnuðu saman bókum sínum og brenndu þær að öllum ásjáandi.+ Þeir reiknuðu út að þær hefðu verið 50.000 silfurpeninga virði. 20 Orð Jehóva* var máttugt þannig að það breiddist út og efldist.+

21 Eftir þetta ákvað Páll að fara um Makedóníu+ og Akkeu og síðan til Jerúsalem.+ Hann sagði: „Eftir að ég hef verið þar þarf ég líka að fara til Rómar.“+ 22 Hann sendi síðan tvo aðstoðarmenn sína, þá Tímóteus+ og Erastus,+ til Makedóníu en hélt sjálfur kyrru fyrir um tíma í skattlandinu Asíu.

23 Um þessar mundir urðu talsverðar óeirðir+ út af Veginum.+ 24 Silfursmiður nokkur, sem hét Demetríus, bjó til eftirlíkingar af musteri Artemisar og handverksmennirnir höfðu góðar tekjur af því.+ 25 Hann kallaði þá saman ásamt öðrum sem smíðuðu slíka gripi og sagði: „Góðir menn, þið vitið vel að velmegun okkar byggist á þessari starfsemi. 26 Nú sjáið þið og heyrið að þessi Páll hefur snúið fjölda fólks og fengið það á sitt band, ekki aðeins í Efesus+ heldur um nánast alla Asíu. Hann segir að guðirnir sem gerðir eru af mannahöndum séu ekki alvöruguðir.+ 27 Sú hætta blasir við að starfsemi okkar fái á sig óorð en líka að musteri hinnar miklu gyðju Artemisar verði einskis metið, og að hún, sem er tilbeðin um alla Asíu og heimsbyggðina, verði svipt dýrðarljóma sínum.“ 28 Þegar mennirnir heyrðu þetta urðu þeir fokreiðir og fóru að hrópa: „Mikil er Artemis Efesusmanna!“

29 Öll borgin komst nú í uppnám og menn þustu allir sem einn í leikhúsið og drógu með sér þá Gajus og Aristarkus,+ ferðafélaga Páls frá Makedóníu. 30 Páll var fyrir sitt leyti reiðubúinn að fara inn til mannfjöldans en lærisveinarnir leyfðu honum það ekki. 31 Jafnvel sumir af stjórnendum hátíða og kappleikja, sem voru vinveittir honum, sendu honum boð og báðu hann eindregið um að hætta sér ekki inn í leikhúsið. 32 Menn hrópuðu hver sitt því að mannfjöldinn var í uppnámi og fæstir vissu hvers vegna þeir voru samankomnir. 33 Gyðingar ýttu fram manni sem hét Alexander og hann var leiddur út úr mannfjöldanum. Hann benti með hendinni að hann vildi skýra málið fyrir fólkinu. 34 En þegar fólkið áttaði sig á að hann var Gyðingur hrópaði það í kór í hér um bil tvo tíma: „Mikil er Artemis Efesusmanna!“

35 Þegar borgarritaranum tókst loksins að róa mannfjöldann sagði hann: „Efesusmenn, hvaða maður veit ekki að borg Efesusmanna varðveitir musteri hinnar miklu Artemisar og líkneskið sem féll af himni? 36 Fyrst ekki verður um það deilt ættuð þið að halda ró ykkar og ekki gera neitt í fljótfærni. 37 Þið hafið komið hingað með þessa menn sem hafa hvorki rænt musteri né lastmælt gyðju okkar. 38 Ef Demetríus+ og hinir handverksmennirnir vilja ákæra einhvern eru til landstjórar* og haldin eru réttarhöld á vissum dögum. Þá geta þeir ákært hver annan. 39 En ef þið viljið ná einhverju meiru fram þarf að ákveða það á löglegu þingi. 40 Nú eigum við hins vegar á hættu að vera sakaðir um að æsa til uppreisnar vegna þess sem gerðist í dag þar sem við getum með engu móti réttlætt þessi ólæti.“ 41 Að svo mæltu lét hann mannfjöldann fara.

20 Þegar látunum linnti sendi Páll eftir lærisveinunum. Hann uppörvaði þá og kvaddi þá síðan og lagði af stað til Makedóníu. 2 Eftir að hafa farið um svæðið og veitt lærisveinunum þar mikla uppörvun kom hann til Grikklands. 3 Hann dvaldist þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að sigla til Sýrlands uppgötvaði hann að Gyðingar höfðu bruggað honum launráð+ og ákvað þá að fara til baka um Makedóníu. 4 Í för með honum voru Sópater Pýrrusson frá Beroju, Aristarkus+ og Sekúndus frá Þessaloníku, Gajus frá Derbe, Tímóteus+ og þeir Týkíkus+ og Trófímus+ frá skattlandinu Asíu. 5 Þeir fóru á undan okkur til Tróas og biðu okkar þar 6 en við sigldum frá Filippí eftir hátíð ósýrðu brauðanna+ og komum til þeirra í Tróas á fimmta degi. Þar vorum við í sjö daga.

7 Fyrsta dag vikunnar, þegar við söfnuðumst saman til að borða, tók Páll til máls og talaði til þeirra sem voru samankomnir því að hann ætlaði að halda ferðinni áfram daginn eftir. Hann talaði allt til miðnættis. 8 Í herberginu á efstu hæð, þar sem við höfðum safnast saman, voru margir lampar. 9 Í glugganum sat ungur maður sem hét Evtýkus. Hann steinsofnaði meðan Páll var að tala, féll niður af þriðju hæð og var látinn þegar menn lyftu honum upp. 10 En Páll fór niður, beygði sig yfir hann, tók utan um hann+ og sagði: „Verið róleg, hann er lifandi.“+ 11 Hann fór síðan upp, braut brauðið og byrjaði að borða. Hann talaði enn um stund, allt fram í dögun, og hélt síðan ferð sinni áfram. 12 En menn fóru með drenginn og það var þeim mikil huggun að hann skyldi vera á lífi.

13 Við fórum nú til skips og sigldum til Assus. Þar ætluðum við að taka Pál um borð eins og hann hafði beðið okkur um en sjálfur ætlaði hann þangað fótgangandi. 14 Þegar við svo hittum hann í Assus tókum við hann um borð og héldum til Mitýlene. 15 Næsta dag sigldum við af stað og staðnæmdumst út af Kíos. Við komum við á Samos daginn eftir og náðum til Míletus á þriðja degi. 16 Páll hafði ákveðið að sigla fram hjá Efesus+ til að tefjast ekki í skattlandinu Asíu því að hann vildi flýta sér til Jerúsalem+ og ná þangað á hvítasunnudag ef hægt væri.

17 Hann sendi hins vegar boð frá Míletus til Efesus og kallaði öldunga safnaðarins á sinn fund. 18 Þegar þeir komu til hans sagði hann við þá: „Þið vitið vel hvernig ég lifði meðal ykkar allt frá þeim degi sem ég kom fyrst til skattlandsins Asíu.+ 19 Ég vann baki brotnu fyrir Drottin í allri auðmýkt,+ með tárum og í raunum sem Gyðingar ollu mér með launráðum sínum. 20 Þið vitið líka að ég hikaði ekki við að segja ykkur allt sem var ykkur til gagns* né kenna ykkur opinberlega+ og hús úr húsi.+ 21 Ég skýrði ítarlega bæði fyrir Gyðingum og Grikkjum að þeir ættu að iðrast+ frammi fyrir Guði og trúa á Drottin okkar Jesú.+ 22 Nú er ég á leið til Jerúsalem, knúinn af* andanum, en ég veit ekki hvað mætir mér þar 23 nema það sem heilagur andi segir mér ítrekað í hverri borg, að fangavist og þjáningar bíði mín.+ 24 En líf mitt skiptir mig engu máli* ef ég fæ aðeins að ljúka hlaupinu+ og þjónustunni sem ég fékk frá Drottni Jesú, að boða rækilega fagnaðarboðskapinn um einstaka góðvild Guðs.

25 Nú veit ég að enginn ykkar sem ég boðaði ríkið fær að sjá mig framar. 26 Ég kalla ykkur því til vitnis um það nú í dag að ég er hreinn af blóði allra+ 27 því að ég hef boðað ykkur vilja* Guðs og ekkert dregið undan.+ 28 Hafið gætur á sjálfum ykkur+ og allri hjörðinni sem heilagur andi hefur falið ykkur til umsjónar,+ til að þið séuð hirðar safnaðar Guðs+ sem hann keypti með blóði síns eigin sonar.+ 29 Ég veit að grimmir úlfar* munu blanda sér í hópinn eftir að ég er farinn+ og ekki fara mildilega með hjörðina. 30 Og úr hópi sjálfra ykkar munu koma fram menn sem rangsnúa sannleikanum til að tæla lærisveinana á eftir sér.+

31 Haldið því vöku ykkar og munið að ég leiðbeindi hverjum og einum ykkar stöðugt með tárum dag og nótt í þrjú ár.+ 32 Megi nú Guð og boðskapurinn um einstaka góðvild hans vernda ykkur, en þessi boðskapur getur byggt ykkur upp og veitt ykkur arfleifðina meðal allra hinna heilögu.+ 33 Ég hef ekki ágirnst silfur né gull né föt nokkurs manns.+ 34 Þið vitið sjálfir að þessar hendur hafa unnið fyrir þörfum mínum+ og þörfum þeirra sem voru með mér. 35 Ég hef sýnt ykkur í öllu að eins eigið þið að vinna hörðum höndum+ til að hjálpa hinum veikburða. Og hafið í huga það sem Drottinn Jesús sagði: ‚Það er ánægjulegra að gefa+ en þiggja.‘“

36 Eftir að hafa sagt þetta féll hann á kné ásamt þeim öllum og baðst fyrir. 37 Allir fóru að gráta sáran og þeir föðmuðu Pál* og kysstu hann ástúðlega 38 því að þeim var mjög brugðið að heyra hann segja að þeir myndu ekki sjá hann framar.+ Síðan fylgdu þeir honum til skips.

21 Eftir að hafa slitið okkur frá þeim létum við úr höfn og sigldum beinustu leið til Kós, næsta dag til Ródos og þaðan til Patara. 2 Þar fundum við skip sem átti að fara til Fönikíu, stigum um borð og sigldum þaðan. 3 Við sáum til Kýpur en fórum fram hjá eyjunni á bakborða,* héldum áfram til Sýrlands og komum að landi í Týrus þar sem átti að afferma skipið. 4 Við leituðum lærisveinana uppi og stöldruðum við í sjö daga. En í ljósi þess sem andinn birti þeim báðu þeir Pál margsinnis að stíga ekki fæti inn í Jerúsalem.+ 5 Eftir að hafa dvalist þar héldum við ferð okkar áfram og allir lærisveinarnir, ásamt konum og börnum, fylgdu okkur út úr borginni. Við krupum á kné á ströndinni, báðumst fyrir 6 og kvöddumst. Síðan stigum við um borð í skipið en hinir sneru aftur heim.

7 Frá Týrus sigldum við til Ptólemais og lukum þar sjóferðinni. Við heilsuðum upp á bræðurna og systurnar og vorum hjá þeim einn dag. 8 Daginn eftir fórum við til Sesareu og komum í hús Filippusar trúboða sem var einn mannanna sjö+ og dvöldumst hjá honum. 9 Hann átti fjórar ógiftar dætur* sem voru gæddar spádómsgáfu.+ 10 Þegar við höfðum verið þar þó nokkra daga kom spámaður sem hét Agabus+ ofan frá Júdeu. 11 Hann kom til okkar, tók belti Páls, batt fætur sína og hendur og sagði: „Heilagur andi segir: ‚Þannig munu Gyðingar í Jerúsalem binda manninn+ sem á þetta belti og framselja hann mönnum af þjóðunum.‘“+ 12 Þegar við heyrðum þetta sárbændum við Pál um að fara ekki til Jerúsalem og eins gerðu hinir sem voru þar. 13 Þá sagði Páll: „Hvers vegna eruð þið að gráta og reyna að draga úr mér kjark? Ég fullvissa ykkur um að ég er bæði tilbúinn til að láta binda mig og til að deyja í Jerúsalem fyrir nafn Drottins Jesú.“+ 14 Þegar ekki tókst að telja honum hughvarf gáfumst við upp* og sögðum: „Verði vilji Jehóva.“*

15 Eftir þetta bjuggumst við til ferðar og lögðum af stað til Jerúsalem. 16 Nokkrir lærisveinar frá Sesareu urðu okkur samferða og fóru með okkur til Mnasons frá Kýpur, eins af fyrstu lærisveinunum, en þar var okkur boðið að gista. 17 Þegar við komum til Jerúsalem tóku bræðurnir okkur fagnandi. 18 Daginn eftir fór Páll með okkur til Jakobs+ þar sem allir öldungarnir voru samankomnir. 19 Hann heilsaði þeim og skýrði síðan ítarlega frá því sem Guð hafði gert meðal þjóðanna með þjónustu hans.

20 Þeir lofuðu Guð þegar þeir höfðu heyrt þetta en sögðu við Pál: „Þú sérð, bróðir, hve margar þúsundir Gyðinga hafa tekið trú og þeim er öllum kappsmál að fylgja lögunum.+ 21 En þeir hafa heyrt sögusagnir um að þú kennir öllum Gyðingum sem búa meðal þjóðanna fráhvarf frá Móse og segir þeim að umskera hvorki börn sín né fylgja rótgrónum siðum.+ 22 Hvað er þá til ráða? Þeir frétta fyrir víst að þú sért kominn. 23 Gerðu því eftirfarandi: Hjá okkur eru fjórir menn sem hafa unnið heit. 24 Taktu þessa menn með þér, hreinsaðu þig ásamt þeim samkvæmt helgisiðunum og berðu kostnaðinn fyrir þá svo að þeir geti látið raka höfuðið. Þá sjá allir að orðrómurinn um þig er tilhæfulaus og að þú gerir það sem er rétt og lifir samkvæmt lögunum.+ 25 En trúuðu fólki af þjóðunum höfum við sent bréf með þeim úrskurði okkar að það skuli halda sig frá því sem hefur verið fórnað skurðgoðum,+ frá blóði,+ kjöti af köfnuðum* dýrum+ og kynferðislegu siðleysi.“*+

26 Páll tók þá mennina með sér daginn eftir og hreinsaði sig ásamt þeim samkvæmt helgisiðunum.+ Síðan gekk hann í musterið til að láta vita hvenær hreinsunardögunum lyki og færa skyldi fórn fyrir hvern og einn þeirra.

27 Þegar dagarnir sjö voru næstum á enda sáu Gyðingar frá Asíu hann í musterinu. Þeir æstu upp allan mannfjöldann, gripu Pál 28 og hrópuðu: „Ísraelsmenn, hjálpið okkur! Þetta er maðurinn sem fer um allt og kennir öllum það sem er andstætt fólki okkar, lögum okkar og þessum stað. Auk þess hefur hann komið með Grikki inn í musterið og vanhelgað þennan heilaga stað.“+ 29 Þetta sögðu þeir vegna þess að þeir höfðu áður séð Trófímus+ frá Efesus með Páli í borginni og gerðu ráð fyrir að hann hefði farið með hann inn í musterið. 30 Öll borgin var í uppnámi og fólkið kom hlaupandi, greip Pál og dró hann út úr musterinu. Dyrunum var síðan lokað umsvifalaust. 31 Menn reyndu að drepa hann en þá var hersveitarforingjanum sagt að allt væri á öðrum endanum í Jerúsalem. 32 Hann brást skjótt við, tók með sér hermenn og liðsforingja og hljóp niður til þeirra. Þegar þeir sáu hersveitarforingjann og hermennina hættu þeir að berja Pál.

33 Hersveitarforinginn steig fram, lét handtaka hann og skipaði að hann skyldi bundinn tvennum hlekkjum.+ Hann spurði síðan hver hann væri og hvað hann hefði gert. 34 En sumir í mannfjöldanum hrópuðu eitt og aðrir annað. Þar sem hersveitarforinginn gat ekki orðið neins vísari vegna ólátanna fyrirskipaði hann að farið skyldi með Pál inn í bækistöðvar hermannanna. 35 Þegar Páll kom að tröppunum þurftu hermennirnir að bera hann vegna ofsans í mannfjöldanum 36 en múgur manns elti og æpti: „Drepið hann!“

37 Í þann mund sem átti að leiða Pál inn í bækistöðvar hermannanna spurði hann hersveitarforingjann: „Má ég segja við þig nokkur orð?“ Hann svaraði: „Kanntu grísku? 38 Ertu þá ekki Egyptinn sem æsti til uppreisnar fyrir nokkru og fór með launmorðingjana 4.000 út í óbyggðirnar?“ 39 Páll svaraði: „Ég er reyndar Gyðingur+ frá Tarsus+ í Kilikíu, borgari í ekki ómerkilegri borg. Ég bið þig að leyfa mér að tala til fólksins.“ 40 Hann leyfði það og Páll bandaði með hendinni til fólksins þar sem hann stóð í tröppunum. Þegar hann hafði fengið hljóð ávarpaði hann fólkið á hebresku+ og sagði:

22 „Menn, bræður og feður, heyrið það sem ég vil segja mér til varnar.“+ 2 Þegar þeir heyrðu að hann ávarpaði þá á hebresku urðu þeir enn hljóðari. Þá sagði hann: 3 „Ég er Gyðingur,+ fæddur í Tarsus í Kilikíu+ en menntaður í þessari borg við fætur Gamalíels,+ fræddur samkvæmt ströngustu túlkun á lögum forfeðranna+ og jafn ákafur í þjónustu Guðs og þið eruð allir nú í dag.+ 4 Ég ofsótti þá sem fylgdu Veginum og lét fjötra, fangelsa og jafnvel lífláta bæði karla og konur+ 5 eins og æðstipresturinn og allt öldungaráðið geta vitnað um. Ég fékk líka bréf hjá þeim til bræðranna í Damaskus og var á leiðinni þangað til að taka þá sem voru þar og flytja í fjötrum til Jerúsalem og láta refsa þeim.

6 En þegar ég nálgaðist Damaskus um hádegisbil leiftraði skyndilega á mig skært ljós af himni+ 7 og ég féll til jarðar og heyrði rödd sem sagði við mig: ‚Sál, Sál, hvers vegna ofsækirðu mig?‘ 8 Ég svaraði: ‚Hver ertu, Drottinn?‘ Hann sagði: ‚Ég er Jesús frá Nasaret sem þú ofsækir.‘ 9 Þeir sem voru með mér sáu ljósið en heyrðu ekki rödd þess sem talaði við mig. 10 Þá spurði ég: ‚Hvað á ég að gera, Drottinn?‘ Hann svaraði mér: ‚Stattu á fætur og farðu til Damaskus. Þar verður þér sagt frá öllu sem þér er ætlað að gera.‘+ 11 En þar sem ég blindaðist af skæru ljósinu þurftu þeir sem voru með mér að leiða mig til Damaskus.

12 Ananías nokkur, guðrækinn maður sem fylgdi lögunum og hafði gott orð á sér meðal allra Gyðinga þar, 13 kom nú til mín, nam staðar hjá mér og sagði: ‚Sál, bróðir, fáðu sjónina aftur.‘ Í sömu andrá leit ég upp og sá hann.+ 14 Hann sagði: ‚Guð forfeðra okkar hefur valið þig til að kynnast vilja sínum og sjá hinn réttláta+ og heyra rödd hans 15 því að þú átt að vera vottur hans og segja öllum mönnum frá því sem þú hefur séð og heyrt.+ 16 Eftir hverju ertu að bíða? Stattu upp, láttu skírast og þvoðu af þér syndir þínar+ með því að ákalla nafn hans.‘+

17 Þegar ég var kominn aftur til Jerúsalem+ og baðst fyrir í musterinu fékk ég vitrun 18 og sá Drottin. Hann sagði við mig: ‚Flýttu þér burt úr Jerúsalem því að menn munu ekki taka við því sem þú boðar um mig.‘+ 19 Ég svaraði: ‚Drottinn, þeir vita sjálfir mætavel að ég fór úr einu samkunduhúsi í annað til að fangelsa og hýða þá sem trúðu á þig,+ 20 og þegar blóði Stefáns vottar þíns var úthellt var ég samþykkur því og stóð þar hjá og gætti yfirhafna þeirra sem drápu hann.‘+ 21 Hann sagði samt við mig: ‚Farðu nú því að ég ætla að senda þig til fjarlægra þjóða.‘“+

22 Þeir höfðu hlustað á hann fram að þessu en nú hrópuðu þeir: „Burt með þennan mann af jörðinni því að hann á ekki skilið að lifa!“ 23 Þeir æptu hástöfum, sveifluðu yfirhöfnum sínum til og frá og þyrluðu ryki upp í loftið.+ 24 Hersveitarforinginn fyrirskipaði því að farið yrði með Pál inn í bækistöðvar hermannanna og skipaði að þar skyldi yfirheyra hann og húðstrýkja til að komast að raun um hvers vegna Gyðingar veittust að honum með slíkum hrópum. 25 En þegar þeir höfðu bundið Pál fastan til að húðstrýkja hann sagði hann við liðsforingjann sem stóð þar: „Megið þið lögum samkvæmt húðstrýkja rómverskan borgara án þess að hann sé dæmdur?“*+ 26 Þegar liðsforinginn heyrði þetta fór hann til hersveitarforingjans, sagði honum frá því og spurði: „Hvað ætlarðu nú að gera? Þessi maður er rómverskur.“ 27 Hersveitarforinginn fór þá til Páls og spurði hann: „Segðu mér, ertu rómverskur?“ „Já,“ svaraði hann. 28 Þá sagði hersveitarforinginn: „Ég keypti þennan ríkisborgararétt dýrum dómum.“ En Páll sagði: „Ég hef haft hann frá fæðingu.“+

29 Mennirnir sem ætluðu að fara að pynta hann til sagna hörfuðu samstundis frá honum og hersveitarforinginn varð hræddur þegar hann uppgötvaði að hann hafði látið hlekkja rómverskan mann.+

30 Daginn eftir lét hann leysa Pál og kallaði saman yfirprestana og allt Æðstaráðið því að hann vildi vita með vissu fyrir hvað Gyðingar ákærðu hann. Síðan fór hann með Pál niður til þeirra og leiddi hann fram fyrir þá.+

23 Páll horfði fast á Æðstaráðið og sagði: „Menn, bræður, ég hef að öllu leyti haft hreina samvisku frammi fyrir Guði+ allt til þessa dags.“ 2 Þá skipaði Ananías æðstiprestur þeim sem stóðu hjá honum að slá hann á munninn. 3 En Páll sagði við hann: „Guð mun slá þig, þú hvítkalkaði veggur.* Situr þú og dæmir mig samkvæmt lögunum en brýtur jafnframt lögin með því að skipa að ég skuli sleginn?“ 4 Þeir sem stóðu hjá sögðu: „Smánarðu æðstaprest Guðs?“ 5 En Páll svaraði: „Bræður, ég vissi ekki að hann væri æðstiprestur. Skrifað stendur: ‚Þú skalt ekki tala niðrandi um leiðtoga fólks þíns.‘“+

6 Nú vissi Páll að sumir þeirra voru saddúkear en aðrir farísear og hann hrópaði yfir Æðstaráðið: „Menn, bræður, ég er farísei,+ kominn af faríseum. Ég er fyrir rétti vegna vonarinnar um upprisu dauðra.“ 7 Þegar hann sagði þetta kviknaði deila milli farísea og saddúkea og ráðið skiptist í tvo hópa 8 því að saddúkear segja að hvorki sé til upprisa, englar né andar en farísear trúa á* allt þetta.+ 9 Nú varð mikið uppnám og sumir fræðimenn af flokki farísea stóðu upp og hrópuðu af miklum ofsa: „Við sjáum ekki að þessi maður hafi gert neitt rangt. Segjum að andi eða engill hafi talað við hann+ …“ 10 Nú harðnaði deilan og hersveitarforinginn óttaðist að þeir myndu slíta Pál í sundur. Hann skipaði því hermönnunum að fara og bjarga honum frá þeim og flytja hann í bækistöðvar sínar.

11 Um nóttina stóð Drottinn hjá honum og sagði: „Hertu upp hugann!+ Þú átt eftir að vitna um mig í Róm,+ rétt eins og þú hefur vitnað rækilega um mig í Jerúsalem.“

12 Morguninn eftir gerðu Gyðingar samsæri og sóru þess eið* að borða hvorki né drekka fyrr en þeir hefðu drepið Pál. 13 Yfir 40 menn sóru eiðinn og tóku þátt í samsærinu. 14 Þeir fóru til yfirprestanna og öldunganna og sögðu: „Við höfum svarið þess dýran eið að bragða ekki mat fyrr en við höfum drepið Pál. 15 Þið og Æðstaráðið skuluð því biðja hersveitarforingjann að koma með hann niður til ykkar og láta eins og þið viljið rannsaka mál hans betur. En við verðum tilbúnir að ráða hann af dögum áður en hann kemst alla leið.“

16 Systursonur Páls frétti hins vegar af launsátrinu sem þeir áformuðu, gekk inn í bækistöðvar hermannanna og sagði Páli frá því. 17 Páll kallaði þá á einn af liðsforingjunum og sagði: „Farðu með þennan unga mann til hersveitarforingjans því að hann er með upplýsingar handa honum.“ 18 Hann fór þá með hann til hersveitarforingjans og sagði: „Fanginn Páll kallaði á mig og bað mig að fara til þín með þennan unga mann því að hann þarf að segja þér nokkuð.“ 19 Hersveitarforinginn leiddi hann afsíðis og spurði: „Hvað er það sem þú vilt segja mér?“ 20 Hann svaraði: „Gyðingar hafa komið sér saman um að biðja þig að leiða Pál fyrir Æðstaráðið á morgun. Þeir láta eins og þeir ætli að kynna sér mál hans betur.+ 21 Farðu ekki að vilja þeirra því að meira en 40 menn úr þeirra hópi ætla að sitja fyrir honum og þeir hafa svarið þess eið að borða hvorki né drekka fyrr en þeir hafa drepið hann.+ Þeir eru viðbúnir og bíða nú eftir að þú gefir leyfi.“ 22 Hersveitarforinginn lét unga manninn fara og skipaði honum að segja engum að hann hefði látið sig vita af þessu.

23 Hann kallaði til sín tvo liðsforingja og sagði: „Látið 200 hermenn vera tilbúna til að fara til Sesareu um þriðju stund nætur,* auk 70 riddara og 200 spjótbera. 24 Hafið líka til hesta handa Páli til að koma honum heilum á húfi til Felix landstjóra.“ 25 Síðan skrifaði hann svohljóðandi bréf:

26 „Kládíus Lýsías sendir kveðju hinum göfuga landstjóra Felix. 27 Gyðingar tóku þennan mann og voru í þann mund að drepa hann en ég kom í flýti með hermönnum mínum og bjargaði honum+ þegar ég uppgötvaði að hann var rómverskur.+ 28 Ég vildi vita fyrir hvað þeir ákærðu hann og fór því með hann fyrir Æðstaráð þeirra.+ 29 Ég komst að raun um að hann var ákærður vegna ágreinings um lög þeirra+ en ekki sakaður um neitt sem kallar á dauðarefsingu eða fangavist. 30 En þar sem ég fékk að vita af samsæri gegn manninum+ sendi ég hann undireins til þín og skipa að ákærendur hans flytji mál sitt gegn honum fyrir þér.“

31 Hermennirnir tóku þá Pál+ eins og þeim var skipað og fóru með hann um nóttina til Antípatris. 32 Daginn eftir sneru þeir aftur til bækistöðvanna en létu riddarana halda áfram með hann. 33 Riddararnir komu til Sesareu, afhentu landstjóranum bréfið og leiddu Pál fyrir hann. 34 Hann las bréfið, spurði frá hvaða skattlandi hann væri og fékk að vita að hann væri frá Kilikíu.+ 35 „Ég hlusta á málsvörn þína þegar ákærendur þínir koma,“+ sagði hann. Síðan fyrirskipaði hann að Páll skyldi hafður í gæslu í höll Heródesar.

24 Fimm dögum síðar kom Ananías+ æðstiprestur til Sesareu ásamt nokkrum öldungum og málflytjanda* sem hét Tertúllus. Þeir lögðu mál sitt gegn Páli fyrir landstjórann.+ 2 Þegar Tertúllusi var boðið að hefja málsóknina tók hann til máls og sagði:

„Fyrir þína tilstuðlan njótum við mikils friðar og sökum framsýni þinnar hafa miklar umbætur orðið hjá þjóð okkar. 3 Göfugi Felix, við viðurkennum það alls staðar og öllum stundum, fullir þakklætis. 4 En svo að ég tefji þig sem minnst bið ég þig að sýna okkur þá góðmennsku að hlýða örstutt á okkur. 5 Við höfum komist að raun um að þessi maður er plága.*+ Hann æsir til uppreisnar+ meðal allra Gyðinga um alla heimsbyggðina og er forsprakki sértrúarflokks nasarea.+ 6 Hann reyndi einnig að vanhelga musterið og þess vegna tókum við hann höndum.+ 7* —— 8 Þegar þú yfirheyrir hann kemstu sjálfur að raun um að allt stenst sem við ákærum hann fyrir.“

9 Gyðingar tóku nú undir ákæruna og fullyrtu að þetta væri rétt. 10 Landstjórinn gaf Páli merki um að taka til máls og Páll sagði:

„Mér er vel kunnugt að þú hefur verið dómari þessarar þjóðar árum saman og ég skal því fúslega verja mál mitt.+ 11 Þú getur sjálfur sannreynt að ekki eru nema 12 dagar síðan ég fór upp til Jerúsalem til að tilbiðja Guð+ 12 og ég var hvorki staðinn að því að þræta við neinn í musterinu né æsa til óeirða, hvorki í samkunduhúsunum né annars staðar í borginni. 13 Þeir geta ekki heldur sannað fyrir þér það sem þeir ákæra mig fyrir núna. 14 Ég viðurkenni að ég veiti Guði forfeðra minna heilaga þjónustu+ á þann hátt sem þeir kalla sértrú en trúi jafnframt öllu sem fram kemur í lögunum og stendur skrifað í spámönnunum.+ 15 Og ég ber sömu von til Guðs og þessir menn, að bæði réttlátir og ranglátir+ muni rísa upp.+ 16 Þess vegna reyni ég alltaf að varðveita hreina* samvisku frammi fyrir Guði og mönnum.+ 17 Eftir margra ára fjarveru kom ég aftur til að færa löndum mínum fátækrahjálp+ og bera fram fórnir. 18 Þeir komu að mér í musterinu meðan ég var að því. Ég var hreinn samkvæmt helgisiðunum,+ enginn mannfjöldi var hjá mér og ég olli engum óspektum. En þar voru nokkrir Gyðingar frá skattlandinu Asíu 19 sem hefðu átt að vera hér til að ákæra mig frammi fyrir þér ef þeir hefðu eitthvað haldbært til að saka mig um.+ 20 Láttu annars mennina sem eru hér sjálfa segja hvað þeir fundu saknæmt þegar ég stóð fyrir Æðstaráðinu, 21 annað en þetta eina sem ég hrópaði meðan ég stóð meðal þeirra: ‚Ég er fyrir rétti í dag vegna þess að ég trúi á upprisu dauðra.‘“+

22 En Felix, sem þekkti nokkuð vel til Vegarins,+ frestaði nú málinu og sagði: „Ég skal skera úr máli ykkar þegar Lýsías hersveitarforingi kemur hingað.“ 23 Hann skipaði liðsforingjanum að hafa manninn áfram í varðhaldi en veita honum visst frjálsræði og leyfa vinum hans að sjá fyrir þörfum hans.

24 Nokkrum dögum síðar kom Felix ásamt Drúsillu eiginkonu sinni, en hún var Gyðingur. Hann lét sækja Pál og hlustaði á hann tala um trúna á Krist Jesú.+ 25 En þegar Páll ræddi um réttlæti, sjálfstjórn og komandi dóm+ varð Felix hræddur og sagði: „Farðu nú, ég læt kalla á þig aftur við tækifæri.“ 26 Í og með vonaðist hann til að Páll gæfi sér peninga. Hann lét því sækja hann oft til að ræða við hann. 27 En að tveim árum liðnum tók Porkíus Festus við af Felix og þar sem Felix vildi afla sér velvildar Gyðinga+ lét hann Pál eftir í haldi.

25 Þrem dögum eftir að Festus+ kom til skattlandsins og tók við völdum fór hann frá Sesareu upp til Jerúsalem. 2 Yfirprestarnir og fyrirmenn Gyðinga lögðu fram ákærur sínar gegn Páli.+ Þeir báðu Festus 3 að gera sér þann greiða að láta senda Pál til Jerúsalem en þeir ætluðu að sitja fyrir honum á leiðinni og drepa hann.+ 4 Festus svaraði hins vegar að Páll skyldi vera áfram í varðhaldi í Sesareu og að sjálfur færi hann bráðlega þangað aftur. 5 „Látið því ráðamenn ykkar,“ sagði hann, „koma með mér og ákæra manninn ef hann hefur á annað borð brotið eitthvað af sér.“+

6 Festus hafði ekki verið hjá þeim nema í átta eða tíu daga þegar hann fór niður til Sesareu. Daginn eftir settist hann í dómarasætið og skipaði að Páll skyldi leiddur inn. 7 Gyðingarnir sem höfðu komið frá Jerúsalem umkringdu hann þegar hann kom inn og báru á hann margar þungar sakir sem þeir gátu ekki sannað.+

8 Páll varði sig og sagði: „Ég hef hvorki syndgað gegn lögum Gyðinga, musterinu né keisaranum.“+ 9 Festus, sem vildi afla sér velvildar Gyðinga,+ spurði þá Pál: „Viltu fara til Jerúsalem og fá dæmt í málinu þar að mér viðstöddum?“ 10 En Páll svaraði: „Ég stend nú fyrir dómarasæti keisarans og þar á ég að hljóta dóm. Ég hef ekki gert neitt á hlut Gyðinga eins og þú hefur örugglega áttað þig á. 11 Ef ég hef gerst brotlegur og framið eitthvað sem kallar á dauðarefsingu+ biðst ég ekki undan því að deyja. En ef ekkert er hæft í ásökunum þessara manna á hendur mér hefur enginn rétt til að láta það eftir þeim að framselja mig í hendur þeirra. Ég skýt máli mínu til keisarans.“+ 12 Eftir að Festus hafði talað við ráðgjafa sína svaraði hann: „Þú hefur skotið máli þínu til keisarans og til keisarans skaltu fara.“

13 Nokkrum dögum síðar komu Agrippa konungur og Berníke til Sesareu í kurteisisheimsókn til Festusar. 14 Þar sem þau dvöldust þar allmarga daga lagði Festus mál Páls fyrir konung og sagði:

„Hér er fangi sem Felix skildi eftir. 15 Þegar ég var í Jerúsalem báru yfirprestar og öldungar Gyðinga fram ákæru gegn honum+ og báðu um að hann yrði dæmdur sekur. 16 En ég svaraði að Rómverjar væru ekki vanir að framselja nokkurn sakborning í greiðaskyni fyrr en hann hefði staðið frammi fyrir ákærendum sínum og fengið tækifæri til að verja mál sitt.+ 17 Þegar þeir komu lét ég málið ekki tefjast heldur settist í dómarasætið daginn eftir og lét leiða manninn inn. 18 Ákærendurnir stigu fram en sökuðu hann ekki um nein þau brot sem ég hafði búist við.+ 19 Þeir áttu einfaldlega í deilum við hann um guðsdýrkun* sjálfra þeirra+ og um Jesú nokkurn sem var dáinn en Páll fullyrti að væri lifandi.+ 20 Þar sem ég var óviss um hvernig ætti að taka á þessum deilum spurði ég hvort hann vildi fara til Jerúsalem og láta dæma í málinu þar.+ 21 En Páll fór fram á að hans hátign* skæri úr máli sínu+ og að hann yrði í varðhaldi þangað til. Ég fyrirskipaði þá að hann skyldi hafður í haldi þar til ég gæti sent hann til keisarans.“

22 Agrippa sagði þá við Festus: „Ég vil gjarnan fá að hlusta á manninn sjálfur.“+ Hinn svaraði: „Þú færð að hlusta á hann á morgun.“ 23 Daginn eftir komu Agrippa og Berníke með mikilli viðhöfn og gengu inn í áheyrendasalinn ásamt hersveitarforingjum og framámönnum borgarinnar. Páll var síðan leiddur inn að skipun Festusar. 24 Festus sagði: „Agrippa konungur og þið öll sem eruð viðstödd. Hér sjáið þið manninn sem er orsök þess að allt samfélag Gyðinga, bæði hér og í Jerúsalem, hefur snúið sér til mín. Það heimtar hástöfum að hann skuli tekinn af lífi.+ 25 En ég áttaði mig á að þessi maður hefur ekki gert neitt sem varðar dauðarefsingu.+ Þegar hann skaut máli sínu sjálfur til hans hátignar ákvað ég því að senda hann þangað. 26 En ég hef ekkert haldbært að skrifa herra mínum um hann og þess vegna hef ég leitt hann fyrir ykkur öll, og sérstaklega fyrir þig, Agrippa konungur, svo að ég hafi eitthvað til að skrifa að lokinni yfirheyrslu. 27 Mér finnst fráleitt að senda fanga án þess að tilgreina fyrir hvað hann er ákærður.“

26 Agrippa+ sagði við Pál: „Þú mátt tala máli þínu.“ Páll rétti þá út höndina, hóf vörn sína og sagði:

2 „Agrippa konungur, ég tel mig lánsaman að það er frammi fyrir þér sem ég fæ að verja mig í dag gegn öllu því sem Gyðingar ásaka mig um,+ 3 sérstaklega þar sem þú ert vel að þér í öllum siðum og ágreiningsmálum Gyðinga. Þess vegna bið ég þig að hlusta þolinmóður á mig.

4 Allir Gyðingar sem þekktu mig áður vita hvernig ég lifði frá unga aldri með þjóð minni og síðan í Jerúsalem.+ 5 Ef þeir vildu gætu þeir vitnað um að ég var farísei+ og fylgdi ströngustu stefnu trúar okkar.+ 6 En nú er ég lögsóttur fyrir vonina um að Guð uppfylli loforðið sem hann gaf forfeðrum okkar.+ 7 Þetta er sama loforð og ættkvíslir okkar 12 vonast til að sjá rætast þegar þær veita honum heilaga þjónustu af ákafa dag og nótt. Fyrir þessa von, konungur, er ég ákærður af Gyðingum.+

8 Hvers vegna teljið þið ótrúlegt að Guð reisi upp hina dánu? 9 Sjálfur var ég sannfærður um að ég ætti að berjast með öllum ráðum gegn nafni Jesú frá Nasaret. 10 Og það gerði ég einmitt í Jerúsalem. Ég hneppti marga hinna heilögu í fangelsi+ og hafði vald til þess frá yfirprestunum,+ og þegar menn vildu taka þá af lífi greiddi ég atkvæði með því. 11 Ég reyndi að þvinga þá til að afneita trú sinni með því að refsa þeim æ ofan í æ í öllum samkunduhúsunum. Og þar sem ég var ævareiður út í þá gekk ég jafnvel svo langt að ofsækja þá í öðrum borgum.

12 Þegar ég var á leiðinni til Damaskus í slíkum erindagerðum með vald og umboð frá yfirprestunum 13 sá ég, konungur, ljós frá himni um hádegisbil. Það var bjartara en ljómi sólar og leiftraði á mig og samferðamenn mína.+ 14 Við féllum allir til jarðar og ég heyrði rödd segja við mig á hebresku: ‚Sál, Sál, hvers vegna ofsækirðu mig? Þú gerir þér erfitt fyrir með því að spyrna á móti broddstafnum.‘* 15 En ég spurði: ‚Hver ertu, Drottinn?‘ Og Drottinn svaraði: ‚Ég er Jesús sem þú ofsækir. 16 Rístu nú upp og stattu á fætur. Ég birtist þér vegna þess að ég hef valið þig til að vera þjónn minn og bera vitni bæði um það sem þú hefur séð og það sem ég mun láta þig sjá.+ 17 Ég mun bjarga þér frá þessari þjóð og þjóðunum sem ég sendi þig til.+ 18 Þú átt að opna augu þeirra,+ snúa þeim frá myrkri+ til ljóss+ og frá valdi Satans+ til Guðs svo að þær geti fengið fyrirgefningu synda sinna+ og arf með þeim sem hafa helgast vegna trúar á mig.‘

19 Þess vegna, Agrippa konungur, óhlýðnaðist ég ekki hinni himnesku vitrun 20 heldur boðaði fyrst Damaskusbúum+ og síðan Jerúsalembúum,+ allri Júdeu og einnig þjóðunum að iðrast og snúa sér til Guðs með því að vinna verk sem hæfa iðruninni.+ 21 Af þessari ástæðu gripu Gyðingar mig í musterinu og reyndu að drepa mig.+ 22 En þar sem Guð hefur hjálpað mér hef ég haldið áfram til þessa dags að vitna fyrir háum sem lágum. Og ég segi ekkert nema það sem spámennirnir og Móse sögðu að myndi gerast+ – 23 að Kristur ætti að þjást+ og að hann, sá fyrsti sem reis upp frá dauðum,+ myndi boða ljós bæði Gyðingum og þjóðunum.“+

24 Þegar hér var komið í málsvörn Páls sagði Festus hárri röddu: „Þú ert að missa vitið, Páll! Allur lærdómurinn rænir þig vitinu!“ 25 En Páll svaraði: „Ég er ekki að missa vitið, göfugi Festus, heldur er það sem ég segi bæði satt og skynsamlegt. 26 Konungur þekkir vel til þessara mála svo að ég get talað hiklaust um þetta. Ég er viss um að ekkert af þessu hefur farið fram hjá honum enda hefur það ekki gerst í neinum afkima.+ 27 Trúirðu spámönnunum, Agrippa konungur? Ég veit að þú gerir það.“ 28 Agrippa svaraði Páli: „Þú yrðir ekki lengi að snúa mér til kristni.“ 29 Þá sagði Páll: „Hvort sem það tekur stuttan tíma eða langan bið ég Guð þess að bæði þú og allir sem hlusta á mig í dag verði eins og ég, að fjötrum mínum undanskildum.“

30 Þá stóð konungur upp og eins gerðu landstjórinn, Berníke og þeir sem sátu með þeim. 31 Á leiðinni út sögðu þau sín á milli: „Þessi maður hefur ekkert gert sem kallar á dauðarefsingu eða fangavist.“+ 32 Agrippa sagði þá við Festus: „Það hefði mátt láta manninn lausan ef hann hefði ekki skotið máli sínu til keisarans.“+

27 Fyrst ákveðið var að við skyldum sigla til Ítalíu+ voru Páll og nokkrir aðrir fangar afhentir liðsforingja sem hét Júlíus og var úr hersveit Ágústusar. 2 Við fórum um borð í skip frá Adramýttíum sem átti að sigla til hafna við strönd skattlandsins Asíu og lögðum í haf. Aristarkus,+ makedónskur maður frá Þessaloníku, var með okkur. 3 Daginn eftir komum við að landi í Sídon. Júlíus var Páli góðviljaður* og leyfði honum að fara og hitta vini sína til að njóta umhyggju þeirra.

4 Þaðan létum við í haf og sigldum í skjóli við Kýpur því að við höfðum mótvind. 5 Síðan sigldum við um opið haf undan Kilikíu og Pamfýlíu og komum til hafnar í Mýru í Lýkíu. 6 Þar fann liðsforinginn skip frá Alexandríu sem var á leið til Ítalíu og lét okkur fara um borð. 7 Okkur miðaði hægt dögum saman en náðum með herkjum til Knídus. Þar sem vindur tálmaði för okkar sigldum við undir Krít við Salmóne og fengum þar skjól. 8 Við sigldum með erfiðismunum meðfram ströndinni og komum til staðar sem kallast Góðhafnir og er í grennd við borgina Laseu.

9 Nú var liðinn dágóður tími og siglingar orðnar hættulegar því að komið var fram yfir föstu friðþægingardagsins.+ Páll vildi því vara þá við og sagði: 10 „Góðir menn, ég sé að þessi sjóferð á eftir að enda með hrakningum. Bæði verður mikið tjón á farmi og skipi og við lendum í lífshættu.“ 11 En liðsforinginn tók meira mark á skipstjóranum og eiganda skipsins en því sem Páll sagði. 12 Þar sem höfnin hentaði illa til vetrarlegu mæltu flestir með að sigla þaðan og reyna að ná til Fönix og hafa vetrarlegu þar. Þessi höfn á Krít er opin til norðausturs og suðausturs.

13 Þegar snerist í hæga sunnanátt töldu þeir að þeir myndu ná markmiði sínu, léttu akkerum og sigldu meðfram Krít nærri landi. 14 En áður en langt um leið skall á norðaustan hvassviðri.* 15 Skipið hrakti og ekki var hægt að beita því upp í vindinn svo að við gáfumst upp og létum reka. 16 Síðan komumst við í var við litla eyju sem nefnist Káda. Þar gátum við með naumindum bjargað skipsbátnum* við skutinn. 17 Eftir að hafa híft hann um borð reyrðu þeir skipsskrokkinn köðlum til að styrkja hann. Þeir óttuðust að skipið myndi stranda í Syrtuflóa* og felldu því seglin og létu reka. 18 Daginn eftir fóru þeir að kasta farmi fyrir borð til að létta skipið þar sem það veltist um í illviðrinu. 19 Á þriðja degi köstuðu þeir búnaði skipsins fyrir borð.

20 Þegar hvorki sá til sólar né stjarna dögum saman og ofsaveðrinu linnti ekki urðum við vondaufir um að bjargast. 21 Nú höfðu menn ekki borðað lengi. Páll steig þá fram og sagði: „Góðir menn, þið hefðuð átt að fara að ráðum mínum og leggja ekki úr höfn á Krít. Þá hefðuð þið ekki orðið fyrir þessum hrakningum og tjóni.+ 22 En nú hvet ég ykkur til að herða upp hugann því að enginn ykkar mun týna lífi, aðeins skipið mun farast. 23 Í nótt stóð hjá mér engill+ þess Guðs sem ég tilheyri og veiti heilaga þjónustu. 24 Hann sagði: ‚Óttastu ekki, Páll. Þú átt að koma fyrir keisarann+ og þín vegna mun Guð bjarga öllum sem eru þér samferða.‘ 25 Herðið því upp hugann, góðir menn. Ég trúi að Guð geri alveg eins og mér var sagt. 26 Okkur hlýtur að bera að landi á einhverri eyju.“+

27 Um miðnætti 14. nóttina sem okkur hrakti um Adríahaf fór skipverja að gruna að við værum að nálgast land. 28 Þeir mældu dýpið og reyndist það 20 faðmar.* Eftir að skipið hafði rekið aðeins lengra mældu þeir á ný og var dýpið þá 15 faðmar.* 29 Þeir óttuðust að okkur kynni að reka upp á sker, köstuðu fjórum akkerum úr skutnum og biðu þess óþreyjufullir að það birti af degi. 30 Skipverjar reyndu að flýja skipið og settu skipsbátinn útbyrðis en þóttust vera að kasta akkerum úr stefninu. 31 Páll sagði þá við liðsforingjann og hermennina: „Þið getið ekki bjargast nema þessir menn séu kyrrir um borð.“+ 32 Hermennirnir hjuggu þá festar bátsins og létu hann reka burt.

33 Undir dögun hvatti Páll alla til að fá sér matarbita og sagði: „Þetta er 14. dagurinn sem þið hafið beðið örvæntingarfullir og ekkert borðað. 34 Ég hvet ykkur því til að borða eitthvað, það er ykkur til góðs. Enginn ykkar mun týna hári af höfði sér.“ 35 Að svo mæltu tók hann brauð, þakkaði Guði í allra augsýn, braut það og fékk sér að borða. 36 Allir urðu nú vongóðir og borðuðu líka. 37 Alls vorum við 276 manns* á skipinu. 38 Þegar þeir höfðu borðað nægju sína léttu þeir skipið með því að kasta hveitifarminum fyrir borð.+

39 Þegar birti þekktu þeir ekki landið+ en sáu þar vík með sandfjöru og ákváðu að reyna að beina skipinu þar á land. 40 Þeir hjuggu á akkerisfestarnar, skildu akkerin eftir í sjónum og losuðu böndin af stýrisárunum. Síðan drógu þeir upp framseglið og létu berast undan vindi til strandar. 41 Þeir lentu á rifi, skipið strandaði og stefnið sat fast en skuturinn tók að liðast í sundur í hafrótinu.+ 42 Hermennirnir ákváðu þá að drepa fangana þannig að enginn þeirra kæmist undan á sundi. 43 En liðsforinginn vildi bjarga Páli og afstýrði því sem þeir ætluðu sér. Hann skipaði þeim sem voru syndir að stökkva fyrstir fyrir borð og synda í land. 44 Hinir áttu að fylgja á eftir, ýmist á plönkum eða braki úr skipinu. Þannig komust allir heilu og höldnu í land.+

28 Eftir að við vorum komnir heilu og höldnu í land komumst við að raun um að eyjan hét Malta.+ 2 Heimamenn, sem töluðu erlent mál, sýndu okkur einstaka góðvild.* Þeir kveiktu eld og hlúðu vel að okkur öllum því að það rigndi og kalt var í veðri. 3 En þegar Páll tíndi saman sprek í knippi og lagði á eldinn skreið út höggormur undan hitanum og beit sig fastan í hönd hans. 4 Þegar heimamenn komu auga á eiturslönguna hanga á hendi hans sögðu þeir hver við annan: „Þessi maður hlýtur að vera morðingi. Hann bjargaðist úr sjónum en Réttvísin* leyfði honum samt ekki að lifa.“ 5 En hann hristi slönguna af sér í eldinn og varð ekki meint af. 6 Þeir bjuggust við að hann bólgnaði upp eða dytti skyndilega niður dauður. Eftir að hafa beðið dágóða stund og séð að honum varð ekki meint af skiptu þeir um skoðun og sögðu að hann væri guð.

7 Skammt frá voru jarðir í eigu æðsta manns eyjunnar en hann hét Públíus. Hann bauð okkur velkomna og við vorum hjá honum í góðu yfirlæti í þrjá daga. 8 Svo vildi til að faðir Públíusar var rúmliggjandi með hita og blóðkreppusótt. Páll fór inn til hans og baðst fyrir, lagði hendur yfir hann og læknaði hann.+ 9 Eftir þetta fóru allir aðrir á eyjunni sem voru veikir að koma til hans og læknast.+ 10 Þeir gáfu okkur margar gjafir í þakklætisskyni og áður en við sigldum þaðan færðu þeir okkur allt sem við þurftum til fararinnar.

11 Þrem mánuðum síðar lögðum við úr höfn á skipi sem bar merki sona Seifs. Skipið var frá Alexandríu og hafði legið við eyjuna um veturinn. 12 Við komum í höfn í Sýrakúsu og vorum þar í þrjá daga. 13 Þaðan sigldum við áfram til Regíum. Daginn eftir fengum við sunnanvind og náðum til Púteólí á öðrum degi. 14 Þar fundum við bræður og þeir hvöttu okkur til að staldra við í viku. Síðan héldum við áleiðis til Rómar. 15 Bræður og systur þar fréttu af okkur og komu á móti okkur alla leið til Appíusartorgs og Þríbúða. Þegar Páll sá þau þakkaði hann Guði og fékk nýjan kraft.+ 16 Að lokum komum við til Rómar og Páli var þá leyft að búa út af fyrir sig ásamt hermanninum sem gætti hans.

17 Að þrem dögum liðnum kallaði hann forystumenn Gyðinga á sinn fund. Þegar þeir voru samankomnir sagði hann við þá: „Menn, bræður, þó að ég hafi ekkert brotið gegn þjóð okkar eða siðum forfeðranna+ var ég tekinn til fanga í Jerúsalem og framseldur Rómverjum.+ 18 Eftir að hafa yfirheyrt mig+ vildu þeir láta mig lausan þar sem engin forsenda var fyrir því að taka mig af lífi.+ 19 En þegar Gyðingar andmæltu því neyddist ég til að skjóta máli mínu til keisarans.+ Það var þó ekki af því að ég vildi ákæra þjóð mína. 20 Ég ber þessa hlekki vegna vonar Ísraels og það er þess vegna sem ég bað um að fá að hitta ykkur og tala við ykkur.“+ 21 Þeir svöruðu: „Við höfum hvorki fengið bréf um þig frá Júdeu né hefur nokkur bræðranna sem hafa komið þaðan tilkynnt né sagt nokkuð slæmt um þig. 22 En okkur finnst rétt að heyra frá þér hverjar skoðanir þínar eru því að við vitum vel að þessum sértrúarflokki+ er alls staðar mótmælt.“+

23 Þeir ákváðu nú dag þegar þeir skyldu hitta hann og þá komu enn fleiri til hans þar sem hann bjó. Hann útskýrði málið fyrir þeim og vitnaði ítarlega um ríki Guðs frá morgni allt til kvölds. Hann notaði bæði lög Móse+ og spámennina+ til að reyna að sannfæra þá um að þeir ættu að trúa á Jesú.+ 24 Sumir trúðu því sem hann sagði en aðrir ekki. 25 Þar sem þeir voru ósammála sín á milli fóru þeir að tínast burt en Páll sagði þetta eitt:

„Heilagur andi sagði forfeðrum ykkar réttilega fyrir milligöngu Jesaja spámanns: 26 ‚Farðu til þessa fólks og segðu: „Þið munuð vissulega heyra en alls ekki skilja og horfa en alls ekki sjá.+ 27 Hjörtu þessa fólks eru orðin ónæm. Það heyrir með eyrunum án þess að bregðast við því og það hefur lokað augunum. Þess vegna sér það ekki með augunum og heyrir ekki með eyrunum né skilur með hjartanu svo að það snúi við og ég lækni það.“‘+ 28 Þið skuluð því vita að þessi leið Guðs til björgunar hefur verið boðuð þjóðunum+ og þær munu hlusta.“+ 29* ——

30 Hann dvaldist þar í heil tvö ár í húsi sem hann leigði+ og tók vel á móti öllum sem komu til hans. 31 Hann boðaði þeim ríki Guðs og fræddi þá djarfmannlega um Drottin Jesú Krist+ án nokkurrar hindrunar.

Eða „til fjarlægustu hluta“.

Eða „hann rifnaði í miðju“.

Orðrétt „gekk inn og út“.

Sjá viðauka A5.

Það er, álitinn jafn hinum postulunum 11.

Eða „nýju víni“.

Það er, um kl. 9.

Það er, fyrirboða.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „og vildi“.

Eða „illa menn“.

Sjá viðauka A5.

Eða „ekkert komi mér úr jafnvægi“.

Orðrétt „Hold mitt“.

Eða „sál mína“.

Eða „Hades“, það er, sameiginlegri gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „er fyrir augliti þínu“.

Eða „Hades“, það er, sameiginlegri gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „að hafa allt sameiginlegt“.

Sjá viðauka A5.

Það er, um kl. 15.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „Sérhver sál“.

Eða „boða upprisuna frá dauðum með vísan til Jesú“.

Orðrétt „efsta hluta hornsins“.

Eða „hugrakkir“.

Eða „ólærðir“, það er, ekki menntaðir við rabbínaskólana. Merkir ekki að þeir hafi verið ólæsir og óskrifandi.

Sjá viðauka A5.

Eða „Kristi“.

Sjá viðauka A5.

Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A5.

Eða „sértrúarflokki“.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „og viljið láta blóð þessa manns koma yfir okkur“.

Eða „hlýða Guði sem stjórnanda“.

Eða „tré“.

Eða „hlýða honum sem stjórnanda“.

Eða „börðu“.

Eða „þóknanlegt Guði að við hættum“.

Orðrétt „bæninni og þjónustu orðsins“.

Eða „fara illa með þá“.

Eða hugsanl. „gerði það sama við“.

Eða „korn“.

Eða „var fallegur í augum Guðs“.

Eða „yfirgefinn“.

Eða „vitja“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „Þið þrjóskir menn og óumskornir í hjörtum og á eyrum“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A5.

Eða hugsanl. „borgar í“.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „ert gallbeiskja“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „gelding“. Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A3.

Sjá viðauka A5.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „binda; færa í bönd“.

Orðrétt „til að leiða þá í böndum“.

Orðrétt „gekk inn og út úr“.

Sjá viðauka A5.

Gríska nafnið Dorkas og arameíska nafnið Tabíþa merkja ‚gasella‘.

Eða „hundraðshöfðingi“, foringi 100 manna liðs.

Eða „skorinni“, rómverskri hereiningu sem í voru 600 manns.

Það er, um kl. 15.

Það er, um kl. 12.

Eða „kraup fyrir honum“.

Það er, um kl. 15.

Sjá viðauka A5.

Eða „tré“.

Eða „trúföstu“.

Orðrétt „tala tungum“.

Eða „deila við“.

Eða „í vegi fyrir“.

Orðrétt „þögnuðu þeir“.

Sjá viðauka A5.

Eða „neyðarhjálp“.

Eða „fram fyrir fólkið til að rétta yfir honum“.

Sjá viðauka A5.

Eða „Gyrtu“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „í vígahug“.

Orðrétt „svefnherbergi“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „prókonsúl“, rómverskum skattlandsstjóra. Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „trénu“.

Eða „áreiðanlega“.

Eða „vilja Guðs“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „ágreinings“.

Eða „sértrúarflokki“.

Eða „miklar deilur“.

Það er, Pétur.

Eða „tjald; skýli“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „úrskurða“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „óblóðguðum“.

Eða „óblóðguðum“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A3.

Sjá viðauka A5.

Eða hugsanl. „fyrir alla muni“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „um“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „án réttarhalda“.

Eða „valdið usla í“.

Eða „komu þangað“.

Eða „þið óttist guðina meira á allan hátt“.

Eða „helgigripi ykkar“.

Eða „afkvæmi“.

Eða „afkvæmi“.

Eða „rökræddi við þá sem voru“.

Orðrétt „Blóð ykkar komi yfir höfuð ykkar“.

Það er, úr samkunduhúsinu.

Eða „prókonsúll“, rómverskur skattlandsstjóri. Sjá orðaskýringar.

Eða „Þau“.

Sjá viðauka A5.

Greinilega til Jerúsalem.

Eða „fræddur munnlega“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „prókonsúlar“, rómverskir skattlandsstjórar. Sjá orðaskýringar.

Eða „fyrir bestu“.

Orðrétt „bundinn í“.

Eða „er mér einskis virði“.

Eða „alla fyrirætlun“.

Eða „að úlfar sem þjaka“.

Orðrétt „féllu um háls Páli“.

Eða „fram hjá með eyjuna á vinstri hönd“.

Orðrétt „fjórar dætur, meyjar“.

Orðrétt „þögnuðum við“.

Sjá viðauka A5.

Eða „óblóðguðum“.

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Eða „án réttarhalda“.

Eða „þú hræsnari“.

Eða „játa opinberlega“.

Eða „skuldbundu sig með bölvun“, það er, þeir trúðu að þeir kölluðu yfir sig bölvun ef þeir héldu ekki eiðinn.

Það er, um kl. 21.

Eða „lögmanni“.

Eða „ófriðarseggur“.

Sjá viðauka A3.

Eða „óflekkaða“.

Eða „trú“.

Eða „Ágústus“. Einn af titlum rómverska keisarans.

Broddstafur var oddhvass stafur notaður til að reka dýr áfram.

Eða „sýndi Páli mannúð“.

Á grísku Evraký′lon.

Smábátur sem hægt var að nota sem björgunarbát.

Sjá orðaskýringar.

Um 36 m. Sjá viðauka B14.

Um 27 m. Sjá viðauka B14.

Eða „sálir“.

Eða „mannúð“.

Á grísku Díke. Hugsanlega er átt við gyðju hefndar og réttvísi eða réttvísina sem hugtak.

Sjá viðauka A3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila