Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Sálmur 1:1-150:6
  • Sálmarnir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sálmarnir
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Sálmarnir

SÁLMARNIR

1 Sá maður er hamingjusamur sem fylgir ekki ráðum vondra manna,

gengur ekki götur syndara+

og situr ekki meðal hæðinna manna+

 2 heldur hefur yndi af lögum Jehóva+

og les þau lágum rómi* dag og nótt.+

 3 Hann verður eins og tré gróðursett hjá lækjum.

Það ber ávöxt á réttum tíma

og lauf þess visna ekki.

Allt sem hann gerir tekst vel.+

 4 Öðru máli gegnir um vonda menn.

Þeir eru eins og hismið sem fýkur burt í vindi.

 5 Þess vegna standast hinir illu ekki fyrir dóminum+

né syndarar í söfnuði réttlátra.+

 6 Jehóva þekkir veg hinna réttlátu+

en vegur vondra manna hverfur.+

2 Hvers vegna eru þjóðirnar æstar

og þjóðflokkar með tilgangslaus áform?+

 2 Konungar jarðarinnar taka sér stöðu

og valdhafarnir sameinast sem einn maður*+

gegn Jehóva og gegn hans smurða.*+

 3 Þeir segja: „Slítum af okkur fjötra þeirra

og köstum frá okkur böndum þeirra!“

 4 Þá hlær Jehóva á himnum,

hæðist að þeim úr hásæti sínu.

 5 Hann talar til þeirra í reiði sinni,

skelfir þá í bræði sinni.

 6 „Ég hef krýnt konung minn+

á Síon,+ mínu heilaga fjalli,“ segir hann.

 7 Ég vil segja frá ákvörðun Jehóva.

Hann sagði við mig: „Þú ert sonur minn,+

í dag varð ég faðir þinn.+

 8 Biddu mig, og ég skal gefa þér þjóðirnar í arf

og alla jörðina til eignar.+

 9 Þú brýtur þær með járnsprota,+

mölvar þær eins og leirker.“+

10 Verið því skynsamir, þið konungar,

látið ykkur segjast,* þið dómarar jarðar.

11 Þjónið Jehóva með ótta*

og fagnið með lotningu.

12 Heiðrið* soninn+ svo að Guð* reiðist ekki

og þið farist+

því að reiði hans getur blossað upp skyndilega.

Allir sem leita skjóls hjá honum eru hamingjusamir.

Söngljóð eftir Davíð þegar hann var á flótta undan Absalon syni sínum.+

3 Jehóva, hvers vegna eru óvinir mínir svona margir?+

Hvers vegna hafa svo margir snúist gegn mér?+

 2 Menn segja um mig:

„Guð mun ekki bjarga honum.“+ (Sela)*

 3 En þú, Jehóva, ert skjöldur minn sem verndar mig á allar hliðar,+

þú heiðrar mig+ og lætur mig bera höfuðið hátt.+

 4 Ég hrópa til Jehóva

og hann svarar mér af sínu heilaga fjalli.+ (Sela)

 5 Ég leggst niður og sofna,

ég vakna óhultur

því að Jehóva er með mér.+

 6 Ég óttast ekki þær tugþúsundir

sem fylkja sér gegn mér á allar hliðar.+

 7 Láttu til þín taka, Jehóva! Bjargaðu mér,+ Guð minn!

Þú löðrungar alla óvini mína,

brýtur tennur hinna illu.+

 8 Björgunin kemur frá Jehóva.+

Þú blessar þjóð þína. (Sela)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð eftir Davíð.

4 Svaraðu mér þegar ég hrópa, minn réttláti Guð,+

búðu mér leið út úr* erfiðleikum mínum.

Vertu mér góður og heyrðu bæn mína.

 2 Þið menn, hve lengi ætlið þið að ráðast að reisn minni og niðurlægja mig?

Hve lengi ætlið þið að elska hið fánýta og eltast við blekkingar? (Sela)

 3 Þið skuluð vita að Jehóva gerir vel við þann* sem er honum trúr.

Jehóva heyrir þegar ég hrópa til hans.

 4 Reiðist en syndgið ekki.+

Hugleiðið það uppi í rúmi og verið hljóðir. (Sela)

 5 Færið fórnir með hreinu hjarta

og treystið Jehóva.+

 6 Margir segja: „Hver mun gera okkur gott?“

Láttu auglit þitt lýsa yfir okkur, Jehóva.+

 7 Þú hefur fyllt hjarta mitt gleði,

meiri en þeirra sem uppskera ríkulega af korni og nýju víni.

 8 Ég leggst og sef vært+

því að þú einn, Jehóva, lætur mig búa við öryggi.+

Til tónlistarstjórans. Með nehílot.* Söngljóð eftir Davíð.

5 Hlustaðu á orð mín, Jehóva,+

heyrðu andvörp mín.

 2 Taktu eftir þegar ég hrópa á hjálp,

konungur minn og Guð minn, því að til þín bið ég.

 3 Á morgnana heyrir þú bæn mína, Jehóva,+

ég tjái þér áhyggjur mínar snemma dags+ og bíð með eftirvæntingu.

 4 Þú ert ekki Guð sem gleðst yfir illsku,+

vondir menn fá ekki að vera gestir þínir.+

 5 Hrokafullir standast ekki fyrir augliti þínu,

þú hatar alla sem gera illt.+

 6 Þú tortímir lygurum.+

Jehóva hefur andstyggð á ofbeldismönnum* og svikurum.+

 7 En ég má ganga í hús þitt+ vegna þíns trygga kærleika,*+

krjúpa frammi fyrir heilögu musteri þínu* af ótta og virðingu fyrir þér.+

 8 Leiddu mig eftir réttlæti þínu, Jehóva, sakir óvina minna,

gerðu veg þinn greiðan fyrir mér.+

 9 Engu sem þeir segja er treystandi,

innra með þeim býr illskan ein.

Kok þeirra er opin gröf,

þeir smjaðra með tungu sinni.*+

10 En Guð mun sakfella þá,

þeir falla á eigin bragði.+

Hrektu þá burt vegna hinna mörgu afbrota þeirra

því að þeir hafa risið gegn þér.

11 En allir sem leita athvarfs hjá þér munu fagna,+

þeir hrópa af gleði að eilífu.

Þú skýlir þeim

og þeir sem elska nafn þitt fagna yfir þér

12 því að þú, Jehóva, blessar hina réttlátu.

Velþóknun þín skýlir þeim eins og skjöldur.+

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri í símjónít.* Söngljóð eftir Davíð.

6 Jehóva, refsaðu mér ekki í reiði þinni,

agaðu mig ekki í heift þinni.+

 2 Vertu mér góður,* Jehóva, því að ég er að þrotum kominn.

Læknaðu mig, Jehóva,+ því að ég skelf á beinunum.

 3 Ég er í öngum mínum+

og spyr þig: Hve lengi, Jehóva?+

 4 Snúðu aftur, Jehóva, og bjargaðu lífi mínu,+

frelsaðu mig vegna þíns trygga kærleika.+

 5 Hinir dánu minnast ekki á þig.*

Hver lofar þig í gröfinni?*+

 6 Ég er örmagna af andvörpum mínum,+

alla nóttina væti ég rúm mitt tárum,

baða hvílu mína í táraflóði.+

 7 Augu mín eru myrkvuð af sorg,+

orðin sljó* sakir þeirra sem ofsækja mig.

 8 Farið frá mér, allir illvirkjar,

því að Jehóva heyrir grát minn.+

 9 Jehóva hlustar á grátbeiðni mína,+

Jehóva bænheyrir mig.

10 Allir óvinir mínir munu skammast sín og skelfast,

hraða sér burt með skömm.+

Harmljóð eftir Davíð sem hann söng fyrir Jehóva vegna orða Kúss Benjamíníta.

7 Jehóva Guð minn, hjá þér leita ég athvarfs.+

Frelsaðu mig frá öllum sem ofsækja mig og bjargaðu mér+

 2 svo að þeir rífi mig ekki sundur eins og ljón,+

dragi mig burt án þess að nokkur komi mér til bjargar.

 3 Er við mig að sakast, Jehóva Guð minn?

Hafi ég gert eitthvað rangt,

 4 gert á hlut þess sem vill mér vel+

eða rænt óvin minn að ástæðulausu*

 5 þá má óvinur minn elta mig og ná mér,

traðka líf mitt til jarðar

svo að reisn mín hverfi í duftið. (Sela)

 6 Láttu til þín taka í reiði þinni, Jehóva.

Rístu upp gegn ofsa óvina minna.+

Vaknaðu og hjálpaðu mér,

fyrirskipaðu að réttlætið nái fram að ganga.+

 7 Þjóðirnar safnist saman umhverfis þig,

leggðu til atlögu gegn þeim frá hæðum.

 8 Jehóva fellir dóm yfir þjóðunum.+

Dæmdu mig, Jehóva,

eftir réttlæti mínu og ráðvendni.+

 9 Láttu verk hinna vondu taka enda

og hina réttlátu standa styrkum fótum+

því að þú ert réttlátur Guð+ sem rannsakar hjörtun+ og innstu tilfinningar manna.*+

10 Guð er skjöldur minn,+ hann frelsar hjartahreina.+

11 Guð er réttlátur dómari,+

hann kunngerir dóma sína* dag hvern.

12 Ef einhver iðrast ekki+ brýnir hann sverð sitt,+

spennir bogann og miðar.+

13 Hann hefur banvæn vopn sín til reiðu,

ber eld að örvum sínum.+

14 Líttu á þann sem er þungaður að illsku,

hann gengur með ógæfu og fæðir lygar.+

15 Hann grefur gryfju og gerir hana djúpa

en fellur sjálfur í hana.+

16 Ógæfan sem hann veldur kemur honum sjálfum í koll,+

ofbeldisverkin koma yfir höfuð hans.

17 Ég vil lofa Jehóva fyrir réttlæti hans,+

lofa nafn Jehóva,+ Hins hæsta,+ í söng.*

Til tónlistarstjórans. Gittít.* Söngljóð eftir Davíð.

8 Jehóva Drottinn okkar, hversu stórfenglegt er nafn þitt um alla jörðina!

Dýrð þína hefur þú hafið hátt yfir himininn.*+

 2 Af munni barna og ungbarna+ hefur þú sýnt mátt þinn

frammi fyrir andstæðingum þínum,

til að þagga niður í óvini þínum og þeim sem leitar hefnda.

 3 Þegar ég horfi til himins, á verk fingra þinna,

á tunglið og stjörnurnar sem þú hefur búið til,+

 4 hvað er þá dauðlegur maður að þú minnist hans

og mannssonur að þú takir hann að þér?+

 5 Þú gerðir hann ögn lægri englunum*

og krýndir hann dýrð og heiðri.

 6 Þú lést hann ríkja yfir verkum handa þinna,+

lagðir allt undir fætur hans:

 7 allan fénað og nautgripi

og öll villtu dýrin,+

 8 fugla himins og fiska sjávar,

allt sem syndir um hafsins veg.

 9 Jehóva Drottinn okkar, hversu stórfenglegt er nafn þitt um alla jörðina!

Til tónlistarstjórans. Almút labben.* Söngljóð eftir Davíð.

א [alef]

9 Ég vil lofa þig, Jehóva, af öllu hjarta,

segja frá öllum undraverkum þínum.+

 2 Ég vil gleðjast og fagna yfir þér,

lofa nafn þitt í söng,* þú Hinn hæsti.+

ב [bet]

 3 Þegar óvinir mínir hörfa+

hrasa þeir og tortímast fyrir augliti þínu

 4 því að þú verð málstað minn og rétt.

Þú situr í hásæti þínu og dæmir af réttvísi.+

ג [gimel]

 5 Þú hefur hastað á þjóðirnar+ og gereytt hinum illu,

afmáð nafn þeirra um alla eilífð.

 6 Óvininum var rutt úr vegi fyrir fullt og allt.

Þú jafnaðir borgir þeirra við jörðu,

enginn minnist þeirra framar.+

ה [he]

 7 En Jehóva situr í hásæti sínu að eilífu,+

hann hefur grundvallað hásæti sitt á réttlæti.+

 8 Hann dæmir heimsbyggðina af réttvísi,+

fellir réttláta dóma yfir þjóðunum.+

ו [vá]

 9 Jehóva verður öruggt athvarf* hinum kúgaða,+

öruggt athvarf á neyðartímum.+

10 Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér+

því að þú, Jehóva, yfirgefur aldrei þá sem leita þín.+

ז [zajin]

11 Lofsyngið Jehóva sem býr á Síon,

kunngerið verk hans meðal þjóðanna.+

12 Hann gleymir ekki hrópum hinna bágstöddu,+

hann man eftir þeim og hefnir blóðs þeirra.+

ח [het]

13 Vertu mér góður, Jehóva, sjáðu hve þjakaður ég er af völdum óvina minna,

þú sem lyftir mér upp frá hliðum dauðans,+

14 svo að ég geti sagt frá dásemdarverkum þínum í hliðum Síonar*+

og fagnað yfir björgun þinni.+

ט [tet]

15 Þjóðirnar hafa fallið í gryfjuna sem þær grófu,

flækt fót sinn í netinu sem þær lögðu.+

16 Jehóva þekkist á dómum sínum.+

Hinir illu gengu í eigin gildru.+

(Higgaíon.* Sela)

י [jód]

17 Hinir vondu hverfa í gröfina,*

allar þjóðir sem gleyma Guði.

18 En hinir fátæku eru ekki gleymdir að eilífu+

og von auðmjúkra bregst ekki.+

כ [kaf]

19 Láttu til þín taka, Jehóva! Láttu ekki dauðlegan manninn hafa betur.

Þjóðirnar hljóti dóm frammi fyrir þér.+

20 Skelfdu þær, Jehóva,+

gerðu þeim ljóst að þær eru dauðlegar. (Sela)

ל [lamed]

10 Hvers vegna stendurðu fjarri, Jehóva?

Hvers vegna felurðu þig á neyðartímum?+

 2 Illmennið eltir hinn hrjáða í hroka sínum+

en flækist í eigin ráðabruggi.+

 3 Hinn illi gortar af eigingjörnum löngunum sínum+

og blessar hinn gráðuga.*

נ [nún]

Hann vanvirðir Jehóva.

 4 Hinn illi er of stoltur til að spyrja nokkurs

og hugsar með sér: „Guð er ekki til.“+

 5 Honum gengur allt í haginn+

en dómar þínir eru ofar skilningi hans.+

Hann hæðist að* öllum andstæðingum sínum.

 6 Hann segir í hjarta sínu: „Ekkert getur stöðvað mig,*

ógæfa mun aldrei henda mig.“*+

פ [pe]

 7 Munnur hans er fullur bölvana, lyga og hótana,+

undir tungu hans eru illindi og særandi orð.+

 8 Hann liggur í launsátri hjá þorpunum,

kemur úr felum til að drepa hinn saklausa.+

ע [ajin]

Augu hans skima eftir varnarlausu fórnarlambi.+

 9 Hann liggur í leynum eins og ljón í bæli sínu,*+

bíður færis að hremma hinn hrjáða.

Hann lokar neti sínu og fangar hann.+

10 Fórnarlambið bíður lægri hlut og hnígur niður,

hinir varnarlausu falla fyrir klóm hans.

11 Hann segir í hjarta sínu: „Guð hefur gleymt+

og snúið sér* undan,

hann tekur ekki eftir neinu.“+

ק [qóf]

12 Rístu upp, Jehóva.+ Lyftu hendi þinni, Guð.+

Gleymdu ekki hinum hrjáðu.+

13 Hvers vegna hefur hinn illi vanvirt Guð?

Hann segir í hjarta sínu: „Þú dregur mig ekki til ábyrgðar.“

ר [res]

14 En eymd og angist fer ekki fram hjá þér,

þú fylgist með og tekur málið í þínar hendur.+

Varnarlaust fórnarlambið snýr sér til þín+

og þú kemur föðurlausu barni* til bjargar.+

ש [shin]

15 Brjóttu handlegg hins vonda og illa manns+

svo að þú finnir ekki illsku hans

þó að þú leitir hennar.

16 Jehóva er konungur um alla eilífð,+

þjóðirnar eru horfnar af jörðinni.+

ת [tá]

17 En þú, Jehóva, heyrir bænir auðmjúkra,+

þú styrkir hjörtu þeirra+ og hlustar af athygli.+

18 Þú lætur föðurlausa og þjakaða ná rétti sínum+

svo að dauðlegir menn hér á jörð hræði þá ekki framar.+

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð.

11 Ég hef leitað athvarfs hjá Jehóva.+

Hvernig getið þið þá sagt við mig:

„Fljúgðu til fjalla eins og fuglinn.

 2 Sjáðu hvernig hinir illu spenna bogann.

Þeir leggja örina á bogastrenginn

til að skjóta í myrkrinu á hina hjartahreinu.

 3 Þegar stoðirnar* eru rifnar niður,

hvað getur hinn réttláti þá gert?“

 4 Jehóva er í sínu heilaga musteri,+

hásæti Jehóva er á himnum.+

Augu hans sjá, vökul augu hans rannsaka mennina.+

 5 Jehóva rannsakar bæði hinn réttláta og hinn rangláta,+

hann* hatar þann sem elskar ofbeldi.+

 6 Hann leggur snörur fyrir* hina illu,

eldur og brennisteinn+ og glóðheitur vindur verður hlutskipti þeirra*

 7 því að Jehóva er réttlátur+ og elskar réttlæti.+

Hinir ráðvöndu fá að sjá auglit* hans.+

Til tónlistarstjórans. Í símjónít.* Söngljóð eftir Davíð.

12 Bjargaðu mér, Jehóva, því að hina trygglyndu er hvergi að finna,

hinir trúu eru horfnir úr hópi mannanna.

 2 Þeir ljúga hver að öðrum,

þeir smjaðra með vörunum og hjörtu þeirra eru full af hræsni.*+

 3 Jehóva mun eyða öllum vörum sem smjaðra,

hverri tungu sem slær um sig með stóryrðum,+

 4 þeim sem segja: „Með tungunni sigrum við,

með vörunum segjum við það sem okkur sýnist.

Hver getur ráðið yfir okkur?“+

 5 „Hinir hrjáðu eru kúgaðir,

hinir fátæku andvarpa.+

Þess vegna rís ég upp og læt til mín taka,“ segir Jehóva.

„Ég bjarga þeim frá öllum sem smána* þá.“

 6 Orð Jehóva eru hrein,+

eins og skírt silfur úr leirofni,* hreinsað sjö sinnum.

 7 Þú gætir þeirra, Jehóva,+

skýlir þeim að eilífu fyrir þessari kynslóð.

 8 Hinir illu leika lausum hala

því að mennirnir upphefja hið illa.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

13 Hversu lengi ætlarðu að gleyma mér, Jehóva? Að eilífu?

Hversu lengi ætlarðu að hylja auglit þitt fyrir mér?+

 2 Hversu lengi á ég að vera áhyggjufullur,

bera sorg í hjarta hvern dag?

Hversu lengi á óvinur minn að hrósa sigri yfir mér?+

 3 Líttu til mín og svaraðu mér, Jehóva Guð minn.

Tendraðu ljós augna minna svo að ég sofni ekki svefni dauðans

 4 og óvinur minn segi: „Ég hef sigrað hann,“

og fagni síðan yfir ógæfu minni.+

 5 Ég treysti á tryggan kærleika þinn,+

hjarta mitt gleðst yfir hjálp þinni.+

 6 Ég vil syngja fyrir Jehóva því að hann hefur launað mér ríkulega.+

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð.

14 Heimskinginn segir í hjarta sínu:

„Jehóva er ekki til.“+

Verk þeirra eru spillt og hegðun þeirra andstyggileg,

enginn gerir það sem er gott.+

 2 En Jehóva lítur á mennina af himni ofan

til að sjá hvort nokkur sé skynsamur, hvort nokkur leiti Jehóva.+

 3 Þeir hafa allir farið af réttri leið,+

þeir eru allir spilltir.

Enginn gerir það sem er gott,

ekki einn einasti.

 4 Skilja þeir ekki neitt, þessir illvirkjar?

Þeir gleypa í sig fólk mitt eins og brauð

og ákalla ekki Jehóva.

 5 En þeir verða skelfingu lostnir+

því að Jehóva er með hinum réttlátu.*

 6 Þið illvirkjar viljið gera áform hins bágstadda að engu

en Jehóva er athvarf hans.+

 7 Ó, að Ísrael berist hjálp frá Síon!+

Jakob gleðjist, Ísrael fagni

þegar Jehóva flytur herleitt fólk sitt aftur heim.

Söngljóð eftir Davíð.

15 Jehóva, hver fær að gista í tjaldi þínu?

Hver fær að búa á þínu heilaga fjalli?+

 2 Sá sem lifir hreinu lífi,*+

gerir það sem er rétt+

og talar sannleika í hjarta sínu.+

 3 Hann ber ekki út róg með tungu sinni,+

gerir náunga sínum ekkert illt+

og talar ekki illa um* vini sína.+

 4 Hann forðast þá sem hegða sér svívirðilega+

en heiðrar þá sem óttast Jehóva.

Hann heldur loforð sín* þó að það komi sér illa fyrir hann.+

 5 Hann lánar ekki peninga gegn vöxtum+

og þiggur ekki mútur í máli gegn saklausum.+

Sá sem gerir þetta stendur stöðugur að eilífu.*+

Miktam* eftir Davíð.

16 Verndaðu mig, Guð, því að hjá þér hef ég leitað athvarfs.+

 2 Ég segi við Jehóva: „Þú ert Jehóva,

frá þér kemur allt það góða sem ég á.*

 3 Hinir heilögu á jörðinni,

hinir dýrlegu, færa mér mikla gleði.“+

 4 Þeir sem elta aðra guði uppskera miklar þjáningar.+

Ég mun aldrei færa guðum þeirra blóðugar drykkjarfórnir

né nefna þá á nafn.+

 5 Jehóva er hlutskipti mitt og hlutdeild,+ bikar minn.+

Þú stendur vörð um arf minn.

 6 Yndislegir staðir hafa komið í minn hlut

og ég er ánægður með arfinn.+

 7 Ég lofa Jehóva sem gefur mér ráð.+

Innstu hugsanir mínar* leiðrétta mig jafnvel um nætur.+

 8 Ég hef Jehóva stöðugt fyrir augum,+

ég missi aldrei fótanna* því að hann er mér til hægri handar.+

 9 Hjarta mitt fagnar, ég er yfir mig glaður*

og bý við öryggi

10 því að þú skilur mig ekki eftir í gröfinni,*+

leyfir ekki að trúr þjónn þinn sjái djúp jarðar.*+

11 Þú kynntir fyrir mér veg lífsins.+

Það fyllir mig gleði að vera nærri þér,*+

við hægri hönd þína verð ég hamingjusamur að eilífu.

Bæn Davíðs.

17 Heyrðu ákall mitt um réttlæti, Jehóva,

gefðu gaum að hrópi mínu á hjálp,

hlustaðu á falslausa bæn mína.+

 2 Felldu réttlátan dóm í mína þágu,+

augu þín sjái hvað er rétt.

 3 Þú hefur rannsakað hjarta mitt, prófað það að nóttu til.+

Þú hefur hreinsað mig+

og komist að raun um að ég hef ekkert illt í hyggju

og munnur minn hefur ekki syndgað.

 4 Hvað sem mennirnir gera

fer ég eftir orðunum af vörum þínum og forðast vegi lögleysingja.+

 5 Hjálpaðu mér að ganga á vegum þínum

svo að ég hrasi ekki.+

 6 Ég hrópa til þín, Guð, því að þú svarar mér.+

Beygðu þig niður og hlustaðu,* hlýddu á orð mín.+

 7 Sýndu tryggan kærleika þinn á undursamlegan hátt.+

Þú bjargar þeim sem leita skjóls við hægri hönd þína,

verndar þá fyrir þeim sem rísa gegn þér.

 8 Varðveittu mig eins og augastein þinn,+

feldu mig í skugga vængja þinna.+

 9 Verndaðu mig fyrir illum mönnum sem ráðast gegn mér,

fyrir blóðþyrstum óvinum sem umkringja mig.+

10 Þeir eru harðbrjósta,*

úr munni þeirra koma hrokafull orð.

11 Nú umkringja þeir okkur,+

leita færis að varpa okkur til jarðar.

12 Óvinurinn er eins og ljón sem hungrar í bráð,

eins og ungt ljón sem liggur í felum.

13 Rístu upp, Jehóva, farðu gegn honum+ og yfirbugaðu hann,

bjargaðu mér frá óvininum með sverði þínu.

14 Bjargaðu mér með hendi þinni, Jehóva,

frá mönnum þessa heims* sem lifa aðeins fyrir líðandi stund.*+

Þeir njóta þess góða sem þú gefur+

og skilja eftir arf handa öllum sonum sínum.

15 En ég geri það sem er rétt og fæ að sjá auglit þitt.

Ég er ánægður þegar ég vakna því að þú ert hjá mér.*+

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð þjón Jehóva. Hann söng þetta ljóð fyrir Jehóva eftir að Jehóva hafði bjargað honum úr höndum allra óvina hans og úr höndum Sáls. Hann sagði:+

18 Ég elska þig, Jehóva, styrkur minn.+

 2 Jehóva er bjarg mitt og vígi, bjargvættur minn.+

Guð minn er klettur+ minn þar sem ég leita athvarfs,

skjöldur minn og horn* frelsunar minnar,* öruggt athvarf.*+

 3 Ég ákalla Jehóva, hann sem á lof skilið,

og ég bjargast frá óvinum mínum.+

 4 Bönd dauðans þrengdu að mér,+

ofsaflóð illmenna skelfdu mig.+

 5 Bönd grafarinnar* umluktu mig,

snörur dauðans ógnuðu mér.+

 6 Í angist minni ákallaði ég Jehóva,

ég hrópaði stöðugt til Guðs míns á hjálp.

Í musteri sínu heyrði hann rödd mína+

og hróp mitt á hjálp barst honum til eyrna.+

 7 Þá hristist jörðin og skalf,+

undirstöður fjallanna léku á reiðiskjálfi,

þær nötruðu því að hann var reiður.+

 8 Reyk lagði úr nösum hans,

eyðandi eld úr munni hans+

og glóandi kol þeyttust út frá honum.

 9 Þegar hann steig niður sveigði hann himininn+

og svartamyrkur var undir fótum hans.+

10 Hann kom fljúgandi á kerúb+

og steypti sér niður á vængjum andaveru.*+

11 Hann umlukti sig myrkri.+

Regnþykknið og skýsortinn

var eins og skýli í kringum hann.+

12 Úr ljómanum umhverfis hann

brutust hagl og eldneistar gegnum skýin.

13 Þá þrumaði Jehóva á himni.+

Hinn hæsti hóf upp rödd sína.+

Það rigndi hagli og eldneistum.

14 Hann skaut örvum sínum og tvístraði óvinunum,*+

slöngvaði eldingum svo að þeir skelfdust.+

15 Árfarvegirnir komu í ljós,+

undirstöður jarðar sáust þegar þú, Jehóva, veittir refsingu

og blést úr nösum þér.+

16 Hann rétti út hönd sína frá hæðum,

greip í mig og dró mig upp úr djúpinu.+

17 Hann bjargaði mér frá öflugum óvini mínum,+

frá þeim sem hötuðu mig og voru mér yfirsterkari.+

18 Þeir stóðu gegn mér á ógæfudegi mínum+

en Jehóva studdi mig.

19 Hann leiddi mig í öruggt skjól,*

bjargaði mér því að hann elskaði mig.+

20 Jehóva launar mér réttlæti mitt,+

umbunar mér fyrir sakleysi mitt*+

21 því að ég hef haldið mig á vegi Jehóva

og ekki snúið baki við Guði mínum.

22 Ég hef alla dóma hans fyrir augum mér,

hunsa ekki ákvæði hans.

23 Ég vil standa hreinn frammi fyrir honum+

og varast að syndga.+

24 Jehóva umbuni mér fyrir réttlæti mitt,+

fyrir sakleysi mitt frammi fyrir honum.+

25 Þú ert trúr hinum trúfasta,+

ráðvandur hinum ráðvanda,+

26 falslaus hinum falslausa+

en leikur á hinn svikula.+

27 Þú frelsar undirokaða*+

en auðmýkir hrokafulla.*+

28 Þú lætur lampa minn skína, Jehóva.

Guð minn, þú lýsir upp myrkur mitt.+

29 Með þinni hjálp get ég ráðist gegn ránsflokki,+

með mætti Guðs get ég klifið múra.+

30 Vegur hins sanna Guðs er fullkominn,+

orð Jehóva er hreint.*+

Hann er skjöldur öllum sem leita athvarfs hjá honum.+

31 Hver er Guð nema Jehóva?+

Hver er klettur nema Guð okkar?+

32 Hinn sanni Guð klæðir mig styrkleika,+

hann gerir veg minn greiðan.+

33 Hann gerir mig fráan á fæti eins og hind,

lætur mig standa á hæðunum.+

34 Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar,

handleggi mína til að spenna eirboga.

35 Þú bjargar mér með skildi þínum,+

hægri hönd þín styður mig,

auðmýkt þín gerir mig mikinn.+

36 Þú breikkar stíginn sem ég geng

svo að mér skriki ekki fótur.*+

37 Ég elti óvini mína og næ þeim,

sný ekki aftur fyrr en ég hef eytt þeim.

38 Ég krem þá sundur svo að þeir rísa ekki upp aftur,+

ég treð þá undir fótum mínum.

39 Þú gefur mér styrk til bardaga,

fellir andstæðinga mína frammi fyrir mér.+

40 Þú rekur óvini mína á flótta undan mér*

og ég geri út af við þá* sem hata mig.+

41 Þeir hrópa á hjálp en enginn kemur þeim til bjargar,

þeir hrópa jafnvel til Jehóva en hann svarar þeim ekki heldur.

42 Ég myl þá svo að þeir verði sem duft í vindi,

kasta þeim út eins og sora á stræti.

43 Þú bjargar mér þegar þjóðin finnur að öllu sem ég geri,+

þú skipar mig höfðingja yfir þjóðum.+

Þjóð sem ég þekki ekki mun þjóna mér.+

44 Fólkið hlýðir mér um leið og það heyrir um mig,

útlendingar koma skríðandi til mín.+

45 Útlendingar missa kjarkinn,

koma skjálfandi úr fylgsnum sínum.

46 Jehóva lifir! Lofaður sé klettur minn!+

Guð minn sem frelsar mig sé upphafinn.+

47 Hinn sanni Guð kemur fram hefndum fyrir mig,+

beygir þjóðirnar undir mig.

48 Hann bjargar mér frá ævareiðum óvinum mínum.

Þú lyftir mér hátt yfir þá sem ráðast gegn mér,+

frelsar mig frá ofbeldismönnum.

49 Þess vegna vegsama ég þig, Jehóva, meðal þjóðanna+

og lofa nafn þitt í söng.*+

50 Hann vinnur stórvirki til að bjarga konungi sínum,*+

hann sýnir sínum smurða tryggan kærleika,+

Davíð og afkomendum hans að eilífu.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

19 Himnarnir segja frá dýrð Guðs,+

himinhvolfið greinir frá handaverkum hans.+

 2 Orð þeirra streyma fram dag eftir dag,

þeir fræða okkur nótt eftir nótt.

 3 Rödd þeirra heyrist ekki,

ekkert tal, engin orð.

 4 En þó berst ómur* þeirra um alla jörðina

og boðskapur þeirra til endimarka heimsbyggðarinnar.*+

Á himni hefur hann reist sólinni tjald.

 5 Hún gengur út úr brúðarherbergi sínu eins og brúðgumi,

eins og hetja fagnar hún yfir að þeysa sína leið.

 6 Hún rís við önnur endimörk himins

og lýkur ferð sinni við hin.+

Geislar hennar ylja allri jörðinni.

 7 Lög Jehóva eru fullkomin,+ veita nýjan kraft.+

Áminningar Jehóva eru áreiðanlegar,+ gera hinn óreynda vitran.+

 8 Fyrirmæli Jehóva eru réttlát, gleðja hjartað.+

Boðorð Jehóva eru tær, lýsa upp augun.+

 9 Óttinn* við Jehóva+ er hreinn, varir að eilífu.

Dómar Jehóva eru sannir, réttlátir á allan hátt.+

10 Þeir eru verðmætari en gull,

ógrynni af skíragulli,+

og sætari en hunang,+ hunang sem drýpur úr vaxkökunni.

11 Lög þín vara þjón þinn við,+

að fylgja þeim hefur mikla blessun í för með sér.+

12 Hver er meðvitaður um eigin mistök?+

Sýknaðu mig af syndum sem ég veit ekki af.

13 Forðaðu þjóni þínum frá hroka,+

láttu hann ekki ná tökum á mér.+

Þá verð ég hreinn+

og saklaus af alvarlegum syndum.

14 Megi orðin af munni mínum og hugsanir hjarta míns gleðja þig,+

Jehóva, klettur minn+ og lausnari.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

20 Jehóva svari þér á degi neyðarinnar,

nafn Guðs Jakobs verndi þig.+

 2 Megi hann senda þér hjálp frá helgidóminum,+

styðja þig frá Síon.+

 3 Hann muni eftir öllum fórnargjöfum þínum

og hafi velþóknun á brennifórnum þínum.* (Sela)

 4 Hann gefi þér það sem hjarta þitt þráir+

og láti öll áform þín heppnast.

 5 Við hrópum af gleði því að þú hefur frelsað okkur,+

lyftum sigurfána í nafni Guðs okkar.+

Jehóva uppfylli allar óskir þínar.

 6 Nú veit ég að Jehóva frelsar sinn smurða.+

Hann svarar honum frá sínum helga himni,

bjargar honum* með hægri hendi sinni.+

 7 Sumir treysta á stríðsvagna og aðrir á hesta+

en við áköllum nafn Jehóva Guðs okkar.+

 8 Þeir hafa hnigið niður og fallið

en við höfum risið á fætur og stöndum uppréttir.+

 9 Jehóva, bjargaðu konunginum!+

Hann svarar okkur þegar við hrópum á hjálp.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

21 Konungurinn gleðst yfir styrk þínum, Jehóva,+

fagnar innilega yfir hjálp þinni.+

 2 Þú gafst honum það sem hjarta hans þráði,+

neitaðir honum ekki um það sem varir hans báðu um. (Sela)

 3 Þú kemur á móti honum til að blessa hann ríkulega,

setur kórónu úr skíragulli á höfuð hans.+

 4 Hann bað þig um líf og þú gafst honum það,+

langa ævi, já, eilíft líf.

 5 Dýrð hans er mikil því að þú bjargaðir honum,+

þú veitir honum vegsemd og tign.

 6 Þú blessar hann að eilífu,+

nærvera þín* veitir honum gleði.+

 7 Konungurinn treystir Jehóva,+

hann hrasar aldrei því að Hinn hæsti sýnir honum tryggan kærleika.+

 8 Hönd þín nær öllum óvinum þínum,

hægri hönd þín nær þeim sem hata þig.

 9 Þú gerir þá að glóandi eldsofni þegar þú birtist þeim á tilsettum tíma.

Jehóva gereyðir þeim í reiði sinni og eldurinn gleypir þá.+

10 Þú afmáir afkvæmi* þeirra af jörðinni,

afkomendur þeirra úr hópi mannanna.

11 Þeir hafa lagt á ráðin gegn þér,+

bruggað launráð sem heppnast þó ekki+

12 því að þú rekur þá á flótta+

þegar þú miðar boganum á þá.

13 Rístu upp, Jehóva, og sýndu styrk þinn.

Við lofum mátt þinn í söng.*

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð, sungið við „Hind morgunroðans“.*

22 Guð minn, Guð minn, hvers vegna hefurðu yfirgefið mig?+

Hvers vegna ertu svo fjarri og bjargar mér ekki?

Hvers vegna heyrirðu ekki neyðaróp mín?+

 2 Guð minn, allan daginn hrópa ég en þú svarar ekki,+

um nætur er ég ekki hljóður.

 3 En þú ert heilagur,+

lofsöngvar Ísraels umlykja þig.*

 4 Feður okkar settu traust sitt á þig,+

þeir treystu þér og þú bjargaðir þeim.+

 5 Þeir hrópuðu til þín og björguðust,

reiddu sig á þig og urðu ekki fyrir vonbrigðum.*+

 6 En ég er maðkur en ekki maður,

smánaður af mönnum og fyrirlitinn af fólkinu.+

 7 Allir sem sjá mig gera gys að mér.+

Þeir hrista höfuðið og segja hæðnislega:+

 8 „Hann treysti Jehóva fyrir lífi sínu. Hann skal bjarga honum!

Hann frelsi hann fyrst honum er svona annt um hann!“+

 9 Þú leiddir mig út úr móðurkviði,+

lést mig finna til öryggis við brjóst móður minnar.

10 Þú hefur annast mig frá því að ég fæddist,*

verið Guð minn síðan ég var í móðurkviði.

11 Vertu ekki langt frá mér því að ógæfan er nálæg+

og enginn annar getur hjálpað mér.+

12 Ég er umkringdur fjölda nauta,+

sterkir uxar Basans króa mig af.+

13 Þeir glenna upp ginið á móti mér+

eins og öskrandi ljón sem rífur sundur bráð sína.+

14 Ég er eins og vatn sem hellt er niður,

bein mín eru öll farin úr lið,

hjarta mitt orðið eins og vax,+

það bráðnar í brjósti mér.+

15 Kraftar mínir eru á þrotum,

ég er eins og brenndur leir.+

Tungan loðir við góminn,+

þú leggur mig í duft dauðans.+

16 Hundar umkringja mig+

og króa mig af eins og hópur illvirkja,+

þeir bíta í hendur mínar og fætur eins og ljón.+

17 Ég get talið öll bein mín.+

Þeir standa og glápa á mig,

18 þeir skipta fötum mínum á milli sín

og varpa hlutkesti um fatnað minn.+

19 En þú, Jehóva, vertu ekki fjarri.+

Þú ert styrkur minn, komdu mér fljótt til hjálpar.+

20 Frelsaðu mig frá sverðinu,

bjargaðu lífi mínu frá árás* hundanna.+

21 Bjargaðu mér úr gini ljónsins+ og frá hornum villinautanna,

heyrðu bæn mína og bjargaðu mér.

22 Ég kunngeri bræðrum mínum nafn þitt,+

lofa þig í söfnuðinum.+

23 Lofið Jehóva, þið sem óttist hann,

vegsamið hann,+ allir afkomendur Jakobs,

berið lotningu fyrir honum, þið afkomendur Ísraels,

24 því að hann fyrirleit ekki hinn hrjáða né lokaði augunum fyrir þjáningum hans.+

Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum+

heldur heyrði hróp hans á hjálp.+

25 Ég vil lofa þig í stórum söfnuði,+

efna heit mín frammi fyrir þeim sem óttast þig.

26 Hinir auðmjúku munu borða og verða saddir,+

þeir sem leita Jehóva lofa hann.+

Megið þið njóta lífsins* að eilífu.

27 Um alla jörð mun fólk muna eftir Jehóva og snúa sér til hans,

allar ættir þjóðanna falla fram fyrir þér+

28 því að þú, Jehóva, ert konungur+

og ríkir yfir þjóðunum.

29 Hinir auðugu* á jörðinni munu allir borða og falla fram fyrir honum,

allir sem hníga í duftið krjúpa fyrir honum,

enginn þeirra getur bjargað eigin lífi.

30 Afkomendur þeirra munu þjóna honum,

komandi kynslóð verður sagt frá Jehóva.

31 Réttlæti hans verður kunngert

og þeir sem enn eru ófæddir fá að heyra um allt sem hann hefur gert.

Söngljóð eftir Davíð.

23 Jehóva er hirðir minn,+

mig skortir ekki neitt.+

 2 Hann lætur mig leggjast í grösugum haga,

leiðir mig að lækjum þar sem ljúft er að hvílast.*+

 3 Hann hressir mig við,+

leiðir mig um veg réttlætisins vegna nafns síns.+

 4 Þótt ég gangi um dimman skuggadal+

óttast ég ekkert illt+

því að þú ert með mér.+

Smalaprik þitt og stafur veita mér öryggi.*

 5 Þú býrð mér borð frammi fyrir óvinum mínum,+

smyrð höfuð mitt olíu sem endurnærir mig.+

Bikar minn er barmafullur.+

 6 Góðvild þín og tryggur kærleikur fylgir mér alla ævidaga mína.+

Ég vil búa í húsi Jehóva svo lengi sem ég lifi.+

Eftir Davíð. Söngljóð.

24 Jörðin og allt sem á henni er tilheyrir Jehóva,+

landið og þeir sem í því búa.

 2 Hann grundvallaði hana á hafinu,+

festi hana á fljótunum.

 3 Hver fær að ganga upp á fjall Jehóva+

og hver fær að standa á hans helga stað?

 4 Sá sem hefur saklausar hendur og hreint hjarta,+

hefur ekki unnið rangan eið við mig*

né svarið sviksamlega.+

 5 Hann hlýtur blessun frá Jehóva+

og réttlæti frá Guði sínum* sem frelsar hann.+

 6 Þetta er kynslóðin sem leitar hans,

sækist eftir velþóknun þinni,* Guð Jakobs. (Sela)

 7 Lyftið höfðum ykkar, þið hlið,+

opnist,* þið fornu dyr,

svo að hinn dýrlegi konungur megi ganga inn.+

 8 Hver er þessi dýrlegi konungur?

Jehóva, hinn sterki og máttugi,+

Jehóva, stríðshetjan mikla.+

 9 Lyftið höfðum ykkar, þið hlið,+

opnist, þið fornu dyr,

svo að hinn dýrlegi konungur megi ganga inn.

10 Hver er þessi dýrlegi konungur?

Jehóva hersveitanna – hann er hinn dýrlegi konungur.+ (Sela)

Eftir Davíð.

א [alef]

25 Ég sný mér til þín, Jehóva.

ב [bet]

 2 Guð minn, ég legg traust mitt á þig.+

Láttu mig ekki þurfa að skammast mín,+

láttu ekki óvini mína hlakka yfir mér.+

ג [gimel]

 3 Enginn sem vonar á þig verður sér til skammar+

en þeir sem eru ótrúir að ástæðulausu leiða yfir sig skömm.+

ד [dalet]

 4 Leyfðu mér að kynnast vegum þínum, Jehóva,+

kenndu mér að feta stíga þína.+

ה [he]

 5 Láttu mig ganga í sannleika þínum og kenndu mér+

því að þú ert Guð minn og frelsari.

ו [vá]

Allan daginn vona ég á þig.

ז [zajin]

 6 Jehóva, mundu eftir miskunn þinni og tryggum kærleika+

sem þú hefur alltaf sýnt.*+

ח [het]

 7 Minnstu ekki æskusynda minna og mistaka.

Minnstu mín vegna þíns trygga kærleika+

því að þú ert góður, Jehóva.+

ט [tet]

 8 Jehóva er góður og réttlátur.+

Þess vegna vísar hann syndurum veginn.+

י [jód]

 9 Hann kennir hinum auðmjúku að gera það sem er rétt*+

og vísar þeim veg sinn.+

כ [kaf]

10 Allir vegir Jehóva eru kærleiksríkir og sannir

í augum þeirra sem halda sáttmála hans+ og hlýða áminningum hans.+

ל [lamed]

11 Fyrirgefðu mér synd mína, Jehóva, vegna nafns þíns,+

þótt hún sé mikil.

מ [mem]

12 Hver óttast Jehóva?+

Guð vísar honum veginn sem hann á að velja.+

נ [nún]

13 Hann mun njóta mikilla gæða+

og afkomendur hans eignast jörðina.+

ס [samek]

14 Þeir sem óttast Jehóva verða nánir vinir hans,+

hann leyfir þeim að kynnast sáttmála sínum.+

ע [ajin]

15 Ég beini sjónum mínum alltaf til Jehóva+

því að hann losar fætur mína úr netinu.+

פ [pe]

16 Snúðu augliti þínu að mér og vertu mér góður

því að ég er aleinn og bugaður.

צ [tsade]

17 Angist hjarta míns magnast,+

frelsaðu mig frá því sem þjakar mig.

ר [res]

18 Líttu á eymd mína og vanlíðan+

og fyrirgefðu allar syndir mínar.+

19 Sjáðu hve óvinir mínir eru margir

og hve grimmilega þeir hata mig.

ש [shin]

20 Varðveittu líf mitt og bjargaðu mér,+

láttu mig ekki verða mér til skammar af því að ég hef leitað athvarfs hjá þér.

ת [tá]

21 Ráðvendni mín og réttvísi verndi mig+

því að ég vona á þig.+

22 Guð, frelsaðu Ísrael úr öllum nauðum hans.

Eftir Davíð.

26 Dæmdu mig, Jehóva, því að ég er ráðvandur,+

ég hef lagt traust mitt á Jehóva og haggast ekki.+

 2 Rannsakaðu mig, Jehóva, og reyndu mig,

hreinsaðu hug minn* og hjarta+

 3 því að ég hef tryggan kærleika þinn alltaf fyrir augum

og geng í sannleika þínum.+

 4 Ég umgengst ekki* svikula menn+

og forðast þá sem fela sitt sanna eðli.*

 5 Ég hata félagsskap þeirra sem gera illt+

og vil ekki umgangast* vonda menn.+

 6 Ég þvæ hendur mínar í sakleysi

og geng í kringum altari þitt, Jehóva,

 7 til að láta þakklæti mitt hljóma+

og segja frá öllum dásemdarverkum þínum.

 8 Jehóva, ég elska húsið þar sem þú býrð,+

staðinn þar sem dýrð þín er.+

 9 Afmáðu ekki líf mitt með syndurum,+

láttu mig ekki deyja með ofbeldismönnum,*

10 þeim sem hegða sér svívirðilega

og hafa hægri höndina fulla af mútufé.

11 En ég held fast í ráðvendni mína.

Bjargaðu mér og vertu mér góður.

12 Fótur minn stendur á jafnsléttu,+

ég vil lofa Jehóva í stórum söfnuði.+

Eftir Davíð.

27 Jehóva er ljós mitt+ og frelsari,

hvern ætti ég að óttast?+

Jehóva er vígi lífs míns,+

hvern ætti ég að hræðast?

 2 Þegar illvirkjar réðust á mig til að gleypa mig+

voru það andstæðingar mínir og óvinir sem hrösuðu og féllu.

 3 Þótt herlið setjist um mig

óttast hjarta mitt ekki,+

þótt stríð brjótist út gegn mér

er ég samt öruggur.

 4 Um eitt hef ég beðið Jehóva,

og það þrái ég:

að ég fái að búa í húsi Jehóva alla ævidaga mína+

til að horfa á yndisleik Jehóva

og dást að* musteri* hans.+

 5 Hann felur mig í skjóli sínu á degi neyðarinnar+

og geymir mig í leynum í tjaldi sínu,+

lyftir mér upp á háan klett.+

 6 Nú ber ég höfuðið hátt gagnvart óvinum mínum sem umkringja mig.

Ég vil færa fórnir í tjaldi hans og hrópa af gleði,

lofa Jehóva í söng.*

 7 Hlustaðu, Jehóva, þegar ég kalla,+

vertu mér góður og svaraðu mér.+

 8 Í hjarta mínu minnist ég orða þinna:

„Leitið auglits míns.“

Ég vil leita auglits þíns, Jehóva.+

 9 Hyldu ekki auglit þitt fyrir mér,+

vísaðu ekki þjóni þínum burt í reiði.

Þú ert hjálp mín,+

farðu ekki frá mér og yfirgefðu mig ekki, Guð minn og frelsari.

10 Jafnvel þótt faðir minn og móðir yfirgæfu mig+

tæki Jehóva mig að sér.+

11 Vísaðu mér veg þinn, Jehóva,+

leiddu mig um stíg réttlætisins vegna óvina minna.

12 Framseldu mig ekki í hendur andstæðinga minna+

því að ljúgvitni hafa risið gegn mér+

og hótað mér ofbeldi.

13 Hvar væri ég ef ég tryði ekki

að ég fengi að njóta góðvildar Jehóva eins lengi og ég lifi?*+

14 Vonaðu á Jehóva,+

vertu hugrakkur og sterkur.*+

Já, vonaðu á Jehóva.

Eftir Davíð.

28 Til þín hrópa ég stöðugt, Jehóva, klettur minn,+

hunsaðu mig ekki.

Ef þú svarar mér engu

verð ég eins og þeir sem fara niður í djúp jarðar.*+

 2 Heyrðu grátbeiðni mína þegar ég hrópa til þín á hjálp

og lyfti höndum mínum í átt að innsta herberginu í helgidómi þínum.+

 3 Dragðu mig ekki fyrir dóm með illvirkjum og skaðræðismönnum,+

þeim sem tala vingjarnlega við náunga sinn en hafa illt í hyggju.+

 4 Launaðu þeim eftir verkum þeirra,+

eftir afbrotum þeirra.

Refsaðu þeim fyrir verk handa þeirra,

fyrir allt sem þeir hafa gerst sekir um,+

 5 því að þeim stendur á sama um verk Jehóva,+

öll handaverk hans.+

Hann rífur þá niður og reisir þá ekki aftur við.

 6 Lofaður sé Jehóva

því að hann hefur heyrt grátbeiðni mína.

 7 Jehóva er styrkur minn+ og skjöldur,+

hjarta mitt treystir á hann.+

Hann hefur hjálpað mér og hjarta mitt fagnar.

Þess vegna lofa ég hann í söng.

 8 Jehóva er styrkur þjóð sinni,

hann er vígi sínum smurða og bjargar honum.+

 9 Frelsaðu þjóð þína og blessaðu eign þína.+

Vertu hirðir hennar og berðu hana að eilífu í fangi þér.+

Söngljóð eftir Davíð.

29 Veitið Jehóva verðskuldað lof, þið kappar,*

lofið Jehóva fyrir dýrð hans og mátt.+

 2 Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið,

fallið fram fyrir* Jehóva í helgum skrúða.*

 3 Rödd Jehóva hljómar yfir vötnunum,

Guð dýrðarinnar þrumar,+

Jehóva er yfir mörgum vötnum.+

 4 Rödd Jehóva er kraftmikil,+

rödd Jehóva er mikilfengleg.

 5 Rödd Jehóva brýtur sundur sedrustrén,

já, Jehóva mölbrýtur sedrustré Líbanons.+

 6 Hann lætur Líbanon* stökkva eins og kálf,

Sirjon+ eins og ungt villinaut.

 7 Rödd Jehóva lætur eldsloga leiftra.+

 8 Rödd Jehóva lætur óbyggðirnar nötra,+

Jehóva lætur óbyggðir Kades+ nötra.

 9 Rödd Jehóva skelfir hindirnar svo að þær bera

og gerir skógana nakta.+

Allir í musteri hans segja: „Dýrð!“

10 Jehóva situr í hásæti yfir flóðinu,*+

Jehóva ríkir sem konungur að eilífu.+

11 Jehóva veitir fólki sínu styrk,+

Jehóva blessar fólk sitt með friði.+

Söngljóð eftir Davíð, flutt við vígslu hússins.

30 Ég dásama þig, Jehóva, því að þú hefur lyft mér upp*

og ekki leyft óvinum mínum að hlakka yfir mér.+

 2 Jehóva Guð minn, ég hrópaði til þín á hjálp og þú læknaðir mig.+

 3 Jehóva, þú lyftir mér upp úr gröfinni,*+

þú lést mig halda lífi, forðaðir mér frá því að sökkva í djúp jarðar.*+

 4 Syngið Jehóva lof,* þið sem eruð honum trú,+

lofið hans heilaga nafn+

 5 því að reiði hans varir aðeins andartak+

en velþóknun hans alla ævi.+

Grátur brýst fram að kvöldi en gleðióp að morgni.+

 6 Þegar ég var áhyggjulaus hugsaði ég:

„Ég hrasa* aldrei.“

 7 Meðan þú hafðir velþóknun á mér, Jehóva, gerðirðu mig óhaggandi eins og fjall.+

En þegar þú huldir auglit þitt varð ég óttasleginn.+

 8 Til þín, Jehóva, kallaði ég stöðugt,+

ég grátbað Jehóva að sýna mér velvild.

 9 Hvaða ávinningur er að dauða mínum,* að því að ég fari í gröfina?*+

Getur duftið lofað þig+ og sagt frá trúfesti þinni?+

10 Hlustaðu, Jehóva, og vertu mér góður,+

hjálpaðu mér, Jehóva.+

11 Þú hefur breytt sorg minni í gleðidans,

tekið mig úr hærusekknum og klætt mig fögnuði

12 til að ég* geti lofsungið þig án afláts.

Jehóva Guð minn, ég vil lofa þig að eilífu.

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

31 Hjá þér, Jehóva, hef ég leitað athvarfs.+

Láttu mig aldrei verða mér til skammar,+

bjargaðu mér því að þú ert réttlátur.+

 2 Beygðu þig niður og hlustaðu,*

komdu mér fljótt til hjálpar.+

Vertu mér fjallavígi,

varnarvirki mér til bjargar.+

 3 Þú ert bjarg mitt og vígi,+

þú leiðir mig og vísar mér veginn vegna nafns þíns.+

 4 Þú leysir mig úr netinu sem þeir lögðu fyrir mig+

því að þú ert varnarvirki mitt.+

 5 Í þínar hendur fel ég anda minn,+

þú hefur frelsað mig, Jehóva, Guð sannleikans.*+

 6 Ég hata þá sem tilbiðja einskis nýt skurðgoð,

ég legg traust mitt á Jehóva.

 7 Ég gleðst innilega yfir tryggum kærleika þínum

því að þú hefur séð neyð mína+

og veist hve þjáður ég er.

 8 Þú hefur ekki framselt mig í hendur óvinarins

heldur leitt mig í öruggt skjól.*

 9 Vertu mér góður, Jehóva, því að ég er í öngum mínum,

augu mín eru myrkvuð af angist+ og allur líkami minn* veikburða.+

10 Sorgin heltekur líf mitt,+

árin líða með kveinstöfum.+

Kraftar mínir eru á þrotum vegna syndar minnar,

bein mín veslast upp.+

11 Allir andstæðingar mínir smána mig,+

ekki síst nágrannar mínir.

Kunningja mína hryllir við mér,

þeir flýja þegar þeir sjá mig úti á götu.+

12 Ég er horfinn úr minni* þeirra, gleymdur eins og dauður maður,

ég er eins og brotið ker.

13 Ég heyri að margir baktala mig,

ógn steðjar að úr öllum áttum.+

Þeir sameinast gegn mér

og leggja á ráðin um að drepa mig.+

14 En ég treysti þér, Jehóva,+

og lýsi yfir: „Þú ert Guð minn.“+

15 Dagar mínir eru í þinni hendi,

bjargaðu mér úr greipum óvina minna og þeirra sem ofsækja mig.+

16 Láttu auglit þitt lýsa yfir þjón þinn,+

frelsaðu mig vegna þíns trygga kærleika.

17 Jehóva, láttu mig ekki verða mér til skammar þegar ég hrópa til þín,+

láttu illvirkjana verða sér til skammar,+

þagna í gröfinni.*+

18 Láttu lygavarir verða hljóðar,+

varir sem lítilsvirða hina réttlátu með hroka og fyrirlitningu.

19 Góðvild þín er sannarlega mikil!+

Þú hefur geymt hana handa þeim sem óttast þig+

og sýnt öllum að þú ert góður við þá sem leita athvarfs hjá þér.+

20 Þú verndar þá í skjóli auglits þíns+

fyrir ráðabruggi manna,

felur þá í skýli þínu

fyrir illskeyttum árásum.*+

21 Lofaður sé Jehóva

því að á stórkostlegan hátt sýndi hann mér tryggan kærleika+ í umsetinni borg.+

22 Ég fylltist örvæntingu og sagði:

„Ég dey og hverf úr augsýn þinni.“+

En þú heyrðir þegar ég hrópaði til þín á hjálp.+

23 Elskið Jehóva, allir hans trúu.+

Jehóva verndar hina trúföstu+

en refsar harðlega hinum hrokafullu.+

24 Verið hugrökk og sterk,*+

þið sem bíðið Jehóva.+

Eftir Davíð. Maskíl.*

32 Sá er hamingjusamur sem fær afbrot sín fyrirgefin, syndir sínar huldar.*+

 2 Sá er hamingjusamur sem er saklaus í augum Jehóva,+

í hjarta hans eru engin svik.

 3 Meðan ég þagði vesluðust bein mín upp því að ég kveinaði allan daginn.+

 4 Dag og nótt lá hönd* þín þungt á mér,+

þrek mitt* þvarr eins og vatn í steikjandi sumarhita. (Sela)

 5 Loks játaði ég synd mína fyrir þér

og faldi ekki sekt mína.+

Ég sagði: „Ég vil játa afbrot mín fyrir Jehóva.“+

Og þú fyrirgafst mér sekt mína og synd.+ (Sela)

 6 Þess vegna biðja allir trúfastir til þín+

meðan þig er enn að finna.+

Þegar vatnsflóð skellur á nær það ekki til þeirra.

 7 Þú ert mér öruggt skjól,

verndar mig í erfiðleikum.+

Þú bjargar mér og umlykur mig fagnaðarópum.+ (Sela)

 8 „Ég fræði þig* og vísa þér veginn sem þú átt að ganga.+

Ég gef þér ráð og hef augun á þér.+

 9 Verið ekki eins og skynlausar skepnur, hestar og múldýr,+

sem þarf að temja með beisli og taumi

áður en þær geta komið til þín.“

10 Þjáningar illra manna eru miklar

en sá sem treystir Jehóva er umvafinn tryggum kærleika hans.+

11 Gleðjist yfir Jehóva og fagnið, þið réttlátir,

hrópið af gleði, allir hjartahreinir.

33 Fagnið yfir Jehóva,+ þið réttlátir,

það hæfir hjartahreinum að lofa hann.

 2 Þakkið Jehóva með hörpuleik,

syngið honum lof og leikið undir á tístrengja hljóðfæri.

 3 Syngið nýjan söng fyrir hann,+

leikið listilega á strengina og hrópið af gleði.

 4 Orð Jehóva er satt og rétt+

og við getum treyst öllu sem hann gerir.

 5 Hann elskar réttlæti og réttvísi,+

öll jörðin ber vitni um tryggan kærleika Jehóva.+

 6 Með orði Jehóva voru himnarnir gerðir,+

með anda* munns hans allt sem í þeim er.*

 7 Hann safnar saman vatni hafsins eins og með stífluvegg,+

lætur ólgandi vötnin í forðabúr.

 8 Öll jörðin óttist Jehóva,+

allir jarðarbúar sýni honum lotningu

 9 því að hann talaði – og allt varð til,+

gaf fyrirmæli – og það stóð þar.+

10 Jehóva hefur ónýtt ráðagerðir þjóðanna,+

gert áform þeirra að engu.+

11 En ákvarðanir Jehóva standa að eilífu,+

áform hjarta hans kynslóð eftir kynslóð.

12 Sú þjóð er hamingjusöm sem á Jehóva að Guði,+

fólkið sem hann kaus að gera að eign sinni.+

13 Jehóva lítur niður af himni,

hann sér hvert einasta mannsbarn.+

14 Frá bústað sínum

virðir hann fyrir sér alla jarðarbúa.

15 Hann mótar hjörtu allra manna

og fylgist grannt með verkum þeirra.+

16 Fjölmennur her bjargar engum konungi+

né miklir aflsmunir kappanum.+

17 Hesturinn vekur falska von um sigur,*+

kraftar hans tryggja ekki undankomu.

18 Augu Jehóva vaka yfir þeim sem óttast hann,+

þeim sem vona á tryggan kærleika hans,

19 til að frelsa þá frá dauða

og halda lífinu í þeim í hungursneyð.+

20 Við bíðum Jehóva með eftirvæntingu,

hann er hjálp okkar og skjöldur.+

21 Hjörtu okkar fagna yfir honum

því að við treystum á hans heilaga nafn.+

22 Tryggur kærleikur þinn hvíli yfir okkur, Jehóva,+

meðan við bíðum eftir hjálp þinni.+

Söngljóð eftir Davíð þegar hann þóttist vera genginn af vitinu+ frammi fyrir Abímelek svo að Abímelek rak hann burt og hann fór.

א [alef]

34 Ég vil lofa Jehóva öllum stundum,

lof hans sé ávallt á vörum mínum.

ב [bet]

 2 Ég hreyki mér af Jehóva,+

hinir auðmjúku heyra það og fagna.

ג [gimel]

 3 Vegsamið Jehóva með mér,+

upphefjum nafn hans í sameiningu.

ד [dalet]

 4 Ég leitaði til Jehóva og hann svaraði mér,+

hann bjargaði mér frá öllu sem ég óttaðist.+

ה [he]

 5 Þeir sem líta til hans ljóma af gleði,

þeir munu aldrei hylja andlit sín af skömm.

ז [zajin]

 6 Vesæll maður hrópaði og Jehóva heyrði,

hann frelsaði hann úr öllum raunum hans.+

ח [het]

 7 Engill Jehóva stendur vörð um þá sem óttast hann+

og bjargar þeim.+

ט [tet]

 8 Finnið* og sjáið að Jehóva er góður,+

sá er hamingjusamur sem leitar athvarfs hjá honum.

י [jód]

 9 Óttist Jehóva, allir hans heilögu,

því að þeir sem óttast hann líða engan skort.+

כ [kaf]

10 Jafnvel sterk ungljón verða hungruð

en þeir sem leita Jehóva fara ekki á mis við neitt gott.+

ל [lamed]

11 Komið, synir mínir, hlustið á mig,

ég vil kenna ykkur að óttast Jehóva.+

מ [mem]

12 Ef þið elskið lífið

og viljið sjá marga góða daga+

נ [nún]

13 haldið þá tungu ykkar frá illu+

og vörum ykkar frá lygi.+

ס [samek]

14 Snúið baki við hinu illa og gerið gott,+

þráið frið og keppið eftir honum.+

ע [ajin]

15 Augu Jehóva hvíla á hinum réttlátu+

og eyru hans hlusta á grátbeiðni þeirra.+

פ [pe]

16 En Jehóva stendur gegn þeim sem gera illt

til að afmá minningu þeirra af jörðinni.+

צ [tsade]

17 Hinir réttlátu hrópuðu og Jehóva heyrði,+

hann bjargaði þeim úr öllum raunum þeirra.+

ק [qóf]

18 Jehóva er nálægur hinum sorgbitnu,+

hjálpar þeim sem eru niðurbrotnir.*+

ר [res]

19 Hinn réttláti lendir í mörgum raunum+

en Jehóva frelsar hann úr þeim öllum.+

ש [shin]

20 Hann verndar öll bein hans,

ekki eitt einasta þeirra verður brotið.+

ת [tá]

21 Ógæfa drepur hina vondu,

þeir sem hata hinn réttláta verða fundnir sekir.

22 Jehóva bjargar lífi þjóna sinna,

enginn sem leitar athvarfs hjá honum verður fundinn sekur.+

Eftir Davíð.

35 Jehóva, verðu málstað minn og stattu gegn óvinum mínum,+

berstu gegn þeim sem berjast gegn mér.+

 2 Taktu bæði lítinn skjöld* og stóran+

og komdu mér til varnar.+

 3 Lyftu spjóti þínu og stríðsöxi gegn þeim sem ofsækja mig+

og segðu við mig: „Ég frelsa þig.“+

 4 Þeir sem sækjast eftir lífi mínu verði niðurlægðir og auðmýktir,+

þeir sem leitast við að gera mér illt flýi með skömm.

 5 Þeir verði eins og hismi í vindi,

engill Jehóva hreki þá burt.+

 6 Láttu veg þeirra verða dimman og hálan

þegar engill Jehóva eltir þá

 7 því að án tilefnis lögðu þeir net fyrir mig,

án tilefnis grófu þeir mér gryfju.

 8 Láttu ógæfu koma óvænt yfir þá,

láttu þá flækjast í netinu sem þeir földu,

falla í eigin gryfju og farast.+

 9 En ég mun fagna yfir Jehóva,

gleðjast yfir því að hann bjargaði mér.

10 Öll bein mín munu segja:

„Jehóva, hver er sem þú?

Þú bjargar hinum bágstadda frá þeim sem er honum yfirsterkari,+

hinum hrjáða og fátæka frá þeim sem ræna þá.“+

11 Ljúgvottar stíga fram,+

spyrja mig um hluti sem ég veit ekkert um.

12 Þeir launa mér gott með illu,+

mér finnst ég einn og yfirgefinn.

13 En ég klæddist hærusekk þegar þeir voru veikir,

beitti mig hörðu með því að fasta.

Þegar bæn minni var ekki svarað*

14 gekk ég um og syrgði eins og vinur eða bróðir ætti í hlut,

ég var niðurlútur eins og sá sem syrgir móður sína.

15 En þegar ég hrasaði fögnuðu þeir og söfnuðust saman.

Þeir söfnuðust saman til að ráðast á mig úr launsátri,

rifu mig sundur með orðum sínum og þögnuðu ekki.

16 Hinir óguðlegu hæðast að mér fullir fyrirlitningar,*

gnísta tönnum gegn mér.+

17 Jehóva, hversu lengi ætlar þú að horfa á?+

Verndaðu mig fyrir árásum þeirra,+

bjargaðu lífi mínu frá ljónunum.+

18 Þá vil ég þakka þér í stórum söfnuði,+

lofa þig í miklum mannfjölda.

19 Láttu ekki þá sem eru óvinir mínir að ástæðulausu hlakka yfir mér,

láttu ekki þá sem hata mig að tilefnislausu+ glotta til mín.+

20 Þeir segja ekkert sem stuðlar að friði

heldur upphugsa lygar gegn hinum friðsömu í landinu.+

21 Þeir glenna upp ginið til að ásaka mig

og segja: „Það varst þú! Við sáum það með eigin augum.“

22 Þú hefur séð þetta, Jehóva, vertu ekki hljóður.+

Jehóva, vertu ekki langt frá mér.+

23 Vaknaðu og komdu mér til varnar.

Guð minn, Jehóva, taktu að þér mál mitt.

24 Dæmdu mig eftir réttlæti þínu,+ Jehóva Guð minn,

leyfðu þeim ekki að hlakka yfir mér.

25 Þeir skulu aldrei hugsa með sér: „Þetta var einmitt það sem við vildum,“

og aldrei segja: „Við gerðum út af við hann.“+

26 Láttu alla sem hlakka yfir ógæfu minni

verða sér til smánar og skammar.

Láttu þá sem upphefja sig yfir mig klæðast skömm og niðurlægingu.

27 En þeir sem gleðjast yfir réttlæti mínu hrópi af fögnuði

og segi án afláts:

„Jehóva sé hátt upp hafinn, hann sem vill að þjónn sinn njóti friðar.“+

28 Þá skal tunga mín segja frá* réttlæti þínu+

og lofa þig allan liðlangan daginn.+

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð þjón Jehóva.

36 Syndin talar til illvirkjans innst í hjarta hans,

enginn guðsótti býr í honum.+

 2 Hann lítur svo stórt á sjálfan sig

að hann hvorki sér né hatar synd sína.+

 3 Orðin úr munni hans særa og blekkja,

hann kann ekki að gera það sem er gott.

 4 Jafnvel í rúmi sínu hefur hann illt í hyggju,

hann fetar ranga braut

og hafnar ekki hinu illa.

 5 Jehóva, tryggur kærleikur þinn nær til himins,+

trúfesti þín til skýjanna.

 6 Réttlæti þitt er eins og tignarleg fjöll,*+

dómar þínir eins og hafdjúpin miklu.+

Þú, Jehóva, heldur lífinu í* mönnum og dýrum.+

 7 Hversu dýrmætur er ekki tryggur kærleikur þinn, Guð!+

Mennirnir leita skjóls í skugga vængja þinna.+

 8 Þeir seðjast af allsnægtum* húss þíns+

og þú gefur þeim að drekka úr læk dásemda þinna.+

 9 Þú ert uppspretta lífsins,+

í þínu ljósi sjáum við ljós.+

10 Sýndu þeim tryggan kærleika sem þekkja þig+

og láttu hjartahreina njóta réttlætis þíns.+

11 Láttu ekki fætur hrokafullra traðka á mér

né hendur illra manna hrekja mig burt.

12 Þarna liggja illvirkjarnir fallnir,

þeim hefur verið steypt um koll og geta ekki risið upp aftur.+

Eftir Davíð.

א [alef]

37 Láttu ekki vonda menn reita þig til reiði

og öfundaðu ekki þá sem gera rangt.+

 2 Þeir fölna fljótt eins og grasið,+

visna eins og nýsprottið grængresið.

ב [bet]

 3 Treystu Jehóva og gerðu gott,+

búðu í landinu* og vertu trúr í því sem þú gerir.+

 4 Gleðstu innilega yfir Jehóva,*

þá gefur hann þér það sem hjarta þitt þráir.

ג [gimel]

 5 Leggðu líf þitt í hendur Jehóva,*+

treystu honum og hann mun hjálpa þér.+

 6 Hann lætur réttlæti þitt skína skært eins og morgunbjarmann

og réttvísi þína eins og hádegissól.

ד [dalet]

 7 Vertu hljóður frammi fyrir Jehóva+

og bíddu hans með eftirvæntingu.*

Vertu ekki reiður út af þeim manni

sem áformar illt og tekst vel til.+

ה [he]

 8 Láttu af reiðinni og segðu skilið við heiftina,+

hafðu hemil á þér svo að þú gerir ekkert illt*

 9 því að illum mönnum verður eytt+

en þeir sem vona á Jehóva erfa jörðina.+

ו [vá]

10 Innan skamms eru vondir menn ekki lengur til,+

þegar þú lítur þangað sem þeir voru

eru þeir horfnir.+

11 En hinir auðmjúku erfa jörðina+

og gleðjast yfir miklum friði.+

ז [zajin]

12 Vondur maður leggur á ráðin gegn hinum réttláta,+

gnístir tönnum gegn honum.

13 En Jehóva hlær að honum

því að hann veit að dagur hans kemur.+

ח [het]

14 Hinir vondu bregða sverði og spenna boga sína

til að fella hinn undirokaða og fátæka,

til að tortíma hinum ráðvöndu.

15 En sverð þeirra stingast í þeirra eigin hjörtu,+

bogar þeirra verða brotnir.

ט [tet]

16 Betra er það litla sem hinn réttláti á

en allsnægtir margra vondra manna+

17 því að illir menn verða sviptir mætti sínum

en Jehóva styður hina réttlátu.

י [jód]

18 Jehóva veit hvað hinir ráðvöndu ganga í gegnum*

og arfur þeirra varir að eilífu.+

19 Á neyðartímum þurfa þeir ekki að skammast sín,

í hungursneyð hafa þeir nóg að borða.

כ [kaf]

20 En vondir menn munu farast,+

óvinir Jehóva visna eins og blómleg engi,

þeir hverfa eins og reykur.

ל [lamed]

21 Vondur maður tekur lán og borgar það ekki

en réttlátur maður er gjafmildur og góður.+

22 Þeir sem Guð blessar munu erfa jörðina

en þeir sem hann bölvar verða upprættir.+

מ [mem]

23 Jehóva stýrir skrefum mannsins*+

þegar hann er ánægður með lífsstefnu hans.+

24 Þó að hann hrasi fellur hann ekki flatur+

því að Jehóva heldur í hönd hans.*+

נ [nún]

25 Eitt sinn var ég ungur og nú er ég gamall

en aldrei hef ég séð réttlátan mann yfirgefinn+

né börn hans leita sér matar.+

26 Hann er alltaf fús til að lána+

og börn hans hljóta blessun.

ס [samek]

27 Forðastu hið illa og gerðu það sem er gott,+

þá muntu lifa að eilífu

28 því að Jehóva elskar réttlæti

og yfirgefur ekki sína trúu.+

ע [ajin]

Þeir njóta alltaf verndar+

en afkomendur hinna vondu verða upprættir.+

29 Hinir réttlátu munu erfa jörðina+

og búa á henni að eilífu.+

פ [pe]

30 Munnur hins réttláta miðlar visku

og tunga hans talar af sanngirni.+

31 Hann hefur lög Guðs síns í hjarta sínu,+

honum skrikar ekki fótur.+

צ [tsade]

32 Vondur maður fylgist með hinum réttláta

og leitar færis að drepa hann.

33 En Jehóva lætur hann ekki falla í hendur hans+

og finnur hann ekki sekan þegar hann er dæmdur.+

ק [qóf]

34 Vonaðu á Jehóva og gakktu á vegi hans,

þá mun hann upphefja þig svo að þú erfir jörðina

og þú munt sjá hinum illu verða eytt.+

ר [res]

35 Ég hef séð miskunnarlausan óþokka

breiða úr sér eins og laufmikið tré í gróðurreit sínum.+

36 En skyndilega hvarf hann sporlaust,+

ég leitaði hans en hann var hvergi að finna.+

ש [shin]

37 Taktu eftir hinum trúfasta*

og líttu til hins réttláta+

því að sá maður á frið í vændum.+

38 En öllum illvirkjum verður eytt,

vondir menn eiga enga framtíð fyrir höndum.+

ת [tá]

39 Jehóva frelsar hina réttlátu,+

hann er varnarvirki þeirra á neyðartímum.+

40 Jehóva hjálpar þeim og bjargar,+

frelsar þá frá illum mönnum og bjargar þeim

því að þeir leita athvarfs hjá honum.+

Söngljóð eftir Davíð. Ort til áminningar.

38 Jehóva, refsaðu mér ekki í reiði þinni,

agaðu mig ekki í heift þinni.+

 2 Örvar þínar hafa stungist djúpt inn í mig

og hönd þín liggur þungt á mér.+

 3 Allur líkami minn er sjúkur vegna reiði þinnar,

ég finn engan frið í beinum mínum vegna syndar minnar.+

 4 Sekt mín hefur vaxið mér yfir höfuð,+

hún er eins og þung byrði sem ég get ekki borið.

 5 Það er óþefur af sárum mínum,

það grefur í þeim vegna heimsku minnar.

 6 Ég er hryggur og niðurbrotinn,

geng um dapur í lund allan daginn.

 7 Ég brenn innra með mér,*

allur líkami minn er sjúkur.+

 8 Ég er dofinn og sundurkraminn,

kveina hástöfum af hjartans angist.

 9 Jehóva, þú veist hvað ég þrái

og andvörp mín eru þér ekki hulin.

10 Hjartað hamast í brjósti mér, kraftur minn er þrotinn,

ljós augna minna slokknað.+

11 Vinir mínir og kunningjar forðast mig vegna þjáninga minna

og mínir nánustu halda sig fjarri.

12 Þeir sem sækjast eftir lífi mínu leggja gildrur fyrir mig,

þeir sem vilja mér illt leggja á ráðin um að fella mig,+

allan daginn brugga þeir launráð gegn mér.

13 En ég var sem heyrnarlaus og hlustaði ekki,+

mállaus og opnaði ekki munninn.+

14 Ég er eins og maður sem heyrir ekki

og hefur ekkert að segja sér til varnar

15 því að ég bíð eftir hjálp þinni, Jehóva,+

og þú svarar mér, Jehóva Guð minn.+

16 Ég sagði: „Láttu þá ekki hlakka yfir mér

og gera lítið úr mér ef ég hrasa,“

17 því að ég var við það að bugast

og leið stöðugar kvalir.+

18 Ég játaði það ranga sem ég hafði gert+

því að synd mín þjakaði mig.+

19 En óvinir mínir eru sterkir og máttugir,*

sífellt fleiri hata mig að ástæðulausu.

20 Þeir launa mér gott með illu,

standa gegn mér af því að ég geri það sem er gott.

21 Jehóva, yfirgefðu mig ekki.

Guð minn, vertu ekki langt frá mér.+

22 Komdu mér fljótt til hjálpar,

Jehóva, frelsari minn.+

Til tónlistarstjórans. Jedútún.*+ Söngljóð eftir Davíð.

39 Ég sagði: „Ég vil gæta að skrefum mínum

svo að ég syndgi ekki með tungu minni.+

Ég vil múlbinda munn minn+

þegar illmenni eru nálæg.“

 2 Ég var þögull og hljóður,+

ég talaði ekki einu sinni um neitt gott,

en kvöl mín var mikil.*

 3 Hjartað brann í brjósti mér,

eldurinn brann heitar því meira sem ég hugsaði.*

Að lokum sagði ég:

 4 „Jehóva, hjálpaðu mér að skilja hvenær endalok mín koma

og hve margir dagar mínir eru+

svo að mér verði ljóst hve ævi mín er stutt.

 5 Þú hefur ekki gefið mér nema fáeina daga*+

og ævi mín er sem ekkert í þínum augum.+

Maðurinn er ekkert nema andgustur,+ jafnvel þótt hann virðist standa styrkum fótum. (Sela)

 6 Mennirnir ganga um eins og skuggi,

þeir eru á sífelldum þönum* til einskis,

sanka að sér auðæfum án þess að vita hverjir fá að njóta þeirra.+

 7 Eftir hverju get ég þá vonast, Jehóva?

Þú ert mín eina von.

 8 Frelsaðu mig frá öllum syndum mínum,+

láttu ekki heimskingja hæðast að mér.

 9 Ég var hljóður,

gat ekki opnað munninn+

því að þú stóðst á bak við þetta.+

10 Léttu af mér plágunni sem þú lagðir á mig,

ég er að bugast undan höggum handar þinnar.

11 Þú agar manninn með því að refsa honum fyrir syndir hans,+

eyðir dýrgripum hans eins og mölur eyðir klæðum.

Já, maðurinn er ekkert nema andgustur.+ (Sela)

12 Heyrðu bæn mína, Jehóva,

hlustaðu þegar ég hrópa á hjálp.+

Láttu tár mín ekki fram hjá þér fara

því að fyrir þér er ég bara útlendingur,+

ferðalangur sem á leið hjá, rétt eins og allir forfeður mínir.+

13 Horfðu ekki svona reiðilega á mig svo að ég geti tekið gleði mína á ný

áður en ég dey og er ekki lengur til.“

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

40 Ég setti alla von mína á* Jehóva,

hann beygði sig niður og hlustaði þegar ég hrópaði á hjálp.+

 2 Hann dró mig upp úr ólgandi gryfju,

upp úr aur og leðju.

Hann lét mig standa á kletti

og veitti mér örugga fótfestu.

 3 Síðan lagði hann mér nýjan söng í munn,+

lofsöng til Guðs okkar.

Margir sjá þetta og fyllast lotningu

og setja traust sitt á Jehóva.

 4 Sá er hamingjusamur sem treystir Jehóva

og leitar ekki til uppreisnargjarnra og svikulla* manna.

 5 Þú hefur unnið svo mörg dásemdarverk í okkar þágu,+

Jehóva Guð minn,

og þú hugsar alltaf til okkar.

Enginn jafnast á við þig.+

Ég gæti ekki sagt frá öllum verkum þínum þótt ég reyndi

því að þau eru fleiri en ég get talið.+

 6 Þú vildir ekki* sláturfórn og fórnargjöf+

heldur opnaðir þú eyru mín svo að ég gæti heyrt.+

Þú baðst ekki um brennifórnir og syndafórnir.+

 7 Þá sagði ég: „Ég er kominn.

Í bókrollunni er skrifað um mig.+

 8 Ég hef yndi af* að gera vilja þinn, Guð minn,+

og lög þín eru innst í hjarta mínu.+

 9 Ég flyt fagnaðarboðskapinn um réttlæti þitt í stórum söfnuði,+

ég held ekki aftur af vörum mínum+

eins og þú veist vel, Jehóva.

10 Réttlæti þínu held ég ekki leyndu í hjarta mínu,

ég segi frá trúfesti þinni og björgun,

ég fer ekki leynt með tryggan kærleika þinn og sannleika í hinum stóra söfnuði.“+

11 Taktu ekki miskunn þína frá mér, Jehóva,

megi tryggur kærleikur þinn og sannleikur stöðugt vernda mig.+

12 Hörmungarnar sem umkringja mig eru fleiri en ég get talið.+

Syndir mínar eru svo margar að þær byrgja mér sýn,+

þær eru fleiri en hárin á höfði mínu

og ég hef misst móðinn.

13 Ég bið þig, Jehóva, bjargaðu mér.+

Jehóva, hjálpaðu mér fljótt.+

14 Allir sem sækjast eftir lífi mínu

verði sér til smánar og skammar.

Þeir sem gleðjast yfir ógæfu minni

flýi með skömm.

15 Láttu þá sem hæðast að mér og segja: „Gott á þig,“

hrylla við eigin niðurlægingu.

16 En þeir sem leita þín+

skulu gleðjast og fagna yfir þér.+

Þeir sem elska björgun þína segi ávallt:

„Jehóva sé hátt upp hafinn.“+

17 En ég er hrjáður og fátækur.

Hugsaðu til mín, Jehóva,

því að þú ert hjálp mín og frelsari.+

Guð minn, bíddu ekki of lengi.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

41 Sá sem lætur sér annt um bágstadda er hamingjusamur,+

Jehóva bjargar honum á degi neyðarinnar.

 2 Jehóva gætir hans og lætur hann halda lífi,

um alla jörð fer orð af því hve hamingjusamur hann er.+

Þú gefur hann aldrei á vald óvina hans.+

 3 Jehóva styður hann þegar hann er veikur,+

þú hlúir að honum þegar hann er rúmfastur.

 4 Ég sagði: „Jehóva, vertu mér góður,+

læknaðu mig+ því að ég hef syndgað gegn þér.“+

 5 En óvinir mínir óska mér ills:

„Hvenær ætlar hann að fara að deyja svo að nafn hans gleymist?“

 6 Ef einhver kemur til að heimsækja mig er hann fullur hræsni.

Hann leitar að einhverju til að nota gegn mér,

fer síðan og breiðir út lygar um mig.

 7 Allir sem hata mig hvísla sín á milli,

þeir vilja mér illt og segja:

 8 „Mikil ógæfa er komin yfir hann,

nú liggur hann og stendur ekki upp aftur.“+

 9 Jafnvel vinur minn sem ég treysti,+

sá sem borðaði af brauði mínu, hefur snúist gegn mér.*+

10 En þú, Jehóva, vertu mér góður og hjálpaðu mér á fætur

svo að ég geti refsað þeim fyrir það sem þeir hafa gert.

11 Þegar óvinur minn getur ekki hrósað sigri yfir mér

veit ég að þú hefur velþóknun á mér.+

12 Þú heldur mér uppi af því að ég er trúfastur+

og leyfir mér að vera í návist þinni að eilífu.+

13 Lofaður sé Jehóva Guð Ísraels

um alla eilífð.*+

Amen og amen.

ÖNNUR BÓK

(Sálmur 42–72)

Til tónlistarstjórans. Maskíl* eftir syni Kóra.+

42 Eins og hind þráir vatnslindir

þrái ég þig, Guð minn.

 2 Mig þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði.+

Hvenær fæ ég að koma og birtast fyrir augliti Guðs?+

 3 Tárin eru fæða mín dag og nótt.

Fólk hæðist að mér allan liðlangan daginn og spyr: „Hvar er Guð þinn?“+

 4 Ég úthelli sál* minni og hugsa til þess sem áður var,

þegar ég gekk með mannfjöldanum

fremstur í fylkingu til húss Guðs.

Fólkið var í hátíðarskapi,

hrópaði af gleði og söng þakkarsöngva.+

 5 Hvers vegna örvænti ég?+

Hvers vegna finn ég enga ró innra með mér?

Ég vil bíða eftir Guði+

því að ég fæ að lofa hann, minn mikla frelsara.+

 6 Guð minn, ég er fullur örvæntingar.+

Þess vegna minnist ég þín+

frá landi Jórdanar og Hermontindum,

frá Mísarfjalli.*

 7 Ólgandi vötnin kalla hvert á annað

þegar fossar þínir druna.

Brimöldur þínar brotna á mér.+

 8 Um daga sýnir Jehóva mér tryggan kærleika,

um nætur syng ég honum lof – bið til Guðs lífs míns.+

 9 Ég segi við Guð, bjarg mitt:

„Hvers vegna hefurðu gleymt mér?+

Hvers vegna þarf ég að ganga um sorgmæddur, kúgaður af óvinum mínum?“+

10 Í morðhug hæðast óvinir mínir að mér,*

þeir hæðast að mér allan liðlangan daginn og spyrja: „Hvar er Guð þinn?“+

11 Hvers vegna örvænti ég?

Hvers vegna finn ég enga ró innra með mér?

Ég vil bíða eftir Guði+

því að ég fæ að lofa hann, minn mikla frelsara og Guð.+

43 Dæmdu mig, Guð,+

verðu málstað minn+ gegn ótrúrri þjóð,

bjargaðu mér frá hinum svikulu og ranglátu

 2 því að þú ert Guð minn, varnarvirki mitt.+

Hvers vegna hefurðu útskúfað mér?

Hvers vegna þarf ég að ganga um sorgmæddur, kúgaður af óvinum mínum?+

 3 Sendu ljós þitt og sannleika.+

Þau skulu vísa mér veginn,+

leiða mig til þíns heilaga fjalls og þinnar stórfenglegu tjaldbúðar.+

 4 Þá geng ég að altari Guðs,+

til Guðs sem er mín mesta gleði,

og lofa þig með hörpuleik,+ ó Guð, þú Guð minn.

 5 Hvers vegna örvænti ég?

Hvers vegna finn ég enga ró innra með mér?

Ég vil bíða eftir Guði+

því að ég fæ að lofa hann, minn mikla frelsara og Guð.+

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Maskíl.*

44 Guð, við höfum heyrt með eigin eyrum,

forfeður okkar sögðu okkur frá öllu+

sem þú áorkaðir á þeirra dögum,

fyrir langalöngu.

 2 Með hendi þinni hraktirðu burt þjóðir+

og lést forfeður okkar setjast þar að.+

Þú gersigraðir þjóðir og flæmdir þær burt.+

 3 Þeir lögðu ekki landið undir sig með sverðum sínum+

og armur þeirra veitti þeim ekki sigur+

heldur var það hægri hönd þín og armur+ og ljós auglits þíns

því að þú hafðir velþóknun á þeim.+

 4 Guð, þú ert konungur minn,+

skipaðu svo fyrir að Jakob vinni* fullnaðarsigur.

 5 Með þinni hjálp rekum við burt andstæðinga okkar,+

í þínu nafni tröðkum við niður þá sem rísa gegn okkur.+

 6 Ég treysti ekki á boga minn

og sverð mitt getur ekki bjargað mér.+

 7 Það varst þú sem bjargaðir okkur frá óvinum okkar+

og niðurlægðir þá sem hata okkur.

 8 Guð, við lofsyngjum þig allan daginn

og lofum nafn þitt að eilífu. (Sela)

 9 En nú hefur þú útskúfað okkur og niðurlægt

og ferð ekki út með hersveitum okkar.

10 Þú lætur okkur hvað eftir annað hörfa undan óvinum okkar,+

þeir sem hata okkur láta greipar sópa.

11 Þú framselur okkur eins og sauðfé til slátrunar,

þú hefur tvístrað okkur meðal þjóðanna.+

12 Þú selur fólk þitt fyrir lítið sem ekkert+

og græðir ekkert á sölunni.

13 Þú gerir okkur að athlægi í augum nágranna okkar,

allir sem búa umhverfis okkur hafa okkur að háði og spotti.

14 Þú lætur þjóðirnar líta niður á okkur,*+

fólk hristir höfuðið yfir okkur.

15 Smán fylgir mér allan daginn

og ég er yfirbugaður af skömm

16 þegar ég heyri þá hæðast og spotta,

já, þegar óvinurinn leitar hefnda.

17 Allt þetta er komið yfir okkur en samt höfum við ekki gleymt þér,

við höfum ekki rofið sáttmála þinn.+

18 Hjörtu okkar hafa ekki yfirgefið þig

né skref okkar vikið af vegi þínum.

19 En þú hefur brytjað okkur niður þar sem sjakalarnir hafast við,

hulið okkur niðamyrkri.

20 Ef við hefðum gleymt nafni Guðs okkar

eða beðið* til framandi guðs,

21 hefði Guð þá ekki orðið var við það?

Hann þekkir leyndarmál hjartans.+

22 Þín vegna blasir dauðinn við okkur allan liðlangan daginn,

við erum metin sem sláturfé.+

23 Vaknaðu! Af hverju sefurðu, Jehóva?+

Vaknaðu! Útskúfaðu okkur ekki að eilífu.+

24 Af hverju hylur þú auglit þitt?

Hvers vegna gleymir þú neyð okkar og kúgun?

25 Við erum beygð í duftið,

liggjum kylliflöt á jörðinni.+

26 Láttu til þín taka og hjálpaðu okkur,+

sýndu okkur tryggan kærleika og bjargaðu* okkur.+

Til tónlistarstjórans. Við „Liljurnar“. Maskíl* eftir syni Kóra.+ Ástarsöngur.

45 Hjarta mitt er yfirfullt af fögrum orðum.

Ég segi: „Ljóð mitt fjallar um konung.“+

Tunga mín veri eins og penni*+ í hendi færasta afritara.*+

 2 Þú ert fegurstur allra manna,

yndisleg orð streyma af vörum þínum.+

Þess vegna blessar Guð þig að eilífu.+

 3 Spenntu sverð þitt+ við mjöðmina, þú hetja,+

gyrtu þig tign og mikilleik.+

 4 Haltu af stað í mikilleik þínum og sigraðu,+

farðu á hesti þínum og berstu fyrir sannleika, auðmýkt og réttlæti.+

Hægri hönd þín mun vinna* magnþrungin stórvirki.

 5 Flugbeittar örvar þínar fella þjóðir frammi fyrir þér,+

hæfa óvini konungs í hjartastað.+

 6 Guð er hásæti þitt um alla eilífð,+

veldissproti ríkis þíns er veldissproti réttlætisins.+

 7 Þú elskar réttlæti+ og hatar ranglæti.+

Þess vegna hefur Guð, Guð þinn, smurt þig+ gleðinnar olíu+ umfram félaga þína.

 8 Öll klæði þín ilma af myrru, alóe og kassíu,

þú gleðst yfir strengjaleik úr fílabeinshöllinni.

 9 Konungsdætur eru meðal hirðkvenna þinna

og drottningin stendur þér til hægri handar, prýdd Ófírgulli.+

10 Hlustaðu, dóttir, og taktu vel eftir,

gleymdu þjóð þinni og ætt föður þíns,

11 þá mun konungurinn þrá fegurð þína.

Þú skalt lúta honum

því að hann er herra þinn.

12 Íbúar* Týrusar koma með gjafir

og mestu auðmenn sækjast eftir velvild þinni.*

13 Í höllinni* bíður konungsdóttirin geislandi af fegurð,

föt hennar skreytt gulli.

14 Hún er leidd til konungs í glitofnum* klæðum,

meyjar fylgja henni og eru leiddar fram fyrir hann.*

15 Þær eru leiddar inn með fögnuði og gleði

og ganga inn í konungshöllina.

16 Synir þínir koma í stað forfeðra þinna,

þú gerir þá að höfðingjum um alla jörð.+

17 Ég vil gera nafn þitt þekkt meðal allra komandi kynslóða.+

Þess vegna munu þjóðir lofa þig um alla eilífð.

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Í alamót-stíl.* Söngljóð.

46 Guð er skjól okkar og styrkur,+

hann hjálpar okkur alltaf á neyðartímum.+

 2 Þess vegna óttumst við ekki þótt jörðin skjálfi

og fjöllin steypist í djúp hafsins,+

 3 þótt hafið ólgi og freyði+

og fjöllin nötri af ofsa þess. (Sela)

 4 Fljót kvíslast og gleður borg Guðs,+

stórfenglegan og heilagan bústað Hins hæsta.

 5 Guð er í borginni,+ henni verður ekki haggað.

Guð kemur henni til bjargar þegar birtir af degi.+

 6 Þjóðirnar ólguðu, ríkin féllu,

hann brýndi raustina og jörðin nötraði.+

 7 Jehóva hersveitanna er með okkur,+

Guð Jakobs er okkur öruggt athvarf.* (Sela)

 8 Komið og sjáið verk Jehóva,

allt það undursamlega sem hann hefur gert á jörðinni.

 9 Hann stöðvar stríð um alla jörð.+

Hann brýtur bogann, mölvar spjótið,

brennir stríðsvagna* í eldi.

10 „Gefist upp og skiljið að ég er Guð.

Ég verð hátt upp hafinn meðal þjóðanna,+

hátt upp hafinn á jörðinni.“+

11 Jehóva hersveitanna er með okkur,+

Guð Jakobs er okkur öruggt athvarf.+ (Sela)

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Söngljóð.

47 Klappið saman lófum, allar þjóðir,

fagnið frammi fyrir Guði sigri hrósandi

 2 því að Jehóva, Hinn hæsti, er mikilfenglegur,+

hann er hinn mikli konungur yfir allri jörðinni.+

 3 Hann leggur lýði undir okkur

og þjóðir undir fætur okkar.+

 4 Hann velur handa okkur arfleifð,+

stolt Jakobs sem hann elskar.+ (Sela)

 5 Guð er stiginn upp við fagnaðaróp,

Jehóva er stiginn upp við hornablástur.*

 6 Lofsyngið* Guð, syngið honum lof,

lofsyngið konung okkar, syngið honum lof

 7 því að Guð er konungur yfir allri jörðinni.+

Syngið honum lof og verið skynsöm.

 8 Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum,+

Guð situr í sínu heilaga hásæti.

 9 Leiðtogar þjóðanna hafa safnast saman

með fólki Guðs Abrahams

því að Guð er yfir valdhöfum* jarðar,

hann er hátt upp hafinn.+

Söngljóð eftir syni Kóra.+

48 Jehóva er mikill og verðskuldar lof

í borg Guðs okkar, á sínu heilaga fjalli.

 2 Það gnæfir hátt og fagurt, gleði allrar jarðar,+

Síonarfjall lengst í norðri,

borg hins mikla konungs.+

 3 Í sterkum turnum hennar

hefur Guð sýnt að hann er öruggt athvarf.*+

 4 Konungar söfnuðust saman

og sóttu fram allir sem einn.

 5 Þegar þeir sáu borgina urðu þeir furðu lostnir,

fylltust skelfingu og flúðu.

 6 Þeir skulfu af hræðslu,

angist greip þá eins og konu í barnsburði.

 7 Með austanvindinum brýtur þú Tarsisskipin.

 8 Það sem við heyrðum um höfum við nú séð með eigin augum

í borg Jehóva hersveitanna, borg Guðs okkar.

Guð gerir hana óhagganlega að eilífu.+ (Sela)

 9 Guð, við hugleiðum tryggan kærleika þinn+

í musteri þínu.

10 Eins og nafn þitt, Guð,

berst lofgjörð um þig til endimarka jarðar.+

Hægri hönd þín er full réttlætis.+

11 Síonarfjall+ fagni,

bæir* Júda gleðjist yfir dómum þínum.+

12 Gangið kringum Síon, hringinn í kringum hana,

teljið turna hennar.+

13 Virðið fyrir ykkur varnargarða* hennar,+

skoðið sterka turna hennar

svo að þið getið sagt komandi kynslóðum frá.

14 Þessi Guð er Guð okkar+ um alla eilífð,

hann mun leiða okkur um ókomna tíð.*+

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Söngljóð.

49 Heyrið, allar þjóðir,

takið eftir, allir íbúar heims,

 2 bæði háir og lágir,

jafnt ríkir sem fátækir.

 3 Úr munni mínum kemur viska

og íhugun hjarta míns+ ber vott um skilning.

 4 Ég gef gaum að orðskviði

og skýri* gátu mína við hörpuleik.

 5 Hvers vegna skyldi ég óttast á erfiðum tímum,+

þegar óþokkar umkringja mig og vilja mér illt?

 6 Sumir treysta á auðæfi sín+

og hreykja sér af ríkidæmi sínu.+

 7 En enginn þeirra getur keypt bróður sinn lausan

eða greitt Guði lausnargjald fyrir hann.+

 8 (Lausnargjaldið fyrir líf hans væri svo hátt

að þeir gætu aldrei greitt það.)

 9 Þeir geta ekki séð til þess að hann lifi að eilífu og sjái ekki gröfina.+

10 Allir sjá að vitrir menn deyja líka.

Flón og heimskingjar farast hver með öðrum+

og láta öðrum eftir auðæfi sín.+

11 Þeirra heitasta ósk er að hús þeirra standi að eilífu,

bústaðir þeirra kynslóð eftir kynslóð.

Þeir hafa nefnt jarðir sínar eftir sjálfum sér.

12 En jafnvel sá maður sem nýtur virðingar deyr að lokum,+

hann er engu betur settur en dýrin sem drepast.+

13 Þannig fer fyrir hinum heimsku+

og öllum sem fylgja þeim og eru hrifnir af blaðri þeirra. (Sela)

14 Eins og sauðir eru þeir reknir í gröfina,*

dauðinn er hirðir þeirra.

Hinir réttlátu ríkja yfir þeim+ að morgni

og þeir hverfa með öllu.+

Í stað hallar verður gröfin*+ bústaður þeirra.+

15 En Guð mun leysa mig undan valdi* grafarinnar*+

og hrífa mig í öruggt skjól. (Sela)

16 Óttastu ekki þótt einhver verði ríkur

og hús hans sífellt glæsilegra

17 því að hann tekur ekkert með sér þegar hann deyr,+

auður hans fylgir honum ekki í gröfina.+

18 Hann hrósar sér í hástert meðan hann lifir.+

(Fólk fer fögrum orðum um þá sem vegnar vel.)+

19 En að lokum fer hann til forfeðra sinna,

þeir sjá ljósið aldrei aftur.

20 Sá sem nýtur virðingar en skilur þetta ekki+

er engu betur settur en dýrin sem drepast.

Söngljóð eftir Asaf.+

50 Jehóva, Guð guðanna,+ hefur talað,

hann kallar saman alla jarðarbúa

frá austri til vesturs.*

 2 Frá Síon, ímynd fegurðarinnar,+ sendir Guð ljós sitt.

 3 Guð okkar kemur og getur ekki þagað.+

Eyðandi eldur fer á undan honum+

og mikill stormur geisar í kringum hann.+

 4 Hann kallar saman himin og jörð+

til að dæma fólk sitt:+

 5 „Stefnið til mín þeim sem eru mér trúir,

þeim sem gera við mig sáttmála byggðan á fórn.“+

 6 Himnarnir boða réttlæti hans

því að Guð sjálfur er dómarinn.+ (Sela)

 7 „Hlustaðu, þjóð mín, ég ætla að tala,

Ísrael, ég ætla að vitna gegn þér.+

Ég er Guð, þinn Guð.+

 8 Ég finn ekki að þér vegna sláturfórna þinna

eða vegna brennifórna þinna sem eru stöðugt frammi fyrir mér.+

 9 Ég þarf ekki að taka naut úr húsi þínu

né geithafra úr byrgjum þínum+

10 því að öll dýr skógarins eru mín+

og auk þess dýrin á fjöllunum þúsund.

11 Ég þekki hvern einasta fugl á fjöllunum,+

öll dýr merkurinnar eru mín.

12 Þótt ég væri svangur segði ég þér ekki frá því

enda er jörðin mín og allt sem á henni er.+

13 Borða ég nautakjöt

eða drekk ég geitablóð?+

14 Færðu Guði þakkargjörð að fórn+

og efndu heit þín við Hinn hæsta.+

15 Kallaðu á mig á erfiðum tímum,+

ég bjarga þér og þú munt lofa mig.“+

16 En Guð segir við illvirkjann:

„Hver gaf þér leyfi til að segja frá lögum mínum+

og tala um sáttmála minn?+

17 Þú hatar aga*

og snýrð baki við orðum mínum.*+

18 Þú sérð þjóf og lætur þér vel líka það sem hann gerir*+

og þú blandar geði við þá sem eru ótrúir maka sínum.

19 Þú spúir illsku með munni þínum

og lygar loða við tungu þína.+

20 Þú situr og baktalar bróður þinn,+

afhjúpar galla í fari sonar móður þinnar.*

21 Ég sagði ekkert þegar þú gerðir þetta,

þess vegna hélstu að ég væri alveg eins og þú.

En nú ætla ég að ávíta þig

og leiða þér fyrir sjónir hvað þú hefur gert.+

22 Hugleiðið þetta, þið sem gleymið Guði,+

svo að ég rífi ykkur ekki sundur og enginn geti bjargað ykkur.

23 Sá sem færir þakkargjörð að fórn heiðrar mig+

og sá sem fylgir staðfastlega réttum vegi

fær að sjá björgun Guðs.“+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð þegar Natan spámaður kom til hans eftir að Davíð hafði haft kynmök við Batsebu.+

51 Sýndu mér velvild, Guð, vegna þíns trygga kærleika,+

afmáðu afbrot mín vegna þinnar miklu miskunnar.+

 2 Þvoðu mig hreinan af sekt minni+

og hreinsaðu mig af synd minni+

 3 því að ég veit að ég hef brotið af mér

og synd mín þjakar mig stöðugt.*+

 4 Gegn þér hef ég syndgað fyrst og fremst,*+

ég hef gert það sem er illt í þínum augum.+

Þú ert því réttlátur þegar þú talar,

dómur þinn er réttur.+

 5 Ég hef verið sekur frá því að ég fæddist

og syndugur frá því að ég var getinn í móðurlífi.+

 6 Þú hefur velþóknun á hreinskilni hjartans,+

kenndu mínum innri* manni sanna visku.

 7 Hreinsaðu mig af synd minni með ísóp svo að ég verði hreinn,+

þvoðu mig svo að ég verði hvítari en snjór.+

 8 Láttu mig heyra fögnuð og gleði

svo að beinin sem þú sundurkramdir taki gleði sína á ný.+

 9 Snúðu augliti þínu frá syndum mínum+

og afmáðu öll afbrot mín.+

10 Guð, skapaðu í mér hreint hjarta+

og gefðu mér nýjan og stöðugan anda.+

11 Kastaðu mér ekki burt frá augliti þínu

og taktu ekki heilagan anda þinn frá mér.

12 Leyfðu mér að gleðjast aftur yfir björgun þinni,+

vektu með mér löngun til að hlýða þér.*

13 Ég vil kenna lögbrjótum vegi þína+

svo að syndarar snúi aftur til þín.

14 Frelsaðu mig frá blóðskuld,+ Guð, þú sem frelsar mig,+

svo að tunga mín geti boðað réttlæti þitt með fögnuði.+

15 Jehóva, opnaðu varir mínar

svo að munnur minn geti lofað þig.+

16 Þú vilt ekki sláturfórn, annars myndi ég færa þér hana.+

Þú kærir þig ekki um brennifórn.+

17 Fórnir sem Guð kann að meta eru iðrunarfullur andi.

Guð, þú hafnar* ekki hjarta sem er brotið og kramið.+

18 Gerðu vel við Síon því að þú ert góður,

endurreistu múra Jerúsalem.

19 Þá muntu gleðjast yfir réttlætisfórnum,

brennifórnum og alfórnum,

þá verður nautum fórnað á altari þínu.+

Til tónlistarstjórans. Maskíl* eftir Davíð þegar Dóeg Edómíti sagði Sál að Davíð hefði komið í hús Ahímeleks.+

52 Hvers vegna hreykir þú þér af illskuverkum þínum, þrjóturinn þinn?+

Tryggur kærleikur Guðs varir allan daginn.+

 2 Tunga þín, beitt eins og rakhnífur,+

bruggar illsku og svik.+

 3 Þú elskar hið illa meira en hið góða,

lygar meira en sannleika. (Sela)

 4 Þú elskar hvert skaðræðisorð,

þú svikula tunga!

 5 Þess vegna mun Guð brjóta þig niður í eitt skipti fyrir öll,+

hann grípur í þig og dregur þig út úr tjaldi þínu,+

upprætir þig úr landi lifenda.+ (Sela)

 6 Hinir réttlátu sjá það og fyllast óttablandinni lotningu,+

þeir hlæja að honum og segja:+

 7 „Þarna er maður sem gerði Guð ekki að athvarfi* sínu+

heldur treysti á sín miklu auðæfi+

og var viss um að ill áform sín myndu heppnast.“

 8 En ég verð eins og frjósamt ólívutré í húsi Guðs,

ég treysti á tryggan kærleika Guðs+ um alla eilífð.

 9 Ég vil lofa þig að eilífu fyrir það sem þú hefur gert.+

Frammi fyrir þínum trúföstu

set ég von mína á nafn þitt+ því að það er gott.

Til tónlistarstjórans. Í makalat-stíl.* Maskíl* eftir Davíð.

53 Heimskinginn segir í hjarta sínu:

„Jehóva er ekki til.“+

Ranglætisverk þeirra eru spillt og andstyggileg,

enginn gerir það sem er gott.+

 2 En Guð lítur á mennina af himni ofan+

til að sjá hvort nokkur sé skynsamur, hvort nokkur leiti Jehóva.+

 3 Þeir hafa allir vikið af réttri braut,

þeir eru allir spilltir.

Enginn gerir það sem er gott,

ekki einn einasti.+

 4 Skilja þeir ekki neitt, þessir illvirkjar?

Þeir gleypa í sig fólk mitt eins og brauð

og ákalla ekki Jehóva.+

 5 En þeir verða skelfingu lostnir,

hræddari en nokkru sinni fyrr*

því að Guð tvístrar beinum þeirra sem ráðast gegn þér.*

Þú niðurlægir þá því að Jehóva hefur hafnað þeim.

 6 Ó, að Ísrael berist hjálp frá Síon!+

Jakob gleðjist, Ísrael fagni

þegar Jehóva flytur herleitt fólk sitt aftur heim.

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Maskíl* eftir Davíð þegar Sífítar komu og sögðu við Sál: „Davíð felur sig hjá okkur.“+

54 Guð, bjargaðu mér með nafni þínu+

og verðu mig+ með mætti þínum.

 2 Guð, heyrðu bæn mína,+

hlustaðu á orð mín

 3 því að ókunnir menn hafa risið gegn mér

og miskunnarlausir óþokkar sækjast eftir lífi mínu.+

Þeim stendur á sama um Guð.*+ (Sela)

 4 En Guð er hjálp mín,+

Jehóva er með þeim sem styðja mig.

 5 Hann lætur óvini mína gjalda fyrir illsku sína.+

Eyddu þeim* í trúfesti þinni.+

 6 Ég færi þér fórnir+ af fúsu geði,

lofa nafn þitt, Jehóva, því að það er gott.+

 7 Hann bjargar mér úr öllum raunum,+

ég horfi fagnandi á óvini mína falla.+

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Maskíl* eftir Davíð.

55 Hlustaðu á bæn mína, Guð,+

hunsaðu ekki bæn mína um miskunn.*+

 2 Veittu mér athygli og svaraðu mér.+

Ég finn enga ró fyrir áhyggjum+

og veit ekki mitt rjúkandi ráð

 3 vegna hótana óvinarins

og kúgunar illvirkjans.

Þeir steypa yfir mig ógæfu

og hata mig heiftarlega.+

 4 Angist nístir hjarta mitt+

og dauðans ótti hellist yfir mig.+

 5 Hræðsla og skelfing grípur mig,

ég nötra allur og skelf.

 6 Ég segi hvað eftir annað: „Bara að ég hefði vængi eins og dúfa.

Þá myndi ég fljúga burt og finna öruggan stað.

 7 Ég myndi flýja langt í burt+

og dveljast í óbyggðunum.+ (Sela)

 8 Ég myndi flýta mér í skjól,

burt frá veðurofsanum, burt frá storminum.“

 9 Ruglaðu þá, Jehóva, og gerðu áform þeirra að engu*+

því að ég sé ofbeldi og deilur í borginni.

10 Dag og nótt ganga þær um á múrum hennar,

illska og ógæfa ríkja þar inni fyrir.+

11 Hörmungar eru alls staðar í borginni,

kúgun og svik hverfa aldrei frá torgum hennar.+

12 Það er ekki óvinur sem hæðir mig+

því að það gæti ég þolað.

Það er ekki fjandmaður sem hefur risið gegn mér,

ef svo væri gæti ég falið mig fyrir honum.

13 Nei, það ert þú, jafningi minn,+

félagi minn og náinn vinur.+

14 Vinátta okkar var yndisleg,

við gengum ásamt mannfjöldanum í hús Guðs.

15 Glötun komi yfir óvini mína+

og þeir fari lifandi niður í gröfina*

því að illska býr hjá þeim og í þeim.

16 En ég ætla að hrópa til Guðs

og Jehóva bjargar mér.+

17 Kvölds og morgna og um miðjan dag harma ég og styn+

og hann heyrir andvörp mín.+

18 Hann bjargar* mér og gefur mér frið fyrir þeim sem berjast gegn mér

en óvinir mínir eru margir.+

19 Guð mun heyra og láta til sín taka,+

hann sem hefur setið í hásæti sínu frá örófi alda.+ (Sela)

Þeir vilja ekki breytast,

þeir sem óttast ekki Guð.+

20 Hann* réðst á þá sem lifðu í sátt við hann,+

braut sáttmálann sem hann gerði.+

21 Orð hans eru sleipari en smjör+

en hjarta hans hneigist til stríðs.

Orð hans eru mýkri en olía

en eru þó sem brugðin sverð.+

22 Varpaðu byrði þinni á Jehóva+

og hann mun styðja þig.+

Hann leyfir aldrei að hinn réttláti hrasi.*+

23 En Guð, þú steypir þeim niður í djúp grafarinnar.+

Þessir blóðseku og svikulu menn munu deyja áður en ævidagar þeirra eru hálfnaðir.+

En ég treysti þér.

Til tónlistarstjórans. Sungið við „Þögla dúfan langt í burtu“. Miktam* eftir Davíð þegar Filistear gripu hann í Gat.+

56 Hjálpaðu mér, Guð, því að dauðlegir menn ráðast á mig,*

allan daginn ofsækja þeir mig og berjast gegn mér.

 2 Óvinir mínir glefsa í mig allan daginn,

margir berjast gegn mér fullir hroka.

 3 Þegar ég er hræddur+ reiði ég mig á þig.+

 4 Ég treysti Guði og lofa orð hans,

set traust mitt á Guð og er ekki hræddur.

Hvað geta mennirnir gert mér?+

 5 Allan daginn gera þeir mér lífið leitt

og hugsa um það eitt að gera mér mein.+

 6 Þeir sitja um mig til að ráðast á mig,

fylgjast með hverju skrefi mínu+

og bíða færis að ráða mér bana.+

 7 Hafnaðu þeim vegna illsku þeirra,

Guð, refsaðu þjóðunum í reiði þinni.+

 8 Þú tekur eftir hrakningum mínum.+

Safnaðu tárum mínum í skinnbelg þinn,+

þau eru skráð í bók þína.+

 9 Óvinir mínir hörfa þegar ég hrópa á hjálp.+

Guð er með mér, það veit ég fyrir víst.+

10 Ég treysti Guði og lofa orð hans.

Ég treysti Jehóva og lofa orð hans.

11 Ég set traust mitt á Guð og er ekki hræddur.+

Hvað geta mennirnir gert mér?+

12 Guð, ég vil efna heit mín við þig,+

ég vil færa þér þakkarfórnir+

13 því að þú frelsaðir mig frá dauða+

og forðaðir fótum mínum frá hrösun+

svo að ég geti gengið frammi fyrir Guði í ljósi hinna lifandi.+

Til tónlistarstjórans. Við „Eyddu ekki“. Miktam* eftir Davíð þegar hann flúði inn í hellinn undan Sál.+

57 Vertu mér góður, Guð, vertu mér góður

því að ég leita athvarfs hjá þér.+

Í skugga vængja þinna leita ég skjóls þar til hættan er liðin hjá.+

 2 Ég hrópa til Guðs, Hins hæsta,

til hins sanna Guðs sem bindur enda á raunir mínar.

 3 Hann sendir hjálp frá himnum og bjargar mér,+

hann stöðvar þann sem glefsar í mig. (Sela)

Guð sendir sinn trygga kærleika og trúfesti.+

 4 Ég er umkringdur ljónum,+

ligg meðal manna sem vilja rífa mig í sig.

Tennur þeirra eru spjót og örvar,

tunga þeirra er beitt sverð.+

 5 Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,

dýrð þín blasi við um alla jörð.+

 6 Þeir hafa lagt net fyrir fætur mína,+

ég er bugaður af áhyggjum.+

Þeir grófu mér gryfju

en féllu sjálfir í hana.+ (Sela)

 7 Ég er staðfastur í hjarta, Guð minn,+

ég er staðfastur í hjarta.

Ég vil syngja og spila.

 8 Vaknaðu, hjarta mitt.*

Vaknaðu, lýra, og þú líka, harpa.

Ég ætla að vekja morgunroðann.+

 9 Ég lofa þig, Jehóva, meðal þjóðflokka,+

syng þér lof* meðal þjóðanna+

10 því að tryggur kærleikur þinn er mikill og nær allt til himins+

og trúfesti þín upp til skýjanna.

11 Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,

dýrð þín blasi við um alla jörð.+

Til tónlistarstjórans. Við „Eyddu ekki“. Miktam* eftir Davíð.

58 Getið þið varið réttlætið þegar þið þegið?+

Getið þið dæmt af réttvísi, þið mannssynir?+

 2 Nei, hjörtu ykkar eru full ranglætis+

og hendur ykkar dreifa ofbeldi um landið.+

 3 Hinir illu fara afvega* allt frá fæðingu,*

þeir eru á villigötum, lygarar frá því að þeir líta dagsins ljós.

 4 Eitur þeirra er eins og höggormseitur,+

þeir eru heyrnarlausir eins og kóbraslanga sem lokar eyrunum.

 5 Hún hlustar ekki á rödd slöngutemjarans,

sama hve vel hann beitir töfrum sínum.

 6 Guð, sláðu tennurnar úr munni þeirra!

Brjóttu kjálka ljónanna, Jehóva!

 7 Láttu þá hverfa eins og vatn sem rennur burt,

spenntu bogann og felldu þá með örvum þínum.

 8 Þeir verði eins og snigill sem leysist upp á leið sinni,

eins og barn sem fæðist andvana og sér aldrei sólina.

 9 Áður en pottar ykkar finna hitann af brennandi þyrninum

mun Guð feykja burt greinunum eins og stormur, hvort sem þær eru grænar eða glóandi.+

10 Hinn réttláti fagnar þegar hann sér hefndina,+

fætur hans verða ataðir blóði hinna illu.+

11 Þá segja menn: „Hinn réttláti fær laun sín að lokum.+

Til er Guð sem dæmir á jörðinni.“+

Til tónlistarstjórans. Við „Eyddu ekki“. Miktam* eftir Davíð þegar Sál sendi menn til að vakta hús Davíðs* og drepa hann.+

59 Bjargaðu mér frá óvinum mínum, Guð minn,+

verndaðu mig fyrir þeim sem rísa gegn mér.+

 2 Bjargaðu mér frá þeim sem gera illt,

frelsaðu mig frá ofbeldismönnum.*

 3 Þeir sitja fyrir mér,+

sterkir menn ráðast á mig

þótt ég hafi hvorki gert uppreisn, Jehóva, né syndgað.+

 4 Þeir hlaupa og búast til atlögu þótt ég hafi ekkert brotið af mér.

Vaknaðu þegar ég hrópa og sjáðu hvað þeir gera

 5 því að þú, Jehóva, Guð hersveitanna, ert Guð Ísraels.+

Vaknaðu og líttu á það sem allar þjóðirnar gera,

þyrmdu engum illgjörnum svikara.+ (Sela)

 6 Á hverju kvöldi snúa þeir aftur,+

þeir urra* eins og hundar+ og læðast um borgina.+

 7 Sjáðu hvað streymir* úr munni þeirra,

sverð er á vörum þeirra+

og þeir segja: „Hver hlustar?“+

 8 En þú, Jehóva, hlærð að þeim,+

hæðist að öllum þjóðunum.+

 9 Þú ert styrkur minn, ég skyggnist eftir þér.+

Guð er mér öruggt athvarf.*+

10 Guð kemur mér til hjálpar, hann sem sýnir mér tryggan kærleika.+

Guð lætur mig sjá óvini mína falla.+

11 Dreptu þá ekki svo að þjóð mín gleymi ekki,

rektu þá á flæking með mætti þínum

og brjóttu þá á bak aftur, Jehóva, þú sem ert skjöldur okkar.+

12 Þeir syndga með munni sínum, með orðum vara sinna.

Láttu þá flækjast í eigin hroka+

vegna bölvana þeirra og lyga.

13 Gerðu út af við þá í reiði þinni,+

gerðu út af við þá svo að þeir hverfi með öllu.

Gerðu þeim ljóst að Guð ríkir yfir Jakobi og til endimarka jarðar.+ (Sela)

14 Láttu þá snúa aftur að kvöldi,

megi þeir urra* eins og hundar og læðast um borgina.+

15 Láttu þá reika um í leit að æti,+

megi þeir hvorki verða saddir né finna sér næturskjól.

16 En ég vil syngja um mátt þinn,+

segja fagnandi frá tryggum kærleika þínum að morgni

því að þú ert mér öruggt athvarf,+

til þín get ég flúið þegar erfiðleikar dynja á.+

17 Þú ert styrkur minn, ég vil syngja þér lof.*+

Guð er mér öruggt athvarf, hann sem sýnir mér tryggan kærleika.+

Til tónlistarstjórans. Við „Vitnisburðarliljuna“. Miktam.* Til fræðslu. Eftir Davíð þegar hann barðist við Aram Naharaím og Aram Sóba og Jóab sneri við og felldi 12.000 Edómíta í Saltdalnum.+

60 Guð, þú hafnaðir okkur, þú braust í gegnum varnir okkar,+

þú varst okkur reiður en taktu okkur nú aftur í sátt.

 2 Þú lést jörðina skjálfa og rifna.

Lagaðu sprungur hennar því að hún er að hrynja.

 3 Þú lést fólk þitt þola miklar þrautir,

gafst okkur vín að drekka svo að við skjögruðum.+

 4 Gefðu* merki þeim sem óttast þig

svo að þeir geti flúið undan örvum bogans. (Sela)

 5 Frelsaðu okkur með hægri hendi þinni og svaraðu okkur

svo að þeir sem þú elskar bjargist.+

 6 Guð hefur talað í heilagleika* sínum:

„Ég fagna, ég gef Síkem sem erfðaland+

og skipti Súkkótdal.*+

 7 Gíleað tilheyrir mér og Manasse einnig,+

Efraím er hjálmurinn á höfði mér,*

Júda er veldissproti minn.+

 8 Móab er þvottaskál mín.+

Ég kasta sandala mínum yfir Edóm,+

hrópa siguróp yfir Filisteu.“+

 9 Hver leiðir mig til hinnar umsetnu* borgar?

Hver fer með mig alla leið til Edóms?+

10 Ert það ekki þú, Guð, þú sem hefur hafnað okkur,

þú sem ferð ekki lengur út með hersveitum okkar?+

11 Hjálpaðu okkur í neyð okkar

því að liðsinni manna er einskis virði.+

12 Guð veitir okkur kraft+

og fótumtreður fjandmenn okkar.+

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Eftir Davíð.

61 Guð, heyrðu hróp mín á hjálp,

hlustaðu á bæn mína.+

 2 Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þín

þegar hjarta mitt örvæntir.+

Leiddu mig upp á háan klett+

 3 því að þú ert mér athvarf,

sterkur turn sem ver mig gegn óvini mínum.+

 4 Ég vil gista í tjaldi þínu að eilífu,+

leita athvarfs í skjóli vængja þinna+ (Sela)

 5 því að þú, Guð, hefur heyrt heit mín,

þú hefur gefið mér arfleifð þeirra sem óttast nafn þitt.+

 6 Þú lengir líf* konungs+

og ár hans vara kynslóð eftir kynslóð.

 7 Hann mun sitja í hásæti frammi fyrir Guði að eilífu,+

verndaðu hann með tryggum kærleika og trúfesti.+

 8 Þá skal ég lofsyngja nafn þitt* að eilífu+

og efna heit mín dag eftir dag.+

Til tónlistarstjórans. Jedútún.* Söngljóð eftir Davíð.

62 Ég bíð hljóður eftir Guði,

hann er sá sem bjargar mér.+

 2 Hann er klettur minn og hjálp, mitt örugga athvarf.*+

Ég fell aldrei flatur.+

 3 Hversu lengi ætlið þið að ráðast að einum manni og reyna að drepa hann?+

Þið eruð allir hættulegir eins og hallandi veggur, steinveggur sem er við það að hrynja.*

 4 Þeir leggja á ráðin um að steypa honum úr hárri stöðu hans.

Þeir hafa yndi af lygi,

þeir blessa með munninum en bölva innra með sér.+ (Sela)

 5 Ég bíð hljóður eftir Guði+

því að frá honum kemur von mín.+

 6 Hann er klettur minn og hjálp, mitt örugga athvarf.

Ég missi aldrei fótanna.+

 7 Frá Guði kemur björgun mín og upphefð,

Guð er minn trausti klettur og athvarf.+

 8 Treystið honum öllum stundum, fólk mitt,

úthellið hjörtum ykkar fyrir honum.+

Guð er okkur athvarf.+ (Sela)

 9 Mannssynirnir eru ekkert nema andgustur,

mannanna börn veita falskt öryggi.+

Þeir eru vegnir á vogarskálum og reynast léttvægari en andgustur.+

10 Treystið ekki á kúgun

og bindið ekki vonir ykkar við stolna muni.

Þótt auðurinn vaxi má hann ekki gagntaka ykkur.+

11 Eitt sinn hefur Guð talað, tvisvar hef ég heyrt hann segja:

Styrkurinn á upptök sín hjá Guði.+

12 Hjá þér er líka tryggur kærleikur, Jehóva,+

því að þú launar hverjum og einum eftir verkum hans.+

Söngljóð eftir Davíð þegar hann var í óbyggðum Júda.+

63 Guð, þú ert Guð minn, ég leita þín stöðugt,+

mig þyrstir eftir þér.+

Ég er örmagna af þrá eftir þér

í þurru, skrælnuðu landi þar sem ekkert vatn er að finna.+

 2 Þannig hef ég litið til þín í helgidóminum

og séð mátt þinn og dýrð.+

 3 Tryggur kærleikur þinn er betri en lífið sjálft,+

þess vegna vegsama ég þig með vörum mínum.+

 4 Ég vil lofa þig alla mína ævi,

lyfta upp höndum í þínu nafni.

 5 Ég mettast af úrvalsbitum, þeim allra bestu,

þess vegna lofa ég þig með glaðværum vörum.+

 6 Ég leiði hugann að þér þegar ég ligg uppi í rúmi,

hugsa um þig á nóttinni+

 7 því að þú ert hjálp mín+

og ég hrópa af gleði í skugga vængja þinna.+

 8 Ég held mig nálægt þér

og hægri hönd þín heldur fast í mig.+

 9 En þeir sem sækjast eftir lífi mínu

steypast niður í djúp jarðar.

10 Þeir falla fyrir sverði

og verða sjakölum* að bráð.

11 En konungurinn mun gleðjast yfir Guði,

allir sem sverja við hann fagna*

því að munni lygaranna verður lokað.

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

64 Hlustaðu á mig, Guð, þegar ég ákalla þig,+

verndaðu líf mitt fyrir ógnum óvinarins.

 2 Skýldu mér fyrir ráðabruggi illra manna,+

fyrir flokki illvirkjanna.

 3 Þeir brýna tungu sína eins og sverð,

miða illskeyttum orðum sínum eins og örvum

 4 til þess að skjóta á hinn saklausa úr launsátri.

Þeir skjóta skyndilega á hann án þess að blikna.

 5 Þeir halda fast við ill áform sín,*

ráðgast um að leggja gildrur sínar.

Þeir segja: „Hver getur séð þær?“+

 6 Þeir finna stöðugt upp á nýjum klækjabrögðum

og bræða með sér lymskuleg áform í leynum.+

Enginn skilur hugsanir þeirra og hjartalag.

 7 En Guð hæfir þá með ör sinni,+

skyndilega liggja þeir í sárum sínum.

 8 Tunga þeirra verður þeim sjálfum að falli,+

þeir sem sjá það hrista höfuðið

 9 og hræðsla grípur alla menn.

Þeir munu segja frá því sem Guð hefur gert

og fá skilning á verkum hans.+

10 Hinn réttláti gleðst yfir Jehóva og leitar athvarfs hjá honum,+

allir hjartahreinir munu fagna.*

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

65 Guð, lofsöngur bíður þín á Síon,+

við viljum efna heit okkar við þig.+

 2 Þú sem heyrir bænir, til þín kemur alls konar fólk.+

 3 Syndir mínar bera mig ofurliði+

en þú fyrirgefur* afbrot okkar.+

 4 Sá er hamingjusamur sem þú velur og lætur nálgast þig,

hann fær að búa í forgörðum þínum.+

Við fáum að seðjast af öllu því góða í húsi þínu,+

þínu heilaga musteri.*+

 5 Þú svarar okkur með stórfenglegum réttlætisverkum,+

Guð okkar og frelsari.

Fólk treystir á þig við endimörk jarðar+

og á fjarlægum ströndum.

 6 Þú* grundvallaðir fjöllin með krafti þínum,

þú* ert klæddur mætti.+

 7 Þú* lægir ólgandi höfin,+

drunurnar í öldunum og óróa þjóðanna.+

 8 Íbúar afskekktra svæða fyllast lotningu þegar þeir sjá tákn þín,+

frá austri til vesturs* færðu fólk til að hrópa af gleði.

 9 Þú annast jörðina,

gerir hana frjósama og gjöfula.+

Lækur Guðs er bakkafullur,

þú sérð mönnunum fyrir korni+

því að þannig gerðir þú jörðina úr garði.

10 Þú gegnbleytir plógför hennar og jafnar út plægðan akurinn,*

þú mýkir hann með regnskúrum og blessar það sem á honum sprettur.+

11 Þú kórónar árið með góðvild þinni,

spor þín fljóta í gæðum.*+

12 Beitilönd óbyggðanna drjúpa af vatni+

og hæðirnar eru klæddar fögnuði.+

13 Hagarnir eru þaktir hjörðum

og dalirnir* huldir korni.+

Allt hrópar af fögnuði og syngur.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð.

66 Öll jörðin hrópi af fögnuði frammi fyrir Guði.+

 2 Lofsyngið dýrlegt nafn hans,*

vegsamið hann með lofgjörð.+

 3 Segið við Guð: „Hversu mikilfengleg eru verk þín!+

Óvinir þínir koma skríðandi til þín

vegna þíns mikla máttar.+

 4 Allir jarðarbúar munu krjúpa fyrir þér,+

þeir lofsyngja þig,

þeir lofsyngja nafn þitt.“+ (Sela)

 5 Komið og sjáið verk Guðs,

stórfengleg verk hans í þágu mannanna.+

 6 Hann breytti hafinu í þurrlendi,+

þeir fóru fótgangandi yfir ána.+

Þar fögnuðum við yfir honum.+

 7 Hann ríkir að eilífu+ í mætti sínum,

augu hans vaka yfir þjóðunum.+

Hinir þrjósku skulu ekki hreykja sér.+ (Sela)

 8 Lofið Guð okkar, þið þjóðir,+

látið lofsöng um hann hljóma.

 9 Hann heldur okkur á lífi,+

forðar fótum okkar frá hrösun.+

10 Þú hefur reynt okkur, Guð,+

hreinsað okkur eins og menn hreinsa silfur.

11 Þú leiddir okkur í net,

lagðir á okkur* þunga byrði.

12 Þú leyfðir dauðlegum mönnum að traðka okkur niður,*

við gengum gegnum eld og vatn

en þú leiddir okkur á stað þar sem við gátum hvílst.

13 Ég kem í hús þitt með brennifórnir,+

ég efni heit mín við þig,+

14 þau sem varir mínar lofuðu+

og munnur minn hét þegar ég var í mikilli neyð.

15 Ég færi þér feit dýr að brennifórn

og fórnarreyk af hrútum.

Ég fórna nautum og geithöfrum. (Sela)

16 Komið og hlustið, þið öll sem óttist Guð,

ég ætla að segja ykkur hvað hann hefur gert fyrir mig.+

17 Ég hrópaði til hans með munni mínum

og lofaði hann með tungu minni.

18 Ef ég hefði alið á illsku í hjarta mínu

hefði Jehóva ekki hlustað á mig.+

19 En Guð hlustaði,+

hann heyrði bæn mína.+

20 Lofaður sé Guð sem hafnaði ekki bæn minni

og synjaði mér ekki um tryggan kærleika sinn.

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð.

67 Guð mun sýna okkur góðvild og blessa okkur,

hann lætur auglit sitt lýsa yfir okkur.+ (Sela)

 2 Þá mun öll jörðin þekkja veg þinn+

og allar þjóðir sjá að þú hefur frelsað okkur.+

 3 Þjóðflokkar skulu lofa þig, Guð,

allir þjóðflokkar lofi þig.

 4 Þjóðirnar gleðjist og hrópi af fögnuði+

því að þú dæmir þær af sanngirni.+

Þú munt leiða þjóðir jarðar. (Sela)

 5 Þjóðflokkar skulu lofa þig, Guð,

allir þjóðflokkar lofi þig.

 6 Jörðin mun gefa ávöxt sinn,+

Guð, Guð okkar, blessar okkur.+

 7 Guð mun blessa okkur

og öll endimörk jarðar óttast hann.*+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

68 Guð láti til sín taka, megi óvinir hans tvístrast

og þeir sem hata hann flýja undan honum.+

 2 Feyktu þeim burt eins og reykur feykist burt.

Eins og vax bráðnar í eldi,

þannig skulu hinir illu farast frammi fyrir Guði.+

 3 En hinir réttlátu gleðjist,+

þeir skulu fagna frammi fyrir Guði

og fyllast gleði.

 4 Lofsyngið Guð, syngið nafni hans lof.*+

Lofsyngið hann sem þeysir yfir eyðislétturnar.*

Jah* er nafn hans!+ Gleðjist frammi fyrir honum!

 5 Guð í sínum heilaga bústað+

er faðir föðurlausra og verndari* ekkna.+

 6 Guð gefur einstæðingum heimili,+

hann veitir föngum frelsi og farsæld.+

En hinir þrjósku* verða að búa í skrælnuðu landi.+

 7 Guð, þegar þú fórst fyrir fólki þínu,+

arkaðir yfir eyðimörkina, (Sela)

 8 þá skalf jörðin.+

Guð lét regn falla af himni,

Sínaí nötraði fyrir Guði, Guði Ísraels.+

 9 Þú lést rigna ríkulega, Guð,

og blést nýju lífi í örmagna fólk þitt.*

10 Það bjó í tjaldbúðum þínum,+

Guð, þú annaðist hina nauðstöddu af góðvild þinni.

11 Jehóva gefur fyrirmælin,

mikill her kvenna flytur gleðifréttirnar.+

12 Konungarnir og hersveitir þeirra flýja,+ þeir flýja!

Hún sem situr heima fær hlut í herfanginu.+

13 Þið láguð við varðeldana*

en fáið þó dúfu með silfurlagða vængi

og fjaðrir úr skíragulli.

14 Þegar Hinn almáttugi tvístraði konungum landsins+

snjóaði á Salmón.*

15 Basansfjall+ er fjall Guðs,*

Basansfjall er fjall hárra tinda.

16 Þið tindóttu fjöll, hvers vegna lítið þið öfundaraugum

á fjallið sem Guð hefur valið* sér til búsetu?+

Jehóva mun búa þar að eilífu.+

17 Stríðsvagnar Guðs skipta tugþúsundum, þúsundum á þúsundir ofan.+

Jehóva er kominn frá Sínaí til helgidómsins.+

18 Þú steigst upp til hæða,+

þú fluttir með þér fanga,

þú tókst við mönnum að gjöf,+

jafnvel þrjóskum mönnum,+ svo að þú, Jah Guð, myndir búa meðal þeirra.

19 Lofaður sé Jehóva sem ber byrðar okkar dag eftir dag,+

hann er hinn sanni Guð sem frelsar okkur. (Sela)

20 Hinn sanni Guð er Guð sem frelsar,+

alvaldur Drottinn Jehóva frelsar frá dauðanum.+

21 Já, Guð mölvar höfuð óvina sinna,

hvirfil þeirra sem halda áfram að syndga.*+

22 Jehóva hefur sagt: „Ég sæki þá til Basans,+

ég sæki þá í djúp hafsins

23 svo að þú getir baðað fót þinn í blóði+

og tungur hunda þinna fái sinn hlut af óvinunum.“

24 Menn sjá sigurgöngu þína, Guð,

sigurgöngu Guðs míns og konungs í helgidóminn.+

25 Söngvarar ganga fremstir, á eftir þeim strengjaleikarar+

og í miðjunni ungar konur sem leika á tambúrínur.+

26 Lofið Guð í stórum söfnuði,

lofið Jehóva, þið sem eruð af uppsprettu Ísraels.+

27 Þar er Benjamín,+ sá yngsti, sem leggur þá undir sig,

einnig höfðingjar Júda ásamt hrópandi fylgdarliði,

höfðingjar Sebúlons, höfðingjar Naftalí.

28 Guð þinn hefur ákveðið að þú skulir vera sterkur.

Sýndu mátt þinn, Guð, og hjálpaðu okkur eins og þú hefur áður gert.+

29 Konungar munu færa þér gjafir+

vegna musteris þíns í Jerúsalem.+

30 Refsaðu villidýrunum í sefinu,

nautaflokkunum+ og kálfum þeirra,

þar til þjóðirnar falla fram og færa silfurgjafir.*

Tvístraðu þeim þjóðum sem elska stríð.

31 Komið verður með bronsmuni* frá Egyptalandi,+

Kús þýtur af stað til að færa Guði gjafir.

32 Lofsyngið Guð, ríki jarðar,+

syngið Jehóva lof,* (Sela)

33 honum sem ríður yfir himininn, hinn ævaforna himin.+

Heyrið! Hann lætur rödd sína þruma, sína kraftmiklu rödd.

34 Viðurkennið mátt Guðs.+

Hátign hans er yfir Ísrael

og máttur hans í skýjunum.

35 Guð vekur lotningu þegar hann kemur frá stórfenglegum helgidómi sínum.*+

Hann er Guð Ísraels

sem gefur fólki sínu styrk og kraft.+

Lofaður sé Guð.

Til tónlistarstjórans. Við „Liljurnar“. Eftir Davíð.

69 Bjargaðu mér, Guð, því að vötnin eru við það að drekkja mér.+

 2 Ég er sokkinn í djúpan forarpytt og næ engri fótfestu.+

Ég er kominn í djúpt vatn

og sterkur straumurinn hefur borið mig með sér.+

 3 Ég er örmagna af að hrópa,+

hálsinn er rámur,

augun orðin sljó af að bíða eftir Guði mínum.+

 4 Þeir sem hata mig að tilefnislausu+

eru fleiri en hárin á höfði mínu.

Þeir sem vilja drepa mig,

undirförulir óvinir mínir,* eru margir.

Ég neyddist til að skila því sem ég hafði ekki stolið.

 5 Guð, þú veist hve heimskulega ég hef farið að ráði mínu

og synd mín er þér ekki hulin.

 6 Láttu mig ekki leiða skömm yfir þá sem vona á þig,

alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.

Láttu mig ekki leiða smán yfir þá sem leita þín,

þú Guð Ísraels.

 7 Ég þoli svívirðingar vegna þín,+

skömm hylur andlit mitt.+

 8 Ég er orðinn ókunnugur bræðrum mínum

og framandi sonum móður minnar.+

 9 Ég brenn af ákafa vegna húss þíns+

og smánaryrði þeirra sem smána þig hafa lent á mér.+

10 Ég auðmýkti mig með föstu*

en var hafður að háði fyrir það.

11 Ég klæddist hærusekk

en þeir gerðu gys að mér.*

12 Ég er umræðuefni þeirra sem sitja í borgarhliðinu

og drykkjurútar syngja níðvísur um mig.

13 En megi bæn mín berast þér, Jehóva,

á tíma velvildar þinnar.+

Svaraðu mér, Guð, þú sem ert ríkur að tryggum kærleika,

því að hjálp þín er örugg.+

14 Bjargaðu mér upp úr leðjunni

svo að ég sökkvi ekki.

Bjargaðu mér frá þeim sem hata mig

og úr djúpinu.+

15 Láttu ekki vatnsflauminn hrífa mig burt+

né djúpið svelgja mig

og láttu ekki pyttinn* gleypa mig.+

16 Svaraðu mér, Jehóva, því að kærleikur* þinn er góður.+

Snúðu þér að mér+ því að miskunn þín er mikil.

17 Hyldu ekki auglit þitt fyrir þjóni þínum,+

svaraðu mér fljótt því að ég er í mikilli neyð.+

18 Vertu nálægt mér og bjargaðu mér,

frelsaðu* mig frá óvinum mínum.

19 Þú veist hvernig þeir hæðast að mér, gera lítið úr mér og niðurlægja mig.+

Þú sérð alla óvini mína.

20 Háðsglósur þeirra hafa kramið hjarta mitt og sárið er ólæknandi.*

Ég vonaðist eftir meðaumkun en fékk enga,+

að einhverjir hugguðu mig en fann engan.+

21 Þeir gáfu mér eitur* að borða+

og við þorstanum gáfu þeir mér edik að drekka.+

22 Borðhald þeirra verði þeim gildra

og velmegun þeirra snara.+

23 Augu þeirra myrkvist svo að þeir sjái ekki

og fætur* þeirra skjálfi stöðugt.

24 Helltu yfir þá gremju* þinni

og láttu brennandi reiði þína koma yfir þá.+

25 Búðir þeirra leggist í eyði,

enginn skal búa í tjöldum þeirra+

26 því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegið

og staglast á þjáningum þeirra sem þú hefur sært.

27 Bættu sekt við sekt þeirra

og láttu þá ekki eiga hlut í réttlæti þínu.

28 Afmáðu þá úr bók lífsins*+

svo að þeir verði ekki skráðir með hinum réttlátu.+

29 En ég er þjakaður og þjáður.+

Bjargaðu mér, Guð, og verndaðu mig.

30 Ég vil lofa nafn Guðs í söng,

heiðra hann með þakkargjörð.

31 Jehóva mun líka það betur en naut,

ungnaut með horn og klaufir.+

32 Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast.

Þið sem leitið Guðs, megi hjörtu ykkar lifna við

33 því að Jehóva hlustar á hina fátæku+

og fyrirlítur ekki ánauðugt fólk sitt.+

34 Himinn og jörð skulu lofa hann,+

höfin og allt sem í þeim hrærist,

35 því að Guð frelsar Síon+

og endurreisir borgir Júda.

Fólk hans mun búa þar og eignast landið.

36 Afkomendur þjóna hans munu erfa það+

og þeir sem elska nafn hans+ skulu eiga þar heima.

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð. Ort til áminningar.

70 Guð, bjargaðu mér.

Jehóva, hjálpaðu mér fljótt.+

 2 Þeir sem sækjast eftir lífi mínu

verði sér til smánar og skammar.

Þeir sem gleðjast yfir ógæfu minni

flýi með skömm.

 3 Láttu þá sem hæðast og segja: „Gott á þig,“

skammast sín og hörfa.

 4 En þeir sem leita þín

skulu gleðjast og fagna yfir þér.+

Þeir sem elska björgun þína segi ávallt:

„Guð sé hátt upp hafinn.“

 5 En ég er hrjáður og fátækur.+

Guð, komdu mér fljótt til bjargar+

því að þú ert hjálp mín og frelsari.+

Jehóva, bíddu ekki of lengi.+

71 Hjá þér, Jehóva, hef ég leitað athvarfs.

Láttu mig aldrei verða mér til skammar.+

 2 Frelsaðu mig og hjálpaðu mér því að þú ert réttlátur.

Beygðu þig niður og hlustaðu,* bjargaðu mér.+

 3 Vertu mér klettavirki

sem ég get alltaf flúið í.

Sendu einhvern til að bjarga mér

því að þú ert bjarg mitt og vígi.+

 4 Guð minn, frelsaðu mig úr höndum vondra manna,+

úr greipum illskeyttra kúgara,

 5 því að þú ert von mín, alvaldur Drottinn Jehóva,

ég hef treyst þér* frá unga aldri.+

 6 Ég hef reitt mig á þig frá því að ég fæddist,

þú tókst á móti mér úr móðurkviði.+

Ég lofa þig öllum stundum.

 7 Í augum margra er ég sem undur

en þú ert mér öruggt athvarf.

 8 Munnur minn er fullur af lofgjörð um þig,+

allan daginn segi ég frá dýrð þinni.

 9 Útskúfaðu mér ekki í elli minni,+

yfirgefðu mig ekki þegar þróttur minn þrýtur.+

10 Óvinir mínir tala um mig

og þeir sem sækjast eftir lífi mínu leggja á ráðin gegn mér+

11 og segja: „Guð hefur yfirgefið hann.

Eltið hann og grípið hann því að enginn bjargar honum.“+

12 Guð, vertu ekki fjarlægur,

Guð minn, hjálpaðu mér fljótt.+

13 Láttu þá sem standa gegn mér

farast með skömm,+

þá sem vilja mér illt

klæðast niðurlægingu og smán.+

14 En ég vil halda áfram að bíða

og lofa þig sem aldrei fyrr.

15 Munnur minn segir frá réttlæti þínu,+

allan daginn frá björgunarverkum þínum

þótt þau séu fleiri en ég get skilið.*+

16 Ég vil fara og kunngera máttarverk þín,

alvaldur Drottinn Jehóva,

segja frá réttlæti þínu, þínu og einskis annars.

17 Guð, þú hefur kennt mér frá unga aldri+

og enn þann dag í dag boða ég dásamleg verk þín.+

18 Yfirgefðu mig ekki, Guð, þegar ég er orðinn gamall og gráhærður.+

Þá get ég sagt komandi kynslóð frá styrk* þínum

og öllum sem enn eru ófæddir frá mætti þínum.+

19 Réttlæti þitt, Guð, nær til himins,+

þú hefur gert stórkostlega hluti,

Guð, hver er sem þú?+

20 Þú hefur látið mig þola miklar raunir og erfiðleika+

en lífgaðu mig nú við,

dragðu mig upp úr djúpi jarðar.+

21 Láttu mig endurheimta mína fyrri reisn,

veittu mér vernd og huggun.

22 Þá mun ég lofa þig með strengjaleik, Guð minn,

fyrir trúfesti þína,+

lofsyngja þig við hörpuleik,*

þú Hinn heilagi Ísraels.

23 Varir mínar skulu hrópa af gleði þegar ég syng þér lof+

því að þú hefur bjargað lífi mínu.*+

24 Tunga mín mun tala um* réttlæti þitt allan daginn+

því að þeir sem óska mér ógæfu hljóta skömm og niðurlægingu.+

Um Salómon.

72 Guð, feldu konunginum dóma þína

og syni konungs réttlæti þitt+

 2 svo að hann flytji mál þjóðar þinnar í réttlæti

og mál þinna bágstöddu með réttvísi.+

 3 Fjöllin færi þjóðinni frið

og hæðirnar réttlæti.

 4 Megi hann verja* hina bágstöddu meðal þjóðarinnar,

bjarga börnum fátækra

og kremja kúgarann.+

 5 Menn munu óttast þig eins lengi og sólin varir

og eins lengi og tunglið er til,

kynslóð eftir kynslóð.+

 6 Hann verður eins og regn sem drýpur á nýslegið gras,

eins og regnskúrir sem vökva jörðina.+

 7 Á hans dögum mun hinn réttláti blómstra+

og friðurinn verður allsráðandi+ þar til tunglið er ekki lengur til.

 8 Hann mun ríkja* frá hafi til hafs

og frá Fljótinu* til endimarka jarðar.+

 9 Þeir sem búa í eyðimörkinni falla fram fyrir honum

og óvinir hans sleikja duftið.+

10 Konungarnir frá Tarsis og eyjunum greiða skatt,+

konungar Saba og Seba koma með gjafir.+

11 Allir konungar skulu falla fram fyrir honum

og allar þjóðir þjóna honum

12 því að hann bjargar hinum fátæka sem hrópar á hjálp,

hinum bágstadda og þeim sem enginn hjálpar.

13 Hann mun finna til með bágstöddum og snauðum

og bjarga lífi fátækra.

14 Hann frelsar* þá undan kúgun og ofbeldi

því að blóð þeirra er dýrmætt í augum hans.

15 Megi hann lifa og hljóta gull frá Saba.+

Menn biðji stöðugt fyrir honum

og blessi hann allan liðlangan daginn.

16 Gnóttir korns verða á jörðinni,+

jafnvel á fjallatindunum vex það í ríkum mæli.

Uppskera hans verður væn eins og Líbanonsskógur+

og í borgunum blómstrar fólk eins og gróður jarðar.+

17 Nafn hans vari að eilífu,+

orðstír hans vaxi eins lengi og sólin er til.

Fólk hljóti blessun* vegna hans,+

allar þjóðir hafi orð á því hve hamingjusamur hann er.

18 Lofaður sé Jehóva Guð, Guð Ísraels,+

hann einn vinnur undursamleg verk.+

19 Lofað sé dýrlegt nafn hans að eilífu+

og megi dýrð hans fylla alla jörðina.+

Amen og amen.

20 Hér með lýkur bænum Davíðs Ísaísonar.+

ÞRIÐJA BÓK

(Sálmur 73–89)

Söngljóð eftir Asaf.+

73 Guð er sannarlega góður við Ísrael, við þá sem eru hjartahreinir.+

 2 En við lá að ég villtist,

minnstu munaði að ég hrasaði.+

 3 Ég fór að öfunda hina hrokafullu*

þegar ég sá velgengni illra manna.+

 4 Þeir eru hraustir og heilbrigðir,*

þeir deyja ekki með kvölum.+

 5 Þeir hafa ekki áhyggjur eins og annað fólk+

og þjást ekki eins og aðrir.+

 6 Hrokinn er því hálsmen þeirra,+

ofbeldið er þeim eins og yfirhöfn.

 7 Augu þeirra eru útstæð af velmegun,*

þeir ná lengra en þá óraði fyrir.

 8 Þeir hæðast og tala af illsku,+

með hroka hóta þeir kúgun.+

 9 Þeir tala eins og séu þeir himninum hærri

og tunga þeirra veður gortandi um jörðina.

10 Fólk Guðs* snýr sér til þeirra

og drekkur af ríkulegu vatni þeirra.

11 Þeir segja: „Hvernig ætti Guð að vita af þessu?+

Veit Hinn hæsti allt?“

12 Já, þannig eru hinir illu sem lifa þægilegu lífi.+

Þeir safna sífellt meiri auðæfum.+

13 Til einskis hef ég haldið hjarta mínu hreinu

og þvegið hendur mínar í sakleysi.+

14 Ég þjáðist allan daginn,+

var ávítaður hvern morgun.+

15 En ef ég hefði sagt þetta

hefði ég svikið þjóð þína.*

16 Ég reyndi að skilja það

en það angraði mig

17 þar til ég gekk inn í stórfenglegan helgidóm Guðs

og skildi hvaða framtíð bíður þeirra.

18 Þú setur þá á hála jörð.+

Þú lætur þá falla og farast.+

19 Allt í einu er úti um þá!+

Þeir hverfa í einni svipan og hljóta skelfileg endalok.

20 Eins og maður gleymir draumi þegar hann vaknar,

þannig bægir þú þeim burt,* Jehóva, þegar þú ríst á fætur.

21 En ég var bitur í hjarta+

og innra með* mér fann ég sáran sting.

22 Ég hugsaði ekki skýrt og skildi ekki neitt,

ég var eins og skynlaus skepna frammi fyrir þér.

23 En nú er ég alltaf hjá þér,

þú heldur í hægri hönd mína.+

24 Þú leiðbeinir mér með ráðum þínum+

og leiðir mig síðan til dýrðar.+

25 Hvern á ég að á himnum?

Hafi ég þig þrái ég ekkert annað á jörð.+

26 Þótt hold mitt og hjarta bregðist

er Guð klettur hjarta míns og hlutskipti að eilífu.+

27 Þeir sem halda sig fjarri þér farast.

Þú afmáir alla* sem eru siðlausir* og yfirgefa þig.+

28 En það gerir mér gott að vera nálægt Guði.+

Ég hef gert alvaldan Drottin Jehóva að athvarfi mínu

og segi frá öllum verkum þínum.+

Maskíl* eftir Asaf.+

74 Hvers vegna, Guð, hefurðu hafnað okkur um eilífð?+

Hvers vegna brennur* reiði þín gegn sauðunum í haglendi þínu?+

 2 Mundu eftir fólkinu* sem þú valdir fyrir löngu,+

ættkvíslinni sem þú leystir þér til eignar.+

Mundu eftir Síonarfjalli þar sem þú bjóst.+

 3 Beindu skrefunum að hinum eilífu rústum.+

Óvinurinn eyddi öllu í helgidóminum.+

 4 Fjandmenn þínir öskruðu á samkomustað þínum+

og reistu þar stríðsfána sína.

 5 Þeir voru eins og menn með axir í þéttvöxnum skógi.

 6 Þeir brutu allan útskurð+ með öxum og járnstöngum.

 7 Þeir lögðu eld að helgidómi þínum.+

Þeir vanhelguðu tjaldbúðina sem bar nafn þitt,

jöfnuðu hana við jörðu.

 8 Þeir og börn* þeirra hugsuðu með sér:

„Allir samkomustaðir Guðs* í landinu skulu brenndir.“

 9 Við fáum ekki að sjá nein tákn,

enginn spámaður er eftir

og enginn okkar veit hve lengi þetta varir.

10 Hve lengi, Guð, fær andstæðingurinn að hæðast?+

Á óvinurinn að vanvirða nafn þitt að eilífu?+

11 Af hverju heldurðu hendinni að þér, hægri hendinni?+

Dragðu hana úr barmi þér* og gerðu út af við þá.

12 Guð er konungur minn frá ómunatíð,

hann vinnur björgunarverk á jörð.+

13 Þú ýfðir upp hafið með krafti þínum,+

molaðir hausa sæskrímslanna í sjónum.

14 Þú braust höfuð Levjatans,*

þú gafst hann fólkinu til matar, þeim sem búa í eyðimörkinni.

15 Þú hjóst op fyrir lindir og ár,+

þurrkaðir upp sírennandi fljót.+

16 Dagurinn og nóttin tilheyra þér.

Þú skapaðir ljósið* og sólina.+

17 Þú settir öll mörk jarðar,+

gerðir sumar og vetur.+

18 Mundu, Jehóva, eftir háðsglósum óvinarins,

hvernig heimsk þjóð vanvirðir nafn þitt.+

19 Láttu ekki villidýrin drepa turtildúfu þína.

Gleymdu ekki þjáðu fólki þínu um eilífð.

20 Mundu eftir sáttmálanum

því að ofbeldismenn leynast í öllum skúmaskotum jarðar.

21 Láttu ekki hinn kúgaða verða fyrir vonbrigðum,+

megi hrjáðir og fátækir lofa nafn þitt.+

22 Gakktu fram, Guð, og verðu mál þitt.

Mundu hvernig heimskingjar hæða þig liðlangan daginn.+

23 Gleymdu ekki hvað fjandmenn þínir segja.

Óhljóð þeirra sem ögra þér stíga stöðugt upp.

Til tónlistarstjórans. Við lagið „Leggðu ekki í rúst“. Söngljóð eftir Asaf.+

75 Við þökkum þér, Guð, við þökkum þér.

Nafn þitt er hjá okkur+

og fólk segir frá dásemdarverkum þínum.

 2 Þú segir: „Ég ákveð tímann

og felli sanngjarnan dóm.

 3 Þegar jörðin og allir íbúar hennar skulfu*

hélt ég stoðum hennar stöðugum.“ (Sela)

 4 Ég segi við hina hrokafullu: „Gortið ekki,“

og við hina illu: „Hreykið ykkur ekki af styrk* ykkar.

 5 Hreykið ykkur ekki hátt af styrk* ykkar

og verið ekki hrokafullir í tali

 6 því að upphefð kemur ekki

úr austri, vestri eða suðri.

 7 Nei, Guð er sá sem dæmir.+

Hann niðurlægir einn og upphefur annan.+

 8 Jehóva er með bikar í hendi,+

vínið freyðir og er vel kryddað.

Hann skenkir vínið

og öll illmenni jarðar drekka það til síðasta dropa.“+

 9 En ég vil kunngera þetta að eilífu,

lofa Guð Jakobs í söng.*

10 Hann segir: „Ég geri styrk* illra manna að engu

en styrkur* réttlátra verður mikill.“

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð eftir Asaf.+

76 Guð er þekktur í Júda,+

nafn hans er mikið í Ísrael.+

 2 Skáli hans er í Salem,+

bústaður hans á Síon.+

 3 Þar braut hann logandi örvar bogans,

skjöldinn, sverðið og önnur stríðsvopn.+ (Sela)

 4 Þú geislar skært.*

Þú ert tignarlegri en fjöll full af villibráð.

 5 Hugrakkir menn voru rændir,+

þeir sofnuðu svefni dauðans.

Hermennirnir komu engum vörnum við.+

 6 Vegna ógnana þinna, Guð Jakobs,

hafa vagnkappinn og hesturinn sofnað djúpum svefni.+

 7 Þú einn ert mikilfenglegur.+

Hver getur staðist brennandi reiði þína?+

 8 Af himni kvaðst þú upp dóm.+

Jörðin hræddist og þagði+

 9 þegar Guð steig fram til að fullnægja dómi

og bjarga öllum auðmjúkum á jörð.+ (Sela)

10 Reiði manna verður þér til lofs,+

þú prýðir þig með leifunum af reiði þeirra.

11 Vinnið Jehóva Guði ykkar heit og efnið þau,+

allir í kringum hann færi honum gjafir með lotningu.+

12 Hann auðmýkir stolta leiðtoga,

vekur ótta með konungum jarðar.

Til tónlistarstjórans. Jedútún.* Söngljóð eftir Asaf.+

77 Ég hrópa hátt til Guðs,

ég hrópa til Guðs og hann heyrir til mín.+

 2 Í neyð minni leita ég Jehóva.+

Alla nóttina teygi ég hendurnar til hans.*

Ég fæ enga huggun.

 3 Ég andvarpa þegar ég hugsa til Guðs,+

ég er kvíðinn og máttvana.+ (Sela)

 4 Þú leyfir mér ekki að loka augunum,

mér er órótt og ég kem ekki upp orði.

 5 Mér er hugsað til fyrri tíma,+

til löngu liðinna ára.

 6 Ég man eftir lagi mínu* um nætur,+

ég hugleiði í hjarta mér,+

leita skilnings og svara.

 7 Hefur Jehóva hafnað okkur um eilífð?+

Mun hann aldrei framar sýna okkur velvild?+

 8 Er tryggur kærleikur hans horfinn fyrir fullt og allt?

Verða loforð hans að engu um ókomnar kynslóðir?

 9 Hefur Guð gleymt að sýna velvild,+

eða er miskunn hans horfin vegna reiði hans? (Sela)

10 Þarf ég sífellt að segja: „Það veldur mér hugarkvöl*+

að Hinn hæsti er ekki lengur með* okkur“?

11 Ég ætla að muna eftir verkum Jah,

minnast dásemdarverka þinna til forna.

12 Ég hugsa um allt sem þú hefur gert

og hugleiði afrek þín.+

13 Guð, vegir þínir eru heilagir.

Hvaða guð er eins mikill og þú?+

14 Þú ert hinn sanni Guð sem vinnur stórkostleg verk.+

Þú hefur birt þjóðunum mátt þinn.+

15 Þú bjargaðir* fólki þínu með mætti þínum,*+

sonum Jakobs og Jósefs. (Sela)

16 Vötnin sáu þig, Guð,

vötnin sáu þig og skulfu+

og djúpin skelfdust.

17 Vatn streymdi úr skýjunum,

þrumur drundu af himni

og örvar þínar þutu í allar áttir.+

18 Þrumur þínar+ dundu eins og gnýr af vagnhjólum,

eldingar lýstu upp heimsbyggðina,*+

jörðin nötraði og skalf.+

19 Leið þín lá gegnum hafið,+

vegur þinn gegnum mörg vötn

en fótspor þín urðu ekki rakin.

20 Þú leiddir fólk þitt eins og hjörð+

sem Móse og Aron gættu.*+

Maskíl* eftir Asaf.+

78 Hlustaðu, þjóð mín, á lög mín,*

gefðu gaum að orðum mínum.

 2 Ég tala í málsháttum,

legg fram gátur frá liðinni tíð.+

 3 Það sem við höfum heyrt og þekkjum,

það sem feður okkar sögðu okkur frá,+

 4 felum við ekki fyrir sonum þeirra.

Við segjum komandi kynslóð+

frá lofsverðum verkum Jehóva og styrk hans,+

þeim undrum sem hann hefur unnið.+

 5 Hann gaf Jakobi ákvæði*

og setti lög í Ísrael.

Hann sagði forfeðrum okkar

að fræða börn sín um þau+

 6 svo að komandi kynslóð,

börnin sem voru enn ekki fædd, gæti kynnst þeim+

og síðan sagt börnum sínum frá þeim.+

 7 Þá myndu þau treysta Guði

og ekki gleyma verkum hans+

heldur halda boðorð hans.+

 8 Þau yrðu ekki eins og forfeður þeirra,

þrjósk og uppreisnargjörn kynslóð,+

kynslóð með óstöðugt* hjarta+

sem var Guði ótrú.

 9 Efraímítar voru vopnaðir boga

en á orrustudeginum hörfuðu þeir.

10 Þeir héldu ekki sáttmála Guðs+

og neituðu að fylgja lögum hans.+

11 Þeir gleymdu því sem hann hafði gert,+

kraftaverkunum sem hann lét þá sjá.+

12 Hann vann máttarverk í augsýn forfeðra þeirra+

í Egyptalandi, á Sóansvæðinu.+

13 Hann klauf hafið og lét þá ganga gegnum það,

hann lét sjóinn standa eins og stífluvegg.+

14 Hann leiddi þá með skýi á daginn

og með lýsandi eldi um nætur.+

15 Hann klauf kletta í óbyggðunum

og lét þá drekka nægju sína eins og úr djúpum lindum.+

16 Hann lét ár spretta úr kletti

og vatn streyma eins og fljót.+

17 En þeir héldu áfram að syndga gegn honum

og gera uppreisn gegn Hinum hæsta í eyðimörkinni.+

18 Þeir ögruðu* Guði í hjarta sér+

með því að heimta mat sem þeir girntust.

19 Þeir kvörtuðu við Guð og sögðu:

„Getur Guð lagt á borð í óbyggðunum?“+

20 Hann sló á klett

svo að vatn rann og ár streymdu fram.+

„Getur hann líka gefið okkur brauð

eða séð fólki sínu fyrir kjöti?“+

21 Jehóva reiddist ákaflega þegar hann heyrði þetta.+

Eldur+ gaus upp gegn Jakobi

og reiði Guðs blossaði gegn Ísrael+

22 því að þeir trúðu ekki á Guð+

og treystu ekki að hann gæti bjargað þeim.

23 Hann skipaði þá skýjunum

og opnaði dyr himins.

24 Hann lét rigna manna þeim til matar,

hann gaf þeim korn af himni.+

25 Menn átu brauð hinna máttugu,*+

hann gaf þeim nóg til að seðja þá.+

26 Hann gaf austanvindinum lausan tauminn á himnum

og vakti sunnanvind með krafti sínum.+

27 Hann lét kjöti rigna yfir þá eins og ryki,

fuglum eins og sandi á sjávarströnd.

28 Hann lét þá falla í miðjum búðum sínum,

allt í kringum tjöld sín.

29 Þeir átu sér til óbóta,

hann gaf þeim það sem þeir girntust.+

30 En áður en þeim tókst að seðja græðgina,

meðan maturinn var enn í munni þeirra,

31 blossaði reiði Guðs upp gegn þeim.+

Hann tók sterkustu menn þeirra af lífi,+

felldi unga menn Ísraels.

32 Þrátt fyrir þetta syndguðu þeir áfram+

og trúðu ekki á máttarverk hans.+

33 Hann batt enda á ævidaga þeirra eins og væru þeir aðeins vindgustur,+

ár þeirra enduðu með skelfingu.

34 En í hvert sinn sem hann refsaði þeim með dauða sneru þeir aftur til hans.+

Þeir sneru við og leituðu Guðs,

35 minnugir þess að hann var klettur þeirra,+

að hinn hæsti Guð var lausnari* þeirra.+

36 En þeir reyndu að blekkja hann með orðum sínum

og lugu að honum með tungunni.

37 Þeir voru honum ekki trúir í hjarta+

og héldu ekki sáttmálann við hann.+

38 En hann var miskunnsamur.+

Hann fyrirgaf* syndir þeirra og tortímdi þeim ekki.+

Oft hélt hann aftur af reiði sinni+

og gaf bræðinni ekki lausan tauminn.

39 Hann minntist þess að þeir voru hold,+

vindhviða sem líður hjá* og snýr ekki aftur.

40 Hve oft risu þeir ekki gegn honum í óbyggðunum+

og særðu hann í eyðimörkinni.+

41 Þeir reyndu Guð hvað eftir annað+

og hryggðu* Hinn heilaga Ísraels.

42 Þeir mundu ekki eftir mætti* hans,

deginum sem hann bjargaði þeim undan* óvininum,+

43 hvernig hann birti tákn sín í Egyptalandi+

og kraftaverk sín á Sóansvæðinu.

44 Hann breytti Nílarám í blóð+

svo að þeir gátu ekki drukkið úr þeim.

45 Hann sendi broddflugusveim til að tortíma þeim+

og froska til að gera út af við þá.+

46 Hann gaf gráðugum engisprettum uppskeru þeirra

og engisprettusveim ávöxt erfiðis þeirra.+

47 Hann eyddi vínviði þeirra

og mórfíkjutrjám með hagli.+

48 Hann gaf burðardýr þeirra haglinu á vald+

og búfé þeirra eldingunum.*

49 Hann lét þá kenna á brennandi reiði sinni

með bræði, gremju og raunum.

Sveitir engla færðu þeim ógæfu.

50 Hann ruddi reiði sinni braut.

Hann þyrmdi ekki lífi þeirra

heldur gaf þá* drepsóttinni á vald.

51 Að lokum felldi hann alla frumburði Egypta,+

frumgróða karlmennsku þeirra í tjöldum Kams.

52 Síðan fór hann með fólk sitt þaðan eins og sauði+

og leiddi það eins og hjörð í óbyggðunum.

53 Hann leiddi þá óhulta

og þeir óttuðust ekki.+

Hafið huldi óvini þeirra.+

54 Hann fór með þá til síns heilaga lands,+

fjalllendisins sem hann tók með hægri hendi.+

55 Hann hrakti þjóðirnar undan þeim,+

skipti með þeim erfðalandi með mælisnúru.+

Hann lét ættkvíslir Ísraels setjast að á heimilum sínum.+

56 En þeir héldu áfram að ögra Hinum hæsta* og rísa gegn honum.+

Þeir gáfu ekki gaum að áminningum hans.+

57 Þeir yfirgáfu hann og voru eins svikulir og forfeður þeirra,+

óáreiðanlegir eins og slakur bogi.+

58 Þeir misbuðu honum með fórnarhæðum sínum+

og reittu hann til reiði* með skurðgoðum sínum.+

59 Guð heyrði það og reiddist,+

hann hafnaði Ísrael með öllu.

60 Að lokum yfirgaf hann tjaldbúðina í Síló,+

tjaldið þar sem hann hafði búið meðal manna.+

61 Hann lét tákn máttar síns fara í útlegð,

lét dýrð sína í hendur andstæðingsins.+

62 Hann lét fólk sitt falla fyrir sverði+

og reiddist arfleifð sinni ákaflega.

63 Eldur gleypti ungu mennina

og enginn söng brúðkaupssöng fyrir meyjar hans.*

64 Prestar hans féllu fyrir sverði+

en ekkjur þeirra grétu ekki.+

65 Þá vaknaði Jehóva eins og af svefni,+

eins og hermaður+ vaknar eftir víndrykkju.

66 Hann rak andstæðinga sína á flótta+

og gerði þeim varanlega skömm.

67 Hann hafnaði tjaldi Jósefs,

valdi ekki ættkvísl Efraíms.

68 En hann valdi ættkvísl Júda,+

Síonarfjall sem hann elskar.+

69 Hann gerði helgidóm sinn eins varanlegan og himininn,*+

eins og jörðina sem hann skapaði til að standa að eilífu.+

70 Hann útvaldi Davíð+ þjón sinn

og sótti hann í fjárbyrgin+

71 þar sem hann gætti ánna.*

Hann gerði hann að hirði yfir Jakobi, þjóð sinni,+

og yfir Ísrael, arfleifð sinni.+

72 Hann var hirðir þeirra af einlægu hjarta+

og leiddi þá með lipurri hendi.+

Söngljóð eftir Asaf.+

79 Guð, þjóðirnar hafa ráðist inn í erfðaland þitt.+

Þær hafa óhreinkað heilagt musteri þitt,+

þær hafa lagt Jerúsalem í rúst.+

 2 Þær hafa gefið fuglum himins lík þjóna þinna til ætis

og villidýrum jarðar hold þinna trúföstu.+

 3 Þær hafa úthellt blóði þeirra eins og vatni kringum Jerúsalem

og enginn er eftir til að jarða þá.+

 4 Nágrannar okkar smána okkur.+

Þeir sem búa í kringum okkur hæðast og gera gys að okkur.

 5 Hve lengi, Jehóva, verður þú reiður? Að eilífu?+

Hve lengi á heift þín að brenna eins og eldur?+

 6 Úthelltu reiði þinni yfir þjóðirnar sem þekkja þig ekki

og yfir ríkin sem ákalla ekki nafn þitt+

 7 því að þau hafa gleypt Jakob

og lagt land hans í eyði.+

 8 Láttu okkur ekki gjalda synda forfeðra okkar.+

Vertu fljótur að sýna okkur miskunn+

því að við erum langt niðri.

 9 Hjálpaðu okkur, Guð frelsari okkar,+

vegna þíns dýrlega nafns.

Bjargaðu okkur og fyrirgefðu* syndir okkar sökum nafns þíns.+

10 Hvers vegna ættu þjóðirnar að segja: „Hvar er Guð þeirra?“+

Láttu okkur sjá þann dag sem þjóðirnar átta sig á

að hefnt hefur verið fyrir úthellt blóð þjóna þinna.+

11 Heyrðu andvörp fangans.+

Beittu þínum mikla mætti* til að varðveita* hina dauðadæmdu.*+

12 Láttu nágranna okkar gjalda sjöfalt+

fyrir háðungina sem þeir hafa beint að þér, Jehóva.+

13 Þá munum við, fólk þitt og hjörð á beitilandi þínu,+

þakka þér að eilífu

og lofa þig frá kynslóð til kynslóðar.+

Til tónlistarstjórans. Við „Liljurnar“. Ort til áminningar. Söngljóð eftir Asaf.+

80 Hirðir Ísraels, hlustaðu,

þú sem leiðir Jósef eins og hjörð.+

Þú sem situr í hásæti yfir kerúbunum,*+

láttu ljós þitt lýsa.*

 2 Sýndu mátt þinn+

frammi fyrir Efraím, Benjamín og Manasse.

Komdu og bjargaðu okkur.+

 3 Guð, veittu okkur nýjan kraft.+

Láttu auglit þitt lýsa yfir okkur svo að við getum bjargast.+

 4 Jehóva, Guð hersveitanna, hve lengi verður þú reiður og hafnar bænum fólks þíns?+

 5 Þú gefur því tár í stað brauðs

og lætur það drekka tár sem aldrei þrjóta.

 6 Þú lætur nágranna okkar rífast um okkur,

óvinir okkar hæðast að okkur eins og þeim sýnist.+

 7 Guð hersveitanna, veittu okkur nýjan kraft.

Láttu auglit þitt lýsa yfir okkur svo að við getum bjargast.+

 8 Þú sóttir vínvið+ til Egyptalands.

Þú hraktir burt þjóðirnar og gróðursettir hann.+

 9 Þú rýmdir til fyrir honum

og hann festi rætur og fyllti landið.+

10 Skugginn af honum huldi fjöllin

og greinar hans sedrustré Guðs.

11 Greinar hans teygðu sig allt til sjávar

og rótarangar hans til Fljótsins.*+

12 Hvers vegna braustu niður grjótgarð víngarðsins+

svo að allir sem fara hjá geti tínt berin?+

13 Villisvín skógarins skemma hann

og dýr merkurinnar naga hann.+

14 Guð hersveitanna, snúðu aftur.

Líttu niður af himni og sjáðu!

Láttu þér annt um þennan vínvið,+

15 viðinn* sem þú gróðursettir með hægri hendi þinni,+

og sjáðu soninn* sem þú styrktir þér til heiðurs.+

16 Vínviðurinn er brenndur í eldi,+ höggvinn niður.

Fólkið lætur lífið við ávítur þínar.

17 Megi hönd þín styðja manninn þér til hægri handar,

mannssoninn sem þú hefur styrkt þér til heiðurs.+

18 Þá snúum við ekki baki við þér.

Leyfðu okkur að lifa svo að við getum ákallað nafn þitt.

19 Jehóva, Guð hersveitanna, veittu okkur nýjan kraft.

Láttu auglit þitt lýsa yfir okkur svo að við getum bjargast.+

Til tónlistarstjórans. Gittít.* Eftir Asaf.+

81 Hrópið glaðlega til Guðs sem er styrkur okkar.+

Hrópið sigrandi til Guðs Jakobs.

 2 Leikið tónlist og grípið tambúrínu,

hljómfagra hörpu og strengjahljóðfæri.

 3 Blásið í horn með nýju tungli,+

við fullt tungl á hátíðardegi okkar.+

 4 Það eru lög í Ísrael,

ákvæði frá Guði Jakobs.+

 5 Hann gaf þau sem áminningu fyrir Jósef+

þegar hann hélt gegn Egyptalandi.+

Ég heyrði rödd* sem ég þekkti ekki:

 6 „Ég létti byrðinni af herðum hans,+

hendur hans losnuðu við körfuna.

 7 Í angist þinni kallaðir þú og ég bjargaði þér,+

ég svaraði þér úr þrumuskýi.*+

Ég reyndi þig við Meríbavötn.*+ (Sela)

 8 Heyrðu, þjóð mín, ég vitna gegn þér.

Bara að þú hlustaðir á mig, Ísrael.+

 9 Enginn framandi Guð verður þá hjá þér

og þú fellur ekki fram fyrir útlendum guði.+

10 Ég, Jehóva, er Guð þinn

sem leiddi þig út úr Egyptalandi.+

Opnaðu munninn og ég skal seðja þig.+

11 En fólk mitt hlustaði ekki á mig,

Ísrael hlýddi mér ekki.+

12 Þá leyfði ég þeim að fylgja þrjósku hjarta sínu,

þeir gerðu það sem þeim fannst rétt.*+

13 Ég vildi að fólk mitt hlustaði á mig,+

bara að Ísrael gengi á vegum mínum.+

14 Þá væri ég fljótur að yfirbuga óvini þeirra,

ég sneri hendi minni gegn andstæðingum þeirra.+

15 Þeir sem hata Jehóva hnipra sig saman af ótta við hann

og refsing þeirra varir um eilífð.

16 En þér* gefur hann fínasta hveiti* að borða+

og seður þig á hunangi úr kletti.“+

Söngljóð eftir Asaf.+

82 Guð tekur sér stöðu í söfnuði sínum,*+

hann dæmir mitt á meðal guðanna:*+

 2 „Hve lengi ætlið þið að fella rangláta dóma+

og styðja málstað hinna illu?+ (Sela)

 3 Verjið* bágstadda og föðurlausa.+

Látið hina hjálparvana og fátæku ná rétti sínum.+

 4 Bjargið hinum bágstöddu og fátæku,

frelsið þá úr hendi hinna illu.“

 5 Þeir* vita ekkert og hafa engan skilning,+

þeir ráfa um í myrkri.

Allar undirstöður jarðar riða.+

 6 „Ég hef sagt: ‚Þið eruð guðir,*+

þið eruð allir synir Hins hæsta.

 7 En þið deyið eins og venjulegir menn+

og fallið eins og hver annar höfðingi!‘“+

 8 Gakktu fram, Guð, og dæmdu jörðina+

því að allar þjóðir tilheyra þér.

Söngljóð eftir Asaf.+

83 Guð, vertu ekki hljóður,+

Guð, vertu ekki þögull* né aðgerðalaus

 2 því að óvinir þínir gera uppþot,+

þeir sem hata þig eru með hroka.*

 3 Með slægð sitja þeir á svikráðum við fólk þitt,

þeir gera samsæri gegn þeim sem þú metur mikils.*

 4 Þeir segja: „Komum, útrýmum þeim sem þjóð+

svo að nafn Ísraels gleymist fyrir fullt og allt.“

 5 Þeir gera sameiginlega hernaðaráætlun

og hafa gert bandalag* gegn þér:+

 6 Edómítar og Ísmaelítar,* Móabítar+ og Hagrítar,+

 7 Gebal, Ammón+ og Amalek,

Filistea+ ásamt íbúum Týrusar.+

 8 Assýría+ hefur gengið í lið með þeim,

allir saman styðja syni Lots.+ (Sela)

 9 Farðu með þá eins og þú fórst með Midían,+

eins og þú fórst með Sísera og Jabín við Kísoná.+

10 Þeim var tortímt við Endór,+

þeir urðu áburður á jörðina.

11 Farðu með tignarmenn þeirra eins og Óreb og Seeb+

og höfðingja* þeirra eins og Seba og Salmúnna.+

12 Þeir sögðu: „Tökum landið þar sem Guð býr.“

13 Guð minn, láttu þá fjúka eins og þistla,*+

eins og hálmleggi fyrir vindi.

14 Eins og eldur sem eyðir skógi

og logi sem svíður fjöllin,+

15 þannig skaltu elta þá með ofviðri+

og skelfa þá með stormi þínum.+

16 Hyldu andlit þeirra vansæmd

svo að þeir leiti nafns þíns, Jehóva.

17 Láttu þá skammast sín og skelfast um eilífð,

verði þeir niðurlægðir og tortímist.

18 Fólk skal fá að vita að þú sem heitir Jehóva,+

þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.+

Til tónlistarstjórans. Gittít.* Eftir syni Kóra.+ Söngljóð.

84 Þín mikla tjaldbúð er yndisleg,+

Jehóva hersveitanna.

 2 Ég þrái heitt,

já, ég er örmagna af þrá

eftir forgörðum Jehóva.+

Hjarta mitt og hold hrópar fagnandi til hins lifandi Guðs.

 3 Jafnvel fuglinn finnur sér heimili þar

og svalan gerir sér hreiður.

Þar annast hún unga sína

nálægt stórfenglegu altari þínu, Jehóva hersveitanna,

konungur minn og Guð.

 4 Þeir sem búa í húsi þínu eru hamingjusamir.+

Þeir lofa þig stöðugt.+ (Sela)

 5 Þeir sem sækja styrk til þín eru hamingjusamir,+

þeir sem þrá í hjarta sér að halda af stað til húss þíns.

 6 Þegar þeir fara um Bakadalinn*

fylla þeir hann lindum

og fyrsta regnið klæðir hann* blessun.

 7 Þeir styrkjast á göngunni,+

þeir ganga allir fram fyrir Guð á Síon.

 8 Jehóva, Guð hersveitanna, heyrðu bæn mína,

hlustaðu, Guð Jakobs. (Sela)

 9 Þú ert skjöldur okkar+ og Guð,*

horfðu á andlit þíns smurða.+

10 Einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund annars staðar!+

Ég kýs frekar að standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns

en að dvelja í tjöldum illskunnar,

11 því að Jehóva Guð er sól+ og skjöldur,+

hann sýnir velvild og virðingu.

Jehóva synjar þeim engra gæða

sem varðveita trúfesti* sína.+

12 Jehóva hersveitanna,

sá maður er hamingjusamur sem treystir á þig.+

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra.+ Söngljóð.

85 Jehóva, þú hefur sýnt landi þínu góðvild.+

Þú leiddir aftur heim börn Jakobs sem voru í ánauð.+

 2 Þú fyrirgafst misgerðir fólks þíns,

breiddir yfir allar syndir þess.+ (Sela)

 3 Þú hélst aftur af bræði þinni,

hefur látið af brennandi reiðinni.+

 4 Veittu okkur nýjan kraft,* Guð frelsari okkar,

og láttu af vanþóknun þinni í okkar garð.+

 5 Verður þú okkur reiður að eilífu?+

Mun bræði þín vara kynslóð eftir kynslóð?

 6 Viltu ekki lífga okkur við

svo að fólk þitt geti glaðst yfir þér?+

 7 Sýndu okkur tryggan kærleika, Jehóva,+

og veittu okkur frelsun.

 8 Ég hlusta á það sem Jehóva, hinn sanni Guð, segir

því að hann boðar fólki sínu frið,+ sínum trúföstu.

En láttu þá ekki verða örugga með sig.+

 9 Hann er tilbúinn að bjarga þeim sem óttast hann+

til að dýrð hans megi búa í landi okkar.

10 Tryggur kærleikur og trúfesti mætast,

réttlæti og friður kyssast.+

11 Trúfesti sprettur upp úr jörðinni

og réttlæti horfir niður af himnum.+

12 Já, Jehóva gefur það sem gott er*+

og land okkar afurðir sínar.+

13 Réttlætið gengur á undan honum+

og ryður stíg fyrir fætur hans.

Bæn Davíðs.

86 Beygðu þig niður, Jehóva, og hlustaðu,*

svaraðu mér því að ég er hrjáður og fátækur.+

 2 Verndaðu líf mitt því að ég er trúfastur,+

bjargaðu þjóni þínum sem treystir á þig

því að þú ert minn Guð.+

 3 Vertu mér góður, Jehóva,+

því að ég kalla til þín allan daginn.+

 4 Láttu þjón þinn gleðjast

því að til þín, Jehóva, leita ég.

 5 Þú, Jehóva, ert góður+ og fús til að fyrirgefa.+

Þú sýnir tryggan kærleika öllum sem ákalla þig.+

 6 Heyrðu bæn mína, Jehóva,

og hlustaðu þegar ég bið um hjálp.+

 7 Ég kalla til þín í angist minni+

því að þú bænheyrir mig.+

 8 Enginn er sem þú, Jehóva, meðal guðanna,+

engin verk eru eins og þín.+

 9 Allar þjóðir sem þú skapaðir

koma og falla fram fyrir þér, Jehóva,+

og þær heiðra nafn þitt+

10 því að þú ert mikill og vinnur undraverk.+

Þú ert Guð, þú einn.+

11 Fræddu mig, Jehóva, um veg þinn,+

ég ætla að ganga í sannleika þínum.+

Gefðu mér óskipt hjarta svo að ég virði* nafn þitt.+

12 Ég lofa þig, Jehóva Guð minn, af öllu hjarta+

og heiðra nafn þitt að eilífu

13 því að tryggur kærleikur þinn til mín er mikill

og þú hefur bjargað mér úr djúpi grafarinnar.*+

14 Guð, hrokafullir menn rísa gegn mér,+

hópur vægðarlausra manna sækist eftir lífi mínu

og þeir bera enga virðingu fyrir þér.*+

15 En þú, Jehóva, ert miskunnsamur og samúðarfullur Guð,

seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika og trúfesti í ríkum mæli.*+

16 Snúðu þér að mér og vertu mér góður.+

Gefðu þjóni þínum af krafti þínum+

og bjargaðu syni ambáttar þinnar.

17 Gefðu mér tákn* um góðvild þína

svo að þeir sem hata mig sjái það og skammist sín

því að þú, Jehóva, hjálpar mér og hughreystir.

Söngljóð eftir syni Kóra.+

87 Borg hans er grundvölluð á hinum heilögu fjöllum.+

 2 Jehóva elskar hlið Síonar+

meira en öll tjöld Jakobs.

 3 Dýrlega er talað um þig, þú borg hins sanna Guðs.+ (Sela)

 4 Ég tel Rahab+ og Babýlon með þeim sem þekkja* mig,

og einnig Filisteu og Týrus ásamt Kús.

Sagt verður um hvert og eitt þeirra: „Þessi er fæddur þar.“

 5 Og um Síon verður sagt:

„Hver og einn er fæddur í henni.“

Og Hinn hæsti gerir hana óhagganlega.

 6 Jehóva segir þegar hann skrásetur þjóðirnar:

„Þessi er fæddur þar.“ (Sela)

 7 Þeir sem syngja+ og dansa hringdans+ segja:

„Allar uppsprettur mínar eru í þér.“*+

Söngljóð eftir syni Kóra.+ Til tónlistarstjórans. Í makalat-stíl,* sungið sem víxlsöngur. Maskíl* eftir Heman+ Esrahíta.

88 Jehóva Guð, frelsari minn,+

ég hrópa til þín að degi

og leita til þín að nóttu.+

 2 Láttu bæn mína ná til þín,+

beygðu þig niður og hlustaðu* þegar ég hrópa á hjálp.+

 3 Líf mitt er fullt af hörmungum+

og ég stend á grafarbakkanum.*+

 4 Ég telst nú þegar með þeim sem fara niður í djúp jarðar.*+

Ég er hjálparvana* maður,+

 5 skilinn eftir meðal hinna dánu

eins og hinir föllnu sem liggja í gröfinni,

þeir sem þú minnist ekki lengur

og eru orðnir viðskila við umhyggju* þína.

 6 Þú hefur lagt mig í dýpstu gröfina,

á myrka staði, í mikið undirdjúp.

 7 Bræði þín hvílir þungt á mér+

og brimöldur þínar ganga yfir mig. (Sela)

 8 Þú hefur hrakið kunningja mína langt frá mér,+

gert mig að viðurstyggð í augum þeirra.

Ég er fastur í gildru og get ekki losað mig.

 9 Augu mín eru úrvinda af kvöl minni.+

Ég hrópa til þín, Jehóva, allan liðlangan daginn,+

ég teygi hendurnar til þín.

10 Gerir þú kraftaverk fyrir hina dánu?

Geta þeir sem liggja máttvana í dauðanum staðið upp og lofað þig?+ (Sela)

11 Er tryggur kærleikur þinn boðaður í gröfinni,

trúfesti þín þar sem rotnunin ríkir?*

12 Verða undraverk þín kunnug í myrkrinu

eða réttlæti þitt í landi gleymskunnar?+

13 Ég hrópa samt til þín, Jehóva, og bið um hjálp,+

bæn mín berst til þín á hverjum morgni.+

14 Hvers vegna hafnarðu mér, Jehóva?+

Hvers vegna felurðu andlit þitt fyrir mér?+

15 Allt frá æskuárum

hef ég verið þjáður og við dauðans dyr.+

Ég er dofinn af hörmungum sem þú lætur yfir mig ganga.

16 Brennandi reiði þín bugar mig,+

ógnir þínar gera út af við mig.

17 Þær umlykja mig eins og vatnsflóð allan liðlangan daginn,

þær þrengja að mér úr öllum áttum.*

18 Þú hefur hrakið vini mína og félaga langt frá mér,+

myrkrið er orðið förunautur minn.

Maskíl.* Eftir Etan+ Esrahíta.

89 Ég vil syngja að eilífu um tryggan kærleika Jehóva.

Með munni mínum kunngeri ég öllum kynslóðum trúfesti þína.

 2 Ég segi: „Tryggur kærleikur varir að eilífu+

og þú hefur grundvallað trúfesti þína á himnum.“

 3 „Ég hef gert sáttmála við minn útvalda,+

ég hef svarið Davíð þjóni mínum:+

 4 ‚Ég læt afkomendur þína standa+ að eilífu

og geri hásæti þitt óhagganlegt um ókomnar kynslóðir.‘“+ (Sela)

 5 Himnarnir lofa undraverk þín, Jehóva,

já, söfnuður hinna heilögu trúfesti þína.

 6 Hver á himnum jafnast á við Jehóva?+

Hver meðal sona Guðs+ er eins og Jehóva?

 7 Guði er sýnd lotning í söfnuði hinna heilögu,+

hann er mikill og vekur lotningu allra í kringum sig.+

 8 Jehóva, Guð hersveitanna,

hver er eins voldugur og þú, Jah?+

Þú ert trúfastur í einu og öllu.+

 9 Þú ríkir yfir ólgandi hafinu,+

þú róar öldurnar þegar þær rísa.+

10 Þú hefur gersigrað Rahab+ og drepið hana.+

Með sterkri hendi tvístraðir þú óvinum þínum.+

11 Þinn er himinninn og þín er jörðin,+

frjósamt landið og allt sem á því er+ – þú myndaðir þetta allt.

12 Norðrið og suðrið – þú skapaðir þau,

Tabor+ og Hermon+ lofa nafn þitt með fögnuði.

13 Handleggur þinn er máttugur,+

hönd þín sterk.+

Hægri hönd þín er á lofti.+

14 Réttlæti og réttvísi eru grundvöllur hásætis þíns,+

trúfesti og tryggur kærleikur standa frammi fyrir þér.+

15 Sú þjóð er hamingjusöm sem veit hvað fögnuður er.+

Jehóva, hún gengur í ljósinu frá andliti þínu.

16 Hún gleðst yfir nafni þínu allan liðlangan daginn

og réttlæti þitt upphefur hana.

17 Þú ert dýrð hennar og styrkur+

og viðurkenning þín eykur okkur kraft.*+

18 Skjöldur okkar tilheyrir Jehóva,

konungur okkar Hinum heilaga Ísraels.+

19 Þá talaðir þú til þinna trúu í sýn og sagðir:

„Ég hef styrkt máttugan mann,+

ég hef upphafið útvalinn mann meðal fólksins.+

20 Ég hef fundið Davíð þjón minn+

og smurt hann með heilagri olíu minni.+

21 Hönd mín mun styðja hann+

og handleggur minn styrkja hann.

22 Enginn óvinur skal krefja hann um skatt

og enginn ranglátur maður kúga hann.+

23 Ég gereyði fjandmönnum hans frammi fyrir honum+

og felli þá sem hata hann.+

24 Trúfesti mín og tryggur kærleikur er með honum+

og vegna nafns míns fær hann aukinn styrk.*

25 Ég gef hendi hans vald yfir hafinu

og hægri hendi hans yfir ánum.+

26 Hann mun kalla til mín: ‚Þú ert faðir minn,

Guð minn og kletturinn sem bjargar mér.‘+

27 Ég gef honum stöðu frumburðar,+

skipa hann æðsta konung jarðar.+

28 Ég sýni honum tryggan kærleika að eilífu+

og sáttmáli minn við hann verður aldrei rofinn.+

29 Ég læt afkomendur hans standa að eilífu

og hásæti hans eins lengi og himnarnir vara.+

30 Ef synir hans snúa frá lögum mínum

og lifa ekki eftir fyrirmælum* mínum,

31 ef þeir brjóta gegn ákvæðum mínum

og halda ekki boðorð mín,

32 þá refsa ég þeim* með staf í hendi+

og hýði þá fyrir afbrot þeirra.

33 En ég læt aldrei af tryggum kærleika mínum til hans+

og svík aldrei loforð mitt.

34 Ég rýf ekki sáttmála minn+

né breyti því sem komið hefur af vörum mínum.+

35 Ég sór í heilagleika mínum í eitt skipti fyrir öll,

ég lýg ekki að Davíð.+

36 Ætt* hans mun standa að eilífu,+

hásæti hans eins og sólin frammi fyrir mér.+

37 Það skal standa að eilífu eins og tunglið,

trúfast vitni á himnum.“ (Sela)

38 En þú hefur hafnað þínum smurða+

og útskúfað honum í reiði þinni.

39 Þú hefur rift sáttmálanum við þjón þinn,

þú hefur vanhelgað kórónu hans og kastað henni til jarðar.

40 Þú hefur brotið niður alla múra* hans,

lagt varnarvirki hans í rúst.

41 Allir sem fara hjá ræna hann,

nágrannar hans hæðast að honum.+

42 Þú hefur veitt fjandmönnum hans sigur,*+

látið alla óvini hans gleðjast.

43 Þú hefur stöðvað sverð hans

og látið hann hörfa í stríðinu.

44 Þú hefur bundið enda á tign hans og ljóma

og steypt hásæti hans til jarðar.

45 Þú hefur stytt æskudaga hans,

þú hefur klætt hann skömm. (Sela)

46 Hve lengi, Jehóva, ætlarðu að vera í felum? Að eilífu?+

Heldur reiði þín áfram að brenna eins og eldur?

47 Mundu hve stutt ævi mín er.+

Var það til einskis að þú skapaðir alla menn?

48 Hver getur lifað og aldrei séð dauðann?+

Getur einhver flúið* undan valdi grafarinnar?* (Sela)

49 Hvar er tryggur kærleikur þinn

sem þú, Jehóva, sýndir áður

og þú lofaðir Davíð í trúfesti þinni?+

50 Mundu, Jehóva, hvernig hæðst er að þjónum þínum,

að ég þarf að þola* háðsglósur allra þjóða.

51 Mundu, Jehóva, hvernig óvinir þínir ausa úr sér svívirðingum

og lasta þinn smurða í hverju skrefi sem hann stígur.

52 Lofaður sé Jehóva að eilífu. Amen og amen.+

FJÓRÐA BÓK

(Sálmur 90–106)

Bæn Móse, manns hins sanna Guðs.+

90 Jehóva, þú hefur verið bústaður* okkar+ kynslóð eftir kynslóð.

 2 Þú varst til áður en fjöllin fæddust

og þú skapaðir* jörðina og frjósamt landið.+

Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.+

 3 Þú lætur dauðlegan manninn verða aftur að mold,

þú segir: „Snúið aftur til moldar, þið mannanna börn.“+

 4 Þúsund ár eru í þínum augum eins og gærdagurinn þegar hann er liðinn,+

já, eins og næturvaka.

 5 Þú hrífur mennina burt,+ þeir verða eins og svefninn,

þeir eru eins og grasið sem sprettur að morgni.+

 6 Það blómgast og vex að morgni

en visnar og fölnar að kvöldi.+

 7 Reiði þín tortímir okkur+

og bræði þín skelfir okkur.

 8 Þú veist af öllum misgerðum okkar,*+

leyndarmál okkar afhjúpast í ljósi andlits þíns.+

 9 Dagar* okkar fjara út vegna reiði þinnar

og ár okkar enda eins og andvarp.*

10 Æviskeið okkar er 70 ár

eða 80+ ef við erum sérlega sterk.

En þau einkennast af áhyggjum og sorgum,

þau líða fljótt og við fljúgum burt.+

11 Hver skilur mátt reiði þinnar?

Bræði þín er eins sterk og óttinn sem þú verðskuldar.+

12 Kenndu okkur að telja daga okkar+

svo að við getum öðlast viturt hjarta.

13 Snúðu aftur, Jehóva!+ Hve lengi varir þetta?+

Hafðu samúð með þjónum þínum.+

14 Viltu seðja okkur að morgni með tryggum kærleika þínum+

svo að við getum glaðst og fagnað+ alla daga okkar.

15 Veittu okkur gleði eins marga daga og þú hefur þjakað okkur,+

eins mörg ár og við höfum þolað hörmungar.+

16 Láttu þjóna þína sjá það sem þú gerir

og börn þeirra sjá ljóma þinn.+

17 Megi Guð okkar, Jehóva, sýna okkur góðvild.

Láttu verk handa okkar takast vel,

já, megi verk handa okkar blessast.+

91 Sá sem býr í skjóli* Hins hæsta+

dvelur í skugga Hins almáttuga.+

 2 Ég segi við Jehóva: „Þú ert athvarf mitt og virki,+

Guð minn sem ég treysti á.“+

 3 Hann bjargar þér frá gildru fuglafangarans,

frá banvænni drepsóttinni.

 4 Hann skýlir* þér með flugfjöðrum sínum

og undir vængjum hans leitarðu athvarfs.+

Trúfesti hans+ verður skjöldur*+ og varnarmúr.*

 5 Þú þarft ekki að óttast ógnir næturinnar+

né örina sem flýgur að degi,+

 6 drepsóttina sem læðist í myrkrinu

né eyðinguna sem geisar um hádegi.

 7 Þúsund falla við hlið þér

og tíu þúsund þér á hægri hönd

en það nær ekki til þín.+

 8 Þú horfir aðeins á það,

verður vitni að hvernig illum er refsað.*

 9 Fyrst þú sagðir: „Jehóva er athvarf mitt,“

hefurðu gert Hinn hæsta að bústað þínum.*+

10 Engar hörmungar koma yfir þig+

og engin plága nálgast tjald þitt

11 því að hann skipar englum sínum+

að gæta þín á öllum vegum þínum.+

12 Þeir munu bera þig á höndum sér+

til að þú hrasir ekki um stein.+

13 Þú treður á ungljóni og kóbru,

traðkar á fullvaxta ljóni og stórri slöngu.+

14 Guð sagði: „Ég bjarga honum+ þar sem hann elskar mig,*

ég vernda hann því að hann þekkir* nafn mitt.+

15 Hann kallar á mig og ég svara honum.+

Ég verð með honum á erfiðum tímum.+

Ég bjarga honum og upphef hann.

16 Ég gef honum langa ævi+

og læt hann sjá að ég bjarga.“+

Söngljóð fyrir hvíldardaginn.

92 Það er gott að þakka Jehóva+

og syngja nafni þínu lof,* þú Hinn hæsti,

 2 að boða tryggan kærleika þinn+ að morgni

og trúfesti þína um nætur

 3 við undirleik tístrengja hljóðfæris og lútu,

við óm hljómfagurrar hörpu.+

 4 Þú hefur glatt mig, Jehóva, með dáðum þínum,

ég hrópa fagnandi yfir verkum handa þinna.

 5 Hversu mikil eru verk þín, Jehóva,+

hve djúpar hugsanir þínar!+

 6 Enginn óskynsamur maður getur þekkt þær,

enginn heimskingi getur skilið þetta:+

 7 Þegar vondir menn spretta eins og illgresi*

og allir afbrotamenn blómstra

verður þeim útrýmt fyrir fullt og allt.+

 8 En þú, Jehóva, ert upphafinn um eilífð.

 9 Fagnaðu sigri yfir óvinum þínum, Jehóva,

sjáðu hvernig óvinir þínir hverfa

og öll illmenni tvístrast.+

10 En þú veitir mér styrk villinautsins,*

ég mýki húð mína með nýrri olíu.+

11 Ég horfi sigurglaður á fjandmenn mína.+

Ég heyri að árásarmenn mínir séu fallnir.

12 En hinir réttlátu dafna eins og pálmatré

og stækka eins og sedrustré í Líbanon.+

13 Þeir eru gróðursettir í húsi Jehóva,

þeir blómstra í forgörðum Guðs okkar.+

14 Jafnvel á gamals aldri* dafna þeir+

og eru þróttmiklir* og hraustir+

15 og boða að Jehóva sé réttlátur.

Hann er klettur minn+ og hjá honum er ekkert ranglæti.

93 Jehóva er orðinn konungur!+

Hann er klæddur tign.

Jehóva er íklæddur styrk,

hann ber hann eins og belti.

Jörðin* stendur stöðug,

hún haggast ekki.

 2 Hásæti þitt var grundvallað endur fyrir löngu,+

frá eilífð hefur þú verið til.+

 3 Árnar streyma, Jehóva,

árnar ólga og dynja,

árnar ólga og fossa fram.

 4 Jehóva er voldugri en dynjandi vatnsföllin,

máttugri en brimöldur hafsins.+

Hann er tignarlegur í hæðum uppi.+

 5 Áminningar þínar eru alltaf áreiðanlegar.+

Heilagleiki prýðir* hús þitt,+ Jehóva, um allar aldir.

94 Jehóva, Guð hefndarinnar,+

Guð hefndarinnar, gakktu geislandi fram!

 2 Rístu á fætur, dómari jarðar.+

Veittu hinum hrokafullu það sem þeir verðskulda.+

 3 Hve lengi, Jehóva,

hve lengi fá hinir illu að fagna?+

 4 Þeir þvaðra og tala með hroka,

allir illvirkjarnir monta sig.

 5 Þeir troða niður fólk þitt, Jehóva,+

og kúga arfleifð þína.

 6 Þeir drepa ekkjuna og útlendinginn

og myrða föðurlausu börnin.

 7 Þeir segja: „Jah sér það ekki,+

Guð Jakobs tekur ekki eftir því.“+

 8 Skiljið þetta, óskynsömu menn,

þið heimskingjar, hvenær ætlið þið að vitkast?+

 9 Getur sá sem skapaði eyrað ekki heyrt?

Getur sá sem myndaði augað ekki séð?+

10 Getur sá sem leiðréttir þjóðirnar ekki agað?+

Það er hann sem veitir fólkinu þekkingu.+

11 Jehóva þekkir hugsanir mannanna,

veit að þær eru eins og vindgustur.+

12 Sá sem þú leiðréttir, Jah, er hamingjusamur,+

sá sem þú kennir lög þín,+

13 til að veita honum frið og ró á erfiðum tímum

þar til gröf er grafin fyrir hina illu.+

14 Jehóva bregst ekki fólki sínu+

né yfirgefur arfleifð sína.+

15 Dómarnir verða aftur réttlátir

og allir hjartahreinir fylgja þeim.

16 Hver mun verja mig gegn illmennum?

Hver stendur með mér gegn afbrotamönnum?

17 Ef Jehóva hefði ekki hjálpað mér

hefði fljótt verið úti um mig.*+

18 Þegar ég sagði: „Mér skrikar fótur,“

studdi mig tryggur kærleikur þinn, Jehóva.+

19 Þegar áhyggjur voru að buga mig

hughreystir þú mig og róaðir.+

20 Geta spilltir valdhafar* átt bandalag við þig,

þeir sem valda tjóni í nafni laganna?*+

21 Þeir ráðast með grimmd á hinn réttláta+

og dæma hinn saklausa til dauða.*+

22 En Jehóva verður mér öruggt athvarf,*

Guð minn er klettur minn og griðastaður.+

23 Hann lætur vonskuverk þeirra koma þeim í koll.+

Hann lætur illsku sjálfra þeirra gera út af við þá.*

Jehóva Guð okkar gerir út af við þá.*+

95 Komið, hrópum af gleði til Jehóva!

Hrópum sigurglöð fyrir klettinum sem bjargar okkur.+

 2 Göngum fram fyrir hann* og þökkum honum,+

syngjum og hrópum sigurglöð fyrir honum

 3 því að Jehóva er mikill Guð,

mikill konungur yfir öllum öðrum guðum.+

 4 Djúp jarðar eru í hendi hans,

fjallatindarnir tilheyra honum.+

 5 Hafið sem hann gerði tilheyrir honum+

og hendur hans mynduðu þurrlendið.+

 6 Komum, föllum fram og tilbiðjum,

krjúpum fyrir Jehóva, skapara okkar,+

 7 því að hann er Guð okkar

og við erum fólkið í haglendi hans,

sauðirnir sem hann gætir.*+

Ef þið heyrið rödd hans í dag+

 8 þá forherðið ekki hjörtu ykkar eins og við Meríba,*+

eins og daginn hjá Massa* í óbyggðunum+

 9 þegar forfeður ykkar reyndu mig.+

Þeir ögruðu mér þótt þeir hefðu séð allt sem ég gerði.+

10 Í 40 ár hafði ég óbeit á þessari kynslóð og sagði:

„Þetta er fólk sem fer alltaf afvega í hjörtum sínum,

það hefur ekki kynnst vegum mínum.“

11 Þess vegna sór ég í reiði minni:

„Þeir fá ekki að ganga inn til hvíldar minnar.“+

96 Syngið Jehóva nýjan söng.+

Lofsyngið Jehóva, allir jarðarbúar!+

 2 Syngið fyrir Jehóva, lofið nafn hans.

Boðið gleðifréttirnar um frelsun dag eftir dag.+

 3 Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,

undraverkum hans meðal allra manna.+

 4 Jehóva er mikill og verðskuldar lof,

hann er mikilfenglegri en allir aðrir guðir.

 5 Allir guðir þjóðanna eru einskis nýtir+

en Jehóva er sá sem skapaði himininn.+

 6 Hann er umlukinn tign og ljóma,+

máttur og fegurð er í helgidómi hans.+

 7 Veitið Jehóva verðskuldað lof, þið ættir þjóðanna,

lofið Jehóva fyrir dýrð hans og mátt.+

 8 Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið,+

komið með gjöf í forgarða hans.

 9 Fallið fram fyrir* Jehóva í helgum skrúða,*

öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum.

10 Boðið meðal þjóðanna: „Jehóva er orðinn konungur!+

Jörðin* stendur stöðug, hún haggast ekki.

Hann dæmir þjóðirnar* af sanngirni.“+

11 Himnarnir fagni og jörðin gleðjist,

hafið drynji og allt sem í því er,+

12 sáðlöndin fagni og allt sem á þeim er+

og öll tré skógarins hrópi af gleði+

13 frammi fyrir Jehóva því að hann kemur,*

hann kemur til að dæma jörðina.

Hann dæmir heimsbyggðina með réttlæti+

og þjóðirnar af trúfesti.+

97 Jehóva er orðinn konungur!+

Jörðin gleðjist,+

allar eyjarnar fagni.+

 2 Ský og myrkur umlykja hann,+

réttlæti og réttvísi eru grundvöllur hásætis hans.+

 3 Eldur fer á undan honum+

og eyðir óvinum hans á allar hliðar.+

 4 Eldingar hans lýsa upp landið,

jörðin sér það og skelfur.+

 5 Fjöllin bráðna eins og vax frammi fyrir Jehóva,+

frammi fyrir Drottni allrar jarðarinnar.

 6 Himnarnir kunngera réttlæti hans

og allar þjóðir sjá dýrð hans.+

 7 Allir skurðgoðadýrkendur verði sér til skammar,+

þeir sem stæra sig af gagnslausum guðum sínum.+

Fallið fram fyrir honum,* allir guðir.+

 8 Síon heyrir það og fagnar,+

borgir* Júda gleðjast

yfir dómum þínum, Jehóva,+

 9 því að þú, Jehóva, ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni,

þú ert hafinn hátt yfir alla aðra guði.+

10 Þið sem elskið Jehóva, hatið það sem er illt.+

Hann verndar líf sinna trúföstu,+

hann bjargar þeim úr hendi* hinna illu.+

11 Ljós leiftrar yfir réttláta+

og gleði brýst út hjá hinum hjartahreinu.

12 Gleðjist yfir Jehóva, þið réttlátu,

og lofið heilagt nafn hans.

Söngljóð.

98 Syngið nýjan söng fyrir Jehóva+

því að verk hans eru stórkostleg.+

Hann hefur séð fyrir björgun* með hægri hendi sinni, heilögum handlegg sínum.+

 2 Jehóva hefur kunngert björgunarverk sitt,+

hann hefur opinberað þjóðunum réttlæti sitt.+

 3 Hann man eftir tryggum kærleika sínum og trúfesti við hús Ísraels.+

Öll endimörk jarðar hafa séð björgunarverk* Guðs okkar.+

 4 Hrópið sigrandi til Jehóva, allir jarðarbúar.

Gleðjist, hrópið fagnandi og syngið lofsöng.*+

 5 Syngið Jehóva lofsöng við hörpuleik,*

með hörpu og hljómfögrum söng.

 6 Blásið í lúðra og horn,+

hrópið sigurglöð frammi fyrir konunginum Jehóva.

 7 Hafið drynji og allt sem í því er,

jörðin* og þeir sem á henni búa.

 8 Árnar klappi saman lófunum,

fjöllin hrópi fagnandi saman+

 9 frammi fyrir Jehóva því að hann kemur* til að dæma jörðina.

Hann dæmir heimsbyggðina með réttlæti+

og þjóðirnar af sanngirni.+

99 Jehóva er orðinn konungur,+ þjóðirnar skjálfi.

Hann situr í hásæti yfir kerúbunum,*+ jörðin nötri.

 2 Jehóva er mikill á Síon

og er hafinn yfir allar þjóðir.+

 3 Þær skulu lofa þitt mikla nafn+

því að það er mikilfenglegt og heilagt.

 4 Hann er voldugur konungur sem elskar réttlæti.+

Mælikvarði þinn er alltaf réttur.

Þú hefur komið á réttlæti og réttvísi+ í Jakobi.

 5 Upphefjið Jehóva Guð okkar+ og fallið fram* við fótskemil hans.+

Hann er heilagur.+

 6 Móse og Aron voru meðal presta hans+

og Samúel meðal þeirra sem ákölluðu nafn hans.+

Þeir hrópuðu til Jehóva

og hann svaraði þeim.+

 7 Hann talaði til þeirra úr skýstólpanum.+

Þeir fylgdu áminningum hans og ákvæðunum sem hann gaf þeim.+

 8 Jehóva Guð okkar, þú svaraðir þeim.+

Þú reyndist þeim Guð sem fyrirgefur+

en þú refsaðir* þeim fyrir syndir þeirra.+

 9 Upphefjið Jehóva Guð okkar+

og fallið fram* við heilagt fjall hans+

því að Jehóva Guð okkar er heilagur.+

Þakkarsöngur.

100 Hrópið sigrandi til Jehóva, allir jarðarbúar.+

 2 Þjónið Jehóva með gleði,+

gangið fram fyrir hann með fagnaðarópi.

 3 Viðurkennið að Jehóva er Guð.+

Hann skapaði okkur og við tilheyrum honum,*+

við erum fólk hans og sauðir á beitilandi hans.+

 4 Gangið inn um hlið hans og þakkið honum,+

inn í forgarða hans með lofsöng.+

Færið honum þakkir og lofið nafn hans+

 5 því að Jehóva er góður,+

tryggur kærleikur hans varir að eilífu

og trúfesti hans kynslóð eftir kynslóð.+

Söngljóð eftir Davíð.

101 Ég vil syngja um tryggan kærleika og réttlæti.

Ég vil lofsyngja* þig, Jehóva.

 2 Ég skal vera skynsamur og ráðvandur.*

Hvenær kemur þú til mín?

Ég skal ganga fram með hreinu hjarta+ í húsi mínu.

 3 Ég neita að horfa á það sem er einskis virði.

Ég hata verk þeirra sem víkja af réttri braut,+

ég skal ekki koma nálægt þeim.*

 4 Svikult hjarta er fjarri mér,

ég sætti mig ekki við* hið illa.

 5 Ef einhver rægir náunga sinn í leyni+

þagga ég niður í honum.*

Ef einhver er stoltur og hrokafullur í hjarta

umber ég hann ekki.

 6 Augu mín hvíla á hinum trúföstu á jörðinni

svo að þeir fái að búa hjá mér.

Sá sem er óaðfinnanlegur* mun þjóna mér.

 7 Enginn svikull maður fær að búa í húsi mínu

og enginn lygari fær að vera nálægt* mér.

 8 Á hverjum morgni þagga ég niður í öllum illmennum* á jörð

til að útrýma öllum illvirkjum úr borg Jehóva.+

Bæn þjakaðs manns þegar hann örvæntir* og úthellir áhyggjum sínum frammi fyrir Jehóva.+

102 Jehóva, heyrðu bæn mína,+

láttu hróp mitt á hjálp ná til þín.+

 2 Feldu ekki andlit þitt fyrir mér þegar ég örvænti.+

Beygðu þig niður og hlustaðu á mig,*

svaraðu mér fljótt þegar ég kalla.+

 3 Dagar mínir hverfa eins og reykur

og bein mín eru sviðin eins og eldstæði.+

 4 Hjarta mitt er uppþornað og visið eins og gras+

því að ég gleymi að borða matinn.

 5 Ég styn hátt+

og er ekkert nema skinn og bein.+

 6 Ég líkist pelíkana í óbyggðunum,

er eins og lítil ugla í rústunum.

 7 Ég ligg andvaka,*

ég er eins og einmana fugl á þaki.+

 8 Óvinir mínir hæðast að mér allan liðlangan daginn,+

þeir sem gera grín að mér* formæla með nafni mínu.

 9 Ég borða ösku eins og brauð+

og drykkur minn er blandaður tárum+

10 vegna reiði þinnar og bræði

því að þú lyftir mér upp til þess eins að kasta mér burt.

11 Dagar mínir eru eins og hverfandi skuggi*+

og ég visna eins og gras.+

12 En þú, Jehóva, ert eilífur+

og frægð þín* varir kynslóð eftir kynslóð.+

13 Þú munt ganga fram og miskunna Síon+

því að nú er rétti tíminn til að sýna henni góðvild,+

já, tilsettur tími er kominn.+

14 Þjónar þínir hafa yndi af steinum hennar+

og þeim þykir jafnvel vænt um mölina.+

15 Þjóðirnar munu óttast nafn Jehóva

og allir konungar jarðar dýrð þína+

16 því að Jehóva endurreisir Síon,+

hann birtist í dýrð sinni.+

17 Hann gefur gaum að bæn hins fátæka,+

hann hunsar ekki bæn hans.+

18 Þetta er skrifað handa komandi kynslóð+

til að þjóð sem enn er ófædd* geti lofað Jah.

19 Hann lítur niður frá sinni heilögu hæð,+

frá himnum horfir Jehóva til jarðar

20 til að heyra andvörp fangans+

og leysa hina dauðadæmdu,+

21 svo að nafn Jehóva verði boðað í Síon+

og lof hans í Jerúsalem

22 þegar þjóðir og ríki

safnast saman til að þjóna Jehóva.+

23 Hann rændi mig kröftum fyrir tímann,

hann fækkaði ævidögum mínum.

24 Ég sagði: „Guð minn,

taktu mig ekki burt á miðri ævi,

þú sem lifir kynslóð eftir kynslóð.+

25 Endur fyrir löngu lagðir þú grundvöll jarðar

og himnarnir eru verk handa þinna.+

26 Þau farast en þú munt standa,

þau slitna eins og flík.

Þú skiptir þeim út eins og fötum og þau hverfa.

27 En þú ert hinn sami og ár þín taka aldrei enda.+

28 Börn þjóna þinna búa við öryggi

og afkomendur þeirra standa stöðugir frammi fyrir þér.“+

Eftir Davíð.

103 Ég vil lofa Jehóva,

allt sem í mér býr lofi heilagt nafn hans.

 2 Ég vil lofa Jehóva

og aldrei gleyma því sem hann hefur gert.+

 3 Hann fyrirgefur allar misgerðir þínar+

og læknar öll þín mein.+

 4 Hann endurheimtir líf þitt úr gröfinni+

og krýnir þig kærleika* sínum og miskunn.+

 5 Hann seður þig með gæðum+ alla ævidaga þína

svo að þú sért síungur og sterkur eins og örninn.+

 6 Jehóva er réttlátur+ og réttvís

gagnvart öllum kúguðum.+

 7 Hann gerði Móse vegi sína kunna+

og Ísraelsmönnum afrek sín.+

 8 Jehóva er miskunnsamur og samúðarfullur,+

seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika* í ríkum mæli.+

 9 Hann finnur ekki stöðugt að okkur+

og er ekki reiður að eilífu.+

10 Hann kemur ekki fram við okkur í samræmi við syndir okkar+

né endurgeldur okkur eftir mistökum okkar+

11 því að eins hátt og himinninn er yfir jörðinni,

eins mikill er tryggur kærleikur hans til þeirra sem óttast hann.+

12 Eins langt og sólarupprásin er frá sólsetrinu,*

eins langt hefur hann fjarlægt afbrot okkar frá okkur.+

13 Eins og faðir sýnir börnum sínum miskunn

hefur Jehóva miskunnað þeim sem óttast hann+

14 því að hann veit vel hvernig við erum sköpuð,+

hann minnist þess að við erum mold.+

15 Ævidagar mannsins eru eins og grasið.+

Hann blómstrar eins og blóm á engi+

16 en vindurinn blæs og blómið hverfur

eins og það hafi aldrei verið til.*

17 En Jehóva sýnir tryggan kærleika um alla eilífð*

þeim sem óttast hann+

og réttlæti sitt barnabörnum þeirra,+

18 þeim sem halda sáttmála hans+

og fara vandlega eftir fyrirmælum hans.

19 Jehóva hefur grundvallað hásæti sitt á himnum+

og konungsvald hans nær yfir allt.+

20 Lofið Jehóva, þið voldugu englar+

sem fylgið fyrirmælum hans+ og hlýðið orði hans.*

21 Lofið Jehóva, allar hersveitir hans,+

þjónar hans sem gerið vilja hans.+

22 Lofið Jehóva, öll verk hans,

alls staðar þar sem hann ríkir.

Allt sem í mér býr lofi Jehóva.

104 Ég vil lofa Jehóva.+

Jehóva Guð minn, mikill ert þú.+

Þú ert klæddur tign og ljóma.+

 2 Þú ert sveipaður ljósi+ eins og skikkju,

þú þenur út himininn eins og tjalddúk.+

 3 Hann leggur bjálka loftstofu sinnar ofar skýjunum,*+

gerir skýin að vagni sínum+

og fer um á vængjum vindsins.+

 4 Hann gerir engla sína að voldugum öndum,

þjóna sína að eyðandi eldi.+

 5 Hann hefur grundvallað jörðina á undirstöðum hennar,+

aldrei að eilífu færist hún úr stað.*+

 6 Þú huldir hana djúpum vötnum eins og með skikkju,+

vötnin náðu yfir fjöllin.

 7 Þau flúðu undan ávítum þínum,+

hlupu í skelfingu undan þrumugný þínum

 8 – fjöll risu+ og dalir sigu –

þangað sem þú hafðir ætlað þeim.

 9 Þú settir vötnunum mörk sem þau máttu ekki fara yfir+

til að þau skyldu aldrei framar hylja jörðina.

10 Hann sendir vatn í dalina,

lindir spretta upp milli fjallanna.

11 Öll dýr merkurinnar drekka úr þeim,

villiasnarnir svala þorsta sínum.

12 Fuglar himins eiga sér náttból þar,

þeir syngja í laufþykkninu.

13 Þú vökvar fjöllin úr loftstofum þínum,+

með ávexti verka þinna seður þú jörðina.+

14 Þú lætur grasið spretta handa nautgripunum

og gróður handa mönnunum.+

Þú lætur jörðina gefa af sér fæðu

15 og vín sem gleður hjarta mannsins,+

olíu sem gerir andlitið gljáandi

og brauð sem nærir hjarta mannsins.+

16 Tré Jehóva fá næga vökvun,

sedrustrén í Líbanon sem hann gróðursetti

17 þar sem fuglarnir gera sér hreiður.

Storkurinn+ á sér heimili í einitrjánum.

18 Há fjöllin eru heimkynni fjallageita,+

klettarnir eru skjól klettagreifingja.+

19 Þú gerðir tunglið til að afmarka tíma,

sólin veit hvenær hún á að setjast.+

20 Þú lætur dimma og það verður nótt+

þegar öll villtu skógardýrin fara á kreik.

21 Ungljónin öskra eftir bráð+

og leita ætis sem Guð gefur þeim.+

22 Þegar sólin rís

draga þau sig í hlé og leggjast í bæli sín.

23 Maðurinn fer til vinnu

og stritar til kvölds.

24 Hversu mörg eru ekki verk þín, Jehóva!+

Þú gerðir þau öll af visku.+

Jörðin er full af því sem þú hefur skapað.

25 Þar er hafið, svo stórt og víðáttumikið,

iðandi af lifandi verum, stórum sem smáum.+

26 Þar fara skipin um

og Levjatan*+ sem þú skapaðir til að leika sér þar.

27 Þau bíða öll eftir þér,

að þú gefir þeim fæðu á réttum tíma.+

28 Þau safna því sem þú gefur þeim.+

Þú lýkur upp hendinni og þau seðjast af góðum gjöfum.+

29 Þú hylur andlit þitt og þau skelfast.

Ef þú tekur burt anda þeirra deyja þau og snúa aftur til moldarinnar.+

30 Ef þú sendir út anda þinn verða þau til+

og þú endurnýjar yfirborð jarðar.

31 Dýrð Jehóva varir að eilífu.

Jehóva gleðst yfir verkum sínum.+

32 Hann lítur á jörðina og hún skelfur,

hann snertir fjöllin og það rýkur úr þeim.+

33 Ég vil syngja fyrir Jehóva+ alla ævi,

ég lofsyng* Guð minn meðan ég lifi.+

34 Megi hugsanir mínar gleðja hann.*

Ég fagna yfir Jehóva.

35 Syndarar munu hverfa af jörðinni

og hinir illu verða ekki til framar.+

Ég vil lofa Jehóva. Lofið Jah!*

105 Þakkið Jehóva,+ ákallið nafn hans,

gerið afrek hans kunn meðal þjóðanna!+

 2 Syngið fyrir hann, lofsyngið* hann,

hugleiðið* öll máttarverk hans.+

 3 Segið stolt frá heilögu nafni hans.+

Hjörtu þeirra sem leita Jehóva gleðjist.+

 4 Leitið Jehóva+ og máttar hans.

Leitið stöðugt áheyrnar* hans.

 5 Munið eftir máttarverkunum sem hann vann,

kraftaverkum hans og dómunum sem hann kvað upp,+

 6 þið afkomendur Abrahams þjóns hans,+

þið synir Jakobs, hans útvöldu.+

 7 Hann er Jehóva Guð okkar.+

Dómar hans gilda um alla jörð.+

 8 Hann minnist sáttmála síns að eilífu,+

loforðsins sem hann gaf þúsund kynslóðum,+

 9 sáttmálans sem hann gerði við Abraham+

og eiðsins sem hann sór Ísak.+

10 Hann gaf Jakobi hann sem lög

og Ísrael sem varanlegan sáttmála.

11 Hann sagði: „Ég gef þér Kanaansland,+

gef þér það að erfðahlut.“+

12 Á þeim tíma voru þeir fáir að tölu,+

já, mjög fáir, og þeir voru útlendingar í landinu.+

13 Þeir reikuðu um frá einni þjóð til annarrar,

frá einu ríki til annars.+

14 Hann leyfði engum að kúga þá+

en þeirra vegna ávítaði hann konunga+

15 og sagði: „Snertið ekki mína smurðu

og gerið spámönnum mínum ekki mein.“+

16 Hann lét hungursneyð ganga yfir landið+

og svipti þá öllum birgðum brauðs.*

17 Hann sendi á undan þeim mann,

Jósef, sem var seldur í þrælkun.+

18 Þeir fjötruðu hann á fótum*+

og settu járn um háls hans.

19 Allt þar til loforðið rættist+

fágaði orð Jehóva hann.

20 Konungurinn lét leysa hann úr haldi,+

drottnari þjóðanna frelsaði hann.

21 Hann gerði hann að herra yfir heimili sínu,

fól honum yfirráð yfir öllum eigum sínum+

22 og vald til að fara með* höfðingja sína eins og honum þóknaðist

og veita öldungum sínum visku.+

23 Síðan kom Ísrael til Egyptalands+

og Jakob bjó sem útlendingur í landi Kams.

24 Guð gerði fólk sitt frjósamt,+

hann gerði það öflugra en andstæðingana.+

25 Hann lét þá fá hatur á fólki sínu,

brugga launráð gegn þjónum sínum.+

26 Hann sendi Móse þjón sinn+

og Aron+ sem hann hafði útvalið.

27 Þeir gerðu tákn hans meðal Egypta,

kraftaverk hans í landi Kams.+

28 Hann sendi myrkur og dimmt varð í landinu.+

Þeir risu ekki gegn orðum hans.

29 Hann breytti vatninu í blóð

og drap fiskinn.+

30 Landið varð morandi í froskum,+

jafnvel í herbergjum konungs.

31 Hann skipaði broddflugum að gera innrás

og mýflugum að leggja undir sig landið.+

32 Hann breytti regninu í hagl

og sendi eldingar* yfir landið.+

33 Hann eyðilagði vínvið þeirra og fíkjutré

og braut trén á landsvæði þeirra.

34 Hann sagði að engisprettur skyldu gera innrás,

óteljandi ungar engisprettur.+

35 Þær gleyptu allan gróður í landinu

og gleyptu í sig ávöxt jarðarinnar.

36 Síðan banaði hann öllum frumburðum í landinu,+

frumgróða karlmennsku þeirra.

37 Hann leiddi fólk sitt út með silfur og gull+

og í ættkvíslum hans var enginn sem hrasaði.

38 Egyptar fögnuðu þegar Ísraelsmenn fóru

því að þeir voru dauðhræddir við þá.+

39 Hann breiddi út ský til að skýla þeim+

og lýsti þeim með eldi um nætur.+

40 Þeir báðu um kjöt og hann sendi þeim kornhænsn,+

hann saddi þá með brauði af himni.+

41 Hann opnaði klett og vatn spratt fram,+

það streymdi eins og fljót um eyðimörkina.+

42 Hann mundi eftir heilögu loforði sínu við Abraham þjón sinn+

43 og leiddi fólk sitt fagnandi út,+

sína útvöldu með gleðiópi.

44 Hann gaf þeim lönd annarra þjóða.+

Þeir eignuðust það sem aðrir höfðu erfiðað fyrir+

45 til að þeir skyldu halda ákvæði hans+

og fylgja lögum hans.

Lofið Jah!*

106 Lofið Jah!*

Þakkið Jehóva því að hann er góður,+

tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

 2 Hver getur sagt frá öllum máttarverkum Jehóva

eða boðað lofsverð afrek hans?+

 3 Hinir réttlátu eru hamingjusamir,

þeir sem gera alltaf það sem er rétt.+

 4 Mundu eftir mér, Jehóva, þegar þú sýnir fólki þínu góðvild.+

Láttu þér annt um mig og bjargaðu mér

 5 svo að ég fái að njóta gæskunnar sem þú sýnir þínum útvöldu,+

megi fagna með þjóð þinni

og lofa þig stoltur* með þeim sem tilheyra þér.

 6 Við höfum syndgað eins og forfeður okkar,+

við höfum gert það sem er rangt, við höfum unnið illskuverk.+

 7 Forfeður okkar í Egyptalandi kunnu ekki að meta undraverk þín.*

Þeir mundu ekki eftir miklum og tryggum kærleika þínum

heldur gerðu uppreisn við hafið, við Rauðahaf.+

 8 En hann bjargaði þeim vegna nafns síns+

til að gera mátt sinn kunnan.+

 9 Hann hastaði á Rauðahafið og það þornaði upp,

hann leiddi þá um djúp þess eins og um eyðimörk.*+

10 Hann bjargaði þeim úr höndum fjandmanna þeirra,+

endurheimti þá úr hendi óvinarins.+

11 Vötnin huldu andstæðingana,

enginn þeirra lifði af.*+

12 Þá trúðu þeir loforði hans+

og fóru að syngja honum lofsöng.+

13 En þeir gleymdu fljótt því sem hann gerði,+

þeir biðu ekki eftir leiðsögn hans.

14 Þeir létu undan eigingjörnum löngunum í óbyggðunum,+

þeir reyndu Guð í eyðimörkinni.+

15 Hann gaf þeim það sem þeir báðu um

en sló þá síðan með sjúkdómi svo að þeir vesluðust upp.+

16 Þeir fóru að öfunda Móse í búðunum

og Aron,+ heilagan þjón Jehóva.+

17 Þá opnaðist jörðin og gleypti Datan

og huldi þá sem fylgdu Abíram.+

18 Eldur blossaði upp meðal þeirra,

logi gleypti hina illu.+

19 Þeir gerðu kálf við Hóreb

og féllu fram fyrir styttu úr málmi.*+

20 Þeir tóku líkneski af nauti sem bítur gras+

fram yfir dýrð mína.

21 Þeir gleymdu Guði+ frelsara sínum

sem vann stórvirki í Egyptalandi,+

22 undraverk í landi Kams,+

mikilfengleg afrek við Rauðahaf.+

23 Hann ætlaði að skipa að þeim yrði útrýmt

en Móse, hans útvaldi, bað þeim vægðar*

til að afstýra reiði hans og tortímingu.+

24 Síðar meir fyrirlitu þeir landið yndislega,+

þeir trúðu ekki loforði hans.+

25 Þeir héldu áfram að nöldra í tjöldum sínum+

og hlustuðu ekki á rödd Jehóva.+

26 Þá lyfti hann hendi til að sverja þess eið

að láta þá falla í óbyggðunum.+

27 Afkomendur þeirra áttu að falla meðal þjóðanna

og þeir áttu að tvístrast um löndin.+

28 Þeir fóru að tilbiðja* Baal Peór+

og átu fórnir sem færðar voru hinum dauðu.*

29 Þeir ögruðu Guði með athæfi sínu+

og plága braust út meðal þeirra.+

30 En plágunni linnti

þegar Pínehas skarst í leikinn.+

31 Þess vegna var hann talinn réttlátur

um allar kynslóðir þaðan í frá.+

32 Þeir ögruðu Guði við Meríbavötn*

og illa fór fyrir Móse af þeirra völdum.+

33 Þeir ollu honum gremju

og hann talaði í fljótfærni.+

34 Þeir útrýmdu ekki þjóðunum+

eins og Jehóva hafði sagt þeim+

35 heldur blönduðu geði við þær+

og tóku upp* líferni þeirra.+

36 Þeir tilbáðu skurðgoð þeirra+

og þau urðu þeim að snöru.+

37 Þeir færðu illum öndum

syni sína og dætur að fórn.+

38 Þeir úthelltu saklausu blóði,+

blóði sinna eigin sona og dætra

sem þeir fórnuðu skurðgoðum Kanaans,+

og landið vanhelgaðist af blóðinu.

39 Þeir urðu óhreinir af verkum sínum,

þeir stunduðu andlegt vændi með athæfi sínu.+

40 Þá blossaði reiði Jehóva upp gegn fólki hans

og hann fékk óbeit á eign sinni.

41 Hann gaf þá ítrekað þjóðunum á vald+

svo að hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim.+

42 Óvinir þeirra kúguðu þá

og þeir urðu að lúta valdi* þeirra.

43 Hann bjargaði þeim mörgum sinnum+

en þeir gerðu uppreisn og óhlýðnuðust+

og voru niðurlægðir fyrir brot sín.+

44 En hann sá neyð þeirra+

og heyrði þá hrópa á hjálp.+

45 Þeirra vegna minntist hann sáttmála síns

og í tryggum kærleika sínum fann hann til með þeim.+

46 Hann lét þá sem héldu þeim föngnum

finna til meðaumkunar með þeim.+

47 Bjargaðu okkur, Jehóva Guð okkar,+

og safnaðu okkur saman frá þjóðunum+

svo að við getum þakkað heilögu nafni þínu

og lofað þig fagnandi.+

48 Lofaður sé Jehóva Guð Ísraels

um alla eilífð.*+

Og allt fólkið segi: „Amen!“*

Lofið Jah!*

FIMMTA BÓK

(Sálmur 107–150)

107 Þakkið Jehóva því að hann er góður,+

tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

 2 Þetta segi þeir sem Jehóva endurheimti,*

þeir sem hann endurheimti úr hendi* andstæðingsins+

 3 og safnaði saman frá löndunum,+

frá austri og vestri,*

frá norðri og suðri.+

 4 Þeir reikuðu um óbyggðirnar, um eyðimörkina.

Þeir fundu ekki leið til borgar þar sem þeir gátu búið.

 5 Þeir voru svangir og þyrstir,

þeir voru máttfarnir og úrvinda.

 6 Þeir hrópuðu til Jehóva í neyð sinni,+

hann bjargaði þeim úr raunum þeirra.+

 7 Hann leiddi þá á réttan veg+

svo að þeir komust til borgar þar sem þeir gátu búið.+

 8 Fólk þakki Jehóva+ fyrir tryggan kærleika hans

og undraverk hans í þágu mannanna+

 9 því að hann svalaði þorsta hinna þyrstu

og mettaði hina hungruðu með góðri fæðu.+

10 Sumir bjuggu í dýpsta myrkri,

fangar í eymd og járnum.

11 Þeir höfðu risið gegn orði Guðs,

þeir lítilsvirtu leiðsögn Hins hæsta.+

12 Hann auðmýkti þá hjörtu þeirra með mótlæti,+

þeir hrösuðu og enginn var til að hjálpa þeim.

13 Þeir kölluðu á hjálp Jehóva í neyð sinni,

hann bjargaði þeim úr raunum þeirra.

14 Hann leiddi þá út úr djúpu myrkrinu

og sleit af þeim fjötrana.+

15 Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hans+

og undraverk hans í þágu mannanna.

16 Hann hefur mölvað koparhliðin

og brotið slagbrandana úr járni.+

17 Þeir voru heimskir og þjáðust+

vegna synda sinna og afbrota.+

18 Þeir misstu alla matarlyst,

þeir nálguðust dauðans dyr.

19 Þeir kölluðu á hjálp Jehóva í neyð sinni,

hann bjargaði þeim úr raunum þeirra.

20 Hann gaf skipun og læknaði þá+

og bjargaði þeim úr gröfinni sem þeir höfðu fallið í.

21 Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hans

og undraverk hans í þágu mannanna.

22 Þeir skulu færa þakkarfórnir+

og segja frá verkum hans með gleðiópi.

23 Þeir sem sigla á skipum um hafið

og stunda verslun á höfunum miklu,+

24 þeir hafa séð verk Jehóva

og undraverk hans í djúpinu,+

25 hvernig stormur skellur á við skipun hans+

svo að öldur hafsins rísa.

26 Þeir rísa himinhátt

og steypast niður í djúpið.

Þeir missa kjarkinn því að ógæfan vofir yfir.

27 Þeir riða og slaga eins og drukkinn maður,

öll kunnátta þeirra er til einskis.+

28 Þá hrópa þeir til Jehóva í neyð sinni+

og hann bjargar þeim úr raunum þeirra.

29 Hann stillir storminn

og öldur hafsins lægir.+

30 Sjómennirnir fagna þegar þær kyrrast

og hann leiðir þá til þeirrar hafnar sem þeir þrá.

31 Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hans

og undraverk hans í þágu mannanna.+

32 Fólkið upphefji hann í söfnuðinum+

og lofi hann í ráði* öldunganna.

33 Hann breytir fljótum í eyðimörk,

vatnslindum í skrælnaða jörð+

34 og frjósömu landi í saltsléttu+

vegna illsku fólksins sem býr þar.

35 Hann breytir eyðimörkinni í sefgrónar tjarnir

og lætur uppsprettur myndast í þurru landi.+

36 Hann lætur hina hungruðu setjast þar að+

svo að þeir geti reist borg til að búa í.+

37 Þeir sá í akra og planta víngarða+

sem gefa ríkulega uppskeru.+

38 Hann blessar þá og þeim fjölgar mjög,

hann lætur ekki nautgripum þeirra fækka.+

39 En fólkinu fækkar á ný,

það verður niðurlægt vegna kúgunar, ógæfu og sorgar.

40 Hann eys fyrirlitningu yfir tignarmenn

og lætur þá reika um veglaus öræfi.+

41 En hann verndar hina fátæku fyrir* kúgun+

og gerir fjölskyldur þeirra eins fjölmennar og sauðahjörð.

42 Réttlátir sjá það og fagna+

en allir ranglátir þagna.+

43 Sá sem er vitur veitir því athygli+

og hugleiðir vandlega tryggan kærleika Jehóva.+

Söngljóð eftir Davíð.

108 Ég er staðfastur í hjarta, Guð minn.

Ég vil syngja og spila af allri sál.*+

 2 Vaknaðu, lýra, og þú líka, harpa.+

Ég ætla að vekja morgunroðann.

 3 Ég lofa þig, Jehóva, meðal þjóðflokka

og syng þér lof* meðal þjóðanna

 4 því að tryggur kærleikur þinn er mikill og nær allt til himins+

og trúfesti þín upp til skýjanna.

 5 Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,

dýrð þín blasi við um alla jörð.+

 6 Frelsaðu okkur með hægri hendi þinni og svaraðu mér

svo að þeir sem þú elskar bjargist.+

 7 Guð hefur talað í heilagleika* sínum:

„Ég fagna, ég gef Síkem+ sem erfðaland

og skipti Súkkótdal.*+

 8 Gíleað+ tilheyrir mér og Manasse einnig,

Efraím er hjálmurinn á höfði mér,*+

Júda er veldissproti minn.+

 9 Móab er þvottaskál mín.+

Ég kasta sandala mínum yfir Edóm,+

hrópa siguróp yfir Filisteu.“+

10 Hver leiðir mig til hinnar víggirtu borgar?

Hver fer með mig alla leið til Edóms?+

11 Ert það ekki þú, Guð, þú sem hefur hafnað okkur,

þú sem ferð ekki lengur út með hersveitum okkar?+

12 Hjálpaðu okkur í neyð okkar+

því að liðsinni manna er einskis virði.+

13 Guð veitir okkur kraft+

og fótumtreður fjandmenn okkar.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

109 Guð minn sem ég lofa,+ vertu ekki hljóður

 2 því að vondir menn og svikulir opna munninn gegn mér.

Þeir tala um mig með lyginni tungu,+

 3 þeir umkringja mig með hatursorðum

og ráðast á mig að ástæðulausu.+

 4 Þeir svara kærleika mínum með andstöðu+

en ég held áfram að biðja.

 5 Þeir launa mér gott með illu+

og kærleika minn með hatri.+

 6 Settu illmenni yfir hann,

láttu andstæðing* standa honum á hægri hönd.

 7 Láttu rétta yfir honum og dæma hann sekan,*

jafnvel bæn hans verði talin synd.+

 8 Dagar hans verði fáir+

og annar taki við umsjónarstarfi hans.+

 9 Börn hans verði föðurlaus

og kona hans ekkja.

10 Börn hans fari á flæking og betli,

haldi í matarleit úr rústum heimila sinna.

11 Lánardrottinn hans taki* allt sem hann á

og ókunnugir ræni eigum hans.

12 Enginn sýni honum góðvild*

og enginn láti sér annt um föðurlaus börn hans.

13 Afkomendur hans verði afmáðir,+

nöfn þeirra gleymd næstu kynslóð.

14 Jehóva muni eftir afbrotum forfeðra hans+

og synd móður hans falli ekki í gleymsku.

15 Jehóva hafi alltaf í huga hvað þeir hafa gert

og afmái minninguna um þá af jörðinni+

16 því að hinn illi vildi ekki sýna góðvild*+

heldur elti uppi hinn kúgaða,+ fátæka og sorgmædda

til að verða honum að bana.+

17 Hann naut þess að bölva öðrum og því kom bölvun yfir hann sjálfan.

Hann vildi ekki blessa og hlaut því sjálfur enga blessun.

18 Hann klæddist bölvunum eins og fötum.

Þær þrengdu sér inn í hann eins og vatn,

inn í bein hans eins og olía.

19 Bölvanirnar verði eins og fötin sem hann sveipar um sig,+

eins og belti sem hann gyrðist alltaf.

20 Þannig launar Jehóva andstæðingi mínum+

og þeim sem tala illa um mig.

21 En Jehóva, alvaldur Drottinn,

taktu í taumana og hjálpaðu mér vegna nafns þíns.+

Bjargaðu mér því að tryggur kærleikur þinn er mikill.+

22 Ég er hjálparvana og fátækur+

og hjarta mitt er sært í brjósti mér.+

23 Ég hverf eins og skuggi að kvöldi,

ég er eins og engispretta sem hrist er af flík.

24 Hnén eru veikburða af föstu,

ég er orðinn horaður og veslast upp.*

25 Ég er hafður að háði og spotti.+

Menn hrista höfuðið þegar þeir sjá mig.+

26 Hjálpaðu mér, Jehóva Guð minn,

sýndu mér tryggan kærleika og bjargaðu mér.

27 Láttu þá skilja að hönd þín kom því til leiðar,

að þú, Jehóva, gerðir þetta.

28 Viltu blessa þegar þeir bölva?

Þeir verði sér til skammar þegar þeir rísa gegn mér,

en láttu þjón þinn fagna.

29 Þeir sem standa gegn mér klæðist niðurlægingu,

láttu skömm þeirra sveipa þá eins og skikkju.*+

30 Ég lofa Jehóva ákaft,

ég lofa hann í allra augsýn.+

31 Hann stendur hinum fátæka til hægri handar

til að bjarga honum frá þeim sem dæma hann.

Söngljóð eftir Davíð.

110 Jehóva sagði við Drottin minn:

„Sittu mér til hægri handar+

þar til ég legg óvini þína eins og skemil undir fætur þína.“+

 2 Jehóva réttir út þinn volduga sprota frá Síon og segir:

„Drottnaðu mitt á meðal óvina þinna.“+

 3 Fólk þitt býður sig fúslega fram daginn sem þú kallar saman herlið þitt.

Í heilagri fegurð koma ungmennin til þín

eins og daggardropar sem fæðast í morgunroðanum.

 4 Jehóva hefur svarið eið og hann skiptir ekki um skoðun:*

„Þú ert prestur að eilífu+

á sama hátt og Melkísedek.“+

 5 Jehóva verður þér til hægri handar,+

hann gersigrar konunga á reiðidegi sínum.+

 6 Hann fullnægir dómi yfir þjóðunum*+

og fyllir landið líkum.+

Hann gersigrar leiðtoga* víðáttumikils lands.*

 7 Hann* drekkur úr ánni við veginn.

Þess vegna ber hann höfuðið hátt.

111 Lofið Jah!*+

א [alef]

Ég vil lofa Jehóva af öllu hjarta+

ב [bet]

í hópi réttlátra og í söfnuðinum.

ג [gimel]

 2 Verk Jehóva eru mikil,+

ד [dalet]

allir sem hafa yndi af þeim skoða þau vandlega.+

ה [he]

 3 Það sem hann gerir er unaðslegt og stórbrotið

ו [vá]

og réttlæti hans varir að eilífu.+

ז [zajin]

 4 Undraverk hans eru ógleymanleg.+

ח [het]

Jehóva sýnir samúð og er miskunnsamur.+

ט [tet]

 5 Hann gefur þeim fæðu sem óttast hann.+

י [jód]

Hann minnist sáttmála síns að eilífu.+

כ [kaf]

 6 Hann sýndi fólki sínu máttarverk sín

ל [lamed]

með því að gefa því erfðaland þjóðanna.+

מ [mem]

 7 Allt sem hann gerir* vitnar um sannleika og réttlæti,+

נ [nún]

fyrirmæli hans eru traust.+

ס [samek]

 8 Þau eru alltaf áreiðanleg,* bæði nú og að eilífu,

ע [ajin]

þau eru byggð á sannleika og réttlæti.+

פ [pe]

 9 Hann hefur endurleyst fólk sitt.+

צ [tsade]

Hann skipaði að sáttmáli sinn skyldi gilda að eilífu.

ק [qóf]

Nafn hans er heilagt og mikilfenglegt.+

ר [res]

10 Djúp virðing fyrir* Jehóva er upphaf viskunnar,+

ש [sin]

allir sem fylgja fyrirmælum hans eru skynsamir.+

ת [tá]

Hann hlýtur lof að eilífu.

112 Lofið Jah!*+

א [alef]

Sá sem virðir* Jehóva er hamingjusamur,+

ב [bet]

sá sem hefur yndi af boðum hans.+

ג [gimel]

 2 Afkomendur hans verða voldugir á jörðinni

ד [dalet]

og kynslóð hinna réttlátu hlýtur blessun.+

ה [he]

 3 Auður og velmegun eru í húsi hans

ו [vá]

og réttlæti hans varir að eilífu.

ז [zajin]

 4 Hann skín hinum hjartahreinu eins og ljós í myrkri.+

ח [het]

Hann sýnir samúð, miskunn+ og réttlæti.

ט [tet]

 5 Þeim gengur vel sem lánar fúslega,*+

י [jód]

hann er réttlátur í öllu sem hann gerir.

כ [kaf]

 6 Hann haggast aldrei.+

ל [lamed]

Hins réttláta verður minnst að eilífu.+

מ [mem]

 7 Hann óttast ekki slæmar fréttir,+

נ [nún]

hann er staðfastur í hjarta og treystir Jehóva.+

ס [samek]

 8 Hann er óhagganlegur* í hjarta og ekki hræddur.+

ע [ajin]

Að lokum fær hann að sjá andstæðinga sína falla.+

פ [pe]

 9 Hann deilir út gjöfum örlátlega,* hann gefur fátækum.+

צ [tsade]

Réttlæti hans varir að eilífu,+

ק [qóf]

styrkur* hans eykst og er upphafinn.

ר [res]

10 Hinn illi sér það og honum gremst,

ש [shin]

hann gnístir tönnum og veslast upp.

ת [tá]

Óskir hins illa verða að engu.+

113 Lofið Jah!*

Þið sem þjónið Jehóva, lofið hann,

lofið nafn Jehóva.

 2 Nafn Jehóva sé lofað

héðan í frá og að eilífu.+

 3 Frá sólarupprás til sólarlags*

sé nafn Jehóva lofað.+

 4 Jehóva er hafinn yfir allar þjóðir,+

dýrð hans er himnunum hærri.+

 5 Hver er sem Jehóva Guð okkar,+

hann sem býr* í hæðum?

 6 Hann beygir sig niður til að líta á himin og jörð.+

 7 Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,

lyftir hinum fátæka úr öskunni*+

 8 og lætur hann setjast hjá hefðarfólki,

hjá hefðarfólki þjóðar sinnar.

 9 Ófrjóu konunni fær hann heimili,

hún eignast börn og verður hamingjusöm móðir.+

Lofið Jah!*

114 Þegar Ísrael fór frá Egyptalandi,+

ætt Jakobs frá þjóð sem talaði erlent mál,

 2 varð Júda helgidómur hans,

Ísrael ríki hans.+

 3 Hafið sá það og flúði,+

Jórdan hörfaði undan.+

 4 Fjöllin stukku um eins og hrútar,+

hæðirnar eins og lömb.

 5 Hvað varð til þess, haf, að þú flúðir?+

Jórdan, af hverju hörfaðir þú?+

 6 Hvers vegna stukkuð þið fjöll eins og hrútar,

þið hæðir eins og lömb?

 7 Nötraðu, jörð, vegna Drottins,

vegna Guðs Jakobs+

 8 sem breytir kletti í sefgróna tjörn,

tinnukletti í vatnslindir.+

115 Gefðu ekki okkur, Jehóva, ekki okkur

heldur* nafni þínu dýrðina+

því að þú ert tryggur í kærleika þínum og trúfastur.+

 2 Af hverju ættu þjóðirnar að segja:

„Hvar er Guð þeirra?“+

 3 Guð okkar er á himnum,

hann gerir það sem hann vill.

 4 Skurðgoð þeirra eru silfur og gull,

handaverk manna.+

 5 Þau hafa munn en geta ekki talað,+

augu en geta ekki séð.

 6 Þau hafa eyru en geta ekki heyrt,

nef en finna enga lykt.

 7 Þau hafa hendur en geta ekki gripið,

fætur en geta ekki gengið.+

Úr barka þeirra kemur ekkert hljóð.+

 8 Þeir sem búa þau til verða eins og þau+

og sömuleiðis allir sem treysta á þau.+

 9 Ísrael, treystu á Jehóva+

– hann er hjálp ykkar og skjöldur.+

10 Ætt Arons,+ treystu á Jehóva

– hann er hjálp ykkar og skjöldur.

11 Þið sem óttist Jehóva, treystið á Jehóva+

– hann er hjálp ykkar og skjöldur.+

12 Jehóva minnist okkar og mun blessa okkur.

Hann blessar ætt Ísraels,+

hann blessar ætt Arons.

13 Jehóva blessar þá sem óttast hann,

jafnt háa sem lága.*

14 Jehóva lætur ykkur fjölga,

ykkur og börnum ykkar.+

15 Jehóva blessi ykkur,+

skapari himins og jarðar.+

16 Himnarnir tilheyra Jehóva+

en jörðina hefur hann gefið mönnunum.+

17 Hinir dánu lofa ekki Jah,+

enginn sem hnígur niður í þögn dauðans.*+

18 En við lofum Jah

héðan í frá og að eilífu.

Lofið Jah!*

116 Ég elska Jehóva

því að hann* heyrir til mín, heyrir bænir mínar um hjálp.+

 2 Hann beygir sig niður og hlustar á mig,*+

ég ákalla hann eins lengi og ég lifi.

 3 Bönd dauðans þrengdu að mér,

gröfin hélt mér í greipum sér.+

Ég var máttvana af sorg og angist.+

 4 En ég ákallaði nafn Jehóva:+

„Jehóva, bjargaðu mér!“

 5 Jehóva sýnir samúð og er réttlátur,+

Guð okkar er miskunnsamur.+

 6 Jehóva verndar hina óreyndu.+

Ég var langt niðri og hann hjálpaði mér.

 7 Láttu mig finna hugarró á ný

því að þú, Jehóva, hefur verið mér góður.

 8 Þú hefur bjargað mér frá dauða,

auga mínu frá tárum og fæti mínum frá hrösun.+

 9 Ég geng frammi fyrir Jehóva í landi hinna lifandi.

10 Ég trúði og því talaði ég.+

Ég var sárþjáður.

11 Ég var skelfingu lostinn og sagði:

„Allir menn eru lygarar.“+

12 Hvernig á ég að endurgjalda Jehóva

allt það góða sem hann hefur gert fyrir mig?

13 Ég lyfti bikar frelsisins*

og ákalla nafn Jehóva.

14 Ég efni heit mín við Jehóva

frammi fyrir allri þjóð hans.+

15 Dýr er í augum Jehóva

dauði trúfastra þjóna hans.+

16 Ég bið til þín, Jehóva,

því að ég er þjónn þinn.

Ég er þjónn þinn, sonur ambáttar þinnar.

Þú hefur frelsað mig úr fjötrum mínum.+

17 Ég færi þér þakkarfórn,+

ég ákalla nafn Jehóva.

18 Ég efni heit mín við Jehóva+

frammi fyrir allri þjóð hans,+

19 í forgörðum húss Jehóva,+

í þér, Jerúsalem.

Lofið Jah!*+

117 Lofið Jehóva, allar þjóðir,+

heiðrið hann, allir þjóðflokkar.+

 2 Hann sýnir okkur tryggan kærleika í ríkum mæli.+

Trúfesti+ Jehóva varir að eilífu.+

Lofið Jah!*+

118 Þakkið Jehóva því að hann er góður,+

tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

 2 Ísrael segi nú:

„Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“

 3 Þeir sem tilheyra ætt Arons segi nú:

„Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“

 4 Þeir sem óttast Jehóva segi nú:

„Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“

 5 Ég hrópaði til Jah* í angist minni,

Jah svaraði mér og leiddi mig á öruggan* stað.+

 6 Jehóva er mér við hlið, ég óttast ekki neitt.+

Hvað geta mennirnir gert mér?+

 7 Jehóva er mér við hlið og hjálpar* mér,+

ég fæ að horfa á hatursmenn mína sigraða.+

 8 Betra er að leita athvarfs hjá Jehóva

en að treysta á menn.+

 9 Betra er að leita athvarfs hjá Jehóva

en að treysta á höfðingja.+

10 Allar þjóðir umkringdu mig

en í nafni Jehóva

hrakti ég þær burt.+

11 Þær umkringdu mig, já, ég var umkringdur á alla vegu

en í nafni Jehóva

hrakti ég þær burt.

12 Þær umkringdu mig eins og býflugur

en þær fuðruðu upp eins og eldur í þyrnum.

Í nafni Jehóva

hrakti ég þær burt.+

13 Mér var hrint* harkalega til að ég skyldi falla

en Jehóva hjálpaði mér.

14 Jah er skjól mitt og styrkur,

hann hefur bjargað mér.+

15 Fagnaðar- og siguróp*

berast frá tjöldum réttlátra.

Hægri hönd Jehóva sýnir mátt sinn.+

16 Hægri hönd Jehóva er upphafin,

hægri hönd Jehóva sýnir mátt sinn.+

17 Ég ætla ekki að deyja, nei, ég ætla að lifa

til að kunngera verk Jah.+

18 Jah ávítaði mig harðlega+

en gaf mig ekki dauðanum á vald.+

19 Opnaðu fyrir mér hlið réttlætisins,+

ég ætla að ganga þar inn og lofa Jah.

20 Þetta er hlið Jehóva,

hinn réttláti gengur þar inn.+

21 Ég lofa þig því að þú svaraðir mér+

og þú bjargaðir mér.

22 Steinninn sem smiðirnir höfnuðu

er orðinn að aðalhornsteini.+

23 Hann er frá Jehóva,+

hann er dásamlegur í augum okkar.+

24 Þetta er dagurinn sem Jehóva gerði,

við gleðjumst og fögnum á honum.

25 Við biðjum þig, Jehóva, viltu bjarga okkur!

Jehóva, viltu veita okkur sigur!

26 Blessaður er sá sem kemur í nafni Jehóva.+

Við blessum ykkur frá húsi Jehóva.

27 Jehóva er Guð,

hann gefur okkur ljós.+

Verið með í hátíðargöngunni með greinar í hendi+

allt að hornum altarisins.+

28 Þú ert Guð minn og ég lofa þig,

Guð minn, ég vil upphefja þig.+

29 Þakkið Jehóva+ því að hann er góður,

tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

א [alef]

119 Þeir sem gera rétt* í einu og öllu eru hamingjusamir,

þeir sem lifa eftir lögum Jehóva.+

 2 Þeir sem fara eftir áminningum hans eru hamingjusamir,+

þeir sem leita hans af öllu hjarta.+

 3 Þeir gera ekkert rangt

heldur ganga á vegum hans.+

 4 Þú hefur skipað að fyrirmæli þín

skuli vandlega haldin.+

 5 Ég þrái að vera staðfastur+

og halda ákvæði þín.

 6 Þá þarf ég ekki að skammast mín+

þegar ég hugleiði öll boðorð þín.

 7 Ég lofa þig af einlægu hjarta

þegar ég kynnist réttlátum dómum þínum.

 8 Ég ætla að halda ákvæði þín.

Ég bið þig að yfirgefa mig aldrei.

ב [bet]

 9 Hvernig getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?

Með því að gæta sín og fylgja orði þínu.+

10 Ég leita þín af öllu hjarta.

Láttu mig ekki villast frá boðorðum þínum.+

11 Ég varðveiti í hjarta mínu það sem þú hefur sagt+

svo að ég syndgi ekki gegn þér.+

12 Lofaður sért þú, Jehóva,

kenndu mér ákvæði þín.

13 Með vörum mínum kunngeri ég

alla úrskurði þína.

14 Ég gleðst meira yfir áminningum þínum+

en öllum öðrum verðmætum.+

15 Ég ætla að íhuga fyrirmæli þín*+

og hafa augun á vegum þínum.+

16 Ég hef yndi af ákvæðum þínum,

ég gleymi ekki orði þínu.+

ג [gimel]

17 Vertu góður við þjón þinn

svo að ég megi lifa og halda orð þín.+

18 Opnaðu augu mín til að ég sjái skýrt

allt hið dásamlega í lögum þínum.

19 Ég er bara útlendingur í landinu.+

Feldu ekki boðorð þín fyrir mér.

20 Alla daga er ég gagntekinn af þrá

eftir úrskurðum þínum.

21 Þú ávítar hrokafulla,

hina bölvuðu sem villast frá boðorðum þínum.+

22 Léttu* af mér háðung og fyrirlitningu

því að ég hef farið eftir áminningum þínum.

23 Þótt höfðingjar sitji og tali illa um mig

hugleiðir þjónn þinn* ákvæði þín.

24 Ég hef yndi af áminningum þínum,+

þær eru ráðgjafar mínir.+

ד [dalet]

25 Ég ligg beygður í duftinu.+

Láttu mig halda lífi eins og þú hefur lofað.+

26 Ég hef sagt þér frá lífi mínu og þú svaraðir.

Kenndu mér ákvæði þín.+

27 Láttu mig skilja fyrirmæli þín*

svo að ég geti hugleitt* dásemdarverk þín.+

28 Ég hef legið andvaka af sorg.

Styrktu mig eins og þú hefur lofað.

29 Haltu mér frá blekkingarvegi+

og sýndu þá góðvild að kenna mér lög þín.

30 Ég hef valið veg trúfestinnar.+

Ég veit að dómar þínir eru réttir.

31 Ég held fast við áminningar þínar.+

Jehóva, láttu mig ekki verða fyrir vonbrigðum.*+

32 Ég held boðorð þín af öllu hjarta*

því að þú opnar hjarta mitt fyrir þeim.*

ה [he]

33 Fræddu mig, Jehóva,+ um veg ákvæða þinna

og ég skal fylgja honum allt til enda.+

34 Veittu mér skilning

svo að ég fylgi lögum þínum

og haldi þau af öllu hjarta.

35 Leiddu mig* götu boðorða þinna+

því að eftir henni geng ég glaður.

36 Hneigðu hjarta mitt að áminningum þínum

en ekki að eigingjörnum ávinningi.*+

37 Snúðu augum mínum frá því sem er einskis virði,+

varðveittu líf mitt á vegi þínum.

38 Efndu loforð* þitt við þjón þinn

svo að fólk beri lotningu fyrir þér.*

39 Taktu burt smánina sem ég óttast

því að dómar þínir eru góðir.+

40 Sjáðu hve heitt ég þrái fyrirmæli þín.

Láttu mig lifa því að þú ert réttlátur.

ו [vá]

41 Láttu mig upplifa tryggan kærleika þinn, Jehóva,+

frelsunina sem þú hefur lofað.+

42 Þá get ég svarað þeim sem hæðist að mér

því að ég treysti á orð þitt.

43 Taktu aldrei orð sannleikans úr munni mínum

því að ég hef sett von mína á dóm þinn.*

44 Ég held alltaf lög þín,

um alla eilífð.+

45 Ég geng um á öruggum* stað+

því að ég leitast við að fylgja fyrirmælum þínum.

46 Ég tala um áminningar þínar frammi fyrir konungum

og skammast mín ekki.+

47 Ég hef yndi af boðorðum þínum,

já, ég elska þau.+

48 Ég lyfti höndum í bæn því að ég elska boðorð þín+

og ég íhuga ákvæði þín.*+

ז [zajin]

49 Mundu eftir því sem þú lofaðir* þjóni þínum,

því sem veitir mér von.*

50 Það hughreystir mig í raunum mínum,+

orð þín hafa haldið í mér lífinu.

51 Hinir hrokafullu hæðast að mér

en ég hvika ekki frá lögum þínum.+

52 Ég minnist fornra dóma þinna,+ Jehóva,

og þeir hughreysta mig.+

53 Hinir illu vekja með mér brennandi reiði,

þeir sem snúa baki við lögum þínum.+

54 Ákvæði þín eru mér söngljóð

hvar sem ég bý.*

55 Ég hugsa um nafn þitt, Jehóva, um nætur+

svo að ég haldi lög þín.

56 Þetta hef ég tamið mér

því að ég hef fylgt fyrirmælum þínum.

ח [het]

57 Jehóva er hlutskipti mitt,+

ég hef lofað að halda orð þín.+

58 Ég ákalla þig af öllu hjarta,*+

vertu mér góður+ eins og þú hefur lofað.

59 Ég hef íhugað lífsstefnu mína

og vil fylgja áminningum þínum að nýju.+

60 Ég flýti mér og dreg ekki

að halda boðorð þín.+

61 Bönd hinna illu umlykja mig

en ég gleymi ekki lögum þínum.+

62 Um miðnætti fer ég fram úr til að þakka þér+

fyrir réttláta dóma þína.

63 Ég er vinur allra sem óttast þig

og þeirra sem halda fyrirmæli þín.+

64 Tryggur kærleikur þinn, Jehóva, fyllir jörðina,+

kenndu mér ákvæði þín.

ט [tet]

65 Þú hefur gert vel við þjón þinn, Jehóva,

eins og þú hefur lofað.

66 Veittu mér skynsemi og þekkingu+

því að ég hef sett traust mitt á boðorð þín.

67 Áður var ég þjáður, ég villtist af leið*

en nú held ég orð þín.+

68 Þú ert góður+ og allt sem þú gerir er gott.

Kenndu mér ákvæði þín.+

69 Hrokafullir menn sverta mig með lygum

en ég held fyrirmæli þín af öllu hjarta.

70 Hjörtu þeirra eru tilfinningalaus*+

en ég hef yndi af lögum þínum.+

71 Það var mér til góðs að þjást+

því að þannig gat ég lært ákvæði þín.

72 Lögin sem þú hefur sett eru mér til góðs,+

betri en ógrynni af gulli og silfri.+

י [jód]

73 Hendur þínar gerðu mig og mótuðu.

Veittu mér skilning

til að ég geti lært boðorð þín.+

74 Þeir sem óttast þig sjá mig og gleðjast

því að orð þitt veitir mér von.*+

75 Ég veit, Jehóva, að dómar þínir eru réttlátir+

og að þú hefur agað mig í trúfesti þinni.+

76 Viltu láta tryggan kærleika þinn+ verða mér til huggunar

eins og þú hefur lofað þjóni þínum.

77 Sýndu mér miskunn svo að ég fái að lifa+

því að ég hef yndi af lögum þínum.+

78 Láttu hina hrokafullu verða sér til skammar

því að þeir fara illa með mig án tilefnis.*

En ég ætla að íhuga fyrirmæli þín.*+

79 Láttu þá sem óttast þig snúa aftur til mín,

þá sem hafa kynnst áminningum þínum.

80 Láttu mig fylgja ákvæðum þínum af öllu hjarta+

svo að ég verði mér ekki til skammar.+

כ [kaf]

81 Ég þrái frelsunina sem þú veitir+

því að orð þitt gefur mér von.*

82 Augu mín þrá að sjá orð þín rætast.+

Ég segi: „Hvenær ætlarðu að hugga mig?“+

83 Ég er eins og skinnbelgur skorpinn í reyk

en ég gleymi ekki ákvæðum þínum.+

84 Hversu marga daga þarf þjónn þinn að bíða?

Hvenær ætlar þú að dæma þá sem ofsækja mig?+

85 Hrokagikkir grafa mér grafir,

þeir sem hunsa lög þín.

86 Öll boðorð þín eru áreiðanleg.

Menn ofsækja mig að tilefnislausu. Hjálpaðu mér!+

87 Minnstu munaði að þeir afmáðu mig af jörðinni

en ég sneri ekki baki við fyrirmælum þínum.

88 Sýndu mér tryggan kærleika og láttu mig halda lífi

svo að ég geti farið eftir áminningum þínum.

ל [lamed]

89 Orð þitt, Jehóva,

varir að eilífu á himnum.+

90 Trúfesti þín varir kynslóð eftir kynslóð.+

Þú hefur grundvallað jörðina svo að hún stendur.+

91 Þau* standa fram á þennan dag eins og þú hefur ákveðið

því að þau eru öll þjónar þínir.

92 Ef ég hefði ekki haft yndi af lögum þínum

hefði ég farist í raunum mínum.+

93 Ég gleymi aldrei fyrirmælum þínum

því að með þeim hefurðu haldið mér á lífi.+

94 Ég tilheyri þér. Bjargaðu mér+

því að ég hef leitast við að fylgja fyrirmælum þínum.+

95 Illir menn bíða færis að tortíma mér

en ég hef áminningar þínar alltaf í huga.

96 Ég hef séð takmörk á allri fullkomnun

en boðorð þitt á sér engin takmörk.*

מ [mem]

97 Ég elska lög þín heitt!+

Ég hugleiði þau* allan liðlangan daginn.+

98 Boðorð þín gera mig vitrari en óvini mína+

því að ég hef þig alltaf hjá mér.

99 Ég er hyggnari en allir kennarar mínir+

því að ég hugleiði áminningar þínar.*

100 Ég er skynsamari en öldungar

því að ég fylgi fyrirmælum þínum.

101 Ég ætla ekki að ganga á neinum vegi vonskunnar+

því að ég vil fylgja orði þínu.

102 Ég hvika ekki frá úrskurðum þínum

þar sem þú hefur frætt mig.

103 Hve sæt eru ekki orð þín tungu minni,

sætari en hunang í munni mínum.+

104 Ég breyti skynsamlega vegna fyrirmæla þinna.+

Þess vegna hata ég sérhvern blekkingarveg.+

נ [nún]

105 Orð þitt er lampi fóta minna

og ljós á götu minni.+

106 Ég hef svarið eið og ætla að halda hann,

ég ætla að fara eftir réttlátum úrskurðum þínum.

107 Ég hef verið mjög þjáður.+

Jehóva, láttu mig halda lífi eins og þú hefur lofað.+

108 Jehóva, viltu taka við lofgjörðarfórnum mínum+

sem ég færi af fúsu hjarta*

og fræða mig um úrskurði þína.+

109 Ég er stöðugt í lífshættu

en ég hef ekki gleymt lögum þínum.+

110 Illmenni hafa lagt gildru fyrir mig

en ég hef ekki villst frá fyrirmælum þínum.+

111 Ég lít á áminningar þínar sem eilífa eign mína*

því að þær gleðja hjarta mitt.+

112 Ég hef einsett mér* að hlýða ákvæðum þínum

öllum stundum eins lengi og ég lifi.

ס [samek]

113 Ég hata þá sem eru hálfvolgir*+

en ég elska lög þín.+

114 Þú ert skjól mitt og skjöldur+

því að orð þitt veitir mér von.*+

115 Haldið ykkur fjarri mér, þið illmenni,+

svo að ég geti haldið boðorð Guðs míns.

116 Styddu mig eins og þú hefur lofað+

svo að ég haldi lífi.

Láttu ekki von mína bregðast.*+

117 Styddu mig til að ég bjargist.+

Þá skal ég alltaf hafa ákvæði þín í huga.+

118 Þú hafnar öllum sem villast frá ákvæðum þínum+

því að þeir eru falskir og svikulir.

119 Þú fjarlægir öll illmenni jarðar eins og verðlausan sora.+

Þess vegna elska ég áminningar þínar.

120 Ég skelf af ótta við þig,

ég hræðist dóma þína.

ע [ajin]

121 Ég hef gert það sem er rétt og réttlátt.

Gefðu mig ekki á vald þeim sem kúga mig!

122 Tryggðu þjóni þínum velgengni,

láttu ekki hina hrokafullu kúga mig.

123 Augu mín eru þreytt á að bíða eftir hjálp þinni+

og að réttlátt loforð* þitt rætist.+

124 Sýndu þjóni þínum tryggan kærleika+

og kenndu mér ákvæði þín.+

125 Ég er þjónn þinn, veittu mér skilning+

svo að ég geti kynnst áminningum þínum.

126 Tíminn er kominn að Jehóva taki í taumana+

því að þeir hafa brotið lög þín.

127 Þess vegna elska ég boðorð þín

meira en gull, já, fínasta* gull.+

128 Þess vegna álít ég öll fyrirmæli þín rétt,+

ég hata sérhvern blekkingarveg.+

פ [pe]

129 Áminningar þínar eru yndislegar,

þess vegna fylgi ég þeim.

130 Þegar orð þín opinberast veita þau ljós,+

þau veita hinum óreyndu skilning.+

131 Ég opna munninn og andvarpa*

því að ég þrái boðorð þín.+

132 Snúðu þér til mín og sýndu mér góðvild+

eins og þú gerir alltaf þegar þú dæmir þá sem elska nafn þitt.+

133 Leiddu mig með orði þínu

svo að ég verði öruggur í skrefi.

Megi ekkert illt ná tökum á mér.+

134 Bjargaðu mér* frá kúgurum,

þá skal ég fylgja fyrirmælum þínum.

135 Láttu auglit þitt lýsa yfir þjón þinn*+

og kenndu mér ákvæði þín.

136 Tárin streyma niður kinnar mínar

því að fólk heldur ekki lög þín.+

צ [tsade]

137 Þú ert réttlátur, Jehóva,+

og dómar þínir sanngjarnir.+

138 Áminningar þínar eru réttlátar

og alltaf áreiðanlegar.

139 Ég brenn af ákafa vegna þín+

því að andstæðingar mínir hafa gleymt orðum þínum.

140 Það sem þú segir er hreint og tært+

og þjónn þinn elskar það.+

141 Ég er ómerkilegur og fyrirlitinn+

en ég hef ekki gleymt fyrirmælum þínum.

142 Réttlæti þitt er eilíft réttlæti+

og lög þín eru sannleikur.+

143 Þótt angist og erfiðleikar komi yfir mig

hef ég alltaf yndi af boðorðum þínum.

144 Áminningar þínar eru réttlátar að eilífu.

Veittu mér skilning+ svo að ég fái að lifa.

ק [qóf]

145 Ég hrópa af öllu hjarta. Svaraðu mér, Jehóva.

Ég ætla að halda ákvæði þín.

146 Ég ákalla þig, bjargaðu mér!

Ég fer eftir áminningum þínum.

147 Ég er vaknaður fyrir dögun* til að hrópa á hjálp+

því að orð þín veita mér von.*

148 Ég vakna um miðja nótt

til að geta hugleitt orð þín.*+

149 Sýndu mér tryggan kærleika+ og hlustaðu á mig.

Jehóva, láttu mig halda lífi því að þú ert réttlátur.

150 Þeir sem hegða sér skammarlega* nálgast,

þeir eru fjarlægir lögum þínum.

151 Þú ert nálægur, Jehóva,+

og öll boðorð þín eru sannleikur.+

152 Endur fyrir löngu lærði ég

að þú byggðir lög þín* á eilífum grunni.+

ר [res]

153 Sjáðu raunir mínar og bjargaðu mér+

því að ég hef ekki gleymt lögum þínum.

154 Verðu mig* og bjargaðu mér,+

láttu mig halda lífi eins og þú hefur lofað.

155 Björgunin er fjarri hinum illu

því að þeir hafa ekki áhuga á ákvæðum þínum.+

156 Miskunn þín er mikil, Jehóva.+

Láttu mig halda lífi því að þú ert réttlátur.

157 Andstæðingar mínir og þeir sem ofsækja mig eru margir+

en ég hef ekki hvikað frá áminningum þínum.

158 Ég horfi með óbeit á hina sviksömu

því að þeir fara ekki eftir orðum þínum.+

159 Sjáðu hve heitt ég elska fyrirmæli þín!

Jehóva, sýndu mér tryggan kærleika og láttu mig lifa.+

160 Kjarninn í orði þínu er sannleikur,+

allir úrskurðir þínir eru réttlátir og vara að eilífu.

ש [sin] eða [shin]

161 Höfðingjar ofsækja mig+ án tilefnis

en hjarta mitt ber lotningu fyrir orðum þínum.+

162 Ég gleðst yfir því sem þú segir+

eins og maður sem fær mikið herfang.

163 Ég hata ósannindi, ég hef óbeit á þeim,+

en ég elska lög þín.+

164 Sjö sinnum á dag lofa ég þig

fyrir réttláta dóma þína.

165 Þeir sem elska lög þín búa við mikinn frið,+

ekkert verður þeim að falli.

166 Ég vænti björgunarinnar sem þú veitir, Jehóva,

og ég held boðorð þín.

167 Ég fer eftir áminningum þínum,

ég elska þær mjög.+

168 Ég fylgi fyrirmælum þínum og áminningum,

þú sérð allt sem ég geri.+

ת [tá]

169 Viltu hlusta, Jehóva, þegar ég hrópa á hjálp.+

Veittu mér skilning í samræmi við orð þitt.+

170 Megi innileg bæn mín ná til þín.

Bjargaðu mér eins og þú hefur lofað.

171 Lofgjörð streymi af vörum mínum+

því að þú kennir mér ákvæði þín.

172 Tunga mín syngi um orð þín+

því að öll boðorð þín eru réttlát.

173 Megi hönd þín vera tilbúin að hjálpa mér+

því að ég kýs að hlýða fyrirmælum þínum.+

174 Ég þrái að þú bjargir mér, Jehóva,

ég hef yndi af lögum þínum.+

175 Láttu mig lifa svo að ég geti lofað þig.+

Megi dómar þínir hjálpa mér.

176 Ég hef villst eins og týndur sauður.+ Leitaðu að þjóni þínum

því að ég hef ekki gleymt boðorðum þínum.+

Uppgönguljóð.*

120 Ég hrópaði til Jehóva í angist minni+

og hann svaraði mér.+

 2 Jehóva, bjargaðu mér frá ljúgandi vörum

og svikulli tungu.

 3 Hvað ætlar Guð að gera við þig, þú svikula tunga,+

og hvernig mun hann refsa þér?*

 4 Með beittum örvum+ hermannsins

og glóandi viðarkolum.+

 5 Æ, ég hef þurft að búa sem útlendingur í Mesek!+

Ég hef búið hjá tjöldum Kedars.+

 6 Ég hef búið allt of lengi

meðal þeirra sem hata frið.+

 7 Ég vil frið en hvað sem ég segi

vilja þeir stríð.

Uppgönguljóð.

121 Ég horfi til fjallanna.+

Hvaðan fæ ég hjálp?

 2 Hjálp mín kemur frá Jehóva,+

skapara himins og jarðar.

 3 Hann lætur þig aldrei missa fótanna.+

Hann sem verndar þig dottar aldrei.

 4 Nei, hann dottar ekki né sofnar,

hann sem verndar Ísrael.+

 5 Jehóva verndar þig.

Jehóva er skugginn+ þér til hægri handar.+

 6 Sólin vinnur þér ekki mein að degi+

né tunglið að nóttu.+

 7 Jehóva verndar þig gegn öllu illu.+

Hann verndar líf þitt.+

 8 Jehóva verndar þig í öllu sem þú gerir*

héðan í frá og að eilífu.

Uppgönguljóð. Eftir Davíð.

122 Ég varð glaður þegar menn sögðu við mig:

„Förum í hús Jehóva.“+

 2 Og nú stöndum við hér

í hliðum þínum, Jerúsalem.+

 3 Jerúsalem er borg

sem er þéttbyggð og sameinuð.+

 4 Ættkvíslirnar eru farnar þangað,

ættkvíslir Jah,*

eins og Ísrael er minntur á,

til að lofa nafn Jehóva með þökkum.+

 5 Þar standa hásæti dómaranna,+

hásæti ættar Davíðs.+

 6 Biðjið að Jerúsalem njóti friðar.+

Þeir sem elska þig, Jerúsalem, búa við öryggi.

 7 Friður ríki innan múra* þinna,

öryggi í virkisturnum þínum.

 8 Vegna bræðra minna og félaga segi ég:

„Friður ríki í þér.“

 9 Vegna húss Jehóva Guðs okkar+

bið ég þér farsældar.

Uppgönguljóð.

123 Ég horfi upp til þín,+

þú sem situr í hásæti á himnum.

 2 Eins og þjónn horfir á hönd húsbónda síns

og þjónustustúlka á hönd húsmóður sinnar

horfum við til Jehóva Guðs okkar+

þar til hann sýnir okkur góðvild.+

 3 Vertu okkur góður, Jehóva, vertu okkur góður

því að við höfum fengið nóg af fyrirlitningu.+

 4 Við höfum fengið meira en nóg af háði hinna sjálfsöruggu

og fyrirlitningu hrokafullra.

Uppgönguljóð. Eftir Davíð.

124 „Ef Jehóva hefði ekki verið með okkur“+

– Ísrael segi nú –

 2 „ef Jehóva hefði ekki verið með okkur+

þegar menn réðust á okkur+

 3 hefðu þeir gleypt okkur lifandi+

meðan reiði þeirra brann gegn okkur.+

 4 Þá hefðu vötnin skolað okkur burt,

flóðið skollið á okkur.+

 5 Beljandi vötnin hefðu fært okkur í kaf.

 6 Jehóva sé lofaður

því að hann hefur ekki gefið okkur tönnum þeirra að bráð.

 7 Við erum eins og fugl sem slapp

úr gildru veiðimannsins,+

gildran brotnaði

og við sluppum.+

 8 Hjálp okkar er í nafni Jehóva,+

skapara himins og jarðar.“

Uppgönguljóð.

125 Þeir sem treysta á Jehóva+

eru eins og Síonarfjall sem haggast ekki

heldur stendur að eilífu.+

 2 Eins og fjöll umkringja Jerúsalem+

umlykur Jehóva fólk sitt+

héðan í frá og að eilífu.

 3 Veldissproti illskunnar varir ekki yfir landi hinna réttlátu+

svo að þeir fari ekki að gera það* sem er rangt.+

 4 Jehóva, gerðu þeim gott sem eru góðir,+

þeim sem eru hjartahreinir.+

 5 En þá sem beygja út á krókóttar leiðir

mun Jehóva fjarlægja ásamt hinum illu.+

Friður sé yfir Ísrael.

Uppgönguljóð.

126 Þegar Jehóva leiddi fangana aftur heim til Síonar+

var eins og okkur dreymdi.

 2 Þá fylltist munnur okkar hlátri

og tungan hrópaði af gleði.+

Menn sögðu meðal þjóðanna:

„Það er stórkostlegt sem Jehóva hefur gert fyrir þá.“+

 3 Það er stórkostlegt sem Jehóva hefur gert fyrir okkur+

og við erum himinlifandi.

 4 Leiddu fangana heim aftur,* Jehóva,

eins og regnið sem fyllir farvegina í Negeb.*

 5 Þeir sem sá með tárum

uppskera með gleðisöng.

 6 Sá sem fer grátandi út

með sáðkorn í poka

snýr aftur með gleðisöng+

og ber kornknippin heim.+

Uppgönguljóð. Eftir Salómon.

127 Ef Jehóva byggir ekki húsið

erfiða smiðirnir til einskis.+

Ef Jehóva verndar ekki borgina+

vakir vörðurinn til einskis.

 2 Það er til einskis að þið farið snemma á fætur,

leggist seint til hvíldar

og stritið fyrir mat ykkar

því að hann sér fyrir þeim sem hann elskar og lætur þá sofa vært.+

 3 Börn* eru gjöf frá Jehóva,+

ávöxtur móðurkviðarins er umbun.+

 4 Eins og örvar í hendi kappans

eru synir sem maður eignast ungur að árum.+

 5 Sá maður er hamingjusamur sem fyllir örvamæli sinn með þeim.+

Þeir verða sér ekki til skammar

því að þeir tala við óvini í borgarhliðinu.

Uppgönguljóð.

128 Sá er hamingjusamur sem ber lotningu fyrir* Jehóva,+

sá sem gengur á vegum hans.+

 2 Þú munt borða ávöxtinn af erfiði handa þinna.

Þú verður hamingjusamur og þér vegnar vel.+

 3 Kona þín verður eins og frjósamur vínviður í húsi þínu,+

synir þínir eins og angar ólívutrésins kringum borð þitt.

 4 Slíka blessun hlýtur sá maður sem ber lotningu fyrir* Jehóva.+

 5 Jehóva blessar þig frá Síon.

Megir þú sjá Jerúsalem dafna alla ævidaga þína+

 6 og sjá barnabörn þín.

Friður sé yfir Ísrael.

Uppgönguljóð.

129 „Menn hafa ráðist á mig síðan ég var ungur“+

– Ísrael segi nú –

 2 „menn hafa ráðist á mig síðan ég var ungur+

en þeir hafa ekki yfirbugað mig.+

 3 Plógmenn hafa plægt yfir bak mitt,+

þeir hafa gert plógförin löng.“

 4 En Jehóva er réttlátur.+

Hann hefur skorið á bönd hinna illu.+

 5 Allir sem hata Síon

verða auðmýktir og hörfa með skömm.+

 6 Þeir verða eins og gras á húsþaki

sem visnar áður en það er reytt

 7 og fyllir ekki hönd sláttumanns

né fang þess sem bindur í knippi.

 8 Þeir sem fara hjá segja ekki:

„Jehóva blessi ykkur.

Við blessum ykkur í nafni Jehóva.“

Uppgönguljóð.

130 Úr djúpinu kalla ég til þín, Jehóva.+

 2 Jehóva, hlustaðu á mig,

heyrðu innilega bæn mína um hjálp.

 3 Ef þú, Jah,* gæfir gætur að syndum,*

Jehóva, hver gæti þá staðist?+

 4 En hjá þér er sönn fyrirgefning,+

þess vegna bera menn lotningu fyrir þér.*+

 5 Ég vona á Jehóva, allt sem í mér er vonar á hann,

ég bíð eftir orði hans.

 6 Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu,+

meiri en varðmenn sem bíða eftir morgni,+

já, meiri en varðmenn sem bíða eftir morgni.

 7 Ísrael bíði eftir Jehóva

því að kærleikur Jehóva er tryggur+

og máttur hans til að endurleysa mikill.

 8 Hann leysir Ísraelsmenn frá öllum syndum þeirra.

Uppgönguljóð. Eftir Davíð.

131 Jehóva, hjarta mitt er ekki hrokafullt

né augu mín stolt,+

ég sækist ekki eftir því sem er mér ofviða+

eða utan seilingar.

 2 Nei, ég hef sefað og róað sál mína,*+

ég er eins og afvanið barn

sem hvílir ánægt í faðmi móður sinnar.

 3 Ísrael bíði eftir Jehóva+

héðan í frá og að eilífu.

Uppgönguljóð.

132 Jehóva, mundu eftir Davíð

og öllum þjáningum hans,+

 2 hvernig hann sór Jehóva eið

og hét Hinum volduga Jakobs:+

 3 „Ég fer ekki inn í tjald mitt, í hús mitt,+

ég leggst ekki til hvíldar, í rúm mitt,

 4 ég unni ekki augum mínum svefns

né augnlokum mínum að blunda

 5 fyrr en ég finn stað handa Jehóva,

fagran bústað* handa Hinum volduga Jakobs.“+

 6 Við fréttum af henni* í Efrata,+

við fundum hana í skóglendinu.+

 7 Göngum inn í bústað* hans,+

föllum fram við skemil hans.+

 8 Gakktu fram, Jehóva, og komdu til hvíldarstaðar þíns,+

þú og örk máttar þíns.+

 9 Prestar þínir klæðist réttlætinu

og þínir trúföstu hrópi af gleði.

10 Hafnaðu ekki þínum smurða,

vegna Davíðs þjóns þíns.+

11 Jehóva hefur svarið Davíð

og hann gengur ekki á bak orða sinna:

„Afkomanda þinn* set ég í hásæti þitt.+

12 Ef synir þínir halda sáttmála minn

og áminningar sem ég kenni þeim+

skulu synir þeirra líka

sitja í hásæti þínu að eilífu.“+

13 Jehóva hefur valið Síon,+

þar þráir hann að eiga bústað sinn:+

14 „Þetta er hvíldarstaður minn að eilífu,

hér mun ég búa,+ það þrái ég.

15 Ég mun blessa borgina með matarbirgðum

og metta fátæklinga hennar með brauði.+

16 Presta hennar klæði ég frelsun+

og hinir trúföstu munu hrópa af gleði.+

17 Þar læt ég Davíð eflast,*

ég hef lampa tilbúinn handa mínum smurða.+

18 Ég klæði óvini hans skömm

en kórónan á höfði hans mun ljóma.“+

Uppgönguljóð. Eftir Davíð.

133 Það er gott og yndislegt

þegar bræður búa saman í einingu.+

 2 Það er eins og gæðaolía sem hellt er á höfuðið+

og rennur niður í skeggið,

skegg Arons,+

og drýpur niður á kragann á fötum hans.

 3 Það er eins og döggin frá Hermon+

sem fellur á Síonarfjöll.+

Þar hefur Jehóva boðað blessun sína

– líf að eilífu.

Uppgönguljóð.

134 Lofið Jehóva,

þið öll sem þjónið Jehóva,+

þið sem standið í húsi Jehóva um nætur.+

 2 Lyftið höndum+ í heilagleika*

og lofið Jehóva.

 3 Jehóva, skapari himins og jarðar,

blessi þig frá Síon.

135 Lofið Jah!*

Lofið nafn Jehóva,

lofið hann, þið sem þjónið Jehóva,+

 2 þið sem standið í húsi Jehóva,

í forgörðum húss Guðs okkar.+

 3 Lofið Jah því að Jehóva er góður.+

Syngið nafni hans lof* því að það er yndislegt.

 4 Jah hefur valið sér Jakob,

Ísrael sem sérstaka* eign sína.+

 5 Ég veit að Jehóva er mikill,

Drottinn okkar er öllum öðrum guðum meiri.+

 6 Jehóva gerir allt sem hann vill+

á himni og jörð, í höfunum og öllum djúpum.

 7 Hann lætur ský* stíga upp frá endimörkum jarðar,

hann lætur eldingar leiftra í regninu,*

hann hleypir vindinum út úr forðabúrum sínum.+

 8 Hann banaði frumburðum Egypta,

bæði mönnum og skepnum.+

 9 Hann gerði tákn og kraftaverk í Egyptalandi+

gegn faraó og öllum þjónum hans.+

10 Hann felldi margar þjóðir+

og drap volduga konunga+

11 – Síhon konung Amoríta+

og Óg, konung í Basan.+

Hann vann öll ríki í Kanaan.

12 Hann gaf land þeirra sem arf,

erfðaland handa þjóð sinni, Ísrael.+

13 Jehóva, nafn þitt varir að eilífu,

Jehóva, frægð þín* varir um allar kynslóðir.+

14 Já, Jehóva ver fólk sitt*+

og finnur til með þjónum sínum.+

15 Skurðgoð þjóðanna eru silfur og gull,

handaverk manna.+

16 Þau hafa munn en geta ekki talað,+

augu en geta ekki séð.

17 Þau hafa eyru en geta ekki heyrt.

Enginn andardráttur er í munni þeirra.+

18 Þeir sem búa þau til verða eins og þau+

og sömuleiðis allir sem treysta á þau.+

19 Ísraelsmenn, lofið Jehóva.

Ætt Arons lofi Jehóva.

20 Ætt Leví lofi Jehóva.+

Þið sem óttist Jehóva, lofið Jehóva.

21 Lofaður sé Jehóva frá Síon,+

hann sem býr í Jerúsalem.+

Lofið Jah!+

136 Þakkið Jehóva því að hann er góður.+

Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

 2 Þakkið Guði guðanna+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

 3 Þakkið Drottni drottnanna

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

 4 Hann einn vinnur mikil undraverk+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

 5 Hann skapaði himininn af miklu hugviti*+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

 6 Hann breiddi út jörðina yfir vötnin+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

 7 Hann skapaði ljósin miklu+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,

 8 sólina til að ráða yfir deginum+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,

 9 tunglið og stjörnurnar til að ráða yfir nóttinni+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

10 Hann banaði frumburðum Egypta+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

11 Hann leiddi Ísrael burt frá þeim,+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,

12 með sterkri hendi+ og útréttum handlegg

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

13 Hann klauf Rauðahafið í tvennt+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

14 Hann lét Ísraelsmenn ganga í gegnum það+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

15 Hann kastaði faraó og her hans í Rauðahafið+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

16 Hann leiddi fólk sitt um óbyggðirnar+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

17 Hann felldi mikla konunga+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

18 Hann drap volduga konunga

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,

19 Síhon+ konung Amoríta

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu

20 og Óg,+ konung í Basan,

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

21 Hann gaf land þeirra sem arf+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,

22 erfðaland handa þjóni sínum, Ísrael,

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

23 Hann mundi eftir okkur þegar við vorum langt niðri+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

24 Hann bjargaði okkur margsinnis frá andstæðingum okkar+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

25 Hann gefur fæðu öllu sem lifir+

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

26 Þakkið Guði himnanna

því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

137 Við fljót Babýlonar+ sátum við

og grétum þegar við minntumst Síonar.+

 2 Á aspirnar í Babýlon

hengdum við hörpur okkar.+

 3 Þeir sem héldu okkur föngnum báðu okkur að syngja,+

þeir sem hæddu okkur vildu skemmta sér:

„Syngið fyrir okkur Síonarljóð.“

 4 Hvernig getum við sungið ljóð Jehóva

á erlendri grund?

 5 Ef ég gleymdi þér, Jerúsalem,

þá gleymi hægri hönd mín því sem hún hefur lært.*+

 6 Tunga mín loði við góminn

ef ég man ekki eftir þér,

ef ég læt ekki Jerúsalem

veita mér meiri gleði en allt annað.+

 7 Mundu, Jehóva,

hvað Edómítar sögðu daginn sem Jerúsalem féll:

„Rífið niður! Rífið hana niður allt til grunna!“+

 8 Dóttir Babýlonar, þér verður bráðum tortímt.+

Sá sem fer með þig eins og þú fórst með okkur

getur verið ánægður.+

 9 Sá sem grípur börn þín og slær þeim utan í stein+

getur verið ánægður.

Eftir Davíð.

138 Ég lofa þig af öllu hjarta.+

Ég syng þér lof

andspænis öðrum guðum.*

 2 Ég fell fram í átt að heilögu musteri þínu*+

og lofa nafn þitt+

því að þú ert tryggur í kærleika þínum og trúfesti.

Þú hefur upphafið orð þitt og nafn yfir allt annað.*

 3 Þegar ég kallaði svaraðir þú mér,+

þú veittir mér kraft og hugrekki.+

 4 Allir konungar jarðar munu lofa þig, Jehóva,+

því að þeir hafa heyrt loforð þín.

 5 Þeir munu syngja um vegi Jehóva

því að dýrð Jehóva er mikil.+

 6 Þótt Jehóva sé hár tekur hann eftir hinum auðmjúka+

en hinn hrokafulla þekkir hann aðeins í fjarska.+

 7 Þegar ég er umkringdur hættum læturðu mig halda lífi.+

Þú réttir út höndina gegn reiði óvina minna,

hægri hönd þín bjargar mér.

 8 Jehóva kemur öllu til leiðar fyrir mig.

Jehóva, tryggur kærleikur þinn varir að eilífu.+

Yfirgefðu ekki verk handa þinna.+

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

139 Jehóva, þú hefur rannsakað mig og þekkir mig.+

 2 Þú veist hvenær ég sest og hvenær ég stend upp.+

Þú skynjar hugsanir mínar álengdar.+

 3 Þú sérð* mig þegar ég er á ferð og þegar ég leggst til hvíldar.

Þú þekkir alla vegi mína.+

 4 Jafnvel áður en orð eru á tungu minni

veistu, Jehóva, hvað ég ætla að segja.+

 5 Þú umlykur mig í bak og fyrir

og heldur hendi þinni yfir mér.

 6 Þú þekkir mig betur* en ég fæ skilið,

það er ofvaxið skilningi mínum.+

 7 Hvar get ég falið mig fyrir anda þínum

og hvert get ég flúið frá augliti þínu?+

 8 Ef ég stigi upp til himna værirðu þar

og ef ég byggi um mig í gröfinni* værirðu þar.+

 9 Þótt ég flygi burt á vængjum morgunroðans

og settist að við ysta haf

10 myndi hönd þín líka leiða mig þar

og hægri hönd þín styðja mig.+

11 Ef ég segði: „Myrkrið hylur mig!“

yrði nóttin í kringum mig björt.

12 Myrkrið yrði ekki of dimmt fyrir þig,

nei, nóttin yrði björt eins og dagur.+

Myrkur og ljós eru eins fyrir þér.+

13 Þú myndaðir nýru mín,

þú skýldir mér* í kviði móður minnar.+

14 Ég lofa þig fyrir að ég er frábærlega hannaður+ og ég fyllist lotningu.

Verk þín eru einstök,+

það veit ég mætavel.

15 Bein mín voru ekki hulin fyrir þér

þegar ég var gerður í leyni,

ofinn í djúpum jarðar.+

16 Augu þín sáu mig meðan ég enn var fóstur.

Í bók þinni var skrifað um alla líkamshluta mína

og dagana sem þeir áttu að myndast,

jafnvel áður en nokkur þeirra varð til.

17 Guð, hugsanir þínar eru mér ákaflega dýrmætar,+

og óhemjumargar eru þær samanlagðar.+

18 Ef ég reyni að telja þær eru þær fleiri en sandkornin.+

Þegar ég vakna er ég enn hjá þér.*+

19 Guð, bara að þú myndir útrýma hinum illu!+

Þá myndu ofbeldismennirnir* hverfa frá mér,

20 þeir sem tala um þig með illt í huga,*

andstæðingar þínir sem nota nafn þitt á óviðeigandi hátt.+

21 Hata ég ekki þá sem hata þig, Jehóva,+

og hef andstyggð á þeim sem rísa gegn þér?+

22 Ég hata þá fullu hatri,+

þeir eru orðnir óvinir mínir.

23 Rannsakaðu mig, Guð, og kynnstu hjarta mínu.+

Skoðaðu mig og lestu kvíðafullar hugsanir mínar.+

24 Sjáðu hvort ég er kominn út á ranga braut+

og leiddu mig+ um veg eilífðarinnar.

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.

140 Bjargaðu mér, Jehóva, frá illum mönnum,

verndaðu mig fyrir ofbeldismönnum,+

 2 þeim sem upphugsa illt í hjarta sér+

og valda sífellt átökum.

 3 Þeir brýna tungu sína eins og naðra,+

höggormseitur er innan vara þeirra.+ (Sela)

 4 Verndaðu mig, Jehóva, fyrir höndum hinna illu,+

verðu mig fyrir ofbeldismönnum,

þeim sem ætla að bregða fæti fyrir mig.

 5 Hrokafullir menn leggja gildru fyrir mig,

þeir strengja net meðfram veginum,+

þeir leggja snörur fyrir mig.+ (Sela)

 6 Ég segi við Jehóva: „Þú ert Guð minn.

Hlustaðu, Jehóva, þegar ég hrópa á hjálp.“+

 7 Jehóva, alvaldur Drottinn, máttugur frelsari minn,

þú skýlir höfði mínu á orrustudeginum.+

 8 Jehóva, uppfylltu ekki óskir hinna illu,

láttu ekki ráðabrugg þeirra heppnast svo að þeir verði sjálfumglaðir.+ (Sela)

 9 Megi það illa sem menn í kringum mig segja

koma sjálfum þeim í koll.+

10 Glóandi kolum rigni yfir þá.+

Verði þeim varpað í eldinn,

í djúpar gryfjur*+ svo að þeir standi aldrei upp framar.

11 Rógberinn finni hvergi samastað á jörðinni,*+

hið illa elti uppi ofbeldismenn og felli þá.

12 Ég veit að Jehóva mun verja hina bágstöddu

og láta fátæka ná rétti sínum.+

13 Já, hinir réttlátu skulu lofa nafn þitt,

hinir heiðvirðu búa hjá þér.*+

Söngljóð eftir Davíð.

141 Jehóva, ég ákalla þig.+

Komdu fljótt og hjálpaðu mér,+

hlustaðu þegar ég kalla til þín.+

 2 Bæn mín verði eins og reykelsi+ gert handa þér,+

upplyftar hendur mínar eins og kornfórn að kvöldi.+

 3 Settu vörð við munn minn, Jehóva,

settu varðmann við dyr vara minna.+

 4 Láttu hjarta mitt ekki hneigjast að neinu illu,+

að ógeðfelldum verkum með illum mönnum.

Megi ég aldrei gæða mér á krásum þeirra.

 5 Ef hinn réttláti slær mig er það merki um tryggan kærleika,+

ef hann leiðréttir mig er það eins og olía á höfuð mitt+

sem ég myndi aldrei afþakka.+

Ég held áfram að biðja, jafnvel þegar hann á erfitt.

 6 Þótt dómurum fólksins sé hrint fram af kletti

hlustar það á mig því að orð mín eru mild.

 7 Beinum okkar er tvístrað við grafarmunnann*

eins og þegar jörð er plægð og henni rótað upp.

 8 En ég horfi til þín, alvaldur Drottinn Jehóva.+

Ég hef leitað athvarfs hjá þér.

Láttu mig ekki týna lífi.

 9 Verndaðu mig fyrir gildrunni sem þeir hafa lagt fyrir mig,

fyrir snörum illmenna.

10 Hinir illu festast allir í sínum eigin netum+

meðan ég geng óhultur fram hjá.

Maskíl.* Bæn eftir Davíð þegar hann var í hellinum.+

142 Ég hrópa til Jehóva á hjálp,+

ég sárbæni Jehóva um að vera mér góður.

 2 Ég úthelli áhyggjum mínum fyrir honum,

ég segi honum frá örvæntingu minni+

 3 þegar kraftar mínir þverra.*

Þá vakir þú yfir vegi mínum.+

Á götunni sem ég geng

hafa þeir lagt gildru fyrir mig.

 4 Sjáðu, enginn er mér á hægri hönd,

enginn lætur sér annt um* mig.+

Ég get hvergi flúið,+

enginn skiptir sér af mér.

 5 Ég hrópa til þín á hjálp, Jehóva.

Ég segi: „Þú ert athvarf mitt,+

allt sem ég á* í landi hinna lifandi.“

 6 Heyrðu þegar ég hrópa á hjálp

því að ég er í mikilli neyð.

Bjargaðu mér frá þeim sem ofsækja mig+

því að þeir eru sterkari en ég.

 7 Frelsaðu mig úr dýflissunni

svo að ég geti lofað nafn þitt.

Megi hinir réttlátu safnast kringum mig

því að þú ert mér góður.

Söngljóð eftir Davíð.

143 Jehóva, heyrðu bæn mína,+

hlustaðu þegar ég hrópa á hjálp.

Svaraðu mér því að þú ert trúfastur og réttlátur.

 2 Dragðu ekki þjón þinn fyrir dóm

því að enginn lifandi maður getur verið réttlátur frammi fyrir þér.+

 3 Óvinurinn eltir mig,

hann treður mig undir fótum sér.

Hann lætur mig búa í myrkri eins og þá sem eru löngu dánir.

 4 Kraftur* minn þverr,+

hjartað er dofið í brjósti mér.+

 5 Ég minnist liðinna daga,

ég hugleiði allt sem þú hefur gert,+

ígrunda* verk handa þinna.

 6 Ég teygi út hendurnar til þín,

ég er eins og skrælnað land sem þyrstir eftir þér.+ (Sela)

 7 Svaraðu mér fljótt, Jehóva,+

kraftar mínir eru* á þrotum.+

Hyldu ekki andlit þitt fyrir mér,+

annars verð ég eins og þeir sem fara ofan í gröfina.+

 8 Láttu mig finna fyrir tryggum kærleika þínum að morgni

því að ég treysti á þig.

Vísaðu mér veginn sem ég á að ganga+

því að ég sný mér til þín.

 9 Bjargaðu mér frá óvinum mínum, Jehóva,

ég leita verndar hjá þér.+

10 Kenndu mér að gera vilja þinn+

því að þú ert Guð minn.

Andi þinn er góður,

hann leiði mig um slétta grund.*

11 Láttu mig halda lífi, Jehóva, vegna nafns þíns.

Bjargaðu mér úr neyð minni því að þú ert réttlátur.+

12 Sýndu mér tryggan kærleika og útrýmdu* óvinum mínum.+

Eyddu öllum sem herja á mig+

því að ég er þjónn þinn.+

Eftir Davíð.

144 Lofaður sé Jehóva, klettur minn,+

sem þjálfar hendur mínar til bardaga,

fingur mína til hernaðar.+

 2 Hann er tryggur kærleikur minn og vígi,

öruggt athvarf* mitt og bjargvættur,

skjöldur minn og sá sem ég leita skjóls hjá,+

sá sem leggur þjóðir undir mig.+

 3 Jehóva, hvað er maðurinn að þú gefir honum gaum,

sonur dauðlegs manns að þú sýnir honum áhuga?+

 4 Maðurinn er eins og andgustur,+

dagar hans eins og hverfull skuggi.+

 5 Jehóva, sveigðu himin þinn og stígðu niður,+

snertu fjöllin svo að rjúki úr þeim.+

 6 Láttu eldingar leiftra og tvístraðu óvinunum,+

skjóttu örvum þínum og skapaðu ringulreið hjá þeim.+

 7 Réttu út hendurnar frá hæðum,

bjargaðu mér úr ólgandi vötnunum,

úr greipum* útlendinganna.+

 8 Þeir ljúga með munninum

og lyfta hægri hendi til að sverja rangan eið.*

 9 Guð, ég vil syngja þér nýjan söng.+

Ég syng þér lof* og leik undir á tístrengja hljóðfæri,

10 þér sem veitir konungum sigur*+

og bjargar Davíð þjóni þínum undan banvænu sverði.+

11 Bjargaðu mér og frelsaðu úr greipum útlendinga.

Þeir ljúga með munninum

og lyfta hægri hendi til að sverja rangan eið.

12 Þá verða synir okkar eins og hraðvaxta plöntur,

dætur okkar eins og útskornar hornsúlur í höll.

13 Forðabúr okkar fyllast alls konar afurðum,

hjarðir okkar fjölga sér þúsundfalt, já, tíþúsundfalt.

14 Kálffullar kýrnar missa ekki fóstur né bera fyrir tímann,

engin neyðaróp heyrast á torgum okkar.

15 Sú þjóð sem býr við þetta er hamingjusöm.

Sú þjóð sem á Jehóva að Guði er hamingjusöm.+

Lofsöngur eftir Davíð.

א [alef]

145 Ég upphef þig, Guð minn og konungur,+

ég lofa nafn þitt um alla eilífð.+

ב [bet]

 2 Allan daginn lofa ég þig,+

ég lofa nafn þitt um alla eilífð.+

ג [gimel]

 3 Jehóva er mikill og verðskuldar lof,+

dýrð hans er ofvaxin skilningi okkar.*+

ד [dalet]

 4 Kynslóð eftir kynslóð mun lofa verk þín

og segja frá máttarverkum þínum.+

ה [he]

 5 Þær tala um dýrðarljóma hátignar þinnar+

og ég hugleiði undraverk þín.

ו [vá]

 6 Þær tala um mikilfengleg afrek þín*

og ég boða hve stórfenglegur þú ert.

ז [zajin]

 7 Þær eru himinlifandi þegar þær hugsa um ríkulega góðvild þína+

og hrópa af gleði yfir réttlæti þínu.+

ח [het]

 8 Jehóva er samúðarfullur og miskunnsamur,+

seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika í ríkum mæli.+

ט [tet]

 9 Jehóva er öllum góður+

og miskunn hans birtist í öllum verkum hans.

י [jód]

10 Öll verk þín upphefja þig, Jehóva,+

og þínir trúföstu lofa þig.+

כ [kaf]

11 Þeir boða dýrð konungdóms þíns+

og segja frá valdi þínu+

ל [lamed]

12 svo að menn kynnist máttarverkum þínum+

og dýrðarljóma konungdóms þíns.+

מ [mem]

13 Konungdómur þinn er eilífur

og veldi þitt varir um allar kynslóðir.+

ס [samek]

14 Jehóva styður alla sem eru að falla+

og reisir upp alla niðurbeygða.+

ע [ajin]

15 Augu allra horfa vonglöð til þín,

þú gefur þeim fæðu á réttum tíma.+

פ [pe]

16 Þú lýkur upp hendi þinni

og uppfyllir langanir alls sem lifir.+

צ [tsade]

17 Jehóva er réttlátur á öllum vegum sínum+

og trúfastur í öllu sem hann gerir.+

ק [qóf]

18 Jehóva er nálægur öllum sem ákalla hann,+

öllum sem ákalla hann í einlægni.+

ר [res]

19 Hann uppfyllir langanir þeirra sem óttast hann,+

hann heyrir þá hrópa á hjálp og bjargar þeim.+

ש [shin]

20 Jehóva verndar alla sem elska hann+

en eyðir öllum illum.+

ת [tá]

21 Ég vil lofsyngja Jehóva,+

allt sem lifir lofi heilagt nafn hans um alla eilífð.+

146 Lofið Jah!*+

Allt sem í mér er lofi Jehóva.+

 2 Ég vil lofa Jehóva alla ævi,

ég syng Guði mínum lof* eins lengi og ég lifi.

 3 Treystið ekki valdamönnum*

né manni sem engum getur bjargað.+

 4 Hann gefur upp andann og* snýr aftur til moldarinnar,+

á þeim degi tekur hugsun hans enda.+

 5 Sá sem fær hjálp frá Guði Jakobs er hamingjusamur,+

sá sem setur von sína á Jehóva Guð sinn,+

 6 skapara himins og jarðar,

hafsins og alls sem þar er,+

hann sem er alltaf trúfastur,+

 7 hann sem tryggir þeim réttlæti sem hafa verið sviknir,

hann sem gefur hungruðum brauð.+

Jehóva veitir föngunum* frelsi.+

 8 Jehóva opnar augu blindra,+

Jehóva reisir niðurbeygða á fætur,+

Jehóva elskar hina réttlátu.

 9 Jehóva verndar útlendingana,

hann sér fyrir föðurlausum börnum og ekkjum+

en gerir áform hinna illu að engu.*+

10 Jehóva er konungur að eilífu,+

Guð þinn, Síon, kynslóð eftir kynslóð.

Lofið Jah!*

147 Lofið Jah!*

Gott er að lofsyngja Guð okkar,*

það er ánægjulegt og við hæfi að lofa hann.+

 2 Jehóva byggir Jerúsalem,+

hann safnar saman hinum tvístruðu frá Ísrael.+

 3 Hann læknar hina sorgmæddu

og bindur um sár þeirra.

 4 Hann þekkir tölu stjarnanna,

hann nefnir þær allar með nafni.+

 5 Drottinn okkar er mikill og máttugur,+

viska* hans er takmarkalaus.+

 6 Jehóva reisir hina auðmjúku á fætur+

en kastar hinum illu til jarðar.

 7 Syngið Jehóva þakkarsöng,

lofsyngið Guð okkar við hörpuleik,

 8 hann sem þekur himininn skýjum,

sér jörðinni fyrir regni+

og lætur gras spretta+ á fjöllunum.

 9 Hann gefur dýrunum fæðu,+

hrafnsungunum sem krunka eftir henni.+

10 Hann hefur ekki mætur á krafti hestsins+

né hrífst hann af sterkum fótleggjum mannsins.+

11 Jehóva hefur ánægju af þeim sem óttast hann,+

þeim sem setja von sína á tryggan kærleika hans.+

12 Upphefðu Jehóva, Jerúsalem,

lofaðu Guð þinn, Síon.

13 Hann gerir slagbranda borgarhliðanna sterka,

hann blessar syni þína.

14 Hann veitir landi þínu frið,+

seður þig á fínasta hveiti.*+

15 Hann sendir fyrirmæli sín til jarðar,

orð hans kemst fljótt til skila.

16 Hann lætur snjóinn falla eins og ull,+

hann stráir hríminu eins og ösku.+

17 Hann varpar niður haglinu* eins og brauðmolum.+

Hver getur staðist kulda hans?+

18 Hann sendir út orð sitt og ísinn þiðnar,

hann lætur vindinn blása+ og vatnið streymir.

19 Hann boðar Jakobi orð sitt,

Ísrael ákvæði sín og dóma.+

20 Það hefur hann ekki gert fyrir neina aðra þjóð,+

þær vita ekkert um dóma hans.

Lofið Jah!*+

148 Lofið Jah!*

Lofið Jehóva af himnum,+

lofið hann í hæðum.

 2 Lofið hann, allir englar hans.+

Lofið hann, allt herlið hans.+

 3 Lofið hann, sól og tungl.

Lofið hann, allar skínandi stjörnur.+

 4 Lofið hann, himnanna himnar

og vötnin yfir himnunum.

 5 Þau lofi nafn Jehóva

því að þau voru sköpuð að skipun hans.+

 6 Hann lætur þau standa um alla eilífð,+

setti þeim lög sem falla ekki úr gildi.+

 7 Lofið Jehóva frá jörðinni,

þið stóru sjávardýr og hafdjúpin öll,

 8 eldingar og hagl, snjór og skýjaþykkni,

þú stormur sem framfylgir skipun hans,+

 9 þið fjöll og allar hæðir,+

aldintré og sedrustré,+

10 þið villtu dýr+ og húsdýrin öll,

skriðdýr og fleygir fuglar,

11 þið konungar jarðar og allar þjóðir,

höfðingjar og allir dómarar jarðar,+

12 þið ungu menn og yngismeyjar,

öldungar og ungmenni.*

13 Þau lofi nafn Jehóva

því að nafn hans er öllu æðra,+

hátign hans er ofar himni og jörð.+

14 Hann gerir þjóð sína öfluga,*

trúum þjónum sínum til lofs,

sonum Ísraels sem eru honum nánir.

Lofið Jah!*

149 Lofið Jah!*

Syngið nýjan söng fyrir Jehóva,+

lofið hann í söfnuði hinna trúföstu.+

 2 Ísrael gleðjist yfir sínum mikla skapara,+

synir Síonar fagni konungi sínum.

 3 Þeir lofi nafn hans með dansi,+

lofsyngi hann* og leiki undir á tambúrínu og hörpu+

 4 því að Jehóva hefur yndi af fólki sínu,+

hann prýðir hina auðmjúku með því að bjarga þeim.+

 5 Hinir trúföstu fagni yfir upphefð sinni,

þeir hrópi af gleði í rúmum sínum.+

 6 Lofsöngvar til Guðs séu á vörum þeirra

og tvíeggjað sverð í hendi þeirra

 7 til að koma fram hefndum á þjóðunum

og refsa þjóðflokkunum,

 8 til að hlekkja konunga þeirra

og hneppa tignarmenn þeirra í fjötra,

 9 til að fullnægja skráðum dómi yfir þeim.+

Þann heiður hljóta allir sem eru honum trúir.

Lofið Jah!*

150 Lofið Jah!*+

Lofið Guð á hans helga stað.+

Lofið hann undir himninum sem vitnar um mátt hans.+

 2 Lofið hann fyrir máttarverk hans.+

Lofið hann fyrir mikilfengleik hans.+

 3 Lofið hann með hornablæstri.+

Lofið hann með lýru og hörpu.+

 4 Lofið hann með tambúrínu+ og hringdansi.

Lofið hann með strengjahljóðfæri+ og flautu.+

 5 Lofið hann með hljómandi málmgjöllum.

Lofið hann með skellandi málmgjöllum.+

 6 Allt sem dregur andann lofi Jah.

Lofið Jah!*+

Eða „hugleiðir þau“.

Eða „ráðfæra sig hver við annan“.

Eða „Messíasi; Kristi“.

Eða „takið mark á þessari viðvörun“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „Kyssið“.

Orðrétt „hann“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „rýmkaðu um mig í“.

Eða „veitir þeim sérstöðu“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „þeim sem úthella blóði“.

Eða „vegna þess að tryggur kærleikur þinn er mikill“.

Eða „helgidómi þínum“.

Eða „þeir eru tungumjúkir“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „Sýndu mér miskunn“.

Eða „minnast þín ekki“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „hrum“.

Eða hugsanl. „en þyrmt þeim sem er mér óvinveittur að ástæðulausu“.

Eða „prófar hjörtun og nýrun“.

Eða „úthrópar óvini sína“.

Eða „með tónlist“.

Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „Dýrð þín er kunngerð yfir himninum“.

Eða „guðlegum verum“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „með tónlist“.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Orðrétt „Síonardóttur“.

Sjá orðaskýringar.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „hinn gráðugi blessar sjálfan sig“.

Eða „blæs á“.

Eða „Ég hrasa aldrei“.

Eða „kynslóð eftir kynslóð hendir mig engin ógæfa“.

Eða „runna“.

Orðrétt „augliti sínu“.

Eða „munaðarleysingjanum“.

Eða „stoðir réttvísinnar“.

Eða „sál hans; allt sem í honum býr“.

Eða hugsanl. „lætur rigna glóandi kolum yfir“.

Eða „verður í bikar þeirra“.

Eða „njóta velvildar“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „og tala með tvískiptu hjarta“.

Eða „blása á“.

Eða hugsanl. „bræðsluofni sem stendur á jörðinni“.

Orðrétt „kynslóð réttlátra“.

Eða „gengur í flekkleysi“.

Eða „leiðir ekki skömm yfir“.

Orðrétt „eið sinn“.

Eða „hrasar aldrei“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „þú ert uppspretta góðvildar minnar“.

Eða „Innstu tilfinningar mínar“. Orðrétt „Nýru mín“.

Eða „ekkert kemur mér úr jafnvægi“.

Orðrétt „dýrð mín gleðst“.

Eða „gefur ekki sál mína gröfinni á vald“. Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „verði rotnun að bráð“.

Orðrétt „frammi fyrir augliti þínu“.

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt til mín“.

Eða „Þeir eru umluktir eigin fitu“.

Eða „þessarar heimsskipanar“.

Eða „en hlutskipti þeirra er í þessu lífi“.

Eða „því að ég sé mynd þína“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „máttugur frelsari minn“.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „vindsins“.

Orðrétt „þeim“.

Eða „út á víðlendi“.

Orðrétt „hreinleika handa minna“.

Eða „hrjáða“.

Orðrétt „hrokafull augu“.

Hebreska orðið vísar til þess að hreinsa málm í eldi.

Eða „ökklar mínir skriki ekki“.

Eða „lætur mig sjá bakið á óvinum mínum“.

Orðrétt „þagga niður í þeim“.

Eða „með tónlist“.

Eða „Hann veitir konungi sínum mikla sigra“.

Eða hugsanl. „mælisnúra“.

Eða „hins frjósama lands“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „álíti brennifórnir þínar feitar“.

Eða „vinnur mikla sigra“.

Orðrétt „auglit þitt“.

Orðrétt „ávöxt“.

Orðrétt „með söng og tónlist“.

Hugsanlega lag eða tónlistarstíll.

Eða „ríkir meðal lofsöngva Ísraels“.

Eða „til skammar“.

Orðrétt „Til þín var mér varpað úr móðurlífi“.

Orðrétt „hendi“.

Orðrétt „Megi hjörtu ykkar lifa“.

Orðrétt „feitu“.

Eða hugsanl. „að friðsælum vötnum“.

Eða „hugga mig“.

Eða „sál mína“. Það er, líf Jehóva sem svarið er við.

Eða „og verður réttlátur í augum Guðs síns“.

Orðrétt „leitar auglits þíns“.

Eða „rísið upp“.

Eða „sem þú hefur sýnt frá fornu fari“.

Eða „fylgja lögum sínum“.

Eða „innstu tilfinningar mínar“. Orðrétt „nýru mín“.

Orðrétt „sit ekki hjá“.

Eða „blanda ekki geði við hræsnara“.

Orðrétt „sitja hjá“.

Eða „þeim sem úthella blóði“.

Eða „velta fyrir mér“.

Eða „helgidómi“.

Eða „með tónlist“.

Eða hugsanl. „Ég trúi því staðfastlega að ég fái að sjá góðvild Jehóva í landi lifenda“.

Eða „sterkur í hjarta“.

Eða „gröfina“.

Orðrétt „synir kappa“.

Eða „tilbiðjið“.

Eða hugsanl. „vegna ljómans af heilagleika hans“.

Hér virðist átt við Líbanonsfjallgarðinn.

Eða „vötnunum á himni“.

Eða „dregið mig upp“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „gröfina“.

Eða „Lofið Jehóva með tónlist“.

Eða „haggast“.

Orðrétt „blóði mínu“.

Eða „djúp jarðar“.

Eða „dýrð mín“.

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt til mín“.

Eða „þú trúfasti Guð“.

Eða „rýmkað um mig“.

Eða „sál mín og kviður“.

Orðrétt „hjarta“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „fyrir deilum tungna“.

Eða „og styrkið hjörtu ykkar“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „fyrirgefnar“.

Eða „vanþóknun“.

Eða „lífsvökvi minn“.

Eða „gef þér skilning“.

Eða „andardrætti“.

Orðrétt „allur þeirra her“.

Eða „björgun“.

Orðrétt „Smakkið“.

Eða „þeim sem hafa sundurkraminn anda“.

Eða „buklara“. Buklari var lítill skjöldur, gjarnan borinn af bogaskyttum.

Orðrétt „Þegar bæn mín sneri aftur að brjósti mínu“.

Eða hugsanl. „hæðast að mér fyrir köku“.

Eða „hugleiða“.

Orðrétt „eins og fjöll Guðs“.

Eða „bjargar“.

Orðrétt „feiti“.

Eða „á jörðinni“.

Eða „Jehóva sé mesti gleðigjafi þinn“.

Orðrétt „Veltu vegi þínum á Jehóva“.

Eða „þolinmæði“.

Eða hugsanl. „æstu þig ekki upp því að það leiðir aðeins til ills“.

Orðrétt „þekkir daga hinna flekklausu“.

Eða „veitir skrefum mannsins festu“.

Eða „styður hann með hendi sinni“.

Eða „þeim sem heldur fast í ráðvendni sína“.

Orðrétt „Lendar mínar eru fullar bruna“.

Eða hugsanl. „En margir eru orðnir óvinir mínir að ástæðulausu“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „magnaðist“.

Eða „þegar ég andvarpaði“.

Orðrétt „þverhendur daga“.

Orðrétt „hafa hátt“.

Eða „beið þolinmóður eftir“.

Eða „lyginna“.

Eða „hafðir ekki velþóknun á“.

Eða „þrái“.

Orðrétt „lyft hæl sínum á móti mér“.

Eða „frá eilífð til eilífðar“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Eða „litla fjallinu“.

Eða hugsanl. „Þegar óvinir mínir hæðast að mér er eins og þeir kremji bein mín“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „veittu Jakobi“.

Orðrétt „gerir okkur að máltæki meðal þjóðanna“.

Eða „lyft höndum í bæn“.

Orðrétt „leystu“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „griffill“.

Eða „fræðimanns“.

Orðrétt „kenna þér“.

Orðrétt „Dóttir“.

Eða „reyna að milda þig“.

Orðrétt „Inni“.

Eða hugsanl. „útsaumuðum“.

Orðrétt „þig“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Eða hugsanl. „skildi“.

Eða „lúðrablástur“.

Eða „Leikið tónlist fyrir“.

Orðrétt „skjöldum“.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Orðrétt „dætur“.

Eða „múra“.

Eða hugsanl. „þar til við deyjum“.

Eða „ræð“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „úr greipum“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „frá sólarupprás til sólseturs“.

Eða „leiðsögn“.

Orðrétt „kastar orðum mínum aftur fyrir þig“.

Eða hugsanl. „slæst í lið með honum“.

Eða „kemur óorði á son móður þinnar“.

Eða „er stöðugt frammi fyrir mér“.

Orðrétt „Gegn þér, þér einum, hef ég syndgað“.

Eða „hulda“.

Orðrétt „styddu mig með fúsum anda“.

Eða „fyrirlítur“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „varnarvirki“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „óttaslegnir þótt ekkert sé að óttast“.

Orðrétt „setja upp herbúðir gegn þér“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „Þeir hafa Guð ekki fyrir augum“.

Orðrétt „Þaggaðu niður í þeim“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „feldu þig ekki þegar ég bið um hjálp“.

Orðrétt „sundraðu tungum þeirra“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „endurleysir“.

Það er, fyrrverandi vinurinn í 13. og 14. versi.

Eða „verði valtur á fótum“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „glefsa í mig“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „dýrð mín“.

Eða „leik tónlist fyrir þig“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „eru spilltir“.

Orðrétt „móðurlífi“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „húsið“.

Eða „blóðþyrstum mönnum“.

Eða „gelta“.

Eða „freyðir“.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Eða „gelta“.

Eða „leika tónlist fyrir þig“.

Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „Þú hefur gefið“.

Eða hugsanl. „helgidómi“.

Eða „Súkkótsléttu“.

Orðrétt „vígi höfuðs míns“.

Eða hugsanl. „víggirtu“.

Orðrétt „bætir dögum við daga“.

Eða „lofa nafn þitt með tónlist“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „örugga fjallavígi“.

Eða hugsanl. „Þið veitist allir að honum eins og að hallandi vegg, steinvegg sem er við það að hrynja“.

Eða „refum“.

Eða „fyllast stolti“.

Eða „Þeir hvetja hver annan til illra verka“.

Eða „fyllast stolti“.

Orðrétt „breiðir yfir“.

Eða „helgidómi þínum“.

Orðrétt „Hann“.

Orðrétt „hann“.

Orðrétt „Hann“.

Orðrétt „frá sólarupprás til sólseturs“.

Eða „plóggarða hennar“.

Orðrétt „drjúpa af feiti“.

Eða „slétturnar“.

Eða „Lofið dýrlegt nafn hans með tónlist“.

Orðrétt „mjaðmir okkar“.

Orðrétt „ríða yfir höfuð okkar“.

Eða „sýna honum lotningu“.

Eða „lofið nafn hans með tónlist“.

Eða hugsanl. „þeysir um á skýjunum“.

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Orðrétt „dómari“.

Eða „uppreisnarseggir“.

Orðrétt „arfleifð þína“.

Eða hugsanl. „fjárréttirnar“.

Eða „var eins og það snjóaði á Salmón“.

Eða „tignarlegt fjall“.

Eða „þráir“.

Eða „ganga í sekt sinni“.

Eða hugsanl. „þar til þjóðirnar traðka á silfri“.

Eða hugsanl. „Sendiherrar munu koma“.

Eða „lofið Jehóva með tónlist“.

Orðrétt „þínum“.

Eða „þeir sem eru óvinir mínir að ástæðulausu“.

Eða hugsanl. „Ég grét og fastaði“.

Orðrétt „ég varð þeim að máltæki“.

Eða „brunninn“.

Eða „tryggur kærleikur“.

Orðrétt „leystu“.

Eða „og ég er á barmi örvæntingar“.

Eða „eiturjurt“.

Orðrétt „mjaðmir“.

Eða „heift“.

Orðrétt „bók lifenda“.

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt til mín“.

Eða „þú hefur verið traust mitt“.

Eða „talið“.

Orðrétt „armi“.

Eða „leika á hörpu þér til lofs“.

Eða „endurleyst sál mína“.

Eða „Ég mun hugleiða“.

Orðrétt „dæma“.

Eða „eiga þegna“.

Það er, Efrat.

Eða „leysir“.

Eða „afli sér blessunar“.

Eða „monthanana“.

Eða „eru með ístru“.

Orðrétt „fitu“.

Orðrétt „hans“.

Orðrétt „kynslóð sona þinna“.

Orðrétt „fyrirlíturðu mynd þeirra“.

Orðrétt „í nýrum“.

Orðrétt „þaggar niður í öllum“.

Eða „ótrúir“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „rýkur“.

Orðrétt „söfnuði þínum“.

Eða „afkomendur“.

Eða „staðir þar sem Guð er tilbeðinn“.

Eða „skikkjufellingu þinni“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „ljósgjafann“.

Orðrétt „bráðnuðu“.

Orðrétt „horni“.

Orðrétt „horni“.

Eða „með tónlist“.

Orðrétt „horn“.

Orðrétt „horn“.

Eða „ert umvafinn ljósi“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „út hendurnar og þær dofna ekki“.

Eða „strengjaleik mínum“.

Eða „Það stingur mig“.

Orðrétt „að hægri hönd Hins hæsta hefur breyst gagnvart“.

Orðrétt „leystir“.

Orðrétt „hendi þinni“.

Eða „frjósamt landið“.

Orðrétt „með hendi Móse og Arons“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „fræðslu mína; leiðsögn mína“.

Eða „áminningar“.

Orðrétt „óviðbúið“.

Orðrétt „reyndu“.

Eða „brauð engla“.

Eða „hefnandi“.

Orðrétt „breiddi yfir“.

Eða hugsanl. „að andinn fer burt“.

Eða „særðu“.

Orðrétt „hendi“.

Orðrétt „leysti þá frá“.

Eða hugsanl. „sótthitanum“.

Orðrétt „líf þeirra“.

Orðrétt „reyna Hinn hæsta“.

Eða „vöktu afbrýði hans“.

Orðrétt „og meyjar hans hlutu ekki lof“.

Orðrétt „Hann reisti helgidóm sinn eins og hæðirnar“.

Eða „lambánna“.

Orðrétt „breiddu yfir“.

Orðrétt „þinni miklu hendi“.

Eða hugsanl. „frelsa“.

Orðrétt „syni dauðans“.

Eða hugsanl. „á milli kerúbanna“.

Eða „sýndu geisladýrð þína“.

Það er, Efrat.

Eða „stofn vínviðarins“.

Eða „greinina“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „tungumál“.

Orðrétt „á felustað þrumunnar“.

Meríba þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.

Orðrétt „fylgdu sínum eigin ráðum“.

Orðrétt „honum“, það er, fólki Guðs.

Orðrétt „fitu hveitisins“.

Eða „söfnuði hins guðdómlega“.

Eða „hinna guðlegu“.

Eða „Verið dómarar“.

Það er, „guðirnir“ í 1. versi.

Eða „guðum líkir“.

Eða „orðlaus“.

Eða „reigja höfuðið“.

Orðrétt „þú felur“.

Eða „sáttmála“.

Orðrétt „tjöld Edóms og Ísmaelíta“.

Eða „leiðtoga“.

Eða „verða eins og skrælnaða þistla“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „dal bakarunnanna“.

Eða hugsanl. „og leiðbeinandinn sveipar sig“.

Eða hugsanl. „Guð, sjáðu skjöld okkar“.

Eða „ráðvendni“.

Eða „Leiddu okkur til baka“.

Eða „velgengni“.

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt, Jehóva“.

Orðrétt „óttist“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „hafa þig ekki fyrir augum sér“.

Eða „og ert alltaf sannorður“.

Eða „sönnun“.

Eða „viðurkenna“.

Eða „Fyrir mér ertu uppspretta alls“.

Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „hneigðu eyra þitt“.

Hebreska orðið fyrir gröf er hér Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða „gröfina“.

Eða „máttvana“.

Orðrétt „hönd“.

Eða „í Abaddón“.

Eða hugsanl. „allar í einu“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „upphefur horn okkar“.

Orðrétt „er horn hans upphafið“.

Eða „dómum“.

Eða „þeim fyrir uppreisn þeirra“.

Eða „Afkomendur“.

Eða „öll steinbyrgi“.

Orðrétt „lyft hægri hendi fjandmanna hans“.

Eða „bjargað sál sinni“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „bera í barmi mér“.

Eða hugsanl. „athvarf“.

Eða „fæddir með fæðingarhríðum“.

Orðrétt „Þú setur syndir okkar fyrir framan þig“.

Eða „Líf“.

Eða „hvísl“.

Eða „á leynistað“.

Eða „hindrar aðgang að“.

Eða „stór skjöldur“.

Eða „virkisgarður“.

Orðrétt „endurgoldið“.

Eða hugsanl. „virki þínu; athvarfi þínu“.

Orðrétt „hann hefur tengst mér“.

Eða „viðurkennir“.

Eða „lofa nafn þitt með tónlist“.

Eða „gras“.

Orðrétt „upphefur horn mitt eins og á villinauti“.

Eða „þegar hárið er gránað“.

Orðrétt „feitir“.

Eða „Frjósamt landið“.

Eða „hæfir“.

Orðrétt „hefði ég fljótlega búið í þögninni“.

Eða „Getur spillt hásæti; Geta spilltir dómarar“.

Eða „með tilskipunum“.

Orðrétt „sakfella blóð hins saklausa“.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Orðrétt „þagga niður í þeim“.

Orðrétt „þaggar niður í þeim“.

Orðrétt „fyrir auglit hans“.

Orðrétt „í hendi hans“.

Sem þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.

Sem þýðir ‚að reyna; prófraun‘.

Eða „Tilbiðjið“.

Eða hugsanl. „vegna ljómans af heilagleika hans“.

Eða „Frjósamt landið“.

Eða „flytur mál þjóðanna“.

Eða „er kominn“.

Eða „Tilbiðjið hann“.

Orðrétt „dætur“.

Eða „frá valdi“.

Eða „unnið sigur“.

Eða „sigur“.

Eða „leikið tónlist“.

Eða „Leikið fyrir Jehóva á hörpu“.

Eða „frjósamt landið“.

Eða „er kominn“.

Eða hugsanl. „á milli kerúbanna“.

Eða „tilbiðjið“.

Orðrétt „komst fram hefndum á“.

Eða „tilbiðjið“.

Eða hugsanl. „en ekki við sjálf“.

Eða „leika tónlist fyrir“.

Eða „óaðfinnanlegur“.

Eða „verk þeirra loða ekki við mig“.

Orðrétt „þekki ekki“.

Eða „uppræti ég hann“.

Eða „ráðvandur“.

Orðrétt „fyrir augum“.

Eða „uppræti ég öll illmenni“.

Eða „er veikburða“.

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt til mín“.

Eða hugsanl. „er horaður“.

Eða „hafa mig að fífli“.

Eða „skuggi sem lengist“.

Eða „nafn þitt“.

Orðrétt „ekki sköpuð“.

Eða „tryggum kærleika“.

Eða „ástúðlega umhyggju“.

Eða „austrið er frá vestrinu“.

Orðrétt „hverfur og staður þess þekkir það ekki lengur“.

Eða „frá eilífð til eilífðar“.

Orðrétt „og heyrið hljóminn af orði hans“.

Orðrétt „í vötnunum“.

Eða „haggast hún“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „leik tónlist fyrir“.

Eða hugsanl. „Megi hugleiðingar mínar um hann vera ánægjulegar“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „leikið tónlist fyrir“.

Eða hugsanl. „talið um“.

Orðrétt „eftir augliti“.

Orðrétt „braut allar brauðstangir“. Vísar hugsanlega til stanga sem brauð var geymt á.

Orðrétt „misþyrmdu fótum hans með fjötrum“.

Orðrétt „fjötra“.

Eða „logandi eld“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „stæra mig af þér“.

Eða „skildu ekki hvað undraverk þín þýddu“.

Eða „óbyggðir“.

Eða „var eftir“.

Eða „steyptu líkneski“.

Orðrétt „stóð í skarðinu frammi fyrir honum“.

Eða „tengdust“.

Það er, fórnir færðar annaðhvort látnu fólki eða lífvana guðum.

Meríba þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.

Eða „lærðu“.

Orðrétt „hendi“.

Eða „frá eilífð til eilífðar“.

Eða „Verði svo!“

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „endurleysti“.

Eða „undan valdi“.

Eða „frá sólarupprás og sólsetri“.

Orðrétt „sæti“.

Eða „hefur hina fátæku hátt yfir“, það er, utan seilingar.

Orðrétt „Ég, já, dýrð mín, vil syngja og spila“.

Eða „leik tónlist fyrir þig“.

Eða hugsanl. „helgidómi“.

Eða „Súkkótsléttu“.

Orðrétt „vígi höfuðs míns“.

Eða „ákæranda“.

Eða „illmenni“.

Eða „Okrarar leggi gildrur fyrir“.

Eða „tryggan kærleika“.

Eða „tryggan kærleika“.

Orðrétt „hold mitt er orðið magurt, án fitu (olíu)“.

Eða „ermalausa yfirhöfn“.

Eða „iðrast þess ekki“.

Eða „meðal þjóðanna“.

Orðrétt „höfuð“.

Eða „allrar jarðarinnar“.

Vísar til Drottins í 1. versi.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Handaverk hans“.

Eða „byggð á traustum grunni“.

Orðrétt „Að óttast“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Orðrétt „óttast“.

Eða „örlátlega“.

Eða „ákveðinn; stöðugur“.

Eða „vítt og breitt“.

Orðrétt „horn“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „austri til vesturs“.

Eða „situr í hásæti“.

Eða hugsanl. „af ruslahaugnum“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Við eigum ekkert skilið, Jehóva, ekkert, heldur gefðu“.

Eða „unga sem gamla“.

Orðrétt „í þögnina“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða hugsanl. „Ég elska því að Jehóva“.

Orðrétt „Hann hneigir eyra sitt til mín“.

Eða „hins mikla frelsis“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „rúmgóðan“.

Eða hugsanl. „ásamt þeim sem hjálpa“.

Eða hugsanl. „Þú hrintir mér“.

Eða „Óp fagnaðar og frelsunar“.

Eða „eru ráðvandir“.

Eða „skoða fyrirmæli þín vandlega“.

Orðrétt „Veltu“.

Eða „skoðar þjónn þinn vandlega“.

Orðrétt „veg fyrirmæla þinna“.

Eða „rannsakað“.

Eða „verða mér til skammar“.

Orðrétt „vil hlaupa veg boðorða þinna“.

Eða hugsanl. „þú vekur traust í hjarta mér“.

Eða „Láttu mig ganga“.

Eða „að því að hagnast“.

Eða „orð“.

Eða hugsanl. „sem er gefið þeim sem óttast þig“.

Eða „ég bíð eftir dómi þínum“.

Eða „rúmgóðum“.

Eða „skoða ákvæði þín vandlega“.

Eða „sagðir“.

Eða „sem þú lést mig bíða eftir“.

Eða „í húsinu þar sem ég bý sem útlendingur“.

Eða „Ég reyni að milda þig (leita eftir brosi hjá þér)“.

Eða „ég syndgaði óvart“.

Orðrétt „tilfinningalaus eins og fita“.

Eða „ég bíð eftir orði þínu“.

Eða hugsanl. „með lygum“.

Eða „skoða fyrirmæli þín vandlega“.

Eða „ég bíð eftir orði þínu“.

Það er, öll sköpunarverk Guðs.

Orðrétt „er mjög víðtækt“.

Eða „skoða þau vandlega“.

Eða „skoða áminningar þínar vandlega“.

Orðrétt „taka við sjálfviljafórnum munns míns“.

Eða „eilífan arf minn“.

Orðrétt „hneigt hjarta mitt að því“.

Eða „með tvískipt hjarta“.

Eða „ég bíð eftir orði þínu“.

Eða „verða mér til skammar“.

Eða „orð“.

Eða „hreinsað“.

Orðrétt „mása“.

Orðrétt „Endurleystu mig“.

Eða „brosa til þjóns þíns“.

Eða „í morgunskímunni“.

Eða „ég bíð eftir orðum þínum“.

Eða „skoðað orð þín vandlega“.

Eða „svívirðilega“.

Eða „áminningar þínar“.

Eða „Flyttu mál mitt“.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „hvað mun hann leggja á þig“.

Orðrétt „þegar þú gengur út og kemur inn“.

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „virkisgarða“.

Eða „seilast eftir því“.

Eða „Gefðu föngunum nýjan kraft“.

Eða „suðri“.

Orðrétt „Synir“.

Orðrétt „óttast“.

Orðrétt „óttast“.

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „teldir syndir“.

Orðrétt „óttast menn þig“.

Eða „sjálfan mig“. Sjá orðaskýringar.

Eða „stórfenglega tjaldbúð“.

Vísar greinilega til arkarinnar.

Eða „stórfenglega tjaldbúð“.

Orðrétt „Mann af ávexti kviðar þíns“.

Orðrétt „horn Davíðs vaxa“.

Eða hugsanl. „helgidóminum“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Lofið nafn hans með tónlist“.

Eða „dýrmæta“.

Eða „gufu“.

Eða hugsanl. „gerir flóðgáttir fyrir regnið“.

Eða „nafn þitt“.

Eða „flytur mál fólks síns“.

Eða „af visku“.

Eða hugsanl. „visni hægri hönd mín“.

Eða hugsanl. „Ég leik tónlist fyrir þig og býð öðrum guðum birginn“.

Eða „heilögum helgidómi þínum“.

Eða hugsanl. „orð þitt yfir allt sem nafn þitt stendur fyrir“.

Orðrétt „mælir“.

Eða „Sú þekking er stórkostlegri“.

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „ófst mig“.

Eða hugsanl. „vaknaði væri ég enn að telja þær“.

Eða „blóðsekir menn“.

Eða „eftir eigin höfði“.

Eða „í vatnsgryfjur“.

Eða „í landinu“.

Eða „frammi fyrir augliti þínu“.

Hebreska orðið fyrir gröf er hér Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Orðrétt „andi minn þverr“.

Orðrétt „kannast við“.

Orðrétt „hlutdeild mín“.

Orðrétt „Andi“.

Eða „rannsaka“.

Orðrétt „andi minn er“.

Eða „um land ráðvendninnar“.

Orðrétt „þaggaðu niður í“.

Eða „öruggt fjallavígi“.

Eða „höndum“.

Orðrétt „og hægri hönd þeirra er hægri hönd lyginnar“.

Eða „lofa þig með tónlist“.

Eða „frelsun“.

Eða „er órannsakanleg“.

Eða „mikilfenglegan mátt þinn“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „lofa Guð minn með tónlist“.

Eða „tignarmönnum“.

Eða „Andi (andardráttur) hans hverfur og hann“.

Orðrétt „hinum fjötruðu“.

Eða „gerir veg hinna illu krókóttan“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „lofa Guð okkar með tónlist“.

Eða „skilningur“.

Orðrétt „fitu hveitisins“.

Eða „ís“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „aldraðir og ungir saman“.

Orðrétt „upphefur horn þjóðar sinnar“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „lofi hann með tónlist“.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila